Lögberg


Lögberg - 25.09.1952, Qupperneq 1

Lögberg - 25.09.1952, Qupperneq 1
Phone 74-6643 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 74-6643 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 25. SEPTEMBER, 1952 NÚMER 39 - ■■ .........................- . -> ■ . —----------------—------------------------------------------------—--------------------------------------------------* Heiðurssamsæti í Blairte Merkur maður lótinn Jóhann Straumfjörð, um langt skeið bóndi nálægt Blaine, en nú búsettur þar í bænum, átti áttræðisafmæli nýlega. I tilefni af því héldu meðlimir fjölskyldu hans og aðrir vinir honum veg- legt samsæti í samkomuhúsi lútersku kirkjunnar þar, sunnu- daginn 7. september s.l. Klukkan þrjú síðdegis, þann dag, voru um 75 manns saman- komnir í salnum til að heiðra þennan mæta mann með gjöfum og ávörpum. Er menn höfðu skipað sér í sæti, gekk Mrs. H. Sigmar fram og afhenti Mrs. Straumfjörð blómvönd frá söfn- uðinum. Dr. H. Sigmar var samkvæm- isstjóri. Lét hann fyrst syngja sálm og flutti bæn. í ávarpi sínu til heiðursgestsins lét hann svo um mælt, að það væri söfnuð- inum ánægja og heiður að votta þessum dygga þjóni kirkjunnar maklega viðurkenningu. Þakk- aði |ann svo heiðursgestinum starfsemi hans í þágu safnaðar- ins, og kirkjunnar yfirleitt. Lét hann orð falla á þá leið, að „vinir Mr. Straumfjörðs dá hann, ekki aðeins fyrir það, sem hann hefir gert, heldur fyrir það sem hann er — kristinn heiðurs- maður.“ Andrew Danielson tók þá til máls, og ávarpaði heiðurs- gestinn fyrir hönd byggðarfólks; brá hann í ræðu sinni upp mörg- um myndum af ósérhlífni Mr. Straumfjörðs og gifturíku starfi hans í þágu sveitar og safnaðar- -mála síðastliðin fimmtíu ár. Sætaskipun í salnum var þannig hagað að heiðursgestur- inn sat annars vegar, ásamt fjölskyldu sinni, við skraut- búið borð, en andspænis þeim, hinum megin, voru veizlugest- irnir. Safnaðarkvenfélögin tvö, ásamt 'meðlimum fjölskyldunn- ar, stóðu fyrir ríkmannlegum veitingum. Margar verðmætar gjafir voru fram bornar frá fjöl- skyldunni og einnig frá söfnuð- inum; en safnaðargjöfina af- henti formaður sóknarnefndar, Mr. A1 Lundstrom, og flutti hann um leið ávarp. Mrs. Har- old Mix (Lillian) mælti fyrir munn barnanna og afhenti heið- ursgestinum útvarpstæki að gjöf. Joan Mix afhenti ömmu sinni blómvönd, og sagði um leið: „Við gefum þér þetta, amma, fyrir að líta svo vel eftir afa.“ Nancy Mae Scheving mælti fyrir munn barnabarnanna, og Það munar um minna Bóndi nokkur í Marquette- bygðinni hér í fylkinu, John A. MacMillan, sáði í vor höfrum í átta ekrur og fékk í haust til jafnaðar 132 mæla af ekrunni; er þetta sú mesta uppskera þessarar tegundar, sem um get- ur í sögu bygðarlagsins. Hlýtur námsstyrk Miss Dorothy Mae Jónasson, sem nýfarin er til Toronto til framhaldsnáms í fiðluleik við Toronto Conservatory of Music, hefir enn á ný hlotið $250.00 námsstyrk frá kennara sínum, Elli Spivak, og sýnir það hve mikið álit hann hefir á hljóm- listarhæfileikum þessarar ungu stúlku. las um leið kvæði, sem móðir hennar, Mrs. Ruby Straumford Brown, hafði ort fyrir þetta tækifæri, og afhenti um leið gjöf. Önnur dóttir þeirra hjóna, Mrs. Dóra Peherson frá Bell- ingham, talaði fyrir munn barna- barna-barnanna, en Mrs. Ed. Peterson (Mae), sem einnig var viðstödd, sneið brúðarkökuna. Einkasonur þeirra hjóna, Jó- hann Straumfjörð yngri, sem búsettur er í California, gat ekki verið viðstaddur, en hann talaði við föður sinn í síma á sunnu- dagsmorguninn. Einsöngva sungu þau Mrs. Nancy Mae Scheving, Mrs. E. H. Sigmar og séra Eric Sigmar, en tvísöng sungu þau hjónin, Mr. og Mrs. Scheving. Einnig söng kirkjukórinn hátíðarsöng, undir stjórn Mrs. H. Sigmar. Kveðjur fluttu þau áéra G. P. Johnson í Seattle, Mrs. Charles Wells í Blaine, séra Eric H. Sig- mar frá Seattle og séra Albert Kristjánsson í Blaine. Að lokum risu heiðursgestirnir úr sætum og þökkuðu fyrir auðsýnda vel- vild frá ástvinum og öðrum sam- ferðamönnum, og hinar mörgu og fögru gjafir. Fjöldi kveðju- skeyta kom úr ýmsum áttum frá fjarlægum vinum, þar á meðal frá séra Harold Sigmar á Gimli, og séra Valdimar J. Eylands, í Winnipeg, fyrrum presti í Blaine, og nú forseta hins lút- erska kirkjufélags íslendinga í Ameríku. Lauslega þýli úr —Blaine Journal Sfórhækkuð íbúatala Að því er nýjustu hagskýrslur herma, er íbúatala Bandaríkj- anna nú komin upp í 157 miljón- ir og eykst enn hröðum skref- um; þess er ennfremur getið, að þrátt fyrir hinar mörgu og miklu borgir og stóriðjuna, sem þar er rekin, standi landbúnað- urinn engu að síður í miklum blóma og þéttbýli haldist við í flestum sveitum landsins. Vinnur að hljóm- lisfarrannsóknum Frank Thorolfson Hinn kunni píanóleikari og tónlagahöfundur, Frank Thor- olfson, sem um allmörg ár hefir iðkað list sína í Chicago, fluttist til New York síðastliðið sumar, og gefur sig þar mjög að hljóm- listarrannsóknum, einkum í sambandi við gamlar, franskar óperur, sem hann nú er að búa undir prentun; hann starfar við International Music Institute í New York, en dvelur nú hér í borg um hríð vegna veikinda foreldra sinna. Paul Reykdal Pioneer Honored In a special ceremony during the annual fall Gamalmennamót at Lundar last Sunday, Paul Reykdal unveiled a portrait of the deceased Paul Reykdal. There was no spiritualistic mysticism involved — one is a grandson of the other. The memorial dedication serv- ice was held undir the auspices of the Lundar Community Club and the Grettir Amateur Ath- letic Association, which Paul Reykdal organized and directed for many years. Einar Johnson and Oscar Thorgilson, early-day athletic stars of the Grettir Club, formed a guard of honor during the unveiling, along with D. J. Lindal, Walter Breckman, O. F. Eyolfson and A. V. Olson, vice- president of the club. Dr. Guðmundur Pálsson, presi- dent of the Grettir Club, deliver- ed a brief address covering Paul’s activities with that or- ganization. “Human happiness,” he said, “is not made up of wealth, power or position, but setting a goal and striving un- selfishly towards it. Many of us would not wish to return to the hardships of pioneer days, but it would be well to emulate the spirit created by those pioneer- ing conditions.” A. V. Olson spoke on behalf of the Community Club on Paul’s activities in community under- takings. Rev. P. M. Petursson, chairman of the meeting, com- pleted the speeches. P. V. Reyk- dal, Paul’s eldest son, thanked the community on behalf of the Reykdal family for the honor done their father. A mixed choir under the direc- tion of V. J. Guttormson render- ed several Icelandic tunes. Líf í skókinni Bæjarstjórnarkosningar í Win- nipeg fara fram þann 22. októ- ber næstkomandi og verður þá kosið um borgarstjóra; að þessu sinni verður eigi dregið í efa, að nokkurt líf verði í skákinni, því þrír verða í kjöri um borgar- stjóraembættið; núverandi borg- arstjóri, Garnet Coulter, leitar endurkosningar, en auk hans bjóða sig fram Donovan Swailes fylkisþingmaður af hálfu C.C.F.- sinna og Stephen Juba verk- smiðjueigandi, er hefir það æðst stefnuskráratriða sinna, að koma á fót samdrykkjustofum í borg- inni fyrir konur og karla; telur hann það meðal annars hina mestu óhæfu, að kvæntir menn rnegi ekki einu sinni í sterkasta sumarhitanum, bjóða konum sínum upp á ölglas á löglegum stað. Mr. Coulter er kunnur af- bragðsmaður, er reynst hefir um alt hinn hæfasti maður í embætti sínu, og ætti þar af leið- andi að eiga endurkosningu vísa. Nýlega er látinn í borginni San Francisco í Californíu, Mr. Ellis Stoneson, frábær athafna- maður og miljónamæringur, 59 ára að aldri. Hann var fæddur í Victoria, B.C., hinn 15. dag júlí- mánaðar árið 1893. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteins- son og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir úr Stafholtstungum í Borgarfirði hinum meiri. Hinn látni naut mentunar í Washington State College. Hann fluttist til San Francisco fyrir þrjátíu árum og hóf þar í félagi við Henry bróður sinn umfangs- mikinn byggingariðnað; auk geisilegs fjölda íbúðarhúsa, reistu þeir bræður margt stór- hýsa, en urðu frægir um öll Bandaríkin fyrir að koma á fót heilu borgarhverfi, Stonestown; íbúðahverfið kostaði hátt á níundu miljón dollara, en verzl- unar- og viðskiptaparturinn seytján miljónir; nákvæm lýsing á þessu risafyrirtæki birtist í Lögbergi í fyrra. Mr. Stoneson var um langt skeið formaður Associated Home Builders í San Francisco og var meðlimur fjölda félaga þar í borginni; hann var miljónamær- ingur að því er San Francisco- Ánægjulcg kvöldstund Síðastliðið laugardagskvöld var gestkvæmt á heimili þeirra Jochums Ásgeirssonar forstjóra og frú Ingibjargar Ásgeirsson að 126 Lodge Street, Silver Hights, vestan við Winnipegborg; var hér um að ræða óvænta heim- sókn, er milli sextíu og sjötíu menn og konur tóku þátt í; til- efni heimsóknarinnar var það, að samgleðjast þessum vinsælu °g ágætu hjónum vegna þess að þau voru flutt í sitt nýja og fallega heimili, sem þau létu reisa í sumar. Séra Philip M. Pétursson hafði orð fyrir gestum og skýrði tilgang þessarar skyndi-innrásar á heimilið; stuttar ræður fluttu einnig Jakob F. Kristjánsson, Guðmann Levy, Mr. Björling, fyrir hönd sænska karlakórsins, og Einar P. Jónsson. Þeim Jochum og Ingibjörgu voru færðir fallegir munir að gjöf, en þau þökkuðu hvort um sig með hlýyrðum gjafirnar og vinsemdina, er lægi til grund- vallar fyrir heimsókninni; sung- ið var margt íslenzkra söngva og rausnarlegar veitingar reidd- ar fram; var kvöldstund þessi um alt hin ánægjulegasta. blöðum segist frá og mannkosta- maður hinn mesti. Elliheimilið Stafholt í Blaine átti honum mikið gott upp að unna, og hið sama gildir um íslenzku deildina við Manitobaháskólann. Auk áminsts bróður síns, lætur Mr. Stoneson eftir sig konu sína, Berthu, einn son og tvær dætur; einnig lifa hann tvær systur, Mrs. Kay Christop- herson og Mrs. Andrés Oddstad, báðar til heimilis í San Franc- isco. Síðastliðna viku hefir verið hlýtt veður hér á landi og stund- um 20 stiga hiti sums staðar norðanlands og austan. Á Fljóts- dalshéraði hefir hver dagurinn verið öðrum fegurri og göngum hefir verið frestað. Þykir líklegt að heyfengur nálgist þar meðal- lag að notagildi, ef tíðin helzt þessu lík út septembermánuð. Sunnanlands hefir verið hið mesta þurrkasumar og heyskap- ur því gengið vel, þótt illa væri sprottið. Áveituengjar spruttu ágætlega. Frostnætur í ágúst- mánuði seint valda því, að kar- töflu-uppskera verður yfirleitt léleg, eða svo lítur út. Víða fyrir norðan verður bún sáralítil. ☆ Um helgina sem leið hafði samtals verið saltað í 24.327 tunnur síldar sunnanlands, þar af 18.500 tunnur til útflutnings upp í samninga. Um 150 bátar stunda þessar veiðar með rek- netjum, en það hefir valdið miklum erfiðleikum, að í aflan- um er mikið af smárri síld, sem ekki er söltunarhæf, en senda verður í bræðslu, og töldu eig- endur bátanna að þeir bæru of lítið úr býtum til þess að veið- arnar svöruðu kostnaði. Var að því komið að flotinn stöðvaðist vegna misræmis á framleiðslu- kostnaðarverði og markaðsverði. Verðlagsráð