Lögberg - 02.10.1952, Qupperneq 1
Phone 74-6643
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
65. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 2. OKTÓBER, 1952
Phone 74-6643
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
NÚMER 40
---------(
Góður gestur
Nýlega er kominn hingað til
borgar Jónas Kristjánsson for-
stjóri mjólkur- og smjörgerðar-
deiidar Kaupfélags Eyfirðinga
á Akureyri, en þessa deild stofn-
aði hann fyrir liðugum aldar-
fjórðungi; hann kom flugleiðis
frá íslandi til Bandaríkjanna og
lagði af stað að heiman hinn 18.
september síðastliðinn og hefir
heimsótt Washington, Chicago
og Minneapolis. í Chicago skoð-
aði hann Dairy Industries
sýningu, sem er ein hin um-
fangsmesta slíkrar tegundar í
Bandaríkj unum og þótti honum
mikið til hennar koma; mun
hann dveljast vestan hafs um
hríð til að kynna sér helztu nýj-
ungar í mjólkuriðnaðinum.
Jónas er fæddur í Víðigerði í
Eyjafirði, prúður maður, hag-
sýnn og velviljaður; hann er
bróðir frú Guðrúnar Anderson
í Glenboro og hafði fundum
þeirra eigi borið saman síðan
1930, er frú Guðrún heimsótti
ísland; hann dvelur um þessar
mundir í Glenboro hjá áminstri
systur sinni og manni hennar
Páli H. Anderson.
Fegursti
heimilisblóma-
garður fylkisins
Nýlega hafa þrír sérfræðingar
í blóma- og garðrækt ferðast
um alt fylkið til þess að dæma
um það hverjir væru beztir og
fegurstir heimilisgarðar í Mani-
toba, voru það þeir F. W. Brod-
rick, Próf. E. T. Anderson og
F. Wier. Kom þeim saman um
að blóma- og ávaxtagarður Mrs.
J. Walter Johannson að Pine
Falls, Manitoba væri bezti og
fegursti heimilisgarðurinn í
Manitoba og hlaut hún The
Shaughnessy Trophy að verð-
launum. Mrs. Johannson hafði
áður sigrað í garðyrkjukeppn-
inni í Pine Falls og einnig í
samkepninni, er um var að ræða
garða er höfðu lengri en 66 feta
framhlið. Ennfremur hefir hún
hlotið verðlaun fyrir ávexti og
blóm úr garði sínum. Hún er
dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. J.
Thorvardson.
Nýjar olíulindir
Imperial olíufélagið mikla
hefir lýst yfir því, að nú sé kom-
ið að því, að olíuvinsla hefjist
þá o% þegar á tveimur nýjum
stöðum í grend við bæinn
Virden hér í fylkinu; hve mikið
olíumagn er hér um að ræða, er
enn eigi vitað þótt líkur þyki
til, að það sé hreint ekkert
smáræði; þessar nýju olíulindir
eru á bújörð Geralds Benjamíns
Haskett, sem er geisistór og á
hann þar mikilvæg námu-
réttindi.
Skattafnóms
krafist
Neytendafélagið canadiska,
sem nú hefir nýverið háð hið
fimta ársþing sitt í Toronto,
krafðist þess af sambandsstjórn
að hún beiti sér nú þegar fyrir
• því að afnuminn verði 10%
skattur af tei og kaffi; virtust
fundarmenn á einu máli um
það, að skattur þessi væri með
öllu óréttlætanlegur og íþyngdi
aðallega þeim stéttum, sem
minnst hefðu gjaldþolið.
Tala
lömunartilfella
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
21. SEPTEMBER
Mr. og Mrs. William Ralph Lawler
Virðuieg og fjölmenn brúðkaupsathöfn
Síðastliðið föstudagskvöld voru gefin saman í hjónaband
í Fyrstu lútersku kirkju þau Miss Sigrún Dolores Eylands og
William Ralph Lawler ílugstjóri frá Lindsay, Ont. Faðir
brúðarinnar, séra Valdimar J. Eylands framkvæmdi hjóna-
vígsluna, Miss Lilja Eylands söng einsöngva og vakti hin
mikla og tæra rödd hennar ábærilega hrifningu; við hljóð-
færið var frú Björg ísfeld. Að lokinni vígslu var setin
ríkmannleg og fjolmenn veizla í samkomusal kirkjunnar og
skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað. Séra Egill H. Fáfnis
flutti bæn, en Paul Bardal, fylkisþingmaður, mælti fyrir
minni brúðarinnar, eða í raun og veru brúðhjónanna, en
einnig flutti ræðu móðurbróðir brúðarinnar Nels Johnson
frá Bismarck, fyrrum dómsmálaráðherra North Dakotaríkis;
viðstaddli voru og bræður hans tvem, Einar lögfræðingur
frá Lakota, N.D., og Kristján læknir frá Rugby. Með ein-
söng skemti Erling Eggertson, sem hefir djúpa og áhrifa-
mikla bassarödd; við hljóðfærið var Miss Sigrid Bardal.
Sægur mikill heillaóskaskeyta barst brúðhjónunum víðs-
vegar að, þar á meðal frá Eggert lækni Steinþórssyni og
frú Gerði í Reykjavík, séra Pétri Sigurgeirssyni og Ástmars-
hjónunum á Akureyri. — Heimili ungu hjónanna verður
fyrst um sinn að Trenton, Ontario. Lögberg flytur þeim
hugheilar árnaðaróskir.
Að því, er síðast fréttist, var
tala lömunarveikitilfella í Mani-
toba nú í ár, komin yfir hundrað
og sjötíu; dánartilfelli urðu fram
að þessum tíma nokkru fleiri
en í fyrra, en yfir höfuð mun
veikin hafa verið heldur vægari;
heilbrigðismálayfirvöldin hafa
undanfarið verið að leita fyrir
sér um aukinn liðsafla hjúkrun-
arkvenna vegna þessa ískyggi-
lega faraldurs.
Á leið vesfur að hafi
Forseti íslands og ríkisstjórn
hafa ráðið Hinrik Sveinsson
Björnson sendiráðunaut í París,
ritara forseta Islands. Hann
verður jafnframt starfsmaður í
utanríkisráðuneytinu að nokkr-
um hluta. Hinrik S. Björnsson
er lögfræðingur að menntun og
hefir starfað í utanríkisþjón-
ustunni sjðan 1939.
☆
Nýlega eru hafnir fjárflutn-
ingar norðan úr Þingeyjarsýslu
á fjárskiptasvæðið sunnanlands
og komu fyrstu bílarnir í fyrra-
dag í Árnessýslu, en þangað
verða flutt um 16 þúsund líf-
lömb úr Þingeyjarsýslu og
nokkrum hreppum í Eyjafjarð-
arsýslu. Auk þess hafa verið
keypt um 9000 lömb frá Vest-
fjörðum, og. verða 2000 þeirra
flutt á bifreiðum frá ísafjarðar
djúpi, en hin sjóveg. Loks hefir
komið til orða að kaupa eitt-
hvað af lömbum austur í Ör
æfum og á Síðu.
☆
Fiskaflinn í júlímánuði s.l.
varð um 22.700 lestir, eða rúm-
lega 4.000 lestum minni en i
sama mánuði í fyrra, og veldur
Séra Eiríkur Brynjólfsson
Sef-tur inn í embætti
Á sunnudaginn kemur verður
séra Eiríkur Brynjólfsson fyrr-
um prestur að Útskálum settur
inn í embætti hjá íslenzka lút-
erska söfnuðinum í Vancouver,
B.C. Innsetningarathöfnina fram
kvæmir forseti hins Evangeliska
lúterska kirkjufélags íslendinga
í Vesturheimi, séra Valdimar J.
Eylands; einnig tekur þátt í at-
höfninni Dr. Rúnólfur Marteins-
son.
Dauðaslys og
meiðsli
Á miðvikudaginn varð spreng-
ing í 'kornhlöðu Saskatchewan-
hveitisamlagsins í Port Arthur,
Ont., sem varð fimm mönnum
að bana en fjórtán sættu alvar-
legum meiðslum; mælt er að
eignatjón nemi nálega þremur
miljónum dollara; hér var um
að ræða eina allra stærstu og
fullkomnustu kornhlöðu austur
við vötnin.
Séra Valdimar J. Eylands
í dag lagði af stað vestur á
Kyrrahafsströnd séra Valdimar
J. Eylands og mun hann dvelja
þar vestra nálægt hálfsmánaðar
tíma og síður en svo sitja auð-
um höndum; á sunnudaginn
kemur setur hann séra Eirík
Brynjólfsson inn í embætti í
Vancouver sem forseti kirkjufé-
lagsins, en þaðan fer hann til
Seattle og situr þar ársþing
Hinnar sameinuðu lútersku
kirkju í Norður-Ameríku, én
hinn 11. þ. m., verður hann aðal-
ræðumaður á Leifs Eiríkssonar-
hátíð í Seattle, er norrænir
menn víðsvegar um Kyrrahafs-
strönd standa að.
Auk séra Valdimars sitja á-
minst ársþing þeir Séra S. O.
Thorlakson í Berkeley, Cal.,
Skúli Stefánsson frá Hensel,
N. Dak., og G. Pálsson úr Geysis
bygð, en þessir menn voru
kjörnir á kirkjuþinginu í Min-
neota sem erindrekar á árs-
þingið.
Aðalræðumaður á
Stórstúkuþingi
Dr. Richard Beck var aðal-
ræðumaður á Stórstúkuþingi
Góðtemplara í Minnesota (The
Northwest Grand Lodge oí
I. O. G. T.), sem haldið var í
Minneapolis laugardaginn og
sunnudaginn 20. og 21. septem-
ber; sóttu þingið fulltrúar og
gestir víðsvegar úr ríkinu.
í ræðu sinni rakti dr. Beck
sögu Góðtemplarareglunnar, sem
nú er rúmlega 100 ára gömul,
og ræddi síðan um ýmsar þær
leiðir, sem líklegastar væru til
að bera árangur í starfsemi Góð-
templara og annarra bindindis-
vina. Hann flutti einnig á þing-
inu kveðjur frá Stórstúku ís-
lands og frá íslenzku stúkunum
í Winnipeg.
Lóta líf sitt í kafbót
Franska flotamálaráðuneytið
hefir kunngert, að neðansjávar-
báturinn La Sybille, hafi fyrir
skemstu sokkið á botn Miðjarð-
ar hafs með fjörutíu og átta
manna áhöfn innanborðs; frönsk
stjórnarvöld höfðu skip þetta á
leigu frá brezka flotanum og var
það notað til æfinga; brök úr því
hafa fundist svo ekki er um að
villast örlög þess.
Mæna vonaraugum
til vesturs
Aðstoðar framkvæmdarstjóri
The Royal Bank of Canada, Mr.
M. Walter, var staddur í Win-
nipeg í vikunni, sem leið, og lét
þannig um mælt, að nú væri
svo komið, að stóriðjuhöldar
í Austur-Canada mændu vonar-
augum til Vesturlandsins vegna
þeirra ótæmandi náttúrufríð-
inda, sem það býr yfir og þeirr-
ar stóriðju, sem-sé að komast á
fót í Vesturfylkjunum frá ári til
árs; á leið sinni héðan, ætlaði
Mr. Walter að heimsækja
Regina, Calgary, Edmonton,
Vancouver, Chicago og Seattle
áður en hann hverfur á ný til
heimilis síns í Montreal.
Sú var tíð, er iðjuhöldar og
fésýslukóngar austanlands litu
Vesturfylkin hornauga og hugðu
að þar væri ekki feitan gölt að
flá.
Virkjun
McArthurfossa
Nú hefir raforkunefnd Mani-
tobafylkis formlega kunngert,
að hafist verði þegar handa um
virkjun McArthurfpssanna með
því að samkomulag við Winni-
peg Eletric félagið hafi með öllu
farið út um þúfur; áætlað er að
þessi nýju orkuver með öllu þar
að lútandi, muni kosta yfir tutt-
ugu og fimm miljónir, og hafa
samningar verið gerðir um vélar
og vinnu, sem hlaupa upp á
ellefu miljónir dollara.
þar mestu, að nú veiddist sára-
lítið af síld. Heildaraflinn fyrstu
sjö mánuði ársins varð 220.500
lestir, en á sama tímabili í fyrra
251.700 lestir.
☆
Stjórn Síldarverksmiðja ríkis-
ins hefir, að fengnu leyfi at-
vinnumálaráðherra, ákveðið að
hefja smíði hraðfrystihúss við
Síldarverksmiðjur ríkisins á
Siglufirði, og fengið til umráða
í því skyni IV2 miljón króna af
fé því, sem veitt var til atvinnu-
bóta á síðustu fjárlögum. Kostn-
aðurinn er hins vegar áætlaður
um 3 miljónir króna, og vinnur
stjórn S. R. að því að afla þess
viðbótafjár, sem með þarf, svo
og nauðsynlegra leyfa. Mikil
atvinnubót .verður að þessum
framkvæmdum, en atvinna hef-
ir verið mjög lítil á Siglufirði
að undanförnu, enda var sumarið
í sumar áttunda síldarleysis-
sumarið í röð.
☆
Um síðustu helgi höfðu Verið
saltaðar um 30.500 tunnur af
Suðurlandssíld upp í gerða
samninga, og nokkuð að auki.
Sænsk innflutningsyfirvöld
veittu nýlega leyfi fyrir inn-
flutningi á 20.000 tunnum af
saltaðri Suðurlandssíld og var í
ráði' að leyfi yrðu veitt fyrir
3000 tunnum til viðbótar. Er þá
hægt að salta hér 80.000 tunnur
af Suðurlandssíld, að meðtöldum
þeim 10.000 tunnum af millisíld,
sem ríkisstjórrlin ábýrgist verð á
að nokkru leyti, þegar miðað er
við sölusamninga, sem gerðir
hafa verið. ☆
Rafmagnsveitur ríkisins, sem
stofnaðar voru með lögum 1946,
ná nú til 13 kaupstaða, kaup-
túna og þorpa við sjó með sam-
tals 9600 íbúum, og til rúmlega
400 bændabýla og um 200 ann-
arra notenda í sveitum. Flestar
þær veitur, sem í notkun eru
nú, eru á orkuveitusvæðum
Sogsins, Andakílsár og Laxár.
Háspennulínur rafmagnsveitna
ríkisins eru nú samtals or#ðnar
Framhald á bls. 5
í heimsókn vestur ó Kyrrahafsströnd
Krefst jafnréttis
um kaupgjald
Á nýafstöðnu ársþingi verka-
mannasamtakanna, Canadian
Congress of Labor, var afgreidd
í einu hljóði þingsályktunartil-
laga, er í þá átt gekk, að skora
á stjórnarvöldin að hlutast til
um að konum yrði greitt jafnt
kaup og karlmönnum fyrir
samskonar vinnu; frumkvæði að
tillögunni átti frú Brida Gray
frá Toronto.
Dr. Rúnólfur Marleinsson og frú Ingunn Marteinsson
í gær lögðu þau Dr. Rúnólfur Marteinsson og frú
Ingunn af stað í heimsókn vestur á Kyrrahafsströnd;
var þeim boðið vestur og tekur Dr. Rúnólfur þátt í
athöfn þeirri í Vancouver næsta sunnudag, er séra
Eiríkur Brynjólfsson verður settur inn í embætti; þau
hjón munu einnig bregða sér til Seattle; þau eiga tvö
börn sín búsett í British Columbiafylki, Dr. Hermann í
Vancouver og frú Guðrúnu 1 Okanagandalnum. — Dr.
Rúnólfur og frú eru enn, þótt hnigin séu nokkuð á efri
ár, þrungin áhuga fyrir íslenzkum mannfélagsmálum,
lífsglöð og ung í anda.