Lögberg - 26.06.1952, Qupperneq 7
íjOGBERG, FIMTUDAGílNN. 26. JÚNl, 1952
7
VÍÐA ERU ÍSLENDINGASLÓÐIR:
Kunni ekki að matbúa, þegar hún gerðist
landnemi í Ástralíu
Frú Edith Guðmundsson heimsaekir frú Ellen Lagoni,
sem ættuð er frá ísafirði
ÆVINTÝRALÖNGUN og útbrá
eru Norðurlandabúum í blóð
borin.
Um allan heim verða þeir á
vegi manns, og hvarvetna hafa
þeir getið sér gott orð, — en þó
er Ástralía enn eitt þeirra landa,
sem íslendingar hafa ekki
tengzt. — íslendingar í Ástralíu
eru ámóta sjaldgæft fyrirbæri
og eplatré á íslandi. Samt höfum
við átt því láni að fagna að hitta
einn hinna gömlu landnema,
þann fyrsta, sem á einhvern hátt
er tengdur íslandi. Landnemi
þessi heitir Ellen Lagoni. Hún
er fædd á íslandi, og hét faðir
hennar Pétur Ásmundsson, en
Asmundur afi hennar var sýslu-
maður á ísafirði.
Pétur Ásmundsson var kvænt-
ur danskri konu. Áttu þau hjón-
in tíu börn, og var frú Lagoni
yngst þeirra. Þegar frúin var
tveggja ára að aldri fluttust for-
eldrar hennar til Kaupmanna-
hafnar, en faðir hennar gerðist
hafnsögumaður þar. Nokkru
seinna veiktist hann hastarlega
af inflúenzu og dó sama ár, 1892.
Móðirin stóð uppi með 10 börn
í ómegð. — Fjölskyldan tvístrað-
ist, en flest voru börnin tekin í
fóstur. Frú Ellen var alin upp
hjá efnaðri, traustri borgara-
fjölskyldu og komst úr öllum
tengslum við hið upprunalega
ættland sitt.
íslenzk í útliti
Okkur mun verða minnisstæð-
ur fundur okkar frú Lagoni. Við
veittum því strax athygli hve
íslenzk hún er að útliti og hugs-
unarhætti. Þetta er ákaflega
undarlegt, þar sem við erum
fyrstu íslendingarnir, sem hún
hittir. Vitneskja hennar um Is-
land er lítil. Hún heldur því
fram, að í huga sér hafi hún
ávallt fundið til skyldleikans við
ísland. Uppeldi hennar á hefð-
bundna, borgaralega, danska
vísu og fjörutíu ár í Ástralíu,
þar af tuttugu sem ekkja, ættu
að hafa breytt manni verulega
frá því, sem upprunalega var,
en íslendingseðli hennar hefir
verið svo sterkt, að það hefir
varðveitzt í baráttu og straumi
tímans. Nú er það innilegasta
ósk hennar, að ættingjar, sem
hún kann að eiga á Islandi, setji
sig í samband við hana.
Það er ömurlegt að gera sér
í hugarlund, að þessi kona, sem
við sitjum og röbbum við, sé 61
árs að aldri. Hugur hennar er
ungur, fullur starfsorku, Augun
eru djúpstæð, gráblá, en yfir
þeim hvelfast loðnar gráleitar
brúnir. Þau ljóma af fjöri, ká-
tínu og glettni, en það gerir hún
á skemmtilegan og lifandi hátt.
Þetta er sterkt andlit, með
háum, breiðum kinnbeinum og
fastmótaðri höku. — Djúpar
hrukkur kringum munninn segja
frá sorg, söknuði og þjáningum,
en sjaldan er kyrrð yfir andliti
hennar. Neðri hluti andlitsins er
þungur og ber þess vott, að hún
eigi til að bera þrautseigju og
þrákelkni.
Slormasaml líf
Nú brosir frúin unaðslega,
hjartanlegu brosi:
„Ó, já*----“ andvarpar hún,
en hlær um leið hljómfögrum
hlátri, og ber um leið höndina
að stuttu, stríðu hárlokkunum,
eins og hún gerir svo oft af vana.
„Mamma var vön að segja við
mig: Þú ert svo þrá, barnið mitt,
eins og svolítill, íslenzkur
hestur."
