Lögberg - 06.11.1952, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.11.1952, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. NÓVEMBER, 1952 Úr borg og bygð — GIFTING — Á laugardaginn 25. október kl. 7 um kvöldið voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni á Lundar Sheila Lenore Brand- son, elzta dóttir Friðrikku og Ólafs L. Brandsonar frá Lundar, og Roy Alexander Buchanan, sonur Mr. og Mrs. A. V. Buchan- an frá Warren, Man. Brúðurina aðstoðuðu Sheridan Brandson, Anna Thorgilson og Mrs. Fred Hayword. Aðstoðarmaður brúð- gumans var Harvey Buchanan: Brúðurin var leidd til altaris af bróður sínum Raymon Brand- son. Miss Georgina Sullivan söng „Because“. Irene Guttorms- son atstoðaði við orgelið. Séra Jóhann Fredriksson, frá Glen- boro, framkvæmdi hjónavígsl- una. Fjölmenn brúðkaupsveizla var setin í samkomuhúsinu á Lundar. Séra Jóhann mælti fyr- ir minni brúðarinnar. Brúðgum- inn, tígulegur maður, þakkaði fyrir sig og mæltist vel. Ungu hjónin verða til heimilis 199 Crescent St., Winnipeg. Mr R. A. Buchanan er í lögregluliði bæjarins. ☆ — DÁNARFREGN — Bessi Byron var fæddur Vestfold, Manitoba, þ. 19. febrú ar 1897. Hann dó af slysi í grend við heimili sitt að Oak Point Man., þ. 16. okt. s.l. Foreldrar hans voru hin kunnu hjón Stefán B. Byron og Guðbjörg Sigurðardóttir, sem lengi bjuggu rausnarbúi við Vestfold. Bessi er einn af 10 börnum. Ein syst- irin, Mrs. Grímur Thorkelson er dáin fyrir nokkrum árum. Hin eru: Kári, að Lundar, Man., odd- viti Coldwell sveitarinnar; Björn og Friðþjófur, bændur að Oak Point; Mrs. J. Vigfússon að Lundar; Mrs. F. Taylor, að Oak Point; Mrs. Kilcup og Mrs. Cheats, í Winnipeg, og Mrs. Mason, Vancbuver, B.C. Bessi var í föðurgarði þar til hann kvæntist 1938 May Ellen Ems frá Oak Point. Þau eiga tvö börn Alfred Stefán, 13 ára og Guðbjörgu Catherine Pearl, 11 ára. Þau áttu heima í Winni- peg á stríðsárunum. Árið 1947 fluttu þau til Oak Point og byggðu sér þar sérlega vandað og fallegt hús. Bessi stundaði af miklum dugnaði fiskiveiðar, loðdýra- og griparækt. Hann bjó vel, var vinnugarpur hinn mesti og ósérhlífinn. Hann var þrek- maður mikill og karlmenni að burðum. Á unga aldri missti hann aðra hendina. Einhentur gekk hann að verki sem ófatl- aður væri. Hann bar sína byrði og kvartaði aldrei. Hann var barngóður, elskuríkur heimilis- faðir og drengur hinn bezti. — Hans er sárt saknað af öllum, sem þekktu hann. Kveðjuathöfn- in fór fram frá samkomuhúsinu í Oak Point og var ein sú fjöl- mennasta útför, sem sést hefir þar um slóðir, ber það nokkurn vott um ítök þau, sem hann átti í hjörtum margra. Bessi var jarð sunginn þ. 21. okt. við hlið for- eldra sinna að Otto, Man. Séra Jóhann Fredriksson jarðsöng. J. F — DÁNARFREGNIR — Sigurður Péturss var fædd- ur þ. 25. maí 1873, lézt í Winni- peg þ. 6. okt. 1952, 79 ára gam- all. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Pétursson og Anna Sig- ríður Thorarensen úr Reykja- vík. Sigurður ólst upp með for- eldrum sínum í höfuðstað lands- ins. Börnin voru fjögur: Dr. Helgi Péturss, hinn þjóðkunni fræðimaður, nú látinn; Kristín, einnig látin, og Ásta Von Joden, gift austurrískum manni og á heima í Evrópu. Sigurður heit. var velgefin og naut góðrar menntunar. Er hann var enn ungur að árum hneig hugur hans til ævintýra og út- landa. Hann ferðaðist víða um lönd á unga aldri, en hvarf aftur til föðurhúsa. Árið 1897 fluttist hann alfarinn til Canada. Hann staðnæmdist að Brú í Argyle- byggð við fyrstu komu. Hér kvæntist hann um aldamótin eftirlifandi konu sinni, Lilju Jónsdóttur Ólafssonar. Þau hjón voru landnemar í íslenzku byggðinni að Sinclair, Manitoba og bjuggu þar í nokkur ár. Síðan hurfu þau aftur að Brú, bjuggu þar um hríð, en fluttu svo í bæinn Cypress River. Þar stund- aði Sigurður verzlunarstörf. — Hann sinnti einnig öðrum störf- um, var ritari bæjarráðsins o. fl. Hann leysti öll sín störf af hendi með trúmennsku og vandvirkni. Börn Sigurðar og Lilju eru fjögur: Anna Sigríður, Mrs. J. Mushan, dó árið 1848; Jón Helgi, til heimilis í St. Vital, Man.; Sigurður í Brandon, Man., og Björn Pétur í Ottawa. Barna- börn þeirra eru tvö. Þann 20. nóvember 1951 var hjónunum haldin vegleg gullbrúðkaups- veizla í samkomuhúsinu að Brú. í veizlunni tóku þátt börn þeirra, ættingjar og vinir, sem samleið höfðu átt með þeim í 50 ár eða lengur. Þau voru heiðruð með gjöfum og þakkað af alúð fyrir langt og vel unnið starf í félags- lífi sveitarinnar. Hjónin voru einhuga og samhent í öllu. Einn vinur þerira, G. J. Oleson í Glen- boro, kemst þannig að orði, er hann skrifar um brúðkaups- veizluna: Sigurður er gáfaður maður og listrænn . . . Hann kvæntist Lilju Jónsdóttur Ólafssonar . er það fólk alþekkt fyrir mann- kosti og Iistræni. — Munum við gömlu mennirnir, sem nú erum að verða örvasa, eftir því er þau léku Ævintýri á gönguför alda- mótaárið, og við höfum lifað á því í 50 ár og lifum á því eins og öðru andlegu sælgæti.“ Þannig kemst einn vinur aeirra að orði um þessi merku hjón, Áhrif þeirra til góðs og gleði vara lengi. Sigurður heit. var söngelskur og góður söng- maður, einnig var hann mælskur og sagðist vel á mannamótum. Kveðjuathöfnin fór fram frá kirkjunni á Brú þ. 10. okt. s.l. Sóknarpresturinn jarðsöng. J. Fredriksson ☆ ' Hin nýja lækningamiðstöð Gimli — Medical Centre — hef- ir nú formlega verið tekin til afnota; var almenningi boðið að skoða hina myndarlegu stofnun á sunnudaginn 2. nóvember. ☆ The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold their regular meeting on Monday Nov. lOth at 2.30 p.m. in the Lower Auditorium of tþe Church. ☆ Mr. og Mrs. Jón Júlíus John- son á Gimli munu fara til Van- couver og dvelja þar í vetur. Verkir um allan líkamann HafiS þér kvalir um allan líkamann? ESa reynist ySur erfitt aS lúta eSa beygja ySur? FáiS þegar þarin bata, er þér æskiS með Templeton’s T-R-C’s. T-R-C’s eru sérstaklega til þess gerSar aS nema á brott úhægan hjartslátt, úgleBi, vöSvasárindi og bakverk af öllum tegundum. 65 c., $1.35 í lyfja- búSum. T-834.. Mr. og Mrs. Chris. Fredriks- son, frá Lampman, Sask., urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa dóttur sína — Leslie Dianne — tveggja ára gamla þ. 5. október síðastliðinn. Leslie var fallegt og myndarlegt barn og er sárt saknað. Chris. Fredriksson er sonur séra Jóhanns í Glenboro og fyrri konu hans, Guðrúnar Hornfjörð, dóttur Guðleifar og Jóns heit. Hornfjörðs frá Leslie, Sask. „Hví fölnar jurtin fríða og fellir bljóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niðr’r í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin bezta lífsins gjöf?‘ „Ég lít þig í anda í ljósgrænum kjól með lýsigulls kniplinga um brána hjá ungbörnum konungsins austan við sól í álfunni vestur af mána.“ —AFI A meeting of the Jon Sigurd- son Chapter I O D E will be held at Headquarters Winnipeg Audi- torium on Friday Eve., Nov. 7th at 8 o’clock. ☆ — DÁNARFREGN — Lilja Rögnvaldsdóttir Oliver var fædd þ. 10. sept 1869 í Hóla- koti á Reykjaströnd í Skaga- strönd í Skagafjarðarsýslu. Hún lézt á heimili barna sinna í Win- nipeg þ. 27. ágúst s.l. 82 ára gömul. Foreldrar hennar voru hjónin Rögnvaldur Jónsson frá Ingveldsstöðum á Reykjaströnd og Sigurlaug Guðmundsdóttir Kristjánssonar Sveinssonar frá Utanverðunesi. Lilja heit. kom 4il þessa lands árið 1876. Hún á einn bróðir á lífi, Jón Rögnvaldsson, búsettan í Ackton, Ont. Lilja giftist Al- bert Jónssyni Oliver þ. 10. febr. 1893. Þau reistu sér bú að Brú í Argyle-byggð, Man., og bjuggu þar til maður hennar dó árið 1929; þá flutti Lilja til Glen- boro, dvaldist þar um hríð, en fór síðar til barna sinna í Win- nipeg og var hjá þeim til síð- ustu stundar. Lilja og Albert æignuðust átta börn: Rögnvald- ur, dó í æsku; Helgi, á heima í Vancouver; Albert Jón, bóndi í Baldur, Man.; Mrs. A. Schneider, í Edrans, Man.; Mrs. L. Jóhanns- son, Jónas, Fjóla Jónína og Helga í Winnipeg. Ennfremur lifa hana sex barnabörn. Lilja heitin var framúrskar- andi mikil og góð kona. Þau hjónin voru samhent og heimili þeirra fyrirmynd. Það var hlut- skipti Lilju h. að hafa á heimili sínu og sjá um foreldra sína og tengdaforeldra í elli þeirra, og þar að auki stóran barnahóp. Það er erfitt og vandasamt dags- verk. En hún var verkinu vaxin og sá um hópinn sinn af alúð og umhyggju. Hún tók einnig mikinn þátt í félagslífi sveitar sinnar og var ætíð boðin og búin til að hjálpa öllum, sem til henn- ar leituðu. Hún var atkvæða- mikill kvenskörungur, trúkona mikil, sem starfaði af einlægu hjarta og dugnaði í söfnuðum sínum og kvenfélaginu. Hún var falleg kona, háttprúð, göfug og elskurík eiginkona og móðir. — Hún var jarðsungin að Brú af sóknarprestinum þ. 30. ágúst s.l. ☆ Correction Mr. E. P. Jónsson, Editor, Lögberg, Winnipeg, Man. Dear Mr. Jónsson: I thank you very much for giving space in your paper to our article on the Langruth Lutheran Church. Thera are a few corrections: Pastor Walter R. Keim wrote the article regarding the im- provement of the church. He did not write the constitution. Mr. (not Mrs.) A. M. Johan- son presented the gift to Mr. Keim. I misspelled the name Gordon McGuinnis, which should be Mclnnis. Sincerely, Elizabeth H. Bjarnarson ☆ Nýkominn er hingað til borg- arinnar Guðmundur Hjaltason ungur maður ættaður úr Reykja- vík ásamt konu sinni og fjórum börnum; hygst fjölskylda þessi að setjast hér að. 75 ára afmæli lútersku kirkju- unnar á Gimli er í þessum mán- uði og verður þess minst með hátíðahöldum. Eftir hádegi á sunnudaginn 9. nóvember verð- ur haldin íslenzk samkoma; þar flytja ræður tveir fyrrverandi prestar safnaðarins, séra Rún- ólfur Marteinsson og séra Sig- urður Ólafsson. ☆ Miss Dorothy Mae Jónasson, sem nú stundar nám í fiðluleik við Royal Conservatory of Music í Toronto hefir á ný hlotið náms- verðlaun; hafði hún áður á þessu ári hlotið 350 dollara náms- verðlaun frá kennara sínum Eli Spivak, en nú hlaut hún 100 dollara námsverðlaun frá skól- anum; aðeins fjórum hljóm- listarnemendum skólans voru veitt þessi verðlaun. ☆ Gefið til Sunrise Lutheran Camp Mrs. Steinunn Valgardson, Gimli, $3.00 í minningu um Sæ- björn Einarsson; Mrs. Magnea Helgason, Wpg., $5.00; From The Estate of Hrólfur Sigurdson $1.000,00. Meðtekið með innilegu þakklæti Anna Magnússon Box 296, Selkirk, Man. ☆ . — DÁNARFREGN — Jón Guðmundur Guðjónsson lézt í Mikley 21. október síðast- liðinn; hann var fæddur að Sól- heimum í Arnardal í ísafjarðar- sýslu 17. október 1875; foreldrar hans voru Guðjón Jónsson og Hildur Jakobsdóttir og var hann einn af níu börnum þeirra hjóna; fjölskyldan fluttist vest- ur um haf 1892 og settist að í Mikley, og eru nú tveir bræður úr þessum hóp á lífi, Jens og Jóhann Johnson, báðir í Mikley. Jón heitinn kvæntist 1908 Guðrúnu Þorvaldsdóttur og bjuggu þau á Hlíðarenda í Mikley; Guðrún lézt 2. nóv. 1945. Þeim hjónum varð átta barna auðið; tvær dætur þeirra dóu 1930, en á lífi eru þessi: Mrs. Hildur Kristjana Mercer; Mrs. Sólborg Jóhannsson; Mrs. Elísa- bet Guðrún Lundberg; Mrs. Solveig Jóna Hálfdánsson; Thor- valdur Guðjónsson, öll búsett í Mikley og Guðjón Guðjónsson í Thicket Portage. Jón heitinn stundaði fi inn arð í úðlegur fjölskyldu sinni. Útför- kveðja á mar flutti kveðjumál. Fjölskyldan biður Lögberg að kveðjurnar og hin fögru blóm og sérstaklega söngflokknum og organleikaranum Miss Irene Eggertson. j Fredriksson ☆ börnum á miðvikudaginn í fyrri viku og dvelja þau hér fram um næstu helgi. Mrs. Tómasson Mr. Hjalti Tómasson frá Min- neapolis, Minn., kom hingað á- samt konu sinni og tveimur (Margrét) er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Marino Thorvaldson, sem eiga heima að 906 Bannig Street hér í borg. MN|i Fyrirlestur í Fyrstu lútersku kirkju Á fimtudagskvoldið hinn 6. þ. m., flytur HR. VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON, skólastjóri frá Reykjavík fyrirlestur um Athafnir og andlegt líf á Islandi Hér gefst Islendingum þéss kostur að hlusta á þjóðkunnan ræðuskörung. Samkoman hefst kl. 8 og er ókeypis; til hennar er efnt af Þjóðræknisfélaginu. —Fjölmennið! Mr. Pálmi Sigurðsson tré smíðameistari frá Boston, Mass. er nýlega farinn heim eftir nokkurra daga dvöl hér í borg- inni í heimsókn til ættingja og annara vina. Pálmi er ættaður af Seyðisfirði og verður honum jafnan tíðrætt um æskustöðvar sínar, er þær ber á góma; hann hefir aflað Lögbergi kaupenda í Boston og anriast jafnframt um innheimtu fyrir blaðið; á Lög- berg þar góðan hauk í horni þar sem Pálmi á í hlut. ☆ Ungur Islendingur, J. Harvey Johnson, sem starfað hefir að blaðamensku fyrir Port Arthur Chronicle í nokkur undanfarin ár, hefir verið kosinn fram- kvæmdarstjóri Chamber of Com- merce samtakanna í Fort Wil- liam, og er hann talinn ágætlega til slíkrar stöðu fallinn, að því er blöðum þar eystra segist frá; hann hefir haft á hendi skrifara- og forstjórastarf hjá Thunder Bay District Fish and Game Association og getið sér þar sem annars staðar ágætan orðstír. Mr. Johnson er fæddur í Win- nipeg, sonur Jakobínu Johnson- Alexander og fyrra manns henn- ar Stefáns Johnson, sem var í mörg ár prentari hjá The Colum- bia Press Ltd.; móðir hans og stjúpfaðir eru til heimilis að Ste. 12 Thelmo Mansions hér í borginni. ☆ — TOMBÓLA — Hjálparnefnd Sambandssafn- aðar heldur Tombólu í neðri sal Sambandskirkjunnar á Banning Street á mánudagskveldið 10. nóvember. Ágætir drættir, þar á meðal tonn af kolum, epla- kassi, svínslæri o. s. frv. Byrjar kl. 8 e. h.; miðarnir seldir við dyrnar. ☆ Mrs. Björg Christopherson, ekkja Henriks heitins Christoph- ersonar, andaðist síðastliðinn fimtudag, 30. okt. 1952, í sjúkra- húsinu að Baldur, Man. Útför hennar fór fram á sunnudaginn, 2. nóvember frá heimilinu og kirkjunni, Grund, Manitoba. — Séra Jóhann Frederiksson jarð- söng. Hana lifa þrjú börn: Sigur- veig, Mrs. Chris Helgason; Her- bert og Jóhann, öll að Baldur, P.O.; einnig fjögur stjúpbörn: Mrs. Baldur Pétursson, Gimli, Man.; Pétur og Sigurður, Bald- ur, og Jón Christopherson lög- fræðingur, Winnipeg, Man. ☆ Mr. Gísli Einarsson frá River- ton var staddur í borginni á þriðjudaginn. M ESSUBOÐ Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Services in Gimli Parish Nov. 9th 9 a.m. Betel. Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar. 11 a.m. Gimli. Special Armis- tice Service and Legion Parade (In place of Remembrance Day Service. 2 p.m. Icelandic Pioneer Memorial Service. Sermons by former Pastors, Rev. R. Mar- teinsson and Rev. S. Ólafsson. People from all over New Ice- land are specially invited to this service which will mark the 75th Anniversary of the beginn- ings of organized Lutheran work in New Iceland. 7 p.m. Gimli. Evening service followed by a congregational meeting. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 9. nóv. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir S. Ólafsson Innköllunar-menn Lögbergs Bardal, Miss Pauline Minneota, Minnesota Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minn., U.S.A. Einarson, Mr. M. ..Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba Arnason, Mr. R * ...Elfros, Saskatchewan Gislason, T. J. - . Morden, Manitoba Gislason, G. F. Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. 1 Grimson, Mr. H. B. . Mountain, North Dak. Mountain, N.D. Edinburg, North Dak. Gardar, North Dak. Hallson, North Dak. Hensel, North Dak. / Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba i Bjarnason, Mrs. L Gimli, Manitoba Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba 1 “Betel”, Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man. Lindal, Mr. D. J. . .Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. O. 5973 Sherbrook St. Vancouver, B.C. Vancouver, B.C. Middall, J. J. 6522 Dibble N.W. Seattle, Wash., U.S.A. ...Seattle, Wash., U.S.A. Myrdal, S. J. ...Point Roberts, Box 27 Wash., U.S.A. Oleson, G. J. ...Glenboro, Manitoba Glenboro, Man. Baldur, Manitoba Cypress River, Man. Olafson, Mr. J. Leslie, Saskatchewan Simonarson, Mr. A. .. Blaine, Washington R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash. Sigurdson, Mrs. J. Backoo, North Dak. Backoo, N.D., U.S.A. Akra, North Dak. Cavalier, North Dak. Walhalla, North Dak. Valdimarson, Mr. J. Langruth, Manitoba Langruth, Man. Westbourne, Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.