Lögberg


Lögberg - 11.09.1952, Qupperneq 4

Lögberg - 11.09.1952, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. SEPTEMBER, 1952 Lögberg GefiÖ út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift rltstjúrans: EDITOR LÖGBERG,- 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Merkum áfanga náð Lögberg skýrði frá því í fyrri viku, að nú væri að því komið að íslenzka kensludeildin við Manitobahá- skólann tæki til starfa; vitaskuld kom fregnin engum þeim á óvart, er með framvindu málsins hafa fylgst, en engu að síður mun hún hafa vakið almennan fögnuð meðal íslenzka kynstofnsins, því milli draums og stað- reyndar, er tíðum breitt djúp staðfest. Draumur landnemans um traust og varanlegt varnarvígi íslenzkri tungu og bókmenningu til lang- lífis í þessari álfu, er nú orðinn að ómótmælanlegum veruleik, sem víst má telja að með tíð og tíma verði ættstofni okkar beggja vegna hins breiða hafs til marg- háttaðrar blessunar, og auki jafnframt að nokkru á menningu þeirra þjóða, sem við búum með, og hefir þá ekki verið til einskis barist. Róm var ekki bygð á einam degi og það verður heldur ekki deildin okkar við Manitobaháskólann; hér er um gróðrarstöð að ræða, er skapa á skilyrði fyrir því, að íslenzkur ungvlður fái í menningarlegum skiln- ingi þroskast upp í laufþrungin tré, er frá ári til árs stækki limríkt landnám sitt. Að nokkurar kröfur verði gerðar til hinnar nýju kensludeildar, verður eigi dregið í efa; allar slíkar kröf- ur verða þó að grundvallast á réttsýni og bróðurhug með það markmið eitt fyrir augum, að verða eins sam- huga um stuðning okkar við deildina og við urðum um fjársöfnunina varðandi stofnun hennar, og mun þá vel fara. Við íslendingar eigum góðan hauk í horni þar, sem Dr. Gillson, forseti háskólans á í hlut; mann, sem kynst hefir persónulega íslenzkum fornbókmentum og dáð þær að verðugu; afskipti hans af kenslustólsmálinu hafa jafnan verið hin drengilegustu og blásið því byr í segl; forustu slíks ágætismanns er gott að hlíta. í tilkynningunni um námskeiðin í íslenzku við Manitobaháskólann komst Dr. Gillson svo að orði: „Þessi kensla í hinu lifandi íslenzka máli, er höfuð- verkefni kensludeildarinnar. Hún táknar upphaf að starfsemi innan vébanda háskólans, sem vér óskum að með tíma megi fá þann vöxt og viðgang, sem vonir manna standa til.“ Þessi orð getum við öll gert að okkar eigin orðum. Um hinn nýja formann hinnar íslenzku kenslu- deildar, prófessor Finnboga Guðmundsson, er óþarft að fjölyrða; öllum eru þegar kunnir góðir hæfileikar hans og áhugi; hann hefir dvalið meðal okkar árlangt, heimsótt meginþorra íslenzkra bygðarlaga í álfunni, og hvarvetna sakir prúðmensku sinnar og háttvísi, ver- ið aufúsugestur; góðspár íslenzka mannfélagsins verða honum samfara inn í hans virðulega, en vandasama embætti. Það er hlutverk presta að vitna í Biblíuna án þess að innviðagildi hennar rýrni við það eða raskist á nokkurn hátt; svo er jafnan um þau orð, sem sígild eru; við leikmennirnir vitnum í kvæði, sem okkur þykir vænt um, við gerum þetta ef til vill oft, enda er góð vísa sjaldan of oft kveðin; ég hefi hvað ofan í annað vitnað í vísu þá, sem hér fer á eftir og þykir hún æ því fegurri, sem ég les hana oftar; hún mætti vel kallast ástaróður til íslenzks máls og þar af leiðandi á hún brýnt erindi til þeirra allra, er vilja glöggva sig sem best á því hvað það í rauninni tákni, að eiga að móðurmáli jafn göfuga og tigna tungu og íslenzkuna; dg þetta á heldur aldrei betur við en nú, er stórir hlutir eru að gerast í lífssögu okkar, svo sem stofnun kensludeildarinnar óneitanlega ber vitni um: Og feðratungan tignarfríð — hver taug mín vill því máli unna; þess vængur hefst um hvolfin víð, þess hljómtak snertir neðstu grunna; það ortu guðir lífs við lag, ég lifi í því minn ævidag og dey við auðs þess djúpu brunna. Mikið skuldar