Lögberg - 11.09.1952, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.09.1952, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. SEPTEMBER, 1952 Svipmyndir fró Þýzkalandi Eftir ÞORSTEIN Ó. THORARENSEN Skyggnzl inn í hugi fólksins í Frankfurt am Main ÉG HEF þegar flogið yfir Rín- arhéruðin og Hessen í rúman klukkutíma, þegar Pan Americ- an flugvélin tekur sveig á stjórn borða og lendir tafarlaust á flug vellinum s k a m m t suður af Frankfurt am Main. 1 rúman klukkutíma hefur kjarnland um miðja Evrópu virst svo hæglátt og kyrrt 2000 metra fyrir neðan flugvélinna. Við komuna til Frankfurt er ekki lengur um glitofna loftmynd að ræða, þar kemst ferðamaðurinn í samband við voruleikann eins og hann gerist á okkar órólegu tímum. Fyrst mætir auganu röð amer- ískra þrýstilofts orustuflugvéla, ég tel þær lauslega, sem ég sé fyrir framan flugstöðvarbygg- inguna. Þær eru á að gizka 30 óg fleiri sjást í fjarska annars staðar á flugvellinum. Þetta er einn skjöldur Atlantshafs þanda lagsins og sterkur armur, sem birtist mér. Enn er þetta þrátt fyrir allt, of lítið. Það hefur ver- ið sagt að á móti hverjum 30 þrýstiloftsflugvélum Vesturveld anna eigi Rússar minnsta kosti 100. Ef í hart skyldi slá enn að nýju, þá er það augljóst mál, að Þýzkaland yrði fyrsti vigvöllur- inn. — Verður hægt að forðast það? Getur Atlantshafsbanda- lagið og Evrópuherinn eflzt svo að rauða nautið forðist það líkt og rafmagnsgirðingu, ef tala má í líkingu, og hvað segja Þjóð- verjar um þetta og hvernig .líður þeim með svo óvissa framtíð yfir höfði sér? Um allt þetta verður mér hugsað, þegar ég þramma niður farþegatröppurn- ar úr flugvélinni. Það liggur mik ið verk fyrir höndum, óteljandi spurningar, óteljandi viðræður, en ég mun reyna að gera mitt bezta fyrir lesendur heima, líta sjálfur sem hlutlausast á allt og segja hverja sögu eins og hún er. Nú í augnablikinu virðist mér Þjóðverjar á flugstöðinni ekki mega vera að því að tala um stríð, né óttast stríð. Áfram, það er rekið á eftir mér með harðri hendi, fleiri flug vélar eru að koma og aðrar að fara. Ég er sem sagt á lang starf- sömustu flughöfn allrar Evrópu. —Hundruð manna eru þar hlaup andi fram og aftur um alla ganga og hæglártur maður frá hæglátu íslandi verður að taka á öllu, sem hann á til að detta ekki alveg út úr jafnvægi. Við passaskoðunina starfar mikill fjöldi þýzkra embættismanna, sem krota og stimpla í vegabréf- ið, eins og þeir eigi lífið að leysa. Síðast í röðinni er bandarískur liðsforingi. Hann kíkir í vega- bréfið, en stimplar ekki, —aðeins kinkar kolli. Þar með er ég frjáls ferða minna í Frankfurt, hef samt að- eins fimm tíma til umráða. Fyrst er að nota tímann til að skoða helztu staði borgarinnar. Mér er fljótlega bent á, hvernig komast eigi til I.G. Farben „háhússins," þar sem eru aðalstöðvar banda- ríska hernámsliðsins. Hin gömlu frægu hús Römers-ættarinnar og síðast en ekki sízt Goethes-hús. Hús skáldsins endurreist Ég leita talsverðan tíma að því síðastnefnda, e f t i r korkóttum götum og loks stend ég fyrir framan það; fæ ekki betur séð en að hús Goethes sé eins og vera ber.afgamalt. Góðleg kona nem- ur staðar á gangstéttinni hjá mér og tekur sig fram um það að segja mér sögu hússins í fáum orðum. — Það var byggt 16 hundruð og eitthvað og þar fædd ist Goethe, mesta skáld Þýzka- lands, 1749, segir hún, en í síð- ustu heimsstyrjöld var húsið skotið í rúst, svo að varla stóð steinn yfir steini. —Nei, nú hætti ég að trúa, hrópa ég og bendi á húsið.