Lögberg - 25.09.1952, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. SEPTEMBER, 1952
Úr borg og bygð
I.O.D.E. Annual Tea
The Jon Sigurdson Chapter,
I.O.D.E. will hold its annual
Thanksgiving Tea and sale of
home cooking on Saturday after-
noon, Sept. 27, from 2.30 to 5.00,
at the T. EATON Co. Assembly
Hall.
A special attraction at the tea
will be the playing of lovely
new Icelandic recordings, both
old favorites songs and new
compositions.
General conveners are Mrs. G.
Gottfred and Mrs. W. S. Jónas-
son. Others in charge will be:
tea-table conveners, Mrs. G.
Gunlaugson, Mrs. S. Gillis and
Mrs. H. F. Danielson; home
cooking, Mrs. P, J. Sivertson and
Mrs. J. F. Kristjanson; Novelty
sales, Miss Vala Jonasson and
Mrs. E. W. Perry.
Receiving with the regent,
Mrs. B. S. Benson and Mrs. J. B.
Skaptason. Hon. Vice-Regent
will be, Mrs. J. A. Argue, Pro-
vincial president and Mrs. J. C.
Irlam, Municipal vic. regent.
Engin hækkun
eignaskatts undir
forusfru Juba
Með að aðhyllast stefnuskrár
atriði mín, eiga Winnipeg-
skattgreiðendur það ekki á
hættu, að skattar þeirra hækki
næstu árin. Fullnaðarskýring-
ar út í æsar verða ekki birtar
á þessu stigi málsins, en verða
kunngerðar seinna. Hinir al-
géngu borgarar þessa bæjar,
munu fagna þessari nýlundu,
ekki sízt með hliðsjón af
hækkandi framfærslukostn-
aði. Mr. Juba er enginn „já-
bróðir“, heldur maður með
hugrekki og ákveðna sann-
færingu.
Þurfum að breyta til
Ungur maður með þekkingu
og framsóknarhug
Þér skuldið það sjálfum yður
og fjölskyldu, að rasa ekjíi um
ráð fram, en bíða eftir því að
kynnast stefnuskráratriðum
allra frambjóðendanna um
borgarst j óraembættið.
Kosningar 22. okóber
FYRIR BORGARSTJÓRA
Stephen JUBA J 1
The chapter cordially invites
all its good friends and support-
ers to attend and enjoy the good
fellowship of getting together
once again at the opening of the
fall season, in the pleasant sur-
roundings so courtously supplied
by the T. EATON Company.
☆
Miðaldra kona, sem vön er
innanhússtörfum og matreiðslu,
óskast til að veita forstöðu
heimili utan Winnipegborgar
sem allra fyrst; þrír í heimili,
húsbóndinn og tvö börn; þess
er vænst, að konan taki að sér
þessa stöðu að minsta kosti ár-
langt. Lágmarkskaup auk fæðis
og húsnæðis, 45 dollarar á mán-
uði. — Upplýsingar hjá Keystone
Fisheries Limited, 4. hæð Scott
Block. Sími 925 227.
☆
— RABB —
Ég hafði nú hugsað það verra
en það var
að vera í þeim sjúklinga grúa,
því langur er dagur og dauflegur
þar,
sem dauðinn og læknarnir búa.
—Þ. E.
Flestir sem íslenzkt mál tala
kannast við þessar snjöllu ljóð-
línur Þorsteins Erlingssonar,
enda þótt allir geti ekki tileink-
að sér þær, þar sem margir hafa
lifað sínar sárustu og síðustu
stundir á spítölum; en þetta er
lögmál lífsins, sem engan er um
að saka; hitt gengur manni ver
að fyrirgefa þegar stór mis-
munur er á viðmóti og viður-
gjörning, lækningu og iiðsinni
á tveimur spítölum, en það get
ég borið um af eigin reynslu,
og á ég þar við General og St.
Boniface spítalana, sem ég gisti
báða síðastliðið sumar; hefir St.
Boniface spítalinn ýmsa kosti
fram yfir General spítalann. —
Manni verður þetta hugstæðasta
umtalsefnið eftir fjögra vikna
rúmlegu og um leið fulla bót á
margra ára sjúkdómi, enda vert
að geta þess sem vel er gert.
Daníel Halldórsson
☆
HJÓNAVÍGSLUR
í Fyrstu lútersku kirkju (fram-
kvæmdar af séra Valdimar J.
Eylands):
12. sept. George Cyril Cart-
wright, 637 Atlantic Avenue, og
Florence Archibelle Jónína Pol-
son, Ste. '26, Cambridge Apts.,
Winnipeg.
