Lögberg


Lögberg - 25.09.1952, Qupperneq 6

Lögberg - 25.09.1952, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. SEPTEMBER, 1952 Langt f Burtu frá Heimsku Mannanna Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi Það var eitthvað svo óvanalegt og óttalegt í þessari barnslegu og sáru en þó látlausu beiðni frá konu, sem var gædd jafnmiklum sjálfstæðis- þrótt og Bathsheba var. Tray losaði handlegg- inn, sem að hún hélt fast um háls honum og horfði á hana eins og að hann væri hálf ringl- aður. Þessi opinberun á kvenlegu eðli, sem öllum konum er innrætt, jafnvel þeim, sem eru eins ólíkar að upplagi og Fanny og sú sem -stóð við hliðina á honum; Tray virtist naumast geta áttað sig á, að það gæti verið hin mikilláta kona hans, {Jathsheba. Það var eins og andi Fanny réði hugsunum hennar og orðum. En sú aðstaðá hans varði aðeins stutta stund. Þegar þessi stundar-undrun var liðin hjá, breyttist andlitssvipur hans og hann starði þegjandi á Bathshebu með valdsmannssvip. „Ég kyssi þig ekki!“ sagði hann og ýtti henni frá sér. Ef að kona hans hefði látið þar við sitja í stað þess að segja það, sem að henni bjó í brjósti undir þessum kringumstæðum var yfirsjón, sem skiljanlegri er, ef ekki fyrirgefanleg, í hennar sporum, heldur en ígrundun og orð- gætni. Allt tilfinningaflóðið, sem kringumstæð- urnar höfðu vakið, kólnuðu og hún sjálf með. „Hvaða ástæðu færirðu fyrir því?“ spurði hún með beiskju og í lágum róm, sem var næsta ólíkur hinum eiginlega málrómi hennar. „Ég hefi það að segja, að ég hefi verið vondur og harðhjartaður maður,“ svaraði hann. „Og að þessi kona er fórnardýr þitt, og ég ekki síður en hún.“ „Brigzla þú mér ekki, frú. Þessi kona mein- ar meira til mín dauð heldur en þú hefir nokk- urn tíma verið, ert, eða getur orðið. Ef fjand- inn hefði ekki freistað mín með andlitinu á þér, og öllu fjandans daðrinu úr þér, þá hefði ég gifst henni. Mér kom aldrei annað til hugar þangað til ég mætti þér. Ég vildi, að guð hefði gefið, að ég hefði gjört það; en það er of seint nú! Eftir þetta á ég skilið að lifa kvalafullu lífi.“ Svo sneri hann sér að Fanny. „En fást þú ekki um það mín kæra,“ sagði hann, „í augliti guðs ert þú eina konan mín!“ Það heyrðist Jangt örvæntingar- og angist- arhljóð frá vörum Bathshebu, átakanlegra en áður hafði heyrzt innan veggja þessa gamla húss. Það var svanasöngur sambands hennar við Tray. „Ef að hún — er — það, — hvað er ég þá?“ spurði hún með sama örvæntingar- og angistar- hrimnum hágrátandi. Og vegna þess hve sjald- gæft það var fyrir hana, að sleppa valdi á til- finningum sínum, eins og að hún nú hafði gert, gjörði kringumstæðurnar enn hræðilegri. „Þú meinar ekkert til mín — ekkert!“ sagði Tray með miskunnarlausri óskammfeilni. „At- höfn frammi fyrir presti löghelgar enga gift- ingu. Siðferðilega átt þú ekkert tilkall til mín.“ Sterk ástríða greip Bathshebu til að flýja frá honum — flýja burt úr húsinu, fela sig — flýja undan orðakasti hans hvað sem það kost- aði, þó að það væri út í dauðann sjálfan. Hún hikaði ekki í mínútu, heldur sneri sér við til dyranna og hljóp út. XLIX. KAPÍTULI Bathsheba gekk áfram í myrkrinu, án þess að vita í hvaða átt hún fór eða hvert að flóttinn tók hana. Það fyrsta, sem kom henni til að átta sig á hvar hún væri stödd, var hliðið á girð- ingu, sem að skildi skógarbeltið frá akurlend- inu á bújörð hennar. Þegar að hún leit inn í skóginn, sem var stór eikar- og beykitrésskógur, fannst henni að hún hefði séð hann einhvern tíma áður í dagsbirtu, og það sem henfti fannst hann vera svo þéttur