Lögberg - 25.09.1952, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. SEPTEMBER, 1952
FINNBOGI GUÐMUNDSSON:
Sveinbjörn Egilsson skóld
1852 — 17. ágúsl — 1952
(Úr Lesbók 'Morgunblaðsins á dánarafmæli skáldsins)
: DAG eru liðin 100 ár frá andláti Sveinbjarnar Egilssonar, og
1 langar mig sökum þess að minnast hans að nokkru.
Ævisaga Sveinbjarnar eftir Jón Árnason, er birtist framan við
ljóðmæli hans 1856, er enn aðalheimild vor um líf og starf Svein-
bjarnar, því að um sérrannsóknir á hinum einstöku þáttum í starfi
hans er naumast að ræða. Vér höfum t. a. m. skáldið, þýðandann,
orðabókarhöfundinn og kennarann Sveinbjörn Egilsson, þar sem
hvert þessara atriða væri ærið
rannsóknarefni.
Það lætur því að líkum, að hér
verður ekki stiklað nema á
stóru. En áður en snúið verður
að helztu verkum Sveinbjarnar,
skulu æviatriði hans rakin í fá-
um dráttum.
Sveinbjörn Egilsson var fædd-
ur 24. febrúar 1791* í Innri-
Njarðvíkum í Gullbringusýslu.
Faðir hans var Egill bóndi Svein-
bjarnarson, en móðir hans hét
Guðrún Oddsdóttir, og voru þau
bæði af bændaættum. Er ég því
miður ófróður um foreldra
Sveinbjarnar og framættir, en
set hér til gamans það, sem
Benedikt Gröndal, sonur Svein-
bjarnar, segir um föðurætt sína
í upphafi Dægradvalar: Föður-
ætt mín er að sunnan, en Jón
Pétursson háyfirdómari, sem er
ættfróður mjög, hefur ekki getað
rakið hana nema skammt upp
eftir. En hún nær sjálfsagt eins
langt fyrir það, þó milliliði vanti,
og í Landnámu stendur: Ásbjörn
Özurarson, bróðurson Ingólfs,
nam land milli Hraunsholtslækj-
ar og Hvassahrauns, Álftanes
allt, og bjó á Skúlastöðum; hans
son var Egill, faðir özurar, föð
ur Þórarins, föður Ólafs, föður
Sveinbjarnar, föður Ásmundar
föður Sveinbjarnar, föður Styrk-
árs, föður Hafur-Bjarnar, föður
þeirra Þorsteins og Gizurar
Seltjarnarnesi. Hér eru sömu
nöfn, sem hafa enn haldizt í föð-
urætt minni og eru efalaust heit-
in eftir þessum mönnum: Svein
björn, Egill, Ásbjörn, Þorsteinn
— þeir hafa allir verið bændur
og merkismenn á sinni tíð, þó
ekki hafi farið sögur af þeim.
☆ ☆ ☆
Sveinbjörn Egilsson
Reykjavík, er tekið skyldi til af-
nota haustið 1846. Varð Svein
björn því fyrsti rektor Reykja-
víkurskóla, og gegndi hann því
embætti fram á sumar 1851, er
honum var veitt lausn í náð.
Sveinbjörn hafði kvænzt sum-
arið 1822 Helgu, dóttur Bene-
dikts dómara Gröndals. Unni
Sveinbjörn henni mjög, og urðu
samvistir þeirra g ó ð a r, þótt
heilsa hennar væri ekki ávallt
sterk. Þau eignuðust 10 börn.
Sveinbjörn hefur vafalaust
hugsað gott til þess að losna frá
skólanum eftir rúmra 30 ára
kennslu og geta snúið sér frjálst
að hverju því, er hugurinn kysi.
En dagar hans voru senn á þrot-
um. Heilsan var aldrei örugg
eftir mislingana, sem hann fékk
vorið 1846, og snemma í ágúst
sumarið 1852 veiktist hann
snögglega, varð innkulsa, og
steig ekki í fæturna eftir það. Að
hálfum mánuði liðnum, 17. ágúst
1852, var hann látinn.
