Lögberg - 11.09.1952, Síða 6

Lögberg - 11.09.1952, Síða 6
0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. SEPTEMBER, 1952 Langt f Burtu frá Heimsku Mannanna Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi Berðu glasinu í borðið, þegar að þú vilt fá meira vín; kallaðu þegar þú vilt fá tóbak og þegar að þú vilt tala við þjónustustúlkuna þá kallar þú „stúlka“; það sama þegar þú kallar á húsmóðurina; þegar þú vilt fá að tala við hús- bóndann þá kallarðu „Old Soul“ o. s. frv. Það glaðnaði yfir Joseph þegar að hann sá „skiltið, og þegar að hann kom að því stansaði hann og bjó sig undir að fullnægja áformi sínu, sem að hann hafði tekið löngu áður, því að hann var orðinn magnþrota og dauðþreyttur. Hann leiddi hestinn á grænan grasblett og fór inn í veitingahúsið til þess að fá sér ölkollu. ^ Hann fór inn í eldhús; gólfið í því var einu feti lægra, en gólfið í gangi aðalhússins, sem var einu feti lægra en vegurinn fyrir utan. Þegar að hann kom þar inn; hvað skyldi hann sjá til að létta lund sína annað en hin veður- börnu andlit á hr. Jan Coggan og hr. Mark Clark. Þessir þurrkverkuðustu menn af þeim, sem heiðarlegir gátu kallast, sátu sitt hvoru megin við borð, sem stóð á þremur fótum með járngjörð utan um til að varna ölkollunum frá því að velta út af borðinu. Það hefði mátt líkja þeim við sólarlag og skin frá fullu tungli, sem sendi birtu sína á víxl yfir jörðina. „Jæja, er það þá ekki Poorgrass!“ sagði Mark Clark. „Ég er viss um að þú hefir ekki neinu happi að hrósa yfir borðhaldi húsmóður þinnar, Joseph?“ Á veitingahúsi þessu fylgdi fólk hinum fornu siðum, sem voru svo rótgrónir að út af þeim var aldrei breytt. Þeir voru þessir: „Ég hefi haft mjög fölann förunaut," sagði Joseph í óstyrkum rómi, sem að hann reyndi að gera auðmjúkan. „Og satt að segja, þá var það farið að hafa stórmikil áhrif á mig. Ég get full- vissað ykkur um það, að ég hefi ekki smakkað matarbita síðan í morgun og þá ekki nema eins og lítinn rekjubita.“ „Drekktu þá Joseph og vertu ekki að draga það við þig,“ sagði Coggan og rétti honum stóra ölkönnu, sem var nærri full. Joseph tók við könnunni, setti hana á munn sér og teygaði nokkuð úr henni og sagði svo: „Þetta var ágæt hressing, sem ég þurfti sannar- lega með á þessari raunaferð minni, svo að ég komist þannig að orði.“ „Það er satt, drykkur er geðþekk svölun,“ sagði Jan, eins og sá sem endturtekur sann- leika, sem að er orðinn honum svo tamur, að hann tekur ekki eftir því, og lyfti glasinu. — Coggan reisti hægt upp höfuðið með aftur aug- un, svo að þrá sálar hans væri ekki trufluð eina mínútu af óskyldum atriðum eða umhverfi. „Jæja, ég verð að halda áfram,“ sagði Poor- grass. „Það er samt ekki svo að skilja, að mér þætti ekki gott að taka annan drykk með ykk- ur; en fólkið missti máske traust á mér, ef að ég sæist hér.“ „Hvert ætlar þú þá að halda í dag, Joseph?“ „Til Weatherbury. Hún vesalings litla Fanny er í vagninum úti og ég verð að vera kominn með hana að kirkjugarðshliðinu þegar klukkuna vantar þrjú kortér í fimm.“ „Já, ég hefi heyrt um það. Svo að það er búið að negla utan um hana sveitafjalir eftir allt, og enginn til að borga klukkutollinn eða hálfa krónu fyrir gröfina.“ Söfnuðurinn borgar þessa hálfu krónu fyr- ir gröfina, en ekki klukkutollinn, því að klukku- hringingarnar er munaður; en vesalings líkam- inn getur naumast án grafar verið. En ég á nú samt von á, að húsmóðirin borgi það allt saman.“ „Fallegasta stúlka, sem að ég hefi nokkurn tíma séð! En hvaða asi er á þér, Joseph? Þú mátt eins vel setja þig niður rólega og drekka úr öðru glasi með okkur.