Lögberg - 25.09.1952, Síða 3
3
bæði hvað málleysur snertir og
það, sem eg hefi sleppt undan,
stytt og aukið með hortittum;
líka vísa mér á, hvar eg kunni
að hafa annaðhvort misskilið
sjálfan Hómer eða ekki skilið
hann.
í febrúar 1825 sendir Svein-
björn Rask 16. þátt Ilíonskvæðis
og er þá orðinn langeygður eftir
athugasemdum hans við fyrri
þáttinn, er hann hafði sent hon-
um. Og í maí sama ár hefur Rask
ekki ennþá litið á þýðingarnar,
svo sem sjá má á bréfi Svein-
bjarnar til hans 15. ágúst, en þar
segir svo: Ástarþakkir fyrir yðar
góða bréf, d. 2. maí þ. á. Þó þér
enn þá ekkert hafið sagt mér um
bögglinginn minn, þá vænti eg
þó eftir því síðar, þá þér komizt
höndum undir. Ég ætlaði að fara
að fella saman þær tvær bæk-
urnar af Ilias, sem eg hafði sent
yður, en þá kom Þorgeir, og
hann gerði barn í sögunni, svo
eg hefi síðan hvorki haft tóm né
lyst til neins þess háttar. En
aldrei held eg, að þetta verði
gert svo vandlega af mér, að
sýnanda væri öðrum en kunn-
ingja. Samt vona eg svo góðs af
yður, að þér segið mér, hvað
yður þykir vera ábótavant, sem
margt mun vera, fyrr en þér seg-
ið það öðrum.
Vér sjáum, að Sveinbjörn er
orðinn óþolinmóður, og er ekki
að efa, að þetta tómlæti Rasks
hefur smám saman dregið kjark-
inn úr honum, því að hann lauk
aldrei við nema 3 kviður af
Ilíonskvæði (16., 18. og 23.), þó
að þýtt hafi hann brot úr ýms-
um þeirra, svo að alls mun hann
hafa snúið í ljóð um 1/6 hluta
kvæðisins. Stóð til, að þýðingar
þessar yrðu prentaðar í 2. bindi
ljóðmæla hans, en það kom
aldrei út, eins og fyrr segir.
En þótt Rask gæfi sér, aS því
er vírðist, aldrei tíma til að líta
yfir ljóðaþýðingar Sveinbjarnar,
erfði Sveinbjörn það ekki við
hann, því að ekki lét hann á sér
standa að senda honum þýðingu
sína á Odysseifsdrápu, jafnskjótt
og hún kom út. Hefur Rask þá
séð að sér, þótt um síðir væri, og
sent Sveinbirni fögur hvatning-
arorð. Birti ég hér kafla úr bréfi
Rasks til hans 27. apríl 1829:
Ástarþakkir fyrir sendinguna,
sem mér var í sannleika mjög
kærkomin. Ég hefði kannske
heldur séð Odysseifsdrápuna á
vers, en mér líkar mikið mál og
tón í yðar útleggingu, og eg sé
það, að hún mun nytsamari í
sundurlausri ræðu.
Síðan gerir hann örfáar at-
hugasemdir, en heldur svo á-
fram: Þó er þetta víst mjög ó-
merkilegt hjá því, að útlegging-
in sé rétt og orðatiltækið snoturt
og efninu og textanum sam-
hljóða, sýnizt þér mér þar í svo
heppnir, að eg vildi mikillega
þér hélduð þessu starfi áfram
allt til endans og fengjuð svo
kórónu lífsins.
Lætur að líkum, hve glaður
Sveinbjörn hefur orðið við þessa
hvatningu Rasks, enda sneri
hann, svo sem fyrr segir, báðum
kviðunum í óbundið mál.
☆ ☆ ☆
Ljóðaþýðingarnar freistuðu
hans þó eftir sem áður, en urðu
jafnan að sitja á hakanum. Hvert
verkið rak annað, og skyldustörf
hans við skólann reyndust hon-
um erfiðari og vafstursmeiri en
hann hafði vænzt í upphafi. Rof-
aði ekki til fyrr en sumarið 1851,
er honum var veitt lausn frá
embætti sínu við skólann.
Margur hefði í hans sporum
kastað mæðinni og slegið slöku
við það sem eftir var sumars. En
Sveinbjörn var ekki alveg á því,
þar eð 14. ágúst skrifar hann
Rafni etazráði bréf og sendir
honum sýnishorn af ljóðaþýð-
ingu sinni á Odysseifskvæði, 23.
þáttinn. Sýndi Rafn síðan þátt-
inn Jóni Sigurðssyni, er varð
stórhrifinn af honum og hvatti
hann til að snúa báðum kviðun-
um í ljóð. Jafnframt beitti hann
sér fyrir því, að Bókraenntafé-
lagið semdi þegar við Sveinbjörn
um þýðingu Odysseifskvæðis, og
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. SEPTEMBER, 1952
yrði það síðan prentað á kostnað
félagsins. Tókust þeir samning-
ar 4. febrúar 1852. Minnist
Sveinbjörn á þetta í bréfi sínu til
Jóns Sigurðssonar 3. marz 1852:
Með hálfum huga hefi eg boð-
izt til að taka að mér útleggingu
á Hómer í ljóðum samkvæmt
upphvatningu yðar í yðar góða
bréfi frá 20. des. f. á. og sam-
kvæmt fyrirspurn próf. P. Pét-
urssonar, og hefi eg selt honum
í hendur útl. af 3 fyrstu bókum
Odysseae og af 4. bók til vers
537, meira hef ek ekki tilbúið. I
yfirskrift kvæðisins hefi eg fylgt
yðar uppástungu, og yfir höfuð
geri eg mig ánægðan með yðar
athugasemdir og lagfæringu, þar
sem þér viljið vera láta. Eins
læt eg yður ráða, hvort þér hafið
þessa stafsetningu, sem eg hefi
fylgt, eða breyta henni eftir því,
sem yður sýnist. Ég hafði hana
með gömlu móti bæði af því svo
hafði verið gjört í Paradísar-
missi og Messías og af því út-
leggingin hnígur sumstaðar
nokkuð að fornyrðalagi og eldri
orðmyndum. Verst á eg með þá
staðina, ubi bonus dormitat
Homerus,* og í mannanöfnum
og örnefnum. Segið mér yðar á-
lit, eg veit, að eg hefi gott af því.
Biðjið og, að kraftar mínir end-
ist og elja og langlundargeð ekki
veikist, því eg er seinn í verki,
en síg heldur á, ef mér er fritt
og ekki amar mikið að utan frá.
Undir því er komið, hvort eg get
ent ádrátt minn við félagið, að
hafa aflokið Odyssea að jafn-
lengd næsta ár. Bragarháttur-
inn, sé eg, verður einhver meðal-
háttur milli fornyrðalags og
ljúflingslags þess, sem er í
Barnaljóðum séra Vigfúsar í
Stöð og Æviflokki séra Einars
Sigurðssonar. Eg tala ekki meira
um þetta, það dugar lítið tala,
þegar eitthvað á að gera.
Tók Sveinbjörn nú til óspilltra
málanna og sóttist verkið mun
betur en hann ætlaði, því að 2.
ágúst að kveldi var hann tæplega
hálfnaður með 19. þátt. En um
nóttina eftir veiktist hann, svo
sem fyrr segir, og lézt hálfum
mánuði síðar.
Seinasta erindið, sem Svein-
björn sneri (135. erindi 19. þátt-
ar), voru huggunarorð Odysseifs
við Penelópu, er hún var orðin
úrkula vonar um heimkomu
mannsins síns. — Hefði erindi
þetta alveg eins getað verið
kveðju- og hughreystingarorð
Sveinbjarnar til Helgu, konu
sinnar, er hann unni mjög og alið
hafði honum 10 börn, en varð nú
að sjá á bak honum. Orðin eru
þessi:
Lát-attu lengr
litarhátt þinn
fríðan fölna
(firna’k þó eigi),
né hjarta þitt
um hjartkæran ver
af sorg sárri
í siga renna.
Benedikt Gröndal, sonur
Sveinbjarnar, lauk við það, sem
óþýtt var af kvæðinu, en 23.
þátturinn var látinn halda sér,
eins og Sveinbjörn hafði upp-
haflega frá honum gengið. Kom
Odysseifskvæði út í Kaup-
mannahöfn á árunum 1853 til
1854.
Hómersþýðingar v o r u þ a ð
verka Sveinbjarnar, er lengsta
átti samleið með honum, og lík-
lega hefur hann ekki haft meira
yndi af neinu þeirra.
Það væri freistandi að rita
ýtarlega um þýðingarnar sjálfar,
sýna, hvernig Sveinbjörn þýðir,
bera saman hinar eldri og yngri
gerðir, bundnu þýðinguna sam-
an við hina óbundnu—og þannig
lengi. En þess er ekki kostur hér,
og skal nú örlítið skýrt frá öðr-
um þýðingum Sveinbjarnar úr
grísku.
☆ ☆ ☆
Sveinbjörn fór ekki aðeins
yfir Hómer í grískukennslu
sinni, heldur las hann með nem-
*þar sem só. góíSi Hómer dottar.
endum sínum ýmsa aðra höf-
unda, svo sem Platon, Eskýlus,
Lúkíanus og Plútarkus. Nefnir
Jón Árnason 17 brot grískra
rita, er til séu í handriti, ýmist
með hendi Sveinbjarnar sjálfs
eða nemenda hans. Er það allt
óprentað, enda voru þýðingar
þessar einungis gerðar í þágu
nemendanna, en ekki með prent-
un fyrir augum. Er þarna þó
ágætur efniviður hverjum þeim,
er ráðast vildi í að þýða þessi rit.
Verður nú vikið að biblíu-
þýðingum Sveinbjarnar, en við
þær fékkst hann talsvert. Getur
hann þess í bréfi sumarið 1824,
að hann sé þá ásamt Hallgrími
Scheving að endurskoða þýðing-
una á Nýja testamentinu, en það
kom síðan út í Viðey 1827. Var
aðalskerfur Sveinbjarnar til
þeirrar útgáfu þýðing hans á
Opinberunarbók Jóhannesar.
í 6. útgáfu biblíunnar allrar,
prentaðri í Viðey '1841, hafði
Sveinbjörn þýtt alls 17 bækur:
2. Mósesbók og allar bækur spá-
mannanna, hinna meiri og minni
nema bók Jeremíasar (og Harma
grátinn), og svo í Nýja testa-
mentinu Opinberunarbókina,
eins og fyrr getur.
Er það dómur allra, sem at-
hugað hafa, að Sveinbjörn — og
Oddur Gottskálksson ----- séu
snjöllustu biblíuþýðendur, sem
vér höfum átt. 1 ritgerð um
íslenzkar biblíuþýðingar eftir
Steingrím J. Þorsteinsson (í IV.
árg. Víðförla) er þýðing Svein-
bjarnar borin á nokkrum stöð-
um saman við eldri þýðingu,
Grútarbiblíu svonefnda, og eins
við nýjustu þýðingu biblíunnar,
og er sá samanburður býsna
fróðlegur. Að honum loknum
kemst Steingrímur m. a. svo að
orði:
Þeir Oddur Gottskálksson og
Sveinbjörn Kgilsson eru vafa-
laust mestir stílsnillingar 'allra
íslenzkra biblíuþýðenda fyrr og
síðar, sem hafa þó margir verið
ritfærir vel, og verður þá hlut-
ur hinna tveggja að meiri. Þeir
hafa megnað að búa þýðingum
sínum þann tignarsvip og helgi-
blæ, sem þeim ber. Það er sem
þeir lúti ekki aðeins að guðs-
orðinu í auðmýkt sinni, heldur
verði það þeim einnig á köflum
innbbástursefni, hefji þá sjálfa
til flugs, lyfti stílgáfu þeirra upp
í æðra veldi. Þó að síðasta biblíu-
þýðing okkar sé vafalaust
nákvæmari og réttari en hjá
Oddi og jafnvel Sveinbirni, þá
efast ég um, að aðrar biblíuþýð-
ingar okkar flytji sannara guðs-
orð í eiginlegasta skilningi, séu
vænlegri til sálubótar. —
Sveinbjörn hefur líklega byrjað
á Gamla testamentis-þýðingunni
1837, því að 18. október það ár
segir hann í bréfi til Jóns Sig-
urðssonar: Núna er eg með
Ezekíel, Daníel og alla smærri
spámennina fyrir Biblíufélagið.
