Lögberg - 20.11.1952, Page 5

Lögberg - 20.11.1952, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. NÓVEMBER, 1952 5 Ál 114 AHAI KVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON KVENNAÞING Manitoba Hospital Auxiliary Association Eftir MRS. ANDREU JOHNSON ’ Miðvikudaginn 22. október ' voru um 120 konur gestkom- andi á Deer Lodge spítalanum í Winnipeg; voru þær erindrekar á þingi Manitoba Women’s Hospital Auxiliary Association. Var þetta upphaf þingsins, sem setið var á Royal Alexandra hóteli daginn eftir. Okkur var fyrst sýnd deildin þar sem líkamsæfingar voru iðkaðar; er ósköp að sjá hve sjúkdómar geta umbreytt lík- láma mannsins, svo sem polio, gigt, arthritis o. fl.. — Næst var litið inn í starfs- stofuna þar sem sjúklingarnir voru við vinnu; vakti það undrun að sjá hve mikið þeir gátu gert þótt fatlaðir væru, sérstaklega einn, sem sat við vefnað, voru hendurnar kreptar og höfuðið hallaðist, en hann sýndist samfc ánægður við starf sitt og vefn- aðurinn var vel gerður. 1 her- berginu voru ágæt og hentug borð, skápar, stólar og einnig voru þar húsgögn í smíðum. Við fórum í herbergi skó- smiðsins; hann sýndi okkur mörg líkön er steypt höfðu verið af fótum sjúklinganna, sneið hann ,skó eftir þeim og útbjó skóna þannig að sem minst bæri á því að sjúklingurinn væri fatlaður á fæti. Næst fórum við inn í stofu þar sem gervilimir voru búnir til; voru báðir mennirnir, sem litu eftir þessari deild fatlaðir; annar var með gervifót en hinn með gervihendi; voru þessir limir svo haganlega gerðir, og þeir hreyfðu þá svo eðlilega, að vart var hægt að greina að hér væri um gervilimi að ræða. — Þessi stofnun er fyrir aftrur- komna hermenn og konur; er ánægjulegt að vita að þeir njóta þessara hlunninda og að þeir eiga þarna hæli þar sem alt mögulegt er gert til þess að gjöra þeim lífið bærilegt. Að síðustu skoðuðum við eld- húsið og borðstofuna; eru þar öll þægindi og matur af beztu tegund framreiddur. Þeir sem þarfnast sérstakrar fæðu — special diet — hafa eigin borð- stofu og eldhús, þar sem fæðan er matreidd samkvæmt þeim reglum er sjúkdómar þeirra krefjast. — Á þessu hæli eru um 500 sjúklingar rúmfastir og var okkur ekki leyft að sjá þá. Við vorum gestir Manitoba Red Cross, og eftir að við höfð- um skoðað Deer Lodge spítal- ann var okkur boðið til Red Cross Lodge handað við götuna og veitt þar te og smurt brauð. Red Cross Lodge er yndislegur staður; þar eru haldnar sam- komur fyrir vistfólkið á Deer Lodge hælinu og þar eru setu- stofur fyrir það, þar sem það getur setið í þægilegum stólum og skemt sér við lestur, spil, tafl, samtal o. s. frv. Þetta er einn þáttur í hinu mikla líknar- starfi Rauða Krossins. Öll þjón- usta þarna' er gefin; konur koma þangað dag eftir dag til að reyna á einhvern hátt að draga úr böli þessa fatlaða fólks; við töluðum við eina konu, sem hafði starfað á Red Cross Lodge í 25 ár. Ævi sjúklinganna á Deer Lodge spítalanum myndi vera mun daprari, ef þeir ættu ekki þenn- an griðastað þar. — Þegar komið var í hótelið held ég að allar konurnar hafi þakkað Guði í kyrrþey fyrir að mega sjá, heyra, ganga og starfa; varð þessi heimsókn konunum áminning um að starfa með aukinni orku að viðhaldi spítal- anna og velferð þeirra. — Um kveldið klukkan 7 söfn- uðust konurnar saman við kveldverð í Tea Lounge á hótel- inu; ræðukona kveldsins var Miss Alice Mair, M. C. S< P., Canadian Arthritis and Rheu- matic Society, en Mr. Kerr Wilson söng og stjórnaði 40 stúlkna söngflokk. Að því loknu fóru fram starfsfundir til að undirbúa þingið, sem var form- lega sett morguninn eftir og sátu það um 140 konur. 1 Manitoba Hospital Auxiliary Association eru 64 deildir um alt fylkið og voru þarna samankomnir full- trúar frá 60 af þessum deildum; bar þetta vott um mikinn áhuga hjá deildunum, en aðalstarf þeirra liggur ef til vill í því að vekja hjá fólki áhuga fyrir því að styðja og styrkja sína héraðs- spítala, og að það verði þeim metnaðarmál, að þeir verið sem fullkomnastir. — Þingið hófst kl. 9 á fimtudags- morgun með stuttri bæn. Ávarp forseta, Mrs. W. P. Fillmore fjallaði um starf hennar á árinu; ritari, Miss McLeod flutti yfir- lit yfir starf deildanna í hejld. Síðan lásu erindrekar skýrslur sínar; voru þær margar og mis- munandi. Kom fram óánægja hjá mörgum yfir því að konur eru ekki í spítalanefndum; höfðu sumar fengið að sitja fundi spítalanefnda en fengu ekki að greiða atkvæði. — Allar deildir höfðu unnið að því að afla pen- inga fyrir spítalana; höfðu flest.- ar þeirra tekið þátt í The White Cross Drive og á þann hátt aflað fleiri þúsunda dollara. General Hospital fær skerf af þeim sjóði, því kvenfélag þess spítala tekur einnig þátt í þessu starfi. Ef til vill er “Silver Tea” auð- veldasti vegurinn til að safna fé fyrir deildirnar. Á hverju hausti safna deildir matvælum fyrir spítalana — garðmat af öllu tagi, niðursoðnum ávöxtum, eggjum, smjöri, hænsnum og kjöti og er þetta mikil hjálp. Sumar deildir kaupa sykur og ávexti og sjóða niður fleiri tugi potta. Alt þetta starf deildanna er mikilvægur þáttur í velferð spítalanna, enda sagði Hon. Ivan Schultz, fyrverandi heilbrigðis- málaráðherra Manitobafylkis: — „Við höfum nú bætt við 1500 sjúkrarúmum í Manitoba og hefir ykkar mikla starf átt sinn þátt í því framtaki;“ og óskaði hann þess að sú samvinna héldi áfram í framtíðinni. — Mrs. J. M. George frá Morden var gerð að ævifélaga þéssara samtaka og afhenti Mrs. Garnet Coulter henni skírteinið, en Mrs. D. L. Campbell, Mrs. Coulter og Mrs. A. H. S. Gillson eru heiðurs- félagar. Auk okkar félags héldu þrjú önnur heilbrigðismálafélög fylk- isins ársþing sín þessa sömu viku, en það voru: Associated Hospitals of Manitoba, The Manitoba Association of Regi- stered Nurses og Medical Record Librarian Association of Mani- toba. Var haldið General Con- ference Banquet á fimtudags- kveldið; þar flutti Edwin L. Crosby, M.D. snjalla ræðu um starf sitt þegar hann var forseti stærstu spítalasamtakanna í Bandaríkjunum; hann starfaði við John Hopkins spítalann í 17 ár. Hann lauk máli sínu með þessari setningu: „Þú sjálfur og spítali þinn eruð hluti af mestu stóriðju heimsins.“ Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 Akureyrar. Erling Blöndal Bengtson er aðeins tvítugur að aldri, en hefir að undanförnu verið kennari í cello-leik við Curtis-tónlistarháskólann í Fíla- delfíu, og er nú ráðinn hjá kon- unglega tónlistarskólanum í Kaupmannahöfn. ☆ Landssmiðjan í Reykjavík er nú að hefja framleiðslu á áburð- ardreifara, sem ráðsmaðurinn á Hvanneyri, Guðmundur Jó- hannesson, fann upp og notaður hefir verið á Hvanneyri. Dreif- ari þessi hefir þann kost fram yfir erlenda áburðardreifara, sem hér hafa verið notaðir, að hann hleður sig sjálfur og er mjög fljótvirkur. Hann er tengd- ur við dráttarvél. í ráði er að smíða 50 slíka dreifara í vetur, en til mála kemur að framleiða enn fleiri, ef svo margar pant- anir berast. ☆ Vinnufatagerðin í Reykjavík tók í sumar við rekstri Sútunar- verksmiðjunnar þar, og hefir tekist fyrir atbeina ungversks efnafræðings, sem þar starfar, að verka gæruskinn svo vel, að þau þola nú bleytu, þvott og þurrkun í 50 til 60 stiga hita, en áður bar á því að sútuðu skinnin, sem notuð eru til fóðurs, eyðilegðust ef flíkurnar gegn- blotnuðu og væru siðan þurrk- aðar við hita. Vinnufatagerðin hóf fyrir fimm árum framleiðslu á kuldaúlpum, fóðruðum gæru- skinnum og hefir eftirspurn eft- ir þeim vaxið ár frá ári, og að haustinu og fyrri hluta vetrar hefir verksmiðjan naumast við. ☆ Um helgina var tekin í notk- un ný brú á Skaftá hjá Kirkju- bæjarklaustri, gerð úr járn- bentri steinsteypu. Brúarhafið sjálft er 23 metrar. ☆ Vélsmiðjan Héðinn í Reykja- vík átti nýlega 30 ára starfsaf- mæli. Stofnendur hennar voru þeir Bjarni Þorsteinsson og Markús ívarsson, og settu þeir smiðjuna á stofn til þess að ann- ast viðgerðir togara og annarra fiskiskipa. Síðan voru færðar út kvíarnar og tekið að smíða verk smiðjuvélar í sambandi við vax- andi fiskiðnað. Forstjóri Héðins nú er Sveinn Guðmundsson. Þar vinna 200 manns. Fyrsti diesel- hreyfillinn, sem smíðaður hefir verið hér á landi, var smíðaður í vélsmiðjunni Héðni í sumar. ☆ Rúmlega hundrað brezkir skíðamenn hafa spurst fyrir um það, hvort unnt yrði að taka á móti þeim á Akureyri til dvalar þar við vetraríþróttir í marz- mánuði. Þeir gera ráð fyrir að koma í tveimur hópum. Áhuga- menn um mál þetta á Akureyri boðuðu fyrir nokkru til fundar og var þar samþykkt að undir- búa stofnun félags, sem vinna skal að því að bæta skilyrði til þess að veita erlendum ferða- mönnum nauðsynlega fyrir- greiðslu. ☆ Á Fljótsdalshéraði hefir tals- vert verið unnið í haust að jarð- rækt og byggingum. Mörg hús eru þar í smíðum, bæði íbúðar- hús og peningshús, og byrjað er á grunni að allstóru húsi fyrir póst og síma á Egilsstöðum. í Reyðarfjarðarkauptúni hafa í sumar veriá reist fjögur hús auk þess að fullgerð hafa verið eldri hús. Reist hefir verið þar hús yfir áhöld til brunavarna og brunaliði verið komið á fót. Þar hefir einnig í haust verið gerð- ur grunnur að félagsheimili hreppsbúa. Það hús verður 360 fermetrar og er áætlunarverð þess 900.000 krónur. ☆ Ársþing Bandalags æskulýðs- félaganna í Reykjavík var sett í fyrrakvöld og var Sigurgeir Sigurðsson biskup einróma kjör- inn fyrsti forseti þingsins. Gunnar Gunnarsson rithöfund- ur hefir að undanförnu verið á upplestrarferðalagi um Þýzka- land og Austurríki. Hinn 24. október las hann úr nokkrum skáldsögum sínum í menningar- félaginu „Der Kreis“ í Vínar- borg. ☆ Nýlega var haldið þing nor- ræna tónskáldaráðsins í Stokk- hólmi og var þar samþykkt að tillögu forseta ráðsins, Jóns Leifs, að halda norræna tónlist- arhátíð í Reykjavík 1954 á tíu ára afmæli íslenzka lýðveldisins. Flutt verða þar bæði gömul og ný norræn tónverk, en dagskrá verður endanlega ákveðin á næsta fundi tónskáldaráðsins, sem halda skal í Osló í vor. ☆ Nýlega var stofnuð bókaút- gáfa til þess að gefa út rit Krist- manns Guðmundssonar, og nefn- ist hún Borgarútgáfan. Fyrsta bókin, sem hún gefur út, er síð' ara bindi skáldsögunnar Þok- unnar rauðu. Þá er fyrirhuguð heildarútgáfa á ritum Krist- manns, og kemur fyrsta bindið í næsta mánuði, smásögusafn er nefnist Höll Þyrnirósu. Nú eru liðin 30 ár síðan fyrsta bók Kristmanns kom út, ljóðabókin Rökkursöngvar. ☆ Bókmenntafélagið Mál og menning í Reykjavík hefir fært út starfsemi sína og kom í gær út kjörbókaflokkur félagsins, sem í eru 10 bækur, og geta menn kosið sér nokkrar þeirra fyrir tiltekið gjald eða allar. í þessum flokki eru m. a. þrjár ljóðabækur, eftir þá Jóhannes úr Kötlum, Guðmund Böðvars- son og Snorra Hjartarson, Dag- bók í Höfn 1848 eftir Gísla Brynjólfsson, og Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar. Verzlunarráð Islands hefir byrjað útgáfu blaðs, sem nefnist Ný iíðindi. Blað þetta kemur út hálfsmánaðarlega og á að flytja greinar og upplýsingar um við- skiptamál og gera grein fyrir af- stöðu verzlunarstéttarinnar til þeirra rnála, sem á dagskrá eru á hverjum tíma. Árni Pálsson prófessor lézt í Reykjavík í fyrradag, 74 ára að aldri. Húsakynni hvergi betri en þar sem bezt er hér Vestur-lslendingurinn Skúli Hrútfjörð, er dvalið hefir á landi hér siðan í byrjun á- gústmánaðar í sumar, ferð- ast um landið og kynnt sér búnaðarhætti í s 1 e n z k r a bænda, fer vestur um haf í dag. Hefir hann samið skýrslu um íslandsför sína og sent landbúnaðarráðu- neytinu. Skúli Hrútfjörð er starfsmað- ur háskólans í St. Paul í Minne- sota og fæddur vestan hafs, en faðir hans og móðir komu af ís- landi. Var faðir hans ættaður úr Laxárdal í Dölum, en átti síðast heima að Fögrubrekku í Hrúta- firði, en móðir hans var úr Vatns dal og ólst upp að Böðvarshólum með Bríet Bjarnhéðinsdóttur. Blaðamaður frá Tímanum átti í gær tal við Skúla Hrútfjörð og spurði hann, hvað honum virtist, að einkum þyrfti að færa til betri vegar í búnaðarmálum Is- lendinga. — Það er erfitt um að dæma fyrir mann, sem þekkir landið ekki meira en ég, og sjálfsagt bý ég ekki yfir neinum úrræð- um,.er ekki hafa áður borið á góma á Islandi. En mér virðist, að það mundi borga sig að leggja meira í tilraunir og rannsóknir og tilraunastöðvarnar, sem nú eru, ættu að hafa meira sam- starf. Breytingarnar eru örar og þær munu halda áfram að yerða það, og margt nýtt, sem þarf Háskólaselning í dag: Tveir blaðamenn við guðfræðinám, veðurfræðingur les læknisfræði að reyna að kanna, hvernig það á bezt við á íslandi. ísland er að mörgu leyti líkt því, sem ég gerði mér í hugar- lund og víða sá ég vel búið, hvaða mælikvarði sem lagður er á það. Framfarirnar hafa orðið gífurlegar síðustu 25 árin og skili eins áfram næstu 25 ár, verður svipur á íslenzku bænda- býlunum. Eitt af því, sem kom mér á óvænt, voru hin frábæru húsa- kynni, sem nú eru víða orðin í sveit á íslandi. Þau eru ekki til betri annars staðar, þar sem ég þekki til. Annað voru bækurnar. Bækur eru hvergi í slíkum há- vegum hafðar sem hér á íslandi og vitnar um víðan sjóndeildar- hring og menningarþroska. —TÍMINN, 24. okt. Háskólinn verður settur með mikilli viðhöfn í