Lögberg


Lögberg - 10.07.1952, Qupperneq 4

Lögberg - 10.07.1952, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. JÚLÍ, 1952 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Virðuleg útiskemtun Landnámshátíðin, sem íslenzka mannfélagið í Norður-Nýja-íslandi efndi til að Iðavelli við Hnausa hinn 1. þ. m., var hin ánægjulegasta um alt og svip- merkt hinni fegurstu eindrægni; daginn áður hafði steypiregn laugað landið, en stytt upp með kvöldinu; yfir hátíðinni hvelfdist heiður himinn frá morgni til kvölds, og þótt nokkurrar vætu yrði að vísu dálítið vart í skemtigarðinum og maður gæti eigi velt sér í grasinu, kom slíkt eigi svo teljandi væri að sök, né truflaði hina ágætu skipulagningu hátíðarinnar. G. O. Einarsson skáld skipaði forsæti og fórst hon- um stjórnin hið bezta úr hendi; hann eyddi engum ó- þarfa orðum við kynningu skemtiatriða, heldur gekk hreint til verks, og mætti slíkt vel verða öðrum til góðr- ar eftirbreytni. Fjallkona hátíðarinnar, frú Ólöf Odd- leifsson frá Árborg, kom tígulega fyrir sjónir og flutti faguryrt og mergjað ávarp. Ungfrú Alma Martin frá Víðir, er táknaði Canada, las stutt, en einkar vel samið ávarp, er hún bar snildarlega fram; vænt þótti sam- komugestum auðsjáanlega um það, hve hlýlega kenslu- stólsins í íslenzku við Manitobaháskólann var minst í ávörpunum báðum; var eigi um að villast, að þar fylgdi hugur máli. Aðalræðuna, Landnáms og landnemaminni, flutti Dr. Beck, prófessor í norrænum tungumálum og bók- mentum við fiáskóla North Dakotaríkis, og er þar skemst frá að segja, að ræðan var kyngimögnuð að innihaldi og málfari og hafði djúpstæð áhrif á hlust- endur; vegna snarræðis og samvinnuþýðleiks ræðu- manns, lánaðist Lögbergi að birta ræðuna í sömu vik- unni, sem hún var flutt og hefir hlotið víðtækar þakkir að launum. Dr. Áskell Löve, kunnur g.\.fu- og fræðimaður, flutti stutta, en kjarnyrta ræðu um bygða- og minjasöfn; ræðan var hugsjónalegs eðlis og efni hennar harla íhug- unarvert, þótt eitt og annað í henni væri frekar hill- ingakent en raunhæft. Páll S. Pálsson skáld mintist landnemanna í ljóði, og verður það ásamt ávörpunum og ræðu Dr. Áskells, einnig birt hér í blaðinu. Fjölmennur söngflokkur bland- aðra radda, undir forustu Jóhannesar Pálssonar, skemti með miklum og fögrum söng, en við hljóðfærið var systir hans, frú Lilja Martin; það er ekkert smá- ræðisverk, sem þessi stórhæfu og félagslyndu systkini hafa lagt af mörkum á vettvangi söngmenningarinnar í Nýja-íslandi, og er þess að vænta, að slíkt verði að makleikum metið; eigi síður innan bygða en annars staðar frá. Það var búsældarlegt um að litast í Norður-Nýja- íslandi um þær mundir, er hátíðin stóð yfir, kafgras um land alt og akurlendur í blóma; átök landnemanna voru ströng, en þau hafa auðsjáanlega borið ríkulega ávexti. Hátíðahöld sem þessi, er nú hafa nefnd verið, hafa víðtækt, þjóðræknislegt gildi, og myndi mörgum mann- inum súrna sjáldur í auga ef til þess kæmi að þau yrði lögð niður, sem vonandi verður ekki fyrst um sinn. Um kvöldið var dans stiginn í samkomuhúsi Hnausaþorps. ☆ ☆ ☆ Óverjandi afstaða Með fáránlegri og í rauninni flónskulegri ákæru sinni á hendur sameinuðu herjunum, er að því laut að þeir hefðu gerzt sekir um sýklahernað í Kóreu, hefir Mr. Malik, fastur erindreki rússnesku ráðstjórnarríkj- anna með Sameinuðu þjóðunum, hvorki meira né minna en afsannað ákæru þjóðar sinnar með því að beita á dögunum synjunarvaldi sínu og koma með því í veg fyrir, að kröfur Bandaríkjanna um að óhlutdræg rann- sókn málsins af hálfu Rauða Krossins fengi fram að ganga. Og hvað gat svo sem verið slíkri rannsókn til fyrirstöðu og hvað var óttast, ef Mr. Malik var viss í sinni sök? Flestir menn hefðu undir sömu aðstæðum tekið rannsókninni fegins hendi og borið sig að minsta kosti borginmannlega þar til henni væri lokið. En um Mr. Malik var engu slíku til að dreifa; hann hefir vitað sem var, að hann stæði á hálum ís, og þess vegna greip hann síðasta hálmstráið, sem var hið tvísýna og jafnvel þrælmannlega synjunarvald, s^m gert hefir ör- yggisráðið í mörgum tilfellum svo að segja óstarfhæft. Þegar yfirforingi sameinuðu herjanna í Vestur- Evrópu, Matthew B. Ridgway, kom til Rómar í fyrri viku, lét hann meðal annars þanaig um mælt: „Sem fyrverandi yfirforingi sameinuðu herjanna í Kóreu, kveð ég guð til vitnis um það, að engri tegund sýklahernaðar þar í landi var nokkru sinni beitt, og að þær ljósmyndir, er kommúnistar máli sínu til stuðn- ings reyndu að blekkja almenning með, eru með öllu falsaðar og þar af leiðandi í beinni mótsögn við sann- leikann." Yfirlýsing hins kunna og mikilsvirta yfirhershöfð- ingja hlýtur að verða nokkru þyngri á metunum, en staðleysur Mr. Maliks, hvernig svo sem hann reynir að forgylla þær. Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 29. júní, 1952 Frá því seint í maí og langt fram í júní var kuldatíð hin mesta hérlendis og snjóaði öðru hverju norðanlands og austan. Gróður var lítill. Nú hefir hlýn- að í veðri, en þess mun enn all- langt að bíða að sláttur hefjist almennt norðanlands. í Vest- mannaeyjum var farið að slá fyrir nokkru og sömuleiðis í Mýrdalnum. Fjallvegir ýmsir hafa verið ófærir vegna snjóa, en er nú unnið að því að ryðja þá. Geysimikil fönn er í Siglu- fjarðarskarði. ☆ Atvinnumálaráðherra hefir á- kveðið, samkvæmt tillögum stjórnar Síldarverksmiðja ríkis- ins, að heimila síldarverksmiðj- unum að kaupa bræðslusíld föstu verði í sumar á kr. 60 hvert mál síldar. ☆ 0 Allmargir íslenzkir togarar hafa verið á Grænlandsmiðum að undanförnu og aflað þar mjög vel. ☆ 1 vor voru brautskráðir hér á landi 187 stúdentar, — 103 úr Menntaskólanum í Reykjavík, 69 úr Menntaskólanum á Akur- eyri og 15 úr Verzlunarskólan- um. Á þessu ári vorú liðin 400 ár frá því að skólarnir í Skál- holti og á Hólum urðu ríkisskól- ar og var þessa afmælis minnst við brautskráningu stúdenta í báðum menntaskólunum. ☆ Prestastefna íslands var hald- in í Reykjavík í vikunni, sem leið og sóttu hana milli 70 og 80 prestvígðir menn. Biskupinn komst svo að orði í setningar- ræðu sinni, að það væri ósk sín og von að kirkjan yrði jafnan umburðarlynd og frjáls, en þó föst fyrir og trú því hlutverki að þjóna guði og flytja fagnaðar- erindi Krists og þjónar hennar stæðu jafnan traustan vörð um sæmd hennar og heiður. I skýrslu sinni um störf og hag kirkjunn- ar á liðnu synoduári minntist biskup m. a. á hin nýju lög um skipun prestakalla, en sam- kvæmt þeim verða prestsem- bætti 116 í stað 115. Þremur prestum verður bætt við í Reykjavík, ennfremur stofnuð tvö önnur ný prestaköll, en fjögur lögð niður. Á s.l. 50 árum hafa verið reistar hérlendis 106 kirkjur og kapellur, þar af 65 úr steini. Árið 1951 voru guðs- þjónustur samtals 4160, þar af 76 útvarpsguðsþjónustur, og 17 íslenzkir prestar og 3 erlendir prédikuðu í útvarp. Nú eru starf- andi 155 kirkjukórar hér á landi, og stofnað hefir verið