Lögberg - 18.09.1952, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. SEPTEMBER, 1952
Langt í Burtu
frá
HEIMSKU MANNANNA
Eftir THOMAS HARDY
J. J. BÍLDFELL þýddi
XLIII. KAPÍTULI
„Þarft þú mín lengur við?“ spurði Liddy
húsmóður sína seinna sama kveldið og stóð
með kertaljós í hendinni við dyrnar á herberg-
inu, þar sem að Bathsheba sat inni í setustof-
unni ein og hnuggin við fyrsta eldinn, sem
kveiktur hafði verið þar á árinu, þá um haustið-
„Nei, ekki í kveld.“
„Ég skal vaka eftir húsbóndanum, ef þú
vilt, frú. Ég er ekkert hrædd við hana Fanny,
ef ég má sitja í herberginu mínu og hafa ljós
hjá mér. Hún var svo barsleg, ung og saklaus,
að ég er sannfærð um, að hún gæti ekki birzt
neinum þó að hún reyndi það.“
„Ó, nei, nei! Farðu þá að hátta! Ég skal bíða
eftir honum sjálf, þangað til klukkan tólf, og
ef hann verður ekki kominn þá, læt ég hann
eiga sig og fer að hátta líka.“
„Klukkan er hálfelefu nú.“
„Ó! Er hún?“
„Því siturðu ekki upp á lofti, frú?“
„Hvers vegna ekki?“ sagði Bathsheba eins
og utan við sig. „Það tekur því ekki. Það er
eldur hérna, Liddy.“
Allt í einu spurði hún lágt, en með ákafa
og geðshræringu: „Hefurðu heyrt nokkuð ein-
kennilegt eða undarlegt sagt um Fanny?“ Hún
hafði naumast sleppt síðasta orðinu, þegar hún
dauðsá eftir því og brast í grát.
„Nei — ekki eitt orð!“ sagði Liddy og leit
undrunarfull á Bathshebu. „Því grætur þú
svona, frú; hefir nokkuð komið fyrir?“ spurði
Liddy og gekk til hennar full meðaumkvunar.
„Nei, Liddy — þú skalt fara. Ég get varla
sagt af hverju þessi grátköst sækja á mig upp
á síðkastið. Ég var ekki vön að gráta þannig.
Góða nótt.“.
Bathsheba var einmana, og leið illa; ekki
samt tiltölulega ver, en henni leið áður en að
hún gifti sig; en einstæðingsskapur hennar þá,
var ámóta og einvera fjallsins er til einveru
hellisskúta. Og nú síðustu dagana komu þessar
ótta- og óróahugsanir út af fortíð mannsins
hennar. Óákveðni hennar í sambandi við hvar
geyma skyldi líkið þá um nóttina stafaði ein-
mitt frá þessum óróa-umbrotum í huga hennar.
Það væri máske réttara að segja, að þetta hug-
arangur hennar hefði stafað frá hennar eigin
andúð og andstyggð á þeim hugsunum, sem mið-
uðu til þess að eyðileggja alla samúð hennar
með Fanny, sökum þess að hún hafði unnið at-
hygli manns á undan henni, sem Bathsheba
hafði engan veginn enn hætt að elska, þó ást
hennar væri nú dauðsjúk og í sívSxandi hættu.
Eftir fimm mínútur kom Liddy til baka og
drap á dyrnar, opnaði þær og gekk hikandi
nokkur skref inn í herbergið, stóð þar ofurlitla
stund og sagði: „Mary Ann hefir heyrt eitt-
hvað mjög einkennilegt, en ég veit, að það„jer
ekki satt. En við fáum víst að vita allt um það
innan fárra daga.“
„Hvað er það, sem að hún hefir heyrt?“
„Ó,“ ekkert, sem að snertir þig, frú, eða
okkur. Það er viðvíkjandi Fanny. Það sama og
þú hefir heyrt.“
„Ég hefi ekki heyrt neitt.“
„Ég meina að það hafi borizt ljót saga til
Weatherbury nú á þessum seinustu mínútum —
um — að —“ Liddy gekk fast upp að húsmóður
sinni og hvíslaði því, sem eftir var af setning-
unni, í eyrað á henni og hallaði höfðinu um leið
í áttina þangað sem að Fanny lá.
Bathsheba skalf eins og hrísla.
„Ég trúi því ekki!“ sagði hún nokkuð æst.
„Og það er aðeins eitt nafn á kistulokinu.“
„Ég trúi því ekki heldur, frú, og það eru
margir fleiri, sem að ekki trúa því, því að við
hefðum vissulega heyrt meira um það, ef að það
væri satt — heldurðu það ekki, frú?“
„Við hefðum máske heyrt það — og máske
ekki.“
Bathsheba leit undan og í eldinn svo að
Liddy sæi ekki framan í hana. Þegar að Liddy
sá, að húsmóðir hennar ætlaði ekki að segja
neitt meira' fór hún út, lét afur dyrnar og fór
að hátta.
Andlitssvipur Bathshebu þetta kveld, þar
sem að hún stóð og horfði í eldinn, hefði getað
vakið meðlíðunarkennd, jafnvel hjá þeim, sem
unnu henni minnst. Hin hryggilegu afdrif
Fanny, voru henni allt annað en gleðiefni, þó
að hún stæði í líkri afstöðu til þeirrar vesalings
látnu konu, og Ester stóð forðum til Vasti, og
örlög þeirra að sumu leyti sambærileg. Þegar
að Liddy kom inn til hennar í seinna skiptið
þá var augnaráð hennar órólegt og hin fögru
augu hennar þreytuleg. En þegar að Liddy fór
út, eftir að hafa sagt sögu sína, hafði angistar-
svipurinn sett mark sitt á andlit hennar. En
hann lét einnig undan síga fyrir magnleysinu
eftir nolíkurn tíma. Hún sat samt ekki lengi
þannig, hugsanir hennar fóru smátt og smátt
að skýrast og kvíðinn að réna og útlit hennar
breyttist í rólegra hugarástand.
Bathsheba hafði ástæðu til að halda, í sam-
bandi við athuganir sínar og radnasögu Fanny,
sem enn var óljós, að hún vissi meira en þeir
Oak og Boldwood héldu. Samfundur einmana-
konunnar og hennar laugardagskveldið næst
undan hafði ekki verið nefndur á nafn. Oak
' hafði máske gjört það í beztu meiningu, að
halda því leyndu í marga daga, hvað komið
hafði fyrir Fanny; en hefði hann vitað, að Bath-
sheba hafði þegar gjört sér grein fyrir því, sem
fyrir hafði komið, þá hefði hann ekki gjört neitt
til þess að lengja óvissu- og angistartíma þann,
sem að hún var að ganga í gegnum, þegar að
sannleikurinn varð að leiða það versta í ljós á
endanum.
Hún fann allt í einu brýna þörf hjá sér
til að tala við einhvern, sem var sterkari en
hún, og leita hjá honum styrktar til að geta
mætt mótkasti því, sem hana grunaði að fram-
undan lægi, með ró og hugprýði. Hvar gat hún
fundið slíkan vin? Hann var ekki að finna inn-
an húss. Hún var sjálf langsamlega hugprúðust
þeirra kvenna, sem að þar voru. Þolinmæði og
dómsfrestun í r^okkra klukkutíma var það, sem
hún þurfti að temja sér, og það var enginn til,
sem gat hjálpað henni. Var hugsanlegt fyrir
hana að fara til Gabríels Oak? — Nei, það gat
hún ekki. Hvaða meistari að Opk er í því að
umbera það, sem að höndum ber, hugsaði hún.
Boldwood, sem sýndist vera svo miklu dýpri,
hærri og sterkari, að því er tilfinningarnar
snerti, heldur en Gabríel, hafði enn ekki lært
betur en hún sjálf þá einföldu lexíu, sem að Oak
var meistari í, að á meðal hinna mörgu við-
fangsefna, sem að hann hafði með höndum,
þá voru þau, sem að hann sjálfan snerti, aldrei
þau þýðingarmestu í hans augum. Oak athugaði
alltaf kringumstæðurnar, án þess að hugsa sér-
staklega um sjálfan sig. Það var einmitt þannig,
sem að hún óskaði sér að vera. En svo var
Oak ekki kvalinn hugarangist, eins og að hún
var nú — að Oak vissi allt um Fanny, sem að
hún vildi vita — um það var hún sannfærð.
Ef að hún færi til hans nú og segði ekkert ann-
að en: „Hvað er satt í sögunni?“ Þá mundi
hann finna skyldu sína í að segja henni, eins
og væri; og það væri óumsegjanleg hugarfróun.
Það þyrfti ekkert meira að segja. Hann þekkti
hana svo vel, að engin séreinkenni í framkomu
hennar mundu koma honum á óvart. Hún
fleygði yfir sig kápu, gekk til dyranna og opn-
aði þær.
Úti bærðist eigi blað fyrir vindi. Loftið var
enn vatnsþrungið, þó varla eins og það hafði
verið eftir miðjan daginn, og vatnsdroparnir
úr trjáliminu féllu með reglubundnu millibili
ofan á laufin fyrir neðan þau. Það sýndist æski-
legra að vera utan húss en innan. Bathsheba lét
aftur dyrnar og gekk seinlega eftir bakgötu
þangað til að hún kom gegnt húsinu, sem að
Gabríel átti heima í; þar bjó hann einn eftir
að hann varð að flytja frá Coggan sökum rúm-
leysis í húsi hans. Það var ljós í einum glugga
niðri í húsi Oaks. Gluggahlerarnir voru opnir
og gluggablæjurnar uppi, því húsbóndinn hafði
ekki ástæðu til að óttast innbrot eða annað
ónæði. Hún sá Gabríel í gegnum gluggann,
hann sat í rólegheitum og var að lesa. Hún sá
hann glöggt þaðan, sem að hún stóð á götunni —
sá hárið á honum, sem var ljóst og hrokkið, og
að hann studdi hönd undir kinn, að hann rétti
sig upp stöku sinnum og tók skarið af kerta-
ljósinu, sem stóð á borðinu við hliðina á honum.
Að síðustu leit hann á úr sitt, og virtist bregða
við, er hann sá hvað framorðið var orðið, hann
lét aftur bókina, sem að hann var að lesa í, og
stóð á fætur. Hann ætlaði sýnilega að fara að
hátta, og ef að hún ætlaði sér að berja að dyrum,
þá yrði hún að gera það strax. En þá brast hana
kjarkinn! Hún fann, að hún gat ekki komið sér
til þess. Hún fann, að hún gat ekki með nokkru
móti látið hann verða hugarangurs síns varán,
og því síður spurt hann um upplýsingar í sam-
bandi við Fanny og dauðaorsök hennar. Hún
varð að láta sér nægja grunsemdir, tilgátur,
óvissu — og bera það allt ein.
Eins og hælislaus förukona beið hún í nokk-
urs konar leiðslu, sem að hún féll í út af áhrif-
unum, er þetta kyrrláta umhverfi hafði»á hana,
en sem hana skorti svo tilfinnanlega sjálfa.
Hún sá Gabríel í herberginu upp á loftinu
setja ljósið í gluggakistuna, og krjúpa við rúmið
sitt í bæn. Samanburðurinn á þeirri mynd við
hið órólega og æsta skap hennar sjálfrar, var
meir en hún gat borið til lengdar. Henni var
ekki gefið að mýkja raunir sínar á þann hátt.
Hún varð að ganga sinn þyrnum stráða veg til
enda, eins og að hún hafði lagt út á hann. Með
harm í hjarta, sneri hún við til baka sömu leið-
ina og að hún hafði komið og fór heim til sín.
(Órórri nú en fyrr út af fyrirmynd þeirri, er
Oak hafði fest í huga henni, stansaði hún í
ganginum á húsi sínu og leit á dyrnar á her-
berginu, þar sem að Fanny lá inni. Hún spennti
saman greiparnar, kastaði höfðinu aftur á bak,
þrýsti höndunum að enni sér og sagði með
þungri grátstunu: „Ó, guð, það vildi ég að þú
gætir talað, Fanny, og sagt mér frá leyndarmáli
,þínu! Ég vona, ég vona, að það sé ekki satt,
að þið séuð tvö! . . . Ef að ég gæti litið á þig í
eina mínútu, þá fengi ég að vita það!!“ Hún
stóð þegjandi í nokkrar mínútur, og bætti svo
við: „Og ég skal fá að vita það!“
Bathsheba gat aldrei skilið hugarástand
það, sem að hún var í og er fleytti henni í gegn
um athafnir þær, sem að hún framkvæmdi
þetta eftirminnilega kvöld. Hún fór og sótti
skrúfjárn og fann sjálfa sig eftir ótakmarkaðan
tíma, sem að hún vissi ekki hvernig að leið,
standa með áköfum hjartaslætti við líkkistu
konunnar, sem að hin óvissu endalok voru henni
svo mikið áhugamál, og hún sagði við sjálfa
sig í hásum rómi um leið og hún leit ofan í
kistuna:
„Það er bezt að vita það versta — og nú
veit ég það!“
Hún var sér þess meðvitandi, að til þess
að framkvæma þetta, þá hafði hún aðhafst ýmis-
legt, sem að hún sá eins og í draumi og sem
þá var glöggt í huga hennar á meðan að hún
stóð niðri í ganginum. Hún hafði farið upp
stigann og hlustað við dyrnar á herberginu,
sem að stúlkurnar sváfu í, til að ganga úr
skugga um að þær væru sofandi, og læðist svo
ofan aftur og lokið upp herberginu, þar sem
að konan unga lá og tók ákveðin til þess verks,
sem, sem að hún hefði getað hugsað sér áður
að hún tæki þátt í nokkurri slíkri athöfn ein-
sömul, hefði fyllst hræðslu og hrolli, en nú
þegar að hún var búin að því, var það ekki
eins óttalegt fyrir hana, eins og sönnunin fyrir
athöfnum manns hennar, sem nú var ekki
lengur um að villast — og ekki heldur síðasta
kapítulann í sögu Fanny.
Bathsheba. lét höfuðið síga ofan á brjóst
sér, og andardrátturinn, sem hafði verið tempr-
aður af eftirvæntingu, forvitni og áhuga, heyrð-
ist nú í mynd þungrar angistarstunu: „0-o-o!“
sem að þögn herbergisins gerði enn þyngri og
lengri. Tár hennar féllu ótt og títt, þar sem að
hún stóð við hliðina á kistunni — tár, sem áttu
margþættan uppruna og eðli, sem að ekki er
hægt að lýsa eða skilgreina, nema að því leyti
að þau voru ekki einlæg sorgartár. Vissulega
hefir hinn vanalegi eldur lifað í leyfum Fanny,
þegar að atvikin höguðu því þannig, að hún var
flutt þangað á svo eðlilegan og ákveðinn hátt.
Eitt atriði út af fyrir sig — að deyja á þann
hátt, að auðnuleysið skyldi verða til upphefð-
ar, það hafði Fanny tekist. Og við það höfðu
örlögin bætt þessum óvænta samfundi þeirra
þá um kveldið, sem í hugaræsing Bathshebu
hafði snúið armæðu Fanny í sigur, niðurlæging
hennar í upphefð, óheppni hennar í yfirráð; en
varpað yfir hana sjálfa gleiðgosalegri og spott-
andi birtu, sem að setti hæðnismark sitt á allt,
sem að í kringum hana var.
Gula hárið myndaði umgjörð um andlit
Fanny og það var ekki lengur mikill vafi á því,
hvaðan að hárlokkurinn, sem Tray hafði, var
kominn. í hitaæsing sinni fannst Bathshebu,
að hvíta saklausa andlitið á Fanny bæri óljósan
svip um sigrihrósandi meðvitund um þá kvöl,
sem að hún hafði liðið með hinu miskunnarlausa
valdi Móse-laganna: kvöl fyrir kvöl; sár fyrir
sár; stríð fyrir stríð. Bathsheba hugsaði um það
hvernig að hún gæti sloppið frá þeirri aðstöðu,
sein að hún var komin í. Henni kom til hugar
að fyrirfara sér tafarlaust, sem henni fapnst,
þó að það væri óaðgengilegt og ægilegt, sem
að hún fyllilega sá, þá væri það máske betra,
en að lifa við smán alla sína ævi. En var þessi
dauðahugsun hennar þá nokkuð annað en vesæl
leg eftirstæling af aðferð mótstöðukonu hennar
án ástæðu þeirrar, sem hafði gert dauða keppi-
nautar hennar dýrðlegan. Hún gekk fram og
aftur um herbergið með spentar greipar fyrir
framan sig eins og venja hennar var þegar
að hún var í hugaræsing, á meðan að hún hugs-
aði og tautaði í brotnu máli: „Ó, ég hata hana,
samt meina ég ekki að ég hati hana, því að það
er ásakandi og illmannlegt, en samt hata ég
hana dálítið! Hold mitt krefst þess, að ég hati
hana hvort sem að andi minn leyfir það eða
ekki! . . . . Ef að hún hefði lifað, þá hefði ég
getað verið reið og grimm við hana með nokkr-
um rétti; en að bera hefndarhug til dáinnar
vesalings konu kemur sjálfri mér í koll. Ó, guð
vertu mér líknsamur! Ég kvelst af öllu þessu.“
Bathsheba varð svo skelkuð út af þessu
hugarástandi sínu, að hún leit í kringum sig
til þess að reyna að koma auga á eitthvað, sem
að drægi huga hennar frá þessu. Endurminn-
ingin um Oak, þar sem að hann kraup við rúm
sitt, kom í huga hennar og með eftirlíkingar-
meðvitund, sem að konum er ósjálfráð, tók hún
það ráð að krjúpa og biðja, ef þess væri nokkur
kostur. Gabríel hafði beðið, og hún ásetti sér
að gjöra það líka.
Hún kraup niður við kistuna og tók hönd-
unum fyrir andlitið á sér, og það var eins
hljótt um tíma í herberginu eins og í gröf.
Hvort heldur það var frá matírialiskum áhrifum
eða einhverjum öðrum, þá stóð Bathsheba upp
eftir dálitla stund í rólegu skapi og sá innilega
eftir hinum óvingjarnlegu hugsunum, sem að
höfðu gripið hana rétt áður. 1 yfirbótaþrá sinni
tók hún blóm úr blómkeri, sem að stóð í glugga
á herberginu og fór að raða þeim í kringum
andlitið á Fanny. Hún þekkti enga aðra aðferð
til að sýna dánum vinskap og virðingu. Hún
vissi ekki hve lengi hún var að þessu. Hún
gleymdi tímanum, lífinu, hvar hún var og því,
sem að hún var að gera. Hún vissi ekki af sér
fyrri en að hún vaknaði upp við það að vagn-
húshurðinni var skellt afur úti í garðinum.
Eftir örstutta stund var framdyrahurðin á hús-
inu opnuð og látin aftur, fótatak heyrðist í
ganginum og maður hennar kom að herbergis-
dyrunum, þar sem að hún var, og leit inn.
Hann horfði eins og í draumi á það, sem
að inni var, steinhissa steinhissa eins og að þar
væri um einhverja töframissýningar að ræða.
Batsheba, sem var föl eins og nár, starði á hann.
Svo er innfallsgáfa langt frá því að vera
ávöxtur af ályktunum, að Tray datt ekki Fanny
í hug, þar sem að hann stóð. Hann hélt fyrst
að það væri einhver af heimamönnum, sem að
væri dáinn.
„Jæja — hvað?“ sagði Tray stuttlega.
„Ég verð að fara! Ég má til að fara!“ sagði
Bathsheba við sjálfa sig, frekar en við hann.
Hún gekk til dyranna og ætlaði fram hjá honum.
„Hvað gengur að? I hamingjubænum. Hver
er dáinn?“ spurði Tray.
„Ég get ekki sagt þér það. Láttu mig kom-
ast út! Ég þarf að fá mér ferskt loft!“ bætti hún
við.
„Nei. Vertu kyrr, ég krefst þess.“ Hann tók
í hendina á henni, og það var eins og hún missti
allt sitt mótstöðumagn. Hann fór þannig inn í
herbergið og þau Tray og Bathsheba gengu sam-
an að líkkistunni.
Kertaljós stóð á kommóðu rétt hjá þeim og
bar birtu á andlit barnsins og móður þess. Tray
leit ofan í kistuna og sleppti hendi konu sinn-
ar — og hann sá og skildi það, sem komið
hafði fyrir. Hann stóð hreyfipgarlaus, eins og sá,
sem máttvana er orðinn, tilfinningarnar og geðs
hræringarnar ráku sig hvor á aðra og ollu al-
gjöru magnleysi.
„Þekkurðu hana?“ spurði Bathsheba í lág-
um og hljómlausum róm.
„Já,“ sagði Tray.
„Er það hún?“
„Já, það er hún.“
Hann hafði í fyrstu staðið teinréttur. En
nú mátti sjá í þessu nálega óhagganlega hreyf-
ingarleysi líkama hans votta fyrir glætu, eins
og á dimmri nóttu eftir stundar bið. Hann var
smátt og smátt að beygja sig áfram. Drættirnir
í andlitinu á honum milduðust og skelfingar-
svipurinn, sem að á honum var breyttist í ótak-
markaðan sorgarsvip. Bathsheba stóð hinu meg-
in við kistuna og horfði stöðugt á hann með
glóandi augum og með opnar varir. Tilfinninga
hæfileikar manna eru í réttu hlutfalli við eðlis-
jafnvægið; og máske að í öllum sínum erfiðleik-
um, sem að voru miklu meiri í samanburði við
þrótt hennar, að þá hafi Fanny aldrei kvalist
meira en að Bathsheba kvaldist nú.
Þetta var það, sem Tray gerði: Hann féll á
hnén með ólýsanlegum svip á andlitinu, sem
var sambland af samvizkubiti og lotningu og
laut að Fanny Robin og kyssti hana, eins og að
maður kyssir ungbarn, sem að hann vill ekki
vekja.
Þegar að Bathsheba sá þetta tiltæki hans,
sem að henni var óþolandi, þaut hún til hans;
allár tilfinningarnar, sem að höfðu gagntekið
hana, eftir að hún vissi hvað ástríður voru,
sýndust sameinast í eitt tilfinningaflóð. Hugar-
breyting hennar frá andúðaraðstöðu þeirri, sem
að hún var í rétt áður, þegar að hún hafði verið
að hugsa um heiðursmiðlun, að hún hafði ekki
verið fyrsta ástmey hans, að önnur kona var
búin að fæða honum afkvæmi á undan henni,
var ákveðin og algjör. Allt það var nú gleymt
í einlægu og sterku sambandi manns og konu.
Hún hafði þá þráð sjálfstæði, en nú reis hún
öndverð gegn því, að slíta samband það, sem
að hún hafði harmað. Hún vafði handleggjun-
um um. hálsinn á Tray og í angist sinni stundi
hún upp frá rót hjarta síns: —
„Ekki — kysstu þær ekki! ó, Frank ég þoli
það ekki — ég get það ekki! Ég elska þig heitara
en að hún gerði: Kysstu mig líka, Frank —
kysstu mig! Þú gjörir það, Frank, kysstu mig
líka!“