dag með há- skólahátíð, er hefst kl. tvö. Eru að þessu sinni innritaðir um 690 stúdentar, og er það heldur færra en innritað var um þetta leyti í fyrra. Blaðamenn meðal háskóla- stúdenta Það mun vekja nokkra at- hygli, að meðal háskólastúdent- anna eru menn, sem ekki hafá verið við nám árum saman og eiga stúdentsprófið langt að baki. Þannig hefir Thorolf Smith blaðamaður innritazt í guðfræðideildina og honum til samlætis er þar annar blaða- maður, Bjarni Sigurðsson frá Straumi, sem að vísu innritaðist seint í fyrravetur, og áður hafði lokið lögfræðiprófi. Björn L. Jónsson í læknadeild Björn L. Jónsson veðurfræð- ingur er að þessu sinni innritað- ur í læknadeild háskólans. Hann er sem kunnugt er einn af for- ustumönnum náttúrulækninga- stefnunnar og hefir mjög gefið sig að læknisfræðilegum efnum. Mun hann nú hugsa sér að Ijúka læknisprófi. Starfsmenn hjá tollstjóra Þrír starfsmenn úr skrifstofu tollstjóra eru meðal háskólastú- dentanna, en þeir hafa þegar lokið nokkrum hluta háskóla- náms síns. Óskar Finnbogason og Grímur Grímsson, sem lauk stúdentsprófi fyrir tuttugu ár- um, lesa báðir guðfræði, báðir fjölskyldumenn. Þriðji starfs- maðurinn úr tollstjóraskrifstof- unni, Friðrik Diego, sem er átján ára stúdent, les ensku. Útlendir stúdentar Útlendir stúdentar í háskól- anum eru nokkrir. Meðal þeirra eru styrkþegar ríkisstjórnarinn- ar, sem eru fimm — íri, Spán- verji, Þjóðverji, Englendingur og Svisslendingur. Allmargir norskir stúdentar eru í lækna- deild eins og í fyrra og hefir einn nýr bætzt við. Einn fær- eyskur stúdent er og í háskól- anum, þýzk stúlka og Banda- ríkjamaður. Loks má geta þess, að Tékkinn Karel Vorovka les þar guðfræði. —TIMINN, 25. okt. Ferðadúfurnar . . . Framhald af bls 4 og - hvar, en jafnan hefir það reynzt á misskilningi byggt. Og það er eins og menn skammist sín fyrir það að hafa útrýmt þessum fallegu fuglum. Þess vegna koma fram alls konar getgátur um hvarf þeirra. Sumir segja að hinir miklu hópar hafi orðið fyrir fellibyl, meðan þeir voru á flugi yfir vötnunum miklu og drukknað þar miljón- um saman. Aðrir segja að þær muni hafa farizt á leið sinni suður yfir Mexicoflóa, er þær voru á leið til Suður-Ameríku. En sannleikurinn er sá, að mennirnir útrýmdu þeim, eins og þeir hafa útrýmt ýmsum öðrum líftegundum hér á jörð. Menn, sem sáu að hverju fór, reyndu að fá því framgengt að sett væru friðunarlög fyrir fuglinn. En almenningur trúði því ekki að hægt væri að út- rýma fuglinum. Friðunarfrum- varp kom fram á þingi í Ohio, en var fellt á þeim forsendum, að fuglinn þyrfti engrar vernd- ar, viðkoman væri svo mikil, að ekki væri unnt að útrýma honum. Reynslan hefir sýnt annað, en nú er of seint að reyna að bæta úr því. —Lesb. Mbl. YOUR GUIDE TO m Símnot í sameiningu gera það að verkum, að vér getum veitt þúsundum fjölskyldna sím- þjónuslu, er að öðrum kosti yrðu með öllu án hennar. Hér eru nokkur dæmi — er sýna hve yður er auðvelt og nábúa yðar að njóta bættrar síma- aígreiðslu: • Svarið símanum eins fljótt og verða má • Hlustið áður en þér byrjið samtal • Sé um nauðsyn að ræða látið nábúa yðar fá þegar afnot af símanum • Látið viðtöl vera eins slutt og hugsanlegl er mnniTOBR TEbEPHonE sysTEm 52-7

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.