Lögberg - 06.11.1952, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. NÓVEMBER, 1952
5
wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww%
ÁHU©A/HAL
LVENNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
KONUR HAFA SETIÐ Á VALDASTÓLI f ENGLANDI í
137 ÁR AF SÍÐUSTU 400
Hin síðasia — Vikioría — ríkii í 64 ár.
Valdaiímar drolininganna hafa verið blómaskeið
Á SEINUSTU 400 árum, síðan
Mary, elzta dóttir Henriks VIII.
tók við völdum árið 1553, hafa
drottningar setið á valdastóli
í Bretaveldi í 137 ár. Þessi stað-
reynd á sér engan líka í verald-
arsögunni, og nú er enn ný
drottning tekin við völdum þar
í landi.
Englendingar segja sjálfir, séu
þeir spurðir, að stjórnartímar
drottninga hafi alltaf verið hag-
jsælir fyrir land og þjóð. En það
getur átt rætur að rekja til þess,
að þeim er þá eðlilegast að
muna eftir þeim drottningum,
sem hafa skarað fram úr, eins og
Elísabetu og Viktoríu, er af
miklum dugnaði ríktu saman-
lagt í 115 ár af þessum 137.
Sú fyrsta hefir þegar verið
nefnd, sem með lítilli sanngirni
hefir verið kölluð Blóð-María,
en svo var til önnur Maria, sem
fæstum kemur til hugar. Er það
María II., dóttir Jakobs II., sem
var á smánarlegan hátt hrakinn
frá ríkjum og varð áð flýja land,
fyrir ofríki tengdasonar síns,
eiginmanns Maríu, hins mikla
hollenzka stríðsmanns Vilhjálms
af Oraniu. Vilhjálmur tók-síðan
við ríkjum og nefndist Vil-
hjálmur III.
María áiti að víkja
Hefðu lög og réttur verið í
heiðri höfð á byltingarárinu
1688, hefði María átt að taka við
völdunum, eins og Elísabet nú-
verandi drottning gerir, og Vil-
hjálmi af Oraniu hefði ekki bor-
ið önnur né meiri virðingar-
staða, en að vera maður drottn-
ingarinnar, eins og hertoginn af
Edinborg verður að láta sér
lynda. En sú hugsun, að hinn
einráði og snjalli Vilhjálmur
yrði „maður konu sinnar“, var
á þeim tíma blátt áfram hlægi-
°S sjálfum mun honum ekki
einu sinni í draumi hafa komið
til hugar að fallast á það hlut-
skipti.
Hið frjálsa þing, sem var kall-
að saman, til þess að ganga frá
stjórnarháttunum, vissi um skil-
yrðin: Annað hvort óskorað
konungsvald eða snúið yrði aftur
til Hollands. Og það vissi einnig,
hvað það myndi hafa í för með
sér, nefnilega öngþveiti, nýja;
borgarastyrj öld, og ef til vill, að
hinn hataði Jakob II. tæki á ný
við völdum.
Lögin voru sniðgengin
Þess vegna þarf engan að
undra, þótt fundizt hafi sam-
komulagsgrundvöllur í stjórn-
málum þess Englands, sem ætíð
hefir verið nefnt föðurland
malamiðlunarinnar. Þess vegna
var sú nýlunda upptekin í
stjórnarháttum, að Vilhjálmur
var gerður að ríkjandi konungi
af Guðs náð með Maríu drottn-
ingu af Guðs náð sér við hlið.
Þannig var löggjöfin sniðgengin,
án þess að hún væri brotin og
England frelsað. Eins og sjá má
af þessu, væri ekkert því til
fyrirstöðu, að Elísabet og Philip
væru gerð að drottningu og
kóngi, þótt líkur bendi ekki til
þess að svo verði — að minnsta
kosti ekki fyrst í stað.