Kirkju- kórasamband íslands. Meðal merkra kirkjumanna er hingað komu á liðnu ári má nefna Schjelderup biskup í Noregi og Hermansen kirkjumálaráðherra Dana. Aðalmál prestastefnunnar að þessu sinni var Viðhorf kirkj- unnar í dag og framlíðarslarfið. ☆ Stórstúkuþing Góðtemplara- reglunnar á Islandi var sett í Reykjavík í fyrradag og sitja það um 80 fulltrúar. Nú eru í reglunni um 10.500 félagsmenn, þar af um 3500 á Suðurlandi. ☆ Allsherjar berklarannsókn stendur nú yfir á Siglufirði, og höfðu um eitt þúsund manns verið berklaprófaðir í fyrradag. ☆ Nýlega féllust handhafar for- setavalds á að veita Magnúsi Gíslasyni, skrifstofustjóra í fjár- málaráðuneytinu, lausn frá em- bætti frá og með 1. júlí, sam- kvætm óskum hans. Jafnframt var Sigtryggur Klemensson lög- fræðingur skipaður skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu frá sama tíma. ☆ Einhvern næsta daginn verða tilraunir gerðar til þess að ná upp skipinu Laxfossi, sem strandaði og sökk við Kjalarnes í vetur. Notaðir verða stórir gúmbelgir til að lyfta skip- inu. Vélsmiðjan Keilir sér um verkið. ☆ Á Akranesi hefir skort mjög veitinga- og samkomuhús síðan samkomuhúsið Báran brann í nóvember s.l. Nýlega var stofnað þar í bænum félag um byggingu félagsheimilis og samkomuhúss á Akranesi og eru 12 félög stofn- endur, auk bæjarfélagsins. ☆ Áttunda landsmót Ungmenna- félags íslands verður haldið að Eiðum dagana 5. og 6. júlí n.k. og verður þar keppni í ýmsum íþróttagreinum, meðal annars verður keppt í starfsíþróttum. ☆ Þjóðhátíðardaginn, 17. júní, var frumsýning í Þjóðleikhúsinu á óperettunni Leðurblökunni, eftir Jóhann Strauss. Leikstjóri er Simon Edwardsen frá kon- unglegu óperunni í Stokkhólmi, hljómsveitarstjóri er dr. Ur- bancic, og meðal þeirra, sem leika og syngja aðalhlutverk eru þau Einar Kristjánsson og Elsa Sigfúss, Guðrún Á Símonar og Guðmundur Jónsson, Sigrún Magnúsdóttir og Ketill Jensson. Sýningunni var mjög vel tekið og hefir verið uppselt á allar sýningar á þessari vinsælu ó- perettu. Flokkur leikara frá Þjóðleikhúsinu fór til Akureyr- ar um daginn og sýnir þar Brúðheimilið eftir Ibsen. Aðal- hlutverkið leikur norska leik- konan Tore Segelcke og hún er einnig leikstjóri. Þetta er fyrsta leikförin á vegum Þjóðleikhúss- ins. ☆ Austurríska söngkonan Else Muhl, sem söng hér í óperunni Rigoletto í fyrra, er aftur komin til landsins og ferðast nú um og heldur söngskemmtanir. I vetur starfaði hún við óperu í Sviss. ☆ Á fimmtudaginn var opnuð í Listamannaskálanum í Reykja- vík sýning á tréristu-, tréstungu- og vatnslitamyndum eftir pró- fessor H. A. Muller frá Colum- bia háskólanum, sem hér dvelst um þessar mundir í boði Hand- íða- og myndalistarskólans. ☆ Hingað er væntanleg á næst- unni samninganefnd frá Vestur- Þýzkalandi til að semja um við- skipti íslands og Vestur-Þýzka- lands. Formaður hennar er Nelson skrifstofustjóri í þýzka matvælaráðuneytinu. Samferða nefndinni verður Vilhjálmur Finsen aðalræðismaður. Nefnd hefir verið skipuð til að semja við Þjóðverja af íslands hálfu og er Jóhann Þ. Jósefsson al- þingismaður formaður hennar. ☆ Hinn 18. júní s.l. afhenti sendi- fulltrúi Breta utanríkisráðherra orðsendingu varðanai reglugerð- ina um verndun fiskimiða um- hverfis ísland. ítrekar brezka stjórnin þar, að henni þyki leitt að íslenzka ríkisstjórnin skuli á eindæmi hafa gert svo mjög auknar kröfur varðandi fisk- veiðitakmörk sín, en hafnað til- lögu Breta um að takmörk þessi bæri að ákveða með samningi milli landanna. Þá er talið í orð- sendingunni að þriggja mílna landhelgi hafi verið þáttur al- menns þjóðaréttar síðan á 19. öld, og að lokum segir svo: „Enda þótt brezka ríkisstjórn- in lýsi ánægju sinni yfir því, að íslenzka ríkisstjórnin ætlar ein- ungis að nota hin nýju takmörk í sambandi við fiskveiðar og sjái, að þær takmarkanir, sem nú eru í gildi, gera ekki upp á milli fiskiskipa hinna ýmsu þjóða, telur hún eftir atvikum nauðsynlegt að gera fyrirvara um að hún áskilur sér rétt til skaðabóta frá íslenzku ríkis- stjórninni að því er snertir hvers konar afskipti af brezkum fiskiskipum fiskiskipum á svæð- um, sem brezka ríkisstjórnin telur vera á úthafinu.“ — Utan- ríkisráðherra skýrði sendifull- trúanum enn á ný frá sjónarmið- um íslenzku stjórnarinnar í máli þessu, og er orðsendingin nú til athugunar hjá ríkisstjórninni. ☆ Þrjú rannsóknarskip, María Júlía, G. O. Sars frá Noregi og Dana frá Danmörku hafa að undanförnu verið að rannsókn- um á hafinu fyrir austan og norðaustan ísland. Hafa þau bæði gert sjórannsóknir og leit- að síldar. Að lokinni rannsókn- arför mættust skipin á Seyðis- firði 25. þ. m. og var þá birt sameiginleg tilkynning um nið- urstöður rannsóknanna. Segir þar, að ástand sjávarins norðan og austan íslands sé svipað og verið hefir undanfarin ár. Á út- hafinu er 50 til 75 metra þykkt lag af tiltölulega heitum sjó, þar sem síldar varð vart. Greint er í tilkynningunni frá þeim svæð- um, þar sem síld fannst. Síld- veiðar eru ekki hafnar hér við land en verið er að búa báta til veiðanna. ☆ Á sunnudaginn var vígði biskup Hlíðarendakirkju í Fljóts hlíð, sem nú hefir verið endur- reist á myndarlegan hátt. Kostn- aður við endurbyggingu kirkj- unnar varð á annað hundrað krónur, og þar af nema framlög 120 gjaldskyldra safnaðarmeð- lima um 40 þúsund krónum. ☆ Gerðar hafa verið þær breyt- ingar á lögum Ræktunarfélags Norðurlands að það verður framvegis menningarlegt sam- band fyrir búnaðarfélögin í Norðlendingafjórðungi, er starfi að kynningu meðal félaganna, sameini þau til átaka út á við og gangist jafnframt fyrir al- hliða búnaðarfræðslu á félags- svæiðnu. ☆ Fimmtíu ára afmæli Sambands íslenzkra samvinnufélaga verð- ur haldið hátíðlegt í Reykjavík í þessari viku í sambandi við aðalfund sambandsins, sem hefst á morgun. Einn stofnenda sam- bandsins, Steingrímur Jónsson, sýslumaður er enn á lífi. Á laug- ardaginn hefst í Reykjavík fundur miðstjórnar alþjóðasam- bands samvinnumanna, Inter- national Co-operative Alliance, og sækja hann fulltrúar frá 18 löndum. Verða þá staddir hér yfir 80 erlendir gestir í sam- bandi við fundinn, sem haldinn verður í hátíðasal Háskólans og verður allt, sem þar fer fram, jafnóðum þýtt á fjögur tungu- mál: ensku, frönsku, þýzku og rússnesku. Á föstudaginn er sér- stakur hátíðafundur til að minn- ast 50 ára afmælis sambandsins og verður Sir Harry Gill, for- seti alþjóðasambands samvinnu manna, meðal ræðumanna á þeim fundi. ☆ Nýlega er lokið niðurjöfnun útsvara í Reykjavík og var jafn- að þar niður 83 miljónum króna og að auki 5—10% fyrir van- höldum. Útsvarsgreiðendur eru um 21.300. Hæst útsvar greiðir Samband íslenzkra samvinnu- félaga, 840.000 krónur. ☆ Þingi Stórstúku íslands lauk á mánudaginn og var Björn Magnússon prófessor kjörinn stórtemplar, en séra Kristinn Stefánsson hafði lýst yfir því, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Þingið sóttu 80 full- trúar. Samþykktar voru margar ályktanir, tillögur og áskoranir í áfengismálunum, m. a. að hvorki verði leyfð bruggun, inn- flutningur né sala á sterku öli, eftirlit stórum aukið með því að ekki fari fram áfengisbruggun í laumi, og framlag ríkisins til bindindisfræðslu og áfengis- varna aukið að miklum mun, svo að Stórstúkan geti haft leið- beinendur og erindreka, sem starfi að bindindisboðun og bindindisfræðslu árið um kring svipað og nú tíðkast annars stað- ar á Norðurlöndum. ☆ Fulltrúaþing hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum er nú háð í Reykjavík og sækja það 40 hjúkrunarkonur frá . hinum Norðurlöndunum, meðal þeirra formaður Alþjóðasambands hjúkrunarkvenna, Gerda Höjer frá Svíþjóð. Aðalmál þessa þings er menntun hjúkrunarkvenna, en til þeirra eru gerðar æ meiri kröfur. ☆ Kirkjukórasamband íslands, sem stofnað var í fyrra hélt ný- lega fyrsta aðalfund sinn. í sam- bandinu eru nú samtals 155 kór- ar, og höfðu þeir á s.l. starfsári 73 opinbera samsöngva auk hins reglulega messusöngs, og haldin voru 5 héraðssöngmót kirkjukóra. Sigurður Birkis söngmálastjóri þjóðkirkjunnar er formaður kirkjukórasam- bandsins. ☆ McGuigan kardínáli frá Kan- ada kom til Reykjavíkur fyrra laugardag og söng messu á sunnu daginn í Kristskirkju í Reykja- vík í minningu Jóns biskups Arasonar, og við það tækifæri las Jóhannes Gunnarsson biskup bréf frá Píusi páfa, þar sem minnst var Jóns biskups Ara- sonar. Síðar þennan dag fór kardínálinn til Skálholts. ☆ 26 nemendur, sem brautskráð- ir voru úr Kennaraskólanum í vor, fóru kynnisför til Dan- merkur að lokinni skólauppsögn. Þeir ferðuðust um dönsku eyj- arnar og Jótland, heimsóttu skólasetur og merka danska skólamenn. Var þeim hvar vetna ágætlega tekið. Þeir nutu styrks úr sáttmálasjóði. vv / Nemendur þeir, sem luku stú- dentsprófi við Verzlunarskplann í vor, 15 að tölu, fóru að prófi loknu í ferðalag til meginlands Evrópu, um Frakkland og Rínar- lönd. ☆ Sex manna leikflokkur er ný- lega lagður af stað frá Reykja- vík í leikför um landið og sýnir leikritið Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban. Gunnar Hansen hefir æft leikinn. Þetta leikrit hefir tvisvar verið sýnt í Reykjavík, og hið síðara skipt- ið, 1927, stjórnaði höfundurinn sjálfur leiksýningunum. ☆ I Vestmannaeyjum er nýlega lokið niðurjöfnun útsvara og var jafnað niður samtals 5,9 miljón- um króna. ☆ Á aðalfundi Verzlunarráðs Is- lands, sem haldinn var fyrir nokkru í Reykjavík, var m. a. skorað á ríkisstjónrina að hún haldi áfram á þeirri braut, er hún markaði sér í verzlunarmál- unum snemma á s.l ári og að hún létti hið bráðasta af hvers kyns viðskiptahöftum. Enn- fremur var skorað á ríkisstjórn- ina að afnema nú þegar verð- lagsákvæði þau, sem enn eru í gildi, aðkallandi var talið að nú- gildandi tollskrá verði endur- skoðuð hið fyrsta, og óhjá- kvæmíilegt að núverandi skatta- löggjöf verði breytt þegar á þessu ári. ☆ Búnaðarsamband Austurlands á bráðum 50 ára afmæli, og var ákveðið á aðalfundi sambands- ins að gefa út eins myndarlegt afmælisrit og tök verða á. At- hugað hafði verið, hvort kleift myndi að halda landbúnaðar- sýningu á Austurlandi í sam- bandi við afmælið, en ekki taldi fundurinn líklegt að það myndi reynast fært. ☆ Knattspyrnuflokkur úr Knatt- spyrnusambandi Rínarlands er nýkominn til Reykjavíkur í boði íslenzkra knattspyrnumanna. — Fyrsti leikur þeirra í Reykjavík var við Fram, og vann Fram Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.