Lögberg - 26.06.1952, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚNÍ, 1952
Langt í Burtu
frá
Heimsku Mannanna
Eftir THOMAS HARDY
J. J. BÍLDFELL þýddi
„Já, þú hlýtur að vera blind, Liddy,“ sagði
Bathsheba og reyndi ekki til að dylja geðs-
hræringu sína og hryggð. „Ó, ég elska hann
svo mikið, að næst gengur sturlun, óhamingju
og kvöl. Vertu ekki hrædd við mig, þó að ég
sé máske nógu hræðileg til að skjóta hverri
saklausri konu skelk í bringu. Komdu til mín —
nær,“ og hún lagði hendurnar um hálsinn á
Liddy. „Ég verð að segja einhverjum frá því;
það er að draga mig í sundur; Þekkurðu mig
ekki nógu vel enn til þess að sjá í gegnum
þessa ömurlegu neitun mína? Ó, guð minn, hví-
lík lýgi það var! Guð og ást mín fyrirgefi mér.
Og veistu ekki, að konu þykkir ekkert fyrir
að sverja rangað eið þegar að hann er lagður
á metaskálar á móti ást hennar. Svona, farðu
nú út úr herberginu — ég vil vera ein.“
Liddy gekk til dyranna.
„Liddy, komdu hingað! Vindu mér eið að
því, að hann sé ekki vondur maður; að það sé
allt lýgi sem verið er að segja um hann!“
„En ,ungfrú, hvernig get ég svarið að hann
sé það ekki, ef......“
„Þú óskammfeilna kona! Hvernig getur þú
verið svo miskunnarlaus að endurtaka það, sem
fólkið segir? Ertu alveg tilfinningalaus? En ég
skal sjá um, að ef þú eða nokkur annar í þorp-
inu eða í bænum dyrfist að gjöra það! . . . .“
Hún stóð á fætur og fór að ganga fram og aftur
á milli eldstæðisins og dyranna.
„Nei, ungfrú — ég segi það ekki — ég veit
að það er ekki satt!“ sagði Liddy, sem var orðin
dauðhrædd við ákafann í Bathshebu.
„Ég á von á að þú sért mér sammála til
að þóknast mér. En Liddy, hann gelur ekki
verið eins vondur og þeir segja að hann sé.
Heyrurðu það?“
„Já, ungfrú, já.“
„Og þú trúir því ekki, að hann sé það?“
„Ég veit ekki hvað ég á að segja, ungfrú,“
sagði Liddy og fór að gráta. „Ef að ég segi nei,
þá trúir þú mér ekki, og ef að ég segi já, þá
reiðist þú mér!“
„Segðu að þú trúir því ekki — segðu að
þú gerir það ekki!“
„Ég trúi ekki, að hann sé eins vondur og
það heldur að hann sé. Hann er aldeilis ekkert
vondur. Vesalingurinn ég hve veikluð að ég
er!“ stundi Bathsheba upp mæðilega, án þess
að gefa gaum að nærveru Liddy. „Ó, ég vildi
að ég hefði aldrei séð hann! Ástin er konunum
ávalt armæða. Ég get aldrei fyrirgefið guði
fyrir að gjöra mig konu, og andlitsfegurð mín
er farin að verða mér kostnaðarsöm.“ Hún
hresstist skyndilega og sneri sér að Liddy:
„Mundu eftir því, Liddy Smallbury, að ef þú
hefir nokkurt orð eftir af því, sem að ég hefi
sagt innan þessara veggja, þá treysti ég þér
aldrei framar, læt mér aldrei annt um þig, og
hef þig ekki lengur í þjónustu minni — nei,
ekki eina mínútu!“
„Ég skal ekki hafa neitt eftir,“ sagði Liddy
með kvenlegri vegsemd af minna taginu; „en
ég vil ekki vera lengur hjá þér. Og ef að þér
er þénanlegt, þá fer ég þegar uppskerunni er
lokið, eftir viku, eða strax í dag . . . . Ég get
ekki séð', að ég verðskuldi að vera snupruð og
atyrt fyrir engar sakir!“ sagði þessi litla kona
mikillátlega.
