Lögberg - 17.07.1952, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.07.1952, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. JÚLl, 1952 Úr borg og bygð — HJÓNAVÍGSLUR — framkvæmdar í Fyrstu lút- ersku kirkju af séra Valdimar J. Eylands: 11. júlí: Robert Henry Moore frá Transcona, og Sigríður Beatrice Sveinsson. Foreldrar: Gunnlaugur og Christine (Hall- dórsson) Sveinsson, 31 Arlington St., Winnipeg. 12. júlí: Albert Angus, Ste. 14, Welland Crt., Winnipeg, og Alma Lorraine Jóhannsson. Foreldrar: Carlyle Jóhannsson og Vilborg (Johnson) Jóhannsson, 746 Mar- tin Avenue, Winnipeg. 15. júlí: Eugene Rene' Mar- tinot, 545 Magnus Avenue, og Freyja Grace Olafson, 135 Kenora Street, Winnipeg. For- eldrar: Sigurður Ragnar Olafson og Anna (Johnson) Olafson, bæði látin; áður til heimilis að Morden, Man. ☆ Kathleen Helga Rose, yngri dóttir Mr. og Mrs. W. S. Eyolfs- son, Árborg, Man., og Michael Jerome Harasym, sonur Mr. og Mrs. William Harasym, Árborg, Man., voru gefin saman í hjóna- band í Lútersku kirkjunni í Ár- borg, 28. júní. Padre E. Martin gifti. Að athöfninni lokinn var veizla setin í samkomusal kirkj- unnar. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. ☆ COOK BOOK Matreiðsiubók, sem Dorcasfé- lag Fyrsta lúterska safnaðar lét undirbúa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunarefni hve ódýr hún er; kostar aðeins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. P a n t a n i r, ásamt andvirði, sendist: Mrs. R. G. Pollock, 708 Banning St. Winnipeg. Sími 36 603 Miss Ruth BárdaL 5 — 54 Donald St. Winnipeg, Sími 929 037 ☆ Góðir geslir í blíðviðrinu í júnímánuði, heimsóttu okkur hér í bygðina þau séra Skúli Sigurgeirsson, frú Sigríður og Jónas sonur þeirra hjóna. Séra Skúli flutti messur á ýmsum stöðum bygðarinnar á báðum málunum. Ég var á með- al þeirra, sem messuna sóttu í Leslie. Aðsóknin þar var ágæt. Kirkjan nær því full. Séra Skúli lagði út af einum um þætti fjallræðunnar og minti okkur á gildi hennar og fegurð. Frú Sigríður var forsöngvarinn og Jónas Sigurgeirsson spilaði á orgelið. Alt var hér gert á við- eigandi hátt. Við erum þeim þakklát fyrir komuna og biðjum þau vel að lifa og heil aftur koma. Rannveig K. G. Sigbjörnsson ☆ Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Lárus Sigurdson, W. J. Lindal dómari og Einar P. Jónsson fóru suður til Minneapolis og Minneota um helgina í erindum íslenzka háskólastólsins. Box 678, Blaine, Wash., 7. júlí, 1952 Mr. Einar P. Jónsson, Winnipeg, Man. Góði vinur: Þegar ég ritaði æviminningu Jakobs Westford varð mér það á, að fella úr nafn og ætt móður hans. Þessu vil ég nú bæta úr með því, að biðja hlutaðeigend- ur velvirðingar á vangá minni og biðja þig fyrir þessa leiðrétt- ingu: Móðir Jakobs Westford var Kristín Jónsdóttir Magnússonar frá Tindum í Geiradal; móðir Kristínar var Karítas Níelsdótt- ir frá Kleyfum í Gilsfirði, systir séra Sveins Níelssonar á Staðar- stað og Daða hins fróða, sagn- fræðings. Þinn einl. A. E. Krisljánsson ☆ Frú Ólína PálsSon frá Gimli, var stödd í borginni nokkra daga í fyrri viku í heimsókn til vina sinna. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Sumarfrí stendur yfir. Guðsþjónustur hefjast 10. á- gúst n. k. ☆ Árborg, Riverton prestakall Messað verður sunnudaginn, 20. júlí á eftirtöldum stöðum: Árborg, kl. 11. f. h. Geysir, kl. 2 e. h. Víðir, kl. 8 e. h. Séra Eric H. Sigmar frá Seattle, Wash., prédikar við þessar þrjár messur á ensku. Riverton, kl. 8 e. h., ensk messa. Mr. Virgil Anderson kandidat prédikar. ☆ Gimli Lutheran Parish H. S. Sigmar, Pastor 9:00 p.m. Betel 11:00 a. m. Gimli, English Service. 2:00 p.m. Husavick. 2:00 p.m. (Standard Time) Icelandic Service, Árnes. 7:00 p.m. Organ Concert and musical Service at Gimli. Dr. E. W. Hill of the Toronto Con- servatory of music at the Organ. Special Choir selections by the O.B.V. Chorus. 8:15 p.m. Icelandic Service at Gimli. The Services at Gimli and Arnes will be conducted by Dr. H. Sigmar of Blaine, Wash. Mrs. Sigurveig Baldwinson frá Ferndale, Wash., ráðgerir að heimsækja Island á þessu sumri. í bréfi til blaðsins segir hún: — „Ég fer fljúgandi frá Seattle 21. júlí heim til fósturjarðarinnar fyrir óákveðinn tíma. Gerið svo vel og sendið mér Lögberg; ég vil hreint ekki tapa blaðinu, þó ég fjarlægist um stund. Akur- eyri verður minn heimabær.“ ☆ Séra Skúli Sigurgeirsson og frú Sigríður lögðu af stað suður til Indiana á þriðjudagsmorgun- inn, en þar er prestakall séra Skúla. ☆ Miss Snjólaug Sigurdson, píanóleikari, er nýkomin heim frá New York og mun dvelja í sumar hjá móður sinni, Mrs. J. Sigurdson, Banning Street. ☆ Þær systurnar, Mrs. B. W. Benson frá Hecla og Mrs. S. W. Sigurgeirsson frá Riverton voru í borginni þessa viku. Minningarorð Bergljót Þorláksdóttir Magnús son var fædd 30. júní 1867. For eldrar hennar voru þau hjónin Þorlákur Pálsson og María Frið- finnsdóttir á Galtastöðum, Gaul- verjabæjarhrepp í Árnessýslu. Bergljót lézt 21. apríl s.l. á heim- ili sonar síns og tengdadóttur í Winnipegosis, Man.; hún var barn, er föður hennar misti við og yngst af 9 systkinum, sem voru á heimilinu, og var þá tek- in til fósturs af hjónum, sem Tómas og Halldóra hétu og bjuggu í Gegnishólum í fyrr- nefndum hrepp. Þar leið henni mjög vel, minntist hún þeirra hjóna oft á elliárum sínum með ást og virðingu. Þegar hún var innan tveggja ára tók móðir hennar hana heim; hún var þá búin að fá mann á heimilið, sem tók að sér alla úmsjón þess, svo liðu árin og blessuð litla stúlkan þroskaðist’að vizku, aldri og náð hjá Guði og mönnum. Lítillar mentunar held ég að hún hafi Bergljói Þorláksdóttir Magnússon notið; aðeins lært að lesa, það gjörði hún vel, og enn liðu árin, og nú er hún fullþroskuð og þá giftist hún þeim, er þetta ritar, 19. október 1894, Sigurði Magn- ússyni frá Litla-Mel í Þykkva- bæ í Rangárvallasýslu, í kirkj- unni sinni, sem hún svo kallaði, þar var hún skírð, fremd og sein- ast gift, í þessari sömu kirkju, Gaulverjabæjarkirkju. Ó e f a ð hefir hún líka hlýtt flestum guðsþjónustum þar, svo það var ekki undur þó hún kallaði hana kirkjuna sína. Aldamótaárið komum við til þessa lands, lentum fyrst til Bandaríkjanna, þar voru hjón, sem tóku á móti okkur, Kristján lólafsson og kona hans Guðrún, sem var systir Bergljótar; þar dvöldum við svo næstum því 2 ár, en fluttum þá öll hingað norður til Winnipegosis, og hér höfum við dvalið síðan. Drott- inn gaf okkur 7 börn og eru þau öll á lífi: Sólrún, gift Archer McNabb, Winnipeg; Þorláksína Sigurborg, gift Roy Burlay, búa í Souris; Magnús Alfred, giftur hjúkrunarkonunni, sem mest og bezt hefir hjúkrað okkur þegar við höfum þarfnast þess og sein- ast var við dánarbeð hennar; Kristín María Ingibjörg, gift hérlendum manni, búa einnig hér í Winnipegosis; Sveinn Leo, kvæntur hérlendri konu, búa í Treherne; Felix, býr með föður sínum; Friðfinnur Stefán, kvænt- ur hérlendri konu, búa í Winni- peg; svo höfum við 17 barna- börn og 11 barnabarnabörn. Berljót var ástrík og elsku- verð eiginkona og móðir. Upp- eldi og afkomu barnanna okkar annaðist hún að mjög miklu leyti ein; hún var þar af lífi og sál, eins og við öll önnur störf sín; aldrei féll henni verk úr hendi nema þær stundirnar, sem hún svaf, og þær voru stundum ekki margar á sólarhringnum. Hún var ljóssins barn; lifði í ljósi Drottins Jesú Krists, og í því blessaða ljósi leið hún yfir landamærin kl. 10 að morgni fyrnefnds dags. Blessuð sé minning hennar. Vertu sæl af hjartans huga klökkum, hérvist þína Guði vér nú þökkum. Ljóssins kranza leggjum vér á gröf, lífsins kranz þér Guðs er sumargjöf. Vertu sæl, þú sefur rótt und leiði, sólin á þinn legstað geisla breiði. Vertu sæl í vorsins vonablæ, vekur sólin aftur dáin fræ. for WORK BOATS and CRUISERS the British-Built RUSTON Marine Engine A riiKíted powcr plant that “dellvcrs the Eoods’’—nnfailiMKly and continuously — wlth a inaxiinum effleiency and cconomy. It will pay you to invest in a Kuston. Ask us for complote information. ]V/ÍUMFORD ]yjEDLAND T IMITED 576 Wall St. WINNIPEG Phone 37 187 Landnemarnir Flutt að Iðavelli, 1. júlí, 1952 Þeir gengu á land hér með vonir og vit, en vasana tóma. Þeir hræddust ei frumbýlings harðæri og strit, né hámenna dóma. Þeir áttu þá hugdirfð og hjarta svo gott, sem hetjurnar forðum. En hugrekkið bar þó um harðindi vott, — og hnútur frá borðum. Það andaði kalt þennan októberdag, og ýrði að norðan. En þeir áttu tækni, sem hér kom í hag við heimilisforðann: Að fiska úr vatninu farborða sinn, að fæða þá ungu. Þeir gengu með hugdirfð í útlandið inn, — og íslenzka tungu. Og þrek bjó í vöðvum og þróttur í lund, og þrá til að vinna. Að notfæra hverja eina einustu stund, og öllu að sinna. Og húsin þau mynduðust eitt eftir eitt í andnepju haustsins. Þeir nutu í eining þess ættjörð fékk veitt, — og íslenzka traustsins. í sameining vinna og sigrinum ná, Þeir sóru það allir. Því kofum úr bjálkum hér breyta víst má í björtustu hallir. Með Aladíns lampa þeir unnu sín verk, og ótrauðum vilja. Hve saga þess landnáms er mikil og merk nú munu allir skilja. En starfið var mikið, að strjála þann skóg, er stóð þeim á móti. Að rækta þar akra, þeir áttu ekki plóg, sem ynni á því grjóti. En öxin og járnkallinn unnu sitt verk, og orkan í taugum, og framkvæmdar-löngunin stöðug og sterk, — og stoltið í augum. Þó flóðin og drepsóttir depruðu hug, og dyndi yfir kífið, Þeir börðust við hættur með drengskap og dug, við dauðann og lífið. Þeir sigruðu að lokum, þó sár frengju djúp, — og seint græðist örin. En tíminn hann breiðir á holsárin hjúp, og hylur svo förin. Og íslenzku bækurnar unnu sitt verk, þá annríkið leyfði, svo mentunar-löngunin mikil og sterk í muna sér hreyfði. Og landnema börnin þau lærðu það bezt, sem lék þeim á tungu. í tilfinning þeirra var tunga sú fest, þau töluðu og sungu. Þó flestir þeir landnemar fest hafi blund, mun frægð þeirra ei dvína. Þeir ræktuðu akra, þeir ræktuðu grund. Nú ró mun þá krýna: Ef börn þeirra heiðurinn hefja við stöng, — sem hlutu að arfi,— með íslenzkri tungu og íslenzkum söng, og íslenzku starfi. PÁLL S. PÁLSSON —S. M. THREE OFFICIAL LANGUAGES, English, French and Spanish, will be used during the XVIIIth International Red Cross Conference to be held in Toronto, July 23— Aug. 9, but dozens of tongues will be spoken by the delegates representing 72 nations and 69 Red Cross Societies. These girls, natives of six different nations, have been handling preliminary documentation and translations. Left to right, standing, are: Sandra Bossy, Switzerland; Cecile Ouellet, Canada; Sonia Nicmans, Belgium; Aida Varea-Saettone, Peru; Herta Rubel, Austria, and seated, Francoise Peterhans, Switzerland; Mercedes Boter Clavell, Spain. íslendingadagurinn í Blaine, Wash. Sunnudaginn, 27. júlí, 1952 Framkvæmdarnef nd: DÁRA SIGURDSON A. E. KRISTJÁNSSON NITA WESTMAN ANDREW DANIELSON S. EYMUNDSON Forsetl dagsins .............STEFÁN EYMUNDSON Söngstjóri ...................... S. HELGASON Undirspil annast .........MAMIE POPPLE ROLANDS Skcinmtiskráin byrjar stundvíslega klukkan 1.30 STANDARD TIMJE Skemtiskrá: 1. Ó, GUÐ VORS LANDS .....................Allir 2. ÁVARP FORSETA .................S. Eymundson 3. BLAINE SÖNGFLOKKUR 4. EINSÖNGUR .....................Ninna Stevens 5. Ræða, MINNI ÍSLANDS: Próf. Finnbogi Guðmundsson 6. SÖNGFLOKKURINN 7. EINSÖNGUR ..................Margaret Sigmar 8. RÆÐA á ensku ...........Halldór C. Kárason 9. EINSÖNGUR ....................E. K. Breidford 10. SÖNGFLOKKURINN ...................O Canada 11. ALMENNUR SÖNGUR H. S. Helgason stjórnar 12. GESTIR 13. Eldgamla ísafold, God SSive the Queen, My Country Veitingar verða á boðstólum Gjallarhorn flytur skemtiskrána til áheyrenda

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.