— En 16 mánuðum síðar virðist
hann kominn litlu lengra, enda
mörg( störf, sem kölluðu að sam-
tímis. Vér skulum líta í bréf
hans til Jón Sigurðssonar 1.
marz 1839, þar sem hann segir:
Nú er komið eitthvert ofboð í
Biblíufélagið, svo eg kvíði fyrir.
Eg átti að revidera eða gefa lag-
færða útleggingu af Ezekíel,
Daníel, 12 smærri spámönnun-
um og Exodus; — en meðan eg
var að ljúka við 11. b. af Fms.,
var Ezekíel farinn að myggla, og
í Daníel sást ekki fyrir ryki, en
spámennirnir allir mosavaxnir.
Sveinbjörn lauk þó við þetta
allt á tilskildum tíma, og voru
þýðingar hans prentaðar, sem
fyrr segir, í útgáfunni 1841, en
síðan endurprentaðar í 7. útgáfu
biblíunnar allrar, í Reykjavík
árið 1859.
☆ ☆ ☆
Af enn öðrum þýðingum Svein
bjarnar skal næst fræga telja
þýðingu hans á 11 bindum Forn-
mannasagna, en sú var á latínu,
Scripta Historica Islandorum, og
var prentuð á árunum 1828-42.
Hafði Sveinbjörn unnið að
henni samhliða öðrum störfum
1826—38. Síðasta bindinu, hinu
12., sem er skrá yfir nöfn og
ýmislegt fleira í sögunum, sneri
Grímur Thomsen.
í útgáfu þeirri af Snorra-Eddu,
er prentuð var í 3 bindum í
Kaupmannahöfn á vegum Árna-
nefndar (1842, 1852, 1880-87), var
latnesk þýðing Snorra-Eddu
allrar og málfræðiritgerðanna í
fyrstu 2 bindunum og vísna-
skýringanna í 3. bindi 'eftir
Sveinbjörn.
Hefur Sveinbjörn stundum
verið með nær allar þessar þýð-
ingar í takinu í einu, svo sem
sjá má á bréfi hans til Jóns
Sigurðssonar 19. september 1838:
Nú er eg kominn langt með 11.
bindið (þ. e. af Fornmannasög-
umj og vona að geta sent það
með póstskipi að vori. Eg á eftir
chronologiskt registur og ættar-
töluskratta einhverja pro forma
og formálamynd, sem eg verð að
geyma til jólanna, því þeir nauða
á mér með prógramm [framhald
Odysseifsdrápu] í vetur. Eg varð
að slíta mig frá Ezekíel í sumar
vegna Knytlingu, og þótti mér
þó hitt miklu skemmtilegra. En
þá tekur ekki betra við, þegar
Snorra-Edda kemur, eg held eg
drepist af leiðindum yfir henni.
Þó að latínuþýðingar Svein-
bjarnar séu nú á latínulausri
öld orðnar eins konar forngrip-
ur, þá eru þó ^pn til menn úti í
löndum sums staðar, er telja þær
hreinan kjörgrip og lesa þær sér
til hugbótar, sem væru þeir með
Cicero eða einhvern annan forn-
snillinginn undir höndum. Svo
frábær þykir þeim latínustíll
Sveinbjarnar.