Síðar var lýst yfir því, að Vil
hjálmur og María væru konung-
ur og drottning Englands, og
síðar yfir Skotlandi. í reyndinni
hafði þetta fyrirkomulag þá þýð-
ingu, að þegar Vilhjálmur III.
var í Englandi, var valdið allt í
höndum hans, en þegar hann,
var fjarverandi, en það var
hann bæði oft og langdvölum,
ríkti María II. með aðstoð leynd-
arráðsins.
Hún sýndi það líka, að hún
var ekki hrædd við að taka á-
kvarðanir, ef á þurfti að halda —
t. d. þegar hún lét handtaka
frænda sinn, Henrik jarl af
Clarendon, fyrir að vera með
undirróður gegn Vilhjálmi, hin-
um ástkæra eiginmanni hennar,
en öryggi hans virðist hafa verið
henni mikið áhyggjuefni.
María var ekki hamingjusöm
drottning. Vilhjálmur var veik-
geðja og það var hún líka, en
auk þess fékk hún beizka lífs-
reynslu af stöðugri andstöðu
yngri systur sinnar — Önnu, er
síðar varð drottning — sem
fylltist hatri gegn henni, þegar
Vilhj álmur bolaði hertoganum
af Marlborough, forföður Chur-
chills, frá starfi, en hann var
eiginmaður beztu vinkonu
Önnu. Þreytt á líkama og sál
lézt hún úr verstu plágu þeirra
tíma, bólusóttinni, þann 28. des.
1694, aðeins 32 ára.
Blóð-María og kaþólskan
Og hvað vita menn svo yfir-
leitt um hina fyrstu Maríu, hina
óhamingjusömu dóttur Henriks
VIII. og Katrínar frá Aragoníu?
Það er nóg að vita, að hún var
kölluð hin blóðuga María, sem
með báli og brandi innleiddi
kaþólska trú á Englandi, að hún
missti Calais úr höndum sér,
seinasta yfirráðasvæði Breta á
megirtlandinu og lézt með nafn
borgarinnar skráð í hjarta sitt.
Svo einfalt er málið samt ekki.
Skyldi María I. ekki vera sú
kona sögunnar, sem hefir orðið
að þola mestar álygar, jafnt for-
smáð af veraldlegum og hinum
frómu hræsnurum? Það var þó
reisn og virðuleiki drottningar-
innar yfir henni — hún elskaði
fátæka og var áreiðanlega ekki
„blóðugri“ en öryggi veldis
hennar krafðist. Faðir hennar,
öfgafullur og einráður, hafði
farið illa með hana, og eins bróð-
ir hennar, Játvarður VI., og er
þá ekki að undra, þótt hún flýði
á náðir sömu trúar og hin
spænska móðir hennar, kaþólsku
trúarinnar. Það verður því líka
skiljanlegra, hvers vegna hún
réðst gegn trúleysinu, sem Hen-
rik VIII. hafði sannarlega fyrst-
ur fallið fyrir, í þeim tilgangi
einum að auðvelda skilnað sinn,
svo að hann gæti tekið sér Önnu
Boleyn fyrir konu. Þar sem hún
var kona þröngsýn og svartsýn
urðu trúmálin henni samvizku-
mál.
Mægðirnar við Spánarkonung
Hún var gift Filip II. af Spáni.
Það hjónaband var ákaflega ó-
vinsælt á Englandi, og eins og
fjandskapurinn milli þessara
stórvelda varpaði það skugga
sínum á framtíðina. Hefði það
þó frekar átt að leiða til vin-
áttu mestu sjóveldanna, Eng-
lands og Spánar, er konungs-
ættirnar mægðust, og hefði þá
mátt leggja grundvöllinn að
heimsveldi, sem aldrei hefði áður
þekkzt.
Nú fór sambandið undir eins
út um þúfur við lát Maríu og
krýningu yngri hálfsysturinnar,
Elísabetar, sem tók við ríkjum
1558. Og fáum árum síðar sáust
blaktandi segl spænska flotans
ósigrandi á Ermarsundi ....
