Lögberg - 20.11.1952, Blaðsíða 3
3
„Álykt-arorð"
Mætir vinir falla að folcL,
felast liljuþaki;
geymast þeir í mjúkri mold,
minnigin þó vaki.
Það hefir verið minst á Björn
Hinriksson vel og verðuglega við
óvænta burtköllun hans. Ég vona
að mér leyfist að fara nokkrum
orðum um þær endurminningar
þeirrar reynslu, sem mér hlotn-
aðist við tuttugu ára samvinnu
með honum.
Það var árið 1929 meðan ég
var enn lítt kunnugur safnaðar-
meðlimum Concordia safnaðar.
Eitt sinn eftir messu komu
nokkrir menn saman til gleði-
móts; flutti Björn þá nokkur orð
í tilefni fundarins, og kamst
heppilega að orði; drógst þá at-
hygli mín að Birni, og komst ég
að þeirri niðurstöðu, að hann
myndi reynast liðsmaður góður í
þeim málum, sem hann tæki þátt
í. Hann kom þá fram eins og
einatt, snyrtimannlega í búnaði
og framgangsmáta. Sannaðist
hugboð mitt æ betur, því lengur
sem við nutum samstarfs. And-
legur þroski Björns fór vaxandi
með aukinni lífsreynslu og við
lestur valdra bóka. Hafði hann
mikla ánægju af að lesa um at-
burði liðinna tíma, og færði sér
þá þekkingu vel til gagns í mál-
um, sem hann hafði afskipti af.
Og þau málefni voru mörg.
Manni fanst iðulega, að þau mál-
efni væru lítt undirbúin, sem
Björn átti ekki þátt í; enda var
það sjaldnast. Reyndist hann
liðsmaður góður í hvívetna.
Sönghæfni Björns hefir verið
getið, enda hafði hann laglega
rödd og tónvissa. Þegar haldið
var upp á íslendingadag, og við
skemtum okkur með því að
syngja: „Þú vorgyðja svífur“ eða
„Ég elska yður, þér íslands fjöll“
eða „Þú bláfjallageimur“ og ýms
önnur dásamleg ljóð. Björn söng
með hug og hjarta svo dásam-
lega, að nálega verður engin
minnig um hann bjartari eða
fagnaðarríkari. Þótt minnig þessi
sé eðlilega tregabundin, mun hún
vera fjársjóður til daganna enda.
Enda var fleiru sönghæfu fólki á
að skipa.
Vel og heppilega gat Björn
verið fyndinn og hafði gaman af
öllu kýmilegu og fór vel með
það; en á bak við kýmnina bjó
hugsun hins græzkulausa al-
vörumanns, svo vel fór á öllu.
Kristindómurinn var Birni í
brjóst borinn frá barnæsku; var
það beinn arfur frá foreldrum
hans; kom það fram í öllu starfi
hans í söfnuðinum og í öllum
kristilegum viðfangsefnum. Con-
cordiakirkjan mun með prýði-
legustu guðshúsum meðal íslend-
inga. Er mikil rækt lögð að við-
haldi hennar og prýði. Guðshús
þetta var Birni sýnilegt tákn hins
guðlega náðarboðskapar, sem er
lífsnauðsyn hverju mannlegu
hjarta. Hann bar hag þess fyrir
brjósti til síðustu stundar. At-
höfnum hans er lokið fyr en
varði. Mun að öllu samanlögðu
verða kveðið um hann: „Fáir
munu vonarmenn vera, ef hann
er ei fullsæll.“
Einatt mun hugurinn reika að
hinum hljóða hvíldarstað hins
andvana holds, og flytja hljóð-
lega þakkargjörð honum, sem
veitti svo margar ánægjustundir,
og ómetanlega fagnaðarríkar
endurminningar; ekki sízt á þeim
samverustundum, þegar við
komum saman til mannfagnað-
ar um blíða sumardaga, þegar
alt fór fram frjálst og óþvingað,
tilgerðarlaust og hjartanlegt.
Við minnumst Björns með
þakklæti þess þáttar, sem hann
tók í sorg okkar og gleði; vegna
hans hýrleika og hlýleika í garð
allra þeirra, sem áttu við mis-
jöfn kjör að búa, og síðast en
ekki sízt vegna hans heilleika í
starfi hins guðlega málefnis.
Það er vel, að dánarbeður
hans framliðna holds er í skjóli
við guðshús það, sem honum var
kærast á þessari jörð; þar er
LOG.BERG, FIMTUDAGINN, 20. NÓVEMBER, 1952
skjól fyrir norðan vetrar vind-
svala og fárvindum.
