Lögberg - 25.09.1952, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.09.1952, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. SEPTEMBER, 1952 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Samvinnustefnan og áhrif hennar Áður en heimsstyrjaldirnar tvær brutust út og ógnuðu mannheimi, voru norrænu þjóðirnar þrjár, Nor- egur, Danmörk og Svíþjóð, allra þjóða lengst á veg komnar með að útrýma örbirgðinni úr heimahögum sínum, og þrátt fyrir öll þau skakkaföll, er í kjölfar styrjaldanna sigldu, hefir viðreisnarstarfinu með þjóð- um þessum miðað örar áfram en á nokkrum öðrum stað á bygðu bóli. Árum saman hafa jafnaðarmenn, Sósíal-Demó- kratar, farið með völd í ríkjum þessum án þess að á- bærilegra árekstra yrði vart milli samvinnustefnunnar og einstaklingsframtaksins; á þetta lagði forsætisráð- herra Svía, Erlander, mikla áherzlu, er hann var á ferð um Bandaríkin í vor, sem leið; hann fór ekki í neina launkofa með það, að í heimalandi sínu væri báðum þessum viðskiptastefnum gert nákvæmlega jafn hátt undir höfði þrátt fyrir það, þótt í Svíþjóð hefði sam- vinnustefnan fest dýpri rætur en annars staðar á Norð- urlöndum nema ef vera skyldi á íslandi. Ekki alls fyrir löngu sendi Benedikt Gröndal blaða- maður, sem nú er ritstjóri Samvinnunnar, Lögbergi sér- staka útgáfu af Tímanum, sem helguð er hálfrar aldar afmæli Sambands íslenzkra samvinnufélaga, en það hóf göngu sína hinn 20. febrúar árið 1902 og var stofn- fundurinn haldinn að Yztafelli í Köldukinn; að stofnun- inni stóðu bændur, en fyrstu aðilar Sambandsins voru þrjú kaupfélög og meðlimir þeirra um 600 samtals; nú er svo komið, að í Sambandinu standa 55 kaupfélög og er meðlimatalan 31,343. Af þessu má ljóslega ráða hve þróunin hefir orðið ör og hve samtaka á þessum grund- velli var mikil þörf. Til samvinnukaupskapar á íslandi var vitaskuld stofnað löngu áður en Samband íslenzkra samvinnu- félaga fyrst leit dagsljósið; nægir í því efni að benda á, að Kaupfélagi Þingeyinga var hrundið af stokkum árið 1882 og átti það því sjötugsafmæli í ár. Frá viðskiptalegu sjónarmiði séð, er Samband ís- lenzkra samvinnufélaga orðið að stórveldi, sem einka- rekstrinum, að minsta kosti í ýmissum tilfellum, virðist hrjósa hugur við. Samband íslenzkra samvinnufélaga nýtur um þessar mundir forustu frábærs athafnamanns þar sem Vilhjálmur Þór á í hlut, er sjaldan gengur svo til verks að eigi verði eitthvað undan að láta. Það er ekki einasta að Sambandið gefi sig að al- gengri verzlun, heldur rekur það jafnframt stóriðju- fyrirtsWíi, svo sem Ullarverksmiðjuna Gefjun á Akur- eyri, sem er stærsta og fullkomnasta iðnfyrirtæki ís- lenzkra samvinnumanna; þá starfrækir Sambandið, auk fjölda annarra fyrirtækja, hráðfrystihús, og hefir komið sér upp álitlegum verzlunarflota; um þetta atriði farast Skúla alþingismanni Guðmundssyni þannig orð í áminstri Minningarútgáfu: „Það hefir verið áhugamál samvinnumanna í tæp- lega hálfa öld að eignast eigin kaupskip. Var fyrst safnað fé til skipakaupa innan Sambandsins á fyrri stríðsárunum og í stríðslok keyptur hlutur í mótorskip- inu „Svölu“, sem fórst 1922. Hið fyrsta af núverandi skipum Sambandsins var „Hvassafell“, 2300 þunga- lestir, sem keypt var frá ítalíu og kom til heimahafnar á Akureyri 1946. Næsta skipið var „Arnaifell“, einnig 2300 þungalestir, smíðað í Svíþjóð og kom til heima- hafnar í Húsavík 1949. Loks var „Jökulfell“, 1045 þungalesta kæliskip, smíðað í Svíþjóð, og kom til heima- hafnar á Reyðarfirði 1951.