—Eða eru þetta ofsjónir einar? —En eftir stríðið, heldur kori- an áfram, var Goethes-hús byggt upp að nýju, nákvæmlega eins og það var áður, þumlung fyrir þumlung. Steinum úr rústunum sem voru nothæfir, var komið fyrir á sama stað og áður. Þrátt fyrir ofboð illvígrar styrjaldar eiga Frankfurtarar því enn sitt skáldmusteri. Varð harl úli í stríðinu Frankfurt varð hvað harðast úti í loftárásunum á Þýzkaland, enda hefur hún verið og er ein þýðingarmesta samgöngumið- stöð þar í landi. Ekki ber þó mik ið á skemmdum við fyrsta augna tillit. Við allar aðalgötur eru glampandi búðargluggar, fullir af hverskyns varningi og ljósa- auglýsingar, en víða gapa þó tvær efstu hæðirnar gluggatóft- um tómum móti vegfaranda.— Sama er ef komið er í íbúðar- hverfin og 1 göturnar að baki að- alumferðastrætunurp, að eitt og eitt hús ligur enn í rústum, en uppbyggingin hlýtur að því er ég bezt fæ séð að hafa gengið furðulega fljótt, húsin hafa þot- ið upp og jafnt í öllum hverfum borgarinnar. Þegar ég orða það við nýunninn kunningja í bjór- kjallara í Taunusstræti, að eigin lega sjái ég hvergi neinar alger- ar rústir í borginni, þá vill hann ekki fallast á það, en segir mér að fara út í „die Gassen,“ en það var gamall bæjarhluti, einskon- ar fátækrahverfi, sem þurrkað- ist að mestu út í síðustu styrj- öld. Þegar ég kom þangað, þá eru rústirnar vissulega hræði- legar, en tálsvert er þar af bygg- ingartækjum og vinnupallar sjást. Hingað og þangað eru stór skilti, sem tilkynna að nú sé að hefjast stórfelld nýtízku upp- bygging hverfisins. — Frankfurt er gömul borg og það virðist hún þó ætla að græða á stríðinu, þeg- ar allt kemur til alls, að heil hverfi með gömlum, óhollum og ljótum byggingum hafa sópast brott, en í staðinn koma nýtízku íbúðarhverfi. — í lok styrjaldar- innar hafði íbúum borgarinnar fækkað um næstum 200 þús. I- búatalan nú er lík og fyrir stríð —rúmlega 500 þús. 'Svipmyndir af þjóðlífinu Fyrstu svipmyndir mínar af þýzku þjóðlífi eru frá þessum fimm tímum í Frankfurt. — Ég reyndi eftir beztu getu að setja mig inn í það, talaði við fleiri tugi manna, þar sem ég mætti þeim, úti á götu, í bjórkjöllurum sölubúðum, rakarastofum og sporvögnum. Jlelzt virtist mér ég greina það glöggt, að Frankfurt er tví- þjóða borg. Það er geysilegur fjöldi bandarískra hermanna í borginni og ber mikið á þeim á götum úti, en þeir kunna sig mjög vel þar, eru allra manna kurteisastir og viðmótsþýðastir. Ég tek eftir að nokkrir þeirra tala þýzku, er þó, sagt að það sé ekki algengt og meirihluti borg- arbúa v i r ð i s t mér geta að minnsta kosti bjargað sér á ensku. Ég spurði nokkra Þjóð- verja, eftir að hafa talað það lengi við þá, að frásögn þeirra var í herinskilni sögð, hvort þeir vildu ekki fara að losna við þetta hernám og þessa hermenn. —Nei, svöruðu þeir allir, og einn sagði meira að segja.