Lögberg - 11.09.1952, Side 3

Lögberg - 11.09.1952, Side 3
3 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. SEPTEMBER, 1952 Bandarískar fjölskyldur brótt til Keflavíkurvallar Engar framkvæmdir víðar um land Rætt við bandaríska flugmála- ráðherrann Föstudagsmorguninn 8. þ. m. kom flugmálaráðherra Banda- ríkjanna, Thomas K. Finletter, hingað til lands ásamt Thor Thors, sendiherra og konum þeirra beggja. Erindi Finletters, sem er maður hálfsextugur að aldri, var að ræða við Brown- field, hershöfðingja, yfirmann varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli um ýmis mál varðandi setu liðið þar og aðbúnað þess allan. Einnig héldu þeir Thor Thors upp í Borgarfjörð og voru við laxveiðar í Hafjarðará. Trúnaðarstörf á liðnum árum Blaðamaður Morgunblaðsins hitti ráðherrann að máli skömmu áður en hann hélt heim leiðis og r a b b a ð i við hann nokkra stund. Thomas Finletter B.A., L.L.B. er lögfræðingur að menntun og hefur ritað allmargar bækur um fræðigrein sína, einkum á sviði félaga- og gjaldþrotaréttar. -- Kunnastur er hann þó fyrir starf sitt innan bandarískra flugmála og stjórnmála. Hann sat San Francisco ráð- stefnuna fyrir land sitt árið 1945 var formaður flugmálanefndar- innar bandarísku 1947, yfirmað- ur Marshall-stofnunarinnar í Englandi 1948-1950, en sama ár varð hann flugmálaráðherra. Það er eitt ábyrgðarmesta og mikilvægasta starfið innan bandarísku stjórnarinnar og á herðum hans hvílir að miklu leyti yfirstjórn hervæðingarinn- ar í Bandaríkjunum og rekstur Kóreustyrj alda^onar, er banda- ríski flugherinn á svo ríkan þátt í. — Hermannafjölskyldur til Keflavíkur Ráðherrann lét mörg vel af laxveiðiferð sinni upp í Haffjarð ará og kvaðst mikla ánægju hafa haft að dvölinni þar.—Veiddi hann þar í boði Thor Thors, sendiherra, en þeir eru gamal- kunnir síðan árið 1941 er Fin- letter gengdi störfum í banda- ríska utanríkisráðuneytinu. Mr. Finletter skýrði svo frá að viðræður sínar við yfirmann varnarliðsins og íslenzk yfirvöld hefðu borið góðan árangur.----- Varla væri hægt að leggja of mikla áherzlu á hve mikilvægt Island væri fyrir flugsamgöngur og varnir allar við Norður-At- lantshaf og því skipti það svo miklu máli að hér væru varnir sem öflugastar fyrir hendi. Ýmis áform væru nú á prjón- unum á Keflavíkurvelli og væru enp miklar framkvæmdir þar fyrirhugaðar. Miklu máli skipti, að aðbúnaður varnarliðsmann- Hinn efnilegi ungi stærðfræð- ingur Sigurður Helgason (augn- læknis Skúlassonar á Akureyri), sem hlaut gullmedalíu Kaup- mannahafnarháskóla á sl. vetri COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins anna væri sem allra beztur og væri unnið sem óðast að því, að fjölskyldur hermannanna gætu komið hingað til lands og átt sér heimili á vellinum. Aðeins á Keflavíkurflugvelli Er við spurðum ráðherrann hvort a ð r a r og meiri fram- kvæmdir væru fyrirhugaðar hér af hálfu varnarliðsins og Banda- ríkjastjórnar víðar um land, neit aði hann því og skýrði svo frá, að ekki lægju fyrir neinar áætl- anir um frekari aðgerðir fyrst um sinn. Hann kvað það og gleðja sig, að sér virtist sem sambúð varn- arliðsins við almenning færi sí- batnandi, en eðlilega væru þar mörg vandamál fyrir, sem sam- vinnu og góðvild þyrfti til þess að leysa á farsælan hátt. Talið barst að stækkun banda- ríska flughersins, sem er þáttur í endurhervæðingaráformum stjórnarinnar, og nú er sem óð- ast unnið að. Flugmálaráðherrann k v a ð Bandaríkin ekki hafa átt nema 48 flugsveitir (Wings: 60 flugv.) til skamms tíma, en unnið væri stöðugt að því að auka flugher- inn og myndi hann telja 143 flug sveitir eftir tvö ár. Sífellt væri unnið að endurbótum á flugvél- um og segja mætti, að hver upp- finningin ræki aðra. Nýjar flug- vélagerðir kæmu fram á hverju ári, er hafin væri framleiðsla á, nú síðast hin nýja tækni þrýsti- loftshreyfilsins, er opnaði víð svið til hraðra framfara í flug- málum. Nýjasta vélartegundin er bandaríski flugherinn fram- leiðir nú ber nafnið „sabre jet“ og þykir sú afburða góð orrustu- flugvél. Einnig er hafin fram- leiðsla á sérstökum næturflug- vélum, tveggja manna könnun- arvélum, útbúnum með full- komnustu ratsjám er völ er á. Reynsla Kóreustríðsins Við inntum Mr. Finnletter eft- ir því hvert álit hans væri á bar- dagahæfni bandaríska flughers- ins í Kóreustyrjöldinni, og hvort flugvélar hersins hefðu reynzt tæknilega fullkomnari en hin- ar rússnesku. Ráðherrann kvað kínsversku kommúnistana hafa yfir að ráða um 1500 rússneskum orrustu- flugvélum af gerðinni Mig-16 og væri það kjarni flughers þeirra. —Ef dæma ætti um bardaga- hæfni vélanna, þá væri það ljós- ast að geta þess, að bandaríski flugherinn hefði skotið niður 8 rússneskar vélar fyrir hverja eina, sem kommúnistarnir hefðu komið fyrir kattarnef. Til þess að sýna þó fulla sanngirni, væri rétt að geta þess, að þetta væri þó ef til vill ekki fyrst og fremst fullkomnari flugvélum að þakka heldur væru bandarísku flug- mennirnir stórum leiknari en fyrir ritgerð um stærðfræðileg efni, fór vestur til Ameríku 25 þ. m. til framhaldsnáms. Hlaut Sig- urður námsstyrk er menntamála ráðuneyti Bandaríkjanna veit- ir, og mun stunda framhaldsnám við Princeton-háskóla. Sigurður varð stúdent frá Akureyrarskóla 1945, dvaldi við Háskóla íslands 1945-46 og við Kaupmannahafn- arháskóla 1946-1952, Hann hefir vakið mikla athygli við Kaup- mannahafnarháskóla fyrir náms afrek, einkum á sviði stærð- fræði. Aðrir íslenzkir náms- menn, sem hlotið hafa náms- styrki frá menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna að þessu sinni eru Haukur Clausen og Ásgeir Pétursson og eru þeir einnig farnir vestur um haf. — DAGUR, 30. júlí andstæðingar þeirra. Bandaríski flugherinn hefur öðlazt mikla og dýrmæta reynzlu í eldhríð Kór- eustyrjaldarinnar, sagði ráð- herrann, en þó er nytsemi henn- ar að nokkru takmörkuð sökum þess hve landssvæðið er lítið, sem barist er á. Flugmálaráðherrann kvað end- urreisnarstarfið í Evrópu ganga vonum framar og hefði þar Mar- shallhjálpin átt drjúgan þátt í. Því mælti þ>ó ekki gleyma, að bandarískur almenningur hefði orðið að bera miklar skattabyrð- ir, bæði sökum efnahagsaðstoð- arinnar og einnig þess fjármagns er Bandarfkin veita til hernaðar aðstoðar Evrópuríkjanna á veg- um Atlantshafsbandalagsins. Væri nú 18% af skatttekjum landsins varið til hernaðarþarfa. En því væri eins með þetta framlag Bandaríkjaþjóðarinnar varið sem framlagi íslendinga, er léðu Atlantshafsbandalaginu völl sinn til hersetu, að það væri gert í þágu friðarins í heimin- um, til sameiginlegra varna Evr- ópuþjóðanna gegn öllum árás- um. Að endingu leituðum við eftir því hjá ráðherranum hvorn for- setaframbjóðandann hann teldi sigurstranglegri í bandarísku forsetakosningunum, 4. nóvem- ber n.k. \ Hann kvað það vera almenna skoðun vestanhafs, að í framboði væru tveir ágætir hæfileika- menn, er báðir myndu verða vel að sigrinum komnir. Þó væri sér engin launung á því að hann styddi Adlai Stevenson, og ósk- aði honum hins bezta, gengis í kosningunum. Og með þessum fylgis- og spádómsorðum um það mál, er nú tekur hug Bandaríkj- amanna allan, lauk ráðherrann máli sínu. Bandaríski kvikmyndatöku- maðurinn og fyrirlesarinn Hal Linker kom hingað til lands með síðustu ferð Gunllfaxa frá Lund únum ásamt konu sinni, Höllu Guðmundsdóttur frá Hafnarfirði og ársgömlum syni þeirra. Með sömu flugvél komu um 12 plönt- ur af Hawaiska kaffirunnanum „Kona-kaffi,“ sem vex utan í hlíðum eldfjallsins mikla Mauna Loa, er gaus fyrir aðeins þrem- ur árum. Eru kaffiplöntur þess- ar gjöf frá Hr. Linker til heim- lands konu hans. Góð landkynning Hal Linker er íslendingum að góðu kunnur. Hann ferðaðist um landið fyrir tveimur árum og tók þá litkvikmynd, er hann nafni „Sunny Iceland“ og hefur hann sýnt hana bæði hér á landi og víða um heim. Myndin þykir ein hin allra bezta Islandskvik- mynd, sem tekin hefur verið og hefur hún hlotið mikið hrós m. a. í bandarískum blöðum, en þar sýndi Mr. Linker myndina víðs- vegar um landið s.l. vetur. Hann hefur nú bætt myndina og aukið hana að miklu leyti með köflum er hann tók hér á landi í fyrrasumar, m. a. af sýn- ingum Rigólettós í Þjóðleikhús- inu. Kynntist kaffi Hawaibúa í júníbyrjun lagði Hal Linker af stað með fjölskyldu sína frá Los Angeles og var ferðinni heit ið til Pakistan, til myndatöku, þar í landi. Á leiðinni kam hann við á Hawai og kynntist þá kaffi tegund þeirri sem íbúar eyjanna Rússar reiðir Finnum Deila hefir risið milli stjórna Finna og Rússa varðandi sendi- sveitarbústað, sem Rússar vilja ekki taka upp í stríðsskaðabætur af Finnum. Þegar Rússar gerðu loftárásir á Helsinki haustið 1939 varð sendisveitarbygging þeirra fyrir sprengjum, svo að hún eyðilagð- ist. Þegar friður var saminn að lokinni heimsstyrjöldinni síðari, var það sett inn í sáttmálann að Finnar skyldu byggja sendisveit- arbústað fyrir Rússa í borginni, og skyldi hann vera hluti af skaðabótagreiðslum Finna. Byggingin er byggð sam- kvæmt teikningum, sem Rússar lögðu sjálfir til, svo sendu þeir byggingarmeistara, sem átti að hafa eftirlit með framkvæmd- um. Tveim mánuðum síðar var hann hins vegar kallaður aftur til Moskvu, og fréttist svo ekki annað af honum, en að hann hefði andazt þar. Þykir bygging- in harla ljót, en áætlað var í fyrstu, að hún mundi kosta 75 milljónir marka. Nú er hins veg- ar svo komið, að kostnaðurinn verður um milljarður marka eða þrettán sinnum meiri en ætlað var (eða um 75 millj. kr.). Þá hafa Rússar og kommúnist- ar í Finnlandi einnig verið aéfir, síðan haldinn var hátíðlegur minningardagur finnska hersins nýlega — í fyrsta sinn síðan 1939. Kalla þeir þetta, að fasismi sé að kvikna í Finnlandi. Ekki vita menn, hvort það er vegna þessa, að rússneskt stór- skotalið á Porkkala-skaga við Helsinki hefir haft miklar skot- æfingar upp á síðkastið. rækta, en þeir flytja ekkert kaffi inn frá öðrum þjóðum. Kaffi- runni þessi vex í eldfjallajarð- vegi og eru gæði kaffisins mikil, að því er sagt er. Mr. Linker kom til hugar, er hann kynntist kaffi þessu ,hvort hér á landi væru ekki skilyrði til þess að rækta runna þennan í gróðurhús um, þar sem jarðvegurinn væri að miklu svipaður og í eldfjalla- landi Hawaieyjanna. Velviljuð fyrirgreiðsla Náði hann sambandi við Há- skólann í Honolulu og ríkis- stjórn eyjanna, er tóku vel mála leitun hans. Plönturnar voru síðan sendar með flugvél frá flugfélagi Filippseyja til Lund- úna og þaðan með Gullfaxa hing að til lands eftir 8 daga ferð. Brugðust flugfélög þessi mjög vel við og önnuðust alla fyrir- greiðslu máls þessa endurgjalds laust. Gróðurselt í Hveragerði í dag verðu kaffiplöntur þess- ar síðan settar niður í gróðurhús Unnsteins Ólafssonar í garð- yrkjuskólanum í Hveragerði og verður gaman að sjá hve til tekst um ræktun þeirra þar. Enn er auðvitað alltof snemmt að spá nokkru um árangur þess- arar fyrstu tilraunar til þess að rækta kaffi hér á landi, en runni þessi mun aldrei áður hafa verið fluttur til annarra landa. Mr. Hal Linker á þakkir skild- ar fyrir framgang sinn og frum- kvæði að þessu máli. —1 MBL. 14. ágúst ICELANDIC RECORDS imported on ##HIS MASTER#S VOICE## are available . . . Write for your FREE Icelandic record catalogue. We carry the most complete record stock in Canada—in every language—on all three speeds: ‘78’ — ‘45’ — ‘33ys’. Write us your requests, or send for FREE catalogue—please state language, type of music, etc. o4iinCRMaNS MUSIC 714 College Street SNIUtnn HALL TORONTO 4, Ontario All shipments are sent via C.O.D.—carefully packaged and insured against breakage. Sigurður Helgason við framhaldsnám hjá Princeton-háskóla G. G. S. —'VÍSIR, 7. ágúst Kaffiplöntur færðar Garðyrkjuskólanum í Hveragerði að gjöf Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. út- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone »2-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK, RELIABLE SERVICÉ DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. Phones: Office 26 — Res^g30 Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrætSingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 84 3 SherbrObk St. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnað 1894 Slmi 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Offíce 93-3587 Res. 40-5904 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Building 364 Main St. WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út meS reykum.—SkrifiS, símiö til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar: 3-3744 — 3-4431 J. WILFHID SWANSON 8t CO. Insurance in all its branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Creators oj Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave., Winnipeg PHONE 74-3411 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE i. M. INGIMUNDSON Ashphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 Sérfrœöingar i öllu, sem aö útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjári Licensed Embalmer Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMER^ET BUILDING Tglephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3861 Heimasími 40-3794 Comfortex the new sensation for the modem girl and woman. Call Lilly Matthews. 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated Minnist CETEL í erfðaskrám yðar. PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicilors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT Blk. Sími 92-5227 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Kaupið Lögberg

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.