Lögberg - 02.10.1952, Page 6

Lögberg - 02.10.1952, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. OKTÓBER, 1952 LANGT í burtu frá Heimsku Mannanna Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi XLV. KAÍPTULI Eftir að Bathsheba hafði skilið við mann sinn og farið út úr húsinu um miðnætti kveldið áður, þá var það fyrsta verk Tray, að breiða yfir andlit þeirrar látnu. Að því loknu. fór hann upp á loft í húsi sínu og henti sér á rúm sitt í öllum fötum og beið morguns angistarfullur. örlögin höfðu verið honum erfið upp á síð- kastið. Dagurinn nýliðni hafði verið honum miklu erfiðari heldur en hann hafði vonast eftir. Menn verða allaf að yfirstíga þrótt- eða magnleysi áður en þeir leggja inn á nýjar brautir, eða taka upp nýja siði — kannske ekki meira hvað þá sjálfa snertir heldur en ýmsa atburði, sem umkringja þá og sýnast sameinast og standa í vegi fyrir öllum þróunar- möguleikum. Hann hafði fengið tuttugu pund hjá Bathshebu, og sjálfur hafði hann bætt við þá upphæð öllu því, sem hann gat hendi á fest, er var sjö pund og tíu shillings. Með þessa upp- hæð, tuttugu og sjö pund og tíu shilling, lagði hann af stað morguninn áður keyrandi til móts við Fanny Robin, eins og ráðgert hafði verið. Þegar að hann kom til Casterbridge, skildi hann hrossið og vagninn eftir hjá gestgjafa í efri parti bæjarins, og þegar að klukkuna vant- aði fimm mínútur í tíu var hann kominn að brú, sem var í neðri parti bæjarins og settist þar á handrið brúarinnar. Klukkan sló tíu, en Fanny kom ekki. Það var einmitt þá, sem að tvær konur voru að færa hana í líkklæðin á félagsheimili fátæklinganna — í fyrsta og síð- asta sinni, sem að vesalings Fanny var heiðruð með slíkri þjónustu. Fimmtán mínútur liðu — hálfur klukkutími. Endurminningarnar þrengdu sér fram í huga Tray, þar sem að hann beið. Þetta var í annað skiptið, sem að hún hafði rofið alvarlegt samfundarloforð sitt við hann. í þykkju sór hann og sárt við lagði að þetta skyldi verða hið síðasta, og þegar að klukkan var ellefu, og að hann hafði horft á steinana í brúnni þangað til að hann þekkti alla mosa- og lyngtoppana á þeim, og hlustað á nið árinn- ar, þangað til að hann var orðinn dauðþreytt- ur á honum, þá henti hann sér ofan af hand- riðinu og fór aftur til gistihússins, argur í skapi og kærulaus um það, sem liðið var — og skeytingarlaus um framtíð sína. Svo tók hann hest sinn og vagn og lagði af stað til veðreið- anria í Bedmouth. Hann kom til veðreiðasvæðisins klukkan tvö og var þar og í bænum til klukkan níu. — Endurminningin um Fanny þrengdi sér inn í huga hans eins og að hún var á laugardags- kveldið, og ávítur Bathshebu gjörðu þær enn minnisstæðari. Hann ásetti sér að veðja ekki á veðreið- arnar og þann ásetning hélt hann, því þegar að hann fór úr bænum um kveldið klukkan níu, hafði hann eytt aðeins fáeinpm shillings af pen- ingunum, sem að hann hafði tekið með sér. Hann lét hestinn tölta hægt heim á leið, og það var þá, sem honum datt fyrst í hug, að Fanny hefði máske verið veik og ekki getað komið til móts við hann, eins og að um var talað. Það var óhugsanlegt að hún hefði getað villst í þetta sinn. Hann sá eftir að hafa ekki verið kyrr í Casterbridge og spurt um hana. Þegar að hann kom heim flýtti hann sér að láta hestinn inn og fór svo inn í hús, eins og áður er sagt. Morguninn eftir með birtingu reis Tray upp í rúmi sínu, án þess að hugsa nokkuð um Bathshebu, eða kærði sig um hvort að hún væri úti eða inni, lífs eða liðin, og hann fór ofan bakstigann og út um bakdyr hússins. Hann hélt út í kirkjugarð og litaðist þar um þangað til að hann fann nýtekna gröf, sem enn var tóm — gröfina, sem grafin hafði verið daginn áður til að jarðsetja Fanny í. Hann setti vel á sig hvar gröfin var, og flýtti sér svo til Caster- bridge, en stansaði ofurlítið við hæðina, þar sem að hann sá Fanny síðast á lífi. Þegar að hann kom inn í bæinn hélt hann rakleitt inn í hliðargötu og fór eftir henni þangað til að hann kom að hliði, með borði yfir, sem á stóð: „Lesier, slein- og marmarasmiður." Og inni fyrir hliðinu lágu legsteinar af marg- víslegri stærð og gerð, sem letruð voru á nöfn manna, sem enn voru ekki dauðir. Tray var nú svo ólíkur, sjálfum sér í orði, æði og útliti, að hann varð þess sjálfur var. Aðferð hans við legsteinskaupin var eins og manns, sem enga hugmynd hefir um almenn viðskipti. Hann gat ekki hugsað neitt, athugað eða sparað. Hann hafði hugmynd um, að hann vildi fá eitthvað, eins og barn í vöggu. „Ég vil fá góðan legstein," sagði hann við manninn, sem var í lítilli skrifstofu í garðinum, „eins full kominn og að þú getur selt mér fyrir tuttugu og sjö pund.“ Það voru allir peningarnir, sem að hann hafði. „I þeirri upphæð verður allt að vera innifalið — allt, áletrunin, flutningurinn til Weatherbury og uppsetning hans. Og ég vil fá hann nú undir eins.“ „Við getum ekki undirbúið neitt sérstak þessa viku.“ „Ég verð að fá hann strax.“ „Ef þú gjörir þig ánægðan með eitthvað af þeim, sem að við höfum tilbúna, þá geta þeir verið tilbúnir án mikillar tafar.“ „Nú jæja,“ sagði Tray órólega. „Láttu mig sjá hvað þú hefir.“ „Sá bezti, sem að ég hefi tilbúinn, er þessi þarna,“ sagði steinsmiðurinn og fór inn í skýli, sem var þar rétt hjá. „Hérna er marmarasteinn fagurlega gjörður með myndum og varanlegri yfirskrift. Hérna er undirstöðusteinninn af sömu gerð, og hliðarsteinarnir til að hylja gröf- ina. Það kostaði mig ellefu pund að pólera þá alla; hliðarsteinarnir eru þeir beztu, sem hægt er að fá af þeirri tegund og ég get ábyrgst að þeir þola bæði frost og regn í hundrað ár.“ „Hvað kosta þeir?“ „Ég gæti grafið nafnið á, og sett steininn upp , Weatherbury fyrir upphæðina, sem að þú nefndir.“ „Láttu gera þetta í dag, og ég skal borga þér peningana núna.“ Maðurinn féllst á að gjöra þetta, og furð- aði sig á skepgerð þessa gests, sem að ekki bar á sér nein sorgarmerki. Tray skrifaði svo á blað það, sem að hann vildi að grafið væri á stein- inn, borgaði peningana og fór. Eftir miðjan daginn kom hann aftur og sá að áletruninni var nærri lokið. Hann beið þar unz að búið var að ganga frá legsteininum, setja hann á vagn — og áður en lagt var af stað með hann áleiðis til Weatherbury sagði Tray mönnunum tveim- ur, sem með hann fóru, að þeir ættu að finna grafarann í Weatherbury að máli þegar að þeir kæmu þangað og hann mundi segja þeim hvar gröfin væri. Það var orðið dimmt þegar að Tray fór frá Casterbridge. Hann bar allþunga köífu á handleggnum og þrammaði daufur og dutl- ungafullur eftir veginum og stansaði öðru hvoru við hlið og brýr, þar sem að hann setti körfuna niður og hvíldi sig. Þegar hann var kominn hálfa leiðina mætti hann í myrkrinu mönnunum tveimur og vagninum, sem að þeir fóru með legsteininn á til Weatherbury. Hann spurði þá hvort þeir hefðu lokið við verkið, og þegar að þeir fullvissuðu hann um, að þeir hefðu gert það, hélt hann áfram. Tray kom til Weatherbury um klukkan tíu um morguninn og fór strax út í kirkjugarð þangað, sem að hann vissi af gröf Fanny. Frá veginum skyggði kirkjuturninn á staðinn, þar sem að gröfin var, þetta var staður, sem lítið hafði verið hirtur, og steinhrúgur og álmviðar- runnar höfðu staðið á, þar til fyrir skömmu síðan, að hann hafði verið hreinsaður og gjörð- ur hæfilegur til greftrunar, sökum þrengsla í hinum pörtum kirkjugarðsins. Hér