Nei, nei, Liddy; þú verður að vera kyrr!“
sagði Bathsheba og breytti yfirlætis myndug-
leika sínum í bænarafstöðu með dutlungafull-
um afleiðingum. „Þú mátt ekki taka ástand mitt
til greina eins og það er nú. Þú ert ekki vinnu-
hjú — þú ert félagi minn. Herra minn — ég
veit ekki hvað ég er að gjöra síðan að þessi
hjartakvíði lagðist yfir mig svo þungur og
þreytandi! Hvað skyldi verða um mig? Ég á
von á að erfiðleikarnir leggist þyngra og þyngra
á mig. Ég er stundum að hugsa um hvort að
ég muni verða dæmd til að deyja í hjónaband-
inu. Guð veit, hve vinafá að ég er!“
„Ég skal ekki veita neinu eftirtekt, og ég
skal ekki fara frá þér,“ sagði Liddy kjökrandi,
laut að Bathshebu og kyssti hana.
Bathsheba kyssti Liddy aftur og allt var
slétt og fellt á milli þeirra.
„Ég græt ekki oft, Liddy, gjöri ég? En þú
hefir komið tárunum út á mér,“ sagði Bath-
sheba og brosti í gegnum tárin. „Reyndu að
hugsa um hann se mgóðan mann, viltu ekjn
gjöra það, kæra Liddy?“
„Ég skal vissulega gjöra það, ungfrú.“
„Hann er tegund af staðföstum villingi,
eins og þú veist, og það er betra en að vera
eins og sumir eru — staðfastir í villingshætti
sínum. Ég er hrædd um að mér sé þannig varið.
Og fyrir alla muni lofaðu mér því, Liddy, að
þegja yfir leyndarmáli mínu — mundu, Liddy,
að gjöra það! Og láttu það ekki vita, að ég hafi
verið að gráta út af honum, því að það yrði
óþolandi fyrir mig og gerði honum ekkert gott,
vesalingnum!“
„Myrkrahöfðinginn sjálfur skal ekki geta
kreist það út úr mér, ungfrú, ef að ég áset mér
að þegja yfir einhverju; og ég skal alltaf vera
vinkona þín,“ sagði Liddy einbeittnislega og
kreisti enn nokkur tár fram á augu sér, ekki
samt af því að táralindin krefðist þess, heldur
af listrænni hneigð til þess að vera í fullu sam-
ræmi við vanans hefð, sem virðist ráða hegðun
kvenna undir slíkum kringumstæðum. „Ég
held að það sé vilji guðs, að við séum vinkonur.
Heldur þú það ekki?“
„Jú, vissulega.“
„Og, kæra ungfrú, þú ætlar ekki að ergja
mig og ásaka aftur, ætlarðu? Því að þú sýnist
vaxa og verða eins og ljón þegar þú gjörir það,
svo að ég verð dauðhrædd! Veistu að ég held,
að þú gætir mætt hvaða karlmanni sem er,
þegar þú ert í þessum ham þínum.“
„Ertu frá þér! Heldurðu það virkilega?“
sagði Bathsheba og hló lítið eitt, þó að henni
stæði ekki á sama um þessa stórskornu mynd,
sem Liddy dró upp af henni. „Ég vona, að ég
sé ekki of djarftæk — að ég sé ekki karlkvendi,"
sagði hún dálítið áhyggjufull.
„Ó, nei, þú ert sannarlega ekki karlkvendi,
en svo yfirgengilega kvenleg, að það er eins
og þú stefnir í þá átt stundum. Ó, ungfrú,“
sagði Liddy eftir að hafa dreigið andann mjög
seint og þungt og sent hann út aftur, seint og
þungt; „ég vildi að ég hefði helminginn af
þeim ófullkomleika þínum. Það er mikil vernd
fyrir vesalings stúlku nú á dögum!“
XXXI. KAPÍTULI
Næsta kveld tók Bathsheba til að búa sig
undir að framkvæma loforð, sem að hún hafði
gefið Liddy til að blíðka hana eftir að þeim
varð sundurorða nokkrum klukkutímum áður;
en loforðið var það, að Liddy mætti fara og
heimsækja systur sína, sem var gift manni, er
smíðaði fjár- og nautgripakvíjar og átti heima
í fögrum skógi skammt fyrir handan Yalbury.
í samingum var það ákvæði, að ungfrú Ever-
dene skyldi koma þangað og dvelja þar í nokkra
daga til að skoða nýjan og vandaðan smíðis-
grip, sem þessi mágur Liddy var nýbúinn að
hugsa upp og smíða, en aðalerindi hennar var
það, að komast úr vegi frá hr. Boldwood, ef
að hann skyldi taka upp á að heimsækja hana
sjálfur, þegar að hann fengi bréfið frá henni.
Bathsheba gaf þeim Gabríel og Mary Ann
skipun um að líta eftir öllu á heimili sínu og
utan þess, og fór svo að heiman í lok skruggu-
skúrs, sem að hafði hreinsað loftið og lagt
glitrandi döggblæju yfir jörðina, þó að döggin
næði ekki langt niður fyrir yfirborðið. Ilmur
frá laut, bala og hól, sem jörðin andaði frá
sér, var eins og andardráttur æskumeyjar, og
glaðlegur sálmasöngur fuglanna hljómaði allt
í kring. Gegnt henni í skýjunum í námunda
við sólina kvísluðust skrugguljós með brestum
og braki og teygðu sig eins langt norðvestur á
himininn og miðsumarstíðin leyfði.
Bathsheba hafði gengið nærri tvær mílur
og var að hugsa um hvernig að dagurinn færi
þverrandi, athafnatíminn liði, en tími hugs-
ana og þagnar, svefns og bænar tæki við,
þegar að hún sá manninn, sem að hún var að
forðast, koma á móti sér. Boldwood gekk ekki
eins hraustlega og létt, eins og að hann átti
að sér. Hann leit út fyrir að vera dasaður og
fjörlaus. Hann hafði í fyrsta sinni vaknað til
kvenlegs hvikulleika, jafnvel þó að hann or-
saki annara ógæfu. Það, að Bathsheba var stað-
föst og ákveðin stúlka, langt umfram það, sem
almennt gerðist, hafði verið akkeri vona hans,
því að hann hélt, að þeir eiginleikar hennar
mundu koma henni til að þræða veg sam-
kvæmninnar og taka eiginorðstilboði hans, jafn-
vel þó að hugur hennar flögraði lauslega af og
til, til annara. En sú von og þær hugmyndir
voru nú eins og fölnuð geislabrot í brotnum
spegli, og meðvitundin um það var honum ekki
síður hugarkvöl en vonbrigði. Hann horfði ofan
fyrir fætur sér og sá ekki Bathshebu fyrri en
að hann var rétt kominn til hennar. Hann leit
upp þegar að hann heyrði fótatak hennar, og
útlit hans og angistarsvipur sýndi henni undir
eins áhrifin, sem að bréf hennar hafði haft
á hann.
„Ó, það ert þú, hr. Boldwood?" sagði hún
hikandi og óljós sektartilfinning kom blóðinu
til þess að hlaupa fram í kinnarnar á henni.
Þeim, sem afl þagnarinnar er lánað, geta
oft fundið til þess að þögnin er áhrifameiri en
orð. Það er áherzla í augunum, sem ekki er í
tungunni, og fleiri sögur koma frá fölnuðum
vörum en eyranu ná. Það er bæði mikilleiki
hins fjarlæga skaps og kvöl, sem ekki þræða
vegi hljómsins. Það var ekkert hljóð til, sem
svarað gat svip Boldwoods.
Boldwood sá, að Bathsheba vék sér lítið
eitt til hliðar, og hann spurði:
„Hvað, ertu hrædd við mig?“
„Hví skyldir þú halda það?“ sagði Bath-
sheba.
„Mér fannst þú líta út fyrir það,“ sagði
Boldwood, „og það er afar einkennilegt og gang-
stætt tilfinningum mínum gagnvart þér.“
Hún náði fullu valdi yfir sjálfri sér, horfði
niður fyrir sig blíð og róleg.
„Þú veist hver sú tilfinning er,“ sagði Bold-
wood ákveðinn. „Hún er eins sterk og dauðinn.
Engin bréfsending getur haft áhrif á hana.“
„Ég vildi að tilfinningar þínar gagnvart
mér væru ekki svona sterkar,“ sagði Bathsheba
lágt. .Þ’að er veglegt af þér og meira en ég á
skilið, en ég get ekki tekið þær til greina nú.“
„Tekið þær til greina? Hvað heldurðu að
ég geti sagt um það? Þú ætlar ekki að giftast
mér og svo er ekki meira um það. Bréf þitt
tók það átakanlega skýrt fram. Ég vil ekki að
þú heyrir neitt — nei, ekki ég.“
Bathsheba gat ekki hugsað upp neitt ráð
til að frelsa sig frá þessari hræðilegu afstöðu,
svo að hún bauð honum góða nótt hálfvand-
ræðalega og fór af stað.
Boldwood gekk þunglamalega til hennar.
„Bathsheba, mín kæra,“ sagði hann — „er þá
virkilega öllu lokið á milli okkar?“
„Já, alveg.“
„Ó, Bathsheba — vertu mér miskunnsöm!"
bárust fram af vörum Boldwoods. — „I guðs
bænum, já — ég er fallinn svo lágt, já, niður
á neðstu tröppu — að ég gjöri mér að góðu,
að biðja konu að aumkvast yfir mig! Samt er
það bót í máli, að kona sú ert þú.“
Bathsheba var hugrökk. En hún átti erfitt
með að finna hugsunum sínum viðeigandi bún-
ing: „Það er lítill heiður fyrir konu, að hlusta
á slíka ræðu.“ Hún sagði þetta ofurlágt, því
að það var eitthvað ósegjanlega ömurlegt ekki
síður en raunalegt við það, að sjá þennan mann
svo algjörlega á valdi ástríðna sinna, að það
dró úr allri kvenlegri hneigð til léttúðar eða
smámuna.
„Ég hefi misst vald á mér í sambandi við
þetta“, sagði hann. „Það er ekki hetjulegt af
mér að vera að biðja hér, en ég bið þess, að
þú vissir hve innilega að ég ann þér; en það er
óhugsanlegt, að af miskunnsemi við einn mann.
Hrintu mér ekki í burtu frá þér nú!“
„Ég hrindi þér ekki í burtu — það er langt
frá því, hvernig get ég gjört það? Ég hefi aldrei
verið tengd þér, eða átt þig.“ í hinni dagbjörtu
tilfinningu sinni um að hún hefði aldrei unnað
honum, gleymdi hún hinu hugsunarlausa til-
tæki sínu dag einn í febrúar.
„En þú hugsaðir til mín einu sinni, áður
en að ég vissi nokkuð um þig! Ég er ekki að
álasa þér fyrir það, því að jafnvel nú finn ég
til þess, að hið einmanalega, kalda og ömur-
lega líf, sem að ég hefði lifað, ef að þú hefðir
ekki vakið eftirtekt mína með bréfinu, sem þú
kallaðir — Valentine, hefði verið enn auðnu-
snauðara heldur en kynni mín af þér hafa
verið, þó að þau hafi aukið mér angist og kvöl.
Ég segi, að það var sá tími, þegar að ég þekkti
ekkert til þín, að þú vaktir hug minn til þín.
