Lögberg - 06.11.1952, Page 1

Lögberg - 06.11.1952, Page 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 6. NÓVEMBER, 1952 NÚMER 45 Dwight D. Eisenhower kjörinn forseti Bandaríkjanna með miklu afli atkvæða Republicanar taka við völdum ■ Bandaríkjunum Eftir tuttugu ára hrakning um eyðimörkina, hafa Republicanar litið augum fyrirheitna landið og fengið kosinn forseta úr sín- um flokki, þar sem Dwight D. Eisenhower á í hlut; oflangt tímabil valdameðferðar, og gamlar og nýjar pólitískar syndir, urðu Demokrötum að fótakefli; nákvæmar kosninga- fréttir eru enn eigi við hendi, þó víst megi telja, að Eisenhower ráði yfir eins mörgum kjörfull- trúum og Franklín D. Rosevelt gerði, er hin pólitíska stjarna hans var hæzt á himni; enn er óvíst um hvort Republicanar njóti meirihluta fylgis í þinginu, og geri þeir það ekki, verður hinum nýkjörna forseta erfiðara um framkvæmdir áhugamála sinna en ella myndi verið hafa. Nánari kosningafréttir verða að bíða næstu viku. richard m. nixon Hinn nýkjömi varaforseti Bandaríkfanna DWIGHT D. IISENHOWIR Hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna Brezka þsngið sett Síðastliðinn mánudag setti Hennar Hátign Elizabeth drottn- ing brezka þingið og flutti þing- heimi meginatriði stjórnarboð- skaparins; var þar meðal annars lýst eindregnu fylgi við stefnu sameinuðu þjóðanna varðandi Kóreustríðið, og eins við Norður Atlantshafsbandalagið; þá var því og lýst yfir, að stjórnin væri staðráðin í því, að nema úr gildi þjóðnýting stáliðnaðarins og skila honum í *hendur sínum fyrri eigendum, en þessu hét íhaldsflokkurinn í síðustu kosn- ingum; eins og vitað er, þjóð- nýtti verkamannastjórnin á- minstan iðnað og vill ógjarna að hann komist aftur í einstakl- inga hendur. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 26. OKTÓBER Hinn 22. þessa mánaðar var Vilhjálmur Finsen aðalræðis- maður íslands í Hamborg skip- aður sendiherra Islands í Vestur Þýzkalandi. Sendiherrann mun hafa aðsetur í Hamborg og gegna áfram aðalræðismanns- störfum fyrir íslands. ☆ Á miðvikudagskvöldið komu til Reykjavíkur þeir Victor Bod- son, samgöngumála- og dóms- málaráðherra stórhertogadæm- isins Luxemborg og Pierre Hamer flugmálastjóri í opinbera heimsókn. Á fimmtudaginn und- irrituðu þeir Bjarni Benedikts- son utanríkisráðherra og Bod- son samgöngumálaráðherra loft ferðasamning milli íslands og Luxembourg. ☆ Hinn 22. þessa mánaðar var Thor Thors sendiherra formað- ur íslenzku sendinefndarinnar á allsherjarþingi sameinuðu þjóð- anna einróma kjörinn framsögu maður stjórnmálanefndarinnar í þriðja sinn. ☆ Háskólahátíðin var í gær og var þá flutt ný kantata eftir dr. Pál ísólfsson við háskólaljóð eft- ir Þorstein Gíslason. Dr. Alex- ander Jóhannesson háskóla- réktor flutti skýrslu um störf skólans á liðnu ári, en minntist áður Ágústs H. Bjarnasonar prófessors, sem kennari var við Háskóla íslands í 34 ár. Hann skýrði og frá því, að Magnús Jónsson prófessor hefði sagt starfi sínu lausu, en hann hefir verið háskólakennari í 30 ár. Nú eru 692 stúdentar innritað- ir í háskólann og kennarar eru 58 að meðtöldum aukakennur- um. í haust innrituðust 165 nýir stúdtentar. Margir kennarar há- skólans fluttu opinberlega fyrir- lestra á liðnu ári, auk erlendra gesta háskólans, en þeir voru Gwyn Jones prófessor frá Wales, prófessor Seip frá Oslóarhá- skóla, Sean MacBride prófessor og fyrrum utanríkisráðherra íra, og prófessor Hans A. Muller frá New York. Haldið var nám- skeið í íslenzku fyrir stúdenta á Norðurlöndum og sóttu það 25 stúdentar, eða fleiri en nokkru sinni áður. Á undanförnum þremur árum hefir ríkisstjórnin boðið til náms við háskólann er- lendum stúdentum, og hafa stú- dentar frá Englandi, írlandi, Þýzkalandi, Sviss og Spáni þegið boð stjórnarinnar 1 ár. — Á ár- inu, sem leið, voru háskóíanum gefnir tveir sjóðir, — Minning- arsjóður Benedikts Sveinssonar sýslumanns til styrktar efnileg- um stúdentum, og Minningar- sjóður Jóns Þorlákssonar til styrktar verkfræðinemum við skólann. Háskólinn hefir gefið út skrá um rit háskólakennara frá 1911 til 1946, í ár kemur út ritskrá fyrir árið 1947—51, og er áformað að gefa út slíka skrá framvegis á 5 ára fresti. Nú er að mestu lokið við að laga há- skólalóðina, og eru þar nú gras- vellir, gangstígar og trjágróður Háskólaráð hefir hug á að láta gera myndastyttur af merkustu íslendingum á sviði þjóðlegra Róstusamt í Kenya Að því er fregnir frá Nairobi herma, er svo að segja alt í grænum sjó í Kenya um þessar mundir; óaldarlýður sá, sem gengur undir nafniriu Mau Mau og reka vill alla hvíta menn úr nýlendunni, hefir framið eitt morðið á fætur öðru og verið valdur að eldsvoðum og geisilegu eignatjóni. Bretar hafa sent aukinn herstyrk til nýlend- unnar til að skakka leikinn og nú er nýlenduráðherra þeirra þangað. kominn til að kynnast ástandinu persónulega og reyna að ráða fram úr vandanum. V Skrif brezkra blaða um landhelgina Nú keyrir fram úr hófi! segir límarilið World Fishing um töku logarans „YORK CITY" í landhelgi við Island í septemberhefti brezka tíma- ritsins World Fishing, sem út er gefið í Lundúnum, er hin nýja fiskveiðilandhelgi Islend- inga og landhelgisbrot brezka togarans York City gerð að um- talsefni í stuttri ritstjórnargrein. Er ljóst af fyrirsögn greinar- kornsins að höfundi þykir sem íslendingar hafi með töku tog- arans að ólöglegum veiðum í landhelgi sýnt Bretum slíka á- reitni að keyri úr hófi fram. Kærkominn gestur af Fróni Síðastliðinn sunnudag kom hingað til borgarinnar Vilhjálm- ur Þ. Gíslason, þjóðkunnur mentamaður og skólastjóri við Verzlunarskóla íslands; hann lagði af stað frá Reykjavík þann 27. september s.l. í boði utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna og hefir þegar ferðast allmikið þar syðra, heimsótt Boston, Californíu og Kyrrahafsströnd- ina og dvaldi meðal annars nokkra daga í Seattle, en þar er búsettur tengdabróðir hans, Jón Árnason læknir frá Skútustöð- um í Mývatnssveit. Vilhjálmur er fæddur í Reykja vík 16. september árið 1897. Fað- ir hans var Þorsteinn Gíslason, mikilhæfur blaðamaður og skáld gott, um langt skeið ritstjóri Lögréttu og útgefandi Óðins, sem látinn er fyrir all-löngu, en móðir Vilhjálms, Þórunn Páls- dóttir, er enn á lífi. Þorsteinn var Austfirðingur, en kona hans ættuð úr Kelduhverfi. Vilhjálmur lauk stúdentsprófi við Mentaskóla Reykjavíkur 1917, en tók meistarapróf í ís- lenzkum fræðum við Háskóla íslands 1922; framhaldsnám stundaði hann í Kaupmanna- höfn, Osló, London og Oxford. Hann var skipaður skólastjóri fræða og skáldskapar á komandi árum. Þess er vænzt að bygging náttúrugripasafns geti hafist á næsta ári og verið er að gera uppdrætti af félagsheimili stú- denta, en stúdentaráð hefir beitt sér fyrir því máli og hefir heim- ilinu verið valinn staður sunnan. íþróttahússins. ☆ Nokkrir íslenzkir togarar hafa að undanförnu selt afla sinn í Þýzkalandi, og nýlega voru átta togarar á veiðum fyrir Þýzka- landsmarkað, 9 veiddu handa hraðfrystihúsunum, og hafa margir komið með fullfermi af karfa eftir fárra daga veiðiferð, og 17 eru á saltfisksveiðum við Grænland. ☆ Iðnþing íslendinga, hið 14. í röðinni, var háð í Reykjavík í vikunni sem leið og lauk á föstu- dagskvöldið. Helgi Hermann Ei- ríksson skólastjóri, sem verið hefir forseti Landssambands iðnaðarmanna frá því það var stofnað fyrir 20 árum, sagði af sér formennsku, og var hann kjörinn heiðursfélagi sambands- ins. Forseti Landssambandsins í hans stað var kjörinn Björgvin, Frederiksen járnsmíðameistari í Reykjavík. Þingið fól sambands- stjórninni að vinna að því við ríkisstjórn og alþingi að sölu- skatturinn verði úr gildi num- Framhald á bls. 4 Vilhjálmur Þ. Gíslason við Verzlunarskóla Islands 1931 og hefir það embætti enn á hendi; hann hefir tekið mikinn þátt í opinberum störfum, verið ráðunautur útvarpsráðs, setið í stjórn Norræna félagsins, varð fyrsti formaður Stúdentaráðs Háskólans, en er nú formaður Þjóðleikhússráðs og jafnframt formaður Fegrunarfélags Reykja víkur; hann á einnig sæti í Mentamálaráði. Vilhjálmur er mikill afkasta- maður við dagleg störf og mikil- virkur rithöfundur; meðal bóka hans má nefna: íslenzk endur- reisn, Sjómannasaga, Jón Sig- urðsson í ræðu og riti, Bessa- staðir, þættir úr sögu höfuðbóls og Eiríkur á Brúnum; hann hef- ir gefið út Alþingisrímur með skýringum, ásamt ljóðmælum þeirra Hannesar Hafsteins og Guðmundar á Sandi og fylgt þeim úr hlaði með ýtarlegum formálsorðum; einnig hefir Vil- hjálmur samið fjölda fyrir- lestra og nú síðast um hundrað ára dánarafmæli Sveinbjarnar Egilssonar og um Gest Pálsson í tilefni af aldarafmæli hans, en frá fæðingu Gests voru liðin hundrað ár hinn 25. september síðastliðinn. Vilhjálmur er þjóð- kunnur maður sem útvarps- þulur og kunnur að mælsku. Hann er kvæntur Ingileif Odd- nýju Árnadóttur prófasts Jóns- sonar frá Skútustöðum. Vilhjálmur er manna glæsi- legastur og prúðastur í fasi; þá daga, sem hann dvelur hér 1 borginni, er hann til heimilis hjá föðurbróður sínum, Hjálm- ari skáldi Gíslasyni, að 66 Mary- land Street. Á fimtudagskvöldið 6. þ. m. flytur Vilhjálmur fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins fyrirlestur í Fyrstu lútersku kirkju, er hann nefnir „Athafnir og and' legt líf á íslandi", og er þess að vænta, að kirkjan verði þétt- skipuð. Samkoman hefst kl. 8. Klykkir greinarhöfundur út með því að skora á stjórnarvöld í Bretlandi, að gera reka að því að útgerðarmenn fái bætt tjón, sem þeir verða fyrir af völdum Islendinga, ella muni togaramenn krefjast skýringa á afstöðu stjórnarvaldanna. Grein- in sem nefnist „This is too much!“ fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. Má segja að hún sé eins kon- ar spegilmynd af ýmsu því sem um þessi mál hefir verið ritað í brezk blöð, þar sem skýrt er villandi frá málunum og ein- hliða túlkaður málstaður Breta. Virða skoðanir Breta að veiiugi „Sú var tíðin, að brezka stjórn- in með aðstoð flotans verndaði rétt brezkra þegna til að reka viðskipti hvar sem var í heim- inum og kom í veg fyrir að þeir væru ofríki beittir. Þessari venju, sem á skylt við þjóðar- stolt Englendinga, hefir án efa stundum verið beftt af lítilli sanngirni og með réttu urðu frjálslyndari sjónarmið yfir- sterkari og færðu framkomu okkar til betra vegs. Nú er hins vegar svo komið að við höfum horfið frá einum öfgunum til annarra — of mik- illar tregðu til-að aðstoða brezka þegna sem hindraðir eru í að sinna daglegum störfum sínum handan hafs. Þetta hefir haft )ær afleiðingar, að hinar tíðu frásagnir af ofbeldi erlendra ríkja gegn brezkum kaupmönn- um hafa freistað annarra þjóða til að virða sjónarmið brezku stjórnarinnar að vettugi. Frá kveldskólanum við Broadway Námskeið í íslenzkum bók- menntum hófst síðastliðið þriðju dagskveld. I næstu viku færist það yfir á miðvikudagskveld kl. 8, þar eð þriðjudagurinn 11. nóv. er almgnnur frídagur. Síðan verður haldið áfram á þriðju- dagskveldum. Þeir sem vilja taka þátt í námskeiði þessu geta enn tilkynnt þátttöku sína. — Upplýsingar í síma 36 626. Tito flytur ræðu Einvaldsherra Júgóslavíu — Tito marskálkur — flutti nýver- ið ræðu á ársþingi kommúnista- flokksins í landi sínu, þar -sem hann úthúðaði Rússum fyrir að hSfa gengið af trúnni í pólitísk- um skilningi, því nú hugsuðu þeir um lítið annað en landrán og undirbúning þriðja stríðsins; en ef til stríðs kæmi kvaðst Tito hiklaust veita vestrænu þjóðun- um að málum. Frá Kóreu Snarpar orustur hafa verið háðar á miðvestur vígstöðvum Kóreu síðastliðna tíu dagq og mannfall af hálfu kommúnista orðið geisilegt; er mælt, að þrjá- tíu og sjö jpúsundir af liði þeirra hafi ýmist verið strádrepnar eðsi teknar til fanga. James Van Fleet hershöfðingi lýsti yfir því í viðtali við blaða- menn á mánudaginn, að her- fylkingar sameinuðu þjóðanna hefðu að fullu yfirhönd í Kóreu. Landhelgisbrol York Ciiy Það er með þetta í huga sem við lítum á atferli íslenzka varð- skipsins Ægis nýlega, er það tók brezka togarann York City á jeim forsendum, að hann væri á veiðum á svæði sem íslenzka ríkisstjórnin hefir upp á sitt eindæmi lýst íslenzka landhelgi. Skipherrann á Ægi skaut meira að segja sjö skotum til að stöðva York City, kom loks um borð og ógnaði skipstjóranum með skammbyssu. Dómstóll í Reykja vík dæmdi hann síðan í 2000 sterlingspunda sekt. Að hve miklu leyti skortur ákveðinnar neitunar brezku stjórnarinnar í sambandi við nýju markalínuna hefir örvað íslenzku stjórnina til slíkra at- hafna verður ekki fullyrt, en hefði skipstjórinn á H. M. S. Mariner (brezka eftirlitsskipinu) sem kom á vettvang með lofs- verðum hvatleik, haft fyrirmæli um að taka einbeittari afstöðu er ástæða til að ætla, að skip- stjórinn á Ægi hefði tekið á málinu með öllu viðunanlegri varfærni en raun bar vitni ef til vill bókun málsatvika vegna hugsanlegs „prófmáls síðar. Bótakröfur Það er brezkum togaraeigend- um uppörvun hversu skjótt H. M. S. Mariner kom á vettvang. En þeim er einnig kunnugt um, að í orðsendingu brezku stjórn- arinnar um nýju markalínuna nýlega áminnir hún íslenzku ríkisstjórnina um að þeir áskilji sér rétt til að krefjast bóta af Islendingum vegna afskipta þeirra af brezkum fiskiskipum á svæðum, sem „að áliti hennar hátignar eru úthaf“. Hún á að nota þennan rétt nú þegar. Ef hún gerir það ekki vilja 10.000 togaramenn fá að vita hverju það sætir.“ Síðan fárast greinarhöfundur yfir því, að franskir togarar hafi um langt skeið stundað ólögleg- ar veiðar innan þriggja mílna landhelgi Breta, og Belgíumenn feti nú dyggilega í þeirra spor. Bendir hann á að belgískur tog- ari hafi nýlega verið tekinn að veiðum í landhelgi við Bretland, honum hafi ekki verið ógnað með skammbyssu og hann ekki sektaður, heldur aðeins á- minntur. Slíkar greinar sem þessi eru áreiðanlega ekki til þess fallnar að efla skilning almennings í Bretlandi á sjónarmiðum íslend- inga og rétti. Hvergi er að sjálf- sögðu á það minnzt, að sam- kvæmt mælingum íslenzka varð skipsins var togarinn ekki að- eins innan nýju markalínunnar heldur einnig gömlu þriggja mílna landhelgislínunnar við Is- land. Ekki er heldur minnzt á ölvun brezka skipstjórans sem varðskipsmenn töldu áberandi eða þá staðreynd að títtnefnd skammbyssa var aldrei úr slíðr- um dregin. Skrif brezkra blaða eru mjög í þessum dúr um þessar mundir og hér aðeins tekið dæmi úr því blaði, sem hendinni var næst. World Fishing mun vera nýtt tímarit í Bretlandi. —Mbl., 30. sept.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.