Lögberg - 02.10.1952, Síða 4

Lögberg - 02.10.1952, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. OKTÓBER, 1952 Lögberg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WXNNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press L#td. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized aa Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Líknarsamíag Winnipegborgar Síðastliðinn mánudag hófst hin árlega fjársöfnun í sjóð Líknarsamlags Winnipegborgar, og nemur upphæð sú, er safna skal $767,000. Er hér um talsvert hærri fjárhæð að ræða en í fyrra, er að mestu leyti stafar frá aukinni fólksfjölgun í borginni og hlutfallslega hækkandi tölu þeirra, er hjálpar þurfa við; að söfnun- inni vinna um fimm hundruð sjálfboðar. Tuttugu og níu mannúðarstofnanir samtals njóta góðs af Líknarsamlagi Jborgarinnar, og á næsta ári er áætlað, að nálega þrjú þúsund börn þurfi á verulegri aðstoð að halda. Hvað verður um æskuna sé eigi drengilega að henni hlúð í tæka tíð? Pjöldi mæðra, sem af óviðráðanlegum atvikum þarfnast liðsinniö, eiga siðferðilega heimting á að þeim sé aðstoð veitt. Og hvað er um farlama fólk og gamal- menni, £em rás viðburðanna hefir þannig leikið, að það getur enga björg sér veitt? Hver er sá, sem einhvers megnar, að hann eigi finni til skyldu sinnar, þar sem svo er háttað, um að rétta fram hjálparhönd? Framkvæmdarnefnd Líknarsamlagsins gerir þá sanngirniskröfu, að sérhver hraustur og vinnandi ein- staklingur innan vébanda borgarinnar, leggi fram í þessu augnamiði eins dags kaup sitt, og mun þá naum- ast verða réttilega sagt, að til of mikils sé mælst. Þessa dagana umfaðmar okkar vingjarnlegu borg einmuna veðurblíða, ein hin sérstæðasta, er hér um slóðir sögur fara af. En það er ekki ávalt lengi að breyt- ast veður í lofti, og getur þá nær, sem vera vill, kald- rifjaður Manitobaveturinn gengið í garð. Leggjum það á minnið, að líði meðbræðrum okkar illa, án þess að við sé gert, getur okkur engan veginn liðið vel. ☆ ☆ ☆ Sala nýrra verðbréfa Sambandsstjórn er nú í þann veginn, að veita al- menningi kost á að kaupa hin nýju Spariverðbréf, er gefa af sér 23/±% í vöxtu; aðferð þessi til fjáröflunar á undanförnum árum naut hvarvetna vinsælda og mun svo einnig verða að þessu sinni; og það liggur vita- skuld í augum uppi hve hollara það sé, að afla lánsfjár heimafyrir, en leita til erlendra markaða gegn hærri vöxtum. Um kaup og greiðslur áminstra verðbréfa má semja við hvaða banka, sem er og fésýslufélög, er heimild hafa til fyrirgreiðslu þess konar viðskipta. Forstjóri þjóðbankans canadiska, Mr. Graham Towers, fylgir verðbréfasölunni úr hlaði með svo- feldum orðum: „Sala stríðsskuldabréfa og spariverðbréfa hefir á ákveðinn hátt glætt skilning canadiskra þegna á gildi sparseminnar, og er slíkt út af fyrir sig ærið fagnaðar- efni; þjóðin vill, að svo miklu leyti, sem framast er auðið, vera sjálfbyrg og búa að sínu, og þetta er eitt af feg- urstu einkennum hinnar canadisku þjóðar.“ Vel að verki verið Vöruvöndun er jafnan eitt höfuðskilyrðið fyrir traustri efnahagsafkomu hvaða þjóðar, sem er; vörur þurfa að vera samkepnisfærar eigi þær að ryðja sér til rúms á hinum ýmissu mörkuðum og geta gefið af sér sanngjarnan arð. Smjörframleiðsla í Vestur-Canada hefir mjög færst í aukana á hinum síðari árum þótt hitt sé meira um vert, hvers álits hún nýtur á alþjóðarvettvangi; í þessu efni standa rjómabú Manitobafylkis í fremstu röð, eins og ráða má af því, að á framleiðslusýning- unni, sem haldin var í Toronto á nýliðnu sumri, unnu þau 45 af hundraði allra þeirra verðlauna, sem þar voru veitt; en alveg sérstaka viðurkenningu hlaut rjómabúið að Lundar, sem er eign íslendinga og íslend- ingurinn J. K. Breckman veitir forstöðu; það hlaut hæztu verðlaun fyrir fullkomriustu og beztu smjörgerð frá hafi til hafs. ☆ ☆ ☆ Merkur fræðimaður látinn Hinn 22. september síðastliðinn lézt í Reykjavík Dr. Ágúst H. Bjarnason þjóðkunnur rithöfundur og fyrrum prófessor í heimspeki við Háskóla íslands. Hann var fæddur á Bíldudal 20. september árið 1875. Foreldrar hans voru Hákon kaupmaður Bjarnason og Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir prófasts í Hvammi í Dölum. Dr. Ágúst tók stúdentspróf í Danmörku 1894 en lauk meistaraprófi í heimspeki við Kaupmanna- hafnarháskóla 1901. Hann var meðlimur brezkra, þýzkra og norrænna vísindafélaga og þótti jafnan manna liðtækastur hvar, sem hann gekk til verks; hann hafði með bókum sínum Yfirlit yfir sögu mannsandans, djúpstæð áhrif á alþýðumentun íslenzku þjóðarinnar í samtíð sinni og var alla sína ævi í sífeldri sannleiksleit. Þau Dr. Ágúst og frú, heimsóttu eitt sinn íslend- inga vestan hafs og dvöldu um hríð í Winnipeg; munu margir hér um slóðir minnast þeirra hlýlega frá þeim tímum. Dr. Ágúst var kvæntur Sigríði Jónsdóttur ritstjóra ólafssonar og lifir hún mann sinn. Er hægt oð sprengja spila- bankann í Monte Carlo Aðsókn að spilabankanum fræga 1 Monte Carlo hefir aukizt gífurlega eftir styrjöldina, og all- ir vita, hvað það er, sem dregur fólk þangað suður eftir. Það er óskadraumurinn um að ,sprengja‘ bankann, breyta svolitlum höfuð stól í mikla fúlgu í einni svipan. Það eru ekki aðeins Norður- landabúar, sem láta glepjast á þessu, segir blaðamaðurinn Jörgen Bast í Berlinske Aften- avis nýverið, heldur streyma til Monte Carlo menn af hinum ó- iíkustu þjóðum, en hafa allir þetta sameiginlega markmið og ósk, að „sprengja“ bankann. Flestir eru þeir þess fullvissir, að þetta muni takast, og þannig hefir þetta verið, allt frá því er bankinn tók til starfa fyrir nær hundrað árum, og sjálfsagt verð- ur þetta svona meðan bankinn er við líði. Sumir koma á eigin spýtur, aðrir mynda með sér „hlutafé- lög“, sem skipta spilaborðunum milli sín, eða menn koma sem fulltrúar einhverra samtaka í heimalandi þeirra, sem hafa látið telja sér trú um, að nú hafi verið fundið upp öruggt kerfi til þess að græða í Monte Carlo. Aðsóknin eykst enn, þegar fréttist með stuttu millibili, að spilamenn hafi „sprengt11 bank- ann, en það þýðir í raun og veru ekki annað en að borðið, sem spilað var við, hefir orðið að senda eftir nýjum spilapening- um til gjaldkerans. Allir vita, að til eru heppnir og óheppnir spilamenn. Um það er ekki að ræða hér. Hér er spurn- ingin: Er yfirléitt mögulegt að setja fram sérstakar reglur á stærðfræðilegan hátt um breyt- ingu vinningsmöguleikanna til þess að mynda öruggt spilakerfi? I Monte Carlo eru spiluð alls- konar spil, en það er einkum ,,rúlettan“, sem menn reyna að finna kerfin við. Það er þessi háðska beinkúla, sem hefir kom- ið hinu stærðfræðilega hug- myndaflugi á hreyfingu. — Það er í þessu spili, sem margir halda því statt og stöðugt fram, að unnt sé að sigra bankann. I fáum dráttum eru möguleikarnir þess- ir: Rautt eða svart? Jöfn tala eða ójöfn? Er unnt að mynda ein- hverjar reglur um hvernig þessir möguleikar skiptast á og þannig spila samkvæmt þeim? Margir eru þeir, sem hafa ár- um saman gert tilraunir með rúlettur í heimahúsum, áður en þeir lögðu upp í Monte Carlo- förina, en annars má gera sér ótal kerfi og reglur samkvæmt skýrslum þeim, sem upp konna daglega, og þær fást hjá bóksöl- um, ásamt ýmsum bókum um, hvernig unnt sé að græða fé í Monte Carlo, eins og t. d.: — „Hundrað örugg kerfi til þess að græða í Monte Carlo.“ Þetta er þó ekki eins auðvelt og maður skyldi ætla samkvæmt þess háttar skrumi. — Sennilegt er, að á hverju ári komi spila- menn til Monte Carlo með um 50 miljónir krðna í vasanum. Af þessu fé tekur bankinn um 90%, að því er fróðir menn telja. En þetta dregur ekki kjark úr þeim bjartsýnu. Að minnsta kosti hélt hinn kunni spilamaður Rosslyn lávarður því fram, að hann og bróðir hans, Fritzroy Erskine, hefðu fundið upp kerfi, sem dygði. Að vísu krefðist það styrkra tauga og þrautseigju, en það væri öruggt. Hann byrjaði með lítilli upphæð, þrefaldaði ef hann tapaði, en sjöfaldaði í þriðja skipti. — Hann hélt því fram, að með 15 þúsund sterlings punda höfuðstól hlyti þetta kerfi að gefa af sér 1000 pund á dag, eða 365.000 pund á ári, en hins vegar hefir aldrei heyrzt að Rosslyn og bróðir hans hafi farið frá Monte Carlo með slíkar upp- hæðir. Þeir hrepptu hlutskipti flestra -spilamanna að tapa að lokum. Segja má, að möguleikar rú- lettunnar, sem til greina koma, Haust er komið Haust er komið, himinn kafinn, heiðið bláa falið sýn. — Þótt þú hnykkir hurð á stafinn hrollinn leggur inn til þín. Gulna lauf og grána viðir, gustur napur bítur kinn, þagnað hafa kvæðakliðir kvíði sækir huga þinn. Haust er komið hárin grána hrukkur lýta brún og kinn, stráið jiitt í loka ljána leggst um síðir, vinur minn. Ferli mæðra og ferða sinna fylgir maður hrörsins til. Allir tapa, engir vinna örlaganna happaspil. Dauðinn fjör til feigðar eltir, fölna hlýtur sérhvert strá. Jörð mót sólu vöngum veltir vetrar og sumur skiptast á. Njót þess ljúfa er lífið gefur, litast engi bleik og græn. Eyra drottins ennþá hefur aldrei fundið nokkur bæn. —PÁLL GUÐMUNDSSON Free Winter Storage Send your outboard motor in now and have it reody for Spring. Free Estimate on repairs Specialists on . . . Johnson - Evinrude & Elto Service Breen Motors Ltd. WINNIPEG Phone 92-7734 séu þrír. í fyrsta lagi, að til sé stæðfræðilegt lögmál um skipt- ingu möguleikanna. í öðru lagi, að unnt sé að finna eitthvert kerfi, sem unnt sé að sigra bank- ann með. í þriðja lagi, að tilvilj- un ein ráði. Líklega er það svo, að flestir þeir, sem spila eftir einhverju kerfi, líta svo á, að í hvert skipti, sem „rauður litur kemur upp“, séu líkurnar meiri fyrir því, að næst komi svart. Hins vegar hafa margir kunnir spilamenn enga trú á þessu, og segja sem svo, að enda þótt rautt komi upp 40 sinnum í röð, eru jafn miklar líkur fyrir því að rautt komi upp aftur eins og svart. Hér er því um að ræða misskilning, segja þeir, sem gert hefir margan manninn öreiga, en samt halda menn þessari skoðun til streitu. Flestir byggja á „tvöföldunar- kerfinu“, þ. e. a. s., að maður kyrjar t. d. með því að setja 100 franka á svart. Komi rautt upp, setur maður næst 200 franka á svart, síðan 400 og koll af kolli, þar til þetta hefir margfaldazt. Þegar loksins litur spilarans kemur, hefir hann aðeins unnið aftur þá litlu, upphæð, sem hann byrjaði á, og síðan hefst leikur- inn á ný. Þetta er nefnt Martingale- kerfið, og er líklega hið vinsæl- asta, með ýmsum afbrigðum þó, sem ekki verða rakin hér. Ef svo væri, að möguleikarnir væru alltaf jafnir 50 á móti 50, hlyti spilamaðurinn auðvitað að hafa sömu möguleika á gróða og bankinn, og þetta væri því allt „upp á grín“, en svo er ekki. Til er núll í spilinu, sem hvorki er rautt né svart, jöfn eða ójöfn tala. — Núllið „frystir“ það, sem sett hefir verið í borð, þar til kúlan nemur staðar næst, en þó græðir bankinn eitthvað en þeir heppnu fá'sitt fé aftur. Þeir, sem mest hafa hugsað um þessa hluti, telja, að möguleikar bankans séu raunverulega 50 V2 á móti 4914 og það er nóg með svo gífurlegri veltu. Hinn frægi enski rithöfundur, Somerset Maugham, segir 1 einni smásögu sinni frá manni, sem ár- um saman lifði á því að spila í bankanum í Monte Corlo. Á bana legunni segir hann svo frá leynd- armáli sínu: Hann leit í kringum sig í spilasalnum og fann borð, þar sem einhverjir spilamenn voru, sem ekki gátu dulið, að nú var um að gera fyrir þá að duga eða drepast. Þess konar fólk vinnur aldrei, og ef ég spilaði á móti því, hlaut ég að vinna. Það er víst óhætt að segja, að það kerfi hefir ekki verið fundið upp, sem unnt er að sprengja bankann með, en nóg er til af fólki, sem hefir óbilandi trú á því, og það kemur aftur og aftur. —VISIR, 15. ágúst ICELANDIC RECORDS imported on ##HIS MASTER'S VOICE" are available . . . Write for your FREE Icelandic record catalogue. We carry the most complete record stock in Canada—in every language—on all three speeds: ‘78’ — ‘45’ — í33%’. Write us your requests, or send for FREE catalogue—please state language, type of music, etc. »..ncDMllN’S MUSIC 714 College Street SNlUtnWPl" HALL TORONTO 4- Ontario All shipraents are sent via C.O.D.—caretnlly packaged and insured against hreakage. PUT VOUR HEART IN VOUR CHEST This year your Community Chest and its 29 Red Feather agencies need $767,000. This is not a chance figure. Careful study has shown that this amount is the absolute minimum required if each of the 29 agencies is to continue its work during the coming year. Your Community Chest asks you to be generous. Remember the children, the youth, the aged, the blind—the many unfortunate people who depend on you! That's why this year, your Red Feather elogan is "PUT YOUR HEART IN YOUR CHESTl" When you're called upon—whether at work or at home—take a minute to think of those in your commúnity who need the help which only you can give. So give generously—give until you've put your REAL heart into a REAL COM- MUNITY effortl Support all 29---------$767,000 needed COMMUNITY CHEST ofGreater Winnipeg Gefið að minsta kosti hálft dagkaup

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.