—Það er mín hjartans skoðun, að við verð um að hafa bandarískan her hér. Það er mikið öryggi í að hafa hann. Þeir tryggja það, að við höfum áfram lýðræðisstjórn og þar að auki gefa þeir okkur tals- verða atvinnu. Þrá lý.raeðisskipulag En lifir ekki ennþá í glóðum nazimanns? kynni einhver að spyrja. Ég óttaðist, að svo kynnt ef til vill að vera. En það virtist mér ekki. Að vísu má alltaf bú- ast við því, að ókunnugum manni sé ekki sagður nema hálf- ur sannleiki. En í „Gallup-skoð- un“ minni á Frankfurt-búum, kom fram svo mikil einlægni, að ég á bágt með að rengja það. Heildarmyndin var eitthvað á þessa leið: —Hræðilegustu t í m a r, sem við höfum lífað voru stríðstím- arnir. Það er ómögulegt að efast um, að það var Hitler og nazi- starnir, sem leiddu það yfir okk- ur. Og þar fyrir utan viljum við lýðræði. Líklega þekkja fáir það eins vel og við, eftir margra ára harðstjórn, hvað það er að þrá réttláta og lýðræðislega stjórn. En ein afgreiðslukona, komin yfir miðjan aldur, í búðinni þar sem ég keypti fyrsta bananann (Stykkið kostar kringum 60 aura) sagði:—Það er ágætt að lifa hérna núna, en þó var allra bezt að lifa á keisaratímunum um síðustu aldamót, áður en ó- sköpin dundu yfir. Þ j óðarmelnaður En þjóðarmetnað eiga borgar- búar. Um það er talað að Tékki nokkur að nafni Stransky hafi ætlað að halda ræðu í samkomu- sal í borginni. Stransky þessi átti einna mestan þátt í því sem dómsmálaráðherra eftir stríðið, að Súdeta-Þjóðverjár voru rekn ir burt úr Tékkóslóvakíu. — Nú kemur hann sjálfur sem ofsótt- ur sömu leið og þeir, sem hann ofsótti. Hann flúði undan stjórn kommúnista. í dag var honum bannað að halda ræðu sína. Staf- ar það af því að menn óttast æs- ingar, þar sem um 20 þús. land- flótta Súdetar búa nú í Frank- furt. I dag er líka sumþart borgar- sorg í Frankfurt, því að hlaupar- inn Ulzheimer ,sem á heima hér, vann ekki gullmedalíu á Ólym- píuleikunum eins og búizt var við, heldur aðeins bronzmedalí- una. Menn hugga sig þó við að bera hann saman við Síams- manninn Pákpuang, sem ferðað- GILSOK ' Weather Maker" \ AfOfíf//£AT'L£$SMO/Ztf The Gilson "Weather-Maker” is the most modern development in the heating industry. Inside the beautifully style<f Steel Cabinet is a leak-proof, welded steel heating unit — a silent automatic fan—long-lasting cleanable fllters — and an automatic humidifler. It sends heated, cleaned and humidifled air aII through the house — completely changes th« air four times every hour. VISIT OR WRITE US TODAY 18" Complele Forced Air Unil Only $299.50 and up. IMMEDIATE DELIVERY AND INSTALLATION at prices that will please you. For DETAILS, FREE ESTIMATES, Write, Phone or See Us or a “Gilson” dealer today. H C1Í50N IWHMI •O" s IM Arc-welded Rad- iator is sealed "tight as an egg.H No dust, smoke, or gas con escape info the house. Here is a big, sturdy, and lower-priced furnace — made to deliver more heat from less fuel — more efficient, radiates faster. One piece radiator cannot possibly leak dust, fumes or gas. 18" All-Sleel Furnace with Casing. Only $119.50 and up. Factory Distributors: C. A. DeFEHR & SONS Ltd. 78 Princess Street, Winnipeg Phone 93-3612—93-4154 Þýzkur kaupmaður svalt í glerbúri í 69 daga og setti heimsmet Um það leyti sem íþrótta- mennirnir settu hvert heimsmet ið af öðru í Helsingfors, var eins konar íþróttamaður, sem að vísu sat heima hjá sér, að ljúka alveg sérstæðu heimsmeti. Og það er víst, að hann gerði eins og hann gat, því að loknu heimsmetinu var hann fluttur í sjúkrahús, þar sem margra vikna sjúkradvöl beið hans. Þessi maður var Þjóð verji, og heimsmet hans var það, að hann svelti sig í 69 daga, tveimur dögum lengur en nokkr um manni hafði áður tekizt, svo að sögur fari af. Lá í glerbúri slopp í hægindastólnum og við og við símaði hann til manna og stofnana. En oftast undi hann við bóklestur. Sennilega hafa það ekki verið matreiðslubækur, sem hann las. Annar maður Þegar séð var ,að hann myndi setja heimsmet, tók að gerast fjölsótt til kaupmansins í gler- búrinu. En sá maður, sem fólk sá þá, var ólíkur sjálfum sér. Hinn langsoltni maður lá á legu- bekknum með lukt augu. Það var ekkert þekkjanlegt nema horngleraugun. — Hann hafði létzt um 300-400 grömpi til jafn- aðar á dag, en þegar sveltan hófst, var hann 150 pund. Hann var o r ð i n n skinhor’aður og skeggjaður og hroðalegur ásýnd um. En umhverfis glerbúrið var allt þakið blómum frá aðdáend- um hans. Hann hafði líka sigrað indverskan fakir, sem átti fyrra heimsmetið. — TÍMINN, 3. ágúst Samvinnufélag friðarins Þjóðverjinn hóf sveltuna 10. máí. I íbúð sinni í Hámborg hafði hann látið gera glerbúr, og í því lá hann hina löngu daga, vikur og mánuði, er hann svelti. Gler- búrið var 2x3 metrar að stærð, og ein stærsta húsgagnaverzlun borgarinnar h a f ð i búið það margvíslegum þægindum og prýtt það auglýsingaspjöldum frá sjálfu sér. Þetta var allt ákaf- lega fínt og aðlaðandi ,en hvort það hefir látið methafann gleyma kvölum sínum er annað mál. Þarna var legubekkur, borð, hægindastóll, bókahylla, sími og útvarp, svo að vesalings maðurinn gæti fylgzt með því af fréttum og auglýsingum, hvað verðið væri nú á matvörunum og reiknað út, hvað hann sparaði mikið við sveltuna. Sýningargripur Aubvitað var maðurinn sýn- ingargripur, ella hefðu auglýs- ingar húsgagnaverzlunarinnar verið til lítils. Margir blaða- menn voru viðstaddur, er svelt- an hófst og maðurinn gekk í búr ið. Hann gekk um gólfið, dálítið óþolinmóður, eins og íþrótta- maður ,sem bíður keppni. Þetta var fimmtugur maður með gler- augu—kaupmaður. Við og við leit hann á armbandsúrið sitt.— Klukkan fimm var búrið inn- siglað og sveltan hófst. Nú reið á því, að láta sig ekki dreyma of mikið um steik og ostrur næstu vikur og mánuði. Ekki viðvaningur Þessi náungi er þó ekki neinn viðvaningur í því að svelta sig, svo að hann hefir vitað, hvað hann var að gera. Hann hafði nefnilega lengi verið sveltimeist ari Þýzkalands. 