Lögberg - 02.10.1952, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. OKTÓBER, 1952
FERÐASAGA
frá íslandi til Ameríku sumarið 1887
Séra Valdimar J. Eylands, er komst yfir þessa gömlu og fróðlegu ferða-
sögu, lét Lögbergi hana góðfúslega í té til birtingar; höfundur hennar,
Asgeir J. Lríndal, er lézt I Vistoria, B.C., var skáldmæltur skýrleiks-
maður. —Ritstj.
Miðvikudaginn þann 6. júlí,
kl. 6.30 e. h., lagði ég af stað frá
heimili mínu í Miðhðpi í Húna-
vatnssýslu (á íslandi), áleiðis til
Ameríku. Ég fór um daginn að
Þorkelshóli í sömu sýslu og var
þar um nóttnia. — Þenna dag
var ágætt veður, logn og sól-
skin, ca. 20 stiga hiti á R.; loft-
þyngdarmælirinn stóð ágætlega
(7,8 metre).
Daginn eftir (7. júlí) fór ég kl.
9.30 f. h. frá Þorkelshóli og vest-
ur að Þóroddstöðum í sömu
sýslu. Allan daginn var allra
bezta veður, logn og sterkur
sóiarhiti.
Daginn eftir, eður 8. júlí, var
ég um kyrrt á Þóroddstöðum;
það átti sem sé gufuskipið
„Camoens“ að koma til Borð-
eyrar þenna dag til þess að taka
vesturfara, eftir áætlun þeirri,
er eigendur skipsins (Slimon &
Co. á Skotlandi) höfðu samið,
en umboðsmenn (Agents) Allan-
línunnar birt alþýðu, því með
þeirri línu ætluðum vér að
flytja.
Ekki kom skipið þenna áætl-
unardag sinn, og bannaði þó
ekki veður, því það var ágætt
allan daginn. — Fjöldi af fólki
var komið að Þóroddstöðum
þegar ég kom þangað og á bæina
þar í kring, sem ætlaði sér til
Vesturheims (Ameríku) með
áðurnefndu -skipi þegar það
kæmi.
Daginn eftir (9. júlí) var ágætt
veður, en allt fyrir það kom
ekki Camoens. Á sömu leið fór
daginn eftir (10. júlí) að það
kom ekki; veðrið var þó indælt,
glaða sólskin og sterkjuhiti allan
daginn. —
Næsta dag (11. júlí) var storm-
ur og heljar kuldi; ekki „bólaði
á barða“ þann dag. Seinni part
dagsins fór ég frá Þóroddstöðum
austur að Miðhópi til þess að fá
mér vinnu, því ekki leit út fyrir
að Camoens kæmi bráðlega
fyrst hann var ekki kominn. —
Fjöldi af vesturförum fóru þá
frá Þóroddstöðum og bæjum
þeim, er þeir höfðu beðið á í
Hrútafirðinum, austur í sveitir
til þess að leita sér að vinnu,-
sem þá var mjög illt að fá.
Ég var í Miðhópi 10 daga, eður
til 22. júlí. Allan þann tíma var
ég við heyvinnu hjá Jósef Jón-
atanssyni bróður mínum. Flesta
dagana, sem ég dvaldi í Miðhópi,
var norðan stormur, þoka og
kuldi. 22. júlí var sunnan krapa-
slettingshríð og versta veður
allan daginn. Þann dag kl. 2 f. h.
lagði ég af stað (í annað sinn)
frá Miðhópi, því nú var komin
ný áætlun, sem tilkynnti að
Camoens ætti að koma til Borð-
eyrar 23. júlí (daginn eftir). —
Ég hélt vestur að Þóroddstöðum
um daginn, og kom þangað kl.
12 um nóttina. —
Næsta dag, eður áætlunardag-
inn (23) var norðan krapahríð
og þoka svo lítið sást. Ekki kom
Camoens þann dag. Allir þeir,
sem ég gat um að farið hefðu í
burtu til þess að leita sér að
vinnu (11. og 12.), voru nú sam-
an safnaðir á Þóroddstöðum,
Borðeyri og fleiri bæjum í kring
um fjörðinn, því allir ætluðu að
vera til taks þegar skipið kæmi,
sem eðlilegt var. —
24. júlí var bjart og gott veður
fyrripartinn, en gekk á með
rigningarskúrum seinnipart
dagsins. Þann dag fluttum við
margir farangur okkar, sem á
Þóroddstöðum voru, vestur á
Borðeyri, en sökum húsþrengsla
þar varð flutningurinn allur að
vera úti þangað til að skipið
kom; svo kom vatn í hirzlurn-
ar og fatnaður og annað fúnaði,
bæði hjá mér o. fl. — Ekki kom
Camoens þennan dag.