Lífið hefir verið henni storma-
samt og hverfult, en þó ríkt, fullt
áhyggna, baráttu, örvæntingar,
blandað hamingju þess á milli.
Um síðustu aldamót ríkti enn
Viktóoríu-kerfið í uppeldismál-
um. Einkum var ungum konum
haldið niðri, og þær voru nánast
sem flugur í búri.
„Ég hefi eiginlega alltaf verið
uppreisnarmaður, og sjálfstæðis-
kennd rík í huga mér, sem ekki
þótti fara sem bezt innan ramma
Viktoríutímabilsins. — Þegar ég
hitti manninn minn, fann ég
mann, sem átti sömu lífsskoðan-
ir og ég. Við ákváðum að fara
til nýs lands, þar sem við gætum
átt hvort annað í friði og byrjað
nýtt líf.“
Hún var lalin undrabarn
Það líf, sem hin unga kona
kaus sér, var fjarska ólíkt því,
er hún hafði verið alin upp við.
Ljósmynd frá þeim tíma sýnir
töfrandi fagra, unga konu, með
ljómandi gullið hár, granna á
vöxt.
„Þá hafði ég aldrei gert annað
en að fást við hljómlist. Fjögurra
ára var ég talin eins konar
undrabarn, og lék þá á píanó.
Þegar ég var sautján ára komst
kennari minn að því, að ég hafði
mikla og fagra söngrödd. Nú
hætti ég píanóleik og helgaði
söngnum alla krafta mína. Svo
var ég send til Sviss, Frakk-
lands, Belgíu og Stokkhólms til
þess að njóta hinnar beztu
kennslu.---------“ Hún þagnar,
en raunalegt bros leikur um
varir hennar. Hugurinn reikar
aftur í tímann.
Örlögin hafa búið henni ann-
að hlutskipti. 1 stað glæstrar
framabrautar söngkonunnar
gekk hún hinn grýtta og ógreið-
færa veg frumbýlingsins.
„Drottinn minn dýri,“ segir
hún svo, og bandar hendinni.
„Ég var ekki annað en stórt barn
þá, 22 ára gömul, bláeyg og
barnaleg. Ég hafði aldrei drepið
hendi í kalt vatn, aldrei eldað
mat. — Ég hafði ekki minnstu
hugmýnd um húsmóðurstörf, en
allt var baðað rsabjarma bjart-
sýninnar, en þekkti ekki raun-
veruleika lífsins."
Reistu sér bú til fjalla
Fyrir fjórum áratugum var
öldin önnur og allt annað að
hefja landnám en í dag. Þá lágu
ekki þjóðvegir um landið. Sam-
göngutækin voru léleg, járn-
braut, hestar eða vagnar, sem
nautgripir drógu. Engir fljúg-
andi læknar, ekkert útvarp eða
bílar er heitið gæti.
Um það bil 150 km. frá Bris-
bane er fjallgarður. Þar uppi í
heilsusamlegu loftslagi ákváðu
hjónin að reisa sér bú. Þaðan
voru um 15 km. til næsta kaup-
túns við ströndina. Mörgum
hefði blöskrað að aka snarbratt-
an klettaveg með gínandi hengi-
flugi á aðra hönd, ekki sízt þeim,
sem koma frá flatlendi eins og
Danmörk er. Allt hafurtask
þeirra var á vögnum sem naut-
gripir gengu fyrir. Frúin sat á
háu sæti við hlið ekilsins með
litla dóttur sína, aðeins tveggja
mánaða. 1 hvert skipti sem veg-
urinn þrengdist og við borð lá,
að afturhjólið færi út af barm
inum, náfölnaði hún af hræðslu,
en hélt barninu að
krampakenndu taki.
sér með
Mýflugur og maurar
með matnum
Loks komust þau upp að
staðnum, þar sem framtíðar-
heimili þeirra skyldi standa.
Þau reistu tjöld og svo var
byrjað að ryðja skóginn. í heilt
misseri bjuggu þau í tjaldi. Stór
tré voru felld og þurrkuð, ftn
kjarr óx fljótlega þess í stað, og
þá varð að höggva það líka.
Þegar viðurinn var orðinn þurr,
var kveikt í honum, en síðan
var hægt að byrja á húsinu.
Landneminn verður að venjast
ýmsu. Mýflugur og maurar voru
steikt með matnum, svona til
bragðbætis, og þarna voru kaka-
lakar og köngulær á stærð við
karlmannshnefa, að ógleymdum
slöngum. Eftir nokkra mánuði
var frúin farin að venjast þessu
svo, að hún var ekki lengur hel-
tekin af hræðslu ef hún sá snák,
heldur drap hann þegar í stað.
Kengúrur voru daglegir gestir,
þær komu og fóru eins og vind-
urinn. Dingóar, sem eru eins
konar hundategund, trufluðu
þau oft, og lítil bjarndýrategund
gladdi þau með návist sinni.
Hláturpáfagaukarnir urðu vinir
þeirra, en kaka-dúfur görguðu
allt í kringum þau.
Á skömmum tíma breyttist
þessi unga, vel uppalda stúlka
í nokkurs konar tatarastúlku.
Hinar fáguðu umgengnisvenjur
voru lagðar á hilluna, því að
hér áttu þær ekki heima, í ná-
býli við fjöll og frumskóga. Hér
fæddi hún manni sínum þrjú
börn, og hér voru þau ham-
ingjusöm.
Flull til þéltbýlla héraðs
Á fáum árum var frumskógi
breytt í ábatasama ekru. Þarna
.voru settar niður 30 þúsund
anans-plöntur, 1000 appelsínu-
tré, þarna höfðu þau nokkrar
kýr, hænsn og endur til eigin
þarfa, en flutningar að býli
þeirra voru erfiðir, og margir
kílómetrar til næsta nágranna,
en allt var þetta örðugt, ekki
sízt fyrir konu, sem oft þurfti
að leita til ljósmóður. Þetta varð
loks til þess að þegar fjórða
barnið var í vændum, fluttu
þau til þéttbýlla héraðs. Þau
höfðu þá búið þarna í fimm ár.
Frúin á margar spaugilegar
sögur í fórum sínum frá þessum
árum, sem sýna greinilega,
hvernig fólk brást við lífinu al-
mennt þá. Eitt sinn lagði hún
í járnbrautarferð vestur á bóg-
inn. Þá gengu lestirnar ekki
samkvæmt neinni áætlun, held-
ur komu og fóru, eftir því sem
þurfa þótti. Flestir voru mál-
kunnugir. Þetta var á heitum
mollulegum degi, og leiðin var
löng. Allt í einu sáu farþegarnir
fagra fjallatjörn við brautina.
Allir urðu þeir ásáttir um, að
gott væri að fá sér bað þarna 1
hitasvækjunni. Lestin nam stað-
ar og beið eftir baðfálkinu, en
síðan var haldið áfram. Öðru
sinni bar svo við, að farþega
þyrsti. Þá var numið staðar, bál
kynnt, og menn hituðu sér á te.
Móllælið ber að dyrum
Frá Queensland (Drottningar-
landi) flutti fjölskyldan til Mel-
bourne, en nú var sem óheppnin
elti hana. Lagoni fékk slæma
inflúenzu í hinu raka, umhleyp-
ingasama loftslagi í Melbourne.
Hann náði aldrei fullri heilsu. Nú
liðu nokkur ár, en hjóin lögðu
ýmislegt fyrir sig. í Melbourne
eignuðust þau enn þrjú börn,
svo að nú voru þau orðin sjö.
Árin næstu urðu svo erfið, að
frúin vill helzt ekki minnast á
þau. Á þessu tímabili var Lagoni
skipaður danskur ræðismaður,
rakt loftslagið orkaði illa á hann,
og síðan fékk hann tæringu. Frú-
in stundaði mann sinn í þrjú ár,
en árið 1931 andaðist hann. Á
sjö árum missti hún síðan þrjú
börn sín, hið síðasta árið 1947.
Það er þungbært hlutskipti að
vera ekkja m^ð stóran barnahóp.
Yngsta barnio var ekki nema
fimm ára. En frú Lagoni komst
samt í gegnum allar þrengingar,
enda minntist hún fremur þeirra
tíma, er gæfan brosti við fjöl-
skyldunni en hinna þungbæru
sorgarstunda.
fékkst við aldinrækt, nautgripa-
rækt, hænsna- og andarækt,
kjólasaum, sprengiefnafram-
leiðslu, um tíma var hún ráðs-
kona hjá milljónamæringi, en
nú vinnur hún allan daginn hjá
stóru flugfélagi. Þó hefir hún
engan veginn gengið heil til
skógar, meðal annars verið
skorin upp við krabbameini.
Maður getur ekki annað en
dáðst að þrautseigjunni, þrekinu
og lífsviljanum, sem þessi kona
á til að bera. Hún er 100%
Ástralíubúi, ef svo mætti segja,
og ef á það land er hallað, tekur
hún svari þess af heilum hug og
dregur ekki af neinu.
Svo þakka ég frú Lagoni fyrir
samvistirnai;. örlög hennar hafa
snortið streng í hjarta mínu. Það
er dásamlegt að hafa orðið fyrir
slíkum raunum og andstrymi,
án þess að verða bitur í lund.
Hún gæti orðið mörgum til eftir-
breytni. örlög hennar eru að
ýmsu leyti raunaleg, en uppruni
hennar er samur við sig. Hinn
íslenzki kraftur og þrek, seiglan
hafa bjargað henni í harðri bar-
áttu lífsins.
—'VÍSIR, 14. maí
Kommúnistaforingjar í Prag
fyrir „lög og rétt"
Umfangsmestu réttarhöld, sem
tékkneskir kommúnistar hafa
stofnað til.
„Morgon-tidningen“ í Stokk-
hólmi skýrir frá því samkvæmt
upplýsingum „Arbeitar-Zeitung“
í Vínarborg, að innan skamms
verði því sem næst helmingurinn
af kommúnistaforingjunum í
Tékkóslóvakíu við réttarhöld,
sem tékneski kommúnistaflokk-
urinn hefur enn stofnað til, og
aldrei munu jafn margir og á-
hrifaríkir leiðtogar einar ríkis-
stjórnar hafa fallið í ónáð sam-
tímis.
Meðal hinna ákærðu eru Rú-
dolf Slansky, sem til skamms
tíma var aðalritari tékkneska
kommúnistaflokksins; Clementis
fyrrverandi utanríkismálaráð-
herra; Otto Sling, foringi flokk-
sins í Brúno; María Svermova,
fyrrverandi vararitari flokksins,
svo og fjölmargir ráðherrar eins
og t. d. Ladislav Kopriva, fyrr-
verandi innanríkismálaráðherra;
sjö flokksforingjar í Slóvakíu;
níu háttsettir embætismenn, sex
herforingjar, þar á meðal Proc-
hazka, sem var vikið úr embætti,
sem formanni tékkneska herfor-
ingjaráðsins nú fyrir skömmu;
varahermálaráðherrann Lasto-
vicka herforingi, og tuttugu
þeirra, sem sæti eiga í miðstjórn
flokksins ,en það er hvorki meira
né minna en fjórðungur mið-
stjórnarinnar.
^.ðalmálgagn tékkneska kom-
múnistaflokksins, Rude Pravo,
hefur látið þess getið, að barátt-
unni gegn óvinunum sé engan
veginn lokið með uppgjörinu við
Slansky og klíku hans. Segir
blaðið ,að baráttunni verði hald-
ið áfram, unz búið sé að afhjúpa
alla flokkssvikara.
—A.B. 29. apríl
Fljót handtök hjó gömlum bótaformönnum
Nú er bjartara framundan
Árið 1939 flutti fjölskyldan til
Brisbane, þar sem loftslag er
heilnæmara. Börnin, sem eftir
lifa, eru öll hin mannvænleg-
ustu og hafa hlotið góðan frama.
— Þegar frú Lagoni lætur hug-
ann reika aftur í tímann, finnur
hún, að hún hefir öðlast mikla
lífsreynslu. Varla sá hlutur til,
sem hún hefir ekki reynt. Hún
Steinn Bergþórsson var fædd-
ur í Nýjabæ í Garði og þar mun
hann hafa alizt upp fyrstu ævi-
ár sín. Allan sinn aldur átti
hann heima á ýmsum bæjum í
Garðinum. Steinn stundaði sjó
alla sína ævi, eftir að hann komst
af barnsaldrinum. Oftast var
hann formaður á opnum skipum
og bátum. Hann var mjög laginn
sjómaður, og svo var hann lag-
ræðinn, að fáir þurftu að reyna
að snúa á hann í róðri, og þó
var talið, að hann hefði ekki
nema meðalmanns burði. Öll
sjómannsverk fóru honum sér-
staklega vel úr hendi og fljótur
og snar var hann í öllum hreyf-
ingum. Hann var talinn ágætur
foramður.
Hin stutta frásögn, sem hér
fer á eftir, sannar að nokkru
leyti það, sem hér hefir verið
sagt.
Seinn Bergþórsson átti lengi
heima í Lónshúsum í Garði. Var
hann vinnumaður hjá Jóni Páls-
syni, sem þá var útvegsbóndi í
Lónshúsum. Alltað meðan Steinn
átti heima í Lónshúsum, var
hann formaður hjá Jóni, ýmist
á tveggjamannafari á vorin og
sumrin eða á sexrónu skipi á
haustin og vetrarvertíðum.
Þegar kom fram á vorin og á
sumrin, fór Steinn oft við annan
mann á tveggjamannafari í leg-
ur. Var hann oft fengsæll í þess-
um sjóferðum sínum og kom
þá oft að landi með marga
fallega stórflyðruna, ásamt öðr-
um minni dráttum.
Einu sinni, sem oftar, þegar
Steinn var í legu á tveggja-
mannafari við annan mann, setti
hann í væna flakandi lúðu og
dró hana upp undir borð, en svo
illa tók«t til, að þegar hásetinn
var kominn með íræruna og ætl-
aði að bera í lúðuna, gerði hún
snöggt átak og reif sig af öngl-
inum. Og lúðan var fljót að átta
sig á því, þegar hún var orðin
laus, að leiðin til heimkynna
hennar lá niður í djúpið. En til
þess þurfti hún að snúa sér við
og sletti um leið sporðinum upp
úr sjónum, en Steinn var snar
í snúningum og viðbúinn og sló
um leið handleggjunum utan
um sporðinn á henni og sleppti
ekki, þó sleipt væri takið, fyrr
en hásetinn hafði keyrt ífæruna
á kaf í hana. Og lúðan náðist og
var dregin inn 1 bátinn.
Þannig var mér sögð sagan,
þegar ég var drengur að alast
upp í Garðinum, og þannig gekk
hún manna á milli. Þótti þetta
mikið snarræði og þrekraun.
En þessi frásögn er samt ekki
einsdæmi.
Um líkt leyti bjó Hafliði Jóns-
son á Húsatóftum í Garði. Gróa
Þóhallsdóttir, kona Hafliða, var
frændkona föður míns, Sumar-
liða Ólafssonar, sem bjó í Akur-
Eítir
SIGURÐ SUMARLiDASON
húsum í Garði. Hafliði kom oft
tíT pabba og mömmu, og voru
pabbi og hann góðir kunningjar.
Hafliði og Gróa kona hans
áttu fjögur mjög mannvænleg og
góð börn, tvo drengi, Sigurð og
Jón, og tvær stúlkur, Þuríði og
Magnúsínu. Þekkti ég þrjú elztu
börnin vel, Þuríði, Sigurð og
Jón, einkum þó Sigurð, og urð- um
um við góðir kunningjar og vinir
seinna á lífsleið okkar, og bar
fundum okkar þá oft saman.
öll börn þeirra Hafliða og
Gróu voru mjög vel gefin. Man
ég eftir því, að þegar Þuríður og
Sigurður, sem bæði voru dálítið
eldri en ég, gengu í barnaskól-
ann í Gerðum, þá skiptust þau
á um efsta sætið í skólanum, og
mun hafa verið kapp í systkin-
unum, hvoru um sig, að halda,
sætinu.
Húsatóftir var tömthús. Allt,
sem heimilið þurfti til fram-
dráttar, varð að kaupa fyrir það,
sem fékkst úr sjónum. Hafliði
var dugmikill sjómaður, sem
sótti sjóinn fast, sumar, vetur,
vor og haust.
