Lögberg - 26.06.1952, Blaðsíða 8
8
LOGBERG, FIMTUDAGINN, 26. JÚNÍ, 1952
Úr borg og bygð
Ný ljóðabók
Falleg og vönduð ný ljóðabók
eftir Davíð Björnsson bóksala,
fæst nú í Björnssons Book
Store, 702 Sargent Ave., Winni-
peg. Bókin er prentuð hjá The
Columbia Press Ltd., og kostar
óbundin $2.50, en í afarvönduðu
bandi $4.50. Pantið bókina sem
fyrst, því upplag er lítið.
☆
Á framabrauí
Við uppsögn Glenlawn Col-
legiate hlaut Miss Leona Bjarna-
son Governor—General Medalí-
una fyrir frábæra námshæfi-
leika, ástundun og ágæta þátt-
töku í félagslífi skólans. Hún
flutti ennfremur ræðuna fyrir
hönd skólasystkina sinna. Þessi
efnilega stúlka er dóttir Mr. og
Mrs. Eggert A. Bjarnason, 100
Thorndale Avenue, St. Vital.
☆
Gefið til Sunrise Lulheran
Camp
Ladies Aid Björk, Lundar
$10.00; Langrill Funeral Home,
Selkirk $50.00; Jónas Björnson,
Gimli $25.00 í minningu um
látna eignkonu Sigurveigu
Björnson; Kvenfélag Herðu-
breiðarsafnaðar, Langruth $25.00
Með innilegu þakklæti
Anna Magnússon
Box 296, Selkirk, Man.
☆
FÖÐURTÚN
Þeir, sem hugsa sér að eignast
þessa ágætu bóka (héraðssögu
Húnvetninga) ættu að gera það
strax, því aðeins fáein eintök
eru óseld. Bókin er uppseld á
íslandi, og fæst því ekki meir,
eftir að þessi fáu eintök eru seld.
Munið að þessi bók inniheldur
um 500 myndir og margþættan
fróðleik. Kostar $10.00 óbundin,
$13.00 í bandi og fæst í
Björnssons Book Store,
702 Sargent Ave.,
Winnipeg
☆
Mrs. H. A. Bergman lagði af
stað vestur til Renton, Wash-
ington ásamt Eric syni sínum
og mun hún eiga þó nokkura
viðdvöl þar vestra.
☆
Gefin voru saman í Fyrstu
lútersku kirkju á laugardaginn
21. júní þau Ronald Syaney
McFadyen og Doris Elvira Jó-
hannesson, bæði til heimilis í
Winnipeg. Brúðurin er dóttir
Mr. og Mrs. Joseph Jóhannesson
605 Sherbrook St., en brúðgum-
inn er af hérlendum ættum.
Ágæt fjögurra herbergja íbúð
fæst nú til leigu að 800 Lipton
Street hér í borginni; í íbúðinni
er rafeldavél. Sími 28 168.
☆
Hjónavígslur
framkvæmdar af séra Valdi-
mar J. Eylands.
Á laugardaginn, 21. júní, voru
gefin saman í hjónaband í Fyrstu
lútersku kirkjunni James Har-
vey Johnson 939 Ingersoll St.
hér í bænum, og Audrey Aurora
Bowley, 277 Campbell St. Brúð-
urin er dóttir Sidney Bowley
auglýsingastjóra hjá Nat. Publi-
shers Co. Ltd. og konu hans Ellen
Auora (f. Goodman). Brúðgum-
inn er sonur Eggerts og Guð-
finnu Johnson, 939 Ingersoll St.
Að afstaðinni hjónavígslunni
fór fram afar fjölmenn og veg-
leg veizla í Curtis Hotel í East
Kildonan.
☆
Látnir eru nýverið tveir ís-
lendingar, sem búsettir voru í
Boston, Mass., þeir Björgvin
Einarsson skipstjóri, er fórst
með skipi sínu nálægt Cape Cod.
Öðrum skipverjum bjargaði olíu-
flutningaskip, er í námunda var
við staðinn þar sem slysið vildi
til. Hinn maðurinn hét Sigtrygg-
ur og var ^Ólafsson; þeir voru
báðir meðlimir Þjóðræknisfé-
lagsins.
☆
Þeir Dr. Haraldur Sigmar og
frú frá Blaine og séra Eric H.
Sigmar frá Seattle og frú, komu
til borgarinnar á mánudaginn
og fór ferðafólk þetta norður til
Nýja-íslands, þaðan fer það suð-
ur til Mountain, N.D., á leið til
kirkjuþingsins í Minneota.
☆
Fyrirleslrarferð til
Leslie og Wynyard
Þjóðræknissamtök Vestur-íslendinga
Finnbogi Guðmundsson flytur
fyrirlestur í samkomuhúsi
Lesliebæjar fimmtudagskvöldið
3. júlí kl. 8.30.