Elísabet varð hin ævarandi
stjarna á himni ensku konugs-
ættarinnar. Hún ríkti í 51 ár og
stjórnartíð hennar er kannske
kunnari almenningi en stjórnar-
tíð nokkurs annars ensks þjóð-
höfðingja. Þó er vert að minnast
þess, að hún var sú eina af Eng-
landsdrottningum, sem aldrei
giftist. Hefir sagnfræðingum
síðari tíma orðið tíðrætt um á-
stæðuna, og hún hefir einnig
valdið öðrum miklum heilabrot-
um. En skyldi ekki hjónaband
systurinnar, Maríu, hafa verið
henni nægileg aðvörun? Hin
mikilhæfa drottning lifði sínu
lífi' ein og óstudd, og hefir vafa-
laust kunnað því bezt.
Öðruvísi var farið með Önnu
drottningu, systur Maríu II., sem
tók við ríkjum eftir Vilhjálm III.
Hún giftist næstelzta syni Frið-
riks III., Jörgen, sem nefndist
George prins í Englandi. Jörgen
hafði, áður en hann kvæntist
Önnu, sótzt eftir pólsku krún-
unni. Jörgen eða George prins
náði aldrei mikilli hylli í Eng-
landi, og ófögur er lýsing
Macauleys á honum, því hann
lýsir honum sem drykkfelldum
heimskingja. Það er að minnsta
kosti áreiðanlegt, að hann var
enginn vitringur. Meðan Vil-
hjálmur og María sátu að völd-
um, var kveðin vísa með þessu
efni: Vilhjálmur kóngur hugsar
allt, María drottning hirðir allt,
George prins drekkur allt, og
Anna prinsessa etur allt.
Hannogveringar erfa
krúnuna
Sagt er þó, að sambúð Georges
og Önnu hafi verið góð, og þau
lifað hamingjusömu lífi að því
undanteknu, að börn þeirra öll
dóu í æsku, svo krúnan gekk
eftir daga Önnu til hinna sið-
lausu Hannogveringa. Anna
barðist lengi fyrir því að fá
George viðurkenndan sem kon-
ung, eins og Vilhjálmur III.
hafði verið það, en henni tókst
það aldrei.
Anna drottning var engin vís-
dómsmanneskja, ag lagði alltaf
lítið til málanna, en á dögum
hennar voru uppi snjallir menn,
svo að hagur landsins stóð með
miklum blóma. Englendingar
telja líka ríkisstjórnarár hennar-
ennþá meðal hamingjuadaga
þjóðarinnar.
Þá er röðin loks komin að
hinni miklu, eða öllu heldur
langlífu drottningu, Viktoríu,
sem sat að völdum í 64 ár. Á
dögum Viktoríu náði brezka
heimsveldið hátindi sínum, og
brezk verzlun, iðnaður og fjár-
mál náðu til alls heimsins.
Viktoría var móðir hins auguga,
þröngsýna og siðavanda enska
ríkis, en áhrifa hennar gætir
víða enn í dag — meira en hálfri
öld eftir dauða hennar.
Húsfreyja með þýzku sniði
Gagnstætt hinni fyrri miklu
drottningu, þ. e. Elísabetu, var
Viktoría ekki meydrottning,
heldur öllu heldur húsfrú eftir
þýzku sniði með eldhúsi, kirkju
og barnahóp. Hún mótaðist á
þroskaárum sínum alveg af hin-
um laglega, greinda, en heldur
leiðinlega eiginmanni sínum,
Albert prins. Þá má líka alveg
eins kenna tímabilið við hann
og hana, og hefði mátt gera það
í enn ríkara mæli, ef honum
hefði enzt aldur. Hann lézt ung-
ur, og með honum hvarf konan
Viktoria.