☆ ☆ ☆
Ég minntist í upphafi á orða-
bókarhöfundinn Sveinbjörn
Egilsson og skal nú skýra ögn
frá honum. Augljóst er, m. a. af
elzta kveðskap Sveinbjarnar, að
hugur hans hefur s n e m m a
sveigzt að hinum fornu bók-
menntum íslendinga. í Kaup-
mannahöfn vann hann ásamt
öðrum að útgáfu Stuflungu á
vegum Bókmenntafélagsins, en
Jón Árnason telur, að hann hafi
þó ekki fráskákað sig „annað við
fornfræðina en það, sem hann
gerði að Sturlungu, þangað til
hann var búinn að taka embætt-
isprófið í janúarm. 1819; en þá
sló hann sér að henni fyrir al-
vöru.“
1 bréfi, sem Sveinbjörn skrifar
Rask 18 apríl 1819, kynnumst
vér nokkuð hug hans í þessum
efnum. Hann hefur skýrt frá
þeirri ákvörðun sinni að gerast
kennari á Bessastöðum og segir
að svo búnu: Ekki hefi eg svo
strax lyst til að verða prestur,
en næst væri það skapi mínu, ef
eg með tíðinni gaéti kennt eitt-
hvað guðfræðilegt við skólann,
því svo mikið sem eg annars held
af historia og philologia, þá sýn-
ist mér þó meiri matur í hinu.
En síðar í sama bréfi segir
Sveinbjörn: í vetur hefi ég ver-
ið að samanlesa Jónsbók (lögin)
því hún á að prentast heima og
þar með verið að lesa sögur mér
til dægrastyttingar, milli þess eg
hefi borið við að kenna hér dá-
lítið af íslenzku og grísku.
Hvorki hafa mig bitið hér slys
eða vanheilindi nema heimfýsi
nokkur nú eftir hálft fimmta ár.
Þegar Sveinbjörn talar um, að
hann hafi verið að lesa sögur sér
til dægrastyttingar, á hann lík-
lega við fornar sögur, og hann
lét sér ekki nægja að lesa þær,
heldur skrifaði hann sumar
þeirra eftir handritúnum. Eru
til syrpur með hans hendi frá
þessum tíma, og var Ólafs saga
Tryggvasonar t. d. prentuð eftir
afskrift Sveinbjarnar í útgáfu
Fornmannasagna og fyllir þar
hvorki meira né minna en 3
fyrstu bindin. Síðar átti hann
meiri þátt í þeirri útgáfu, samdi
t. a. m. vísnaskýringar yfir allt
verkið og ártala- og atriðaskrá.
Komu Fornmannasögurnar út á
vegum Fornfræðafélagsins á ár-
unum 1825-37, en um latínuút-
gáfu þeirra hef ég áður rætt.
Kem ég þá loks að orðabókar-
starfi Sveinbjarnar. Fáum vér
fyrst upplýsingar um það í bréfi
Framhald á bls. 7
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgð,
bifreiSaábyrgS o. s. frv.
Phone »2-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
FOR QUICK, RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
SELKIRK, MAN.
Phones: Office 26 — Res. 230
•- Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m.
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfræSingar
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7451 Res.: 72-3917
StofnaS 1894
Slmi 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Maternity Pavilion
General Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson
Res. Phone 74-6753
Office 93-3587
Res. 40-5904
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Building
364 Main St.
WINNIPEG CANADA
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hereinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
vitS, heldur hita frá aC rjúka út
meö reykum.—Skrifið, símiö til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Slmar: 3-3744 — 3-4431
Office Phone Res. Phone
92-4762 72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaöur sá bezti.
J. WILFRID SWANSON & CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargent Ave., Winnipeg
PHONE 74-3411
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
Sérfrœðingar i öllu, sfin aO
'útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUIEDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
SérfræÖingur 1 augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 92-3851
Heimasími 40-3794
Comfortex
the new sensation for the
modern girl and woman.
Call Lilly Matthews, 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings, 38 711.
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreciated
Minnist
EETEL
í erfðaskrám yðar.
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Accountant
505 Confederation Llfe Building
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjanssom
Barristers - Solicilors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnlpeg, Man. Phone 92-3561
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT Blk. Síml 92-5227
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Kaupið Lögberg