Kvöldið eftir, föstudaginn 4.
júlí, flytur hann sama fyrir-
lestur í Sambandskirkjunni í
Wynyard, einnig kl. 8.30.
Hann mun tala bæði á íslenzku
og ensku, og er þess að vænta
að ungir jafnt sem gamlir sæki
samkomurnar.
Framhald af bls. 4
ildir, sem þeir styðjast við.
Vestur-íslendingar hafa þar eytt
mörgum misskilningi og með
framkomu sinni tekizt að skapa
Islandi og íslenzkri menningu
vináttu og virðingu fjölmargra
hérlendra manna. Á slíka land-
kynningu mun nú reyna meir en
nokkru sinni fyrr. Til oss verð-
ur leitað sem- íslendinga og vér
spurðir spjörunum úr. Og hver
mundi þá vilja standa uppi eins
og þvara?
Nei, hér er í senn tækifæri og
skylda, og vér megum ekki
bregðast nú fremur en endra-
nær.
Kjarni þess, sem ég vildi sagt
hafa, er þessi: Mörg atriði í mál-
efnum vorum þurfa athugunar
við. Tungan og bókmenntirnar
eru þeirra veigarmest. Þau eru
eins og ljós, sem skína langt
aftan úr öldum. En vér megum
ekki láta það blinda oss svo, að
vér fáum ekki séð neitt annað
fyrir því. Vér getum ekki allir
orðið jafnsnjallir í einni grein.
Ef vér leggjum alla áherzlu á
eitt atriði, hlýtur það að verða
á kostnað annarra atriða, sem
eru engu síður mikilsverð. Ef
vér gerum það að höfuðnauðsyn,
að menn tali íslenzku og kunni
skil á hinu bezta í bókmenntum
vorum, fáum vér, þegar fram
líða stundir, aðeins þröngan hóp
manna, og heildaráhrifin verða
takmörkuð Hlutverk vort er
að hafa upp á vanræktum hæfi-
leikum og laða þá fram, vekja
nýjan áhuga hjá þeim, sem hafa
látið hann dofna, og fræða þá
um ísland, sögu íslendinga og
bókmenntir bæði austan hafs
og vestan með hverjum þeim
ráðum, sem vér kunnum. Mund
um vér þannig fá sigrazt á sum
um erfiðleikunum og minnkað
að nokkru leyti þá andspyrnu,
sem vér eigum greinilega að
mæta sums staðar? Ég veit það
ekki, en ég hef þó trú á því.
Þetta er nú orðið alllangt
mál. Efnið er einnig svo mikið
og mikilsvert, að enginn skyldi
ætla sér að tæma það, hann
sprengir þá bæði sjálfan sig og
áheyrendur. Margir hafa enn-
fremur hugsað og eru stöðugt
að hugsa alvarlega um þessi
efni. Og lausn mun finnast
mörgum þeim vandamálum, er
nú gera oss erfiðast fyrir. Til
þess mun allt leggjast á eitt, elja
sú og athygli,. sem þér hafið
helgað málum þessum og það
umburðarlyndi, sem þér hafið
sýnt þeim af oss, er hafa ekki
lagt sig jafnkostgæfilega fram
og skyldi við íslenzkuna, setn-
ingafræði hennar og beygingar.
Ég er sannfærður um, að
lausn á sumum vandamálum
vorum er ekki langt undan
landi, ef vér aðeins erum reiða
búnir að átta oss á því, hvar vér
stöndum, og haga oss eftir því.
Vér verðum að ganga sigur-
stranglega fram, vera öruggir
um, að þau tæki, sem vér not-
um, séu úr varnanlegu efni,
minnast þess, að enginn verður
óbarinn biskup, og sá er líkleg
astur til að sigra, sem rutt getur
hindrunum úr vegi og hefir þrek
og þor til að sækja fram, þótt í
ójafnan leik sé komið.
Byrjað á stærstu byggingu
óburðarverksmiðjunnar innan skamms
Síðan hann missti alla pen-
ingana sína hefir hann misst
helminginn af vinum sínum.
— Og hvað varð um hinn
helminginn?
Hann veit ekki enn um pen-
ingamissinn!
Malting Barley
Challenge Contest
The malting barley growers in Alberta challenge
the malting barley growers in Manitoba to a contest in
producing the best carload of malting barley. The
Alberta Malting Barley Contest Committee are donat-
ing a Western Stetson Hat to the first prize winner.
The Manitoba Barley Improvement Committee, on
. behalf of the Manitoba malting barley growers accepted
the challenge and in order that Alberta growers may
participate in the prizes, are donating a Buckskin
Jacket, properly inscribed to the owner of thé second
prize car.
Manitoba growers! Do not let your committee
down—enter the Contest today!! In addition to the
Stetson Hat you will win $800.00, income tax free!!!
For further information get a Prize list and entry
form for the National Barley Contest from your
Elevator Operator, Agricultural Representative or write
the Extension Service, Department of Agriculture,
Winnipeg. Do it now! You may be the wearer of a
Stetson Hat in 1953.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD-315
AÐALFUNDUR Áburðarverk-
smiðjunnar h.f. var haldinn
gær. Áttu tveir stjórnarmenn.
þeir Jón ívarsson og Ingólfur
Jónsson, að ganga úr stjórninni
en voru báðir endurkjörnir
Ennfremur voru endurkjörnir
varastjórn þeir Eyólfur Jóhanns
son og Kristjón Kristjónsson, og
Halldór Kjartansson var endur-
kjörinn endurskoðandi.
Formaður verksmiðjustjórnar
Vilhjálmur Þór, flutti skýrslu á
fundinum. Gaf hann ýtarlegt
yfirlit yfir gang verksmiðjumál
sins og skýrði frá því að byrjað
væri að steypa upp verkstæðis
hús í Gufunesi, en innan fárra
daga mundi byrjað á sjálfri
byggingu vatnsefnihússins, sem
verður stærsta byggingin. Auk
þessara framkvæmda er nú unn-
ið að því að leggja vegi um verk-
smiðjustæðið og undirbúa
bryggjustæðið.
Ef ekkert verður til þess að
tefja framkvæmdir við verk-
smiðjuna 1 sumar, er hugsanlegt,
að hægt verði að byrja að setja
niður vélar í október í haust.
Búið er að panta meginhluta
allra véla til verksmiðjunnar og
— Ég gaf þessum manni fimm-
tíu cent fyrir að bjarga lífi
mínu.
— Og hvað gerði maðurinn?
— Hann gaf mér þrjátíu cent
til baka!
☆
Ungur maður lenti í slysi og
varð meðvitundarlaus, en til
allrar hamingju rankaði hann
við sér áður en vinir hans höfðu
comið honum í gröfina.
Hvernig er það eignlega að
vera dauður? spurðu þeir.
— Dauður, sagði aumingja
maðurinn, — ég var alls ekki
dauður, og ég er alveg viss um
, vegna þess að ég var svang-
og mér var kalt á fótunum.
— Hvers vegna fannst þér það
sanna að þú værir ekki dauður?
— Ég þóttist vita, að ef ég
á himnum, þá væri ég ekki
svangur, og ef ég væri á hinum
staðnum, þá mundi mér ekki
vera kalt á fótunum!
iað
ur
væri
verða þær væntanlega afgreidd-
ar á 2. til 4. ársfjórðungi þessa
árs.
Þá skýrði formaður frá því,
að lokið sé nú samningagerðum
við Reykjavíkurbæ um lóða-
leigu, við hafnarstjórn Reykja-
víkur varðandi hafnarmann-
virki og við Sogsvirkjunina um
raforku til áburðarverksmiðj-
unnar.
Þegar aðalfundarstörfum lauk,
fóru fulltrúar á fundinum inn í
Gufunes, skoðuðu verksmiðju-
stæðið og framkvæmdir þær, og
drukku kaffi í matsal verka-
manna þar.
MBL., 16. maí
17. júní á Mountain
Sparið peninga!
Sparið meira en
hálf útgjöld
við reykingar!
Vélvefjið vindlinga
yðar með
ót&i
CIGARETTE
MAKER
í
EINU!
Notiö
VINDLINGA
PAPVÍK
200 14c
vindlingar
HEXMSÆKIÐ NÆSTU
TÓBAKSBtTÐ
mnrnnfíÁ
Framhald af bls. 2
að hugi fólks fyrir fágaða og
prúða framkomu.
Blandaður kór, undir stjórn
Mrs. Olgeirson, söng stutt og
fjörug lög, sem tókust ágætlega.
Einnig hafði Mrs. Olgeirson æft
fjölmennan barnakór, eða það,
sem við köllum Rythin band,
höfðu krakkarnir alls konar
"instruments'', að vísu ekki með
gull- og silfurröndum, og höfðu
þess vegna ekki kostað ærna
peninga — en þau gerðu skyldu
sína samt — var þeim þakkað
með lófaklappi.
Forseti þessarar dagskrár get-
ur fleira en stjórnað samkomum
og flutt ræður, hann getur sung-
ið líka — í þetta sinn söng hann
2 falleg sólólög: Sólskríkjuna
eftir Jón Laxdal og Drauma-
landið eftir Sigfús Einars-
son. Mrs. Fáfnis var við hljóð-
færið. Þá var röðin komin að
hinum aðalræðumanninum, okk-
ar einlæga og duglega ættjarð-
arvini, Dr. Beck, ég kalla hann
okkar, því hann er Bárumaður,
og liggur aldrei á liði sínu. Dr.
Beck byrjaði mál sitt með því
að flytja tvær kveðjur og heilla-
óskir frá forsætisráðherra ís-
lands, Steingr. Steinþórssyni og
frá hinum nýkjörna forseta
Þjóðræknisfélagsins, séra V. J.
Eylands, var báðum þessum
kveðjum vel tekið. Erindi sitt
nefndi Dr. Beck: „Minni land-
nemanna,“ var þar margt fallega
sagt og blátt áfram; í lok ræðu
sinnar minnti hann á, að þessi
bygð eða bygðir ættu 75 ár að
baki næsta sumar, og að mjög
áríðandi væri að þess yrði minnst
á viðeigandi hátt, kvaðst hann
skyldi ljá því máli alt það lið,
sem hann ætti yfir að ráða.
G. J. Jónasson flutti ávarp og
kvæði tileinkað deginum, var
ívorutveggja vel tekið.
Samkoman var hin bezta og
Jór vel fram, öllum ræðum slilt
mjög í hóf að því er tímann
snerti, ætti það að vera sem
oftast regla að hafa Vz tíma
ræðuhöld, líklega verður þó að
gera undantekningar, þegar
pólitískar kosningahríðar æða
yfir landið — þeir hafa svo mik-
ið á hjarta, blessaðir, svona rétt
fyrir kosningadagana. Snjall og
æfður ræðumaður getur sagt
margt gott á Vz tíma, og reynir
ekki um of á þolinmæði tilheyr-
énda sinna eða þreytir þá um
skör fram.
í samkomulok þakkaði forseti
öllum, sem komið höfðu, þakkaði
þeim, sem talað höfðu og fyrir
söng og aðra skemtun, sérstak-
lega þakkaði hann hinum góða
gesti fyrir komuna og erindið,
sem hann flutti og árnaði honum
allra heilla.
Sungnir voru að síðustu, af
öllum, — Eldgamla ísafold og
My Country. — Ágætar og ríku-
legar veitingar biðu svo allra í
neðri sal samkomuhússins.
A. M. A.
MESSUBOÐ
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Sumarfrí stendur yfir.
Guðsþjónustur hefjast 10. á-
gúst n. k.
☆
Pastor Virgil Anderson will
conduct Church Services as
follows —
Sunday July 6.
Vidir 2 p.m.
Arborg 8 p.m.
Sunday July 13ih
Geysir 2 p.m.
Riverton 8 p.m.
CONVENTION
Icelandic Evangelical Lutheran
Synod of America
St. Paul's Church,
JUNE 29lh
Minneota, Minnesota
JULY 2nd. 1952
Convention Program:
SUNDAY, JUNE 29th—10.30 a.m., Ordination Service.
Rev. K. K. Olafson, D.D., preaching.
SUNDAY AFTERNOON—3 p.m., Speaker, Rev. Paul E.
Bishop, D.D., representing The United Lutheran Church
in America.
SUNDAY EVENING—7.30 p.m., Communion Service. Rev.
H. Sigmar, D.D., preaching. President’s Annual Report.
MONDAY, JUNE 30th—9 a.m., Sessions. Report of officers
and standing committees.
MONDAY, JUNE 30th—1.30 - 5.00 p.m., Sessions.
MONDAY, JUNE 30th—8.00 p.m., Cand. Theol. Thorir Kr.
Thordarson, Reykjavik, Iceland, speaker. “Archaelogy
and Recent Bible Marruscript Discoveries”.
TUESDAY, JULY lst—9.00 a.m. -12.00 p.m., Sessions.
TUESDAY, JULY lst—1.30 - 5.00 p.m., Sessions.
TUESDAY, JULY lst—7.30 p.m., Speakers: Rev. V. J. Ey-
lands, “Evangelism”; Rev. S. T. Guttormsson, “Steward-
ship”.
WEDNESDAY, JULY 2nd—9.00 a.m., Elections. Sessions.
WEDNESDAY, JULY 2nd—12 a.m., Closing of Convention.
Convention Agenda:
Missions and Benevolence. Christian Higher Education
Publications: Sameiningin,
Parish Messenger,
The Minutes.
Stewardship.
Evangelism.
Christian Education.
Year Appeal.
Old People’s Homes,
Pensions.
Lutheran Women’s Work.
Lutheran Laymen’s Work.
Lutheran World Relief.
Mountain, North Dakota, June 16th, 1952.
REV. E. H. FAFNIS, President.
REV. H. S. SIGMAR, Secretary.