Lögberg - 06.11.1952, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. NÓVEMBER, 1952
P. V. G. KOLKA:
Álfaslóðir
Raeða ílutt á árshátíð Siálf-
stæðismanna á Austurlandi
3. ágúst 1952
Góðir Austurfirðingar:
Þegar ég, gesturinn, lítast um
hér á hinu fagra Fljóstdalshér-
aði, þá virðist mér svo, sem hér
blasi álfaborg við á öðru hverju
leiti. Trúað gæti ég því, að ein-
imitt í þessu byggðarlagi hefðu
imargar af huldufálkssögunum
lokkar orðið til.
Nú er það svo, að það sem Is-
lendingar eru þekktastir fyrir
og varpað hefur mestum ljóma
á nafn Islands, eru fornbók-
menntirnar, og að á íslenzku
einu elzta og merkilegasta
tungumálinu, sem talað er á
þessari jörð, eru sennilega enn
ritaðar fleiri bækur en á nokkru
öðru máli, ef miðað er við fólks-
fjöldann, sem á það að móður-
máli, þó að sumar þessar bækar,
bæði í bundnu máli og óbundnu,
séu að vísu meiri að fyrirferð en
að skáldlegri snilld eða spaklegu
viti.
Ennþá merkilegra er þó það,
að á tímum örbyrgðar og hörm-
unga, þegar íslenzka þjóðin
varðist illum örlögum á yztu
heljarþröm, þá skapaði alþýða
landsins þær þjóðsögur, sem eru
margar hverjar skáldleg lista-
verk, stuttar og hnitmiðaðaftt.í
formi, lýsandi glöggri innsýn í
sálarlíf mannanna, þrungnar af
djúpri vizku sem uppistöðu, og
þó með glitrandi kímni að ívafi.
Þetta á ekki hvað sízt við um
huldufólkssögurnar.
Huldufólkið eða álfarnir voru
einkum á ferðinni á hinum miklu
tímamótum ársins, á nýjársnótt,
þegar sólin var að byrja að
hækka sinn gang eftir svartasta
'Skammdegið, og á Jónsmessu-
nótt, þegar dagurinn var lengst-
ur og dýrðlegust nóttin. Á Jóns-
messunótt fluttu álfarnir sig bú-
ferlum og sá, sem þá settist út
á krossgötur, var í vegi fyrir
þeim, svo að þeir gátu ekki kom-
izt leiðar sinnar. Þeir konfú því
með alls konar djásn og dýr-
mæti ,til þess að fá hann til að
flytja sig um set. En ef hann
þáði ekki gjafir þeirra, þá héldu
þeir áfram að bjóða þær fram
allt til þess er komið var að dag-
málum. Þá urðu þeir að hverfa
og skilja allar gjafirnar eftir, svo
að útisetumaðurinn gat slegið
eign sinni á þær. En sá böggull
fylgdi skammrifinu, að ef hann
þáði einhverja gjöfina af álfun-
um. þá ærðist hann og varð ekki
lengur með mönnum hæfur.
Oft er þess getið í huldufólks-
sögunum, að þegar ungur maður
gekk fram með álfaborg, þá sá
hann bergið opnast, og leit þar
ljómandi salarkynni. Ef til vill
•kom ung og fögur og prúðbúin
álfamær og bauð honum inn í
bergið til sín og er búningi einn-
ar lýst í þessari vísu.
Blátt var pils á baugalín,
blóðrauð svuntan líka fín,
lyfrauð treyja, lindi grænn,
líka skautafaldur vænn.
Dr. P. V. G. Kolka
En þegar ungi m a ð u r i n n
fylgdi álfameyjunni fögru inh í
bergið eða hólinn, þá varð hann
að gæta varúðar og skilja vettl-
inginn sinn eða einhvern annan
hlut af búnaði sínum eftir fyrir
utan, svo að hann gæti ratað út
aftur. Að öðrum kosti varð hann
bergnuminn, svo hann gleymdii
skyldunum við ætt sína og ást
vini. Hann varð heiilaður af álf
unum og átti ekki afturkvæmt
til mannheima.
Huldufólkssögurnar sýna, að
löngu áður en Freud og aðrir nú-
tímalæknar og sálfræðingar fóru
að rannsaka undirvitundina,
hafði íslenzk alþýða grun um
hulduhliðar sálarlífsins, sem vís-
indin eru nú fást við. Þjóðtrúin
skildi, að við lifum ekki aðeins í
heimi veruleikans og starfsins,
í mannheimum, heldur líka
hulduheimum dagdrauma og
duldra hvata.
í heimi yfirvitundarinnar og
storfsins ræður viljinn mestu.
