Lögberg - 26.06.1952, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚNI, 1952
Fréttir fré íslandi
19. JÚNÍ 1952
Þær íréttir, sem hér fara á eftir. eru afrit af siuitbylgju-
úivarpi, sem ríkisúivarpið sendi íslendingum erlendis á
sunnudaginn þann 15. þ. m., og lætur íslenzku vikublöðun-
um vestra í té til birtingar. Frétiir þessar innibinda einnig
frásögn af hátíðahöldunum 17. júní. Ríkisútvarpinu skal
hér með þökkuð sú góðvild, er þessi kærkomna sending
ber vitni um. —Rilsij.
í maímánuði s.l. varð vöru-
skiptajöfnuðurinn við ’útlönd ó-
hagstæður um 56,4 miljónir
króna. Inn voru fluttar vörur
fyrir 102 miljónir en út íyrir
45,6 miljónir króna. Fyrstu fimm
mánuði þessa árs er þá vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður
um 151,2 miljónir króna, út hef-
ir verið flutt fyrir 229,3 miljónir,
en inn fyrir 380,5 miljónir. Um
sama leyti í fyrra var vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður
um 52,5 miljónir króna.
☆
Síldarútvegsnefnd hefir samið
um sölu á 186.000 tunnum af
Norðurlandssíld þeirri, sem veið-.
ist í sumar, til Svíþjóðar, Finn-
lands, Danmerkur og Banda-
ríkjanna, og kaupa Svíar lang-
samlega mest, eða 111.000 tunn-
ur. Ennfremur hefir orðið sam-
komu lag við Pólverja um sölu
þangað á 50.000 tunnum af síld,
þar af 20.000 tunnur Faxasíld,
en þar sem pólsk yfirvöld hafa
eigi staðfest greiðslufyrirkomu-
lag, sem um var samið í verzl-
unarsamningi Póllands og ís-
lands, er enn óvissa um viðskipti
milli landanna. Hærra verð verð-
ur greitt fyrir síld til söltunar
en í fyrra, eða 157 krónur 68
aurar fyrir uppsaltaða tunnu, og
116 krónur og 64 aurar fyrir
uppmælda tunnu.
☆
Fiskaflinn í aprílmánuði varð
samtals 60.000 lestir eða um
32.000 lestum meiri en í apríl-
mánuði í fyrra. Heildaraflinn
fyrstu fjóra mánuði þessa árs
varð rúmlega 141.000 lestir, og
voru frystar af því magni
62.000 lestir, saltaðar 46.000, til
herzlu fóru 11.000 lestir, og ísað-
ur fiskur var 20.500 lestir.
☆
Aðalfundur Eimskipafélags ís-
lands var haldinn fyrra laugar-
dag (7. þ. m.). Samkvæmt skýrslu
félagsstjórnar nam hagnaður af
rekstrinum á s.I. ári tæplega
2.900.000 krónum og höfðu þá
verið færðar rúmlega 9.600.000
krónur til frádráttar á bókuðu
eignarverði eigna félagsins. Af-
skrifað hefir verið að undan-
förnu um 20% árlega af upphaf-
legu andvirði hinna nýju skipa
félagsins. Hagnaður á rekstri
eigin skipa varð á árinu 14,3
miljónir króna, en á leiguskipum
varð um 300.000 króna tap. Eigin
skip félagsins fóru 66 ferðir milli
landa og 33 hér við land, en
leiguskip 25 ferðir milli landa
og fjórar hér við land. Skip þessi
fluttu öll rúmlega 212.000 lestir
af vörum, þar af eigin skip fé-
lagsins nær því 88%. — Félagið
á nú 8 skip og hefir tvö í smíð-
um hjá Burmeister og Wain, og
þegar þau bætast í hópinn verð-
ur skipastóll félagsins samtals
um 26.000 lestir. Samkvæmt
efnahagsreikningi, námu eignir
Eimskipafélags íslands um ára-
mót rúmlega 100 miljónum
króna, en skuldir að meðtöldu
hlutafé, sem er tæpar tvær mil-
jónir, um 34 miljónum, svo að
skuldlaus eign þess er 66 mil-
jónir króna. Samþykkt- var að
greiða hluthöfum 4% arð fyrir
árið 1951. — Stjórnin er óbreytt
að því undanskildu, að Birgir
Kjarnan kom í stað Guðmundar
Ásbjörnssonar, sem lézt í vetur.
☆
Á aðalfundi Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, er nýlega var
haldinn í Reykjavík, var skýrt
frá því, að heildarframleiðsla
hraðfrystihúsanna á þessu ári
væri orðin meira en 15.000 lestir,
og er það 3000 lestum meira en
á sama tíma í fyrra. Um þriðj-
ungur þe9sa fiskmagns er þegar
seldur og kominn á markað.
