Lögberg - 02.10.1952, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.10.1952, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. OKTÓBER, 1952 5 fi WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW Ál íl 4 AHAI l\VI NNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON AUGLÝSINGAFARGANIÐ MINNINGARORÐ: Frú Sigríður Davíðsdóttir fyrrum ljósmáðir Hr. porvaldur Árnason skattstjóri i Hafnarfirði, sendi Lögbergi þessi minningarorð til birtingar. — Ég man Ijðslega þessa merku konu frá unglingsárum minum, og öllum þeim, er henni kynntust, mun jafnan hafa þðtt mikil til hennar koma. —E. P. J. Margir munu kannast við gömlu almanökin, sem voru igefin út um áramótin ár hvert itil þess að auglýsa ýmiskonar pillur og lyf.. Meginlesmálið í þeim voru bréf frá fólki, er þjáðst hafði af allskonar sjúk- dómum, sem það lýsti nákvæm- lega og staðhæfði síðan, að það hefði fengið fulla bót meina sinna með því að taka inn þessar pillur eða lyf, sem aulýstar voru í almanakinu. Sjálfsagt hafa sumir lagt trúnað á þessi bréf og keypt imeðulin, en fleiri munu hafa, talið að ekki væri mikið að marka þau, og meðul, sem þann- ig væru auglýst væru lítils virði. Langt er nú síðan að þessi auglýsinga-almanök hafa sést, en þessi auglýsingaaðferð hefir síður en svo lagst niður. Aug- lýsingafarganið hefir magnast um allan helming á síðari árum, sérstaklega síðan útvarpið kom til sögunnar, og ekki er alltaf hirt um að þræða veg sannleik' ans, heldur hitt að ná sem mest- um árangri; tilgangurinn er tal- inn helga meðalið. — Enn er sú aðferð notuð að fá fólk, sérstak- lega það, er getið hefir sér orð- istírs á einhverju sviði, til þess að' ljá nöfn hinum og öðrum fyrirtækjum; til dæmis eru (filmstjörnur fengnar til að mæla opinberlega með alls konar sápu og ýmsum öðrum hrein- lætis- og fegrunarvörum. Þó færist skörin upp í bekk- inn þegar þessar auglýsinga- aðferðir eru notaðar til að út- breiða ýmislegt, sem á að heita andlegs efnis, svo sem bækur, tímarit og hvers konar fram- leiðslu af því tagi. Slíkt verkar ónotalega á marga, ekki sízt ís- lendinga, því það er svo gagn- stætt hinu bezta í eðli þeirra; þeir fá ósjálfrátt vantrú á því, sem vafið er miklum auglýsinga umbúðum og hyggja að inni- haldið geti ekki verið mikils virði. Margir hinna fornu höfunda íslendinga sagnanna voru svo fráhverfir sjálfsauglýsingum að þeir létu ekki einu sinni nafns síns getið. Aðalsmerki sagnrit- unar þeirra er hlutdrægnisleysi í frásögn og viðleitnin að hafa það „er sannara reynist". Þeir kunnu þá list að segja frá við- burðum hreint og beint án þess að kveða nokkurn dóm um þá eða heimfæra þá upp á ein- hverja hugmynd, er þeir sjálfir vildu að næði framgangi. Þannig er ritháttur þeirra algerlega andstæður þeim áróðurs- og auglýsingarithætti sem nú vill brenna svo víða við á þessari öld áróðurstækninnar. ☆ ☆ ☆ ÚR ÝMSUIVI ÁTTUM Þegar tröppur eru málaðar er bezt að mála fyrst aðra hvora tröppu og þegar þær eru þorn- aðar að mála þá hinar. Þannig er hægt að ganga upp tröppurn- ar eða stigann meðan á málverk- inu stendur. ☆ Kona, sem var að prjóna marglita tígul-sokka, hafði hniklana í hólfunum á 6 eggja pappakassa; dróg bandið í gegn um göt á lokinu og kom þannig í veg fyrir að það flæktist. « ☆ Nýtt litarefni er komið á markaðinn, sem auðveldar litun á fatnaði og voðum; vatnið þarf ekki að vera sjóðandi, aðeins volgt. Þannig er hægt að lita rúmábreiður, og aðra stóra dúka í þvottavélinni. Þegar olíudúkar eru farnir að mást, mála sumar húsfreyjur þá með fallegum viðeigandi lit og endast þeir þanriig helmingi lengur; stundum setja þær einn eða svo mismunandi liti í grunn- lit dúksins með svampi og þá verður spora ekki eins vart. ☆ Þegar hörð skán myndast á moldinni í blómsturpottunum verður að nota gaffal eða annan slíkan hlut til þess að mylja þessa skán svo að loft komist að plöntunni. ☆ Tíu ár eru liðin síðan Nylon- efnið var framleitt í Canada. En það voru Du Pont-verksmiðj- urnar í Bandaríkjunum, sem fundu það upp 1930 og það var ekki fyrr en sjö árum seinna að það var fyrst notað sem stinnt hár í tannbursta. Sokkaframleið- endur fóru þá í sameiningu að rannsaka hvort þeir gætu ekki notað þetta nýja efni, og fyrstu nylon-sokkarnir komu á mark- aðinn 1940 og reyndust þeir sterkari og endingarbetri en silkisokkar. Fyrsta canadiska nylon-verksmiðjan var stofnuð í Kingston, Ontario, 1942 fyrir tíu árum síðan, en stuttu eftir að hún tók til starfa, var allri nylon-framleiðslunni beint til stríðsþarfa, því nylon-efnið þótti tilvalið í fallhlífar og þess vegna voru nylon-sokkar næstum ó- fáanlegir á stríðsárunum. Framleiðsla nylon er vanda- söm og flókin efnafræðislega en efnin í það eru framleidd úr kolum, lofti og vatni. Nylon er teygjanlegra, léttara og sterkara en venjulegt fataefni og það hleypur ekki í þvotti, og mölur étur það ekki. — Nú er nylon notað í létt nærföt, peysur, kjóla, regnkápur, ábreiður, bursta, skyrtur og margt fleira. Og nylon þornar innan einnar klukkustundar eftir að það er þvegið. ☆ ☆ ☆ LEIÐRÉTTING Mig langar til að leiðrétta villu í ættfærstlu, er birtist í síðasta hefti Icel. Canadian ritsins, bls. 30. Þar er sagt að Guðný, ipóðir Mrs. G. O. Bergman að Flin Flon, Man., hafi verið dóttir Jónasar Brynjólfssonar frá Hecla, Man., en faðir Guðnýjar hét Brynjólfur Jónsson. Um þetta er mér persónulega kunn- ugt, auk þess er sagt frá þeim góðu landnámshjónum, Bryn- jólfi og Katrínu og börnum þeirra í Landnámssögu Thor- leifs Jacksonar, II. bindi bls. 128. Ég leiðrétti þetta vegna þess, að oft er hætta á því, að skjal- festar villur í ættfærslu séu síð- ar meir notaðar sem heimildir. Sem dæmi upp á það, leyfi ég mér að benda á lítilsháttar villu í IV. bindi Sögu Vestur-íslend- inga; sú villa snertir Bessa Tómasson landnámsmann í Lundar-^byggð; frásögnin um hann á bls. 284 er auðsjáanlega byggð á villu, sem fyrst birtist í fyrra bindi Sögu Álftavatns- og Grunnavatnsbyggða; þar er sagt á bls. 107, að þau hjónin Bessi og Járnbrá hafi komið til Grunnavatnsbyggðar 1891, num- ið land nálægt Vestfold og lokið ævi sinni þar. Þau hjón dóu í Mikley; um það er mér vel kunnugt, því Bessi var afabróðir minn. Þessi villa var leiðrétt að * nokkru í öðru bindi Sögu Álfta- vatns og Grunnavatnsbyggða bls. 232, því þar er sagt að þau hjón- in hvíli í Mikleyjar-kirkjugarði. Til eru eldri heimildir um Svo löng var nóttin, unz lauk við skál, með horfinn þróttinn, en heila sál. — í júlímánuði í sumar, er ég var stödd uppi í Borgarfirði, dreymdi mig nótt eina þessa öldruðu vinkonu mína, sem ég vissi, að síðustu misserin hafði háð sína hörðu baráttu við elli og þungbæran sjúkdóm. — Mér þótti ég sjá hana glaða, hrausta og ferðbúna, og vel til alls vand- að. — Þótti mér hún ávarpa mig þessum orðum. — „Nú er ekki annað eftir, en að syngja nr. 489.“ — Það varð raunar ekki and- látsfrega hennar, sem mér barst næsta dag, heldur n á n u s t u frænku hennar og vinkonu, frú Ingibjargar frá Óseyrarnesi. — En að kvöldi hins 14. þ. m. voru öll ár og dagar Sigríðar Davíðs- dóttur „liðin í aldanna skaut.“— Hún var fædd að Hólum í Stokkseyrarhreppi 30. október, 1864. Var móðir hennar Guðríð- ur Jónsdóttir frá Loftsstöðum, dótturdóttir Jóns ríka í Móhús- um, og eru þær ættir alkunnar og fjölmennar. En faðir hennar, Davíð ólafsson úr Vestmanna- eyjum, ættaður úr Rangárþingi, hafði drukknað það sama ár, er hann var á leið úr Eyjum til lands, að vitja ráðahags við unn- ustu sína og reisa með henni bú. Guðríður giftist síðar Halldóri Steindórssyni á Fljótshólum, og bjó þar við mikla rausu og virð- ingu um hálfar aldra skeið. Óx Sigríður þar upp með móður sinni og gerðist snemma afbragð að andlega og líkamlegu atgervi. Alsystir Sigríðar, ári eldri, var Jónína, sem ólst upp hjá séra Páli Ingimundarsyni í Gaul- verjabæ, fór hún ung til Vestur- heims, og er nú látin fyrir mörg- um árum. En hálfsystkin Sig- ríðar, börn Guðríðar og Halldórs voru þrjú, — Þuríður, Bjarni og Jón, bjuggu þau öll á Fljótshól- um, og býr þar nú Guðríður dóttir Jóns, gift Tómasi Tómas- syni, og er þetta allt m i kri ð manndómsfólk. Um tvítugsaldur giftist Sig- ríður Jóni Bjarnasyni, söðla- smið, frá Tungufelli, ágætum hæfileika- og drengskaparmanni. Reistu þau bú á nokkrum hluta Fljótshóla, en fluttu síðan að Ásgautsstöðum við Stokkseyri. Eignuðust þau þrjár dætur: Kat- rínu. sem missti heilsu 25 ára gömul og dvelur nú á sjúkra- húsi, Guðríði, búsetta í Reykja- vík, og Ólöfu Guðmundu, sem andaðist á þriðja aldursári 1891. Var hún óvenjulega vel gefið barn, söngvin og ljúflynd, og varð dótturmissirinn Sigríði svo sár, að hún lét um stund nærri bugast af sorginni. Varð það meðal annars til þess að þau hjónin slitu samvistir og fór þá Sigríður með dætur sínar heim til móður sinnar að Fljótshólum, og var þar næstu ár. Tók þá Guðríður húsfreyja dótturdæt- urnar í fósturð allt til fullorðins- ára. En á Sigríði sönnuðust orð skáldsins. „Þótt þú hnigir, hóf þig aftur, himinbörinn sálar- kraftur.“ Lífsþráin og starfsþrá- uppruna og ævi þessara góðu hjóna, sem ég hygg að séu all- ábyggilegar og eru þær í þriðja bindi Landnámssögu Thorleifs Jackssonar bls. 16, og í þriðja bindi Sögu Veslur-lslendinga bls. 334. Þessi missögn er ekki mikil- væg, en eins og Dr. Tryggvi J. Oleson ritstjóri IV. bindis Sögu Vesiur-íslendinga segir í for- mála bókarinnar, er rétt að segja með Ara fróða: »,En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldr, er sannara reynist.“ in unnu að nokkru bug á harm- inum, en hin unga kona festi nú ekki yndi í atthögunum, heldur gaf sig útþránni á vald, og hélt til Reykjavíkur. Starfaði hún þar, fyrst á heimilum, m. a. á heimili Þórhalls biskups og á heimili Þorbjargar Sveinsdótt- ur ljósmóður, og hjá henni og Schierbeck landlækni lærði hún síðan ljósmóðurfræði. Urðu þær Þorbjörg tryggðavinir, og hygg ég að með þeim konum hafi ver- ið ekki svo lítill andlegar skyld- leiki. Orð Matthías Jochumsson um Þorbjörgu. — „Harða, blíða, heita, djúpa sál, hjarta þitt var eldur, gull og stál,“ hefði vel mátt heimfæra til S i g r í ð a r Davíðsdóttur. Bað frú Þorbjörg Sigríði þess, ef hún eignaðist son, að láta hann heita Benidikt, og lýsir þetta betur en langt mál, hvílíkar mætur gamla kon- an hafði á skjólstæðing sínum. Að námi loknu var Sigríði veitt Jökuldalshérað í Norður- Múlasýslu. Var hún þá heit- bundin öðru sinni Gnðmundi Guðjónssyni, trésmið, ættuðum úr Árnesþingi. Var hann gáfu- maður og hvers manns hugljúfi, enda var hamingja þeirri mikil og fögur. Sigríður stundaði ljósmóður- störf á Jökuldalnum nær sjö ára skeið, við mikla farsæld og vin- sæld, og urðu aldrei slys undir höndum hennar. Mun það oft hafa verið ekki lítið afrek að etja við höfuðskepnurnar og annan háska þar á þeim árum, svo langt frá læknum og flestum öryggistækjum, sem nú þykja nauðsynleg. Væri það mikil saga út af fyrir sig, en verður ekki rakin hér. Það var ekki háttur Sigríðar að ræða mikið um erfiðleika eða baráttu liðins tíma. En síðasta skifti er ég átti tal við hana, fyr- ir rúmum mánuði, talaði hún um ferðalögin og samgöngu erf- iðleikana á Jökuldalnum, og þótti mér sem henni yxi ekki í augum sú mikla ferð, er nú var fram undan, móti margri tví- sýnunni, er hún hafði lagt út í við starf sitt fyrir 50-60 árum. Og í báðum tilfellum var hin sama huggun, — hinn sami styrkur, — hennar bjargfasta traust til forsjónar Guðs og hand leiðslu, sem var ávöxtur mikill- ar reynslu langrar ævi. Árið 1902 fluttu þau Guð- mundur aftur til Reykjavíkur með Ingibjörgu dóttur sína (f. 1895), og bjuggu þar næstu tvö ár. En örlögin höfðu aldrei ætl- að Sigríði neinn værðarblund á dúni eða rósum, og enn mátti hún sjá á bak ástvini sínum. Með æðruleysi þess, sem veit síg hafa fengið uppfylltar dýpstu óskir lífsins og notið þeirra gæða, sem öllu gulli eru dýrri, tók hún nú á herðar sér þá byrði sem hamingju hennar og skap- gerð hennar var samboðin, — kaus heimili sínu bana, fremur en örkuml, ef hamingja annarra mætti þar fyrir verða heilli og varanlegri. Hvarf nú ástvinur hennar aft- ur til Austurlands og ílentist þar. En Sigríður kom dóttur sinni í fóstur, og gerðist vöku- kona á Landakotsspítala um fjögurra ára skeið. Nú var við- horf hennar til lífsins nokkuð breytt. Jafnvægið milli hæfi- leika og tilfinninga orðið örugt, svo að henni var ljóst hve far- sæla huggun það veitir, að reyna eftir megni að bæta annarra böl, og lina þrautir þess, sem liggur særð^r við veginn. Þegar Ingibjörg dóttir hennar komst á þann aldur, að þurfa að stunda framhaldsnám, breytti Sigríður stöðu og réðist ráðskona til Morten Hansen, skólastjóra, þar til hann andaðist árið 1923. Þá keyptu þær mæðgur húsið nr. 12 við Grundarstíg, og bjuggu þar til ársins 1938, er Ingibjörg giftist Þorvaldi skattstjóra Arna syni, og fluttist Sigríður þá með henni til Hafnarfjarðar, þar sem hún átti á heimili þeirra hið fegursta æfikvöld. Mátti segja að þau kepptust um að gera henni ellina fagra og ánægjuríka, enda elskaði Sigríður Þorvald, sem væri hann sonur hennar. Löngum var Sigríður heilsu- hraust og óvenjulega verkmik- il, að hvaða starfi sem hún gekk. Var hún líka, — þrátt fyr- ir örðugan og breytilegan hag, — fjölskyldu sinni, ættingjum og öðrum vinum, alveg sjaldgæfur liðveizlumaður, hvort sem að höndum bar sjúkdóma eða ann- an vanda. Skapgerð hennar var svo hrein og stórbrotin, hæfi- leikar hennar svo fjölþættir og frjóir, að öllum fannst eðlilegt að leita til hennar um hvers kyns liðveizlu. Sjálfri mun henni líka hafa fundist að henni bæri að styrkja með ráðum og dáð alla sem hún náði til. En þá má ekki gleyma hvílíkan bakhjarl hún átti til hjálpseminnar eftir að Ingibjörg dóttir hennar komst á legg. Hélt hún alla tíð, eftir að hún varð fulltíða, heimili með móður sinni, og voru þær svo samhentar og samrýmdar, að fá- títt mun vera, og er fagurt þess að minnast, þeim sem vel þekktu til. Sigríður var trúkona mikil og einlæg, sem aldrei gleymdi misk- unsemd Guðs, né lét hjá líða, að gefa honum dýrðina. Á efri árum hneigðist hugur hennar nokkuð að spiritisma og dul- rænum fræðum, og á vegum spiritismans mun hún fyrst að fullu hafa látið huggast eftir dótturmissirinn 1891. Árið 1934 varð Sigríður fyrir því óhappi að lærbrotna og gat eftir það litla ferlivist haft. En sálin var heil, og hugur og kjark- ur óbugaður. Hún vann eftir það löngum í sæti sínu, las all- mikið og ræddi við vini sína. Mun margur hafa farið af fundi hennar glaðari en hann kom, og auðugri af andans gulli, og bjartri trú á lífið og höfund þess. Þeir sem áttu því láni að fagna, að kynnast frú Sigríði vel og eignast vináttu hennar og trúnað, munu telja það dýrmæt- an þátt í lífshamingju sinni. Svo auðug að andlegum glæsileik var þessi stórbrotna höfðings- kona. Blessuð sé minning hennar. Fréttir . . . Framhald af bls. 1 465 kílómetrar að lengd, og lág- spennulínurnar 60 km. langar, og nú hafa rafmagnsveiturnar í smíðum samtals 85 km. langar háspennulínur, sem ná til 100 þændabýla víða á landinu. — I fyrra tóku rafmagnsveitur rík- isins í sínar hendur Laxárvirkj- unina í Austur-Húnavatnssýslu og rafmagnskerfi henni tilheyr- andi á Blönduósi. Þetta er um 300 kílóvatta virkjun en mjög úr sér gengin. Unnið er að því að koma þar upp 500 kw. sam- stæðu og standa vonir til að hægt verði að taka nýju vélina í notkun fyrir áramót. Þá hafa rafmagnsveiturnar í smíðum 500 kw. virkjun í Þverá við Hólmavík og 850 kw. virkjun í Fossá við jólafsvík, ásamt aðal- orkuveitum frá þeim til kaup- túnanna. Er svo ráð fyrir gert, að virkjanir þessar verði full- gerðar næsta haust. Kostnaður við þær er áætlaður samanlagð- ur um 17 miljónir króna, en þar við bætist svo kostnaður við innanbæjarkerfin í Ólafsvík, á Hellissandi og Hólmavík, en hann er áætlaður 2 miljónir króna. — Auk þessa hafa raf- magnsveitur ríkisins fram- kvæmdastjórn nýju Laxárvirkj- unarinnar í Þingeyjarsýslu með höndum, en henni mun ljúka einhvern tíma á næsta sumri. — Þegar lokið er þeim veitum’ og virkjunum, sem nú eru í smíð- um, mun láta nærri að stofn- kostnaður við ríkisveiturnar verði orðinn 145 miljónir króna. ☆ í dag fer fram aukakosning til Alþingis í Vestur-ísafjarðar- sýslu, og eru þessir í kjöri: Fyrir Alþýðuflokkinn Sturla Jónsson, Suðureyri; Framsóknarflokkinn Eiríkur Þorsteinsson kaupfélags stjóri, Þingeyri; Sósíalistaflokk- inn Gunnar M. Magnúss rithöf- undur, Reykjavík, og fyrir Sjálf- stæðisflokkinn Þowaldur Garð- ar Kristjánsson lögfræðingur, Reykjavík. — Atkvæði verða talin á þriðjudaginn kemur. ☆ Áttundi aðalfundur Kennara- sambands Austurlands var ný- lega haldinn í Neskaupstað og sóttu hann kennarar víða af fé- lagssvæðinu. Rætt var þar um Aga- og umgengnisvenjur í skól- um, og próf í barnaskólum. ☆ . ' Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálaskrifstofunni hefir lax Framhald á bls. 8 J. E. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMU N DSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK TIME PROVES THAT . . . In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Busines» Training Immediately! For Scholarships Consult THE CALUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.