Þung er spor að þinni hljóðu gröf,
Þegi langa hér þú áttir töf.
Þegar ríkti gleðignœgð og gaman,
Gleðistundir margar áttum
saman.
Farðu vél, í friðarbjörtu löndin,
Fjarlæg er nú mæðu-rauna
ströndin.
Dásamlegur þér er dagur
runninn,
Dýrðlegur í Kristi sigur unninn.
—S. S. C.
dáinn ættingja — ástvin — sem
ekki gleymist meðan við lifum.
Á hinn bóginn eru margar ó-
skráðar sælusögur úr landnámi
íslendinga vestan hafs, sem
deyja nú með hinu aldraða fólki
voru. Það væri skemtilegra að
lesa um þær sigursögur fremur
en um sumar svaðilfarirnar,.sem
ýmist tókust vel eða illa.
Það er vel líklegt að nú séu
íslenzku vikublöðin einu. heim-
ildirnar fyrir afarmörgum sælu-
stundum landnámsheimilanna,
þó líklega séu beztu sögurnar
um það efni nú dánar með
horfnum landnemum.
Væri ekki fermur skemtilegt
að fá nú fáeinar sælusagnir af
landnámi voru hér vestra frá
þeim, sem ennþá lifa og geta
talað? Það væru sannar sagnir
og þar með góðar heimildir um
eitt og annað.
Skáldsögur eru vanalega á-
róðurs lygasögur um glæpi og
klandur, og svo um heimatilbú-
inn engil, svikinn. sem á að vera
fyrirmyndin.
Það er ennþá guðamáttur í
íslenzku vikublöðunum, Lög-
bergi og Heimskringlu.
Lifið svo vel og heilir um
langa tíma!
9. nóvember 1952
Með virðingu
Guðmundur S. Johnson
Glenboro, Man.
Til ritstjóra og útgefenda Lögbergs
Ég þakka ykkur fyrir „prufu-
blað“ af Lögbergi sent mér
nýlega.
íslendingar eru fremur bók-
hneigðir menn, þess vegna hafa
þeir mjög oft skipzt á um blöð
og bækur.
Gott nágrannafólk mift hefir
all-lengi léð mér Lögberg þegar
það góða fólk hafði lesið blaðið.
Þessi siður, og eins lestrarfé-
lög eru ekki mjög arðvænleg
fyrir blaða- og bókaútgefendur.
Þess vegna veit þó fleira fólk
um góðkosti íslenzkra blaða og
bóka þar eð margir sjá og lesa
það. — Lögberg er prýðilegt
blað, bæði fyr og síðar.
Á fyrri árum voru íslending-
ar hér vestra nokkuð orðhvassir
í hvers annars garð (persónu-
lega) í ritum sínum. Það gerði
hið mikla persónufrelsi hér
vestra í landnámstíð vorri, og
máske ennþá — að menn urðu
gleði-ölvaðir og notuðu of mörg
orð um hvern annan, sem ekki
voru nauðsynleg í ræðum þeirra.
Ég hefi lesið íslenzku blöðin
hér vestra í 64 ár og er þess
vegna all-vel kunnugur sögu
landnámsfólks vors hér í Can-
ada. Þar að auki hefi ég talað
við fjölda landnámsmanna, á
fyrri árum, og hefi þar með lifað
landnámið að nokkru leyti.
Nú hafa hörðu orðin engin á-
hrif á mig, né huga minn, til
þess að draga stryk á það fólk,
sem þau orð áttu að límast á.
Þau hörðu orð eru bara dálítið
óhæg fyrir huga vorn þegar
við lítum í gegnum spennandi
landnámsævintýrið. Samt sem
áður eru hörðu orðin ljós sem
lýsa á milli lína um frelsisákafa
landnámsfólksins, sem sver sig
í ættir við forfeður vora, Goðana
fornu. sem vildu sjálfir hafa
frjálsa og óháða skoðun á mönn-
um og málefnum, og það var
eitt hinna meðfæddu einkenna
hvíta aríanska mannflokksins, að
vera andlega skilið jafn snjallir
sjálfum guði. Þar með er vel
líklegt að allir fals- og svika-
guðir verði um alla tíð að láta í
minni pokann fyrir heilvita Is-
lendingum, og verði að draga
sig í skúmaskot og svarthol, þar
sem sá falguða-fénaður sómir
sér bezt.
Mér finnst að frásagnir nú-
tíðarfólks geri fullmikið úr tor-
færum landnemanna hér vestra,
sem þeir urðu að vinna sigur á.
Landnemarnir voru sælu-
frjálsir og auðugir í fátækt sinni,
en öruggir til lífstíðar á land-
nemabújörðum sínum í hlýleg-
um heimilum, í flestum tilfell-
um. Sú góða von og heimilis-
sæla sveik ekki lit né líf af
þolinmóðum og trúverðugum
bændum og rauf ekki heimilis-
friðinn, jafnvel um aldur og ævi.
Tökum til samanburðar gott
og göfugt ungt fólk á sjálfu Is-
landi, í nekt og mætti, í upp-
gangi þekkingar og menningar.
Þar eru víða við sjávarsíðuna
ungir, vaskir menn að sækja á
hafið — fiskinn — björg í bú og
bæ. Þessir menn vita aldrei
hvort þeir komast lífs úr fiski-
ferðinni, jafnvel nú á dögum
með öllum öruggu skipunum
sínum. Of margir Islendingar
liggja á hafsbotni — ungir menn
tapaðir frá ungum börnum,
konu eða öldruðum foreldrum.
Þeirra sigur, sjálfra íslendinga,
er ekki heldur með öllu þrauta-
laus.
Allmargir landnámsmenn hér
vestra féllu við veginn, létu líf
sitt í kaupphlaupi landnámsins.
Sorgin hjó þar nærri mörgum
eftirlifandi ættingjum og ást-
vinum. Við flest öll nú geymum
í minni eitt eða fleiri tilfelli um
Erkibiskup . . .
Framhald af bls. 2
er syndugur eins og aðrir dauð-
legir menn!“ Kommúnistinn
mundi ekki átta sig á þessu, fyrr
en Stalín væri búinn að flengja
hann nokkra mánuði í tugthús-
um sínum, og þá væri það um
seinan. Menn verða að reka sig
á heimsku sína. Þjáningin hefir
ævinlega verið hinn áhrifaríkasti
kennari. Áður en menn öðlast
vizku, verða þeir að skírast blóði
cg eldi. Ef menn trúa ekki rödd
hins góða hirðis, sem sagði: —
„Nýtt boðorð gef ég yður. Þér
skuluð elska hvern annan,“ þá
er engin önnur leið fyrir mann-
kynið en læra af hörmungum
sínum og óförum.
Bók biskupsins af York er
skrifuð af mikilU hreinskilni,
yfirgripsmikilli þekkingu og
glöggri athugun á gangi heims-
málanna. Hann sér hætturnar og
orsakir þeirra. Hann efast ekki
um að kristindómurinn einn get-
ur frelsað, ef mannkynið fæst til
að ganga á hans vegum. En vand-
kvæðin eru þessi, að kristindóm-
urinn skírskotar til eðlisþátta í
mönnunum, sem enn eru tiltölu-
lega lítt þroskaðir. Enn er það
satt, að Kristur er kominn í heim
inn og mennirnir hafa ekki tekið
á móti honum. Sjálfselskan er
ríkari en bróðurkærleikurinn.
Menn skygggnast í allar áttir,
biðja um tákn og stórmerki og
halda að guðsríkið sé þar eða
hér. En guðsríkið er hvergi finn-
anlegt, nema hið innra með
mönnunum. Fyrst, er þeir fara
að temja manngöfgi sína, rís það
úr rústum tímanna.
Viðfangsefni allra tíma er hið
sama, að leysa manninn úr álög-
um.
Sigríður Benónýs
1894 — 1952
Þann 9. apríl s.l. andaðist að
Jackson Rest Home í Berkeley,
California, íslenzk kona, frú
Sigríður Benónýs. Hún var
mörgum að góðu kunn, bæði hér
á ströndinni og í Reykjavík á
íslandi. Jarðarför hennar var
12. apríl. Séra O. S. Thorlakson
flutti líkræðuna, en dóttir hans,
Margarethe, söng sálma þá er
hinni framliðnu höfðu verið
kærir. Viðstaddir voru, ásamt
börnum hennar, margir tryggir
vinir. Þeir höfðu auðsýnt stöð-
uga hluttekningu og ástúð í
langvinnum veikindum frú Sig-
ríðar. Börnum hennar verður
það lengi minnisstætt. Þau votta
hér með djúpar og einlægar
þakkir vinum móður sinnar nær
og fjær. Eigi er unnt að nafn-
greina þá alla, en umhyggja og
framtak þeirra séra O. S. Thor-
laksonar og konu hans, ásamt
Jacks og Olive Brown, verð-
skuldar sérstaklega alúðar-
fylstu þakkir.
Nánustu ættingjar frú Sigríð-
ar, sem lifa, eru tvö börn —
Gunnar Benónýs, í Berkeley, og
frú Fay Kauzer, í Lafayette,
California. Barnabörn eru fjög-
ur: Linda og Luana Benonys og
Michael og Mark Kauzer. — I
Reykjavík býr ein alsystir, frú
Fanny Benónýs, og tvær hálf-
systur, Hjördís og Ólöf Helga.
Sigríður Benónýs var fædd 1.
júlí 1894 í Reykjavík á Islandi.
Þar ólst hún upp og átti heima
til fullorðins ára. Foreldrar
hennar voru þau hjónin Benóný
Benónýsson, kaupmaður, og ólöf
Þorsteinsdóttir, systir séra
Bjarna tónskálds og þeirra vel
þekktu systkina. Hún naut góðs
uppeldis og góðrar almennrar
skólamenntunar. I eðli sínu var
hún listræn kona og lagði fyrir
sig hljóðfæraslátt og söng alt
frá æskudögum. En sem at-
vinnugrein tók hún fyrir fata-
saum og var bæði snillingur í
höndunum og ötull verkmaður.
Hún var því prýðilega sjálfstæð
hvar sem hún fór.
Ung að aldri giftist hún í
Reykjavík Vilhelm Jakobsen,
Sigríður Benónýs
vel gefnum manni. Vegir þeirra
skildu eftir stutta sambúð. Þá
fluttist hún af landi burt og sá
fyrir sér og báðum börnunum
upp frá því. Hér á Kyrrahafs-
ströndinni hafði hún átt heima
eitthvað rúmlega 30 ár. Um
nokkur ár bjó hún í Seattle, þar
næst í Portland Oregon, en síð-
an í Berkeley. Þar höfðu bæði
hún og börnin komist vel áfram.
Þar féll hún einnig vel inn í fé-
lagsskap íslendinga, því að upp-
lagi var hún sérstaklega félags-
lynd, lífsglöð og frjálsleg í fram-
komu. Hún var ætíð sjálfsögð
við hljóðfærið þegar fólk kom
saman — og fljót að „taka lagið.“
Þegar hún var yngri tók hún
off þátt í sjónleikjum og til-
heyrði söngflokknum o. s. frv.
Söngrödd hennar var bæði ljúf
og skemmtileg.
Frú Sigríður heimsótti frænd-
ur og vini á ættjörðinni árið
1946 og dvaldi þar nokkra mán-
uði. Islands-stjórn sæmdi hana
Fálka-orðunni fyrir aðstoð veitta
námsfólki, er sótti Berkeley-
háskólann um tíma.
Lengi, lengi mun hennar
saknað úr hópi Islendinga suður
með ströndinni fögru — einkan-
lega „um sumardag er sólin
skín,“ og sungin eru lög að
heiman.
Jakobína Johnson
22. september, 1952.
DR. E. JOHNSON
304 Eveline Street
w SELKIRK, MAN.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m.
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441 '
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENIJE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgS,
bifreiSaábyrgb o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
FOR QUICK, RELIABLE SERVICE
Thorvaldson Eggertson
Baslin & Slringer
Barristers and Bolicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Dlstributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Office: 74-7151 Res.: 72-3917
Office Phone
92-4762
Res. Phone
72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur sá bezti.
StofnaiS 1894
Simi 74-7474
Phone 74-5257 70« Notre Dame Ave.
Opposite Matemity Pavilion
General Hospltal
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Office 93-3587
Res. 40-5904
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Building
364 Main St.
WINNIPEG CANADA
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hereinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viö, heldur hita frá aö rjúka út
meö reykum.—SkrifiS, simiö til
KELLY SVEINSSON
625 WaU Strcet Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Slmar: 3-3744 — 3-4431
J. WILFRID SWANSON & CO.
Insurance in aU its branches.
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
895 Sargenl Ave., Winnipeg
PHONE 74-3411
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Si. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St.
Winnipeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
Sérfrœðingcir < öllu, sem að
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
Sérfræöingur í augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 92-3851
Heimasími 40-3794
Comfortex
the new sensation for the
modern girl and woman.
Call Lilly Mailhews, 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings, 38 711.
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage wUl be appreclated
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Aecountant
505 Confederatlon Life BuUding
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barrisiers - Soliciiors
Ben C. Parker, Q.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadlan Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-3561
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Maniloba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
VAN'S ELECTRIC LTD.
636 Sargent Ave.
Authorized Home Appliance
Dealers
General Eleclric
McClary Electric
Moffat
Admiral
Phone 3-4890
Minnist
I3ETEL
í erfðaskrám yðar.
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
60 Louise Street Simi 92-5227