“ — Þetta bendir afdráttarlaust til þess, hverju megi til vegar koma leggist menn á eitt, í stað þess að hýrast hver í sínu horni. Karl Kristjánsson alþingismaður ritar í Minningar- útgáfuna um sjötíu ára afmæli elzta samvinnufélags íslenzku þjóðarinnar, en þar er átt við Kaupfélag Þing- eyinga; er hér um að ræða snildarlega samda ritgerð, er hefst með svofeldum orðum: „Allir dagar í lífi manna og þjóða, eru með örlaga- þráðum tengdir liðnum dögum. Suma örlagaþræði er hægt að rekja og mæla frá líðandi stundum til vissra daga að baki. • Þess vegna halda menn hátíðir og afmæli. Frá deginum í dag er auðrakinn örlagaþráður 70 ár aftur í tímann eða til 20. febrúar 1882 — hamingju- þráður fyrir hagsæld lands og þjóðar. • Lítum litla stund til baka yfir þessi 70 ár og þang- að, sem þá voru að verki þeir menn, sem vitað er að gáfu deginum sérstakt gildi fyrir ísland og íslendinga og frá þeim er þráðurinn kominn.“ Um nöfn þeirra manna, er ruddu samvinnuhug- sjóninni veg, svo sem þeirra Jakobs Hálfdánarsonar, Benedikts á Auðnum og Péturs á Gautlöndum, mun bjart verða í aldir fram. Álirif samvinnustefnunnar fara jafnt og þétt í vöxt og hafa miklu góðu til leiðar komið. Fleiri erlendir ferðamenn,en minna um ferðir íslendinga, bæði utanlands og innan Kaþólska kirkjan hefur trúboð norðanlands Laxveiðimennirnir bandarísku eru hrifnir af íslenzku veiðiánum Forstöðumaður ferðaskrifstof- unnar hér í bæ, Jón Egilsson, átti í gær erindi inn í skrifstofu „Dags,“ og greip fréttamaður blaðsins þá tækifærið og spurði hann frétta af starfsemi ferða- skrifstofunnar nú í sumar. Sagði Jón, að sér virtist að heldur hefði dregið úr ferðalögum inn- lendra manna frá því, sem verið hefur, síðan ferðaskrifstofan tók hér fyrst til starfa, og ætti það nokkuð jafnt við um ferðalög innanlands sem utan. Hins veg- ar kvað forstjórinn ferðamanna- straum frá útlöndum sízt minni en áður, eða þó öllu heldur meiri. Þó er það segin saga, að þeir kvarta flestir yfir því —— jafnt þeir, sem efnaðri virðast og hinir, sem léttari hafa sjóðina— hversu dýrt sé að ferðast og fyr- irgreiði allur kostnaðarsamur. Þá þykir þeim á skorta, að fá engan hentugan bækling með upplýsingum um það, sem helzt sé hér markvert að sjá og skoða í bæ og héraði, og ennfremur um helztu ferðamannaleiðir héðan og annað því um líkt. Virðist það hæfilegt og sjálfsagt verkefni fyrir ferðaskrifstofu ríkisins að sjá fyrir slíkum bókakosti, en að henni frágenginni verða aðrir aðiljar, sem hagsmuna hafa að gæta í þessu sambandi gístihúá- in hér eða bærinn sjálfur, að bæta úr þessari þörf, því að hvar vetna annars staðar, þar sem ferðamanna er von að nokkru ráði, munu slíkar leiðsögubæk- ur, svo og handhæg kort og myndir, vera á boðstólum við skaplegu verði. Laxveiðimennirnir ánægðastir Langflestir ferðamannanna virðast að öðru leyti ánægðir og telja hér gott að koma og dvelj- ast. En laxveiðimennirnir virð- ast þó að jafnaði ánægðastir. T. d. gat Jón þess, að tveir Banda ríkjamenn, er dvalizt hafa hér norðanlands að undanförnu þeirra erinda m. a. að kynna sér veiðarnar, væru nú nýfarnir úr bænum, og hefðu þeir látið mjög vel af komu sinni hingað, og það þótt þeir væru engan veginn heppnir með veður, meðan þeir voru við veiðarnar.—Annar þess ara manna er ritari Bartmouth College í bænum Hanover í New Hampshire, Sidney C. Hayward að nafni, en hinn heitir Paul Sample og er hann listmálari og kennari við þennan sama skóla. Hinn kunni landkönnuður og Vestur - íslendingur, d r. V i 1 - hjálmur Stefánsson, er og einn af kennurum þessa skóla, og greiddi dr. Vilhjálmur á ýmsan hátt fyrir för þessara samstarfs- manna sinna hingað til lands. Skrifa í víðlesin tímarit Mr. Hayward hefur tekið að sér að skrifa grein um þessa för sína og laxveiðar á íslandi fyrir veiðimannatímaritið ameríska, Field and Stream, og félagi hans Mr. Sample, mun myndskreyta greinina, en báðir eru þeir félag- ar þaulvanir laxveiðimenn og á- hugasamir um þá íþrótt. Er einn- ig í ráði, að ýmis önnur tímarit þar vestra birti ferðapistla frá þeim félögum, m. a. mjög víð- lesið mánaðarrit, sem Holiday heitir. Gamli bærinn að Burslafelli féll þeim vel í geð Þá höfðu þeir félagar mikinn áhuga fyrir því að kynnast sem bezt lífinu til sveita hér á landi og munu í ferðapistlum sínum reyna að bregða upp svipmynd- um af því og öðrum aðalatvinnu- vegi þjóðarinnar að fornu og n ý j u, landbúnaðinum. í þ v í skyni meðal annars lögðu þeir leið sína austur að Burstafelli í Vopnafirði og dvöldust þar um hríð. Höfðu þeir heyrt gamla bæjarins getið, áður en þeir fóru að heiman, og höfðu mikinn hug á að kynnast þeim forna og sér- kennilega mannabústað nánar í sjón og raun, en Burstafellsbær- inn mun nú um 200 ára gamall og í honum búið enn. En af þeirri kynningu er það skemmst að segja, að enda þótt þeim fé- lögum þætti mikils um vert lax- veiðina í Selá þar í firðinum, var þ e i m þ ó Burstafellsbærinn gamli, heimilið þar og aðbúnað- ur allur ennþá hugstæðri. „Þang að er ykkur óhætt að senda hvern sem er, jafnvel hina vandfýsnustu ferðalanga, og mun þeim þar þykja gott að koma.“ — DAGUR, 7. ágúst Fréttir fré ríkisútvarpi íslands, Framhald af bls. 1 steini úr gufunní á Námafjalli á þennan hátt. Tæknilegur und- irbúningur að vinnslu brenni- steins úr gufunni er hafinn. ☆ í byrjun þessa árs höfðu sam- tals 205 læknar lækningaleyfi hér á landi. Af þessum hópi voru 184 búsettir á lahdinu, þar af 103 í Reykjavík. Tannlækninga- leyfi höfðu 35 tannlæknar hér á landi, og voru 20 þeirra búsettir í Reykjavík, en hinir í öðrum kaupstöðum. ☆ í sumar hefir verið unnið að hafnarbótum í Ólafsfirði. Tveim- ur steinkerjum hefir verið sökkt við enda nyrðri hafnar- garðsins og lengdist hann við það um 40 metra og er þar nægi- legt dýpi fyrir stærstu skip, sem hér eru í strandsiglingum. Sam- tímis hefir verið unnið að botn- hreinsun. ☆ Katalínuflugbátur frá Flugfé- lagi íslands lenti síðastliðinn mánudag á nýjum flugvelli við Meistaravík á áusturströnd Grænlands, og var það fyrsta lending flugvélar á vellinum. Framkvæmdir við gerð vallar- ins hófust fyrir rúmum mánuði og voru stórvirkar vélar notað- ar við vallargerðina og unnið nær því allan sólarhringinn. Flugbrautin sjálf er fullgerð, en hún er 1800 metrar á lengd og 50 á breidd. Flugfélag íslands hefir í sumar séð um flutninga þangað norður, þar sem unnið er að rannsóknum á blýnÆriun- um, er dr. Lauge Koch fann, og heldur félagið áfram þeim ferðum. ☆ Geysimikil aðsókn hefir verið að Iðnsýningunni í Reykjavík. Á sunnudaginn voru sýningar- gestir 3200, og síðan hvern dag að jafnaði um 1200. Efnt hefir verið til hópferða frá nokkrum stöðum á landinu til að skoða sýninguna, m. a. frá Akureyri, og kom fyrsti hópurinn þaðan í fyrradag. ☆ í dag er alþjóðadagur sam- vinnumanna haldinn hátíðlegur. í þrítugasta skipti. Hérlendis verður dagsins minnst með dag- skrá í útvarpinu í kvöld, og tala þar m. a. Steingrímur Steinþórs- son forsætisráðherra og Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra. Sam- koma verður í Bifröst félags- heimili samvinnumanna í Norð- urárdal. ☆ Sambönd barnakennara og framhaldsskólakennara og Nem- endasamband Kennaraskólans hafa ákveðið að láta gera alls- herjar kennaratal hér á landi og falið Ólafi Þ. Kristjánssyni kennara við Flensborgarskólann í Hafnarfirði að búa rit þetta til prentunar. Send hafa verið spurningaeyðublöð til allra starfandi kennara á landinu og nokkurra fleiri. ☆ Síðastliðnar sex vikur hefir hópur brezkra skólapilta dvalist hér í óbyggðum. Þeir eru 65 saman og með þeim 10 farar- stjórar og læknar. Leiðangur þessi var gerður á vegum Rann- sóknarfélags brezkra skóla, og er annar leiðangurinn, sem það félag sendir hingað. Tilgangur þess er að venja skólapilta á aldrinum 16 til 19 ára við örðug- leika og kenna þeim að hjálpa sér sjálfir í óbyggðum. Piltarnir fóru margar gönguferðir á há- lendinu, unnu að jarðfræðileg- um athugunum, söfnuðu plönt- um og skordýrum og gerðu upp- drátt af allstóru svæði. Hópur- inn fór héðan 1 gærmorgun. ☆ Sjö jarðfræði- og grasafræði- nemar frá háskólanum í Glas- gow, Edinborg og Leeds dvöld- ust hér í sumar í leit að plöntu- basaltinu. Þeir fundu steingerv- inga á nokkrum stöðum á Aust- fjörðum, þar sem ekki var vitað áður að þeir fyndust. A Staðfest hefir verið breyting á reglugerð Háskóla íslands, sem miðar að meiri fjölbreytni í námsvali til kennaraprófs, cand. mag. prófs, við háskólann. Gefst stúdentum nú kostur á að nema eina aðalgrein, íslenzku eða sögu, ásamt einni aukagrein, er- lendu tungumáli, landafræði, eðlisfræði eða stærðfræði, auk þess sem þeir geta eins og hingað til lesið íslenzk fræði ein saman. ☆ Ættingjar Matthíasar skálds Jochumssonar hafa fyrir nokkru keypt jörðina Skóga í Þorska- firði, en þar bjuggu foreldrar skáldsins sem kunnugt er. — Bróðursynir skáldsins, Kristján og Jochum Eggertssynir, hafa unnið þar að því að stofnsetja uppeldis- og tilraunastöð fyrir trjáplöntur, einkum með tilliti til framtíðarnytja. ☆ í fyrrakvöld lauk í Lista- mannaskálanum í Reykjavík Septembersýningunni, en þar sýndu 12 málarar og mynd- höggvarar um 70 myndir. í gær- Framhald á bls. 8 Kaupir húseign á Akureyri fyrir þá síarfsemi Kaþólska kirkjan hefur fyrir skemmstu fest kaup á húseign á Akureyri og verður þar mið- s t ö ð starfsemi kirkjunnar á Norðurlandi á næstunni. Skýrði fréttaritari blaðsins á Akureyri svo frá í morgun, að kaþólska kirkjan hefði fest kaup á húseigninni Eyrarlandsvegi 26 sem er gamalt timburhús ekki langt frá Menntaskólanum. Er ætlunin, að þar verði komið upp kapellu, og byggingin verði, eins og þegar er sagt, miðstöð fyrir starfsemi kirkjunnar norðan- lands. Séra Hákon Loftsson hefur flutzt norður og mun verða bú- settur þar framvegis, og hafa á hendi stjórn starfseminnar norð- anlands, en hér er vitanlega um trúboðsstarf að ræða, því að kaþólskir menn munu vera fáir norðanlands. Vísir átti sem snöggvast tal við herra Jóhannes Gunnarsson, Hólabiskup, í morgun, er blað- inu hafði borizt þessi fregn að norðan, og skýrði hann blaðinu svo frá, að það hefði lengi verið ósk og fyrirætlun kaþólsku kirkjunnar hér, að hún hefði einnig miðstöð fyrir starfsemi sína úti á landi, og þá hefði Ak- ureyri helzt komið til greina. Enn væri starfið á Akureyri þó á frumstæðasta byrjunarstigi, því að séra Hákon Loftsson væri til dæm'is kominn þangað fyrir svo skömmu, að hann væri ekki einu sinni búinn að koma sér fyrif þar. — VÍSIR, 21. ágúst COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins “Dráttarvélar mínar afla mér peninga þegar í stað!” Biðjið um ein- tak af þessum ðœkllngi, .. þar sem skýrt er frd þúbótaidn- um. ”Ég VISSI það þegar að iðju- lausar dráttarvélar öfluðu ekki pen- inga. En ég átti ekki peninga fyrir aðrar búvélar svo ég gæti haldið dráttarvélunum starfandi. Af þeirri ástæðu fór ég að leita fyrir mér um búbóta'lán í Royal bankanuih. Forstjóri bankans kom láninu fljót- lega í gegn og ég fékk þau verkfæri, sem ég þarfnaðist. Nýju áhöldin hafa borgað sig vel—og nú er hið sama um dráttarvélarnar að segja!” BÚBÓTALÁN má einnig noia vegna • Nýrra verkfæra, véla og annars ótbúnaðar. • Nýrrar undiratöBn og tll kynbóta búpenlngs. • Raflýsingar býla. • Girðinga, framræslu og annara umbóta. THE ROYAL BAHK OF CANADA Þér getið borið fult traust til “Royal” RB-52-2

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.