Og ef að þú segir, að þú hafir ekki gefið mér
neina hvatningu, þá verð ég að mótmæla því,
sem ósönnu.“
„Það sem þú kallar hvatningu, var ekkert
annað en barnaleikur, framkvæmdur í hugsun-
arleysi, sem að ég hefi sárlega iðrast eftir —
já, grátið út af. Getur þú enn haldið áfram að
brigzla mér um það?“
„Ég brigzla þér ekki um það — ég aumkva
það. Ég tók það í allri alvöru, sem að þú heldur
fram, að hafi verið í gamni, og þetta nú, sem
að ég óska af öllu hjarta að sé gaman, segir
þú að sé bláköld alvara. Skapgerð okkar mæt-
ist á röngum stað. Ég vildi að tilfinningar þínar
væru líkari tilfinningum mínum, eða þá mínar
þínum! Ó, ef að ég hefði getað séð fyrir kval-
irnar, sem þetta litla glettnisbragð varð til að
leiða mig út í, hve innilega hefði ég þá ekki
getað formælt þér, en sökum þess, að ég hefi
aðeins séð það síðan að ég kynntist þér, þá get
ég það ekki, því til þess elska ég þig of heitt.
En það er meiningarlaust og einskis vert, að
halda þessu áfram svona .... Bathsheba, þú
ert sú fyrsta kona, sem að ég hefi rennt ástar-
augum til, og sökum þess að ég var svo nærri
því að geta kallað þig mína eigin, þá er mér
svo þungt að bera þessa neitun þína. Hve nærri
að það var þér a§ lofast mér! Ég segi þetta ekki
til þess að vekja hjá þér hryggð út af hryggð
minni; það væri þýðingarlaust. Ég verð að bera
mína hryggð sjálfur, og hún yrði ekkert létt-
ari, þó að ég hryggði þig.“
„En ég hefi meðaumkun með þér — ó, svo
djúpa meðaumkun,“ sagði hún einlæglega.
„Nei, gerðu það ekki — ekki neitt því líkt.
Hinn kærkomni kærleikur þinn, Bathsheba, er
svo ósegjanlega mikils virði í samanburði við
meðaumkvumna, að tap hennar ásamt tapi kær-
leikans eykur ekki mikið á sorg mína né gjörir
hana að mun léttari. Ó, mín kæra — hve elsku-
lega að þú talaðir við mig á bak við spýruviðar-
runnann, við þvottapollinn, í sauðabyrginu
þegar fólkið var að rýja, og svo heima hjá þér
um kveldið! Hvert eru öll þín fögru orð farin?
Hvar er hin staðfasta sannfæring þín um, að
þú mundir koma til að unna mér? Hvar er sú
staðfasta trú þín, að þú mundir koma til með
að unna mér af alhug?“
Bathsheba stillti sig, leit alvarlega á hann
og sagði lágt og ákveðið: „Hr. Boldwood, ég
hefi engu lofað þér. Hefðir þú viljað að ég
hefði verið viljalaust verkfæri, þegar þú sýndir
mér þann mesta heiður, sem að nokkur maður
getur sýnt konu — segja henni að hann elski
hana? Það var óhjákvæmilegt að það hefði ekki
nokkur áhrif á mig, annars hefði ég verið
tilíinninga- og hjartalaus. En ekkert af þeim
ánægjustundum varði lengur en dagurinn —
og dagurinn ekkiJengur en þær. Hvernig átti
ég að vita, að það sem er flestum karlmönnum
leikur, mundi vera þér dauðasár? Vertu sann-
gjarn og hugsaðu vingjarnlega til mín!“
„Jæja, skeyttu ekki um að rökræða —
kærðu þig ekki um það. Eitt er víst, að þú
varst nærri búin að játast mér, en nú ertu
langt frá því. Allt er breytt, og breytingin er
aðeins frá þinni hendi, mundu það. Einu sinni
meintir þú ekkert til mín, og með það var ég
ánægður. Nú aftur meinar þú ekkert til mín,
en hve ægilega er mismunurinn ekki mikill á
milli fyrra meiningarleysisins og þess síðara!
Ég vildi að hamingjan hefði gefið, að þú hefðir
aldrei vakið þrá mína, þegar að það var aðeins
til þess að kasta henni frá þér aftur!“
Þrátt íyrir einbeittni sína fann Bathsheba
nú til meðfæddrar veiklunar veikari kynþátt-
arins. Hún herti upp hugann eins mikið og hún
gat á móti þeirri veiklunarhneigð að láta undan
tilfinningunum, sem að henni sóttu með vax-
andi afli. Hún hafði reynt að verjast gegn
þeim fram að þessU með því að horfa stöðugt
á trén, loftið eða eitthvað í kringum sig, á meðan
ásökunum hans rigndi yfir hana, en engin slík
undanfærzla dugði nú. „Ég hefi ekki vakið þrá
þína — ég hefi vissulega ekki gert það!“ svar-
aði hún eins hreystilega og hún gat. „En vertu
nú ekki í þessu skapi. Ég get umborið þó að
mér sé sagt að ég hafi á röngu að standa, ef
að þú gjörir það með hógværð. (Ó, herra! Viltu
ekki vera svo góður að fyrirgefa mér og líta
á þetta frá gleðinnar sjónarmiði?"
„Gleðinnar! Er nokkur ástæða fyrir mann,
sem að samvizkulaust hefir verið svikinn til
þess að vera glaður? Ef að ég hefi tapað,
hvernig get ég þá verið eins og ef að ég hefði
unnið? Hamingjan góða, þú Jilýtur að vera
hjartalaus! Hefði ég vitað, hve hræðilega
biturt — óljúft, þejta mundi verað, þá hefði
ég forðast þig, aldrei séð þig né heyrt. Ég segi
þér allt þetta, en til hvers er það, þér stendur
á sama um það — þér stendur á sama!“
Hún svaraði þessum ákærum hans litlu eða
engu, en hristi eða sveigði höfuðið vandræða-
lega eins og hún vildi hrinda frá sér orðunum,
sem féllu af vörum þessa eldheita manns með
rómverska andlitið og fögru líkamsbygginguna,'
á örlagaþrungnustu stundu æfi hennar.
„Mín kæra, mín kæra, ég er á báðum átt-
um — á milli tveggja andstæðna, að fordæma
þig miskunnarlaust, eða hylla þig með auðmýkt
aftur. Gleyma því, að þú hefir sagt nei, og láta
allt vera eins og það áður var! Segðu, Bath-
sheba, að þú hafir skrifað neitunarbréfið að
gamni þínu — segðu mér það!“
„Það væri ósatt, og hefði sorglegar afleið-
ingar fyrir okkur bæði. Þú gerir allt of mikið
úr hæfileika mínum til að unna. Ég á ekki yfir
að ráða helmningnum af kærleiksyl þeim, sem
að þú heldur, að ég eigi. Verndarlaus æskuár
kæfðu viðkvæmni mína.“
Hann svaraði hugsandi og með nokkurri
andúð: „Það er máske satt að einhverju leyti,
en — ó, ungfrú Everdene, það dugir ekki sem
fullgild ástæða! Þú ert ekki eins köld kona
eins og að þú vilt láta mig halda að þú sért.
Nei, nei! Það er ekki sökum þess, að þig skorti
tilfinningar, að þú elskar mig ekki, þó að þú
eðlilega vildir láta mig halda það — þú vilt
fela fyrir mér að hjarta þitt sé eldheitt, eins
og mitt. Kærleiksyl áttu nógan, en hann hefir
snúist inn á nýja braut og ég veit hver hún er.“
Blóðið hljóp fram í kinnar Bathshebu við
þessi ummæli og hún fékk ákafan hjartaslátt.
Hann meinti Tray. Hann vissi þá um það, sem
að skeð hafði! Og hann nefndi nafnið hans næst:
„Hvers vegna lét Tray ekki auðlegð mína í
friði?“ spurði hann beiskjulega. „Þegar að ég
hafði enga hneigð til að gjöra honum mein,
hvers vegna var hann þá að þrengja sér framan
í þig? Aður en að hann fór að áreita þig, stóð
hugur þinn til mín, og að játast mér, þegar að
ég næst hefði séð þig. Geturðu neitað því —
ég spyr þig — geturðu neitað því?“