En í heimi undirvitundarinnar
eru það óskir manna og hvatir,
sem ráða ríkjum. Eðlí okkar er
tvískipt eða margskipt. í sama
manninum berjast oft tveir eða
fleiri persónuleikar um völdin.
Þetta hafa skáldin séð, því þau
eru skyggn á sálarlíf mannanna
og geta sýnt öðrum það, sem þau
gjá, eins og skyggnu mennirnir
í þjóðtrúnni gátu sýnt öðrum
inn í álfheima með því að láta
þá horfa undir handkrika sinn.
Goethe segir á einum stað í
Faust: „í brjósti mínu búa sálir
tvær, sem báðar vilja þræða eig-
in leiðir.“
Og Robert Louis Stevenson
reit sína frægu sögu um Dr.
Jekyll ■ og Mr. Hyde, sem sum
ykkar hafa sjálfsagt séð á kvik-
mynd. Dr. Jekyll var mikils-
metinn læknir, sem fann upp lyf
til að skipta persónuleikanum.
Þegar hann tók það inn, breytt-
ist hann í hinn hluta eðlis síns,
illmennið Hyde, sem varð með
hverjum degi yfirsterkara hans
upprunalega manni.
Þessi skipting persónuleikans
á sér stað hjá mörgum okkar
eða líklega öllum. Það er álfur
í hverri mannssál og sá álfur
leitast við að heilla okkur úr
heimi raunveruleikans, heimi
daglegra starfa og skylduverka
STRIVE FOR KNOWLEDGE
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Comtnence Your Busines*
Training immediately!
For Scholarships Consult
THE COLEMBIA PRESS LIHITED
PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG
inn í dularheima óskanna og
hvatanna.
Margur maður, sem finnur
vanmátt sinn gegn verkefnum
lífsins flýr frá virkileikanum
inn í hulduheima, þar sem hon-
um er lofað konungsdóttur og
konungsríki. Hann flýr sína eig-
in vanmetakennd, sem eltir hann
og ofsækir í mannheimum, og
getur orðið svo bergnuminn af
eigin óskum og ímyndunum, að
hann trúi því að lokum, að hann
sé Napóleon, Jesús Kristur eða
sjálfur Guð almáttugur. Þá hafa
álfarnir ært hann. Hann er orð-
inn brjálaður og á ekki aftur-
kvæmt til mannheima.
★
1 þjóðtrúnni voru það einkum
ungir menn, sem voru heillaðir
af álfum ,og í raunveruleikanum
er þetta einnig svo. Á gelgju-
skeiðinu, þessu millibilsástandi
milli bernsku og fullorðinsára,
mæta okkur ný og erfið við-
fangsefni, vaknandi k y n k v ö t,,
nauðsyn þess að sjá um sig sjálf-
ur, fara að sleppa sér án þess að
vera studdur eða leiddur af
sterkari höndum foreldra eða
forráðamanna.
Mörgum verður þetta ofvaxið
og þeir komast aldrei af gelgju
skeiðinu, ná aldrei þeim þroska
viljans og síðgæðisins, sem er
einstaklingnum og þjóðfélaginú
nauðsynlegur. Þeir fela van-
metakennd sína undir monti og
stærilæti, leitast við að sýna
karlmennsku sína með upp
vöðslusemi á mannamótum eða
með gorti af sigurvinningum
miðill hjá þeim ríku og flotið
'sínum meðal kvenna. En satt að
segja þarf ekki alltaf mikla
menn til að vinna sigur á þeim,
'blessuðum. Margir flýja á náðir
1 Bakkusar til að stæla sig, svo
þeir geti sýnst menn með mönn-
um.
Það er ömurlegt að sjá hóp af
ungum mönnum ölvaða á sam
komum, af því að það ber vott
um minnimáttarkennd og flótta
frá lífinu, frá þeirri eðlilegu og
óþvinguðu nautn, sem það er
hverju heilbrigðu ungmenni að
skemmta sér með jafnöldrum.
sínum, ekki hvað sízt úti í Guðs
grænni náttúru.
Þegar ungir menn leggja það
í vana sinn að hverfa inn í álfa-
borgir stórmennskudraumanna,
sem ölvunin skapar og eru fyrst
og fremst skynvilla, þá er hætt
við því að þeir gleymi að lok-
um varúðinni, gleymi að skilja
vettlinginn sinn eftir fyrir utan,
rati ekki út aftur og verði að lok-
um glataðir mannheimum starfs
og skylduverka.
Það ömurlegasía við drykkju-
skap unga fólksins. sem mikið er
talað um en lílið gert við, eru
ekki glóðaraugu og rifin föt,
heldur sá vottur um vanmeta-
kennd og lífsflótta, sem hann er
í raun og veru.
Það er líka ömurlegt að heyra
roskið og ráðsett fólk halda fram
aðflutningsbanni á áfengi sem
„patent“-lyfi gegn drykkjuböl-
inu. Það ber líka vott um flótta
á náðir lífslyginnar og sjálfs-
blekkingarinnar, því að algert
bann er óframkvæmanlegt í
þjóðfélagi okkar, eins og því er
nú háttað, auk þess sem það er
siðferðileg uppgjöf að treysta
meira á lagaboð en á möguleik-
ann til að þroska siðgæðisvitund
°g heilbrigðan sjálfmetnað
hinnar upprennandi kynslóðar.
★
Sú mikla lífsspeki, sem birtist
á snjallan og skáldlegan hátt í
þjóðtrú liðinna kynslóða, nær
ekki aðeins til einstaklingsins,
heldur einnig til þjóðfélagsins
sjálfs. Ég skal rifja upp fyrir
ykkur eina huldufólkssögu, sem
gerir hvorttveggja.
Það var einu sinni maður.
Hann hét Jón. Hann vildi verða
auðugur og mikilsmetinn og
settist því út á krossgötur á Jóns
messunótt. Álfarnir komu með
alls konar gull og gersimar og
buðu honum, ef hann vildi vikja
úr vegi fyrir þeim, en Jón hafn-
aði þeim öllum.
Þegar liðið var fram undir
dagmál, kom einn álfurinn með
svolítinn skjöld af kjötfloti og
bauð Jóni. Þá gleymdi Jón sér,
beit í flotskjöldinn og sagði:
„Sjaldan hef ég flotinu neitað.“
En upp frá því ærðist Jón og var
ekki lengur með mönnum hæf-
ur.
Þessi stutta og snjalla saga
lýsir á óviðjafnanlegan og grát-
broslegan hátt mánni, sem ætlar
að vinna sér gull og gersimar og
hættir sér því á fund álfanna.
Gullið stenzt hann og gersimarn-
ar, en fellur svo, þegar hans er
freistað með jafn auðvirðulegum
hlut 'og einum litlum skildi af
kjötfloti og fyrirgerir með því
viti sínu.
Þó er aumingja Jón skiljanleg-
ur, enda hefur maður oft mætt
honum í lífinu og finnum við
ekki öll til skyldleika hans við
okkur sjálf? Hann .stenzt djásn-
in og dýrgripina, enda hefur
hann ekki vanizt þeim hlutum
um dagana. En hann hefur
stundum verið svangur og vant-
að viðbit með harðfiskinum sín
um. Smjörið var þá líka gjald-
notað af fátæklingunum eða þeg
c*r ekki bauðst annað betra. Gull
ið og dýru djásnin voru ofar
skilningi Jóns. En það kom vatn
í munninn á honum og fögnuður
í hjarta hans, þegar flotið var á
boðstólum.
En hversu margir okkar eru
ekki eins og hann, hafa ætlað að
vinna eitthvað stórt, en vantað
staðfestu og sjálfsafneitun til að
hafna hégómanum og því orðið
af sigrinum, þótt vitið færi ekki
með?
★
Sagan um Jón á erindi til ís-
lenzku þjóðarinnar einmitt nú.
Undanfarna mannsaldra hefur
verið vor í íslenzku þjóðlífi og
þjóðin situr nú á Jónsmessunótt
á krossgöttum, þar sem álfar
koma frá austri og vestri og
bjóða henni alls konar djásn og
dýrmæti. Þeir koma frá austri
og bjóða þessari sundurlyndu
þjóð samheldni. En ef við þyggj-
um þjóðfélagsformið, sem sam-
heldni álfanna byggist á, þá
fórnum við frelsi og sjálfstæði
einstaklingsins og frelsi okkar
sem þjóð.
Þeir koma frá vestri og bjóða
þessari fátæku þjóð alls konar
lífsþægindi, en ef við metum
lífsþægindin fyrir öllu, þá geta
þau kostað það, að Island verði
hjálenda erlends stórveldis.
Ég er ekki svo hræddur um,
að íslendingar velji þá kosti,'
enda munum við, þegar álfareið
þessara örlagaþrungnu tíma er
um garð gengin, öðlast bæði
nauðsynlegan samfélagsþroska
án þess að gerast þrælar, og
hæfilega velmegun, án þess að
fórna tilveru okkar sem sjálf-
stæð þjóð.
Það er annað mál, sem ég ótt-
ast, og það er græðgi okkar í
hégómann. íslendingar eiga nú
mest saman við Bandaríkjamenn
að sælda og það má mjög margt
gott af þeim læra, ekki hvað sízt
atorku og hagsýni. En samskipt-
in við þá bjóða líka upp á hégó-
mann og sorann úr bandarísku
menningarlífi, sem enn er á
nokkru gelgjuskeiði, hégómann,
sem er fyrirlitinn af flestu góðu
fólki í þeirra eigin landi.
Islenzk þjóð,lög eiga nú í vök
að verjast fyrir djassinum, ljóð
íslenzku góðskáldanna f y r i r
bandarískum dægurvísum, þar
sem sama andleysan er endur-
tekin í sífellu, íslenzkar forn-
bókmenntir og þjóðsögur fyrir
ómerkilegum reyfurum og kvik-
myndum, þar sem glys og leik-
brúðuháttur á að bæta upp skort
inn á sannri list.
Ungu stúlkurnar okkar gang-
ast margar hverjar fyrir töfrum
einkennisbúninga og nýstár-
lægrar framkomu. Og ungu
mennirnir okkar þykjast margir
hverjir heimsborgarar, þegar
þeir hafa lært að japla á jörtur-
gúmmi með jafnmiklum ákaf^
og svangur maður á hörðum
þorskhausum.
Framtíð heimsmenningarinnar
og þar með mannkynsins sjálfs
er ekki hvað sízt undir því kom-
in, að hver einstök þjóð virði og
varðveiti það bezta í sinni eigin
þjóðmenningu, jafnframt því
sem hún lærir af öðrum. Með því
verður menningin alltaf frjó og
fersk.
Við eigum því ekki að apa það
eflir Bandaríkjamönnum, sem
fáránlegast er í fari þeirra, held-
ur að íaka iil fyrirmyndar verk-
lega menningu þeirra og hug-
sýna afsiöðu þeirra iil hins vesi-
ræna þjóðskipulags.
Engin bjóð hefur hagnýtt jafn-
vel og þeir atorku einstaklings-
ins og þá samkeppnishneigð, sem
er meðfædd bæði mönnum og
dýrum og er því einn þáttur í
uppeldi móður náttúru. Það er
þessi samkeppnishneigð, sem
hefur knúið mennina til sífellt
meiri afreka í leik, í námi og í
starfi.
Hin dugmikla samkeppni, ssm
fær að njóta sín í Bandaríkjun-
um mest allra landa, hefur ekki
aðeins skapað þá verkmenningu,
sem á hvergi sinn líka annars
staðar ,heldur einnig almenna
viðurkenningu þess, að maður
sem stundar atvinnu sína á dug-
mikinn og heiðarlegan hátt, inni
með því af hendi þjónustu í
þarfið þjóðfélagsins og með-
bræðra sinna.
Þetta stjórnarmið er ólíkt því,
sem við eigum að venjast hér, á
Islendi, þar sem sífelt er klífað
á því, að samkeppni í þjóðfélag-
inu hljóti fyrst og fremst að vera
fólgin í því að troða skóinn nið-
ur af öðrum og arðræna þá. Sá
úrelti og þröngsýni hugsunar-
háttur er að grafa undan því
þjóðskipulagi, sem við og aðrar
vestrænar þjóðir eigum við að
búa, þjóðskipulagi eignarréttar
og einstaklingsfrelsis.
Góðir áheyrendur: Ég hef
þessi orð mín ekki öllu fleiri.
Mér er nóg, ef þið munið það
eitt úr þeim, að álfseðlið, sem
býr í okkur sjálfum, leitast stöð-
ugt við að heilla okkur inn í
björg og hóla, þar sem við
gleymum skyldunum við ætt
okkar og ástvini, við land okkar
og þjóð, ef ekki er gætt þeirrar
varkárni, sem sönn sjálfsþekk-
ing ein fær skapað. Mér er nóg,
ef þið munið það fyrst og fremst
að í þeiri óngþrungnu álfareið,
sem geysar nú umherfis okkur
og landið okkar, verðum við að
sýna sjálfsafneitun, staðfestu og
þolinmæði, þangað til nýr dag-
ur rís yfir þetta þjáða mannkyn.
Við verðum ekki hvað sízt að
vara okkur á erlendum hégóma,
af því að smæð okkar og van-
máttarkennd hefur gert okkur
hégómlega, bæði sem einstakl-
inga og þjóð. Allt okkar sjálf-
stæði byggist á menningarlegu
sjálfstæði, á tryggð okkar við
tungu feðranna, virðingu okkar
fyrir sköpunarverkum íslenzks
anda í bókmenntum þjóðarinn-
ar, í ljóðum hennar og lögum,
línum og litum, á ást okkar á
landinu sjálfu og ódauðlegri sögu
þess. Hér er ekki aðeins telft um
sjálfstæði þjóðarinnar, meira að
segja ekki aðeins um líf hennar
eða dauða, því að þjóðin mun
halda áfram að lifa í þessu landi,
hvað sem á dynur. Hér er telft
um það, sem er miklu meira
um vert, telft um það, hvort við
eigum að lifa hér sem íslenzk
menningarþjóð eða sem afglap-
ar í samfélagi þjóðanna, — ærðir
afglapar ,sem hafa fórnað frelsi
sínu og viti fyrir flot hégómans.
Austfirðingar og Islendingar:
Stöndum allir saman um það
að láta ekki sjálfstæði okkar,,
tungu feðranna og fornfræga
menningu okkar lenda í álfa-
höndum.
— MBL. 20. sept.
Ný bók eftir Hemingway
ERNEST HEMINGWAY, hinn
frægi bandaríski rithöfundur,
hefir nú skrifað nýja bók, er
nefnist The Old Man and the Sea.
Merkilegt atriði í sambandi
við útkomu þessarar bókar er
það, að hún var öll prentuð í
tímaritinu Life í síðustu viku.
Er þetta í fyrsta skipti, sem
bandarískt tímarit prentar heila
bók í einu hefti.
í ritdómi um bókina hefir
fréttablaðið Times eftir Heming-
way: „Ég hef orðið að lesa hana
yfir minnst 200 sinnum og í
hvert skipti hefir hún einhver
áhrif á mig. Það er, eins og ég
hafi loksins náð einhverju, sem
ég hef verið að keppa að allt
mitt líf.“
The Old Man and the Sea f jall-
ar um: 1) staðinn, sem Heming-
way hefir mestan áhuga á, Golf-
strauminn nálægt Kúba; 2) Stór-
fiskaveiðar, sem hann hefir ó-
drepandi áhuga á, og 3) lífsbar-
áttu, sem alltaf hefir haft djúp-
tæk áhrif á hann: Maður gæddur
miklu hugrekki, skapstyrk og
heiðarleika í baráttu við ósigr-
andi náttúruöfl.
Sagan gerist á Kúba. Gamli
maðurinn, ekkjumaður, býr einn
í kofa við höfnina. Hann er fiski-
maður, en í 84 daga hefir hann
ekki veitt bröndu. Aðstoðarmað-
ur hans er ungur drengur,
Manolin, sem er mjög hændur
að honum og gamli maðurinn
elskar hann, én f jölskylda drengs
ins knýr hann til að yfirgefa
gamla manninn og fá sér vinnu
á heppnari bát. Drengurinn fær-
ir honum samt ennþá beitu og
mat. Gamli maðurinn vonast
eftir, að heppnin breytist, og
fyrir dagmál 85. daginn leggur
hann af stað á trillunni sinni,
vongóður.
Lang úti í Golf-straumnum
bítur stórfiskur á öngulinn 600
fet undir yfirborðinu, og nú hefst
baráttan þar sem gamli maður-
inn bætir upp hina minnkanai
krafta sína með sinni fornu
leikni.
Gamli maðurinn berst við fisk-
inn í tvo sólarhringa og þegar
hann hefir loksins borið sigur af
hólmi, bindur hann fiskinn við
bátshliðina og leggur af stað
heim. — En þá koma hákarlarn-
ir. I fyrstu drepur gamli maður-
inn þá, þegar þeir ráðast á feng
hans, en þegar hann hefir misst
kraftana og hnífurinn er brot-
inn gefst hann upp fyrir hinu ó-
hjákvæmilega. Veiðin, sem hann
kemur með í höfn um dagmálin
er 18 feta löng beinagrind, 2 fet-
um lengri en báturinn.
„Sem saga,“ segir Time, „er
The Old Man and the Sea hrein
og bein. Þeir, sem dást að rit-
snillinni kalla hana meistara-
verk . . . Hún er lofgjörð um
hugrakkan mann og stórkostleg-
an fisk, og undir öllu felst ef til
vill virðing fyrir skapara slíkra
dásemda.“
1 svari við fyrirspurn frá Time
segir Hemingway: „Ég hef skrif-
að og endurskrifað 200.000 orð,
sem á endanum verða löng bók
um sjóinn. Henni er skipt í fjór-
ar bækur, sem hverja um sig má
gefa út sem sjálfstætt verk . . .
Ég get sagt yður, að ég vonast til
að skrifa skáldsögur og smásögur
á meðan ég lifi, og mig langar til
að lifa lengi.“
—AB
C0FENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins