Lögberg - 18.09.1952, Qupperneq 2
2
LÖGBE^G, FIMTUDAGINN, 18. SEPTEMBER, 1952
Biskupsgöngin í Skálholti eru „forskálinn" sem um getur
Sturlungu af viðureign Gizurar og Órækju
Dr. Björn Sigfússon segir frá fornleifagreftrinum í Skálholti
Eins og frá hefir verið skýrt í fréttum hefir farið fram
allmikill fornleifagröftur í Skálholti, og hefir dr. Björn
Sigfússon annazt hann. Dr. Björn hefir ritað eftirfarandi
frásögn af uppgreftrinum og árangri hans fyrir Tímann.
Væntir blaðið að lesendur fagni því, að fá svo greinargóða
frásögn þess manns, er gerzt þekkir það, sem komið er í
ljós um þessar merku fornleifar.
Hví er Skálholt rústir 1952?
Svar: Af því að íslendingar
hafa ekki þurft á því að halda
utn hálfa aðra öld. — Þetta segi
ég hvorki til lofs né lasts um
menningarframfarir okkar. Og
ekki er ég á máli þeirra, sem
telja, að Skálholts vegna hefðum
við fyrir löngu átt að reisa þar
eitthvað merkilegt úr steini.
Sjálfs sín vegna þarf Skálholt
einskis, aðeins að bíða nýrra hlut-
verka í fylling tímans, og brýnna
er að hér eftir sé þar allt gert
vel en að allt sé gert fljótt. Þó
mun ekki vanþörf að leggja þar
nýja hornsteina sem fyrst.
Það, sem ég man fyrst til Skál-
holts af eigin sjón fyrir f jórðungi
aldar, um það bil sem jörðin
komst í þjóðeign á ný og Jör-
undi bónda var fyrirskipað,
xéttilega, að reisa enga varan-
lega bygging á staðarhólnum,
var þýðingarleysi helgistaðarins
í sunnlenzkra augum.
Okkur Norðlendingum,, sem
minna þekktum landslag fyrir
austan fjall, gleymdist, að Skál-
holt væri afskekkt mýrajörð í
hvarfi niður frá Spóastöðum,
gleymdist, hve brúin hjá Spóa-
stöðum var miklu merkari vegar-
áfangi en kúrulega kirkjan, sem
vegfarendur sáu húka þarna
reðra, meðan mýrarbungan var
að yppa sér drýgindalega í milli
og lauma henni í hvarf.
Hvenær sem nefnt var Skál-
holt, hugsuðum við: Hólar — og
sáum rísa mót auganu staðinn,
dómkirkjuna, laufgaðan lund 20.
aldar. Undir hárri hlíð í miðjum
dal var hann settur, og vitundin
um mikilvægi Hóla fyrir líðandi
stund veik ekki úr hug neins
Norðlendings né fölnaði fyrir
sögufrægðinni. Hvenær sem leið
okkar lá um héraðið, sáum við
gegnum fjallið „heim að Hólum“.
Það orð heim að Hólum missti
aldrei töfravald sitt, þótt Norð-
lendingar, sem fæddust á sein-
ustu árum Hólabiskupa um 1800,
væru látnir eða flestir á grafar-
barm komnir, þegar tókst að
gera staðinn okkar að skólasetri
á ný.
Breyting Skálholtsbiskups í
Laugarnesbiskup reykvískan
þýddi miklu minna afhroð fyrir
Suðurland en afnám biskups-
stóls þýddi fyrir norðan. Hefnd-
ar hugur norðlenzkra eftir miss-
inn entist og vann að því að
stæla menn til endurreisnar a
Hólum og Möðruvöllum (Mennta
skóli Norðurlands síðar).
Færslan úr Skólholti til hæfari
staðar innan fjórðungsins var
miklu sjálfsagðara mál, eins og
ástatt var um 1800, og einskis
missis að hefna, engra ófull-
nægra þarfa að minnast, sem
Skálholt væri sjálfsagður staður
til að uppfylla. Það er þess
vegna, sem menn gleymdu Skál-
holti, mundu Hóla, og þess '^gna
er Skálholt enn í rústum, sem
bíða hlutverks.
