Lögberg - 06.11.1952, Page 4

Lögberg - 06.11.1952, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. NÓVEMBER, 1952 GeflíS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada A uthorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Bjargráðatilraun Það er kunnugra en frá þurfi að segja hve viku- blöð þau, flest hver, sem gefin eru út á öðrum tungu- málum en ensku og frönsku, hafa jafnan átt erfitt upp- dráttar frá fjárhagslegu sjónarmiði séð, og hve litlu hefir stundum munað, að þau hættu að koma út; hefir þetta jafnan verið þeim, er að blöðunum stóðu ærið áhyggjuefni, því leiðir til raunhæfra úrbóta, hafa reynst vandfundnar; þó hafa ávalt einhverjir verið að brjóta heilann um það, að láta ekki við svo búið standa, en reyna í þess stað að afla blöðunum aukins starfs- fjár með nýjum aðferðum; nú hefir ein slík tilraun fyrir skömmu verið gerð, sem þegar hefir borið talsverðan árangur, en hún á rót sína að rekja til blaðamannafé- lags, er gengur undir nafninu Canada Press Club, er W. J. Lindal dómari lagði grundvöll að og hefir hann verið formaður félagsins frá byrjun; í félaginu eru sumir útgefendur og flestir ritstjórar vikublaðanna hér í borg, sem prentuð eru á „annarlegum tungum“. Nú hefir starfsemi þessa tiltölulega fámenna félags leitt til þess, að komið hefir verið á fót í Toronto auglýsingaskrif- stofu og áttu þeir Lindal dómari og ritstjóri þessa blaðs verulegan þátt í því, að úr þessu varð og sátu alla undirbúningsfundina, sem haldnir voru hér í borginni. Hið nýja auglýsingafyrirtæki heitir New Canadian Press og veitir því forstöðu ungur Pólverji, er slapp vestur fyrir járntjaldið og fluttist þegar hingað til lands; hann fer með auglýsingaumboð fyrir tuttugu og sex vikublöð, sem gefin eru út á mismunandi málum, en kaupenda- og lesendafjöldi þeirra til samans er geisi- mikill. Fram að þessu hefir stóriðja landsins og fésýslu- fyrirtæki gefið áminstum vikublöðum minni gaum en ætla hefði mátt, en slíkt mun að mestu hafa stafað af ókunnugleik varðandi ménningarlegt gildi þeirra; úr þessu er nú verið að bæta, svo sem ráða má af því, að blaðið The Financial Post, sem gefið er út í Toronto, eitt allra áhrifamesta og vandaðasta blað landsins, flytur á forsíðu sinni hinn 1. þ. m., skilmerkilega grein um áminst blöð eftir kunnan blaðamann, Peter New- man, þar sem hann lýsir mikilvægu hlutverki þeirra í þágu þjóðfélagsmálanna. í ritgerð þeirri, sem hér um ræðir, er fyrst minst Lögbergs og Heimskringlu og þess getið, að þau séu elztu vikublöðin, sem gefin séu út í áminstum blaða- flokki; þá er heldur ekki farið í launkofa með það, hve blöð slíkrar tegundar hafi unnið og séu að vinna veg- legt hlutverk í þágu canadiskrar þjóðeiningar og hve drengilega þau hafi barist gegn áróðri erlendra áróðurs- afla, svo sem kommúnismanum. Mr. Newman leiðir athygli að því, að sum elztu blöðin, sem í rauninni eigi mest inni hjá þjóðfélaginu vegna menningarlegra áhrifa sinna, séu hvað verst í fjárhagslegum skilningi á vegi stödd og þurfi samúðar- ríks stuðnijigs við; úr þessu er nú New Canadian Press aö leitast við að bæta. í tilefni af áminstri grein birtir The Financial Post mynd af Lindal dómara. Bjargráðatilraun sú, sem nú