“ „Ég hefi ekki á móti því að taka eilítinn dropa, svo sem eins og í fingurbjörg, það má láta sig dreyma meira, vinir. Aðeins fáar mín- útur, vegna þess að það er nú eins og það er.“ „Auðvitað færðu þér annan dropa. Maður er hálfu meiri maður á eftir. Það hlýjar þér og örvar, svo að þú hamast við verk þitt, og allt gengur undan þér eins og í ofsaveðri. Of mikil vínnautn er slæm og leiðir til hornótta manns- ins í reykhúsinu; en þegar allt kemur til alls, þá eru það ekki margir, sem hafa hæfileika til að njóta verulegrar bakkusarbleytu, og þar sem okkur er lánað sérstaklegt þrek til þess, þá ættum við að gjöra okkur sem mest úr því.“ Alveg satt,“ sagði Mark Clark. „Það er eðlisgáfa, sem að drottinn af náð sinni hefir veitt okkur og hana ættum við ekki að trassa. En hvað skal segja um prestinn, skrifarana, skólafólkið og þessi alvarlegu tedrykkjusam- sæti, hinir gömlu, skemmtilegu og góðu lifnað- ar hættir eru farnir í hundana, sem að ég er lifandi maður, þá hafa þeir gert það!“ „Ég verð nú virkilega að fara og halda áfram,“ sagði Joseph. „Sussu Joseph! Hvaða heimska! Vesalings konan er dauð, er hún ekki, og til hvers er þá fyrir þig að flýta þér!“ „Ég vona að hamingjan snúi ekki við mér baki fyrir gjörðir mínar,“ sagði Joseph og sett- ist niður. „Ég verð að viðurkenna, að ég hefi ekki verið sterkur á svellinu við og við undan- farið. Ég hefi verið drukkinn einu sinni áður í þessum mánuði og ég fór ekki til kirkju á sunnudaginn var, og mér varð á að blóta einu sinni eða tvisvar í gær; svo að ég vil ekki ganga lengra en góðu hófi gegnir fyrir mig í því. — Næsta tilveran er næsta tilveran og varasamt að henda henni frá sér í ógætni.“ „Ég held að þú sért kapelluþjónn, Joseph. Svo sannarlega held ég það.“ „Ó, nei, nei! Ég geng ekki svo langt!“ „Hvað mig snertir,“ sagði Coggan, „þá er ég ákveðinn safnaðarmaður í ensku kirkjunni.*' „Og hvað mig snertir,“ sagði Mark Clark, „þá er ég það líka.“ „Ég raupa ekki mikið af sjálfum mér, ég vil ekki gera það,“ sagði Coggan með tilhneig- ingu til að rökræða málin, eins og sá, sem er undir áhrifum Barley-Corns (öláhrifum). „En ég hefi aldrei breytt um eina einustu trúar- kenningu, verið staðfastur við mína barnatrú. Já, það er hægt að segja það fyrir kirkjuna, að maður getur heyrt henni til, og notið gleði og friðar á því andlega heimili sínu, án þess að brjóta heilann um eða ergja sig út af nokkr- um kirkjukenningum eða trúar-grundvallar- atriðum. En til þess að vera samkomustjóri, þá verður þú að sækja kapellu í hvaða veðri sem er og hamast þar eins og háðfugl. Það er ekki þar með sagt, að þessir kapellufélagar séu ekki vel gefnir, sumir þeirra eru það og geta þulið bænir út úr sínu eigin höfði um skyldulið sitt og slys, sem þeir hafa lesið um í blöðunum." „Það geta þeir — það geta þeir!“ sagði Mark Clark með ákveðnu samþykki, „en við kirkjumennirnir, sjáið þið, verðum að hafa það allt þrennt fyrir framan okkur, eða fari það kollótt, að við vissum nokkurn skapaðan hlut hvað við ættum að segja við annan eins herra og Guð er.