49 dagar var þýzkametið. Þegar blaðamennirnir spurðu, hvað í rauninni væri tilgangur- inn með sveltunni eða hvaða markmiði þessi íþrótt þjónaði, virti hann þá ekki svars. Vandisl fljóll af tóbakinu Fyrstu þrjár vikurnar var ekk ert eftirlit haft með heilsu fari kaupmannsins, en eftir það vitj- uðu hans læknar frá háskólan- um í Hamborg og fylgdust með líðan hans og ásigkomulagi. Eina flösku al sódavatni mátti hann drekka á dag, en alls ekki nærast að öðru leyti, en dálítið af sígarettum mátti hann reykja en eftir 10-12 daga hvarf tóbaks- löngunin. Það gengur ekki öll- um svona greitt að venja sig af tóbakinu. Framan af sat hann oftast í ist 15 þús. km. til þess að hlaupa ein 100 metra á tímanum 11,7. Frankfurt er borg geysihraða, ef til vill hefur hún að þessu leyti smitast af Ameríkönum.— Undarlegt fannst mér, að við vegi í úthverfunum og fyrir ut- an borgina eru víða skilti, þar sem bannað er að aka með meira en 40 km hraða. En þegar inn í borgina kemur, þá virðast mér bílar og mótorhjól þjóta með allt að því 50 km hraða um göturnar. Um kvöldið ek ég aftur út á Rhein - Frankfurt flugvöllinn. — Ferðinni er heitið til Berlínar. MBL. 5. ágúst Það hafa margar fjálgar skála- ræður verið haldnar um samein- ingu Evrópu, á liðnum misser- um. Hugsjónin hefur ávallt ver- ið fyrir hendi: því ætti hin land- fræðilega heild álfunnar að skipt ast fjandsamlegum ríkislanda- mærum? En þó mörg falleg orð hafi sögð verið, þá er árangur- inn þó öllu minni. Evrópuráð hefur verið sett á laggirnar og er það stærsti áfanginn á langri leið, að því er mörgum virðist. En ráð þetta, sem situr í Strass- borg hefur harla litlu enn áork- að, mest sökum tregðu ríkjanna, einkum Englands, til þess að veita nokkur stjórnmálaleg og þjóðréttarleg réttindi sin víðari ríkjaheild. Varnarbandalag Evrópuríkj- anna svonefnt var stofnað fyrir tveimur mánuðum síðan, en þátt tökurinn voru aðeins sex og bandalagið er máttlaust sökum þess, að England neitaði þátt- töku. En þrátt fyrir að svo hafi treg- lega til tekizt um marga þætti „hinnar sameinuðu Evrópu“ þá rís þó ein björt staðreynd úr dimmu d j ú p i ósamkomulags: Schuman-áætlunin. Fyrir fjórum dögum varð hin stórbrotna áætlun um samein- ingu meginhluta kola og stáliðn- aðar Evrópu undir eina yfir- stjórn að veruleika. Þá tók fram kvæmdaráð áætlunarinnar til starfa, og hefur meiri völd í þess um sökum öllum en ríkisstjórn- ir þeirra landa, er að henni standa. Þannig hafa þjóðirnar afsalað sér nokkrum réttindum sínum á efnahagssviðinu, til þess að öllum aðilum komi til góða, í stað þess að standa fast á öllu sínu, svo sem á stjórnarfarssvið- inu. Ríkin, sem að risaáætlun þessari standa telja 160 millj. neytendur í sex löndum. Nú verður kol og stál unnið úr jörðu undir einni yfirstjórn, er engum einstökum stjórnarskipunum þarf að hlýða; aðeins gegna sam- eiginlegum hagsmunum ríkj- anna a 11 r a. Framleiðslan ár hvert mun nema 220 millj. lesta af stáli. Loks er efnahagur hinna gam- a 1 s v ö r n u höfuðandstæðinga, Frakklands og Þýzkalands sam- ar slunginn undir einni evró- piskri stjórn; vopnaverksmiðjur Krupps og Creosots