Lögberg - 18.09.1952, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. SEPTEMBER, 1952
7
Biskupsgöngin
Framhald af bls. 2
brunann að bráðnum málmi og
sérhverju verðmæti. Þetta lag
vildum við ekki skemma í kirkju
grunni, en hirtum glerbrot fá-
ein og eirnagla úr yfirborði
þess, fyrir sýnishorn.
Árnagrunnur frá 1311 (kennd-
ur við þáverandi biskup, Árna
Helgason, sem reit sögu Staða-
Árna, fyrirrennara síns) ætti að
vera finnanlegur að allmiklu
ltyti í þessu öskulagi, sem grein-
ir skarpt milli tímans fyrir og
eftir 1527. Slík greining er ómet-
anleg stoð fyrir framhaldsrann-
sókn.
Finnur biskup Jónsson hélt
því fram í kirkjusögu sinni
(Hist. eccl. II.), að Árnakirkja
hafi verið svo há og mikil, að
slíkt timburhús hafi eigi borið
sig, og af þeirri ástæðu hafi það
verið, sem ofviðri laskaði mjög
stöpul og kirkju á Þorláksmessu
fyrir jól 1318.
Viðgerð kirkjunnar eftir það
áfall hefir líklega engum stór-
breytingum valdið. Árnakirkja
hefir víst verið glæsilegasta hús
sinnar tíðar á landinu og ögrað
Auðuni rauða til að hefja enn
stórkostlegri kirkjusmíð á Hól-
um. En Auðun kom aldrei verk-
inu af, það féll í rúst, og eldri
kirkjan varð að duga Hólum enn
lengi. Fram til 1527 hefir því
Árnakirkja orðið stílfyrirmynd-
in, sem menn þekktu eftirlíkta í
beztu kirkjum lands og líktu
síðar eftir á ný í smækkandi dóm
kirkjum Ögmundar og Brynjólfs.
Þannig er eins og kynslóðin, sem
var ung, þegar Njála var skrifuð,
hafi einnig skapað okkur það
fremsta, sem við eignuðumst á
miðöldum í kirkjulist.
í SkólhoSti . . .
garðinn vígi gott. Forskáli
(göng) lá frá bæ til kirkju, og
væntu þeir atsóknar inn eftir
þaki hans, báru vatn á þakið,
svo að frysi og yrði hált, og reistu
þar og líklega víðar á kirkju-
garðsvegginn viðu til varnar.
Jarðrask varð eigi gert á vetri.
Gizur svaf í kirkjustöplinum og
fylgdarmenn hans, víst tugum
saman.
Þeir Órækja komu ofan traðir
og sóttu að. Maður, sem viðskila
varð við lið hans, gekk einn und-
ir kirkjugarð að vestan, hugði
Órækjumenn þar upp komna,
rétti hendur upp í móti þeim, og
drógu garðsverjendur hann til
sín og bundu. Af þessu sést, að
garðurinn var um seiling á hæð
og hlaðinn svo í varnarskyni.
Grímsnesingar vörðu garðinn
norðan og til Líkahliðs, sem ver-
ið hefir í brekkunni beint neðan
við núverandi kirkjugarðshlið.
Söðlabúr er nefnt þar áfast við
garðinn að norðvestan, og var
fast sótt til uppgöngu á það búr.
Biskupstungnamenn og Skeiða
\örðu garðinn austan og allt til
gestahúsa, er virðast hafa verið
rétt hjá forskálanum, því að
Gizur varði hvort tveggja saman
með fylgdarmönnum sínum, og
þar voru sögulegust vopnaskipt-
in. Rétt þar fyrir vestan var á
suðurveggnum hlið, „er til kirkju
er gengit neðan frá húsum.“
Hreppamenn vörðu þaðan vest-
ur til Líkahliðs. í engu getur frá-
sögnin Virkishóls, sem nú er að-
ems 2 metra frá kirkjugarði
austanverðum, og ber það því
vitni, að þá var ekki til neinn
Virkishóll þar, sem máli skipti,
heldur mun hann hækkaður upp
síðar.
Myndir úr Sturlungu
Virðum fyrir okkur Skálholts-
sögu ársins 1242; lengri Sturl-
unguþáttur yrði blaðagreininni
ofviða. Höfuð Sturlunga voru
fallin, Sighvats og sona hans
fjögurra á Örlygsstöðum 1238 og
Snorra í Reykholti fyrir fáum
mánuðum. Til hefnda voru
Órækja Snorrason og Þórður
kakali.
Þegar Órækja fór að Gizuri
Þorvaldssyni um nýár, stökk
hann í Skálholt með fylgdarlið
sitt og hóf liðssöfnuð um hérað.
Menn hans vildu eigi flýja ann-
að, því að þeir kölluðu kirkju-
Sparið peninga!
Sparið meira en
hálf útgjöld
við reykingar!
Vélvefjið vindlinga
yðar með
CIGARETTE
Þegar Sigvarði biskup, sem
var í kirkju með klerkum sínum,
þótti fullnóg barizt, hljóp hann
út eftir forskálanum og yfir við-
una móti vopnum þeirra Órækju
og hóf yfir þeim bannsetning.
Hætti þá bardagi, og bráða-
birgðasættir tókust.
Skálholt og Þórður kakali
Um haustið hóf Þórður kakali
hefndarferðir feínar. í nóv. söfn-
uðust nær 6 hundruð (720) Ár-
nesinga í Skálholtskirkjugarð
til að verjast honum þar og höfðu
umbúnað til bardagans. Þórður
reið heim í geilarnar með lið
þrefalt færra, en orustuvanara.
Hann sendi á undan Hrafn Odds
son og Teit Styrmisson að ræða
um sættir og þó meir til að
njósna um vígbúnaðinn á garð-
inum, hve torsóttur væri. Þeir
komu aftur og sögðu, að bændur
væru torsóttlegir, ef nokkur dáð
væri í þeim. Þórður gekk þá að
samningum heldur en berjast.
Þessu sinni höfðu bændur tóm
fengið til að gera varnir garðsins
sterkar, og mætti ráða af um-
sögn Hrafns og Teits, að það
hafi verið gert.
Sums staðar á Norðurlöndum
og einkum í Svíþjóð var alsiða
að víggirða kirkjugarða og þá
helzt rammlegar en nokkurn
tíma var reynt í Skálholti. Þess-
ar Skálholtsmyndir opna því
nokkra fjarsýn, sem tengir hern-
aðarþróun hér við sögu hinna
Norðurlandanna. Eldri sögur um
varnir herflokka í kirkjugörðum,
s. s. á Helgastöðum í Reykjadal
1222, eru þýðingarminni.
Á hinn bóginn var Sigvarði,
friðgjörnum biskupi, og flestum
kirkjumönnum stórilla við þessa
hernaðarnýjung að breyta kirkju
görðum, sem til þess hentuðu, í
vígi. Löngun til slíks hafði víst
enginn biskup Skálholts fyrr en
Jón Gerreksson settist að stóli
og hélt þar málalið, kringum 30
atvinnuhermenn, sem landsmenn
ímynduðu sér, að væru írskir.
Hvað segja jarðgöngin okkar?
Við mokuðum upp úr göngun-
um fornu, sem liggja utan gegn-
um kirkjugarðsvegg inn undir
kirkju, 15 metra leið. En sá
gangahluti, sem utan kirkjugarðs
lá og heim til bæjarhúsa, mun
að mestu rifinn í grunn og eins
skólarústirnar á þeirri leið (eink-
um rifið grjótið úr skólaveggjun-
um við hlöðubygging á staðnum
1902.).
Það vil ég fullyrða nú, að for-
skálinn í Sturlungu er sama og
þessi göng eða hefir verið á sama
stað. Hjá Vestur-Skaftfellingum
hefir forskáli þýtt til okkar daga
göng til útihúss. Göngin fornu
til Snorralaugar í Reykholti hétu
íorskáli í Sturlungu, og svipaðs
forskála er getið í Bæ 1 Borgar-
firði, en við Keldur hafa nýlega
verið grafin upp slík göng, ef-
laust frá Sturlungaöld.
Lega grunnklappar í garðinum
sýnir, að menn hefðu aldrei farið
að byggja slík kirkjugöng austar
(í bogakamb yfir háa klöpp),
fyrst hægt var að hafa þau
styttri, auðreistari og látlausari
nákvæmlega við klapparendann,
þar sem þau eru nú. Kirkjan
hefir aldrei náð til muna vestar
en er, svo að varla er tilefni til
að halda, að menn hefðu viljað
hafa göngin vestar en þau eru
og láta þau þrengja að mann-
fjölda, sem safnast kunni fyrir
aðaldyrum kirkju. Botn gang-
anna þurfti frá öndverðu að
liggja undir kirkjuvegg sem
mest, svo að þau spilltu síður
heildarsvip húshliðar. Og fremur
lág voru þau, meira að segja
niðri í húsasundinu utan garðs,
fyrst þar þótti vænlegra til að-
sóknar en í nokkrum öðrum stað.
Klöpp ræður hinu, að gólfhellur
gátu ekki legið dýpra að jafnaði
en þær liggja nú í göngunum.
Þar erum við því að troða a. n. 1.
sömu hellur og á Órækju dögum
og sjáum lifna vegghleðslur
rúmra sjö alda.
Breidd ganganna er víðast
metri við gólf, nema á kafla
tæpir 80 sm., og hafa þar hleðsl-
ur sigið eitthvað fram. Á köflum
er hleðsla mestöll hrunin eða
hefir verið rifin um leið og
Brynjólfskirkja fyrir 150 árum.
Upp við kirkju eru um 190 sm.
frá gólfbitum hennar niður á
klöpp, en yngstu gólfhellur þó
ofar en svo, að manngengt hafi
verið þar undir ytri gólflægjur
í Brynjólfskirkju. Tröppurnar
þar virðast nú að fullu rifnar og
er slæmt. Að öðru leyti er hellu-
gólfið í göngunum órótað og
vandað eins og sómdi sér handa
skrýddum biskupum og frúm að
ganga í hrakviðrum þá leiðina
úr bæjarhúsum til messu. Og
þessa leið gengu munkar og
klerkar miðaldanna á hverri
nótt til óttusöngs og bæna.
Dýpt ganganna er mínna en
mannhæð, nema dálítið dýpri
syðst niður við kirkjugarðs-
vegginn, þar sem leiðin til skóla-
skálans lokast enn af mold og
tveim stórum steinum. Lauslega
fyrirhleðsla ofarlega í göngun-
um er ungleg og gat verið höfð
í stað hurðarláss fyrir þessum
aukadyrum kirkjunnar árin sem
hún var að grotna niður um 1800.
En lengi fram eftir 18. öld (fram
yfir 1764 a. m. k.) hafði verið
myndar torfþak á göngunum og
undir því átta (5) þverbitar með
dvergstoðum á. Þessu líkt verður
að þekja göngin nú, halda þeim
við.
Upp úr göngunum kom marg-
víslegasti ruðningur grjóts og
torfs og viðarkolaösku. Ekki hef-
ir þak þeirra hrunið og lagzt á
gólf, heldur voru mannaverk á
öllu, og tínt hafði verið burt
hvert sprek sem hæft var til elds-
neytis og meginið af hleðslu-
hæfu grjóti. En við fundum nóg
af smáum glerbrotum, ryðnögl-
um, sviðnum og ósviðnum viðar-
leifum í graut, — ennfremur
brotnar krítarpípur tóbaksmanna
á Brynjólfsdöguni o. s. frv.*
Eina skýringin, sem ég veit á
þessum blendingi í göngunum,
er sú, að þegar Brynjólfsgrunnur
var að nokkru hreinsaður undir
nýja kirkju 1803 (og aftur 1851),
voru göngin nýrifin eða rifin þá
og áttu að fyllast með þessum
ruðningi. HUgsanlegt er, að í
sama tilgangi hafi þá verið sótt
rusl heiman frá bæ og látið í
göngin, eins og sum brot af gler-
og leirvöru benda til. En önnur
gler eru samkynja við gler fund-
in austast í kór.