“ „Kapellufólkið er handgengnara þeim þarna uppi heldur en að við erum,“ sagði Joseph hugs- andi. „Já,“ sagði Coggan. „Við vitum mikið vel, að ef að nokkrir fara þangað, að þá eru það þeir. Þeir hafa unnið vel fyrir því og eiga það skilið, slíkt sem það er. Ég er ekki svo heimsk- ur, að ég láti mér detta í hug, að við, sem höld- um okkur við kirkjuna höfum sama tækifæri og þeir, vegna þess, að við vitum að við höfum það ekki. En ég hata hvern þann, sem skiptir um trú sína aðeins til þess, að komast 1 himpa- ríki. Ég vildi eins vel snúast og bera konungs- vitni fyrir fáein pund eins og að fást fyrir það. Ég skal segja ykkur, kunningjar, að þegar hver einasta kartafla, sem að ég átti, var frosin og ónýt þá gaf presturinn okkar, hann séra Thirdly, mér poka af útsæðiskartöflum, þó að hann hefði naum*st nóg eftir handa sjálfum sér, og enga peninga til að kaupa meira fyrir. Ef að það hefði ekki verið fyrir hann, þá hefði ég ekki haft eina einustu kartöflu til að sá í garðinn minn. Haldið þið að ég mundi fara að snúast eftir það? Nei, ég held mér fast við mína félagsbræður, og ef að við skildum vera rangir, þá verður það svo að vera. Ég fell þá með þeim föllnu!“ „Vel sagt — ágætlega vel sagt,“ sagði Joseph. — „Ég verð nú samt sem áður að fara, kunningjar: sem að ég er lifandi maður verð ég að gjöra það. Séra Thirdly‘bíður við kirkju- hliðið, og konan er þarna úti í vagninum." „Joseph Poorgrass, vertu ekki svona aum- ingjalegur! Séra Thirdly lætur sér standa á sama. Hann er allra bezti náungi. Honum er kunnugt um ölhneigð mína til margra ára, og ég hefi marga ölkolluna tæmt á langri og skrykkjóttri ævi; en hann hefir aldrei verið að úthúða mér fyrir eyðslusemi. — Sestu niður!“ Því lengur sem að Joseph Poorgrass dvaldi því sljórri varð áhugi hans fyrir skylduverk- unum, sem hann átti að leysa af hendi þá um daginn. Tíminn leið fljótt, og áður en varði var farið að skyggja og augu þessara þriggja manna voru eins og glóandi dílar í dimmunni. Úr Coggans sló sex, þýðlega og lágt. Rétt í þessu heyrðist hvatlegt fótatak í ganginum og Gabríel Oak kom inn til þeirra rétt á eftir og á eftir honum kom þerna eða þjónustustúlka með kertaljós í hendinni. Hann horfði hvasst á tvö kringluleit andlit, og það toginleita, sem að litu upp og á hann. Joseph Poorgrass reyndi að draga sig til baka inn í skuggann. „Ég verð að segja, að ég skammast mín fyrir ykkur; þetta er svívirðing, Joseph, svívirðing!“ sagði Gabríel reiður. „Coggan, þú kallar þig mann og hefir ekki vit á að haga þér betur en þetta.“ Coggan leit upp og horfði lengi á Oak og augun í honum opnuðust og lokuðust á víxl sjálfkrafa, eins og að þau væru ekki partar af hönum sjálfum, heldur sjálfstæðar dottandi til- verur. „Láttu þetta ekki fá svona mikið á þig, fjárhirðir!“ sagði Mark Clark og leit ávítandi augum á ljósið, sem að sýndist vekja eftirtekt hans sérstaklega. „Engin getur grandað dauðri konu,“ sagði Coggan að síðustu og beit orðin í sundur. „Allt það sem hægt hefir verið að gjöra fyrir hana hefir verið gjört — hún er úr okkar umsjá; og hví skyldi maður vera í svo miklum flýti, að maður bryti af sér tærnar fyrir líflausa mold, sem hvorki getur fundið til né séð, og veit al- deilis ekki hvað gjört er við hana? Ef að hún hefði verið lifandi, þá hefði ég viljað vera fyrsti maður til að hjálpa henni. Ef að hún nú þyrfti á mat eða drykk að halda, þá skyldi ég borga fyrir það út í hönd. En hún er dauð og enginn flýtir frá okkar hendi getur vakið hana til lífsins. Konan er úr umsjá okkar — sá tími, sem við eyðum á hana, er tapaður tími. Hví skyldum við flýta okkur að gera það, sem enga þýðingu hefir? Drekktu, fjárhirðir, og við skul- um vera vinir, því á morgun verðum við máske orðnir eins og hún — liðin lík.“ „Það getur vel komið fyrir,“ bætti Mark Clark við ákveðinn og drakk úr glasi sínu til þess að missa ekki af því, ef ske kynni að hon- um veittist ekki annað tækifæri til þess. 1 milli- tíðinni setti Jan hugsanir sínar um morgundag- in í ljóð: — Á morgun, já, á morgun! Á meðan föng og friður fylla minn hag, og frelsið og heilsan ei buga. Ég vinum miðla sem mestu í dag; á morgun þeirra er að duga. Á morgun, já, á morgun! „Halt þú hníflum þínum í skefjum, Jan!“ sagði Oak og sneri sér að Poorgrass. „Hvað þig snertir, Joseph, sem að gjörir öll þínar skamm- arstryk undir fyrirlitlegum helgihjúp, þá ert þú svo drukkinn, að þú getur naumast staðið.“ „Nei, fjárhirðir Oak, nei! Hlustaðu á skyn- samlega skýringu, fjárhirðir. Allt það, sem að mér gengur, er veikleiki, sem kallaður er augna- margföldun og hún er þannig, að ég sé allt tvöfalt — þér sýnist að ég ^é tvöfaldur — ég meira, að mér sýnist að þú sért tvöfaldur." „Augnamargföldun er mjög slæmur sjúk- dómur,“ sagði Mark Clark. „Ég fæ þetta alltaf, þegar ég er búinn að vera dálítinn tíma á opinberum veitingahúsum,“ sagði Joseph Poorgrass auðmjúkur. „Já, ég sé hlutina tvöfalda, það er: tvo og tvo af hverri tegund, eins og að ég væri heilagur maður á tíð Nóa konungs, og væri að fara inn í örkina . . . já,“ bætti hann við, mjög klökkur með mynd af sjálfum sér í huga, yfirgefnum með tárvot augu. „Ég er of góður maður fyrir England, ég ætti réttilega að vera í Genesis, eins og aðrir píslar- vottar, — og svo er ég kallaður d-d-drykkju- rútur á þennan hátt!“ „Ég vildi að þú vildir sýna ofurlítið hug- rekki, en sitja ekki þarna vílandi!“ „Sýna hugrekki? — Nú jæja, ég skal taka á móti drykkjurútsnafninu með auðmýkt — segjum að ég sé ístöðulítill — segjum það! Ég veit að ég segi — verði guðs vilji — áður en ég tek mér nokkurt verk fyrir hendur, frá því að ég fer á fætur og þangað til ég leggst niður, og ég er reiðubúinn að taka á móti öllum þeim ósóma, sem innifelst í þeim gjörðum mínum. Ó, já! .... Ekki hugrakkur? Hefi ég nokkurn tíma látið tá yfirlætisins vera borna að baki mér án þess að stynja karlmannlega og vé- fengja rétt manna til að gjöra það? Ég spyr þeirrar spurningar ósmeikur!“ „Við getum ekki sagt að þú hafir gjört það, Joseph Poorgrass,“ sagði Jan ákveðið. „Ég hefi aldrei liðið slíka meðferð án þess að mótmæla henni! En samt segir fjárhirðirinn beint ofan í þann mikilvæga vitnisbilrð, að ég sé hugleysingi! Jæja, látum það afskiptalaust. Dauðinn er sá, sem öll bönd leysir!“ Gabríel sá, að enginn af þessum þremur mönnum var fær um að halda ferðinni áfram með vagninn, það sem eftir var af leiðinni, svar- aði þessu engu, en fór út og lét dyrnar aftur á eftir sér, fór þangað sem hesturinn, með vagn- in aftan í sér, var að bíta gras. Hann lagaði beizlið upp í hestinum, hagræddi blómunum á kistunni í vagninum og fór af stað með hestinn, vaginn og líkið. Það hafði borizt smátt og smátt út um þorpið, að líkið, sem jarða ætti þá um daginn, væri allt sem eftir væri af hinni ógæfusömu Fanny Robin, sem farið hefði á eftir elleftu herdeildinni til staðar hinu megin við Melcher. En fyrir nærgætni Boldwoods og þagmælsku Gabríels hafði nafn unnustans, sem að hún hafði farið á eftir — nafnið Tray — aldrei verið opinberað. Oak vonaðist eftir að hægt væri að komast hjá því að opinbera það þangað til hlut- irnir hefðu jafnað sig ofurlítið og tekið sárasta broddinn úr þeim fréttum, áður en að Bathsheba heyrði þær. Þegar að Gabríel kom heim að húsi Bath- shebu, sem var í leiðinni til kirkjunnar, var orðið dimmt af nótt. Maður kom frá garðshlið- inu í gegnum þokuna og myrkrið og spurði: — „Er þetta Poorgrass með líkið?“ Gabríel þekkti málróm prestsins. „Líkið er hér, herra,“ svaraði Gabríel. „Ég var rétt núna að tala við frú Tray og spyrja hana hvort að hún vissi ástæðuna fyrir þessum drætti. Ég er hræddur um, að það sé orðið of seint að jarðsyngja í dag á sæmilega viðunandi hátt. Hefurðu greftrunarskírteinið, Gabríel?“ „Nei, ég á von á, að það sé hjá Porgrass, og hann er í Bucks Head. Ég gleymdi að spyrja hann um það,“ svaraði Oak. „Það gjörir þá út um þetta. Við frestum jarðarförinni þangað til í fyrramálið. Það má flytja líkið í kirkjuna, eða þá að það getur verið hér heima og líkmennirnir geta komið með það á morgun. Þeir biðu í meira en klukkutíma, en eru nú farnir heim til sín.“ Gabríel hafði ástæðu til að álíta síðara fyrirkomulagið óheppilegt, þrátt fyrir það, þó að Fanny hefði átt þar heima í nokkur ár hjá föðurbróður Bathshebu; það komu ýms óheppi- leg atriði í huga hans, sem gætu komið til greina í því sambandi. En vilji hans var ekki ein- hlýtur í því efni, svo að hann fór inn til þess að vita, hver vilji húsmóðurinnar væri í sam- bandi við þetta. Hann fann, að hún var í ó- vanalegu skapi. Hún leit tortryggnislega á hann og það var eins og að einhverjar vafasamar endurminningar væru að brjótast um í huga Fyrst var Bathsheba því samþykk, að þeir skyldu halda áfram með líkið til kirkjunnar tafarlaust, en kom á eftir Gabríel, þegar að hann fór út, og var þá búin að breytfTum skoð- un og hafði ráðið við sig, að líkið skyldi vera þar um nóttina og borið inn í stofu. Oak reyndi að sýna henni fram á, að auðveldast og heppi- legast væri að flytja líkið tafarlaust í kirkjuna, eða þá að láta vagninn með kistunni og^blóm- unum í vagnhúsið og láta það vera þar þangað til um morguninn, en það var þýðingarlaust. „Það er óvingjarnlegt og ókristilegt," sagði hún, „að skilja vesalings Fanny eftir í vagnhús- inu alla nóttina.“ „Við höfum það þá svo,“ sagði presturmn, „og ráðstöfum því, að jarðarförin íari fram snemma í fyrramálið. Það er máske rétt,, sem að frú Tray segir, að við getum ekki sýnt dá- inni félagssystur of mikla hugulsemi. Við verð- um að vera þess minnug, að þó að hún hafi máske gjört mjög rangt í því, að fara að heiman frá sér, þá er hún enn systir okkar, og við trú- um því, að hún öðlist óverðskuldaða miskunn Guðs og sé nú í hjörð Krists á himnum.“ Orð prestsins liðu út í loftið í alvöruþunga sínum, og Gabríel komst við af þeim og tár- felldi. Á Bathshebu virtust þau engin áhrif hafa. Svo skildi séra Thirdly við þau, en Gabríel fékk sér þrjá menn til að hjálpa sér til að bera kistuna inn í húsið, þar sem að þeir settu hana á tvo bekki í litlu setustofunni næst við gang- inn, eins og fyrir þá hafði verið lagt. Það fóru allir út úr herberginu nema Gabríel. Hann beið enn óákveðinn við kistuna. Hann var í þungum þönkum út af því, hvaða áhrif þessar ömurlegu kringumstæður mundu hafa á frú Trey og út af vanmætti sínum til þess að hlífa henni frá þeim. Þrátt fyrir allar varnartilraunir sínar um daginn í sambandi við greftrun hennar, þá hafði nú það, sem að hann óttaðist mest, komið fyrir. Oak óttaðist, að sú ægilega upp- götvun, sem að dagsverkið og kringumstæðurn- ar myndu að öllum líkindum leiða í ljós, yrðu til þess að varpa skugga á líf Bathshebu, sem þó áraraðirnar máske milduðu, að hún gæti al- drei losnað við. Allt í einu, eins og síðustu úr- ræði hans til að frelsa Bathshebu frá óumflýjan- legu og bráðu hugaangri, þá leit hann aftur, eins og að hann hafði áður gert, á það, sem ritað hafði verið á kistulokið. Orðin, sem þar höfðu verið rituð með krít, voru: „Fanny Robin og barn.“ Gabríel tók vasaklút sinn og þurrkaði gætilega út svö síðustu orðin, svo að eftir stóð: „Fanny Robin“. Svo fór hann út úr herberginu hljóðlega og út um framdyr hússins.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.