var þá gröfin, eins og mennirnir höfðu sagt, snjóhvít og myndarleg í hálfbirtunni með legsteinninn og hvítar marmarahellur lagðar allt í kringum gröfina. I miðjunni var auður blettur, sem planta mátti blómum í. Tray setti körfu sína niður við gröfina, og brá sér frá í svip. Þegar að hann kom aftur hafði hann með sér reku og lukt og lét Ijósið á luktinni leika um gröfina á meðan að hann las áletrunina á steininum. Svo hengdi hann luktina á lægstu greinina á beykitré og tók ýmsar tegundir af blómum úr körfu sinni. — Þar voru knippi af snæblómum, bláklukkum, krókusum, fjólum og baldursbrá, sem öll áttu að blómgast að vorinu til, og carnatípm, gulum „þicotoes,“ vallarliljum, gleym-mér-ei, engja- saffrónum og fleiri blómknippi, sem í blóma eru síðari part ársins. Tray lagði blómaræturnar á grasið og fór að planta þeim með andlitssvip, sem lýsti al- gjörðu tilfinningarleysi. Snæblóminu plantaði hann í einni óslitinni röð í kringum gröfina. Krókusblómunum og bláklukkunum plantaði hann í röðum á gröfina; sumu af sumarblómun- um plantaði hann yfir höfuð og fætur þeirrar látnu, en liljum og gleym-mér-eyjum yfir hjarta hennar; því sem eftir var, plantaði hann í opið beð, sem var á milli raðanna. Tray, í þessu angistarástandi sínu, hafði ekki hina minnstu hugmynd um, að í þessum fánýtu, rómantísku athöfnum hans, sem að stöfuðu frá fyrrverandi kæruleysi, fólst eimur af brjálsemi. Hann hafði erft skapgerð sína frá stofni, sem heima átti beggja vegna við enska sundið, og sem kom greinilega í ljós undir þeim kringumstæðum, sem að hann nú var í — ðsveigjanleik Englendingsins, ásamt blindu Frakka, sem stundum gengur svo langt, að til- finningatildur þeirra er andstyggðin ein. Það var þykkt mugguloft og nóttin niða- dimm, og ljósið eða bjarminn frá lukt Trays glampaði á tvö grenitré með einkennilegu bliki og bjarminn frá henni glóði á svörtum skýjun- um, sem að héngu í loftinu. Hann fann stóran regndropa falla á hendina á sér, og annar féll ofan á luktarglasið, svo að ljósið slokknaði. Tray var orðinn þreyttur og það var komið fram undir miðnætti og útlit fyrir að regnið mundi aukast svo að hann ásetti sér að bíða til morguns með það, sem að hann átti eftir ógjört. Rann þreifaði sig áfram meðfram veg- inum að kirkjunni þangað til að hann var kominn að norðurhliðinni, þar sem að hann • fann dyr fyrir sér. Hann fór inn í anddyrið og fann bekk, þar lagðist hann niður og sofnaði. XLVI. KAPÍTULI Kirkjuturninn á Weatherburykirkjunni var ferkantaður í fjórtándu aldarstíl með tveimur vatnssprautu-fígúrum úr steini á hverjum kanti. Af þessum átta einkennilegu vatnsleiðslutækjum ,sem voru úr höggnum steini voru tvö sem að hæf voru til síns fyrsta ætlunarverks, þess, að spýta vatninu út frá turngólfinu. Munninum á einni af þessum vatnsleiðslum, eða vatnsspýtu-fígúrum, hafði verið lokað af embættismönnum kirkjunnar, af því að þeim þótti honum ofaukið, en hinir tveir, voru brotnir og stoppaðir upp — sem að gerði nú reyndar ekki mikið til fyrir turninn, því þeir tveir, sem að eftir voru heilir og gapandi, nægðu til þess að taka á móti vatninu, sem að oían á turninn féll. Því hefir stundum verið haldið fram, að sannara met í listrænni list hafi aldrei verið sett á nokkru lista-tímabili heldur en að meist- ararnir gerðu á því stórskrítna tímabili, og það er engum vafa bundið, að það var svo, með hina forn Gotnesku list. Kirkjuturninn í Weatherbury var frá hin- um fyrri tímum brjóstgirðinga-útflúrsins á sveitakirkjum í mótsetningu við fyrirkomulag á dómkirkjum, og þessi vatnsrennuskrípi voru óhjákvæmilegar fylgjur brjóstgirðinganna á turnum sveitakirknanna í þá daga og voru mjög áberandi — eins djarflega hugsuð og höggvin og hugur mannsins gat hugsað og hönd hans höggvið, og eins frumleg og frekast var hægt að hugsa sér. Það má segja, að samræmið í afmyndun þeirra hafi verið minna hjá Bret- um, heldur en í slíkri afmyndun eða stórskrípa myndum á meginlandi Evrópu á þeirri tíð. — Allar þessar stórskrípamyndir voru ólíkar hver annari. Maður, sem að horfði á þær að norðan- verðu, var alveg sannfærður um að ekkert gæti verið afskræmislegra en myndirnar, sem þar voru þangað til að hann sá þær, sem á suður- hliðturninum voru. Af þessum tveimur, sem á suðurhliðinni voru kemur aðeins sú, sem var við suðausturhornið, þessu máli við. Hún var of mannleg til að vera nefnd dreki — of púkaleg til þess að vera af manni — of dýrsleg til að líkjast fjandanum, — en ekki nógu lík fugli til þess að vera nefnd „griffin“ (ógurleg skepna með ljónsskrokk og fætur, en amarvængi og nef). Þessi ægilega steinmynd var gjörð eins og að hún hefði hrufótta húð; á henni voru stutt eyru, sem stóðu beint upp, augun störðu í augnatóftunum, og fingurnir og hendurnar héldu í munnvikin, sem að þeir virtust toga í sundur til þess að gefa vatninu, sem að hún spjó, frjálsari útrás. Tennurnar voru þvegnar úr neðri skoltinum, þó að þær væru enn í þeim efri. Þetta ferlíki náði tvö fet út fyrir vegginn, sem að fætur þess námu við til stuðnings, og þannig hafði þetta skepnulíki staðið í fjögur hundruð ár og glatt land og lýð, þegjandi í þurrviðri en með gutlandi vatnsnið þegar rigndi. Tray svaf á bekknum og regnið óx úti. Eftir dálítinn tíma tók skrípamyndin að spúa og bráðlega rann vatnið í óslitnum straum frá munni hennar og ofan á jörð, sjötíu og fimm fet, þar sem það skall niður með sívaxandi þunga. Vatnsstraumurinn óx með auknu afli og vatns- bunan náði æ lengra út frá kirkjuveggnum, og eftir því, sem meira rigndi, því sterkari varð vatnsstraumurinn. Við fylgjumst með falli vatnsins ofan á jörðina á þessum stað. Aðalvatnsmagnið var farið að flæða út frá veginum, yfir undirstöð- una, yfir steinhrúgurnar, yfir marmaraum- gjörðina og út yfir miðja gröf Fanny Robin. • Aðalþungi þessa vatns, þegar mikið rigndi, hafði mætt á steinhrúgunum, sem að þarna höfðu verið til skamms tíma og hlíft jarðvegin- um, en þegar grjót það hafði verið fært í burtu þá um sumarið, og var því ekkert þar nú til hlífðar eða mótstöðu. Vatnsstraumurinn hafði ekki náð eins langt út í nokkur ár, eins og að hann gerði þessa nótt, og engum datt í hug, að nein óþægindi af því væru líkleg. Það liðu oft tvö til þrjú ár á milli þess að nokkur væri grafinn í þessu afskekkta horni garðsins, og þegar að einhver var grafinn þar, þá, var það vanalega fátæklingur, veiðiþjófur, eða aðrir óveglegir syndarar. Það var eins og hinn lát- lausi og vaxandi vatnsstraumur úr munni stein- ófreskjunnar ætlaði sér að hefna einhvers við gröf Fanny. Gulmórauði bletturinn með blóm- unum í á gröf hennar fór að iða og sjóða eins og súkkulaði. Vatnið óx og gróf sig dýpra niður og suðan í forarpollinum, sem þannig myndaðist, leið út í nóttina, sem ein af aðal- hreyfingum eða hávaða næturinnar. Blómin, sem að svo vel var gengið frá af hinum iðrandi elskliuga Fanny tóku að hreyfast og titra á beði sínu. Vetrar-fjólan snerist smátt og smátt á. endum og þaktist mold. Snæblómið ásamt fleiri blómum dansaði upp og niður í þessari oigandi vilpu, eins og spað í sjóðandi potti. Krónublómin, losnuðu, risu upp á yfirborðið og flutu í burtu. Tray vaknaði ekki, þó að illa færi um hann, fyrr en albjart var orðið af degi. Hann hafði ekki sofnað dúr í tvær nætur. Hann var stífur í herðunum, fæturnir viðkvæmir og höfuðið þungt. Hann mundi eftir afstöðu sinni, reis á fætur, skalf, tók skóflu og fór út. Það var hætt að rigna og sólin skein í gegnum græn, brún og gul viðarlaufin, sem nú glóðu og glitruðu eftir regnbaðið, lauguð þeirri óendanlegu fegurð, sem að vatn og litur fram- leiða í sterkri birtu. Loftið var svo gegnsætt eftir rigninguna, að fölvi haustsins var eins auð- sær á landi í fjarlægð og eins breytilegur eins og á því landi, sem næst var, og akrarnir sem fjærstir voru og báru í hornið á kirkjuturnin- um sýndust vera á jafnsléttu við turninn. Tray gekk á mölbornum götuslóða, sem að lá á bak við kirkjuturninn. Götuslóðinn, í stað- inn íynr að vera steinóttur, eins og að hann haíði verið kveldið áður, var nú þakinn mold- arleðju. Á einum stað á slóðanum sá hann rót- artopp með berum rótum, hreinum og þvegn- um. Hann tók hann upp. — Þetta var vissu- lega ekki ein af rósunum, sem að hann hafði plantað kveldinu áður? Hann sá aðra rót og svo eina eftir aðra eftir því sem að hann hélt lengra áfram. Það var enginn efi á, að þarna voru krókusblómin. Með óhug og kvíða kom Tray fyrir kirkjuhornið og sá usla þann, sem að regnið hafði gert. Brúnirnar sigu á Tray. Hann nísti tönnum saman og varnirar, sem líka voru samanherpt- ar, hreyfðust eins og á manni, sem líður sár- ustu kvalir. Þetta einkennileag tilfelli, sökum áhrifa þess á tilfinningar hans var sárasta slagið, sem að hann hafði fengið. Hinn innri maður Tray var auðráðinn á andlitssvip hans og hver sem að hefði séð hann nú, hefði naum- ast tekið hann fyrir sama mann og þegar að hann sat syrgjandi og hlægjandi og hvíslaði ástarævintýrum í eyru kvenfólksins. Honum kom fyrst í hug, að bölva og formæla þessu ó- happa-hlutskipti sínu, en jafnvel til þess, sem er lægsta stig andúðarinnar, þurfti framtak, sem að hjáliðnir viðburðir höfðu numið í burt frá honum, í því vandræða-vesældarástandi, sem kvaldi hann nú. Þetta, sem að nú blasti við honum ofan á endurminningar undanfarinna daga, varð eins og brennipunktur inn í heildar- myndinni, og það var meira en að hann gat þolað. Hann var bjartsýnn að upplagi og átti oft þrótt til þess að komast hjá erfiðleikunum með því aðeins að sneiða hjá þeim. Hann gat frestað að athuga hvað, sem að höndum bar, þangað til að viðfangsefnin voru orðin gömul og tíminn hafði dregið úr þeim. — Að planta blómum á gröf Fanny hafði máske ver- ið tálmynd fyrstu sorgarinnar, en nú var eins og vitað hafði verið um tilgang hans og hann ónýttur. j Nálega í fyrsta sinni á ævinni, þegar að Tray stóð þarna við rofið leiðið, óskaði hann eftir því að hann væri annar maður en hann var. Það er sjaldan, að persóna, sem gædd er miklu andlegu lífi, finni ekki til þess að hún eigi sjálf yfir lífi sínu að ráða og að það sé sá leiðarvísir, sem merki lífi hennar braut og lofi meiru heldur en líf annar, hvað líkir henni, sem að þeir kunna að vera, í öllum hlutum. Tyay hafði hundrað sinnum fundið til þess á sína vísu, að hann öfundaði ekki annað fólk af hlutskipti þess, því að til þess þurfti allt aðra skapgerð en hann átti yfir að ráða, en sjálfur vildi hann ekki vera neitt annað en það, sem að hann var. Hann hafði ekki gert sér neina rellu út af faðerni sínu, breytilegum lífskjörum, né heldur hinnar miklu óvissu í öllu, sem að honum laut, vegna þess, að allt slíkt snerist' um hetjuna í hans eigin sögu, og án þess hefði engin saga af honum farið; og það sýndist eðlilegur hlutur, að allt mundi ein- hvern tíma lagast og enda vel. En þennan morgun hurfu þessar tálhugsanir svo að segja allt í einu. Tray hataði sjálfan sig. Hið skyndi- lega hvarf þessara hugsana var máske meira á yfirborðinu en undir niðri.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.