Frásögn sú, sem hér fer á
eftir, er höfð eftir Sigurði Haf-
liðasyni, syni Hafliða. Er ekki
að efa, að hún er sönn og rétt,
jafn skýr og glöggur maður sem
Sigurður var. Ekki sagði Sig-
urður mér frá þessum atburði,
en heimildin er jafn góð fyrir
það, þó hún sé ekki tilgreind
hér.
Hafliði var í róðri á grunnmið-
um á tveggjamannafari við ann-
an mann, þegar atburður sá
gerðist, sem nú skal sagt frá:
Hafliði og hásetinn voru að
draga einn og einn smáfisk. Þeir
lágu við stjóra. í eitt skiptið,
þegar Hafliði dregur þyrskling
upp undir borð og ætlar að inn-
byrða hann, sér hann að stór
lúða kemur syndandi upp úr
djúpinu á eftir fiskinum. Slepp-
ir þá Hafliði drættinum og lætur
fiskinn síga á færinu niður í
sjóinn aftur. Lúðan var fljót að
gleypa bráðina, en festi sig þó
ekki á önglinum, en hélt fast
utan um fiskinn, sem hún hafði
í kjaftinum, og vildi ekki sleppa,
en Hafliði þreif í færið og dró
upp undir borð, en þá sleppti
lúðan bráðinni. Þegar hún sneri
sér við í sjólokunum, sletti hún
sporðinum upp úr sjónupi, en
Hafliði var viðbragðsfljótur og
snar í hreyfingum og sló í einu
vetfangi handleggjunum utan
um sporðinn, og hélt fast eins
og Steinn Bergþórsson, þar til
hásetinn hafði keyrt ífæruna á
kaf í dráttinn. Og lúðan náðist
og var dregin inn í bátinn. Var
þetta væn, flakandi lúða.
Því hef ég fært þessar tvær
frásagnir 1 letur, að mér finnst
það þess vert, að slíkum atburð-
um sem þessum, úr lífi þessara
gömlu formanna, sé á lofti
haldið. Sýna þeir, þó ekki séu
fleiri taldir, að þetta voru engir
meðalmenn á sínu sviði. Mund-
við nútímasjómenn leika
þennan leik eftir, þó tækifæri
byðist? Ég ætla ekki að dæma
um það. En hitt veit ég, að mörg
ér þrekraunin, sem íslenzka sjó-
mannastéttin hefir innt af
hendi, og sumar hafa líka verið
í frásögur færðar að makleikum.
Sjómannablaðið VÍKINGUR
Minningarorð
Elías Thorsteinn Ólafsson frá
Gimli, Man., andaðist á Al-
menna sjúkrahúsinu í Winnipeg
þann 30. maí s.l., eftir tveggja
mánaða legu þar, og langvarandi
vanheilsu um mörg síðari ár.
Hann var fæddur á Tálkna-
firði á íslandi, sonur Elíasar
Ólafssonar og fyrri konu hans,
(móðurnafn Elíasar yngra er
mér ekki kunnugt).
Elías kom vestur um haf árið
1903, ólst upp í Árnesbygð og
átti þar heima lengst af, unz
hann flutti til Gimli og átti þar
heima yfir 20 ár eða lengur.
Lengi ævi sinnar vann Elías
við fiskveiðar, en um mörg síð-
ari ár hjá Armstrong Gimli
Fisheries. Tvö hálfsystkini hans
eru á lífi: Mrs. Oddný Sigurðs-
son á Gimli og Thorarinn Good-
man útgerðarmaður á Winnipeg-
vatni. •
Elías heitinn var dyggur og
vandaður maður og einkar sam-
vizkusamur, var vinsæll og átti
ítök í margra hugum. Hann var
maður félagslyndur og studdi ís-
lenzk velferðarmál eftir megni;
hann var starfandi í Gimlisöfn-
uði og unni kirkju feðra sinna.
Um nokkra hríð var hann fé-
hirðir lestrarfélagsins á Gimli,
og einnig í þjóðræknisdeildinni
þar.
Hann var fumlaus íslending-
ur, er bar byrðar lífs síns með
karlmannlegri rósemi; átti vini
og velunnara er reyndust hon-
um vel. Þökk sé þeim.
Útför hans fór fram frá Lút-
ersku kirkjunni á Gimli, þann 3.
júní; undirritaður jarðsöng í
sjúkdómsforföllum sóknarprests-
ins.
S. Ólafsson
/