Rústir varðveita fortíð. —
Könnunarþörf nú
Ekki er það lítils vert, að forn-
leifar geymast furðanlega, með-
an ekki er djúpt grafið fyrir
undirstöðum húsa í gömlu rúst-
unum. Það er óleyfilegt á fræði-
mennskutímum okkar að reisa
svo nokkurt hús á merkum forn-
grunni, að ekki séu kannaðar
þar minjar áður eða um leið, og
er m. a. refsivert að landslögum.
Kostnaður við þá könnun hlýtur
að verða nokkur, fræðileg tækni
til hennar er á framfaraskeiði á
Norðurlöndum, og þetta tvennt
mælir með því að ráðast ekki í
stórvirki í rústakönnun fyrr en
jafnóðum og ráðgerð eru ný-
virki og umrót á hverjum stað.
Skálholtsfélagið beitir sér fyr-
ir endurreisn í Skálholti og mið-
ar að dómkirkjusmíð á næstu
árum. Pn&essor Magnús Már
hefir einnig beint athygli að
byggingarstíl Skálholtskirkna,
sem urðu síðan um 1100 ein
merkasta fyrirmyndin að öllum
kirkjustíl hér á landi, unz torf-
kirkjustíllinn sigraði á 18. öld.
Af þessum tveim rökum þótti
eigi mega dragast öllu lengur að
hyggja að því, hvað finna má
undir grassverðinum í Skál-
holtskirkjugarði.
Hvers þurfti að leita í sumar?
Segja má, að fullnaðarrann-
sókn megi bíða, og héðan af
mun hún ekki dragast lengi. En
atvika vegna var nauðsynlegt að
vinna það í fyrsta áfanga, sem
þurfti til svars við ákveðnum
spurningum, en gæta þess vand-
lega að skemma ekki þá hluti,
er vandasamast er við að eiga í
kirkjurústum Skálholts, t. d.
dýpstu undirstöður og grafir,
sem aldrei verður hægt að rann-
40 & (0 WATTS
18‘
Wkstinghouse
Westinghouse Lamps give you plenty of good light and last
longer. Check the lighting in your home . . . replace burned
out or blackened bulbs with Westinghouse lamps. Get your
supply before the long winter evenings come. Order them
from your Hydro meter reader, bill deliverer or collector.
Cr,
Portage & Kennedy
Phone 96-8201
saka oftar, þegar þær hafa einu
sinni verið opnaðar.
Prófessor Magnús Már hafði
í'orgöngu um þessa rannsókn í
vor og undirbjó hana. En dag-
inn, sem gröftur skyldi hefjast,
forfallaðist hann og gat ekkert
við gröftinn verið, svo að ég
hljóp í skarð hans til verkstjórn-
ar þar og með teikningar hans
og leiðsöguhugmyndir að láni.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörð-
ur var samtímis bundinn við
gröft í Þjórsárdal, en fylgdist
vitanlega með því, sem í Skál-
holti var gert.
Sláttur var hafinn, er verkið
var unnið, dagana 10.—21. júlí,
svo að Einar Sigurfinnsson á Iðu
var eini Árnesingurinn, sem þar
vann. En Jökull Jakobsson,
stud. art., Engihlíð 9, Reykjavík,
vann með mér alla dagana.
Verkefnin, sem bæði tíma-
skortur og fræðlegri ástæður
takmörkuðu okkur við, voru
þessi:
1. Leit að öllum þeim stoðar-
steinum Brynjólfskirkju frá
1650—1673, sem finna mætti eigi
dýpra sokkna í jörð en rúma
skóflustungu. Mæling á útlínum
þess kirkjugrunns með saman-
burði við álnafjölda þann, sem
upp er gefinn í ýmsum heim-
ildum um kirkjuna á 17.—18.
öld, sbr. athuganir Magnúsar
Más. Leit að járnnöglum og við-
líka leifum úr þeirri kirkju.
2. Athugun á merkjum um
grunn eldri kirkna, ef finnanleg
væru jafngrunnt undir yfirborði,
þ. e. Ögmundarkirkjugrunn síð-
an um 1529 og Árnakirkjugrunn
frá 1311. Oftar en svo hefir Skál-
holtskirkja ekki skipt um grunn
síðan á Sturlungaöld.
3. Könnun undirgangs eða
ganga, sem vitað er, að voru í
notkun 17. og 18. öld, heiman úr
skólahúsi staðarins upp í grunn
undir framkirkju, og sýndi jarð-
vegslægð, hvar þau lágu undir.