Virkið austur á hólnum
Virkishóll, sem ég heyrði ein-
hvern fyrir löngu nefna Virkis-
búð (vegna blöndunar við Þor-
láksbúð í Skálholti og Virkisbúð
á Þingvöllum?) er álagablettur
einn fyrir austan kirkjugarðinn.
Ekkert gerðu menn að vísu með
þau álög framan af 20. öld, og
eigi mun reimt þar lengur. En
hugmynd hefir verið til um það,
að vígbúnaður setuliðs Jóns
Gerrekssonar hafi gefið hólnum
hið einkennilega nafn og þá
sennilega óorðið með. Þetta gæti
verið seinni tíma ályktun, en
gæti verið lífseig, deyjandi sögn.
Við grófum þar til að vita, hvort
líkur fengjust með eða mót.
Eldri en svo munu fáir ætla
virkið þar, sbr. það, sem áðan
var sagt frá 13. öld.
Jón Egilsson segir í Biskupa-
annálum (Safn 1,90) *og yngri
sagnamenn að mestu eftir hon-
um (J. H. í Lbs. 647,4to,408—12),
að þegar Jón biskup Arason vildi .
ná Skálholti 1548, stjórnaði Jón
Bjarnason ráðsmaður vörn og lét
að ráðum Gleraugna-Péturs Ein-
arssonar „gjöra virki fyrir norð-
an búðina og bera þangað byss-
urnar, og svo var gjört; suður
hjá smiðju bjuggu þeir líka um
þær til varnar . . . . en sem þeir
(Jón) komu heim yfir túngarð-
inn, þá skutu þeir heima í virk-
inu; hinir þorðu þá ekki
lengra . . . .“
Virki fyrir norðan búðina, þ. e.
Þorláksbúð kirkjugarðsins, getur
ekkert verið nema Virkishóll,
þótt hálfskökk sé áttin, enda
hggur sá hóll svp vel til að skjóta
af boga og byssu bæði í traðirn-
ar og að hverjum, sem uppgöngu
reyndi austan á kirkjugarðinn,
að vart hefðu menn farið að gera
þar forvirki garðsins á öðrum
lægri stað. Umbúnaður þeirra
Péturs hefir verið sams konar og
gerist í skotgröfum og sennilega
fiaustrað upp ýmsum varnar-
hleðslum á kirkjugarðsvegg og
hús, en þetta nægði til að fá
biskup til að hætta við árás á
staðinn.
Við Jökull rufum hauginn. í
60 sm. dýpi uppi á 7—8 metra
breiðum kolli Virkishóls kom í
ljós hringlaga gólf, nær 6 m. í
þver mál og vandlega púkkað
með völdum smáhnullungum,
sem geta ekki skroppið til eða
sporðreistst eins og hellur þær,
sem mest var annars gólflagt
með á staðnum. Kringum gólf-
flötinn hefir verið hringhleðsla
ur smáu grjóti og torfi, en stórir
steinar í þeirri hlið hringveggs-
ins, sem út sneri, svo örðugra
væri að rjúfa. Milli hringveggs
og kirkjugarðs virðast hafa ver-
ið tveir metrar, en plógur mun
hafa gengið þar yfir við túna-
sléttun fyrir all-löngu, svo að ég
vil ekki fullyrða það, sem þó er
sennilegast, að þakin göng hafi
legið úr virkinu inn í kirkjugarðs
griðin.
Líkur eru þannig, að þetta
vandaða verk, sem eigi er full-
rannsakað, sé eldra en Gler-
augna-Pétur, en hann hafi látið
hressa það við fyrir byssur sín-
ar. Ekki voru íslenzku biskup-
arnir næst á undan líklegir til að
nota virkið nema þá fyrir hesta-
létt í viðlögum, og berast nú
sterklega böndin að Jóni Gerr-
ekssyni um frumsmíð þess. Hann
var gæðingur Eiríks af Pommern
og hraktist fyrir Svíum úr erki-
biskupsstóli Uppsala. Þá sendi
Eiríkur kóngur hann hingað, en
fyrir herskap hans drekktu lands
menn honum í Brúará 1433.
Um setulið útlends drottnara
á íslandi á þeirri öld eru varla
sýnilegar minjar nema í Skál-
holti: Iragerðisþúfur tvær í túni
og líklega þessi hóll.
Björn Sigfússon
—TÍMINN, 31. júlí
Mot norrænna kirkjutónlistar
manna háð í Reykjavík
Fimmta mót norrænna kirkju-
tónlistarmanna v a r h á ð í
Reykjavík dagana 3.-10. júlí sl.
Varu þar viðstaddir 10 fulltrú-
ar frá Danmörku og 9 frá hverju
landi: Noregi, Finnlandi og Sví-
þjóð, auk allmargra fulltrúa héð
an. Á meðal hinna erlendu full-
trúa voru ýmsir kunnustu tón-
listarmenn Norðurlandakirkn-
anna. Færeyingar komu því ekki
við að senda fultrúa að þessu
sinni.
Hófst mótið með því að guðs-
þjónusta fór fram í Dómkirkj-
unni 3. júlí kl. 12 síðdegis. Pró-
fessor, séra Ásmundur Guð-
mundsson—flutti prédikun, en
dómprófastur og dómkirkju-
prestur þjónuðu fyrir altari.
Félag íslenzkra organleikara
annaðist móttökurnar og setti
formaður þess dr. Páll ís.lfsson
mótið í Háskólanum kl. 3, sama
dag. Flutti hann þar ávarp þar
sem hann lýsti ánægju sinni
yfir komu hinna erlendu full-
trúa til Islands og bauð þá vel-
komna. Talaði hann meðal ann-
ars um markmið þessara móta og
fagnaði því, að fleiri íslenzkir
tónlistarmenn fengju nú að taka
þátt í slíku móti en áður hafði
verið unnt. Kvaðst hann ekki ef-
ast um að samstarf kirkjutón-
listarmannanna erlendu og ís-
áhrif á þróun kirkjutónlistar á
lenzku mundi hafa mikil og góð
Islandi.
Á meðal hinna erlendu full-
trúa má nefna próf. Emelíus
Bangert dómorganista í Hróar-
skeldu, próf. Arnas Masalo og
John Sundberg, próf. frá Hel-
sinki, Norðmanninn Arild Sand-
vold dómorganista og Svíann
próf. David Ahlén, sem allir
fluttu ávörp, en á eftir hverri
ræðu sungu íslenzkir kirkjukór-
ar þjóðsöngva hvers lands. í
sambandi við mótið voru kirkju-
tónleikar haldnir á hverju kvöldi
að kalla mátti, þar skiptust á
söngur og orkanleikur. Höfðu
íslenzku kórarnir verið sérstak-
lega æfðir undir þessa sam-
söngva. Dómkirkjukórinn af dr.
Páli ísólfssyni, Kirkjukór Hall-
grímskirkju af Páli Halldórs-
syni, Kirkjukór Nessóknar af
Jóni ísleifssyni og Kirkjukór
Hafnarfjarðarkirkju af Páli Kr.
Pálssyni.
Tónleikarnir fóru alir fram í
dómkirkjunni, íslenzkir, danskir
finnskir, norskir og sænskir. Var
kórunum stjórnað ýmist af ís-
lenzku söngstjórunum eða þess-
um erlendu söngstjórum: Próf.
M a s a 1 o, dómorganista Arild
Sandvold og próf. David Ahlén.
—Þeir sem léku á dómkirkju-
orgelið á þessu kirkjutónlista-
mój;i voru: Dr. Páll ísólfsson, dr.
Victor Urbancic, Páll Kr. Páls-
son, Finn Viðarö, Sören Sören-
sen, Harold F. Andersén, Arild
Sandvold, Rolf Karlsen, Ludvig
Nielsen og Gustav Carlman. Ein-
söngvarar mótsins voru: Frú
Þuríður Pálsdóttir, ungfrú Elsa
Sigfúss, Guðmundur Jónsson,
Einar Kristjánsson, Sulo Saarit
og á fiðlu lék einleik * Björn
Ólafsson. Lögin, sem leikin voru
og sungin, voru öll eftir höfunda
frá Norðurlöndum.
Sunnudaginn 6. júuí fór fram
útíguðsþjónusta á Lögbergi.
Komu þar kirkjukórar úr
Reykjavík og nálægum héruð-
um og sungu þar, alls um 500
manns, en biskipínn prédikaði.
Ferðir voru farnar um nágrenn-
ið og til Gullfoss og Geysis. Far-
ið var og til Hafnarfjarðar, þar
sem notið var mikillar gestrisni
og rausnar hjá bæjarstjórn.
Ýms fróðleg erindi voru flutt
á mótinu. Fyrirlesarar voru
þessir: Sigurður E. Birkis, söng-
málastjóri, Sören Sörensen, or-
ganleikari, Magnús Már Lárus-
son, prófessor, Erling Kjelsen
organleikari, David Ahlén, pró-
fessor og Carl Ljungdal. Mótinu
lauk með samsæti í sjálfstæðis-
húsinu.
Mót þetta kostaði, eins og
gefur að skilja, mikinn undir-
búning, fé og fyrirhöfn. En það
var eins og menn teldu þetta
ekki eftir sér. Öllum virtist vera
ljúft að gera sitt til að tónlistar-
mótið gæti orðið íslendingum til
sóma. Organleikarar með Dr.
Pál Isólfsson í broddi farar og
söngmálastjóri höfðu aðalfor-
ystu. Söngfólkið kom til æfinga
að segja mátti að nóttu jafnt
sem degi. Ríkisstjórnin brást
drengilega við um fjárstyrk til
mótsins og dvalarkostnaðar
hinna erlendu gesta. Ötull og á-
gætur framkvæmdarstjóri var
ráðinn hr. Edwin Árnason og
var hann sífelt á ferðinni. Þátt^
taka í kirkjutónleikunum var á-
gæt.
En hvað er að öðru leyti að
segja um þennan atburð? Hvern
ig tókst mótið? Hvernig sungu
íslenzku kirkjukórarnir og hvern
ig leystu íslenzku söngstjórnir
og organleikararnir hlutverk
sín af hendi? Um það ættu ef til
vill aðrir að dæma en vér sjálf-
ir. Þó finnst mér ég ekki komast
hjá því að segja það, að ég hygg
að kirkjusöngs- og korkjutón-
listarviðleitni okkar í nútíman-
um, sé athyglisverð og þjóðinni
fremur til sóma en lasts. Ég
átti tal við ýmsa hinna erlendu
fulltrúa, sem létu í ljós aðdáun
sína á frammistöðu íslenzkra
kirkjutónlistarmanna, organist-
anna, fólksins, sem í kórunum
söng og einsöngvaranna. Þeir
dáðust að raddfegurð söngfólks-
ins og hæfni þeirra, sem af okk-
ar hálfu tóku þátt í mótinu. Tel
ég víst, að organistafélagið ís-
lenzka birti ummæli þeirra. Ég
er ekki í vafa um það, að Kirkju-
tónlistarmótið h e f i r góð og
heillarík áhrif og að þeir sem
tóku þátt í því eða að því komu
sem hlustendur, eiga almennt
um það hinar beztu endurminn-
ingar. Þessvegna ber að þakka
þeim, sem mestan og beztan þátt
inn áttu í því að hið 5. mót norr-
ænna kirkjuótnlistarmanna var
haldið hér á landi. Það hefir
orðið merkasti viðburðurinn í
kirkjutónlistarsögu íslands til
þessa dags. S. S.
KIRKJUBLAÐIÐ
OPPORTUNITY C4LLS
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commcnce Your Busincss
Training Immetliately!
For Scholarships Consult
THE COLIJMBIA PUESS LIMITED
PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG