Lögberg - 02.10.1952, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, fc. OKTÓBER, 1952
Úr borg og bygð
— HÚSNÆÐI —
Eitt herbergi og eldhús (án
húsgagna) er til leigu nú þegar
að 515 Simcoe St. — Nánari upp-
lýsingar gefur
THOR VIKING, Sími 39 631
☆
Mr. Walter J. Johannson leik-
hússtjóri frá Pine Falls, Man.,
kom heim úr nokkurra daga
ferðalagi suður um Bandaríkin
um miðja fyrri viku.
☆
Mr. og Mrs. B. K. Johnson frá
Brú í Argylebygð, voru stödd í
borginni um síðustu helgi.
☆
Richard Porter, 9 ára að aldri,
sonur Mr. og Mrs. Warren
Porter, Lone Rock, Wisconsin,
lézt á sjúkrahúsi í borginni
Madison þar í ríkinu á föstu-
daginn þann 29. ágúst síðastlið-
inn eftir þriggja daga legu; löm-
unarveiki varð honum að bana;
móðir hins látna sveins, er Matt-
hildur Porter, dóttir Jóns Há-
varðssonar í Vancouver og lát-
innar konu hans Maríu. Útförin
fór fram, að viðstöddu miklu
fjölmenni, frá Congregational-
Community Church, Lone Rock
á mánudaginn þann 1. sept. s.l.
☆
Mrs. B. P. Bjarnason, Ste. 16
Corine Apts., hér í borginni,
kom heim í fyrri viku sunnan
frá Lone Rock, Wis., en þar
hafði hún dvalið í þriggja vikna
tíma hjá systurdóttur sinni og
manni hennar, Mr. og Mrs.
Warren Porter. M/s. Bjarnason
fór flugleiðis suður vegna veik-
inda og fráfálls frænda síns,
Richards Porter, sem sagt er frá
á öðrum stað hér í blaðinu.
☆
Þjóðræknisdeildin „FRÓN"
þakkar hér með eftirtöldu
fólki fyrir bækur gefnar í bóka-
safn deildarinnar: Mrs. A. V.
Johnson, Dr. Sig. Júl. Jóhannes-
syni og Mrs. J. B. Skaptason,
er afhenti bókasafninu þó
nokkra árganga af Ársritinu
HLÍN sem gjöf frá fröken Hall-
dóru Bjarnadóttur, Akureyri,
íslandi.
Innilegt þakklæti til ykkar
allra, sem bækur gefið í bóka-
safn Fróns.
Fyrir hönd deildarinnar Frón
J. Johnson, bókavörður
☆
Mrs. Helga Westdal, 652 Home
Street, er nýlega komin heim
úr skemtiferð sunnan frá New
York, en þangað fór hún flug-
leiðis til fundar við bróður sinn,
Jón Aðalstein Sveinsson, sem er
1. vélstjóri á Lagarfossi; fund-
um þeirra systkinanna hafði
ekki borið saman í síðastliðin 22
ár, og liggur það því í augum
uppi hve ánægjulegt það hafi
verið þeim að hittast á ný.
Mrs. Westdal dvaldi 10 daga í
New York í gistivináttu frú
Ingibjargar Lindal.
— DÁNARFREGN —
Sigurbjörn Oscar Jónasson
lézt á Almenna spítalanum hér
í borginni á föstudaginn 26. sept.
56 ára að aldri. Hann var fædd-
ur á Engimýri við íslendinga-
fljót; foreldrar hans voru hin
merku landnámshjón Tómas A.
Jónasson og Guðrún Jóhannes-
dóttir, bæði eyfirzk, fluttust
vestur um haf árið 1876. Beggi,
eins og vinir hans kölluðu hann,
var kvæntur Láru Borgfjörð frá
Árborg. Þau fluttust til Winni-
peg 1930 og varð hann Stationary
Engineer við Provincial Govern-
ment power house. Hann var
meðlimur Capitol lodge, A7 og
A. M., G. R. M. — Auk ekkjunn-
ar lætur hann eftir sig tvær
dætur, Mrs. L. G. Reed og
Miss Dorothy Mae, er stundar
hljómlistarnám við Toronto
Conservatory of Music; enn-
fremur lifa hann þrjár systur,
Mrs. H. Thorarinson, Mrs. J. P.
McLennan og Mrs. T. Addison,
og tveir bræður, Tómas og
Jóhannes.
Beggi heitinn var prúður
maður og vandaður; hann hafði
unun af hljómlist, lék á fiðlu
og var í Riverton hornleika-
flokknum um eitt skeið.
Útförin fór fram frá Fyrstu
lútersku kirkju á mánudaginn
að viðstöddu fjölmenni. Séra
Valdimar J. Eylands flutti
kveðjumál; jarðað var í Chapel
Lawn Memorial Gardens.
☆
Gail Johnson, 12 ára að aldri,
lauk nýlega fimmta árs píanó-
prófi við Royal Conservatory of
Music og hlaut þá $15 náms-
verðlaun. Þessi ungi efnilegi
píanisti er dóttir Dr. og Mrs. A.
V. Johnson, 217 Hertforjd Ave.,
Tuxedo.
☆
— MANNFAFNAÐUR —
Nokkrir vinir og vandamenn
Mr. og Mrs. Kristinn Pétursson,
hópuðu sig saman síðastliðið
föstudagskveld á heimili Mr. og
Mrs. Benedikt Ólafsson í St.
Vital, Winnipeg. Er Benedikt
bróðir Mrs. Pétursson (Petru).
Var tilefni heimsóknarinnar, að
Pétursson hjónin hafa flutt al-
farin úr Winnipeg til Oak Point,
Man., og komið sér þar prýði
lega fyrir. Fannst þessum hóp,
vina Jpeirra, tilhlýðilegt að minn-
ast samverustundanna mörgu
og þægilegu í áratugi hér í bæ,
með því að koma þarna saman
eina kveldstund enn og þakka
þeim alla gestrisnina og hlýleg-
heitin, sem þeir hefðu notið fyr
og síðar á heimili þeirra hér í
borginni, og til minja um þær
endurminningar, færðu þeir
þeim hjónum vandaðann stól,
er þau skyldu hvíla sig í eftir
unnið dagsverk. Var þessi kveld-
stund hin ánægjulegasta í alla
staði: söngur, ræður fáar, sam-
töl og baðstofuhjal, að ógleymd-
um ferðalýsingum og ævintýra-
legum frásögnum, sem Bensi
FIIL THOSE EMPTY SOCKETS
Wfestinghouse
Westinghouse Lamps give you plenty of good light and last
longer. Check the lightmg in your home . . . replace burned
out or blackened bulbs with Westinghouse lamps. Get your
supply befofe the long winter evenings come. Order them
from your Hydro meter reader, bill deliverer or collector.
Have them sent C.O.D. or charged to your light bill.
1
b*
Portage & Kennedy
Phone 96-8201
sagði frá úr íslandsferð sinni í
sumar, sem hann málaði á sína
alkunnu iðnaðarmannsvísu, með
hnittiyrðum og gamansömu
spaugi, sem alla gladdi en engan
meiddi. Um lágnættið fór fólk
að tínast heim, ánægt með að
hafa enn átt eina kveldstund
með Petru og Kristni PéturS'
son. — Megi þeim líða sem bezt
í hinum nýju heimkynnum.
☆
Mr. og Mrs. Páll H. Anderson
frá Glenboro komu til borgar
innar á mánudaginn ásamt Mar
gréti dóttur þeirra, sem nám
stundar við Home Economics
deild Manitobaháskólans.
☆
Mr. Carl Hanson, Royal Crest
Apts., hér í borginni, er nýkom
inn vestan frá Climax, Sask.,
þar sem hann á góða bújörð og
vann að uppskeru sinni.
☆
Gefin voru saman í hjónaband
í Fyrstu lútersku kirkju þann
27. september síðastliðinn, þau
Douglas Stewart Gordon og
Frances Beryl Bowley. — Séra
Valdimar J. Eylands gifti.
☆
Mrs. Gunnbjörn Stefánsson
frá Vancouver er hér í heim-
sókn hjá vinum sínum og systur
sinni á Gimli.
ú
Næstu fundur Stúkunnar
HEKLU No. 33 I.O.G.T. verður
haldinn á þriðjudagskvöldið 7.
október n.k.
Meðlimir eru beðnir að at-
huga þetta.
☆
Mrs. J. B. Johnson frá Gimli
dvelur í borginni þessa dagana
í heimsókn til barna sinna,
þeirra Helga, Pálínu og Láru.
☆
Þorsteinn Johnson fiskimaður
að Winnipegosis, lézt á Dauphin
Hospital hinn 17. september s.l.
76 ára að aldri; fæddur á Gils-
bakka á Hvítársíðu; kom til
Vesturheims aldamótaárið 1900.
Lætur eftir sig ekkju, Málfríði
Friðriksdóttur frá Sámsstöðum
á Hvítársíðu, ásamt þrem dætr-
um og einum syni; dæturnar
eru Mrs. Guðrún Oliver, Mrs.
Málfríður Johnson og Mrs.
Sæunn Turner, allar búsettar í
Winnipegosis og Friðrik, einnig
búsettur þar. Barnabörnin eru
28, en barnabarnabörn 16.
Útförin fór fram í Winnipeg-
osis sunnudaginn þann 21. sept.
Rev. Davidson prestur Presbyt-
eriukirkjunnar þar á staðnum
jarðsöng.
Bullmore • Funeral Home í
Dauphin undir forustu Árna
Eggertssonar yngra, annaðist
undirbúning útfararinnar.
☆
Þriðja og fjórða deild Kven-
félags Fyrsta lúterska safnaðar
efna til kaffisölu á miðvikudag-
inn þ&nn 8. þ. m., þar sem einn-
ig verður á boðstólum lifrar-
pylsa og annað góðgæti, að
heimili Mrs. S. O. Bjerring, 550
Banning Street síðdegis og að
kvöldinu.
☆
Davíð Björnsson bóksali, er
fyrir nokkru gekk undir alvar-
legan uppskurð, er nú komínn í
umferð á ný og er hinum mörgu
vinum hans hér um slóðir það
mikið fagnaðarefni.
☆
FRóNS-f undur
Fréttir fré ríkisútvarpi íslands
Fyrsti fundur deildarinnar
Frón verður haldinn í G. T.-hús-
inu á mánudaginn 6. okt. n.k.
kl. 8 e. h.
Eins og tíðkast hefir undan-
farin ár fer fram skemtiskrá að
fundarstörfum loknum. Að þessu
sinni gefst fólki tækifæri til þess
að hlusta á Hr. Gísla Jónsson,
ritstjóra Tímarits Þjóðræknis-
félagsins, sem mun flytja kveðj-
ur að heiman, en hann er ný-
kominn úr íslandsferð og hefir
að sjálfsögðu frá mörgu að segja
eftir sumarlanga reisu til út-
landa og ættlands okkar. Annað
til skemtunar og fróðleiks verð-
ur brezk kvikmynd, Northern
Story, sem tekin var á íslandi.
Myndina sýnir Snorri Jónasson,
Framhald af bls. 5
veiði yfirleitt verið með betra
móti í sumar og laxagengd
mikil, þótt veiðiskilyrði hafi
verið óhagstæð að ýmsu leyti.
Veiðiþjófar hafa verið allágeng-
ir og leikur grunur á að þeir
hafi framið veruleg spellvirki
og varpað sprengjum í hylji á
tveimur ám. Komist hefir upp
um þrjá menn að þeir hafa farið
í óleyfi í nokkrar ár og dregið
þar á fyrir lax.
☆
I gær hófust í nokkrum verka-
lýðsfélögum kosningar til Al-
þýðusambandsþings, og á þeim
að vera lokið um land allt 13.
október næstkomandi. Kjörnir
verða um 300 fulltrúar fyrir 159
félög, en samtals eru í félögum
þessum um 25. 000 manns.
☆
Um miðja s.l. viku stunduðu
26 íslenzkir togarar saltfisk-
veiðar, nær allir þeirra við
Grænland. Sumir þessara tog-
ara leggja upp afla sinn hér-
lendis, aðrir sigla með hann til
Esbjerg og enn aðrir til Aber
deen. Fáeinir togarar veiða fyrir
Þýzkalandsmarkað.
☆
Dr. Trausti Einarsson pró'
fessor fer seint í þessum mán-
uði í fyrirlestrarferð til Hol-
lands og flytur fyrirlestra við
jarðfræðideildir háskólanna í
Amsterdam, Utrecht, Leyden og
Delft, og ennfremur í Haag. —
Fyrirlestrarnir fjalla um kafla
úr jarðfræðisögu íslands og
rannsóknir dr. Trausta á Heklu-
kosinu síðasta. Félagasambönd
stúdenta í jarðfræði og náma-
verkfræði standa fyrir heim-
boðinu í sambandi við kennslu-
málaráðuneyti Hollands.
☆
Það slys varð í gær í námunda
við Reykjavík, að togari sigldi
á lítinn vélbát, sem lá fyrir
stjóra á Faxaflóa, og færði í kaf,
en fjórir menn, sem á bátnum
voru við fiskveiðar, köstuðu sér
útbyrðis litlu áður en árekstur-
inn varð. Þeir héldu sér uppi á
sundi og voru teknir upp í tog-
arann eftir um það bil stundar-
fjórðung. Einn þeirra lézt, Krist-
ján Þorgrímsson, framkvæmda-
stjóri Austurbæjarbíós í Reykja-
vík. ☆
Á miðvikudaginn var opnuð í
nýja Þjóðminjasafninu í Reykja
vík heimilisiðnaðar- og listiðn-
aðarsýning frá félaginu „Sel-
skabet til Handarbejdets
Fremme“ í Danmörku. Sýningin
er haldin í boði Sambands ís-
lenzkra heimilisiðnaðarfélaga
og með fyrirgreiðslu Þjóðminja-
safnsins, og er þarna til sýnis
hvers kyns útsaumur,. m. a. út-
saumuð teppi gerð eftir fyrir-
myndum í dönskum söfnum,
vefnaður, leirmunir og skraut-
gripir. Félagið Handarbejdets
Fremme var stofnað 1928 í því
skyni að hefja danskan útsaum
og handvefnað til vegs og virð-
ingar að nýju og stuðla jafn-
framt að því að handavinna yrði
nokkur tekjugrein fyrir heimil-
in. Frú Gertie Wandel, formað-
ur félagsins, kom með sýningar-
gripina hingað. Heimilis og list-
iðnaðarsýning þessi verður opin
til mánaðamóta.
íslendingar taka þátt í Evrópu
meistaramótinu í bridge, sem
hófst í írlandi í fyrradag. 1 þeirri
keppni taka þátt 16 þjóðir, og
er keppendum skipt í tvo flokka
eftir úrslitum á mótinu í Fen-
eyjum í fyrra. Islendingar keppa
í A-flokki.
Húsmæðraskólinn á Lauga-
landi í Eyjafirði var settur í dag
og jafnframt minnst 75 ára af-
mælis kvennaskólans eldri, sem
þar starfaði á árunum 1877 til
1896. Héraðssamband eyfirzkra
kvenna hyggst gróðursetja þar
trjáreit til minningar um kenn-
ara og námsmeyjar gamla
skólans.
í fyrrakvöld hófust að nýju
sýningar í Þjóðleikhúsinu á ó-
perettunni Leðurblökunni eftir
Jóhann Strauss, en sú óperetta
var sýnd í vor við mikla að-
sókn. — í Iðnó í Reykjavík sýn-
ir leikflokkur Gunnars Hansen
sjónleik eftir Guðmund Kamb-
an, „Vér morðingjar," en leik
þann hefir flokkurinn sýnt víða
um land í sumar.
☆
Þorsteinn Hannesson óperu-
söngvari hefir dvalist hérlendis
nokkrar vikur og syngur á veg-
um Tónlistarfélagsins í Reykja-
vík á þriðjudaginn. Hann er
fastráðinn hjá Convent Garden
óperunni í London og hefir
starfað þar í fjögur ár. Oftast
hefir hann sungið í Wagners-
óperum.
Sendinefnd frá Sovétríkjun-
um er nýkomin til Reykjavíkur
í boði félagsins Menningartengsl
íslands og Ráðstjórnarríkjanna,
en annar landsfundur þess hófst
í Reykjavík í gær. Rússnesku
boðsgestirnir eru fjórir, og
meðal þeirra kunnur píanóleik-
ari, Tatjana Nikolajeva. — Sex
íslendingar eru lagðir af stað til
Peking í boði stjórnarinnar þar,
meðal þeirra eru skáldin Þór-
bergur Þórðarson og Jóhannes
úr Kötlum.
Nýlega lauk námskeiði íþrótta
kennara, sem haldið var í íþrótta
kennaraskóla íslands að Laugar-
vatni. Meðal kennara á nám-
skeiðinu voru forstöðumaður í-
þróttakennaraskóla Noregs Har-
ald Wergeland og kona hans
Helga, fyrrverandi umsjónar-
kennari með fimleikum kvenna
í félögum íþróttasambands Nor-
egs.
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
— VEITIÐ ATHYGLI —
í fjarveru sóknarprests, séra
Valdimars J. Eylands, prédikar
við morgunguðsþjónustuna í
Fyrstu lútersku kirkju á sunnu-
daginn kemur hinn 5. þ. m., séra
Stefán T. Guttormsson frá
Cavalier, N. Dak., en að kvöldi
flytur messu séra Harald S.
Sigmar frá Gimli.
Á sunnudaginn þann 12. þ. m.
(þakkarhátíðarsunnudag), pré-
dikar að morgni Rev. Clifton L.
Monk, skrifari Canadian Luth.
World Relief samtakanna, en að
kvöldi séra S. S. Cristophersson.
☆
Gimli Luiheran Parish
H. S. Sigmar, Pastor
Oct. 5th
9.00 a.m. Betel
10.00 a.m. Sunday School
11.00 a.m. Gimli
2.00 p.m. Riverton
(Confirmation Certificate Ser-
vice).
7.00 p.m. Gimli. Rev. E.
Martin, R.C.A.F. Padre will
eonduct the evening service.
Oct. 12th
11.00 a. m. Gimli
7.00 p.m. Gimli
Services conducted by the
Rev. W. Weind—Lutheran Mis-
sionary in Liberia, Africa.
☆
Lúferska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 5. október.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið
S. Ólafsson
en Próf. Finnbogi Guðmundsson
talar fyrir henni og skýrir hana
eins og þurfa þykir.
Frón er nú í uppgangi og telur
á þriðja hundrað meðlimi. Gam-
an væri að sjá sem flesta þeirra
þetta kveld og þá aðra sem ís-
lenzkum málum unna þótt utan
félags séu.
Allir eru’boðnir og velkomnir.
Aðgangur verður ekki seldur, en
samskot verða tekin.
H. Thorgrímsson
ritari Fróns
- ☆
A meeting of the Jon Sigurd-
son Chapter I. O. D. E. will be
held in the Winnipeg Auditorium
(Headquarters) on Friday Eve.
Oct., 3rd at 8 o’clock.
THE MALTING BARLEY GRADES
While the Canada Grain Act does not designate any grade
of barley as malting it does indicate that certain statutory
grades shall be composed of “Any six-row variety equal for
malting purposes at O.A.C. 21.” These grades are No. 1 C.W.
six-row and No. 2 C.W. six-row. No. 3 C.W. six-row shall be
composed of “any six-row variety of fair malting quality.”
No. 4 C.W. six-row is a commercial grade established and
defined each year by the Board of Grain Commissioners. It is
usually defined the same as No. 3 C.W. six-row with the
exception that it may contain up to 3% more cracked and
peeled kernels.
VARIETIES
No. 1 C.W. six-row and No. 2 C.W. six-row shall be com-
posed of O.A.C. 21, Montcalm, Olli, Mensury, Manchurian.
No. 3 C.W. six-row and No. 4 C.W. six-row shall be com-
posed' of O.A.C. 21, Montcalm, Olli, Mensury, Manchurian,
Gartons, Peatland or Kindred.
A tolerance of 5% for other varieties ís allowed in No. 1
C.W. six-row, 10% in No. 2 C.W. six-row and 15% in No. 3
C.W. six-row and No. 4 C.W. six-row.
WEIGHT PER MEASURED BUSHEL
The minimum weight per measured bushel shall be No. 1
C.W. six-row 50 lbs., No. 2 C.W. six-row 48 lbs., No. 3 C.W.
six-row and No. 4 C.W. six-row 46 lbs.
SOUNDNESS
No. 1 C.W. six-row shall be “sound, well matured, may
contain slightly weather-stained kernels.”
No. 2 C.W. six-row shall be “sound, reasonably well
matured, may contain weather-stained, but not badly dis-
colored kernels.”
No. 3 C.W. six-row and No. 4 C.W. six-row shall be
“practically sound, reasonably well matured, may contain
weather-stained kernels.
PURITY
No. 1 C.W. six-row shall be practically free from small
' seeds, may contain up to about-Vá % wild oats, about 1% other
grains with total impurities not more than 1%.
No. 2 C.W. six-row shall be practically free from small
seeds, may contain about %% wild oats, about 114% other
grains and total impurities not to exceed 1%%.
No. 3 C.W. six-row and No. 4 C.W. six-row may contain
up to about 1% small seeds, about 1% wild oats, 3% other
grain and not more than 4% total impurities.
broken AND peeled kernels
- The maximum broken and peeled kernels are No. 1 C.W.
six-row 3%, No. 2 C.W. six-row and No. 3 C.W. six-row 5%,
and No. 4 C.W. six-row 8%.
Twenty-second in series of advertisements.
Clip for scrap book.
This space contributed by
SHEA'S WIHNIPEG BREWERY LTD.
MD-322