4. Afla vitneskju um notkun
kirkjugarðsins á miðöldum fyrir
hæli og vígi og meðal annars um
það, hvort undirgangurinn væri
sama hús, sem nefnt er í Sturl-
ungu forskáli og lá frá bæ til
kirkju, að nokkru leyti til þess
að auðvelda mönnum, sem
þurftu snögglega kirkjugriða að
njóta, að komast þá leið. 4. lið-
urinn tilheyrði að vísu ekki
starfsáætlun Magnúsar Más, svo
að mér þótti rétt að verja til
hans minnstum tíma, fullkanna
eigi.
hefir náð miklu austar en Brynj-
ólfskirkjan og snúið öðruvísi eða
h. u. b. 5 gráðum norðaustar.
Réttari þekking Brynjólfs á him-
insáttum hefir komið honum til
að snúa kirkju eins og rétt er
og nú er gert frá vestri til aust-
urs. Kór Ögmundar sýnist hafa
verið einni Hamborgaralin
(57,8 sm.) breiðari en Brynjólfs
(en varla 3 álnum). Torskilin
undirstaða steinahleðslu liggur
að vísu 2 Hamborgarálnum norð-
ar en ég hygg útvegg Ögmundar-
kórs. hafa s,taðið. Gæti það annað
hvort verið leif eldra húss eða
grjótbálks þess, sem Stefán
biskup Jónsson lét hlaða með
fram kirkjunni til að hlífa henni
fyrir stórviðrum.
Arngrímur lærði taldi um
1600, að Skálholtskirkja hefði
tvisvar brunnið og endurreist
smærri en áður (Brevis Com-
mentarius 69), en vitað er að
Brynjólfur reisti síðar kirkjuna
með minni kór en Arngrímur
þekkti.
Brunalag finnst
Brunar þeir tveir, sem Arn-
grímur á við, urðu 1309 og 1527
(eða 1524). Ástæðulítið er að
leggja mikið upp úr því, sem
felast kynni í orðum hans, að
kirkjan frá 1311 hafi verið
smærri en hin brunna. En um
bruna 1527 og smækkun kirkj-
unnar síðan gat hann vitað
margt, sem nú er gleymt.
Minningarorð um merka konu
.4 ,
f
Hvað fannst í grunninum?
Þessum viðfangsefnum fjórum
og árangrinum verður að lýsa
sundurgreindari en þau voru í
sjálfu starfinu.
Um Brynjólfsgrunn er
skemmst að segja, að þegar þeir
undirstöðusteinar fundust, er
hafa mátti fyrir fasta mæh-
punkta, þurfti eigi annað en
ganga með kvarða um grunninn
og stinga þar niður, sem Magnúsi
Má hafði mælzt eftir lýsingu, að
næsta stoðarsteinarið ætti að
liggja, og þar lá hún undir gras-
rótinni. Núverandi kirkja stend-
ur í suðvesturhorni framkirkju-
grunnsins, sem var. Þverskip og
kór byrja fyrir austan hana, og
forkirkjan hefir verið vestan við
hana, en framkirkjan með út-
brotum að norðan og sunnan
hefir verið rúmum 4 metrum
breiðari en núverandi kirkjan.
Um 2. lið mætti skrifa heila
tímaritsgrein, þar sem mest bæri
á ósvöruðum spurningum. Því
fyrsti árangur fræðiathugana eru
efasemdir og heilabrot, sem gera
málin æ flóknari og dularfyllri,
þangað til fullnaðarleit kynni að
veita efalaus svör um suma hlut-
ina, en kenna manni leiðir til
samanburðarályktana við aðrar
fornkirkjur og menningarsögu-
gögn.
í fyrsta lagi virðist mér þó
sannað við *þessa yfirborðslegu
athugun, að Ögmundargrunnur
Anna Thordarson
1872 — 1952
þAÐ VAR almennur harmur í héraði hjá okkur, íslenzka fólkinu
í Seattle, þegar lát Önnu Thordarson fréttist, 2. júlí s. 1. Hún hafði
legið rúmföst aðeins nokkra daga. En vinir hennar vissu, að þrátt
fyrir glaða og örugga framkomu, þjáðist hún af alvarlegum sjúk-
dómi síðustu árin. Jarðarförin 5. júlí var fjölmenn og virðuleg.
Það fannst á öllu sem fram fór, að hér var um djúpan og einlægan
söknuð að ræða. Dr. Haraldur Sigmar, náfrændi hinnar látnu,
jarðsöng, en séra Kolbeinn Sæ-
mundsson aðstoðaði. Tani Björn-
son söng útfararsálma: Ó, bless-
uð stund og Góða nótt, og einn
enskan.
Núorðið eru oftast fluttar
tvær ræður, ein á hvoru tungu-
málinu, og svo var að þessu
sinni. Bréflegar kveðjur voru
lesnar frá fjarverandi sóknar-
presti, séra Erik Sigmar, og
bróður hans, séra Harald Sig-
mar, fyrverandi presti lúterska
safnaðarins hér. Óteljandi blóm
bar fyrir augu, en þó voru fleiri
og að fegurð jafnar minningar
þær sem lágu í lofti, er þessi vin-
sæla kona var kvödd. Flest öll
börn hennar voru viðstödd, sum
langt að komin-------barnabörn,
venslafólk og vinir eldri og
yngri. Greftrunar athöfn fór
fram í Pacific Lutheran Ceme-
tery. Nánustu skyldmenni eru
tvær systur í Winnipeg, Canada,
Lára Burns og Jenny Johnson.
Börnin eru níu—Dr. S. Stefán,
Herman, Jón, Margrét, og Est-
her (Mrs. Milton Hallgrímson)
hér vestur frá—og Agnes (Mrs.
T. C. Hendricks) í Oregon; Lou-
ise (Mrs. R. H. Harris) í Fargo,
N. D.; Metta (Mrs. H. Rehnberg)
í New York; Inga (Mrs. Lloyd
Tyo) í Alaska. Barnabörn eru
sextán að tölu.
Anna Thordarson var fædd
24. maí, 1872, á Einarsstöðum í
Reykjadal í S. Þingeyjarsýslu á
íslandi. Foreldrar hennar voru
Jón Sigurjónsson, bóndi þar, og
kona hans Sigurlaug Gísladótt-
ir, sem var ættuð úr Skagafirði.
Á Einarsstöðum býr enn föður
fólk Önnu sál (og skyldfólk
margt í sýslunni) þrír bræðurn-
ir þaðan fluttu til Ameríku—
Jón, Sigmar og Snorri. Þeir eiga
m a r g a afkomendur í vestur-
heimi. Þau Jón og Sigurlaug
voru í „stóra hópnum“ 1876.
Anna mundi vel eftir ferðinni,
sérstaklega á flatbotnuðu bát-
unum norður eftir Rauðá. Börn-
in voru tvö—hún og tveggja
ára drengur sem dó rétt - áður
en til Gimli var komið og var
jarðsettur þar. Fyrstu viðtök-
urnar voru hjá Birni Jónssyni,
bróður Kristjáns skálds; fólkið
var skylt. Síðan var numið land
tvær mílur upp frá vatninu.
Næstu nágrannar voru þau
Valdís og Símon Símonarson og
Stefanía og Jón Magnússon.
Anna virtist muna einkar vel
eftir fólkinu, nefndi t. d. að það
hefði verið glatt þegar það hitt-
ist, og fult af ráðagerð með fram
tíðina og það sem gera skyldi,
Hún sagði ætíð frá þessum
„löngu liðnu tímum“ með áhuga
og skýrleik. Eins hélt hún ætíð
til haga því sem gamansam(t eða
fyndið hafði þótl;, þrátt fyrir
alt og alt. Því margt dreif á dag-
ana. Hún veiktist þegar bólan
geisaði, og bar þess nokkur
merki. Svo kom flóðið. Þá flutti
fjöldskyldan til Selkirk—þaðan,
eftir fjögur eða fimm ár, til Win-
nipeg. Þar var heimilið jafnan
eftir það. Nú voru- systurr\ar
orðnar fjórar. Inga fæddist á
Gimli (hjúkrunarkona, d. 1948);
Lára í Selkirk og Jenny í Win-
nipeg. Á Gimli höfðu fæðst tveir
synir, en báðir dáið. Móðirin var
ekki sterkbyggð kona, svo Anna
vandist við, frá því fyrsta, að
hjálpa henni á allan hátt, og
annast um systur sínar.Eftir lát
móður sinnar (1899) var hún
þeim sem önnur móðir. Hjá
henni átti Jenny heimili þar til
Yztu merki um kórvegg þessa
grunns ættu samkvæmt þessu að
vera fremur frá kirkjunni, sem
brann um 1527, heldur en þeirri,
sem Ögmundur reisti eftir brun-
ann. Enginn kirkjubruni hefir
síðan orðið í Skálholti, en bær
brann 1630.
Merkasta staðreynd athugan-
anna nú er öskulag, sem hlýtur
að stafa frá brunanum um 1527
og finnst um allan kirkjugrunn-
inn, víða rétt undir grastónni.
Við hverja endurreisn kirkjunn-
ar síðan hefir eitthvað verið
mokað í því, og sums staðar kann
sú tilfærsla að valda því, hve
nærri yfirborði það er. En tví-
mælalaust er mikið af því ó-
hreyft lag, nema hvað leitað hef-
ir verið rækilega í því strax eftir
Framhald á bls. 7
hún lauk námi sem skólakenn-
ari. Enda var óvenjulega kært
og náið samband með þessum
systrum öllum.
Anna sál var fermd af séra
Jóni Bjarnasyni í fyrsta hópnum
í fyrstu kirkju sem íslendingar
byggðu í Winnipeg. Hún minnt-
ist séra Jóns ætíð með hlýleik
og aðdáun—nefndi ritverk hans
auk allra annara starfa. Það
íannst jafnan á, að hún dáði þá
sem komu miklu í verk, enda
mátti hún þar um tala. Séra Jón
hafði látið þau orð falla að hún
hefði þurft að eiga þess kost að
ganga menntaveginn. En elztu
börn innflytjendanna urðu sem
fyrst að vinna fyrir sér. Anna
varð á unga aldri bezta sauma-
kona. Það þótti í þá daga góð at-
vinna, og koma sér vel.
Hvar sem hún átti heima tók
hún ætíð þátt í kirkjulegri starf-
semi og öðrum íslenzkum félag-
skap. í Winnipeg var félagslífið
í blóma; þeir Gestur Pálsson, Jón
Ólafsson og Einar Kvaran, voru
við ritstjórn blaðanna o.s.frv.
og margt skemmtilegt og sögu-
legt þótti bera við. Árið 1899
giftist Anna sál Kolbeini Sig-
geirssyni Þórðarssonar, ættuð-
um úr Borgarfjarðarsýslu, prent
ara að iðn. Þau bjuggu fyrst í
Winnipeg, síðan nokkur ár í Ed-
inburg, N. D., þar næst á nokkr-
um stöðum í Canada, þar sem
Kolbeinn gaf út vikublöð. Frá
Saskatoon, Sask. fluttu þau til
Seattle, Washington, árið 1924,
og gerðust á sínum tíma Banda-
ríkja borgarar. Hér farnaðist
þeim vel og komu öllum yngri
börnum sínum til mennta. Þeim
fæddust ellefu börn. Þau misstu
einn son á barnsaldri og annan
á uppvaxtarárum. Þau nutu al-
mennrar aðdáunar fyrir prýði-
legan barnahóp, vináttu og gest-
risni í heimilinu, og takmarka-
lausa aðstoð í íslenzkum félags
samtökum hér. í gullbrúðkaupi
þeirra vottaði fólkið hér af mik-
illi alúð, þakklæti sitt og virð-
ingu. Nokkrum mánuðum síðar
andaðist Kolbeinn. Anna hélt
heimilinu við, og bjó þar það
sem eftir var, í nánu sambandi
við hin ástriku börn sín. Hún
bar ellina vel—sókti messur og
mannfundi—ferðaðist til systra
sína og barnanna í fjarlægð—og
fylgdist með þvf sem var að ger-
ast. Eins las hún mikið. Alla æfi
hafði hún yndi af góðum bók-
um—og ljóðum, eins og flestir
íslendingar. Hún var eftirtekta-
verð kona. Henni var í ríkum
mæli gefið flest það sem út
heimtist til að stjórna og leið-
beina á stóru heimili. í fram-
komu bar hún með sér bæði
ástúð og hugprýði. Jafnvægi
hennar virtist óraskanlegt, hvað
sem að höndum bar, og trúin á
sigur þó móti blési, óbilandi. Af
þessu þreki miðlaði hún öðrum
alla daga. Hún var svo hlý og
einlæg í örlæti sínu og gestrisni,
í samúð ef sorg bar að höndum,
og í aðdáun sinni ef henni þótti
eitthvað vel eða fallega gert, að
börninn hennar og vinum er það
ógleymanlegt. Dagsverkinu er
lokið og um það ljómar*blíðasti
aftanroði bjartra minninga.
Jakobína Johnson
9. september, 1952