Lögberg - 10.07.1952, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. JÚLÍ, 1952
Langt í Burtu
' frá
Heimsku Mannanna
Eflir THOMAS HARDY
J. J. BILDFELL þýddi
„Nú, bað er þá húsmóðirin — sem að ég
Og það var enginn vafi á, að það var Bath-
sheba, og hún hafði leikið bragðið, sem að hún
kunni svo vel þegar um ástamál var ekki að
ræða, sem sé, að hylja undrun sína undir ró
og einbeittni.
„Jæja, Gabríel, hvert ert þú að fara?“ spurði
hún rólega.
„Við héldum.........“ byrjaði Gabríel.
„Ég er á leiðinni til Bath,“ sagði hún og
greip á lofti einurðina, sem að Gabríel skorti.
„Áríðandi mál gerði mér óumflýjanlegt, að
hætta við heimsóknina til Liddy og fara þangað
undir eins. Hvers vegna voruð þið þá að elta
mig?“
„Við héldum, að hryssunni hefði verið
stolið.
„Ég er nú hissa! Það var heimskulegt af
ykkur að vita ekki að ég hefði tekið hryssuna
og vagninn. Ég gat hvorki vakið Mary Ann, né
komist inn í húsið, þó að ég berði í tíu mínútur
á gluggann hjá henni. Til allrar lukku náði ég
í lykilinn að vagnhúsinu, svo að ég ónáðaði
engan meira. Datt ykkur ekki í hug, að það
mundi vera ég?“
„Hvers vegna skyldi okkur hafa dottið það
í hug, ungfrú?“
„Máske ekki. Þetta eru hestarnir hans
Boldwoods! Hamingjan hjálpi mér! Hvað hafið
þið verið að gjöra — að auka á erfiðleika mína
þannig? Má ég ekki fara eitt spor frá heimili
mínu, án þess að vera elt eins og þjófur?“
„En hvernig áttum við að vita um petta,
þegar þú gerðir engum aðvart?“ andæfði Cogg-
an, — „og svo fara konur vanalega ekki út að
keyra um þetta'leyti nætur.“
„Ég sagði frá að ég væri að fara, og þið
hefðuð séð það í fyrramálið. Ég skrifaði á vagn-
húshurðina með krít, að ég hefði komið til baka
og tekið hryssuna og léttivagninn og farið í
burtu í honum, og að ég hefði ekki getað vakið
neinn og kæmi bráðum aftur.“
„En þú minnist þess, ungfrú, að við gátum
ekki séð það fyr en næsta dag, þegar að bjart
var orðið.“
„Það er satt,“ sagði Bathsheba, og þó að
hún væri ergileg fyrst þá var hún of skynsöm
til þess að ásaka þá fyrir tryggð þeirra við
sig, sem var eins verðmæt eins og hún var vör.
Hún bætti við með vingjarnlegri kurteisi. —
„Jæja, ég er ykkur í rauninni innilega þakk-
lát fyrir allt ónæðið, sem að ég hefi gjört ykk-
ur; en ég vildi að þið hefðuð fengið hesta lán-
aða hjá einhverjum öðrum en hr. Boldwood.“
„Daisy er hölt, ungfrú,“ sagði Coggan. —
„Geturðu haldið áfram?“
Það festist bara steinn í hófnum á henni.
Ég náði honum úr, svo sem hundrað famða til
baka; ég get vel séð mér farborða, þakka ykkur
fyrir. Ég verð komin í birtingu til Bath. Viljið
þið nú gjöra svo vel og fara heim aftur?“ Hún
sneri við höfðinu — bjarminn frá ljósi toll-
varðarins féll á andlit henni um leið og hún
gerði það, svo að þeir sáu augu hennar blika
hrein og skær, þegar að hún fór í gegnum toll-
hliðið og hvarf inn í miðsumars nóttina. Þeir
Coggan og Gabríel fóru til baka sama veginn
og þeir höfðu komið.
,Þ>etta ferðalag hennar er skrýtið, finnst
þér það ekki, Oak?“ spurði Coggan forvitnis-
lega.
„Jú,“ sagði Gabríel stuttur í spuna.
„Hún nær ekki til Bath í björtu á morgun!“
„Coggan! Segjum, að við höldum þessari
næturferð eins leyndri eins og við getum.“
„Ég er því samþykkur."
„Jæja þá, við verðum komnir heim um
þrjú leytið og við getum farið hljóðlega í gegn
um byggðina."
Hinar órólegu hugsanir Bathshebu út af
vandræðum þeim, sem hún var stödd í, snerust
um tvennt. í fyrsta, hvernig að hún ætti að
varna því, að þeir Boldwood og Tray mættust,
á meðan að Boldwood var í því skapi, sem að
hún skildi við hann í; í öðru lagi, að taka til
greina ósk Ghbríeis, og fordóma Boldwoods, og
segja skilið við Tray með öllu. En gat hún gert
það — gat hún snúið baki við honum og fengið
hann til að láta af áformi sínu með því að segja
honum, að sér félli hann ekki í geð — að hún
vildi hvorki sjá hann né tala við hann framar,
biðja hann að enda frítíma sinn í Bath og koma
ekki aftur til Weatherbury? Sú hugsun var
henni í mesta máta ógeðfelld, en þó féllst hún
á hana um tíma, en leyfði hugsuninni jafnframt
að dvelja við hinar geðfeldari hugsanir, eins
og stúlkur oft gera — ánægjlegri sambúð við
Tray, ef að hann hefði verið Boldwood, og
vegur kærleikans, vegur skyldunnar — og
kvelja sjálfa sig af frjálsum vilja með því, að
ímynda sér Tray ástmög einhverrar annarar
konu, eftir að hann hefði gleymt sér, því að
hún hafði kynnst Tray nógu mikið til að geta
dæmt eðlishneigð hans allnákvæmlega, en því
miður unni hún honum ekki. minna fyrir þá
kynningu, og gengi út frá því, að ást hans yrði
ekki varanleg — satt að segja varð sú kynning
af honum til þess, að hún unni honum enn
meira. Hún spratt á fætur. Hún ásetti sér að
finna hann undir eins, og biðja hann að hjálpa
sér í þessum vandræðum, því, þó að hún skrif-
aði honum bréf þá kæmist það ekki til "hans í
tæka tíð, jafnvel þó að hann fengist til að taka
það til greina.
Var Bathsheba svo steinblind, að hún sæji
ekki þann ljósa sannleika að elshuginn er ekki
líklegasti maðurinn að leita til þegar um það
er að ræða að losna við hann? Eða var hún sér
þess meðvitandi, að þetta var tryggasti vegur-
inn til þess, að þau sæjust að minsta kosti einu
sinni enn?
Það var nú orðið dimmt, klukkan hefir
hlotið að vera orðin tíu. Eini vegurinn til að
koma þessu áformi í framkvæmd var, að hætta
við að heimsækja Liddy í Valbury, heldur fara
aftur heim, taka Daisy og léttivagninn og keyra
beint til Bath. í fyrstu sýndist það ógerningur:
vegurinn var þungfær, þó um væri að ræða
þróttmikið hross, og svo var vegalengdin. —
Ferðin var óálitleg fyrir konu, og það um há-
nótt. Var hugsanlegt fyrir hana að fara til
Liddy og láta hlutina eiga sig? Nei, nei; það
var óhugsanlegt. — Bathsheba var haldin eld-
heitum og eggjandi áhuga, en þá biður var-
færnin árangurslaust um áheyrn. Hún sneri
við og hélt heimleiðis. Hún fór hægt, því að
hún vildi ekki koma til Weatherbury fyrr en
fólkið væri sofnað, og þá sér í lagi ekki fyrri
en Boldwood wæri kominn úr vegi hennar.
Áform hennar var, að keyra til Bath um nótt-
ina, sjá Sargeant Tray morguninn eftir, áður
en hann færi af stað til að heimsækja hana —
kveðja hann fyrir fullt og allt. Svo ætlaði hún
að hvíla hestinn vel (og tárast um tíma hélt
hún) og fara því næst snemma morguninn eftir
heimleiðis. Á þennan hátt þyrfti hún ekki að
ofbjóða Daisy, hún gat látið hana tölta allan
daginn og samt náð til Yalbury um kveldið,
heimsótt Liddy og farið svo heim með henni
hvenær sem að henni sýndist, og enginn þyrfti
að hafa minstu hugmynd um, að hún hefði
farið til Bath.
Þetta framkvæmdi Batsheba með þeim
hætti, sem sagt hefir verið frá hér að framan.
XXXIII. KAPÍTULI
Það leið vika og ekkert fréttist frá Bath-
shebu. Svo kom bréf til Mary Ann frá henni,
þar sem hún sagði, að hún væri enn ekki búin
að ljúka erindi sínu í Bath, en vonaðist eftir
að verða búin að því í næstu viku, og að hún
kæmi þá til baka.
önnur vika leið. Hafrauppskeran byrjaði
og allir voru út á akri. Veðrið var mollulegt
og þungt. Inni í húsunum var allt kyrrt og
hljótt, nema fyrir suðið í húsflugunum. Úti
heyrðust menn vera að brýna ljái, og svo heyrð-
ist skrjáfrið í hafraöxunum þegar þau nudduð-
ust saman og féllu í ljáfarið. Allur raki var
uppþurrkaður sem að ekki var í kútum og
könnum fólksins, eða á enni þess eða kinnum.
Fólkið var í þann veginn að setjast niður í
vingjarnlegan skugga af tré við akurgarðinn,
þegar að Coggan sá mann í blárri treyju með
koparhnöppum á koma hlaupandi.
„Hver skyldi þetta vera?“ sagði hann.
„Ég vona, að ekkert hafði orðið að hús-
móðurinni," sagði Mary Ann, sem ásamt fleiri
konum var að binda hafrana í knippi; „það
kom ógæfusamlegt atvik fyrir mig í morgun:
Ég missti lykilinn á steingólfið og hann brotn-
aði í tvennt. Það veit alltaf á illt að brjóta
lykil. Ég vildi að húsmóðirin væri komin heim.“
„Það er hann Cain Ball,“ sagði Gabríel og
hætti að brýna ljáinn.
Oak var ekki skyldugur samkvæmt samn-
ingum að vinna að uppskerunni, en uppskeru-
tíminn var dýrmætur fyrir bændurna, og svo
átti Bathsheba kornið, svo að hann var að
hjálpa til.
„Hann er sparibúinn,“ sagði Matthew
Moon. „Hann hefir verið að heiman í nokkra
daga síðan að hann fékk illt í hendina, hann
sagði, að hann mætti eins vel taka sér hvíld,
þegar að hann gæti ekki unnið.“
„Það er rétti tíminn — ágætur tími,“ sagði
Joseph Poorgrass og rétti úr sér, því að hann,
eins og sumir aðrir, hafði sérstakt lag á, að
taka sér hvíld frá vinnunni, þegar veðrið var
heitt, þó að ástæðurnar til þess væru undur
litlar; en nú gaf Cain Ball eina ástæðuna með
því að koma í sparifötunum á rúmhelgum degi.
„Það var ilska í fætinum á mér, sem gaf mér
tækifæri til að lesa Pilgrims Progress, og Mark
Clark lærði allt Fours (spil) þegar að honum
var illt í hendinni."
„Já, og hann faðir minn setti handlegginn
á sér úr liði til þess að fá tíma til þess að finna
kærustuna,“ sagði Jan Coggan í hálfkæringi,
þurrkaði af sér svitann á erminni og ýtti hatt-
inum aftur á hnakkann.
Cain var nú nærri kominn til þeirra, og
þeir sáu, að hann var með væna brauðsneið í
hendinni og var að bíta í hana við og við, en
hin hendin var vafin í reifar. Þegar að hann
kom nógu nærri sáu þeir að munnurinn á hon-
um var eins og klukka í laginu og hann fékk
ákaft hóstakast.
„Heyrðu Cain!“ sagði Gabríel hranalega.
„Hvað þarf ég oft að segja þér að hlaupa ekki
svona hart, þegar að þú ert að borða, þú kafnar
á því einhvern daginn, það er það, sem að kem-
ur fyrir, Cain Ball.“
„Hú, hú, hú!“ sagði Cain. „Það fór biti
öfugt ofan í mig — hú, hú! Það er nú- allt,
hr. Oak! Ég hefi verið í Bath, af því að mér
var illt í hendinni, já, og ég hefi séð — hú, hú!“
Þegar að Cain minntist á Bath lögðu allir
niður verkfærin og slógu hring um hann. Því
miður skerpti bitinn, sem að fór öfugur ofan í
hann ekki frásagnargáfu hans, og til viðbótar
við þá erfiðleika fór hann að hnerra, sem að
kom því til leiðar að úrið hans, sem var nokkuð
stórt, hrökk upp úr vasa hans og dinglaði fram-
an á honum og vissu vísirarnir út.
„Já,“ sagði Cain og beindi hugsun sinni
aftur að Bath — „já, og ég sá húsmóður okkar,
hú, hú, hú!“
„Hvað gengur að þér drengur?“ spurði
Gabríel. „Það er alltaf eitthvað að fara ofan í
þig, svo að þú getur ekki komið út úr þér því,
sem þú ætlar að segja.“
„A-hem! Þarna! Það fór mýfluga ofan í
mig, hr. Oak, og kom mér til að hósta aftur!“
„Já, rétt er það. Þú ert all$af með opinn
munninn, þorpárinn!“
„Það er ljóta plágan að láta mýflugu flögra
ofan í kokið á þér, vesalings drengur,“ sagði
Matthew Moon.