hefir nefnd verið, er vissulega þakkarvert spor í rétta átt. ☆ ☆ ☆ Víðsýnn menningarfrömuður Rektor Harvardháskólans, dr. Conant, er talinn einn hinn áhrifamesti frömuður á vettvangi fræðslu- málanna, sem nú er uppi með Bandaríkjaþjóðinni; hann er víðsýnn maður, sem unir því illa, að menta- málunum sé komið fyrir í ramma, er eigi megi hrófla við; hann er að því leyti til ekki ólíkur Vincent Massey í skoðunum, að hann vill ógjarna að tæknin nái yfir- hönd í sálarlífi háskólastúdenta; faðir hans var félítill maður, ^r vann að prentmyndagerð; honum var um- hugað um að koma syni sínum til æðri menta og kom honum snemma að við Harvardháskóla; lagði hann þar stund á nám í efnafræði og lauk á sínum tíma" prófi með hárri einkunn í þeirri fræðigrein; gerðist hann þá svo að segja undir eins prófessor við þessa víðfrægu mentastofnun, en síðan 1933 hefir hann gegnt rektors- embætti. Dr. Conant er sósial-demokrati í stjórnmála- skoðunum sínum, en hatast jafnframt við áróður kommúnista, er hann telur mestu hættuna, sem Banda- ríkjaþjóðin um þessar mundir horfist í augu við; hann er þeirrar skoðunar, að fjöldi manna og kvenna verji langt of mörgum árum ævinnar til háskólanáms og vill að í þessu efni verði reyndar nýjar leiðir til úrbóta, án þess að hætta verði á að stúdentar bíði við það tjón á sálu sinni; hann heldur því fram, að tveggja ára námi í lærðum skóla mætti haga þannig til, að nemendum yrði veitt prófskírteini, er veitti þeim „Bachelor of General Studies“ gráðu, eða mentastig. Dr. Conant er einn hinn mesti kjarnorkufræðing- ur Bandaríkjanna og telur það næsta fráleitt, að til atómstríðs komi fyrst um sinn; en hann tjáist jafnframt dauftrúaður á að kjarnorkan verði þannig beizluð á næsta mannsaldri, að hún komi til almennra nota við iðnað og upphitun. Margréi Sigfússon MINNINGARORÐ UM MERKA KONU: Margrét Sigfússon F. 2. júlí 1862 - Landnámsmenn og landnáms- konur frá Islandi, sem komu hingað og settust að í frum- skógum eða á sléttum eða með- fram stórvötnum þessa víðáttu- mikla lands, eru nú stöðugt að fækka. Og meðal þeirra, sem horfið hafa má telja marga, sem börðust ekki aðeins fyrir sig og sína, heldur tóku drjúgan þátt í að bjarga öðrum og hjálpuðu þeim til að standa á móti erfið- leikum frumbýlingsáranna. 'Það gerði sú, sem hér er verið að minnast, Margrét Sigfússon, sem bjó síðustu fimmtíu og tvö ár ævinnar við norðurhluta Mani- tobavatns, fyrst við Narrows og síðar við Oak View. Bygðarmenn munu seint gleyma henni og allrar þeirrar hjálpar, er hún lét öðrum í té. Hún lézt s.l. vor í maímánuði, og var lögð til hvíldar í grafreit bygðarinnar í umhverfi,,sem hún þekti svo vel og meðal vina er hún hafði fyrir löngu þekt og elskað. Minning hennar lifir þótt hún sé farin, og góðverk hennar gleymast ekki. Margrét var fædd 2. júlí 1862 í Hvammi í Svartárdal í Húna- vatnssýslu á íslandi. Hún hefði því orðið níræð hefði hún lifað rúman mánuð í viðbót við það sem komið var. Faðir hennar var Illugi, sonur Jónasar frá Gili í Svartárdal, Einarssonar af Skeggstaðaætt og konu hans Guðrúnar Illugadóttur Gísla- sonar frá Holti í Svínadal í Húnavatnssýslu. Móðir hennar var Ingibjörg, dóttir Ólafs Björnssonar á Auðólfsstöðum í Langadal og konu hans Mar- grétar Snæbjörnsdóttur prests í Grímstungu, Halldórssonar bisk- ups á Hólum í Hjaltadal. Ingi- björg (móðir Margrétar) var systir séra Arnljótar Ólafssonar, er síðast var prestur á Sauða- nesi. Margrét ólst upp í fæðingar- sveit sinni og giftist þar fyrra manni sínum Jóhannesi Sveins- syni, sem dó eftir örfárra ára sambúð; þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu, sem lifir móð- ur sína hér vestra; hún giftist Ólafi S. Eiríkssyni. Árið 1899 giftist Margrét aftur og var seinni maður hennar Sig- urður Sigfússon, sem var Hún- vetningur að ætt. Hans er getið í Almanaki Ólafs S. Thorgeirs- sonar (1914, bls. 92). Hann dó um haustið 1949. Þau hjónin Sigurður og Mar- grét fluttu vestur um haf alda- mótaárið og komu fyrst við í Winnipeg. Þau komu einnig við í Westborne, en fluttu svo til Narrows og settu þar upp bú sitt. En árið 1906 fluttu þau til Oak View og þar áttu þau heima til og eignuðust marga góða vini. D. 26. maí 1952 æviloka. Þau bjuggu góðu búi Einn sonur, Gísli, lifir móður sína auk dótturinnar af fyrra hjónabandi. Gísli tók við búinu af föður sínum og hefir séð um það mörg undanfarin ár, eða frá því að faðir hans gat ekki, heilsu og elli vegna, lengur stundað búskap. Á fyrstu árunum í bygðinni reyndist Margrét þegar bygðar- búum góður nágranni og líknaði þeim, sem bágt eða erfitt áttu. Vetur og sumar um mörg ár, hvernig sem viðraði, í rigningu eða sólskini, í frosthörkum eða snjóbyljum, ferðaðist hún oft langar leiðir, þegar kallið kom til hennar frá einhverjum bág- stöddum. Hún hafði lært ljós- móður- og hjúkrunarstörf á Is- landi, og komu þau henni að góðum notum í hinu nýja landi, því fátt var um lækna á þeim tímum. Margir eru þeir nú, gamlir og ungir, sem minnast hennar í kærleika og þakklæti fyrir umhugsunarsemi henn^r og umönnun. Enda sýndi bygð- arfólkið þakklæti sitt við hana og hve mikils hún var metin, þegar það hélt henni samsæti fyrst fyrir mörgum árum, árið 1918, og svo aftur árið 1940, er yngra fólk bygðarinnar, fólk, sem hún hafði tekið á móti, er það fæddist í þennan heim, og gaf henni sem minningargjöf silfurbikar. Við það tækifæri flutti séra Guðmundur sál. Árna- son ávarp fyrir hönd bygðar- manna og allra, sem höfðu notið góðsemi hennar og hjálpar. Heilsa hennar var furðu góð næstum til þess síðasta, en síð- asta mánuð ævinnar veiktist hún, enda var hún þá komin hátt á níræðisaldur. Hún náði sér ekki aftur og sofnaði hinum síð- asta svefni 26. maí s.l. vor. Síð- ustu dagana var hún hjá vin- konu sinni Mrs. Margréti Björns- son á Lundar, sem sá þá um haná og hjúkraði henni síðasta mánuð ævi hennar. Hana lifa, eins og áður er getið, sonur hennar, Gísli, og dóttir hennar, Mrs. O. S. Eiríksson, og einn bróðir á Islandi, Jónas á Blöndu- ósi. Hún átti tvö systkini, en þau eru bæði látin fyrir nokkru. Kveðjuathöfn fór fram frá sveitarkirkjunni á Vogar, og hún var lögð til hvíldar í Oak View-grafreit, í umhverfi, sem henni var svo vel kunnugt og hún elskaði. Vinir hennar, hinir mörgu, kvöddu hana í kærleika. Það var einlæg bæn þeirra allra, að hvíldin yrði henni full af friði og sælu, og að blessun allra, sem hún rétti hjálparhönd fylgdi henni um alla eilífð. /Philip M. Pélursson Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Frcimhald af bls. 1 inn hið allra fyrsta, en meðan svo er ekki sé reynt að fá fram- gengt fullri samræmingu á álagningu hans. Samþykkt var ályktun um að hraðað verði sem mest byggingu sements- verksmiðjunnar, og á það bent í því sambandi að sement sé nú það undirstöðuefni í byggingar- iðnaði, sem allt veltur á. ☆ Ákveðið hefir verið að lengja dagskrá Ríkisútvarpsins um eina klukkustund og hefst nú kvöldútvarp alla virka daga kl. 17.30 en áður 18,30. Meðal nýrra þátta í vetrardagskrá útvarps- ins verða fræðsluþættir um tón- list, óskadagskrá, þar sem hlust- endur fá sjálfir að velja stuttan tónlistarþátt, og hafinn verður flokkur erinda úr sögu íslands, sem ýmsir færustu vísindamenn í íslenzkum fræðum flytja. — Barnatímar verða framvegis tveir áviku. ☆ 1 sumar var lokið í Neskaup- stað smíði nýrrar hafskipa- bryggju úr timbri, og eru þar nú tvær hafskipabryggjur. 1 kaup- staðnum eru í smíðum 14 íbúð- arhús með 20 íbúðum. 1 haust var lögð rafmagnslína frá Nes- kaupstað til flestra*býla í Norð- fjarðarsveit, en einhver dráttur mun verða á uppsetningu spenni stöðvar. Ráðgert er, að 18 býli fái raforku frá þessari veitu, þegar hún er fullgerð, en raf- magnið er leitt frá rafstöðinni í Neskaupstað. ☆ 1 sumar var hafin kirkjubygg- ing á Selfossi og hefir verkinu miðað svo, að búið er að steypa veggina og slá upp fyrir göfl- unum. Ætlunin er, að koma þak- inu á í haust. — Að undanförnu hefir verið unnið að því á veg- um Ræktunarsambands Flóa og Skeiða að slétta áveitulöndin í Flóanum. Til þessa verks er not- aður níu lesta þungur valtari, sem dráttarvél dregur. Telja bændur, að með_þessu móti verði engjarnar véltækar, og kostnað- ur er áætlaður tvö til þrjú hundruð krónur á hektara. ☆ Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og stjórnir verkalýðsfélaga í Reykjavík, Hafnarfirði og nágrenni héldu nýlega sameiginlegan fund og var þar ályktað, að segja bæri upp gildandi kaup- og kjara- samningum við atvinnurekend- ur fyrir 1. nóvember þessa árs, þannig að þeir gangi úr gildi 1. desember. ☆ Síðastliðinn mánudag færði sendiherra Norðmanna hér á landi, Torgeir Andersen-Rysst Slysavarnafélagi Islands að gjöf 100.000 krónur frá norska fiski- málaráðuneytinu. Gjöf þessi er gefin í þakklætisskyni fyrir að- stoð félagsins við leitina að sel- veiðiskipunum norsku, sem fór- ust í norðurhöfum í byrjun aprílmánaðar 1 vor. ☆ Iðnsýningunni lauk á sunnu- dagskvöldið var, og voru sýn- ingargestir þann dag nær 9000 að tölu. Samtals skoðuðu sýning- una rösklega 73.000 manns, og hefir engin sýning hérlendis verið svo fjölsótt. ☆ Barnaskóli Eyrarbakka átti 100 ára starfsafmæli í gær og voru af því tilefni mikil hátíða- höld á Eyrarbakka og var foí- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, meðal gesta. Aðal- hvatamenn skólastofnunar á Eyrarbakka eru taldir hafa verið ^éra Páll Ingimundarson í Gaul- verjabæ, Guðmundur Thor- grímsen forstjóri Eyrarbakka- verzlunar og Þorleifur ríki á Stóru-Háeyri. Safnað var fé meðal almennings til skólans. Hann var settur í fyrsta skipti 25. október 1852, og fyrsti kenn- ari þar var Jón Bjarnason, faðir Bjarna Jónssonar frá Vogi. Séra Árelíus Níelsson hefir skráð sögu skólans og verður hún bráðlega gefin út. ☆" Ibúðarhúsið í Brattholti í Biskupstungum brann á þriðju- daginn var og varð engu bjarg- að, sem þar var inni. Þar býr Einar Guðmundsson og þar á heima Sigríður Tómasdóttir, sem nú er komin yfir áttrætt. Sig- ríður er af því kunn um land allt, að hún kom í veg fyrir það, að Gullfoss yrði seldur útlend- ingum, en Gullfoss er í Bratt- holtslandi. ☆ Þjóðminjasafni Islands barst nýlega merkileg bókagjöf frá enskum manni, Frederic S. M. MacDomhnaill að nafni. Eru þetta 115 bækur og lúta allar að keltneskum fræðum, og þannig valdar, að hvert það bókasafn, er lætur sig írskar og geliskar bækur nokkru skipta, má ekki án neinnar vera. Þarna eru m. a. útgáfur fornritafélagsins írska. ☆ 1 haust hlutu 11 íslenzkir námsmenn styrki til háskóla- náms í Bandaríkjunum fyrir til- stuðlan íslenzk-ameríska félags- ins. Bandarísk stjórnarvöld veittu þrjá þessara styrkja, en hina skólar, menntastofnanir aðrar og einstaklingar. Gert er ráð fyrir, að álíka margir styrk- ir verði veittir til náms í Banda- ríkjunum á skólaárinu 1953 til 1954. ☆ 1 gær fyrsta vetrardag, tók til starfa í Reykjavík stærsta barnaheimili landsins, Laufás- borg við Laufásveg. Þar verður dagvöggustofa, hin fyrsta hér á landi, dagheimili og leikskóli, og rúmar heimili þetta hátt á ann- að hundrað börn. Þarna er rúm- góð afgirt lóð með miklum trjá- gróðri. Borgarstjórinn í Reykja- vík afhenti barnavinafélaginu Sumargjöf hús þetta til reksturs við hátíðlega athöfn á fimmtu- daginn, og verður Þórhildur ,Ólafsdóttir forstöðukona. Dag- heimili félagsins geta nú tekið á móti 235 börnum samtals og leikj skólar þess við 414 börnum. ☆ Barnaverndardagurinn var £ gær, og söfnuðu þá barnavernd- arfélög landsins fé til starfsemi sinnar. Barnaverndarfélög eru nú níu í landinu og vinnur hvert um sig að lausn þeirra vanda- mála, sem mest eru aðkallandi á starfssvæði þess. Barnavernd- arfélag Reykjavíkur hyggst nú efna til fræðslustarfsemi um meðferð vangæfra barna, en skortur er á sérfróðum mönnum til starfa á því sviði, og ber til þess brýna nauðsyn að skipu- leggja vel uppeldi og fræðslu tornæmra barna. Þá hefir félagið í hyggju að gefa út fræðslurit um afbrigðileg börn af ýmsu tagi og erindi verða flutt um það efni. ☆ Fjáreigendur í Reykjavík og nágrannahreppunum héldu ný- # lega með sér fund og ræddu til- lögur, sem fram hafa komið um að banna sauðfjárrækt í landi Reykjavíkur og víðar á Suður- nesjum. Samþykktu fundar- menn að beita sér gegn hvers konar viðleitni í þessa átt. ☆ Fyrstu níu mánuði þessa árs fluttu flugvélar Flugfélags Is- lands 32.768 farþega og er það um 10.000 farþegum fleira en á sama tímabili í fyrra. Vöruflutn- ingar hafa einnig aukizt mjög og í haust fluttu vélar félagsins lömb úr öræfasveitinni að Hellu Framhald á bls. 5 Lungnakvef NjótiS þér eigi svefns yegna tauga- veiklandi lungnakvefs /og hósta, er ekkert sýnist vinna á? Templeton’s RAZ-MAH töflur eru til þess gerSar að losa um slím og létta fyrir brjðsti, og v!8 þaS hverfur hðstinn og rennsli ör nefi. Fáið RAZ-MAH vegna skjðts bata. 65 c., $1.35 í lyfjabúðum. R-56. \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.