að ókleyft væri að komast í gegnum hann var í rauninni þéttur burkni, sem farinn var að fölna. Henni fannst að hún gæti ekki gert neitt betra við sjálfa sig, eins og á stóð, en að fara inn í skóginn og fela sig; og þegar að hún kom inn í hann rak hún sig á tré, sem að var hálf fallið og skjól var undir fyrir þokumuggunni sem á var og hné þar niður á burknalauf og stöngla; hún dróg laufin og stönglana að sér eins og í leiðslu til skjóls og sofnaði. Bathsheba var aldrei viss um, hvort að henni hafði komið dúr á dauga þá nótt eða ekki. En hún var hressari og hugsunin gleggri þegar að hún löngu seinna varð vör við einkennilega atburði, sem voru að gerast í trjánum fyrir ofan hana og allt í kring. Fyréta röddin, sem hún heyrði, var dimm og kokkend. Hún kom frá spörfugli, sem var að vakna. Næst kom: Hí-is- tí-tí! frá smáfuglum úr öllum áttum. Þriðja hljóðið: Tínk-tínk-tínk-a-kínk! kom frá þresti, er sat í þykkum skógarrunni. Kjökk-kjökk-kjökk frá íkorna í trénu fyrir ofan hana. Svo heyrðist frá veginum seint og þungt hófatak; það var drengur, sem vann að plæg- ingum. Hann kom brátt á móts við hana og henni sýndist það vera einn af drengjunum, sem hjá henni unnu. Á eftir honum kom hægt og þungt hófatak, og þegar að hún leit í gegnum runnann sá hún að það voru sumir af hennar eigin vinnuhestum. Þeir stönsuðu til að drekka úr polli hinu megin við veginn. Hún horfði á þá ryðjast að pollinum til að drekka; þeir beygðu höfuðin ofan að vatninu, reistu þau upp aftur, drukku aftur og vatnsdroparnir drupu af vörum þeirra og féllu eins og demantsperlur ofan í vatnspollinn. Það varð önnur hreyfing, hestarnir komu frá pollinum og sneru við og fóru aftur heimleiðis. Bathsheba leit víðar í kringum sig. Dagur- inn var að renna upp og samhliða andvara hans sem var svalandi og litfagur, stóðu endurminn- ingarnar frá athöfnum hennar og áformum nótt- ina áður í skýrri mótsögn við myndina, sem að mætti augum hennar nú. Hún sá að í kjöltu hennar og hár höfðu rauð og gul laufblöð safn- ast á meðan að hún lá í hálf-svefninum. Hún hristi þau af sér, og við það fór aragrúi sömu tegunda af laufum á kreik „eins og draugar, sem eru að fíýja undan sprota töframannsins." Það var opið útsýni í austurátt, og geislar frá morgunsólinni, sem ennþá var ekki komin upp fyrir sjóndeildarhringinn, komu henni til þess að líta í þá átt. Frá staðnum, sem að hún stóð á, hallaði landinu, sem þakið var burkna er nú slóg á fögrum gulum lit, ofan að keldu, sem að mosabreiður huldu og morgunþokan breiddi sig yfir — þétt, en þó eins og dásamleg silfurblæja, sem skáhallandi ljósblik sólarinnar lýsti upp — runnarnir á bak við voru að nokkru leyti faldir í þessari daufu birtu. í brekkunum að þessari laut uxu njólar og hér og þar voru einkennilegar tegundir af írskum súrblaðs- plöntum, sem að sólargeislarnir blikuðu á eins og ljáblöð. En aðalútlit keldunnar var illkynjað. Frá hinu vota og eitraða yfirborði hennar sýnd- ist leggja illa uppgufun frá ólyfjaninni, sem að undir. var. Ofan á þessu keldulagi var alls kon- ar fokgróður og í öllum myndum frá rotnuðum viðarlaufum, trjástofnum, sem að upp úr henni stóðu eins og dökk-klæddir útverðir, sem að vatnsdöggin glitraði á, sumir klofnir svo að vatnsgeislarnir sáust í gegnum þá. Á sumum þeirra voru rákir rauðar sem blóð, aðrar voru gular, sumir stofnarnir voru háir og mjóir eins og Makkaroni-stönglar, og enn aðrir voru dökk- brúnir á lit og maukkendir. Keldan virtist fóstra eitur allslags pesta mitt á meðal heil- brigði og allsnægta, sem að umkringdu haná. Hún stóð á fætur með hrolli út af því að hafa eytt nóttinni á svo ömurlegum stað. Það heyrðist nú fótatak á veginum á ný. Bathsheba var enn óstyrk. Hún faldi sig aftur, og ferðamaðurinn kom í ljós. Það var drengur á skólaaldri með poka á öxlinni með miðdags- nesti sínu í og bók í hendinni. Hann stansaði við hliðið og án þess að líta upp endurtók hann í sífellu í lágum rómi, en nógu hátt til þess að Bathsheba heyrði: „Ó, herra, ó, herra, ó herra, ó, herra! Ég kann þetta úr bókinni: Gef oss, gef oss, gef oss, gef oss! Þetta kann ég': Náð til, náð til, náð til, náð til! Ég kann þetta!“ Fleiri orð fylgdu á eftir af sömu tegund. Drengurinn var auðsjáan- lega tornæmur. Bókin, sem að hann var með, voru Davíðssálmar, og þetta var ferð hans til að læra bænina. Hvað miklir sem erfiðleikar mannanna eru, þá sýnist vera yfirborðsfilma í huga þeirra og heila, sem ekki er erfiðleikun- um háð, og opin fyrir atburðum, sem fyrir aug- un ber og Bathsheba hafði dálítið gaman af aðferð drengsins, unz hann hvarf henni sjónum. Þegar hér var komið höfðu angur og á- hyggjur Bathshebu rýmt fyrir hungri og þorsta. Persóna kom í ljós á hæð, sem var andspænis henni hinu megin við kelduna, fyrst sást hún óljóst í þokunni, en skýrðist brátt eftir því, sem hún færðist nær. Konan, því þetta var kvenmaður, leit allt í kringum sig, og þegar að hún kom nokkru nær sá Bathsheba, að þetta var Liddy Smallbury. Bathsheba varð dauðfegin, því að hún sá, að hún var ekki alveg ein og yfirgefin. Hún stóð upp og kallaði eða reyndi að kalla: „Ó, Liddy!“ en orðin dóu á vörum hennar. Það heyrðist ekkert til hennar sökum hæsi, sem að hún hafði fengið um nóttina. „Ó, frú, mér þykir svo vænt um að ég hefi fundið þig!“ kallaði Liddy undir eins og að hún kom auga á húsmóður sína. „Þú getur ekki farið þarna yfir,“ sagði Bathsheba eins hátt og hún gat, en ekki nógu hátt til þess, að Liddy heyrði. Liddy, sem hvorki heyrði aðvörun húsmóð- ur sinnar né heldur hafði hugmynd um að nokkur hætta væri á ferðinni, fór út í kelduna og sagði um leið: „Ég held, að hún haldi mér uppi!“ Bathsheba gat aldrei gleymt Liddy á með- an að hún var að fara yfir kelduna til hennar í morgunsárinu. Marglitar vatnsbólur, sem gáfu af sér illan þef sprungu alls staðar upp úr mosanum þar sem að Liddy steig og gáfu frá sér soghljóð þegar að þær sprungu og loftið í þeim losnaði og sameinaðist raka loftinu, sem yfir keldunni lá. Liddy sökk ekki ofan í kelduna eins og Bathsheba hafði þó búizt við. Hún komst klakklaust yfir og leit framan í hina fögru en nú fölu húsmóður sína. „Vesalingurinn!“ sagði Liddy og augu henn- ar flutu í tárum. „Reyndu að harka af þér, frú. Hvernig í dauðanum gast þú komist . . . .“ „Ég get ekki látið til mín heyra nema í hálfum hljóðum, raddfærin hafa yfirgefið mig í bili,“ sagði Bathsheba. „Ég býst við að það sé loftrakinn, sem valdið hefir því. Liddy, spurðu mig ekki, ef að þér er sama. Sendi nokkur þig?“ „Nei, enginn. Ég hélt, þegar að ég fann þig ekki heima, að eitthvað óttalegt hefði komið fyrir. Mér heyrðist ég heyra málróm hans seint í gærkveldi; svo að ég þóttist vita, að allt væri ekki með felldu . . . .“ „Er hann heima?“ , „Nei, hann fór rétt áður en að ég fór að heiman.“ „Eru þeir farnir með Fanny?“ „Nei, ekki enn. En þeir fara bráðlega með hana — klukkan níu.“ „Við förum þá ekki strax heim. Við skulum ganga hér um skóginn.“ Liddy, sem án þess að skilja nakvæmlega allt, sem var að gerast, samsinnti það, svo að þær gengu saman um skóginn nokkra stund. „Það væri betra fyrir þig að koma heim frú og fá þér eitthvað að borða. Þú deyrð úr kulda!