Ég var á Þóroddstöðum það
sem eftir var af júlímánuði, eður
til 1. ágúst; allan þann tíma voru
norðan kuldar og óþurrkar, að
undanteknum 2 síðustu dögun-
um af mánuðinum (30. og 31.),
þá daga var gott veður, logn og
sólskin. —
28. júlí kom hinn alþekkti
fjár- og hrossakaupmaður, herra
John Coghill að Þóroddstöðum,
hann var á suðurleið. Honum
féll mjög illa þessi Iánga bið og
kostnaður sá, er vér þyrftum að
líða við hana; hann sagðist bú-
ast við að gufuskipið „Miaca“
kæmi til Reykjavíkur um líkt
leyti og hann kæmi þangað, og
sagðist hann þá skyldi gjöra allt
er hann gæti til þess, að fá hana
til að fara norður á Borðeyri og
sækja okkur, því hann bjóst við
að eins víst væri að Camoens
hefði eitthvað bilað eða jafnvel
farizt fyrst hann væri ekki
kominn. Bezt sagði hann að væri
fyrir okkur að vera viðbúna ef
hún kæmi, því hún mundi ekki
standa öllu lengur við en ca. 6
klukkutíma. Cogell hélt suður,
en aldrei kom Miaca og því síð-
ur Camoens; en þessi ráðagjörð
hans var nóg til þess, að enginn
þorði að fara neitt úr Hrútafirð-
inum til þess að leita sér að
vinnu, þó hana hefði einhvers
staðar verið að fá, af ótta fyrir
því að annað hvort skipið kynni
að koma á þeirri og þeirri stund-
inni. —
1. ágúst var logn og glaða-
sólskin; þann dag fór ég frá
Þóroddstöðum að Kjörseyri, sem
er að vestanverðu við Hrúta-
fjörð, því mér var farið að leið-
ast að sitja á Þóroddstöðum al-
gjörlega aðgjörðarlaus. — Ég
var á Kjörseyri í 21 dag, eður
til 23. ágúst. Flesta þessa daga
var norðan þoka og kuldi. —
Allan þann tíma, sem ég var á
Kjörseyri, var ég við heyvinnu,
án þess þó að fá nokkurt kaup,
nema það sem ég borðaði á með-
an ég var þar! — Þetta hefði nú
einhvern tíma þótt „hart í
brotið“, og það var það líka
sannarlega, en eins og þá stóð
á þótti heldur gott að geta fengið
að vinna fyrir fæði, þar sem
annar eins fjöldi var saman
kominn af fólki eins og þar (í
Hrútafirðinum), eitthvað um 300
manns; í það minnsta var það
betra en að ráfa aðgjörðarlaus
og kaupa sér fæði fyrir hvern
dag eins og flestir gjörðu af
þessum hóp, mest sökum áður-
nefndra ástæðna. — Þennan
tíma, sem ég var á Kjörseyri
komu margar fregnir um komu
Camoens á Borðeyri, sem allar
reyndust ósannar. —
17. ágúst var haldinn fundur
á Borðeyri af oss vesturförum
og fulltrúar úr nokkrum Hrepp-
um í Húnavatnssýslu; einnig
mættu nokkrir úr Dala- og
Strandasýslum. Herra Sigurður
E. Sverrirson sýslumaður í
Strandasýslu, var kosinn fund-
arstjóri. Tilgangur fundarins var
að ræða um endurgjald fyrir
þann skaða er vér vesturfarar
höfðum liðið við þessa langvinnu
bið, og sem beinlínis var svikum
Slimons & Co. að kenna, eins og
síðar vérður drepið á. — Ýmsar
urðu tillögur manna á fundin-
um. Nokkrir vildu biðja um
2—3 kr. í skaðabætur fyrir
hvern dag, er vér biðum, fyrir
þá er borga þyrftu fullt far-
gjald (130 kr.), og sem að mínu
áliti mátti ekki minna vera, þó
að eingöngu væri miðað við vana
legt kaupgjald yfir sláttinn
heima á íslandi, hvað þá hefði
verið tekið tillit til tíðkanlegra
vinnulauna hér í Ameríku um
þann tíma árs, sem reyndar lá
beinast við að gjöra. En með því
að flestir voru með því, að biðja
ekki um meiri skaðabætur en
1 kr. á dag fyrir fullorðna og 50
aura fyrir börn, þá var það sam-
þykkt með meiri hluta atkvæða.
Fundurinn kaus svo hr. S. E.
Sverrisson til þess að semja
bænaskrá í þessa stefnu til lands
höfðingjans yfir íslandi, herra
Magnúsar Stephensens, nefni-
lega að honum mætti þóknast
að sjá um að vér fengjum þess-
ar skaðabætur borgaðar af á-
byrgðarsjóði þeim, sem Allan-
línan hefir sett til þess að mega
flytja fólk frá íslandi til Ame-
ríku, og sem einnig er fyrir því
að „forsvaranlega“ sé farið með
það fólk, sem flytur með henni.
Yfir þessum sjóð hefir lands-
höfðinginn svo mikið umboð,
það mér er kunnugt, að hann
hefir fullt vald til að endur-
borga íslendingum þeim er líða
skaða af meðferð Allan-línunn-
ar. Álit fundarins var, að vér
vesturfarar ættum aðganginn að
Allan-línunni (í gegnum lands-
höfðingja), en hún ætti aftur að-
ganginn að Slimon & Co., sem
hún hafði gjört samning við, að
flytti það fólk af Islandi til
Skotlands, sem með henni
(Allan-línunni) ætlaði að flytja
til Vesturheims. — Þessari bæn-
arskrá okkar fylgdu vottorð frá
tveimur Englendingum, (er þá
dvöldu í Húnavatnssýslu), sem
sönnuðu að það voru bein svik
af yfirráðendum eða eigendum
Camoens að hann ekki kom 8.
júlí til Borðeyrar, eins og að
framan er getið að auglýst hafi
verið. Vottorðin voru á þá leið:
að þegar þeir ætluðu að taka sér
farbréf (,,Ticket“) í Granton til
Borðeyrar, var þeim sagt að þeir
skyldi ekki gjöra það, heldur að-
eins taka það til Stykkishólms,
því þeir væru hættir við að fara
til Borðeyrar í þessari ferð, og
ætluðu þeir ekki lengra en til
ísafjarðar, eins og þeir líka
efndu. En einmitt í þessari ferð
hefði CamoenS' sem bezt getað
komið til Borðeyrar hefði hann
reynt það, því þá var Húnaflói
alveg íslaus. Þessu til sönnunar
er það, að einmitt þessa dagana
kom kaupfar til Borðeyrar og
jjtrandferðaskip á Skagaströnd,
og hvorugt þessara skipa hafði
séð nokkurn ís, er þeim gæti
verið til hindrunar.
28. ágúst kl. 8.15 e. h. kom
Camoens loksins til Borðeyrar.
Ég held mér sé óhætt að segja að
enginn af oss vesturförum, er
biðum eftir Camoens í þetta
sinn, verði nokkurri stundu
fegnari á ævinni en einmitt
þeirri, er Camoens lagði inn á
Borðeyri.
23. ágúst lá Camoens á Borð-
eyrarhöfn, og þann dag fóru
allir vesturfarar „um borð“, sem
ekki voru hættir við ferðina, en
það voru nokkrir, sem við hana
voru hættir, sumir vegna þess
að þeir voru búnir að eyða svo
miklu af fargjaldi sínu að þeir
komust ekki, en aftur voru
aðrir, sem leiddist svo biðin að
þeir hurfu frá fyrir þá skuld. —
Þennan dag var norðan stormur
og þoka. — Herra Sigfús Ey-
mundsson í Reykjavík, útflutn-
ingsstjóri Allan-línunnar á ls-
landi, kom með Camoens til
Borðeyrar. Hann var búinn
nokkrum dögum áður en skipið
kom að láta auglýsa á Borðeyri:
að hver fuilorðin persóna af
þessum margnefnda vesturfara-
hóp skyldi fá 10 kr. og börn 5
kr. í skaðabætur fyrir biðina
„til bráðabirgðar." En ekki
fengu aðrir þessa þóknun
en þeir, sem höfðu „skrifað sig
á“ fyrir 8. júlí hjá umboðs-
mönnum hans (Sigfússon), en
sumir munu ekki hafa verið
búnir að rita sig á fyrir þann
tíma, því að þeir hafa hugsað
að það mundi ekki gjöra stórt
til hvenær þeir rituðu sig, en
eftir þessari auglýsingu S. E. að
dæma þá áttu þeir ekkert að
fá. — Nú þegar Sigfús kom á
Borðeyri þá gjörði hann okkur
það ágæta tilboð: að vér skyld-
um fá þessar 10 og 5 kr. í skaða-
bætur, ef vér hættum við að
biðja um meira, en ef vér vild-
um halda því fram að fá meiri,
þá skyldum vér ekkert fá!
Okkur þótti þetta tilboð Sig-
fúsar nokkuð undarlegt, því
fyrst og fremst álitum vér að
hann hefði ekkert leyfi eða vald
til þess að taka af okkur þessar
10 kr. og 5 kr., sem hann var
búinn að auglýsa, að vér fengj-
um og það „til bráðabyrgðar.“
Út úr þessu „bráðabirgða“-orði
gátum vér ekki fengið þá mein-
ingu að vér ættum að tapa þess-
um krónum þegar skipið kæmi,
heldur miklu fremur það, að vér
fengjum meiri þóknun síðar. —
Vér sögðum því Sigfúsi, að vér
mundum halda þessari skaða-
bóta-bænarskrá okkar áfram, en
neituðum jafnframt að sleppa
þessum 10 og 5 kr.; þær áttu
sem sé að takast af fargjaldinu.
Þetta varð líka niðurstaðan; það
borgaði enginn fullorðinn maður
meira í fargjald en 120 kr. (sem
hafði ritað sig á fyrir 8. júlí),
og fyrir börn 45 kr.; og varð
Sigfús að sætta sig við það, eða
að öðrum kosti a hætta við að
flytja okkur, sem reyndar var
ómögulegt.
24. ágúst kl. 6 f. h. lagði
Camoens af stað frá Borðeyri.
Þann dag var norðan stormur
og þreifandi þoka. Skipinu gekk
mjög illa norður Húnaflóann
vegna þoku og hafíss. — Margir
urðu sjóveikir þetta kvöld. —
Næsta dag var engu betra
veður og ís heldur meiri; skipið
lá því að mestu leyti kyrrt um
daginn. Þennan dag kusum v4ð
þrjá menn til þess að fram-
fylgja bænarskrá okkar við
landshöfðingjann þegar til
Reykjavíkur kæmi. —
Daginn eftir, eða hinn 26. á-
gúst, komumst vér af Húnaflóa.
Þegar vér komum vestur fyrir
Horn á Hornströndum var alveg
ís- og þokulaust, og gekk þá
ferðin vel. Vér komum til Reykja
víkur kl. 6 morguninn eftir (27.).
Ég og annar maður tókum á
móti öllum farbréfum vestur-
fara á Reykjavíkurhöfn, (er Sig-
fús lét oss fá á Borðeyri og á
leiðinni), og fórum með þau í
land til þess að bæjarfógetinn
undirritaði þau; einnig veittum
við móttöku hjá Sigfúsi farbréf-
um á ensku, því að hver vestur-
fari átti að hafa tvö. — Við hinir
sömu reyndum að fá íslenzkum
bankaseðlum býttað í Reykja-
vík fyrir vesturfara, en það gekk
ekki vel. Sigfús Eymundsson
sagðist ekki geta býttað, en vís-
aði okkur til Coghill og sagði
að hann mundi hafa nóg af
enskum peningum, en þegar til
Coghills kom sagðist hann ekki
hafa neitt af gulli eða silfri, og
sér væri því ekki hægt að býtta
við okkur. Seinast fórum við til
Landsbankans og ætluðum að
fá þar býttað seðlum fyrir
danska peninga (gull og silfur)
því ekki sýndist oss það álitlegt,
að fara með íslenzka bankaseðla
til Englands eða Ameríku. Ekki
vildi bankinn býtta heldur nema
fáeinum krónum (ca. 20—30 kr.),
og máttum við því fara svo bún-
ir úr Reykjavík. Vér vesturfarar
bjuggumst því við að oss yrði
ekkert úr seðlunum fremur en
verkast vildi, þar sem bankinn
er ekki eða var ekki kominn í
neitt samband við útlenda
banka, og þar af leiðandi gilda.
íslenzkir bankaseðlar hvergi
nema á íslandi sjálfu.
Þrír eða fjórir íslenzkir vestur
farar bættust við í Reykjavík;
þar að auki unglingspiltur að
nafni Daníel Daníelsson (Mark-
ússonar) úr húsi Sigfúsar Ey-
mundssonar og bróðir konu
hans; hann átti að verða „túlkur“
okkar til Skotlands. — Æði
margir Englendingar er dvalið
höfðu lengri og skemmri tíma
á íslandi um sumarið, komu á
skipið í Reykjavík og fóru með
því til Skotlands. — Hér um bil
400 hross tók Camoens í Reykja-
vík líka. Hross þessi hafði Cog-
hill keypt fyrir Slimon & Co.
Ekki sinnti landshöfðinginn
bænarskrá okkar að öðru leyti
en því, að hann vísaði þessari
þriggja manna nefnd okkar til
danska konsúlsins í Leith á
Skotlandi, það væri hann sem
fyrst ætti að fjalla um þetta
mál, en ef hann ekki vildi sinna
því, þá skyldi sér verða send
bænarskráin aftur. Herra Þor-
lákur Ó. Johnson kaupmaður í
Reykjavík ritaði herra Birni
Pálssyni í Leith og bað hann að
liðsinna okk'ur þegar þangað
kæmi í þessu máli. —
28. ágúst kl. 5 um morguninn
lagði Samoens af stað frá Reykja
vík. Kl. 10 fórum vér fyrir
Reykjanes, og hér um bil um
miðjan dag hvarf okkur ísland!
(Þessar 5 línur eru ritaðar síðar).
Daginn, sem Camoens lá á
Reykjavíkurhöfn (27. ágúst),
kom um borð í hann um kvöld-
ið hin nafnkennda heiðurskona,
frú Sigríður Magnússon frá
Cambridge á Englandi. Hún
hafði með ferðis töluvert af
fatnaði, t. d.: kjólum, treyjum,
höttum, stígvélaskóm o. fl. (allt
með ensku sniði) til þess að gefa
fátæku fólki á skipinu. Sumt var
hér um bil nýtt, en sumt nokk-
uð slitið. En með því að bæði
var orðið framorðið dagsins og
hún fólkinu alveg ókunnug, þá
bað hún mig að útbýta þessum
fatnaði á meðal hinna fátækustu
(fataminnstu) á skipinu; þetta
gjörði ég með öðrum manni
daginn eftir. Frú Sigríður hafði
heyrt að sumt af þessu fólki,
sem á skipinu væri, væri mjög
fatalítið og yfir höfuð fátækt,
og vildi hún því reyna að bæta
úr því með þessu; enda get ég
fullyrt það, að mörgum komu
þessar gjafir mjög vel, því al-
drei hefi ég séð aðra eins fá-
tækt eins og hjá sumum vestur-
förunum á skipinu, sem varla
var heldur að undra, þar sem
margir af þeim voru kostaðir
af sveitunum — annað hvort að
einhverju eða öllu leyti. En það
hefir stundum viljað verða ó-
nógur útbúningur á þeim mönn-
um, er sveitirnar hafa kostað
af íslandi til Ameríku, og væri
það því óskandi, að þær sæju
betur sóma sinn hér eftir en
hingað til með því fyrst: að
senda ekki til Ameríku örvasa
gamalmenni og vanfærar stúlk-
ur með ungbörnum (sem enga
eiga þá hér að), og það stundum
undir veturinn. Annað er það: að
þær gjöri betur við fólk það er
þær senda en hingað til hefir
átt sér stað.
Það var t. d. sumt af fólki því,
sem ég hef áður minnst á, svo
fatalaust að það hafi ekki nóg
til að skipta um, eftir því, sem
það sagði sjálft. Einnig urðu
sumir fæðislausir til Skotlands,
þar eð þeir llöfðu lítið eða ekk-
ert af peningum til að kaupa
sér fæði fyrir. Svo var flest ef
ekki allt af þessu aumingja
fólki, sem ekki hafði farbréf
lengra en til Quebec, en það er
nokkurs konar forsending að
senda allslausar fjölskyldur og
aðra fátæklinga mállausa þang-
að; því í Quebec og þar í kring
eru engir íslendingar, það ég
til viti, sem gæti rétt þeim
hjálparhönd, og svo hve vera
oft lítið um vinnu þar, einkan-
lega fyrir útlenda aumingja. —
Ferðin gekk með öllu slysa-
Jaust til Skotlands. Flestir voru
nokkurn veginn frískir, en þó
voru nokkrir töluvert veikir,
bæði af „sjóveiki“ og fleiri sjúk-
dómum, sem ekki var heldur
undarlegt, því loftið (lífsloftið)
á skipinu var mjög spillt og ó-
hollt, sem náttúrlegt var, þar
sem jafn mörgu fólki og hross-
um var hrúgað saman á eitt skip,
enda þótt það væri ekki bein-
línis hvað innan um annað.
Mér finnst það vera bæði
lagaleg og siðferðileg skylda
yfirvaldanna á Islandi, að sjá
um að mannréttindum landa
þeirra sé að engu leyti misboðið,
þó þeir ætli að flytja af landi
brott (til Ameríku). Ég segi
þetta af þeirri ástæðu, að mér
þykir það óþolandi að þau —
yfirvöldin — skuli lítið eður
ekkert skipta sér af því, þó
mörg hundruð hrossa séu flutt
á sama skipi í sömu ferð og
mörg hundruð af vesturförum
(Emigrants), það getur engum
dulist að slíkt getur leitt mikið
illt af sér í heilbrigðislegu til-
liti. Sama er að segja um af-
skiptaleysi yfirvaldanna í því,
þó vesturfarar þurfi að bíða svo
vikum og mánuðum skipti eftir
skipi því, er á að taka þá, og
sem oft er að mestu eður öllu
leyti svikum „línanna“ að
kenna, eða þeirra útsendurum.
Það gekk vanalega mjög illa
að fá vatn á Camoens, bæði heitt
og kalt, þó öllu ver með það
kalda; þó vér værum t. d. dauð-
þyrstir, þá máttum vér bíða svo
og svo lengi áður vér gætum
fengið að drekka, og stundum
fengum vér ekkert nema þá
skólp; þeir „póstuðu" stundum
upp í stamp og sögðu að vér
gætum brúkað það vatn, bæði
til að drekka og þvo okkur, en
þeir lokuðu póstinum svo vér
gætum ekki náð vatni nema
með þeirra náðuga vilja!! Hvað
snertir „stamp-vatnið“ þá hefði
það getað verið nokkurn veg-
inn brúklegt, hefðu ekki sumir
landar verið svo óprúttnir að
þeir sökktu ofan í það þvotta-
skálum og öðrum miður hrein-
um ílátum, svo vatnið varð ó-
drekkandi, enda þótt þorstinn
ræki stundum svo eftir mönn-
um að þeir yrðu að svala sér á
því! Ég held að aðalástæðan fyr-
ir þessari vatnstregðu hjá skips-
mönnunum hafi verið sú, að þeir
voru hræddir um að þeir hefðu
ekki nóg vatn handa þessum
hrossafjölda alla leið; svo það
kom fram í fleiri en einni mynd
hversu illt vér höfðum af því
að hross voru flutt á skipinu.
Ég og þrír aðrir söfnuðum
saman öllum þeim peningum
(gulli, silfri og seðlum), sem
vesturfarar á skipinu höfðu (á
leiðinni frá Islandi til Skot-
lands), til þess að hafa þá til
taks þegar til Skotlands kæmi
til þess að býtta þeim. — Tölu-
verðar þokur fengum vér til
Skotlands, en ekki mikinn
storm. —
1. september kl. 6 f. h. komum
vér að nyrzta tanganum á Skot-
landi. Litlu seinn»- um daginn
komum vér á höfn fyrir framan
bæinn Thorsue; það kom strax
bátur úr landi til þess að fá
fréttir af Camoens, svo hægt
yrði að „Telegraphere" til Gran-
ton viðvíkjandi komu hans og
hvað hann hefði að flytja. —
Einn af ensku farþegunum fór í
land með bátnum.
Upp undir sjávarhömrunum á
Skotlandi skammt fyrir norðan
Orkneyjar sáum vér stórt gufu-
skip nýlega strandað. — Þennan
dag sáum' vér mörg skip á sigl-
Framhald á bls. 3