Viðskiptafulltrúar sölumiðstöðv-
arinnar telja góðar söluhorfur í
Bandaríkjunum, og líkindi að
meira verði selt þangað en í
fyrra. Hins vegar eru ýmsir erf-
iðleikar á sölu til meginlands
Evrópu.
Samkvæmt skýrslu um heild-
arútgjöld sjúkrasamlaga lands-
ins urðu þau rúmlega 23 milj-
ónir króna árið 1950. Læknis-
hjálp er hæsti kostnaðarliður-
inn, og nam réttum þriðjungi
heildarútgjalda á árunum 1947
til 1950. Sjúkrahússkostnaður er
næst hæsti útgjaldaliðurinn eða
um 27% af heildarútgjöldunum,
og myndi sá liður þó hafa verið
hærri, ef sjúkrahúsin í Reykja-
vík hefðu getað tekið á móti öll-
um, sem óskað hafa að dveljast
þar, eða þarfnast hafa sjúkra-
hússvistar. Lyfjakostnaður varð
þriðji hæsti útgjaldaliður sjúkra
samlaganna á þessum fjórum
árum eða 26,2% af heildarút-
gjíldunum, og er það ótrúlega
mikill lyfjakostnaður í hlutfalli
við sjúkrahúsakostnaðinn.
☆
í dag (sunnudaginn 15. þ. m.)
var opnað byggðasafn í gamla
bænum í Glaumbæ í Skagafirði,
en bær sá er ríkiseign og einn
þeirra gömlu torfbæja, sem á-
formað er að reyna að varðveita.
Skagfirðingar hafa safnað þjóð-
minjum í héraðinu af miklum
áhuga, og hefir Ragnar Ásgeirs-
son ráðunautur unnið að því að
koma safngripunum fyrir í
Glaumbæ. Baðstofnan, sem er
mjög stór, er nú fullskipuð orðin
þeim munum, sem þar eiga að
vera, og mun vart annars staðar
kostur að sjá sannara og mynd-
arlegra dæmi um íslenzka bað-
stofu. ☆
Jarðabótastyrkur árið 1951
nam tæpum sex miljónum
króna. Jarðabótamenn voru 4255
á árinu og langmest greitt í
styrk fyrir nýrækt, en hún nam
á árinu 2469 hekturum lands.
Árnesingar unnu til nálega
sjötta hluta jarðabótastyrksins,
og nýrækt þeirra á árinu nemur
samtals 573 hekturum. Prófessor
Gunnar Mýrdal, framkvæmda-
stjóri Efnahagsnpfndar Samein-
uðu þjóðanna fyrir Evrópu, er
staddur hér á landi og mun
dveljast hér til þriðjudags (17.
þ. m.). Annað kvöld (mánudag
16.) flytur hann erindi í háskól-
anum á vegum Félags Samein-
uðu þjóðanna hér.
☆
í fyrradag (13. þ. m.) hófst í
Háskóla íslands námskeið í ís-
lenzku fyrir norræna stúdenta
og eru þátttakendur 23, frá Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og
Svíþjóð. Kennsla í íslenzku fer
fram hvern virkan dag til 11.
júní, en auk þess eru fyrirlestr-
ar haldnir um ýmis efni.
☆
Prófessor Didrik Arup Seip kom
til Reykjavíkur í fyrrakvöld
(13. þ. m.) í boði Háskóla íslands
og heldur tvo fyrirlestra í há-
skólanum.
☆
Skagfirðingafélagið á Akur-
eyri hefir hafið fjársöfnun til
að reisa Bólu-Hjálmari minnis-
varða, og hafa þeir Valdimar
bóndi á Bólu og Guðmundur
sonur hans gefið land undir
skógarlund og minnisfarðann.
☆
Búnaðarsamband Suðurlands
hefir tekið jörðina Laugardæli á
leigu og stofnar þar tilraunabú
í nautgriparækt. Bústjóri er ráð-
inn þar Þórarinn Sigurjónsson
frá Pétursey, en yfirumsjón til-
raunanna hefir Hjalti Gestsson
búfjárræktarráðunautur sam-
bandsins.
☆
Brúðuheimilið eftir Ibsen hef-
ir verið leikið að undanförnu í
Þjóðleikhúsinu og leikur norska
leikkonan Tore Segelcke þar
aðalhlutverkið og stjórnar jafn-
framt leiknum. Aðgöngumiðar
hafa selst upp á stuttri stund á
hverja sýningu. Þjóðleikhúsið
mun sýna leik þennan á Akur-
eyri.
☆
Nýlega var haldinn aðalfundur
Bandalags íslenzkra leikfélaga.
Félög í bandalaginu hafa sýnt
50 stór leikrjt -á árinu, en auk
þess hefir bandalagið útvegað
ýmsum aðilum smá leikþætti.
Það hefir útvegað nauðsynlegar
vörur til leikstarfsemi, séð um
prentun á leikskrám og útvegað
mörgum félaganna leiðbein-
endur.
☆
25 hljóðfæraleikarar úr Fil-
harmonisku hljómsveitinni í
Hamborg komu hingað fyrir
nokkru á vegum Tónlistarfélags-
ins í Reykjavík og hafa haldið
tónleika í Reykjavík og Hafnar-
firði og leikið tvisvar með Sin
fóníuhljómsveitinni. Hið fyrra
skiptið léku hljómsveitirnar
saman á þriðjudagskvöldið 1
Þjóðleikhúsinu undir stjórn
Olav Kiellands, og fluttu m. a.
sinfoníu nr. 4 eftir Brahms.
Þarna léku saman rúmlega 70
manns, og er það stærsta hljóm-
sveitin, sem nokkru sinni hefir
leikið hér á landi. Áheyrendur
fögnuðu mjög hljómsveitinni og
hljómsveitarstjóra, og Björn
Ólafsson menntamálaráðherra
flutti ávarp að hljómleikunnum
loknum og kvað hér hafa gerzt
mikinn viðburð í tónlistarsögu
landsins. — Þýzku hljóðfæra-
leikararnir fóru héðan 1 gær
(laugardaginn 14. þ, m.).
☆
Iþróttasamband Islands á 40
ára afmæli á þessu ári og efnir
í því tilefni til íþróttamóts
Reykjavík um næstu helgi (21.
/til 23. þ. m.). Á því móti verður
Islandsglíman glímnd. —
☆
Flokkur knattspyrnumanna
frá Akranesi lagði af stað til
Noregs í fyrradag (13. þ. m.) og
keppir þar sex sinnum við norsk
knattspyrnufélög.
☆
Hinn 26. þ. m. kemur sveit
knattspyrnujnanna frá Rínar-
löndum til Reykjavíkur í boði
knattspyrnufélagsins Fram og
keppir fjórum sinnum í Reykja-
vík.
☆
Hinn 17. júní, þjóðhátíðardag
íslendinga, var veður hið feg-
ursta á Vestur- og Suðurlandi,
en á Austur- og Norðurlandi var
kalsaveður og austur á Fljóts-
dalshéraði var víðast alhvítt að
kvöldi 16. júní. í Reykjavík setti
veðrið að sjálfsögðu svip sinn á
þjóðhátíðina, bærinn var allur
fánum skreyttur og geysimikill
manngrúi var á öllum útisam-
komunum. — Laust eftir há-
degið hófust skrúðgöngur úr
Austurbænum og Vesturbænum
og safnaðist mannfjöldinn um-
hverfis Austurvöll og hlýddi
messu frá Dómkirkjunni. —
Handhafar valds forseta íslands
lögðu blómsveig að minnisvarða
Jóns Sigurðssonar á Austurvelli,
Fjallkonan flutti ávarp og Stein-
grímur Steinþórsson forsætis-
ráðherra flutti ræðu. Hann
minntist þess, að landnáms-
mennirnir hefðu ekki hrifsað
þetta land til sín af öðrum, held-
ur byggt það ónumið og sú stað-
reynd veitti íslendingum a. m. k.
siðferðilegan styrk til að krefj-
ast óskoraðs réttar til landsins.
Ráðherrann lagði megináherzlu
á hina gömlu, íslenzku menn-
ingu, taldi tunguna og bók-
menntirnar hornsteina þeirrar
menningar og líftaugar íslenzks
þjóðernis, og hvað sem framtíð-
in bæri í skauti sér væri íslend-
ingum lífsnauðsyn að byggja á
þeirri undirstöðu. — Um daginn
var síðan íþróttamót á íþrótta-
vellinum og um kvöldið var úti-
samkoma á Arnarhólstúni. —
Þar sungu karlakórar, lúðra-
sveitir léku, Einar Kristjánsson
óperusöngvari söng og sýndir
voru þjóðdansar. — Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri flutti
ræðu og lagði áherzlu á lýðræð-
ið, nauðsyn þess að meirihluti
traðki ekki á rétti minnihlutans
og að hverjum manni bæri jafn-
an að hafa í huga: ísland allt og
alþjóðarheill. Síðan söng þjóð-
kórinn og að lokum var dansað
á þremur stöðum í Miðbænum
á bjartri sumarnóttunni.
Þjóðhátíðisdagurinn var há-
tíðlegur haldinn um land allt,
en víða norðan og austan lands
urðu hátíðahöldin að fara fram
innan dyra, vegna veðurs. —
Framhald á bls. 3
17. júní á Mountain, N. Dak.
Nú um nokkur undanfarin ár
hefir deildin Báran haft fyrir
reglu að efna til samkomu
þennan dag, sem er lýðveldis-
dagur íslands og haldinn hátíð-
legur um alt land, líkt og 4.
júlí hér hjá okkur, sem búum í
Bandaríkj unum.
Framkvæmdarnefnd Bárunn-
ar, eða réttara sagt menn úr
þeirri nefnd fóru þess á leit við
mig, að ég skrifaði nokkrar lín-
ur um það, sem haft var til
skemtunar þennan áminsta dag.
Ég neitaði þessu fyrst og sagði
þeim, eins og satt var, að ég
hefði lítinn tíma og enn minni
æfingu í því að skrifa í blöð, en
það er ekki við lambið að leika
sér — þessir karlar voru nú ekki
á því að láta hlut sinn strax, svo
niðurstaðan varð sú, að ég lof-
aðist til að senda Lögbergi og
heimskringlu nokkrar línur. Ef
eitthvað fer afsíðis í þessum
pistli geta nefndarmenn engum
kent um nema sjálfum sér, og
getur það þá jafnframt verið
viðvörun til þeirra um að velja
betur næsta sinn.
Auglýst hafði verið að þetta
yrði útiskemtun, en vegna þess
að menn óttuðust storm, sem við
höfum haft nóg af þessa daga,
var horfið frá því.
Jónína Kristín Jóhannesson
Hún var fædd 29. júní 1866
að Stóra-Langadal á Skógar-
strönd í Snæfellsnessýslu. For-
eldrar hennar voru Kristján
Jónsson, bóndi þar, og Valgerð-
ur kona hans. Mun hún hafa
dvalið með foreldrum sínum
bernsku- og æskuárin, þar til
hún fluttist til Winnipeg, árið
1893. Tók hún þá fyrir að læra
kjólasaum hjá frú nokkurri að
nafni B. Bert, sem talin var mjög
vel að sér í þeirri iðn. Sýnir
þetta fyrirhyggju hennar og
dugnað, enda mun það hafa
komið sér vel fyrir hana síðar að
geta gripið til slíkra verka, er
hún varð sjálf aðal fyrirvinna
heimilis síns og bana. Árið 1898
giftist hún Marteini Ólafi Jó-
hannessyni frá Dunastöðum í
Laxárdal í Dalasýslu. Þau voru
14 ár í farsælu hjónabandi, eða
unz hann lézt árið 1812. Þungan
skugga bar þó á sambúð þessara
góðu hjóna síðustu fjögur árin,
er hann var heilsulaus, og síðan
rúmfastur að mestu. En Jónína
lét aldrei skugga lífsins ógna
séri Mann sinn stundaði hún í
löngu sjúkdómsstríði hans með
frábærri elju og ástríki, en hafði
þó jafnframt fyrir tveimur ung-
um börnum þeirra að sjá. Allan
verutíma sinn í Winnipeg var
hún trúr meðlimur Fyrstu lút-
ersku kirkju, og síðustu fimmtán
æviárin, alt þar til heilsu henn-
ar þraut, var hún einnig starf-
andi í kvenfélagi safnaðarins.
Lagði hún sig alla fram í þjón-
ustu þessara félagsmála, og naut
þá einnig maklegrar virðingar
og vinsælda samstarfskvenna
sinna. Ásamt mörgum öðrum
konum félagsins lagði hún mikð
á sig við sauma og önnur störf
í þágu Rauða Krossins á stríðs-
árunum.
Hún var heilsuhraust lengst af
ævinnar; á síðari árum varð
Jónína Kristín Jóhannesson
hún þó fyrir líkamlegum áföll-
um, og loks bilaði heilsan með
öllu. Þá var það hið mikla lán
hennar að fá að uppskera eins
og hún hafði sáð, — kærleika og
frábæra umönnun dóttur sinnar
og tengdasonar. Höfðu þær, Mar-
grét, einkadóttir hennar og hún,
aldrei skilist að, og þá fyrst er
sjúkdómur gömlu konunnar
elnaði svo að ekki varð lengur
viðvært á heimli dótturinnar,
var hún flutt á spítala þar sem
hún dó nokkrum dögum síðar,
10. febr. s.l.
Jónína lætur eftir sig dóttur-
ina, sem fyrr getur, Margréti,
(Mrs. C. W. Ross) i Winnipeg, og
son, Walter að nafni, í Port
Arthur, Ont, og einn sonar son.
Einnig mun hún eiga tvær há-
aldraðar systur í Stykkishólmi,
Júlíönu og Valgerði Kristjáns-
dætur.
Jarðarförin fór fram frá Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg, 13.
febrúar, og var mjög fjölmenn.
Var hún svo lögð til hinztu
hvíldar við hlið manni sínum í
Brookside grafreit.
—V. J. E.
Forseti deildarinnar, H. I.
Hjaltalín, setti þetta skemtimót
með stuttu ávarpi. Séra Fáfnis
stýrði því, sem á dagskrá var.
Sungin voru ættjarðarljóð Is-
lands og Bandaríkjanna. Bæjar-
stjóri, M. F. Björnson bauð alla
velkomna.
Forseti gat þess, að við hefð-
um oft verið lánsöm með það að
fá góða ræðumenn og svo væri
einnig nú, þar sem Prófessor
Finnbogi Guðmundsson, Winni-
peg, Man., væri staddur hér sem
gestur og myndi flytja aðra aðal-
raéðuna. Prófessor Guðmundsson
talaði undur fallega og hefir að
vonum ágætt vald á tungu þjóð-
ar sinnar. Ekki veit ég hvort
ræða hans kemur í blöðunirm,
en óskandi er að svo yrði. Ég
held að óhætt sé að segja, að
þessi ungi vel mentaði Islend-
ingur hafi með komu sinni og
viðkynning, þó stutt væri, heill-
Framhald á bls. 8
Minningarorð
Mrs. Guðrún Finnsson andað-
ist að heimili sínu á Gimli, Man.,
þann 9. júní árdegis eftir stutta
rúmlegu. Hún var fædd að
Vakurstöðum í Vopnafirði, 22.
maí 1875, dóttir Gríms Gríms-
sonar er þar bjó og konu hans
Aldísar Jósefsdóttur.
Þann 12. nóvember 1896 giftist
hún eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Guðjóni Finnssyni, ættuð-
um af Austurlandi, en uppöld-
um á Jökuldal. Hún kom vestur
um haf árið 1904 með unga sonu
þeirra, en maður hennar kom ári
síðar. Þau settust að við River-
ton, Man., en fluttu þaðan til
Howardville og bjuggu þar. Þau
dvöldu 4 Gimli um eins árs bil,
en fluttu til Selkirk um 1921 og
áttu þar heima til ársins 1949,
er þau fluttu til Gimli.
Börn þeirra eru: Jón, er dó
barn að aldri; Grímur, Wynyard,
Sask.; Einar Aðalsteinn, Pione-
er, B.C.; Kristján, er drukknaði
á Winnipegvatni 1939; Oscar
Eggert, Little Bullhead, Lake
Winnipeg; Grímur Ólafur Pá,
White Rock, B.C., kvæntur
Betty Pierce; Finnur, Selkirk,
kvæntur Josephine McCroe;
Friðrikka, hjúkrunarkona að
méntun, gift Dr. Rolfe Hovde,
Winthrop, Minn., U.S.A.; Jón
Friðfinnur, kv. Ednu Green, lézt
1 námuslysi í Flin Flon, Man., í
ágústmánuði 1950. Barnabörn
Finnssons hjónanna eru 5 á lífi.
Finnssons hjónin börðust
drengilegri lífsbaráttu undir
örðugum kringumstæðum og
lögðu ítrustu krafta fram í þágu
lífsskyldunnar. Börn þeirra voru
á margan hátt góðir hjálpendur
þeirra. Fjórir synir þeirra þjón-
uðu í síðara heimsstríðinu.
Það var þreytt móðir er hér
öðlaðist hinztu hvíld, að afloknu
erfiði ævidagsins, leystu af
hendi sem bezt hún mátti. Hún
var koma hjálpsöm og höfðing-
lunduð, enda framar en efni
stóðu til.
Útförin fór fram frá heimil-
inu og kirkju Gimlisafnaðar
þann 13. júní. Undirritaður
þjónaði við útförina í sjúkdóms-
forföllum sóknarprestsins.
S. Ólafsson
OVER THE PARTY LINE__________BY M.T.S.
MAS — MAS — MAS —
Ég get ALDREI náð
sambandi!"
Sýnið nærgætni,
er þér notið hinn
sameiginlega
símþróð!
92—8