“ „Ég fer ekki heim í hús ennþá — máske aldrei.“ „Á ég að ná.þér í eitthvað til að borða, og eitthvað til að láta yfir þig annað en klútinn, sem að þú hefir á höfðinu?" „Ef þú vilt gjöra svo vel, Liddy.“ Liddy fór og kom aftur eftir tuttugu mín- útur með yfirhöfn, hatt, nokkrar brauðsneiðar, smjör, tebolla og heitt te í lítilli könnu. „Eru þeir farnir með Fanny?“ „Nei,“ sagði Liddy og hellti teinu í bollann. Bathsheba vafði yfirhöfninni að sér og át og drakk. Málrómur hennar var farinn að skýr- ast ofurlítið og dálítill roði var farinn að færast í kinnarnar á henni. „Nú skulum við ganga um aftur,“ sagði hún. Þær gengu fram og aftur um skóginn í nærri tvo klukkutíma. Liddy var ræðin og spurði, en Bathsheba svaraði með einsatkvæðis- orðum, því að það var eitt og eitt aðeins, sem að hún var að hugsa um. Svo greip hún fram í og spurði: „Skyldu þeir hafa tekið Fanny í burtu enn?“ „Ég skal fara og vita um það.“ Liddy kom til baka með þær fréttir, að mennirnir hefðu verið að fara með líkið; að þeir og aðrír hefðu verið að spyrja eftir henni; og að hún hefði sagt þeim að húsmóðirin væri lasin og að enginn gæti fengið að tala við hana. „Þá halda þeir að ég sé í svefnherbergi mínu?“ „Já,“ sagði Liddy og bætti svo við: „Þú sagðir þegar ég fann þig fyrst, að þú færir máske aldrei heim aftur — þú meintir það ekki, frú?“ „Nei, ég hefi skipt um skoðun. Það eru að- eins konur, er engan metnað hafa, sem að hlaupa í burtu frá mönnum sínum. Það er ein staða verri en sú, að finnast dauð í húsi manns síns af völdum illrar meðferðar hans, og hún er: að vera staðin að því, að hafa farið lifandi frá honum og til einhvers annars. Ég hefi verið að hugsa um þetta allt í morgun og ég hefi tekið mína ákvörðun. Kona, sem hlaupið hefir í burtu frá manni sínum, er handbendi öllu fólki, byrði sjálfri sér og tunguhrak, — sem til samans er mikil raun — meri raun heldur en fyrir getur komið með því að vera kyrr á heimili sínu, þó að hún þar verði að mæta smáóþægindum, svo sem smán, höggum og hungri. Liddy, ef að þú giftir þig nokkurn tíma — sem guð gefi, að þú gerir aldrei! — þá kemst þú að raun um, að aðstaða þín verður hræðileg; en mundu eftir að láta hana ekki beygja þig. Taktu því með stöð- uglyndi, þó að þú verðir skorin í stykki. Það er það, sem að ég ætla að gera.“ „Ó, húsmóðir góð, talaðu ekki svona!“ sagði Liddy og tók í hendina á Bathshebu; „en ég vissi að þú varst of vel vitiborin til þess, að fara í felur. Má ég spyrja hvaða ósköp það eru, sem hafa komið fyrir á milli þín og hans?“ „Víst mátt þú spyrja*að því, en ég má ekki segja þér það.“ Eftir svo sem tíu mínútur voru þær komnar heim að húsinu eftir nokkra krókaleið og fóru inn um bakdyrnar. Bathsheba fór rakleitt upp á hanabjálka- loft, sem var í húsinu og sjaldan var gengið um, og Liddy á eftir henni. „Liddy!“ sagði Bathsheba í léttara skapi, en hún áður var í, því æskan var farin að láta til sín taka aftur; „þú átt að vera trúnaðarmaður minn um tíma — það verður einhver að vera það og ég kýs þig. Jæja, ég ætla að búa um mig hérna fyrst um sinn. Viltu kveikja eld á arn- inum, láta dúk á gólfið og hjálpa mér til að gera dálítið vistlegt hér inni? Seinna ætla ég að biðja þig og Mary Ann að koma upp með litla rúmstæðið, sem er í litla herberginu, og borð og annað smádót .... Hvað á óg að gjöra til að eyða tímanum, sem liggur á höndum mér eins og mara?“ „Að falda vasaklúta, er gott fyrir þig,“ sagði Liddy. „Nei, nei, nei! Ég hata allan saumaskap — ég hefi alltaf gert það.“ „Prjóna?