Landsambands ís- lenzkra útvegsmanna efndi þá til fundar með útvegsmönnum og síladarsaltendum og síldar- útvegsnefnd, og var þar kjörin nefnd manna til þess að ræða við ríkisstjórnina um úrræði, á- samt síldarútvegsnefnd. Nefnd- ir þessar gerðu tillögur til ríkis- stjórnarinnar, og svaraði stjórn- in þeim í fyrradag á þann veg að hún telji rétt að gerðar verði tilraunir til þess að framleiða íslenzka millisíld, stærð 28—31 sentimetri, og leitað verði fyrir sér sem víðast um sölu þessarar nýju framleiðsluvöru. í því íhaldsmenn vinna kosningar Á mánudaginn var fóru fram fylkiskosningar í New Bruns- wick og lauk þeim á þann veg, að íhaldsflokkurinn, undir for- ustu Mr. Flemmings, vann hinn glæsilegasta sigur; hann fékk kosna 36 þingmenn, en Liberal- ar aðeins 16. Fimmtíu og tveir þingmenn eiga sæti í New Brunswick- fylki. Forsætisráðherrann, Mr. Mc- Nair, féll í hinn pólitíska val. Gert er ráð fyrir að ný stjórn takkvið völdum í fylkinu innan þriggja vikna. skyni og til þess að reknetja- veiðarnar stöðvist ekki veitir ríkissjóður ábyrgð á söluverði síldarinnar samkvæmt tiltekn- um reglum, og er þar miðað við að framleiðsluverð millisíldar- innar að frádregnum tilteknum gjöldum verði 290 krónur á tunnu með 100 kg. nettóþunga. Ábyrgð þessi nær til allt að 10.000 tunnum. ☆ Nokkrir togarar hafa selt í Þýzkalandi að undanförnu og fengið heldur lágt verð fyrir afla sinn. — Frá Vestfjörðum hefir sjór aðallega verið stund- aður á smábátum í sumar, og hefir þorskafli víða verið góður og sums staðar ágætur. í ágústmánuði var vöruskipta- jöfnuðurinn við útlönd óhag- stæður um 200 þúsund krónur. Inn voru fluttar vörur fyrir 60,3 miljónir króna, en út fyrir 60,1 miljón. Fyrstu átta mánuði árs- ins var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 252 miljónir króna. Inn voru fluttar- vörur fyrir 600,9 miljónir króna, en út fyrir 348,9 miljónir. Fyrstu átta mánuði ársins 1951 ' var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 178,5 miljónir króna. ☆ Framleiðsluráð Landbúnaðar- ins hefir tilkynnt hækkað verð á mjólk, rjóma og skyri, og gekk sú hækkun í gildi um helgina. Svarar hún til hækkunar þeirr- ar, sem orðið hefir á verðlags- grundvelli landbúnaðarafurða, en hann hafði hækkað um rúm- lega 12%. ☆ í ráði er, að brennisteins- vinnsla hefjist á Námafjalli í haust, en þar hefir ekki verið unninn brennisteinn svo nokkru nemi um 100 ára skeið, og hafa þar safnast fyrir nokkur þúsund lestir af þessu hráefni. Hlutafé- lag, sem nefnist íslenzka brenni- steinsvinnslan, er að undirbúa vinnslu á þessu magni og er smíði véla vel á veg komin. 1 sumar hefir verið unnið að því að safna brennisteininum á vinnslustað. Gizkað er á, að verðmæti þess brennisteins, sem þarna hefir safnast fyrir, nemi fjórum til sex miljónum króna, og auðvelt er að selja þessa vöru á erlendum markaði. Það hrá- efni, sem liggur þarna á jörð- inni, þrýtur fljótlega,- og hafa verið rannsakaðir möguleikar þess að vinna brennisteininn beint úr hveragufunni. Hafa verið boraðar nokkrar holur í því skyni að rannsaka þetta. Þykir mega 'fullyrða, þótt rann- sóknum sé ekki lokið, að vinna megi að minnsta kosti tvö til þrjú þúsund lestir af brenni- Framhald á bls. 4 ATVI KAVÍSUR Eftir PÁLMA Skugga-myndir Heimsins prjál er víða valt, veldur táli drauma: Skugga máluð mynd er alt manna sálar strauma. I Þó að hjarta leggi lið ljósa-skartið hlýja, litir bjartir blendast við bólstra svarta skýja. í Chicago Læt nú fúinn lausann taum, ljúft að snúinn könnum: Skal því nú við glasa glaum gleyma búi og önnum. Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 14. SEPTEMBER __________________

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.