Lögberg - 26.06.1952, Side 3

Lögberg - 26.06.1952, Side 3
LOGBERG. FIMTUDAGINN, 26. JÚNÍ, 1952 3 Sigurborg (Sigurðardóttir) Hallgrímsson Fædd 10. desember 1889 Dáin 4. ágúst 1949 „Mörg látlaus æfi lífsglaum fjær sér leynir einatt góð og fögur; en guði er hún alt eins kær þó engar fari af henni sögur.“ Þessi merka kona sást ekki daglega á ræðupöllum eða í ráð- legginganefndum; hún skipaði engin há embætti; hún var ekki hálærð í æðri skólum; hún var ekki stórauðug að fé; hún barst ekki mikið á í nokkrum skiln- ingi. En hún var merk kona eigi að síður. Sigurborg Hallgrímson var fædd 10. desember 1889 að 'Ljótarstöðum í Skaftártungu í Skaftafellssýslu. Foreldrar henn- ar voru þau Sigurður Sigurðs- son bóndi þar og Þórunn Hjálm- arsdóttir kona hans. Þórunn var ljósmóðir í héraðinu. Sigurborg ólst upp hjá foreldr- um sínum þangað til hún var tvítug, þá fluttist hún til Reykja- víkur. Þar stundaði hún nám við kennaraskóla nokkurn tíma. Skólanámið átti vel við hana. Hún var flugnæm og fljót að læra; en að öðru leyti stóð hún ekki vel að vígi við námið: Hún varð að vinna jafnframt því bæði fyrir viðurværi, skólagjaldi og öðrum kostnaði, sem því fylgdi. Þannig hélt hún náminu áfram í tvö ár. Varð sá tími henni að miklu liði sem undir- staða undir þá sjálfmentun, sem henni tókst að afla sér síðar. Hún dáðist oft að því, hvílíkur ágætis kennari séra Kjartan Helgason hefði verið. Árið 1911 flutti hún til Vest- urheims, settist að í Winnipeg og vann þar við saumavinnu í fjögur ár. í þrjú ár stundaði hún nám í kveldskóla samhliða vinnunni, og lagði sérstaklega stund á enskunám. Fyrsta febrúar 1916 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Bæring Hallgrímssyni, sem þá átti heima að Kandahar í Saskatchewan. Það sama ár fluttu þau í ný- lendu, sem þá var að byggjast og heitir D. Arcy í Saskat- chewan. Þar fengu þau leigt hálfnumið land, sem Tryggvi Hallgrímsson bróðir Bærings átti. Þar byggðu þeir bræður myndarlegt hús; en auk þess festi Bæring sér einnig heimilis- réttarland skamt frá. Gekk nú búskapurinn allvel fyrstu tvö árin, því Bæring var bæði hinn mesti dugnaðar- og atorku- maður, laghentur að því skapi, framsýnn og ráðsettur. En að tveimur árum liðnum dundu yfir bygðina fjögur ó- heillaár, hvert á fætur öðru, og brást þá uppskeran algjörlega. Fjöldi fólks flutti úr bygðinni, og eftir sex ára dvöl þar fluttu þau Bæring og Sigurborg til Winnipeg 1922, þá með ungan son, Óskar Sigurð að nafni. Þar stundaði Bæring hvaða vinnu, sem fáanleg var. En árið 1923 fluttu þau hjón til Wynyard í Saskatchewan, með annan son barnungan, er Norman hét. Yfir höfuð leið þeim hjónum vel, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika: Þau voru samráða og samtaka í öllu. COPENHAGEN Bezfra munnfróbak heimsins En þegar hingað er komið, fór að byrja sá lasleiki, sem eftir það hvíldi eins og svartur skuggi yfir lífi Sigurborgar og lagði hana í gröfina um aldur fram. Sigurborg var glaðlynd og hispurslaus í framkomu. Hún var vinavönd, en trúr og tryggur vinur vina sinna. Hugur hennar snerist aðallega um drengi þeirra hjóna: Að koma þeim til manns, það var áhugamál henn- ar umfram alt annað. Á meðan heilsan entist stóð hún vel að vígi til þess að geta verið stoð þeirra og stytta. Vegna þeirrar mentunar, sem hún hafði hlotið, að viðbættu því, sem henni hafði auðnast að menta sig sjálf, gat hún aðstoðað þá við námið, og það gerði hún, jafnvel eftir að banamein hennar hafði lagt hana í rúmið. Hún var yfir höfuð sérlega heimiliselsk og undi því ekki á heilsuhælum eins lengi og hún hefði þurft. Hún aflaði sér þekkingar um það, hvað gera skyldi og hvað varast þyrfti til þess að börn hennar og eigin- maður yrðu ekki í nokkurri hættu frá veikindum hennar. Þetta var á hinum svokölluðu og réttnefndu kreppuárum; var þá ýmsum erfiðleikum að mæta auk veikindanna; má þar til nefna: atvinnuleysi, landfar- sóttir og óhagstætt tíðarfar. En ýmsir urðu til þess að rétta þeim hjálparhönd; má þar á meðal sérstaklega nefna konur úr kvenfélaginu, tvær frænkur Sigurborgar (Mrs. Júlíus John- son), Dagbjörtu og (Mrs. Jón Westmann) Veigu, og fleiri, þótt þeirra sé ekki getið hér. Voru þau mjög þakklát öllum, sem að einhverju leyti veittu þefm lið. Maður Sigurborgar hafði mjög óstöðuga vinnu hjá C. P. R.-fé- laginu. Það félag lét menn oft hætta vinnu, sjáanlega að miklu leyti til þess að koma í veg fyrir það að þeir gætu unnið sér rétt til eftirlauna, þegar þeir næðu 65 ára aldri. En skilyrði fyrir því eru miðuð við dagatölu. Já, Sigurborg var merkis- kona: Bróðir hennar, Eiríkur Sigurðsson í Winnipeg, geymir fjölda af bréfum, sem hún hafði skrifað honum. Þau skrifuðust á stöðugt þangað til dauðinn skildi þau. Þessi bréf, sem hann geym- ir eru yfir hundrað: hundarð og tvö, og er það merkilegt safn að ýmsu leyti: Það sýnir fyrst og fremst sérstaka og fölskvalausa systkinaást. Þar næst er það nokkurs konar sögubrot þeirra bygða, sem hún átti heima í, með talsverðum fróðleik um ýmis- legt, sem sagnfræðingum gæti komið að góðu gagni. En um- fram alt annað sýnir það óþreyt- andi og takmarkalausa baráttu fyrir uppeldi og framtíð tveggja ungra sona þeirra hjóna. Það er undravert hvað hún gat lagt á sig þeirra vegna, þegar hún sjálf lá fyrir dauðans dyrum. Sigurborg var trúuð kona, en frjálslynd þó; hún trúði á bænir og bænheyrslu; og þess vegna bað hún: „Þann, sem öllu ræð- ur,“ að lengja lífdaga sína, þó veik væri, til þess að hún enn um stund gæti haldið verndar- hendi yfir börnunum. Og hún trúði því að þessi bæn sín hefði verið heyrð. Drengirnir voru henni líf og ljós miklu lengur en nokkur hafði búist við. Um- hyggjan um þá hefir óefað lengt líf hennar og haft sefandi áhrif á veikindin. Það er virkilega eins og sumt fólk bjóði dauðan- um byrginn um langan tíma, þegar það hefir sterka lífslöng- un, og sérstaklega ef það hefir eitthvað kært og hugnæmt að lifa fyrir. Sigurborg lifði það að sjá báða drengina sína vaxa og þroskast þangað til þeir voru orðnir sjálf- bjarga menn, kvæntir ágætum konum og feður efnilegra barna. Sigurborg var því farsæl kona, þrátt fyrir langvarandi van- heilsu; hún kvaddi þetta líf með þakklæti fyrir margt, sem það hafði veitt henni. Sig. Júl. Jóhannesson stílaði fyrir hönd ekkjumannsins og venzlafólks. Minningarstef um Sigurborgu (Sigurðardótiur) Hallgrímson Ei varð þér aldur að meini, örðugar lífsbárur hröktu, varstu því altaf á verði, vonglöð um sigur hins góða. Ég man er þú kvaddir mig síðasta sinn: Þitt sakleysis hógværðar mál. Þitt tillit var alvarlegt, tárföl þín kinn, sem túlkaði göfuga sál. Að minnast þín, systir, það margskyldugt er; samt mintistu ekkert á það, en kvaddir mig bænheit og baðst fyrir mér. — Ég bað líka’ — en vissi’ ekki’ um hvað. Ég kvaddi þig, systir, og kært var það mér, því komin var skilnaðar stund. Þú baðst mig að hryggjast ei — bezt væri sér að berast á englanna fund. Þú trúðir á alt, sem var göfugt og gott, þú girntist ei hégómlegt prjál. Og hegðan þín bar æ um hreinleika vott, þú hataðir fláttskap og tál. í samræðum varstu því víðsýn og frjáls með viðbúið, rétthugsað svar, og hver sem í hlut átti — mótsvari máls, þú mintir á kærleikann þar. Um uppeldi sonanna ant var þér mest af öllu, sem líf gat þér veitt. Þú grátbændir drotttnn að gefa þér þrek, svo gætirðu stutt þá og leitt. Þeir máttu’ ekki við því að missa þig nú, því móðurlaus, hálfþroskuð börn þau eiga’ ekki kraft til að byggja sér brú upp brattann í mannlífsins vörn. Og himneski andinn, sem baðst þú um bið, hann bænheyrði þig, og þú sást, að sonunum báðum hann lagði sitt lið: Þeir lifa við manndóm og ást. Eiríkur Sigurdson DR. F. J. GREANEY, Director, Line Elevators Farm Service, Winnipeg, Manitoba FLY CONTROL ON THE FARM Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CUN1C St. Mary’« and Vaughan. Wlnnlpeg PHONE 928 441 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. j RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORFORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith Sl. Winnipeg PHONE 924 824 The most common farm flies are House flies, Stable flies and Horn flies. They reproduce very rapidly, breeding in all kinds of decayed material and filth. There seems to be no way of’ getting completely rid of these pests, butthe practies recom- mended here will, if followed, keep them down to an insigni- ficant number. To be effective, any fly control campaign must include (1) proper steps in sani- tation, and (2) the wise use of chemicals. • Sanilation. Good sanitation is the backbone of fly control. Without it, you cannot control flies effectively, regardless of the chemical or chemicals you use. Sanitation includes: de- stroying garbage; cleaning barn- yards, scraping them right down to hard ground; cleaning out hog pens, hen houses and open cattle sheds; raking up and burning weeds and other farm- yard refuse; treating outdoor privies with barax every day; and hauling out. fresh stable manure to the field every day or two. A lot of work, yes, but necessary for best fly control results. Chemicals. To control flies around the house, spray porches and doorways with Lindane or Chlordane. DDT will give satis- factory control where light in- festations of house flies occur. As a spray for the dairy barn use Lindane or Methoxyclor. For other buildings Chlordane may be used instead of Lindane. Treat all places where flies roost, and repeat the appli- cations every 3 to 5 weeks. Avoid contamination of feed and water with Lindane an Chlor- dane. Concerning cattle sprays. Methoxyclor is recommended for dairy cattle. It can also be used on beef cattle that are within 60 days of market. If the cattle will not be marketed for more than 60 days, then a DDT spray is recommended. No mat- ter what chemical you use be sure and follow the directions and precautions of the manu- facturer. Farm fly control pays. It safe- gurads health, increases milk and meat production from live- stock, and adds to the comfort of farm living. Fréfrfrir fró íslandi Framhald af bls. 2 Sunnudaginn 15. júní voru al- þingiskosningar á ísafirði. Úrslit urðu þau, að Hannibal Valdi- marsson, frambjóðandi Alþýðu- flokksins, var kjörinn, með 644 atkvæðum. Kjartan J. Jóhanns- son, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins fékk 635 atkvæði. Haukur Helgason, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, hlaut 79 at- kvæði, og Jón Á. Jóhannsson, frambjóðandi Framsóknarflokks ins hlaut 60 atkvæði. Á kjörskrá voru 1520, atkvæði greiddu 1443, auðir seðlar voru 17, ó- gildir 8. — 1 kosningunum haust- ið 1949 var Finnur Jónsson fram bjóðandi Alþýðuflokksins kjör- inn þingmaður ísfirðinga, með samtals 628 atkvæðum. ☆ Prestastefna íslands hófst í dag kl. 11, með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Kl. 14 setti bisk- up prestastefnuna í hátíðasal háskólans og flutti skýrslu um störf og hag kirkjunnar á liðnu ári. — Aðalmál prestastefnunn- ar er Viðhorf íslenzku kirkjunn- I ar í dá^ og framtíðarstarfið. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ut. vega peningalán og eldsábyrgö, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Man. Offlce Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 1 C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Flsh. 3X1 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Offlce Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 pjn. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Bherbrook Btreet Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. StofnaO 1894 Simi 27 324 Phone 23 998 T00 Notre Dame Ave. Opposlte Matemity Pavilllon, General Hospital. Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets. Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Beddlng Plants NeU Johnson Res. Phone 27 482 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rðr, ný uppfynding. Sparar eldi- vlð, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, símið til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar: 33 744 — 34 431 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Creators of Distinctive Pringting Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave., Winnipeg Phone 21804 Phone 21 101 ESTIMArES FREE J. M. ÍNGIMUNDS0N Asphalt Roof. and Inanlated Sidlng — Repairs Country Order. Attendeð To 832 Slmcoe St. Wlnnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný ú.'.fararstofa meS þeim full- komnasta útbúnaSi, sem völ er á, annast vfrSulega um útfarir, selur Ukkistur, minntsvarSa og legsteina. Alan Couch. Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 50« SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 DR. ROBERT BLACK Sérfrœ/fingur í augna, eyma, nef og hálssjúkdómtim. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 923 815 Heimasfmi 403 794 Comfortex the new sensation for the modem girl and woman. Call Lilly Matthews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 98 VICTORIA ST. WINNIPIG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wlU be appredated Minnist í erfðaskrám yðar. PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON * CO. Chartered Aceonntanta 505 Confederatlon Llfe Bldg. WINNTPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker. A. F. Krlstjanaaon 500 Canadlan Bank of Commertf Chambera Winnlpeg, Man. Phona 823(81 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Simi 925 227 Bullmore Funeral Home Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Kaupið Lögberg

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.