Lögberg - 18.09.1952, Side 5

Lögberg - 18.09.1952, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. SEPTEMBER, 1952 5 f A | AI I I AHAI Jf- J txVENNA \ \ / Ritstjór;: INGIBJÖRG JÓNSSON Fagrar endurminningar frábærrar konu Frú Kristín Josephson í Water- sér birtu og yl inn í nálægt og fjarlægt umhverfi. Minni hennar town, South Dakota, sem nu er 91 árs að aldri, hefir árum sam- an sent Lögbergi til birtingar fagurhugsaðar og fræðandi rit- gerðir, sem flestar hafa verið í endurminningaformi frá æsku hennar á íslandi, en nú á síðustu árum hefir hún sent Kvenna- síðu Lögbergs meginþorra rit- gerðanna, sem hafa verið þakk- samlega þegnar og orðið lesend- um blaðsins til mikillar ánægju. í ritgerðum frú Kristínar spegl- ast fögur konusál, sem veitir frá ☆ ☆ tr slíkt að til undantekninga má telja; atburðir frá æskustöðvum hénnar standa henni lifandi fyr- ir hugskotssjónum og orka þann- ig ábærilega á hugi þeirra manna og kvenna er verða henni samferða og veita þeim fulla at- hygli. — Af eftirfylgjandi grein má ljóslega marka hve trúin á handleiðslu Guðs var henni snemma í brjóst borin og hver leiðarstjarna hún hefir verið henni jafnan síðan. —Ritstj. ☆ Táknin um alstaðar nálægð Guðs vel hún leysti af hendi það mikil- væga hlutverk að vera önnur hönd, stoð og stytta síns mikil- hæfa eiginmanns, forsætisráð- herra Canada. Forseti félagsins, Mrs. Arthur F. Brown, stjórnaði samsætinu. Mrs. J. B. T. Hebert, forseti St. Boniface-deildar félagsins, mælti nokkur orð á frönsku. Mme St. Laurent, sem sjaldan talar opin- berlega braut þá venju í þetta skipti og lét í ljósi fögnuð sinn yfir því að vera í félagsskap Liberal-kvenna í Manitoba. Minningaritt um hetjur hafsins Eftir DR. RICHARD BECK Nú þarf ég að minnast á nokk- ur atriði úr æskulífi mínu í sam- bandi við trú mína á Drottinn. Það var snemma auðvelt fyrir mig að trúa á gæzkuríkan Guð; ég las á kveldin bænir og vers; mér fannst Guð vera hjá mér og heyra þegar hann er beðinrr af hreinu hjarta. Það var árið 1869; ég var þá átta ára, þegar við fórum frá Hálsi. F^ðir minn hafði fengið loforð fyrir jarðnæði þar í sveit- inni, en einhverra orsaka vegna brást það, svo að foreldrar mínir stóðu uppi ráðalaus með okkur börnin þrjú. Vinkona mömmu bauð þeim þá að hafa mig í r.okkrar vikur þar til eitthvað rættist fram úr fyrir þeim. Svo fór pabbi með mig ^þangað; var ég þar í góðu yfirlæti um tíma. Svo var það einn dag um vorið, að Guðmundur bóndi kom heim af hreppsnefndarfundi og fer að segja frá að börnum og gamal- mennum hefði verið komið niður hér og þar um sveitina; bendir síðan á mig og segir: Þessi fer að bæ, sem hann nefndi. Það var eins og sverði hefði verið stungið gegnum hjarta mitt við að heyra þessi orð; ég skildi strax, að nú væri ég kom- in á sveitina. Ég fleygði mér upp í rúm með miklum harmi og var óhuggandi allt kveldið. Maður eftir mann kom til að hugga mig, en ekkert dugði. Ég var grát- andi lengi nætur að biðja Guð að láta mig ekki fara á sveitina, það væri svo átakanlegt þegar börnin þyrftu að fara frá mömmu cg pabba, og sagt væri að þessi eða hinn hefði verið alinn upp á hrepp. Ég gat hreint ekki þolað það; svo bað ég Guð heitt og innilega að leyfa mér að vera hjá mömmu. Þegar leið á nóttina fann ég að bænin var heyrð; allur kvíði og angist var frá mér horfin. Ég sofnaði vært og vaknaði með glöðu sinni um morguninn. — Eftir nokkra daga kom mamma að sækja mig; þau voru þá búin að fá húsnæði og pabbi vinnu á fiskibát. ☆ : Ég var mikið þakklát Guði fyr- ir að bænheyra mig; svo ég hét því með sjálfri mér, þegar ég væri orðin stór, eins og konurn- ar á bænum, ætlaði ég að gjöra góðverk og taka mörg munaðar- laus börn, sem ættu að fara á sveitina, fóstra þau upp og vera þeim góð móðir. Þetta hefir nú ekki tekizt, samt getur skeð, að eitthvað af því, sem konan skrif- ar, verði börnunum til hjálpar. Ég var heilsutæp fram að ferm ingaraldri og lá stundum rúm- föst. Það var álitið að ég hefði innvortis meinsemd. — í einni þessari legu vaknaði ég upp um nótt með ákafri köldu og miklum þjáningum og hræðslu. Ég vildi ekki vekja mömmu; hún var ný- lega sofnuð. Mér kom strax til hugar, að biðja Guð að hjálpa mér. Það gerði ég einlæglega. Þá fannst mér ég heyra orð: Óttastu ekki; ég lækna þá, sem leita mín. — Kvíðinn og hræðsl- an hurfu frá mér; ég gleymdi mínu líkamlega ástandi en fann lifskraft líða gegnum mig, sem eyddi þrautinni þar til ég sofn- aði. Þarna fór mér að batna og hefi ég aldrei síðan kennt þessa meins. — Eitt sumar var ég að leita að kindum, sem vöntuðu; ein af þeim var eftirlætiskindin hennar mömmu, með fagran lagð og síðan. Ég leitaði lengi dags en fann ekki kindurnar, svo ég var vakin snemma næsta morgun til að leita enn á ný. Mér fannst ég ekkert vita hvert ég ætti að fara; ég var alstaðar búin að leita dag- inn áður. Nú bað ég Guð, að vísa mér þangað, sem skepnurnar væru; svo las ég bænir mínar og morgunbæn séra Hallgríms Péturssonar; en meðan á þessu stóð kom ég auga á kindurnar, og var þá ekki lengi að koma þeim heim. Öll þessi dýrðlegu sannleiks- tákn eru traustir steinar í undir- stöðu trúar minnar. Drottinn sýndi mér þegar í æsku, hans alstaðar nálægð, föðurumhyggju og læknandi kærleiks-almætti. Kristín frá Watertown „Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af Drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, hetjulífi' og dauða skráð.“ Forsætisráðherrafrúnni fagnað í Winnipeg Þegar Louis St. Laurent for- sætisráðherra Canada ferðaðist nýlega um þvert og endilangt landið voru í fylgd með honum kona hans og dóttir, og héldu Liberal-samtök kvenna í Mani- toba þeim mæðgum veglegt há- clegisboð á miðvikudaginn 10. september að Fort Garry Hotel, Winnipeg. Voru þar saman- komnar yfir 200 konur úr borg- inni og víðsvegar að úr fylkinu. Miss Stefanía Sigurdson, verzl- unarstjóri frá Árborg, flutti aðal- ræðuna við þetta tækifæri, en hún hefir, eins og kunnugt er, verið árum saman virkur méð- limur Liberalflokksins og er fyrrverandi formaður Manitoba Liberal Women’s Association. í ræðu sinni mintist Miss Sigurdson var fulltrúi á þinginu kynst Mme. St. Laurent sem konu leiðtoga Liberalflokssins Miss Sigurdson var fulltrúi á þinginu í Ottawa, er Mr. St. Laurent tók við forustu flokks- ins af Mr. Mackenzie King. — Miss Sigurdson rakti í stórum dráttum sögu flokksins, fram- kvæmdir og afrek hans, og henni láðist ekki að minna konur á, að það hefði verið Liberalflokkur- inn, er veitti þeim atkvæðisrétt cg kjörgengi; í staðinn hefðu konur- veitt flokknum hollustu sina og fylgi án þess að pólitísk afskipti þeirra yrðu konum fremur en körlum í hag. — Um leið og Miss Sigurdson bauð þær mæðgur velkomnar þakkaði hún forsætisráðherrafrúnni fyrir hve Þannig farast Jóni Magnús- syni skáldi orð í hinum fagra og hjartnæma sjómannasálmi sín um, er að verðugu hefir verið tekinn upp í nýjustu útgáfu ís 1 e n z k u Sálmabókarinnar; og skáldið dregur hér á áhrifamik- inn hátt athygli lesendaanna að því, hversu grundvallandi hið á- hættusama s t a r f sjómannsins hefir verið og er í lífi og afkomu þjóðarinnar, þó að hann eigi nú, góðu heilli, við stórum meira ör- yggi að búa í ótrauðri sjósókn- inni heldur en áður var. En hafið hefir heimtað sínar fórnir, og heimtar enn, þó að sjó- maðurinn standi nú stórum bet- ur að vígi en fyrrum í óvægri baráttunni við æðisgang sævar og storma. Öll sjávarbyggðalög íslands eiga sammerkt um það, að hafa goldið slíkar mannfórnir í sókninni hörðu og hættusömu eftir lífsbjörg út á hafið; en ó- hætt mun mega segja, að engin þeirra, að minnsta kosti í hlut- falli við fólksfjölda, hafi orðið að sjá á bak' í djúpsins þöglu gröf fleiri hraustum sonum úr sjómannahópi sínum heldur en Vestmannaeyjar. Sannarlega eiga þessar hetjur hafsins, hvað- an sem þær eru af landinu, það skilið, að nöfnum þeirra sé á lofti haldið. Þar hafa Vestmanna eyingar nú riðið fyrstir á vaðið, sjálfan sér til heiðurs og öðrum landshlutum eða byggðalögum til fyrirmyndar. Frá þessu brautryðjendastarfi þeirra er sagt í Minningarriíi, er út kom í Vestmannaeyjum í marz síðastliðnum, og gefið var út af hálfu Páls Oddgeirssonar (prests Gudmundsen) f y r r v. kaupmanns og útgerðarmanns þar í Eyjunum, sem samið hefir ritið og safnað til þess; en Páll hafði átt forgönguna að því, að sjómönnum og öðrum úr Vest- mannaeyjum, er farist hafa í slysförum síðan um aldamót, hefir nú verið reistur þar vegleg- ur minnisvarði. Þeim atburði og fyrstu tildrög um hans lýsir Halldór Guðjóns- son, skólastjóri í Eyjunum, á þessa leið í hinum greinagóða formála sínum að Minningarrit- inu: „Sunnudaginn 21. október 1951 var afhjúpað minnismerki drukknaðra við Vestmannaeyjar -hrapaðra í björgum eyja—og þeirra sem létu líf í flugferðum Forsaga þessa máls hefst á þjóðhátíð Vestmannaeyja 11. á- gúst 1935. Flutti þá Páll Iddgeirs- son, kaupmaður, ræðu fyrir minni sjómanna og stofnaði nefndan aag sjóð í því augnamiði að reist yrði veglegt minnis merki í Vestmannaeyjum.“ Síðan rekur Halldór skóla- s t j ó r i framhaldssögu minnis varðamálsins, minnist þeirra, sem þar hafa mest komið við sögu, og hyllir að verðleikum sérstaklega Pál Oddgeirsson, upp hafsmann málsins. og formann sjóðstjórnar, fyrir forgöngu hans og ötulleik í málinu, og fyrir margháttaða nytjastarfsemi hans í bágu Vestmannaeyja og órofa- tryggð hans við þessar æsku- stöðvar sínar. Lýsir skólastjóri síðan afhjúp- un minnisvarðans, sem var um allt hin virðulegasta og hugþekk- asta. Sóknarpresturinn séra Hall dór Kolbeins prédikaði, o'g „sner- ist ræða hans um minningu hinna föllnu og tilgang og tákn minnismerkisins.“ Þ e i r, sem þekkja til ræðumennsku séra Halldórs, efast ekki um, að hon- um hafi mælst vel við það tæki- færi. Aðaldæðuna við afhjúpun- flutti Páll Oddgeirsson, og fleiri tóku þar einnig til máls, eins.og frekar mun sagt verða. Um minnismerkið sjálft fer Halldór skólastjóri þessum orð- um: „Guðmundur Einarsson, listamaður, frá Miðdal, hefir gert líkneskið, sem stendur á allháum fótstalli. Er sjálft lík- anið, sjómaður í fullum klæð- um með tilheyrandi áhöldum, glæsilegt listaverk og sameinar sem bezt má verða hin tvö sjónarmið: fegurð og táknræni. Merkið er að vísu til minningar um fleiri en sjómenn, eða þá, sem Ægir hefir heimt til Helju. En það eru þó fyrst og fremst sjómenn, sem byggja þessar eyj- ar og flestar fórnir hafa fært. Og það sem ég tel bezt um lista- verkið er einmitt það, að það minnir einkum á hreysti sjó- mannsins og störf þeirrar stétt- ar, og er því réttilega hvort tveggja í senn, minnismerki hinna föllnu og hinna lifandi og starfandi, hraustu sjómanna- stéttar í Vestmannaeyjum. Stétt ar, sem aldrei mun gefast upp í baráttunni við hamfarir hafsins, er um eyjarnar lykur.“ Annars er ritið, eins og nafn- ið bendir til, helgað minningu hinna sömu og sjált minnismerk ið. En í ritinu eru, auk hins prýðilega formála, ágæt ræða Páls Oddgeirssonar við afhjúp' unina, sem þrungin er innilegri samúð og djúpu trúartrausti, og gagnorðar og markvissar ræður jeirra Ólafs Kristjánssonar bæj- arstjóra og Steingríms Bene- diktssonar barnakennara. Þá eru hér frásagnir um fyrsta slys við Vestmannaeyjar á 20. öldinni, sem Björgunarfélag Vestmannaeyja og f y r s t a ís- lenzka strandvarnaskipið, um Skipa- og Bátaábrygðarfélag Eyjanna, um Slysavarnardeild kvenna, og önnur kvenfélög í Eyjum, sem unnið hafa mikið að mannúðar-og menningarmál- um, og um Guðmund Einarsson, myndhöggvara frá Miðdal, sem gerði, eins og fyrr segir, hið glæsilega minnismerki, en hann er fjölhæfur og löngu víðkunn- ur listajnaður. Næst er skrá yfir já, er drukknað hafa við Vest- mannaeyjar, eða hrapað þar í björg, og þeirra. sem látið hafa Kfið í flugferðum. Síðan er stutt frásögn um slysfarir fyrri tíma og loks hinn trúarheiti kveðju- sálmur Hjalta Jónnsonar skip- stjóra, er hann orti skömmu fyr- ir andlát sitt, og sunginn var við útför hans. Þá ber þess að geta, sem eigi er minnst um vert, en það eru hinar mörgu myndir í ritinu, meðal annars fjöldi mynda af þeim, sem farist hafa, og auð- vitað af sjálfu minnismerkinu. Jafnframt er ritið hið snotrasta að ytri frágangi. Haldast þar því í hendur mikill fróðleikur, eins og þegar hefir verið gefið í skyn, og sambærilegur búningur. Sveitungar Páls Oddgeirsson- ar sérstaklega, og í rauninni all- ir þjóðhollir landar hans, skulda honum þökk fyrir þá athafna- semi og ræktarsemi, sem hann hefir sýnt við minningu sjó- mannanna og annarra, með for- göngu sinni um minnisvarða- málið og með Minningarritinu. Eiga þar við spakleg orð Davíðs skálds Stefánssonar: „Minning þeirra, er afrek unnu Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 4 leggur nú eindregið til að keypt' verði jörðin Skeggjastaðir í Mos- fellssveit, en þar er nýlegt íbúð- arhús nægilegt fyrir 20 vist- menn og starfsfólk og þyrfti litlar breytingar að gera á hús- næðinu, ef til kæmi, en nefndin telur það miklu varða, að hælið geti tekið til starfa sem fyrst. Á Skeggjastöðum eru góð skil- yrði til ræktunar og hafa má þar mikla kartöflurækt. Þá segir í skýrslu nefndarinnar, að telja megi víst að hjálparstöð fyrir á- f engissj úklinga, áfengisvarnar- stöð, geti tekið til starfa 1. októ- ber, en henni er síðar ætlað húsnæði í hinni nýju bygg- ingu heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjávík. ☆ Stykkishólmshreppur átti 60 ára afmæli á miðvikudaginn var. Aður var hann hluti af Helga fellssveit, og þegar skiptin fóru fram voru íbúar í Stykkishólms- hreppi á þriðja hundrað, en nú 840. Fyrsta stóra mannvirkið, sem í hreppnum var gert, var hafskipabryggja er tekin var í notkun 1909. Elztu stofnanir í Stykkishólmi eru lyfjabúð, sem sett var á stofn 1838, og amts- bókasafnið frá 1847. ☆ Ferðafélag Islan’ds efnir til ljósmyndasýningar fyrir áhuga- menn í tilefni af 25 ára afmæli félagsins, og verður sýningin haldin í Reykjavík um mánaða- mótin október-nóvember. ☆ Hér hefir dvalist að undan- förnu .þýzkur sérfræðingur í baðlækningum, dr. Heinrich Lampert. Hann kom hingað að beiðni forstjóra Elliheimilisins Grundar í Reykjavík til þess að athuga notkun á hveravatni, hveraleir og hverahita með hlið- sjón af nýstofnuðu elli- og dval- arheimili í Hveragerði, sem Ár- nessýsla á, en Elliheimilið Grund annast reksturinn. Dr. Lampert lætur mjög vel af að- stöðu hér til baðlækninga, og mun sérfræðingur frá sjúkra- húsi hans verða til aðstoðar og leiðbeiningar fyrir elliheimilið, m. a. að því er gigtarlækningar varðar. ☆ Fegrunarfélag Hafnarfjarðar hefir úthlutað verðlaunum fyrir fagra og vel hirta garða í bænum. Verðlaun fyrir fegursta garð bæjarins hlaut Herdís Jónsdóttir, öldugötu 11. Félagið hefir beitt sér fyrir ýmsum málum, er lúta að snyrtingu bæjarins, og hefir m. a. látið girða Hamarinn og gróðursetja þar 2000 barrtré. ☆ Skipið Hekla fór í gærkveldi frá Reykjavík með rösklega 150 farþega áleiðis til Spánar. Skipið fer fyrst til Bilbao, en verður síðan viku í San Sebastian og geta farþegarnir ferðast á meðan um landið. ☆ Þessa vikuna hefir hópur ballett-dansara frá Norðurlönd- um og indversk dansmær sýnt listdans í Þjóðleikhúsinu. Dans- fólkið fór í morgun. Þjóðleikhús- ið mun bráðlega taka upp aftur sýningar á óperettunni „Leður- blakan“, sem sýnd var þar í vor við mjög mikla aðsókn. — NAFNAGÁTUR — 1. Einn gerir á ísum herja ~2. Annar byrjar viku hverja 3. Þriðji gjörir húsum hlúa 4. Hita fjórði náir spúa 5. Limmti hylur ásýnd íta 6. Oft hinn sjötta í skóg má líta 7. Sjöundi dauða snúist fjær 8. Mold áttundi pikkað fær. Ráðningar á bls. 8 yljar þeim, sem verkin skilja." Spurningar og svör varðandi canadíska banka Hverjir nota hina löggiltu banka? Övarið er: „Svo segja allir.“ Bændur, launafólk, iðjuhöldar, eftirlaunaþegar, húsmæður . . . fólk af öllum stéttum nytfærir sér þjónustu hinna tíu canadísku löggiltu banka. Sérhvern dag, munið þér koma auga á við- skiptavini í hinum 3,700 bankaútibúum, sem skipta ávísunum eða leggja inn fé . . . smásölu- kaupmenn, með daglegar inntektir sínar . . . fólk, sem ræðir um lántökur, kaupir ferða- ávísanir eða sendir peninga yfir hafið. Canadamenn eiga yfir 8,000,000 viðskipta- reikninga í hinum löggiltu bönkum, hér um bil helmingi fleiri en fyrir tíu árum. Þetta er sönnun þess hvers trausts bankarnir njóta í augum canadísku þjóðarinnar vegna styrks og ábyggileiks. Þér megið treysta hinu vingjarnlega útibúi yðar til að annast prúðmannlega og vel um yðar bankaþarfir. Kin af aug'Ifsingumtm, scnt BANKINN 1 NÁGRENNI YÐAR BIRTIR

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.