„Jæja, í Bath sástu . . . .“ sagði Gabríel.
„Ég sá hana húsmóður okkar,“ hélt Cain
Ball áfram, — „og hermann á gangi og þau
færðust smátt og smátt nær hvort öðru og svo
leiddust þau eins og persónur, sem eru í til-
hugalífi —“ svo misti hann söguþráðinn og
stóð á öndinni, leit upp og ofan akurinn, eins
og að hann væri að leita að honum. —„Jæja,
ég sá húsmóðurina og hermann. — ó, fjandans
flugurnar!“
„Skollinn hafi strákinn!“ sagði Gabríel.
„Það er bara siðvenja mín, hr. Oak, ef að
þú villt fyrirgefa hana“, sagði Cain Ball og leit
ásakandi augum,'sem flutu í tárum á Oak.
„Hérna er eplavín handa þér, Cain — það
læknar þig,“ sagði Jan Coggan og lyfti könnu
með eplavíni upp að munninum á honum. —
Joseph Poorgrass fór í millitíðinni að hugsa
um, hve afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar,
ef Cain Ball kafnaði og sagan frá Bath dæi
með honum. „Hvað vesalinginn mig snertir,
þá segi ég alltaf ,verði guðs vilji', áður en að
ég aðhefst nokkuð,“ sagði Joseph Poorgrass
ofur sakleysislega; „og þú ættir að gjöra það,
Cain Ball. Það er hin öruggasta vörn, og gæti
frelsað þig frá því að kafna einhvern tíma.“
Coggan hellti eplavíninu óspart upp í
munninn á Cain. Helmingurinn af því rann
niður könnuna, helmingurinn af því, Sem að
komst upp í Cain, rann út úr honum, og helm-
ingurinn af því, sem ofan í hann rann, fór
ranga leið og Cain hóstaði því og hnerraði
framan í fólkið, sem að í kringum hann var.
„Þetta eru klunnalegir hnerrar! Því get-
urðu ekki hagað þér betur, strákskömm!“ sagði
Coggan og setti niður könnuna.
„Eplavínið fór upp í nefið á mér!“ svaraði
Cain, þegar að hann gat komið upp orði — „og
það fór líka niður um hálsinn á mér, í sárið á
hendinni á mér, ofan á fallegu hnappana mína
og á sparifötin mín!“
„Þessi hósti drengsins er afar óþægilegur,"
sagði Matthew Moon. „Hann kemur ekki út úr
sér fréttunum frá Bath. Sláðu á bakið á honum,
Gabríel!"
„Þetta er eðli mitt,“ nöldraði Cain. „Hún
móðir mín sagði, að ég hefði alltaf verið svo
yfirspenntur, þegar að tilfinningar mínar kæm-
ust á visst stig.“
,Þ>etta er satt,“ sagði Joseph Poorgrass.
„Balls-fólkið var alltaf yfirspennt. Ég þekkti
afa drengsins — hann var virkilega taugaveikl-
aður, hógvær maður, svo að siðprýði gekk næst.
Blóðið var alltaf að hlaupa fram í kinnarnar á
honum, nærri því eins oft og á mér — ekki svo
að skilja, að það sé galli á mér!“
„Nei, aldeilis ekki, hr. Poorgrass,“ sagði
Coggan. „Það er stórgöfugur eiginleiki!“
„Hæ ,hæ! Ég vil ekki vera að breiða það
út, nei, hreint ekki,“ tautaði Poorgrass hálf-
hikandi. „Ég vil heldur að lítið beri á verðleik-
um mínum, þó að það sé máske erfitt að fela
göfugt eðli, og þegar að ég fæddist var skapar-
anum enginn hlutur ómáttugur, og hann hefir
máske ekki talið dyggðirnar eftir sér. — Hún
er undarleg þessi hneigð til að fela, bræður, og
forðast allt hól. En það er til fjallræða, þar sem
byrjað er á því að segja frá hverjir séu blessað-
ir, og vissir auðmjúkir menn eru máske nefnd-
ir þar líka.“
„Afi Cains var fluggáfaður maður,“ sagði
Matthew Moon. „Hann hugsaði með sínum eig-
in heila, og það er eplatré, sem að ber nafn
hans enn í dag — gamli Ball. Þú þekktir hann,
Jan? Hann plantaði saman tveimur eða öllu
heldur þremur kartöflutegundum: Quarrenden,
Tom Put og Ratheripe (hraðvaxtar kartöflu-
tegund) ofan á allt saman. Það er satt, að hann
sótti á opinber hús meira, en að hann hafði
nokkurn rétt til að gjöra, en þrátt fyrir það,
þá var hann hæfileikamaður í orðsins fyllstu;
meiningu."
„Nú, nú!“ sagði Gabríel órólega; hvað sástu,
Cain?“
„Ég sá hana húsmóður okkar fara inn í ein-
hvers konar listigarð, þar sem að voru sæti,
viðarrunnar og blómabeð, og hún leiddi her-
mann sér við hlið,“ sagði Cain ákveðinn og
með ólj'ósri meðvitund um, að orð hans vektu
óróa hjá Gabríel. „Og ég held að hermaðurinn
hafi verið Tray. Og þau sátu þar saman í meira
en hálfan klukkutíma, töluðu saman, færðu
hluti úr einum stað í annan, og húsmóðirin grét
sig nærri til dauðs. Og þegar að þau komu út
úr garðinum þá blikuðu augun í henni og hún
var föl eins og hvít lilja; og þau litu hvort á
annað eins vingjarnlega, eins og maður og
kona geta gjört.“
Gabríel sýndist falla saman. „Jæja, hvað
sástu annað?“
„Ó, ég sá margt fleira.“
„Hvít eins og lilja? Ertu viss um, að það
hafi verið hún?“
»Já.“
„Jæja, hvað annað?“
„Stóra búðarglugga úr gleri og regnþrung-
in ský í loftinu og gömul grenitré á landinu
allt í kring.“
Asninn þinn! Hvað heldurðu að þér detti
í hug að segja næst?“ sagði Coggan.
„Láttu hann í friði,“ tók Joseph Poorgrass
fram í; „meining drengsins er sú, að loftið og
jörðin í Bath sé ekki öðruvísi en hér. Það er
sjálfum okkur til góðs, að fá fréttir um ókunnar
borgir og drengurinn ætti að vera látinn í friði
á meðan að hann er að segja okkur þær.“
„Og fólkið í Bath þarf aldrei að kveikja
eld,“ hélt Cain áfram; „nema þegar það gerir
það að gamni sínu, því að hverirnir færa því
vatnið brennheitt upp úr jörðinni, tilbúið til
að sjóða í því.“
„Þetta er alveg dagsatt,“ sagði Matthew
Moon; „ég hefi heyrt aðra siglingamenn segja
hið sama.“
„Þeir drekka ekkert ahnað þar,“ sagði
Cain, „og þeir sýnast vera ánægðir með það,
og maður sér hvernig þeir gleypa það í sig!“
„Okkur sýnist það vera æði villimannlegt,
en ég á von á, að heimafólkið þar finni ekki
til þess,“ sagði Matthew.
„Og, sprettur maðurinn ekki líka upp, eins
og vatnið?“ spurði Coggan kankvíslega.
„Nei, ég viðurkenni að það er galli á Bath —
virkilegur galli — að guð skyldi ekki sjá þeim
fyrir matnum eins og vatninu, og það voru
erfiðleikar sem að ég gat aldeilis ekki komist
yfir.“
„Jæja, ég verð að segja, að það er vægast
sagt einkennilegur staður,“ sagði Moon, „og
það hlýtur að vera einkennilegt fólk, sem þar
býr.“
„Cain, þú sagðir að ungfrú Everdene og
hermaðurinn hefðu verið á gangi saman,“ sagði
Gabríel.
„Já, og hún var í dásamlega fallegum gull-
lituðum silkikjól með dökkum bryddingum, sem
að hefði getað staðið einn, án þess að nokkur
líkami væri innan í honum. Það var dásamlega
hugljúf sýn; og hárið á henni var slétt og fellt.
Og svo þegar sólin skein á silkikjólinn henn-
ar og rauðu treyjuna hans — herra minn!
Hversu myndarleg að þau voru. Maður gat séð
þau eftir endilöngu strætinu!"
En þetta kemur ungfrúnni ekkert við!“
„Ég kem að henni, ef að þú lætur mig í
friði, hr. Oak!“ sagði Cain. „Ef að þú ergir mig,
þá fæ ég kannske hóstann aftur og þá get ég
ekki sagt þér neitt.“
„Já, láttu hann segja frá því, eins og hann
sjálfur vill,“ sagði Coggan.
Gabríel setti sig í vonleysisstellingar, og
Cain hélt áfram: —