Þegar Sveinbjörn var tíu ára
gamall, kom Egill faðir hans
honum fyrir til náms og fósturs
hjá Magnúsi yfirdómara Steph-
ensen, er þá bjó að Leirá. Reynd-
ist Magnús honum mjög vel,
fékk honum hina færustu kenn-
ara, og var Sveinbjörn braut-
skráður árið 1810 af sr. Árna
Helgasyni. Hefði Sveinbjörn þá
þegar siglt til frekara náms, en
ófriður úti í álfunni hamlaði för
hans í 4 ár. Sat hann því áfram
hjá Magnúsi fóstra sínum og
hefur eflaust notað tímann vel
til lestrar og lærdómsiðkana.
Hefur vist hans með Magnúsi og
sú menntun, sem hann hlaut á
heimili hans, orðið honum býsna
raundrjúg og affarasæl.
Veturna 1814-19 var Svein-
björn í Kaupmannahöfn við guð-
fræðinám, og lauk hann em-
bættisprófi í ársbyrjun 1819 með
ágætum vitnisburði. Skömmu
síðaf sótti hann um kennara-
embætti á Bessastöðum og var
veitt það. Hóf hann að kenna
þar haustið 1819. Urðu aðal-
greinar hans gríska og saga, en
auk þeirra kenndi hann ýmist
lengur eða skemur íslenzkan
og latneskan stíl, landafræði,
dönsku og danskan stíl. — Eftir
flutning skólans til Reykjavíkur
1846 var íslenzka kennd sem sér-
stök námsgrein, og annaðist
Sveinbjörn þá kennslu, u n z
Halldór Kr. Friðriksson tók við
henni haustið 1848.
Vorið 1846 var Sveinbjörn
skipaður rektor Lærða skólans
og hafði þá um veturinn dvalizt
í Kaupmannahöfn til að kynna
sér skólastjórn. Hafði skólanum
verið reist nýtt og vandað hús í
• Samkv. prestsþjönustubók NjarS^
víkursóknar. Svelnbjörn er pó víða
talinn fæddur 6. marz 1791, og svo
telur hann sjálfur í æviágripi, er hann
heíur samið og prentað var fyrst með
ljóðmæium hans 1856.
☆ ☆ ☆
Lítum nú lauslega á kveðskap
Sveinbjarnar. Komu ljóðmæli
hans út árið 1856 að tilstuðlan
nokkurra manna, er keypt höfðu
handrit hans. Var Jón Árnason
einn þeirra, og sá hann um út-
gáfuna. Var í ráði, að annað
bindi kæmi síðar, en varð ekki
úr. Eru þafna þó komin flest
ljóðmæli Sveinbjarnar önnur en
Hómersþýðingar hans, en að
þeim vík ég síðar. Tæpur sjötti
hluti ljóðmælanna eru latínu-
kvæði, bæði frumsamin og þýdd,
en um þriðjungur íslenzku ljóð-
anna þýðingar úr ýmsum mál-
um. Kennir því margra grasa í
kveðskap Sveinbjarnar, þótt sjá
megi ættarmótið á þeim flestum.
Sveinbjörn byrjaði ungur að
yrkja og að því er virðist jöfn-
um höndum á latínu og íslenzku.
Eru sum helztu latínukvæði
hans ort, áður en hann sigldi til
Kaupmannahafnar 1814. En Jón
Árnason telur, að af íslenzkum
kveðskap hans fram að þeim
tíma séu aðeins varðveittar 9
vísur ferskeyttar og 7 undir forn
um háttum. í Höfn yrkir hann
að kalla ekkert, en lifnar yfir
honum við heimkomuna. Hygg-
ur Jón hann hafa ort jafnmest
á árunum 1819-30, en þó ekkert
ár eins margar lausavísur og ár-
ið 1845.
Kveðskapur Sveinbjarnar er
ekki stórbrotinn, en yfir honum
einhver notalegur blær, oft gam-
ansamur, en einnig alvarlegur,
ef því er að skipta. Eitt þekkt-
asta kvæði hans mun vera þetta:
Ei glóir æ á grænum lauki
sú gullna dögg um morgunstund,
né hneggjar loft af hrossagauki
né hlær við sjór og brosir grund.
Guð það hentast heimi fann
það hið blíða
blanda stríðu;
allt er gott, sem gjörði hann.
En síðasta erindið er þannig:
Þú bróðir kær, þó báran skaki
þinn bátinn hart, ei kvíðinn sért;
því sefur logn á boðabaki
og bíður þín, ef hraustur ert.
Hægt í logni hreyfir sig
sú hin kalda
undiralda,
ver því ætíð var um þig.
í svipuðum anda eru hinar
fallegu skilnaðarvísur föður við
son sinn, en þrjár hinar fyrstu
hljóða svo:
Far heill, sonur,
fylgi þér á vegum
hæstur himna guð.
Veri þér í minni,
þau er mælir faðir
orð í síðsta sinn.
Sæll eg þá væri,
ef eg þig sjá mætti
og heim aftur heimta
son hinn sama,
sem þú hverfur nú
föður húsum frá.
Vertu dyggð trúr
dögum öllum,
þá muntu ævi una
og líf þitt líða
sem lækur renni
dals í grænu grasi.
Alkunnar eru sumar bama-
vísur Sveinbjarnar. Ég tek sem
dæmi:
Þó eg kalli þrátt til þín,
þú kannt ekki heyra.
Þuríður, Þuríður, Þuríður mín,
þykkt er á þér eyra.
Komdu hérna, krílið mitt,
komdu litla morið;
enn er liðið ekki þitt
æsku- blíða -vorið.
Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí, segir Stína;
kvöldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.
Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga;
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.
Þegar Sveinbirni var farið að
leiðast einlífið, orti hann þessa
vísu:
Leit eg yfir landsins sumar-
blóma,
leiðindi mér foldar skrautið bjó;
las eg í tómi lærða merkisdóma,
lærdómsiðn mér samt ei veitti
ró.
Hvar er gleði hér á jörð að
finna? —
Hjörtum í, sem ástir saman
tvinna.
Hvar er blíða hjartað, sem eg á
að hugga mig og þar við gleði
ná?
Til konu sinnar, Helgu, hefur
íann ort margar fallegar vísur.
Ég nefni aðeins:
Þá bleik á hár og blíð á kinn
mín bezta kemur til mín inn,
hlæjandi lifnar hugur minn
og hana í faðmi vefur.
Til hennar einnar hugurinn flýr,
þá heimur við mér baki snýr;
hún ein í mínu hjarta býr
og himins sælu gefur.
Sveinbjörn hefur gert nokkur
erfiljóð, og eru þau æðimisjöfn,
sum með 18. aldar bragði, en
önnur í ætt við erfiljóð þeirra
Bjarna Thorarensens og Jónasar
Hallgrímssonar, er marka, svo
sem kunnugt er, tímabót í þeirri
kveðskapargrein. Ég minnist sér-
staklega erfiljóðsins eftir þá
Gísla Brynjólfsson og Lárus
Sigurðsson, einhverja hina efni-
legustu menn, er báðir dóu fyrir
aldur fram. Gísli drukknaði í
Reyðarfirði, en Lárus lézt úr
brjóstveiki í Reykjavík, þá ný-
kominn frá Kaupmannahöfn.
Ég set hér kvæðið:
Fær mér unaðs
(kvað fold Isa),
er eg ungan kvist
upp renna sé;
fær mér angurs,
er í fang mér skal
algrænn hníga
fyr ýmsum gusti.
Grátlegt mér þótti,
að Gísla skyldi
belti mitt
að bana verða;
hitt mig hlægir,
að hann nú skín
heiðblám ofar
hjálmi mínum.
Þann vissa’g guma
geðspakastan,
og gjarnastan
gott að vinna,
fróðleiks fullan
og fornra stafa,
og þjóðvitrings
vísast’ efni.
Iðgjöld hans eg hugðumst
aftur mundu
fá í Sigurðar
snotrum arfa.
Svo eru fagrar
fíra vonir
sem dropi daggar
dags morgni á.
Vottuðu svinnir
snillingar Dana,
að væri Lárus
laukur ungmenna.
Las hann og mundi,
las hann og undi,
nam háleg rök
helgra fræða.
Þá nam að vaxa
vitra í hyggju,
heilög hyggindi
og hógværð bæði;
lét sér vegleg
vísdóms-gyðja
sess einvalið
í unglings brjósti.
Unz lífkaldur
líkams eyðir
heilsu gekk
hans að spilla.
Óð borðjór
und’ brjósti móðu
Sigurðssonar
Snælands á vit.
Þar lét hann mælt,
áður munnur lykist,
vonarorð
fyrir vinabrjósti.
Nú grær grund
græn yfir honum
guði vígð
á Víkur ströndu.
Um sálma og kveðskap Svein-
bjarnar guðrækilegs efnis, bæði
frumsamdan og þýddan, mætti
nefna ýmis dæmi. Ég minni að-
eins á Heims um ból, er hann
hefur að lagi og hugsun tekið
eftir þýzka kvæðinu: Stille
Nacht, — og kvöldversið fallega
eftir Foersom, Nu lukker sig mit
Öje, sem Sveinbjörn hefir snúið
svo:
Nú legg eg augun aftur.
Ó guð, þinn náðarkraftur
veri mín vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
þinn engil láttu vaka
yfir mér, svo eg sofi rótt.
☆ ☆ ☆
Skal nú horfið að Hómersþýð-
ingum Sveinbjarnar og lýst að
nokkru starfi hans að þeim.
Ætla má, að gríska hafi verið
kennd við' latínuskólana frá því
um aldamótin 1600, og var þá
fyrst og fremst miðað við það
að gera pilta biblíufæra í henni.
Hélzt grískukennslan í svipuðu
horfi í um það bil tvær aldir, en
þá varð gagngerð breyting á með
stofnun Bessastaðaskóla og þó
einkum við komu Sveinbjarnar
að skólanum. Jók hann brátt
grískukennsluna um allan helm-
ing og kom henni á þann grund-
völl, er hún hélzt á fram yfir
síðustu aldamót.
Sveinbjörn tók þegar haustið
1819 að lesa Ilíonskviðu með
nemendum sínum, og hafði hún
þá verið kennd örlítið áður eða
fyrst árið 1810. Sveinbjörn þýddi
sjálfur kviðuna og las þýðing-
una fyrir nemendunum. Hafði
hann vorið 1830 farið þannig yfir
alls 17 þætti kviðunnar. Sneri
hann sér þá að Odysseifskviðu
og hafði lokið við hana 1844, en
tók að því búnu aftur til við
Ilíonskviðu.
, Sveinbjörn hlýtur brátt að
hafa fundið, að mikið hagræði
mundi í því verða, ef þýðingar
hans yrðu prentaðar. Þegar það
var ákveðið haustið 1827, að kon-
ungur skyldi heiðraður á af-
mælisdegi sínum ár hvert með
útgáfu rits eins á vegum skól-
ans, mun Sveinbjörn hafa séð
sér leik á borði (ef hann hefur
þá sjálfur átt frumkvæðið), þar
eð annað árið, sem rit þetta kom
út, flutti það fyrstu 2 þættina af
Odysseifskviðu eða Odysseifs-
drápu, eins og Sveinbjörn kall-
aði hana. Var hún prentuð í Við-
eyjarklaustri og kom síðan smám
saman út, unz hún var öll árið
1840.
Náði þýðing þessi brátt mikl-
um og almennum vinsældum, og
fengu hana færri en vildu. Varð
það til þess, að stiftsyfirvöldin,
þ. e. biskup og stiftamtmaður,
skrifuðu Sveinbirni (12. nóv.
1844) og kváðust fús að gefa
þýðingu hans á Odysseifsdrápu
út að nýju, en þau höfðu þá um-
sjón með hinni svonefndu Lands-
prentsmiðju í Reykjavík. —
Jafnframt spurðu þau hann,
hvort hann óskaði að breyta ein-
hverju í henni, og eins, hvort
hann væri fús að snúa Ilíons-
kviðu.
☆ ☆ ☆
Vér vitum, að Sveinbjörn
féllst á að endurskoða Odysseifs-
drápu, en ekki, hverju hann
svaraði um Ilíonskviðu, Ég birti
hér smákafla úr bréfi Svein-
bjarnar til Bjarna Thorsteins-
sonar 4. febrúar 1845, þar sem
minnzt er á þetta: Það var vel
þér minntuð mig á Odysseuna.
. . .Annars er bráðum von á ann-
arri útgáfu af henni. Stiftið skrif-
aði mér til um það fyrir jólin, að
það hefði í hyggju að gefa hana
út í Rvíkurprentsmiðju so-
sem einhverja skemmtunarbók
fyrir almenning, sísona til hús-
lestra. Eg gat ekki, þá so var
komið, undan því mælzt að
endurskoða útlegginguna og
yfirfór 4 fyrstu bækurnar í upp-
lestrartímanum um jólin, varð að
hreinskrifa þær sjálfur, því
pappírinn á þeim bókum er
slæmur og öll útgáfan annars svo
þéttprentuð, að ekki verður á
skrifað.
Einhverra hluta vegna lauk
Sveinbjörn aldrei við endurskoð-
un Oddysseifsdrápu. Höfum vér
hreinrit hans fram í upphaf 14.
þáttar og nokkur drög úr því
aftur í byrjun hins 16. Fundust
þau drög nýlega í Landsbóka-
safni, og var þeim fylgt í hinni
vönduðu útgáfu Hómerskviðna,
er þeir Kristinn Ármannsson og
Jón Gíslason sáu um ekki alls
fyrir löngu á vegum Menningar-
sjóðs.
Odysseifskviða (endurskoðaða
þýðingin) kom, svo sem kunnugt
er, aldrei út á vegum stiftsins og
ekki heldur með ritum Svein-
bjarnar eftir hans dag, þótt það
stæði til. Rættist ekki úr um út-
gáfu hennar fyrr en árið 1912, er
Sigfús Blöndal gaf hana út í
Kaupmannahöfn að frumkvæði
og á kostnað Sir William Paton
Ker, háskólakennara í Lundún-
um.
Um Ilíonskviðu fór á aðra leið,
því að Sveinbjörn sneri sér af al-
efli að henni árið 1847 og lauk við
fullnaðarþýðingu hennar á
gamlaársdag. 1848. Hafði hann
áður farið yfir rúma 2/3 hluta
kviðunnar í kennslu sinni og sú
yfirferð að sjálfsögðu auðveldað
honum smiðshöggið. Eru sumar
eldri þýðingar Sveinbjarnar til í
eigin handriti, en þó flestar með
hendi nemenda hans. Eru þær að
vonum fróðlegar til samanburð-
ar við fullnaðarþýðinguna.
Ekki er ljóst, hvers vegna
Sveinbjörn hætti við Odysseifs-
kviðu og sneri sér að Ilíonskviðu.
Má vera, að stiftið hafi óskað
eftir, að Ilíonskviða yrði prentuð
fyrst og Sveinbjörn skipt um
þess vegna. En hvernig sem það
hefur verið, kom stiftið hvorugri
kviðunni frá sér, og raknaði ekki
úr um útgáfu Ilíonskviðu fyrr en
eftir daga Sveinbjarnar árið
1855. Megum vér þó vissulega
þakka stiftinu fyrir íhlutun þess,
því að óvíst er, hvort vér hefð-
um ella endurskoðaða kaflann úr
Odysseifskviðu og hina frábæru
þýðingu Sveinbjarnar á Ilíons-
kviðu. Eru þýðingar þær, sem nú
hefur verið skýrt frá, allar í ó-
bundnu máli, og skal þessu næst
vikið að ljóðaþýðingum hans.
☆ ☆ ☆
Af bréfum Sveinbjarnar verð-
ur ljóst, að hann hefur snemma
tekið að snúa Hómerskviðum í
ljóð. Sjáum vér'það fyrst í bréfi
hans til Rasmusar Rasks 7. ágúst
1823, en þar segir svo: Einu sinni
í vetur komu í mig skáldagrillur,
svo eg tók til að yrkja og útlagði
átjándu bókina af Homeri Iliade
undir fornyrðalagi. Eg skal sýna
yður það, þegar þér komið hing-
að, og biðja yður að lagfæra það
fyrir mig.
Og í bréfi til eins vinar síns í
Kaupmannahöfn 27. júlí 1824
segir Sveinbjörn: Nú sendi eg
þér endirinn af 23. Rhapsodíu
Odysseifardrápu, sem eg hefi
verið að mylkja úr mér smátt og
smátt. Eg finn, að mig vantar þol
til þessa til lengdar, og þá éer að
verða dauft og vatnsblandað. Sé
eg líka, að sumstaðar kann að
vera vel frítt útlagt, en kynni þó
að mega bæta, betur sjá augu en
auga. Mér dugaði varla annað en
að láta liggja hjá mér svo fleiri
árum skipti, að eg gleymdi öllu
aítur og liti svo á það kaldur til
að verða réttlátur. Þess vegna er
betra að bera það undir aðra
skynuga, smekkgóða menn. —
Þess þurfa kannske ekki náttúru-
skáldin, en þess þarf eg og önn-
ur eins ónáttúruskáld. Eg voga
ekki að láta Rask sjá það og lesa
til að heyra, hvað hann segir,
hann er soddan hetja í grísku og
gömlu máli ísl. Ef hann stælist í
það hjá þér, þá tækirðu eftir,
hvað margar hrukkurnar yrðu
báðumegin við nefið á honum og
hvernin þær væru lagaðar.
Bíddu við, gefðu ekki um að
sýna Rask þetta af Odysseu, eg
er góður með að varpa í hann
einhverju öðru frá mér til að
heyra hans meiningu og máta.
Þú heldur kannske eg hugsi upp
á nokkuð stórt, sosem að útleggja
allan Hómer eða meira! Nei, þar
til er eg allt of elju- og gáfulaus.
Bágt er að kenna gömlum hesti
gang, það, að þess háttar við-
burðir hafa sýnt sig so seint hjá
mér, sýnir, að það er eitthvert ó-
notabrölt. En að vita ýmsra
skynugra manna dóm er ekki
einber hégómadýrð, heldur
brúka eg það til að vega mína
eigin krafta bæði á mína reiðslu
og annarra, síðan dívidera eg
resultatinu með 2, 3, etc.
☆ ☆ ☆
Fimm dögum síðar en þetta er
ritað skrifar Sveinbjörn Rask og
sendir honum sýnishorn af þýð-
ingu sinni. Segir Sveinbjörn í
bréfinu m. a.: Þessu næst vil eg
sýna yður og sanna, hvað eg
er vogaður. Milli bókanna, sem
eg sendi yður, sting eg blaði.
Þar á hef eg skrifað útleggingar-
ómynd af 18du bókinni í Ilias,
sem ég bögglaðist við í fyrra.
Það er hálfillt í mér við hana, og
þessi geðsnefill er kominn af því
að eg í vetur bað einhvern lærð-
an mann hér að yfirsjá hana,
fyrir mig og segja mér til lýt-
anna. Á meðan hún lá hjá hon-
um, komu milli okkar brosur út
af veraldlegum efnum, og þó
þetta ekki hefði átt að ná til
þeirra andlegu efnanna, þá fékk
eg þó blöðin aftur með öngvum
einlægum úrskurði, en sá er
kallaður vinur, er til vamms
segir. — Þennan ómaga dirfist
eg nú senda yður til yfirskoð-
unar í þeirri von, að þér segið
mér til allra minna yfirsjóna,