íslenzka þjóðin Einari Benedikts- syni fyrir þetta óumræðilega fagra stef, og mikið skuldar hún þeim öllum, er sannað hafa í verki trúnað sinn við íslenzka tungu og báru til þess gæfu, að unna henni hugástum og fóru ekki með það í felur. Athygli skal að því leidd, að á forsíðu þessa blaðs birtist í enskri þýðingu áminst tilkynning um tilhögun íslenzkukenslunnar þeim til glöggvunar, er eigi njóta sín á íslenzku máli. Ætlaði heim 1909, en fékk þá sem entist í 37 ár Rabbað við GÍSLA JÓNSSON, rilsljóra Tímarils Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi „smápöntun", Undanfarna mánuði hefir dvalið hér góður gestur úr hópi Vestur-íslendínga, Gísli Jónsson, ritstjóri frá Winnipeg. Hann hefir dvalið vestan hafs um nær hálfrar aldar skeið, var einn úr fjölmennum hópi harðfengra vesturfara, sem lögðu leið sína til Kanada árið 1903. Gísli Jónsson er 76 ára gamall, en þess verður þó ekki vart, að aldurinn sé þetta hár, hvorki í fasi né tali. Hann er léttur í víð- ræðum, athugull, kíminn og skemmtilegur í bezta lagi. Hann er bróðir Einars Páls Jónssonar, ritstjóra Lögbergs í Winnipeg, fæddur að Háreksstöðum á Jökuldalsheiði í Norður-Múla- sýslu. Vísir hitti Gísla að máli og rabbaði við hann stundarkorn, því að ekki er seinna vænna, með því að hann er á förum aftur vestur um haf. Hann fer að þessu sinni með flugvél, eða með talsvert nýtízkulegri hætti, en þegar hann hvarf héðan af landi burt fyrir 49 árum. Hann var prentari að iðn, stundaði fyrst prentverk við „Stefni“, blað Björns Jónssonar á Oddeyri, og þegar vestur kom, hélt hann því starfi áfram, fyrst fyrir sjálfan sig, og hafði þá ekki mikið umleikis fyrstu 5—6 árin. Það var eins konar „bedroom- shop“, eins og það var nefnt, en það táknar, að Gísli var með pressuna, leturkassann og aðrar tilfæringar í faginu í lítilli kytru, sem hann bjp í. Ætlaði að snúa heim afiur „Árið, sem ég fór vestur, munu þeir hafa verið nálægt þúsundi, sem leið sína lögðu vestur um haf,“ segir Gísli. „Margt af þessu fólki, eða flest, voru dugnaðarmenn, en þá var þröngt í búi hér heima fyrir, og menn fýsti að leita gæfunnar hér vestra. Við vorum á 6. hundrað íslendingar, sem fórum vestur um haf frá Englandi með hafskipi frá C. P. R.-félaginu, og langflestir fóru til íslendinga- byggðanna í Winnipeg og ná- grenninu. Gísli Jónsson Óbyrlega blés í fyrstu, að því er Gísli segir, og var hann kom- inn á fremsta hlunn með að snúa heim aftur árið 1909. Þá kom fyrir smáatvik, sem varð þýð- ingarmikið í lífi hans. Hann hafði haft ýmis smáverkefni með höndum fyrir líftrygginga- félagið Great West Life Insur- ance Company, og var auk þess tryggður hjá því. Þangað labbaði Gísli skömmu áður en hann hugðist fara heim, og sagði við mann þar, hvort hann hefði ekki „myndarlega pöntun“ handa sér, áður en hann færi alfarinn. „Jú — það var „smá-pöntun“ handa honum, en hún entist Gísla til ársins 1946, eða í 37 ár, því honum var falið að standa fyrir rekstri eigin prentsmiðju félagsins, sem komið var á fót. Voru lengst af 10 manns í þjón- ustu Gísla í fyrirtæki þessu, sem gerði ekki annað en prenta ýmis- legt fyrir líftryggingarfélagið. Gísli gerist ritstjóri Árið 1940 tók Gísli við rit- Ný Ijóðabók Davíð Björnsson: RÓSVIÐIR . Ljóðmæli . The Columbia Press Limited, 1952 Það er nú orðið all-langt síðan, að ritstjóra Lög- bergs barst þessi fyrsta ljóðabók Davíðs Björnssonar að gjöf með vinsamlegri áritun frá höfundínum; hennar hefði að vísu átt að vera getið nokkru fyr, en ef satt skal segja, hafa erilsamir tímar ritstjórans, öðru frem- ur, valdið drættinum. Kaup íslenzkra bóka hafa, illu heilli, farið tilfinnan- lega þverrandi hin síðari ár hér vestan hafs, og mun þetta þó ná einna mest til ljóðabóka; þær sýnast ekki eiga upp á pallborðið hjá almenningi eins og hugsunar- hætti hans nú er komið; þetta er því ömurlegra sem vitað er að íslenzkt ljóðform er eiQ sú glæsilegasta íþrótt, sem um getur í sögu mannsandans. Eftir að hafa kynt mér eins vandlega og framast var unt Rósviði Davíðs, gat ég hugsað mér að höfundi þeirra hefði verið farið líkt og Páli Ólafssyni, er hann lét svo um mælt: „Ég yrki mér til hugarhægðar, en hvorki mér til lofs né frægðar.“ Áminst ljóðmæli bera þess glögg merki, að höfundi hefir verið í því mikil hugarhægð að fella þau í stuðla; kemur þetta glegst í ljós í kvæðunum, sem helguð eru konu hans, því undirtónn þeirra er mildur og laðandi; bókin hefst á mjúkstrengjuðu kvæði, „Til þín,“ og er þetta fyrsta erindið: „Mig brestur orð og algengt mál að yrkja ljóð til þín. Þú hefir borið söng í sál og sólskin inn til mín.“ EkM er hér um stórbrotin kvæði að ræða, ekkert, er minni á „arnsúg í flugnum.“ Engu að síður ómar í mörgum kvæðanna ljóðrænn strengur, sem engum verður eftirsjá í að kynnast; ljóðin mótast af mannrækt og ómengaðri ást til íslands. Frágangur bókarinnar er um alt hinn vandaðasti og nær það jafnt til pappírs, prentunar og bands. Rósviðir kosta í fallegu bandi $4.50 og fást hjá höfundinum í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. stjórn Tímarits Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi af Rögnvaldi Péturssyni, sem lézt það ár, og hefir það starf með höndum enn í dag, en þetta rit er aðal-tímarit íslendinga vestra, bókmenntalegs eðlis. Er þetta hið merkasta rit, sem unnið hef- ir íslenzkri menningu hið mesta gagn vestan hafs, eins og alkunna er. Sama ár og Gísli lét af störf- um í prentsmiðju líftrygginga- félagsins, 1946, missti hann konu sína, sem einnig var ís- lendingur og fædd hér heima, Guðrúnu Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal. Var hún hin mikilhæfasta kona, rit- höfundur og fyrirlesari. Lagði hún einkum fyrir sig smásagna- gerð og liggja eftir hana þrjár bækur. Þau hjón eiga fjögur börn á lífi: Helga Johnson, prófessor í jarðfræði við Rutger University í New Jersey í Bandaríkjunum, og þrjár dætur. Bergþóra heitir ein þeirra, gift Robson mála- færslumanni í Montreal, önnur er Gyða, gift Hurst yfirverk- fræðingi Winnipeg-borgar, en hin þriðja er Ragna, gift St. John, lyfjafræðingi og bæjar- ráðsmanni í Winnipeg. Gísli hefir komið heim einu sinni síðan hann fór héðan 1903, en það var árið 1927, með Brúar- fossi, sem þá var nýsmíðaður. Þeir voru skólabræður í Möðru- vallaskóla veturinn 1896, Páll heitinn Steingrímsson, ritstjóri Vísis, og Gísli. Sagði Gísli svo frá að hann hefði komið upp á skrifstofu Vísis, eftir 31 árs fjar- veru frá landinu, að hitta Pál. Baldur heitinn Sveinsson, sem Gísli hafði hitt vestra, var þá blaðamaður við Vísi. Baldur tjáði Páli, að kominn væri Eng- lendingur, sem vildi tala við hann. Páll anzaði: „Þú talar við hann fyrir mig, þú ert lipurri í enskunni en ég.“ Baldur svaraði: „Nei, hann vill tala við þig.“ Síðan gekk Gísli inn, en Páll einblíndi á hann stundarkorn, þar til hann áttaði sig á, að þarna var kominn skólabróðir hans, sem hann hafði ekki séð í þrjá áratugi. Talið berst að því, að margir Vestur-íslendingar nái háum aldri, enda hraustleikafólk. Þá segir Gísli frá Guðmundi nokkr- um í Norður-Dakota. Hann var orðinn 105 ára gamall, en varð fyrir þeirri sorg að missa son sinn. Þá mælti gamli maðurinn: „Ekki verður sagt, að aldurinn hafi orðið drengnum að meini,“ en „drengurinn" var kominn yfir áttrætt. Margt er breyii hér heima Gísla finnst margt hafa breytzt hér, ótrúlega margt, á þessari hálfu öld, sem liðin er, frá því hann fluttist vestur. „Hér hefir meira verið gert, en nokkurn gat grunað. Þetta er gífurlegt átak fyrir ekki fjölmennari þjóð. Mest þykir mér þó um vert, að verzl- un og iðnaður skuli nú vera í höndum íslendinga. Þá þykir mér stórmikið til nýræktar og skóggræðslu koma. Sérstaklega var ég hrifinn af því, sem ég sá á Hallormsstað, og mikill er munurinn þar nú og árið 1927, er ég kom þangað snögga ferð.“ Gísli Jónsson er góður og gegn fulltrúi íslendinga og íslenzkrar menningar í hinu víðáttumikla landi vestan hafs. Hann er einn þeirra, sem heldur merkinu hátt á loft, nýtur vinsælda og virð- ingar í hinu nýja heimalandi sínu, en gleymir þó ekki æsku- stöðvunum á Fróni. Héðan fylgja Gísla beztu óskir og kveðjur til landa okkar vest- an hafs, bæði þeirra, sem helzt er að finna við Sargent-götu, og annars staðar, þar sem íslenzka menn er fyrir að hitta í Winni- peg og breiðum byggðum Kanada. Thorolf Smiih —VISIR, 3. sept. Frétfrir frá íslandi Framhald af bls. 1 verksmiðjunnar í Gufunesi. — Framlag þetta er óafturkræft. ☆ Héruð öll frá Hvalfjarðarbotni að Ytri-Rangá hafa verið sauð- laus eftir niðurskurð frá því í fyrrahaust og verða í haust flutt rösklega 24.000 líflömb á þetta svæði, flest úr Þingeyjarsýslu. Þá hefir verið ákveðið að lóga í haust öllu sauðfé á svæðinu frá Ytri-Rangá austur að Mýrdals- sandi og lýkur þar framkvæmd áætlunar um skipulögð fjárskipti vegna mæðiveikinnar, en byrjað var í Þingeyjarsýslu haustið 1944. Hefir þá verið skipt um fjárstofn á meira en helmingi landsins, eða frá Jökulsá á Fjöll- um vestur og suður um land að Mýrdalssandi að Vestfjarða- kjálkanum undanteknum. Segja má að fjárskiptin hafi lánast mjög vel til þessa og standa von- ir til þess að mæðiveikinni verði útrýmt með þessum hætti. — Á Austurlandi eru aðrir sauðfjár- sjúkdómar, aðallega garnaveiki, sem gert hefir mikinn usla, og er nú helzt treyst á bóluefni til út- rýmingar henni. Bóluefni þetta er framleitt í Tilraunastöðinni á Keldum. ^ ☆ Reiknaður hefir verið út verð- lagsgrundvöllur landbúnaðar- afurða, sem taka á gildi 1. sept- ember og hækkar hann um 12,3%, aðallega vegna hækkunar á kaupi. ☆ Á árinu 1951 voru grafnir með 43 skurðgröfum skurðir, sem samtals eru 490 kílómetrar á lengd og að rúmtaki tæpar tvær milljónir teningsmetra. Kostn- aður á teningsmetra varð að meðaltali 2 krónur og 73 aurar. Langsamlega flestir þessara skurða voru gj^fnir vegna tún- ræktar og rúmlega tveir þriðju þeirra með skurðgröfum véla- sjóðs. ☆ Ákveðið hefir verið að koma á fót heildarspjaldskrá yfir alla íslendinga og eru vélar til þess komnar fyrir nokkru til lands- ins og verða reknar sem sjálf- stætt fyrirtæki, en í upphafi verða Hagstofa íslands og Raf- magnsveita Reykjavíkur aðal- notendurnir. Hagstofan annast vinnu við heildarspjaldskrána, sem verður byggð á manntalinu 1950, en aðrir þátttakendur í kostnaði við verkið verða fjár- málaráðuneytið, vegna skatta- álagninga og skattinnheimtu, Reykjavíkurbær, Trygginga- stofnun ríkisins og Berklavarnir ríkisins. Sú deild Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, sem fæst sérstaklega við berklarannsókn- ir, hefir ákveðið að verja á þessu ári allt að 8000 dollurum til heildarspjaldskrárinnar, þar sem allar berklarannsóknir yrðu færðar frá ári til árs. Fjárhags- aðstoð þessi er innt af hendi þrátt fyrir það, að Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin beinir nú aðallega aðstoð sinni til þeirra þjóða, sem skemmra eru á veg komnar í baráttu sinni við berklaveikina, en íslendingar eru. Ákvörðun stofnunarinnar um aðstoð þessa mun eingöngu tekin með tiljiti til hinna víð- tæku berklarannsókna, sem hér hafa verið gerðar á undanförn- um árum, hins óvenjulega ár- angurs sem náðst hefir, og auk þess sérstakra ástæðna, sem hér eru fyrir hendi til rannsókna og athugana á ýmsum þeim vanda- málum, sem Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin fæst nú við að leysa á þessu sviði. ☆ Aðalfundur Prestafélags Suð- urlands er haldinn í Grindavík 1 dag og á morgun og í sambandi við hann messuðu prestar úr félaginu í ýmsum kirkjum á Suðurnesjum í dag. Aðalmál Framhald á bls. 5

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.