hafa geng- izt undir sömu lög um hráefni og framleiðslu og tollar milli ríkja eru afnumdir og auðhring- ar leystir upp. Þannig er einni stærstu forstöðu fyrir upphafi o g áframhaldi stríðsreksturs burtu kippt úr álfunni og sá áróður ,er upp hefur verið hafð- ur um þátt vopnaverksmiðja í styrjöldum úr sögunni á megin- landinu. Það mun því ekki ofmælt að Schuman-áætlunin, heitin eftir hinum framsýna upphafsmanni sínum, franska utanríkisráðherr anum, sé stærsta og velglynd- asta dæmið um evrópska sam- vinnu, sem ein getur bjargað Evrópuþjóðunum úr þeim hruna dansi, er þeim hefur svo oft áður orðið að falli. Annar höfuðsmaður þessarar miklu áætlunar, franski hag- fræðingurinn og stjórnmálamað urinn Jean Monnet, var í síðustu viku kjörinn yfirmaður hennar allra á aðalráðstefnunni í Lux- emborg. Hann er 63 ára gamall, rauð- hærður bjartsýnismaður, elju- maður og afkasta hinn mesti, er trúir á verk sitt án þess að nokkr um efaskugga bregði þar fyrir. Monnet er sonur franksk konj akksframleiðanda; hætti í skóla þegar hann var 16 ára gamall og átti milljónaauð, þegar hann var fertugur að aldri. Líf hans hefur verið hið ævintýraríkasta; hann hefur selt verðbréf í Wall Street, hann hefur keypt loðskinn í Kanada, rekið sænska eldspýtna verksmiðju og starfað í Wash- itngon sem brezkur sendiráðs- maður. í fyrri heimstyrjöldinni var hann yfirmaður samvinnu brezku og frönsku skipafélag- anna, í kreppunni tapaði hann fyrstu milljóninni sinni, án þess þó að verða nokkru sinni gjald- þrota. Það var að frumkvæði Monnets, sem Bandamenn pönt-, uðu fjölmargar flugvélar og her- birgðir í Bandaríkjunum, er leiddi til þess, að bandarísku vopnaverksmiðjurnar voru þeg- ar reiðubúnar að hefja fulla framleiðslu á^yfsTu mánuðum styrjaldarinnar. Eins og af æviferli hans má ráða hefur Jean Monnet öðlast mikla fjármálareynslu, er ætla má að komi honum að góðu haldi í starfi sínu. Því það mun reynast honum erfitt fyrstu mán uðina, að fá hina tregu og var- káru Bretastjórn til samvinnu og þátttöku 1 Schuman-áætluninni. — MBL. 15. ágúst Ungur íslendingur fær loflegan vitnisburð Ungur íslenzkur námsmaður, Gunnar Hermannsson frá Bakka á Tjörnesi, lauk nýlega fyrri- hlutaprófi í húsa meistarafræð- um við húsameistaraháskólann í París með mjög loflegum vitnis- burði, varð 3. í röðinni að ofan af 200 nemendum, sem p r ó f i ð þreyttu, hlaut 992 stig, en sá efsti hlaut 1008 stig. Mun fátítt—eða jafnvel einsdæmi—að útlending- ur standi sig svo glæsilega á prófi við þennan skóa. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Akureyrarskóla vorið 1950 með ágætum vitnis- burði og var þá þegar orðlagður námsmaður og ágætur teiknari. Segja kennarar hans mér, að þeir undrist ekki, að hann hljóti lof- samlegan vitnisburð með fram- andi þjóðum. Ekki er síður vert að halda á lofti afrekum á þess- um vettvangi en öðrum. Handhæg ritvél Vér getum útvegað yður rit- vél, sem þér getið haldið á, með letri yðar eigin tungu. Samið um greiðslur THOMAS & COMPANY 88 Adelaide Street West, Toronto

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.