19. sept. Elman Kreisler Gutt-
ormson, Winnipeg, og Hildur
Margaret Thorsteinsson, Winni-
peg, Man.
20. sept. Max Herold Jorgen-
sen og Margaret Magnússon,
Winnipeg.
20. sept. Nicholos Soko, Win-
nipeg, og Doreen Ericksson frá
Lundar, Man.
20. sept. James Robert Morri-
son, og Irene Sigurrós Page,
Winnipeg, Man.
☆
íslenzk kona óskar eftir her-
bergi til leigu frá 1. október n.k.,
um óákveðinn tíma, helzt með
aðgang að eldavél. Sími 72-3593.
☆
Þau Páll S. Pálsson skáld og
frú hans frá Gimli, brugðu sér
norður til Lundar í fyrri viku í
heimsókn til ættingja og annara
vina.
Dr. David Stewart frá lækna-
deild Aberdeen-háskólans á
Skotlandi heimsótti æskustöðv-
ar sínar í sumar ásamt fjöl-
skyldu sinni; hann er sonur Dr.
D. A. Stewart stofnanda og yfir-
umsjónarmanns Ninette berkla-
hælisins; Dr. D. A. Stewart var
mikill gáfumaður og íslending-
um að góðu kunnar. Hann átti
mikið og gott bókasafn og kom
sonur hans því fyrir hjá Mani-
tobaháskóíanum, en tók samt
með sér til Skotlands nokkrar
uppáhaldsbækur föður síns, en
meðal þeirra voru þrjár þýðing-
ar af íslendingasögunum.
☆
Leikflokkur Dorcas kvenfé-
lags Fyrsta lúterska safnaðar
sýnir tvo sjónleiki í Parish Hall
á Gimli á þriðjudagskveldið, 30.
september; fer leikflokkurinn
þangað í boði Dorcas-félags
Gimli-safnaðar. — Mr. Alvin
Blöndal mun syngja þar.
☆
Skapti Halldórsson frá Sandy
Hook, Man., lézt á Grace spítal-
anum hér í borg á miðvikudag-
inn, 17. sept., 56 ára að aldri. —
Hann var fæddur að Mountain,
Norður-Dakota, en fluttist til
Manitoba fyrir 40 árum og
stundaði fiskiveiðar. Hann læt-
ur eftir sig móður sína, Mrs. J.
Halldórsson; sex bræður, Daníel,
Halldór, Noel, Dóra, Sigurð og
Böðvar; ennfremur tvær systur,
Mrs. J. Thordarson og Mrs. J.
Wisewell. Útförin fór fram frá
lútersku kirkjunni í Husavick
síðastliðinn laugardag.
☆
FRÓNS-fundur
Þjóðræknisdeildin Frón held-
ur fund í Good Templar-húsinu
á mánudagskveldið 6. okt. Ágæt
skemtiskrá, — auglýst nánar í
næsta blaði.
☆
Nýlega komu til bæjarins, Mr.
og Mrs. W. Sigurgeirsson; hafa
þau verið í Minaki í sumar. Mr.
Sigurgeirson starfar fyrir C. N.
j ár nbrautarf élagið.
☆
Á miðvikudaginn 17. septem-
ber átti frú Margrét Ólafsson,
Morris Ave., Selkirk,. Man., 99
ára afmæli. Lögberg óskar henni
til hamingju.
☆
Mr. Dóri Thorkelson, gull-
smiður og skrautmunasali á
Gimli flytur jí nýja búð á Centre
Street þar í bæ um 1. nóvember
næstkomandi.
Fréftir frá íslandi
Framhald af bls. 4
kvöldi opnaði Gerður Helga-
dóttir sýningu þar og sýnir á
annað hundrað myndir, smíðað-
ar úr járni, gerðar úr gibsi mót,-
aðar í leir og höggnar í sand-
stein og marmara, og teikningar
og skurðmyndir. Gerður hefir
stundað nám í Flórens og París
undanfarin 5 ár, og sýnt tvisvar
í París, síðast nú í vor. Enn-
fremur hefir hún sýnt þar með
öðrum listamönnum. — Finnur
Jónsson listmálari opnaði nýlega
málverkasýningu í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri og sýnir
þar um 100 myndir. Sýningu
hans lýkur í kvöld. — Þá hefir
Kristinn Pétursson listmálari
sýningu á olíumálverkúm og
pastelmyndum í veitingasal Iðn-
sýningarinnar í Reykjavík.
☆
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri
dagblaðsins Tímans, er nýlega
farinn til Bandaríkjanna til
þriggja mánaða dvalar þar og
nýtur til þess styrks frá utan-
ríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Hann hyggst ferðast víða um
landið og kynna sér þar blaða-
útgáfu og kaupfélög.
☆
Ellefta þing Æskulýðsfylking-
arinnar, sambands ungra sósíal-
ista, var sett á Akureyri í- fyrra-
dag og sitja það 60 fulltrúar.
☆
í fyrradag átti Margrét Björns
dóttir á Hvammstanga 100 ára
afmæli, og hélt kvenfélagið þar
henni samsæti í tilefni dagsins.
Mr. Harald Stephenson frá
Montreal kom nýlega hingað í
heimsókn til móður sinnar, frú
Önnu Stephenson, og systkina
sinna.
☆
Gísli Jónsson ritstjóri kom
heim úr heimsókn til íslands
síðastliðinn þriðjudag; hann
lagði af stað héðan þann 10. júní
og átti því langa dvöl á íslandi,
sem varð honum til ósegjanlegs
yndis; er vestur kom heimsótti
hann börn sín þau dr. Helga pró-
fessor við Ruthger College, New
Jersey og frú Bergþóru Robson
í Montreal.
☆
Gimli Kinsmen klúbburinn
hélt nýlega árfund sinn og var
Butch Arnason kosinn forseti,
fyrrverandi forseti var Eric Ste-
fánsson. Þetta félag hefir látið
mikið gott . af sér leiða, meðal
annars safnað $1600.00 tiLstyrkt-
ar kryppluðum börnum.
☆
Frú Guðrún Stefánsson, sem
bjó um langt skeið að Cypress
River, er nýkomin frá Van-
couver, en þar dvaldi hún í tvö
ár hjá dóttur-dóttur sinrii, Mrs.
Fred Johnson. Hún er nú hjá
dóttur sinni og tengdasyni, Mr.
og Mrs. Jónas Anderson, Leigh-
ton Apts. hér í borg, en ráð-
gerir að dvelja hjá dóttur siiini,
Mrs. G. Björnsson, Glenboro, í
vetur. Frú Guðrún er á fjórða
árinu yfir nírætt og nýtur enn
ágætrar heilsu og skemtir sér
við lestur ^g prjóna.
☆
Hear Stephen Juba Sunday,
October 12, in a public meeting
at the Winnipeg Auditorium.
GAMAN 0G
A L V A R A
Anna: — Hvenær varstu trú-
lofuð honum Jóni?
Beta: — Bíddu við, það eru
eitthvað um 5 trúlofanir síðan.
☆
1. leikkona: — Hugsaðu þér,
leikstjórinn er búinn að svíkja
mig um hlutverkið mitt í nýja
leikritinu.
2. leikkona: — Hvað ertu að
segja, kona, og báðar línurnar?
☆
Tveir bændur voru að ræða
saman um að fara í heimsókn til
kunningja síns í næstu sveit.
Annar vildi fara í bíl, en hinn
aftók það með öllu. Skýringin
sem hann gaf var þessi:
— Konan mín er bílveik,
krakkarnir mínir eru bílveikir,
ég er sjálfur bílveikur og hund-
urinn minn er bílveikur. Þetta
er ættgengur andskoti!
☆
— Hvað? Er þetta ekki demant
ur, sem er í hringnum þínum.
Ég hélt ekki að þú værir svo rík,
að þú gætir keypt þér slíkt, eða
þá að þú ættir svo ríka kunn-
ingja!
— Enda er það líka rétt, en
gamall frændi minn kallaði mig
á fund sinn, rétt áður en hann
dó, og lét mig fá 10.000 krónur,
til þess að kaupa stein til minn-
ingar um hann og þetta er
steinninn!
☆
Mikið skelfilega er það leiðin-
legt að grammófónninn skyldi
ekki vera til, þegar Lizt var
uppi.
J.: — Nei, það var alls ekki
svo leiðinlegt, því annars hefði
hann setið allan daginn og hlust-
að á hann!
☆
Strætisvagnabílstjóri rétti konu,
sem var að borga honum með
tveggja krónupeningi, peninginn
aftur og sagði: — Hann er falsk-
ur, og þér verðið að borga með
einhvexri annarri mynt.
— Hvaða vitleysa, hann er
ekkert falskur. Hann, sem var
sleginn árið 1902 og það væri
þá sannarlega einhver búinn að
taka eftir því.
Free *
Winter Storage
Send your outboard motor in now and have
it reody for Spring.
Free Estimate on repairs
Specialists on . . .
Johnson - Evinrude & Elto Service
Breen Motors Ltd.
WINNIPEG Phone 92-7734
Minnmgarorð
Þann 28. júlí síðastliðinn and-
aðist öldungurinn Jón Clemen-
son. Hann var fæddur á Sigríð-
arstöðum 4 Köldukinn. Foreldr-
ar hans voru þau hjónin Klem-
ens Jónsson og Sigríður Péturs-
dóttir. Jón ólst upp á heimili
foreldra sinna og var þar til full-
orðins ára.
Jón kvæntist á íslandi; kona
hans var Þuríður Jónsdóttir frá
Brettingsstöðum í Laxárdal.
Árið 1905 fluttist Jón til Ame-
ríku með Klemens son sinn,
kona hans hafði farið til Ame-
ríku nokkrum árum áður með
tvö börn, og settist að í Argyle-
bygð. Jón og Þuríður voru
nokkur ár í Baldur, Man., vann
hann þar hjá bændum, en síðar
við járnbrautarvinnu.
Árið 1915 flutti hann með
fjölskyldu sína til Silver Bay,
Manitoba.
Jón misti konu sína árið 1821,
en bjó eftir það í nokkur ár með
börnum sínum. Árið 1929 settist
hann að hjá syni sínum Ásgeiri
og konu hans Halldóru og var
hjá þeim til dauðadags. Hann
var rúmfastur í fimm mánuði
og naut þá nærgætni og hjúkr-
unar Halldóru tengdadóttur
sinnar.
Jón var vel gefinn og skemmti-
í tali. Hann var vel lesinn og
fróður, en lét lítið yfir sér. —
Hann.fylgdist með öllum bygð-
armálum, tók góðan þátt í
kirkjumálum og studdi vel
kirkju sína. Hann var tryggur
vinur og góður nágranni.
Jón og Þuríður eignuðust sjö
börn: Aðalbjörn, kvæntur, bóndi
í Silver Bay; Kristín, gift, bú-
sett á íslandi; Klemens, kvænt-
ur, Section foreman í Wawanesa;
Valdimar, dáinn 1920; Stefanía,
dó í æsku á íslandi; Ásgeir,
kvæntur, bóndi í Silver Bay;
Stefanía, gift, búsett í Winnipeg.
Barnabörnin eru 18 og 3 barna-
barnabörn.
Útför Jóns fór fram frá lút-
ersku kirkjunni í Silver Bay 1.
ágúst. Séra H. S. Sigmar, Gimli,
jarðsöng.
Þau hjónin, Mr. og Mrs. Ás-
geir Clemenson, langar sérstað-
lega til að þakka Gíslasons fjöl-
skyldunni, Silver Bay, Joe Aust-
man, Mr. og Mrs. Thorgilsson,
Ashern, Mrs. Vala Scheske, er
lék á orgelið í kirkjunni og einn-
ig séra Eric H. Sigmar, Seattle,
fyrir hans indæla söng, og öllum
þeim, sem heiðruðu útför Jóns
með nærveru sinni og blómum.
H. S. Sigmar
Farið eins langt og þér sjáið
og þegar þér komið þangað,
munið þér sjá ennþá lengra.
—Sunshine Gazette
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnd. 28. sept.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
íslenzk messa kl. 7. síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. ólafsson
☆
Gimli Lulheran Parish
H. S. Sigmar, Pastor
Sept. 28th Sunday Services
Betel 9 a.m.
Gimli 11 a.m.
Husavick 2 p.m.
Gimli 7 p.m.
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Winnipeg,
Sími 36 603
Miss Ruth BárdaL
5 — 54 Donald St.
Winnipeg.
Sírni 929 037
Handhæg ritvél
Vér getum útvegað yður rit-
vél, sem þér getið haldið á,
með letri yðar eigin tungu.
Samið um greiðslur
THOMAS & COMPANY
88 Adclaide Strect West, Toronto
EATON'S FallcWínterCatalogue!
636 blaðsíður — yðar mesta úrval og
yfir hbfuð beztu kjörkaupin.
*T. EATON Cí—
WINNIPEQ CANAOA
EATON ORPER OFFICES IN MANITOBA
I Brandon - Oauphin • Flin Flon • Fort Churchill - Portage la Prairie I
[ The Pas • ln Winnipeg, Miont or vitit thi Sales Koom ín Tht Mail 0ri» Bldgs. j