“ „Ég hata það líka.“ „Þú gætir lokið við dúkinn, sem að þú ert að suma; þú átt aðeins eftir að ljúka við rós- ina og páfuglinn, svo er hægt að setja hana í ramma með gleri og hengja hann hjá mynd ömmu þinnar, frú.“ „Útsaumur er nú kominn úr móð — orðið mjög úrelt. Nei, Liddy. Ég ætla að lesa. Náðu í bækur — ekki nýjar bækur. Ég er ekki í skapi til að lesa nokkuð nýtt.“ „Sumar af gömlu bókunum hans föðurbróð- ir þíns, frú?“ „Já, sumar af þeim, sem við settum til síðu i kössunum,“ og það kom vottur af kímnissvip á andlitið á henni um leið og hún sagði: ..Komdu með Þernu sorganna eftir þá Beaumont og Fletcher og BrúSvu morgunsins; og láttu mig sjá, Nœturhugsanir og Fánýti hugsana mannanna.“ „Og söguna af blökkumanninum, sem drap konu sína — Desdemona. Það er skemmtileg sorgarsaga, sem að þér mundi falla vel í geð, eins og á stendur fyrir þér nú.“ „Ó, Liddy! Þú hefir verið að hnýsast í bæk- urnar mínar, án þess að láta mig vita af því; og ég var búin að segja þér, að- þú mættir það ekki! Hvernig veist þú, að mér mundi falla sú saga vel í geð? Hún mundi alls ekki gera þaÓ.“ „En ef að hinar gjöra það? . . . .“ „Nei, þær gjöra það ekki; ég ætla ekki að lesa neinar sorgarsögur. Því skyldi ég lesa sorg- arsögur? Færðu mér „Love in the Village“ og „Malarastúlkuna“ og „Doctor Syntax“ og nokk- ur eintök af „The Spectotor.“ Þær Bathsheba og Liddy voru allan þann dag í loftherberginu og læstu að sér; en sú varúð var óþörf, að því er Tray snerti, því að hann sást hvergi í kring og ónáðaði þær ekki. Bath- sheba sat við gluggann fram að sólarlagi og veitti hverri hreyfingu, sem að úti var, nákvæma eftirtekt, án þess þó, að hafa á huga á þeim, og hlustaði eftir hverju skvaldri, en lét sig það samt engu varða. Sólin settist þetta kvöld rauð eins og blóð og roðaði öll ský í austrinu. Gengt þessum dökka bakgrunni reis vesturhliðin á kirkju- turninn, sem var hinn eini partur kirkjunnar, er sást frá glugganum, sem að Bathsheba sat við, með veðurvita á toppnum, sem geislar aftan skinsins léku á. Þarna í nágrenninu var leikvöllur, þar sem ungt fólk úr þorpinu kom saman á, eins og það hafði gjört frá ómuna tíð, til að leika „Prisoners Base“ (leikur þessi var í því fólginn, að leik- endurnir skipuðu sér í tvo andstæða flokka, og svo átti einn úr öðrum flokknum að hefja leik- inn með því að hlaupa og ná vissu marki, en maður úr andstæðingaflokknum fór jafn snemma af stað og ef hann náði hinum áður en að hann náði markinu, þá var sá fyrrnefndi fangi hans). Þessi leikvöllur hafði verið helgað- ur þessum leik frá ómunatíð. Gömlu stokkarn- ir, sem mörkin voru á, sem keppt var að ná, lágu alveg upp að kirkjugarðinum, en völlurinn fyrir framan þá var troðinn og gróðurlaus eftir sparkið í leikendunum. — Bathsheba sá dökka og brúna kollana á drengjunum skjótast fram og til baka; og stundum heyrði hún köll og skelli- hlátur, er barst til hennar í kveldkyrðinni. — Leikurinn hélt áfram í fimmtán mínútur, eða því sem næst, en þá hætti hann allt í einu og leikendurnir hlupu yfir garðinn og hurfu á bak við grenitré, sem var hálfhulið af beykitré, er breiddi út laufskrúð sitt, sem að greinarnar merktu á dökkar rákir. „Því hættu „Base“-leikendurnir svona snemma?“ spurði Bathsheba, þegar að Liddy kom inn til hennar. „Ég held að það hafi verið af því, að það komu tveir menn rétt áðan frá Casterbridge með útflúraðan legstein,“ sagði Liddy. „Dreng- irnir hafa farið til að sjá á hvaða gröf hann væri settur.“ „Veist þú það?“ „Nei, ég veit það ekki.“

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.