Því má heldur ekki gleyma,
að Bretlandshátíðin í fyrra var.
til minningar um hina ógleym-
anlegu sýningu hans 1851. Hún
teízt til meistaraverka hans, og
var eins konar þýzkt innsigli
Viktoríutímans.
Albert hlaut aldrei konungs-
titilinn í orði, eins og Vilhjálm-
ur, en á borði var hann sannar-
lega konungur síns tíma. Þegar
þau tvö, Albert og Viktoría, sátu
gegnt hvort öðru árla morguns
og fóru í gegnum himinháa
skjalastafla, var um samvinnu
að ræða, þar sem ýmislegt gat
ráðið úrslitum.
Hver verður samvinnan nú?
Meftn ættu ekki að láta það
eftir sér, að vera með spádóma,
en ekki virðist ólíklegt að svipuð
samvinna muni komast á milli
Elísabetar og Filips hertoga.
Það verður ekki komist hjá því
að bera þau í huganum saman
við Viktoríu og Albert. Það er
hægt að sjá þau fyrir sér, bæði
fríð sýnum en þurrleg, þar sem
þau sitja hvort sínum megin við
skrifborðið. Þau halla sér lítið
eitt fram, svo að ljósu höfuðin
nærri mætast, og erfiða gegnum
skjalastaflana, sem sannarlega
h'afa ekki minnkað síðan Viktoría
var ung.
I Englandi þykjast menn sjá
fram á nýtt Viktoríutímabil.
—VISIR, 9. október
Fréttir . . .
Framhald af bls. 4
á Rangárvöllum, samtals um 660
lömb.
☆
Slippfélagið í Reykjavík átti
nýlega 50 ára afmæli. Tryggvi
Gunnarsson vra frumkvöðull að
því fyrirtæki og var formaður
fyrstu stjórnar þess. Nú er par
dráttarbraut fyrir 1500 lesta
skip, hin stærsta á landinu.
☆
Sænski söngvarinn heims-
kunni, Jusse Björling, kemur til
Reykjavíkur hinn 5. nóvember
n.k. á vegum Norræna félagsins
og syngur hér þrisvar sinnum —
tvisvar í Þjóðleikhúsinu fyrir
almenning og einu sinni á
skemmtifundi Norræna félags-
Herflugvélar yfirgnæfðu, en margar
farþegaflugvélar vöktu mikla athygli
Meðal farþega á Gullfaxa
seint í gærkvöldi frá Eng-
landi var Björn Pálsson
flugmaður, en hann fór utan
fyrir skemmstu á flugsýning-
una miklu í Farnborough.
ins.
☆
Norski harmoníkuleikarinn
Toralf Tollefsen er staddur hér
á landi og hefir haldið nokkra
tónleika við mikla aðsókn.
☆
Þegar Skógaskóli undir Eyja-
fjöllum var settur hinn 15. þ. m.
gat skólastjórinn Magnús Gísla-
son þess, að Byggðasafni Vestur-
Skaftfellinga, sem er til húsa í
skólanum, hefði nýlega borizt
nærri 100 ára gamall áttæringur
með öllum farviði. Jón Halldórs-
son kaupmaður í Vík í Mýrdal
gaf skipið, sem heitir Pétursey
og var alla fíð mesta happaskip
Ætlunin ér, að byggja yfir skipið
í Skógum, og sagði skólastjóri
að takmarkið væri að skipið
kæmist í hús áður en núverandi
árgangur nemenda hyrfi
skólanum.
ur
Tíðindamaður frá Vísi átti við-
tal við Björn Pálsson í morgun
og leitaði fregna hjá honum af
för hans.
„Ég hafði að sjálfsögðu mikinn
áhuga fyrir að komast á sýning-
una,“ sagði Björn, „fyrst og
fremst með tilliti til sjúkraflugs-
ins, til að komast að raun um,
hvort þarna væri ekki eitthvað
að s'já og læra, sem tiltækilegt
væri fyrir okkur í sambandi við
það. Til þess að komast á sýn-
inguna naut ég fyrirgreiðslu
Slysavarnafélags íslands og Flug
félags íslands.“
„Hve lengi varstu á sýning-
unni?“
„Ég var þar í tvo daga, sem sér
staklega voru ætlaðir boðsgest-
um, en þá var þarna miklu
færra um manninn en þá dagana,
sem hún var opin almenningi.
Við vorum þarna saman þrír Is-
lendingar þessa daga, auk mín,
þeir Sigurður Jónsson forstjóri
Loftferðaeftirlitsins og Björn
Jónsson flugumferðarstj. Þessa
tvo daga gátu boðsgestir farið
um að vild og skoðað flugvél-
arnar, sem til sýnis voru, og
fengið alla upplýsingar, sem þeir
óskuðu eftir varðandi þær. Hver
f lugvélaverksmiðja um sig hafði
sína upplýsingaþjónustu á flug'
vellinum.,,
„Og hvað vakti mestu athygli
þína við „fyrstu kynni“ — ef svo
mætti segja?“
„Hve margar herflugvélar
voru sýndar, miklar og glæsi-
legar, þar sem mest áherzla var
lögð á hraðann, sem er svo gífur-
legur, að menn gera sér ekki
fyllilega grein fyrir því almennt.
Minnstu flugvélarnar voru af
Auster-gerð, af sömu stærð og
sjúkraflugvélin okkar, og allt
upp í stærstu farþegaflugvélar
og flugbáta. — Stærsta flugvél
in var flugbátur, sem tekur um
200 manns. — Athygli mína vakti
fiugvél af Pioneer-gerð, sem
Saga fimmtíu kynslóða lesin úr
mefraþykkum rústum þorps
Fyrsta heila beinagrindin aj kú
frá því um 1200 sannar hve smáir
gripimir voru
Úr rösklega metraþykku jarð-
lagi eru nú danskir fornleifa-
fræðingar að lesa sögu fimmtíu
kynslóða í dönsku sveitaþorpi.
Þessum rannsóknum er stjórnað
af dr. Axel Steenberg, og þorpið,
sem verið er að grafa upp, er
Stóri Valby, og það er talið, að
hinir fyrstu bændur þar hafi
staðið í nánu sambandi við vík-
ingana í Þrælaborg og séð þeim
fyrir vistum.
Saga kynslóðar í hverjum
tveimur sentimetrum
Þarna hafa íbúarnir öld af öld
reist hús sín á grunni hinna
gömlu, sem hrunin voru eða
brunnin. Allt jarðlagið morar af
minjum um líf fólksins, starf og
strit, og í hverjum tveimur senti-
metrum birtist vitnisburður
heillar kynslóðar. Hinir fyrstu
lifðu lífi sínu við hlóðir á beru
moldargólfi, en hinir síðustu inn-
an hvítkalkaðra veggja í byrjun
seytjándu aldar.
Litla kýrin
Þessi uppgröftur hefir kostað
mikið fé, og einn dag átti dr.
Steenberg ekki eftir nema tíu
krónur í sjóði sínum. En hann
gafst ekki upp, heldur treysti
heppninni og lét halda áfram
uppgreftrinum. Þá varð fyrir
fornleifafræðingnum beinagrind
af kú, sem bjargaði fjárahagnum.
mundi henta til sjúkraflugs, en
er óskaplega dýr fyrir okkur —
um 17.000 stpd. — Einna mesta
athygli vöktu Comet-langflugs-
vélarnar, glæsilegar og renni-
legar, ennfremur Britania, næst
stærsta farþegaflugvél Breta,
glæsileg vél, sem þegar hefir
verið tekin í notkun, en ekki var
þar Bristol-Brabazon, mesta
landflugvél þeirra. — Þá vakti
geisilega athygli Vickers-Vis-
count, fjögurra hreyfla farþega-
flugvél á stærð við Comet, sem
flaug þarna ágætlega á einum
hreyfli. Delta-sprengjuflugvélin,
sem er þríhyrnd, vakti stórkost-
lega athygli. Hún lenti ekki, og
var aðeins sýnd á flugi. Hún er
mjög falleg og hefir mikið
hraðasvið.“
'„Voruð þið þarna á laugardag,
er slysið varð?“
„Nei, við vorum þar á þriðju-
dag og fimmtudag. Þetta var De
Havilland-110, sem kunnugt er.
Þegar flogið er með hraða hljóðs
ins, er farið upp í um 40.000 feta
hæð og flugvélunum steypt beint
á nefið og flogið niður með þess-
um geisilega hraða yfir 1100 km.
á klukkustund. Þegar flugvél fer
fram úr hljóðhraða heyrast eins
og sprengingarhvellir eða högg
frá jörðinni áður en flugvélin
sést, og eftir þessum höggum
bíða áhorfendur með mikilli
eftirvæntingu. Vélin var búin að
ná hraða hljóðsins, er sprenging-
in varð, og var á láréttu flugi í
um 300 metra, hæð, er hún
sprakk. Segja sumir, að stélið
hafi fyrst dottið af henni, en
hreyflarnir flugu áfram, og lenti
sá, sem skemmra fór, í mannhafi
á hæð, og myndaði þar geil, og
varð þarna mest manntjón.
Til þess að beina athygli
manna frá hinum ægilegu af-
leiðinngum þessa slyss, fór kunn-
ingi hins látna flugmanns þegar
upp í flugvél af Hawker-Hunter-
gerð, og fór fram úr hraða hljóðs-
ins 3 mínútum eftir að slysið
varð. Þurfti sannarlega góðar
taugar til þess að fara í þessa
flugferð.“
„Er nokkuð fleira, sem þú
gætir sagt okkur?“
„Margt fleira, þótt ekki séu
tök á því í stuttu viðtali, en ég
vil að síðustu láta í Ijós mikla
ánægju yfir, að hafa átt þess
kost, að sækja sýninguna."
—VISIR, 20. sept.
Beinagrindin var frá því um
1200, og þótt bein úr kúm frá
þeim tíma hafi oft fundizt, er
þetta fyrsta heila beinagrindin,
sem fundizt hefir í Danmörku.
Borgarstjórinn í Slagelsi hóf
fjársöfnun til rannsóknanna, er
hann frétti um þennan fund.
Það, sem athyglisverðast þykir
við þessa beinagrind, er það, að
hún staðfestir það, sem áður
hafði verið ráðið af beinaleyfum
af kúm frá þessum öldum, að
danskar kýr hafa verið mun smá-
vaxnari þá en nú. Þessi fundur
varðar einnig okkur íslendinga,
því að líklegt er, að sama naut-
gripakyn hafi þá yfirleitt verið
á Norðurlöndum, og þessi smá-
vaxna kýr því verið af sama
stofni og landnámsmenn fluttu
hingað.
—TÍMINN, 13. sept.
Prófessor þurfti að fara út
úr svefnvagninum um nóttina
til þess að fá sér vatn að drekka.
Og lestin fór áfram með mjög
miklum hraða, en hann gat alls
ekki munað hvar það var sem
hann hafði sofið. Lestarþjónn-
inn varð að vísa honum leið.
— Og hvaða númer var á klef-
anum yðar? spurði hann.
Það gat prófessorinn alls ekki
munað.
— Þér hljótið þó að muna eftir
einhverjum kennimerkjum,
sagði lestarþjónninn.
— Jú, víst man ég eftir ein-
hverju, sagði þá prófessorinn, og
glaðnaði heldur en ekki yfir
honum. — Ég man svo greini-
lega að þegar ég leit út um
gluggann, þá sá ég svo dæma-
laust fallegan lítinn rauðan
kofa, sem stóð við svolítið vatn!
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK