Lögberg


Lögberg - 20.11.1952, Qupperneq 7

Lögberg - 20.11.1952, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. NÓVEMBER, 1952 7 MAGNÚS ÞÓRARINSSON: SAMKOMURÆÐA flult í Suðurnesjamannafélagi í Reykjavík s.l. vor petta skemtileg-a og snjalla erindi kom séra Eiríkur S. Brynjólfsson með sér af íslandi i sumar og siendi Lkigbergi það til birtingar. —Ritstj. Góðir Suðurnesjamenn og konur! Það var á dögum barninganna að þeir voru illa liðnir, sem ekki vildu ganga á árar, þegar aðrir lögðu sig alla fram. Ég hefi fengið tilmæli frá for- menskunni á félags-fleytu Suð- urnesjamanna um að leggja einu sinni út ár, og ætla ég að vísu að verða við tilmælunum, þó eigi sé til annars en sýna hve lítill liðsmaður ég er. Ég ætti víst eftir atvikum, helzt eitthvað að segja um Loka-. daga; þeir voru að vísu merkis- dagar, en fátt hefi ég markvert frá þeim að segja, annað en söknuð okkar unglinganna eftir þennan mikla missir bráð- skemtilegra manna í einum svip. Fátt var eftir nema gamla fólk- ið, krakkarnir og kvenfólkið, sem ætíð er ómissandi. Sjómennirnir voru alstaðar að af landinu, þó mest úr austur sveitum og að norðan. Ungir, menn, greindir og glæsilegir, gengu í augu ungra stúlkna og gagnkvæmt; nokkuð margir tóku sér bólfestu af þeim sökum þar syðra. En fárra kosta var völ á þeim tíma um glæsilega framtíð. — Varð flestum það fyrir að byggja kot í einhverj- um túnjaðrinum, róa svo á veg- um heimabóndans, en fara í kaupavinnu að sumrinu. Aðrir útvegir voru varla til. Aðrir rosknari sóttu fjölskyldu sína, sem var við hokurbúskap ein- hvers staðar á magurri jörð og flutti til sjávarsíðunnar. Flestir þessara manna byggðu einnig kot. Þau voru um 40 kotin (og tví- býli á sumum) á Miðnesi undir aldamótin, sem byggð voru á þessu líkan hátt, flest á árunum 1880—1900. Hin grimmasta barátta var háð í kotum þessum við fátækt og bágindi, basl og böl. — Um aldamót var farið að rofa til á ýmsan hátt. Margir sóttu þá sumar-atvinnu til Austfjarða með góðum árangri og skúturn- ar tóku hugi margra. — Árroði nýs tíma kom róti á hugi manna, einkum þeirra yngri, sem marg- ir fluttu burt. Gamla fólkið varð eftir sumt, annað fylgdist með. — Kotunum tók að fækka, og nú eru þau öll í eyði komin gömlu kotin og nöfnin týnd af tungum flestra. Aðeins eltt ein- asta mun enn skráð í kirkju- bækur, það er Stöðulkot (eitt af þremur með því nafni) en þar stendur nú lítið steinhús. Lokadagur! — Það er endir vetrarvertíðar á Suðuríandi. En varla er endir nema upphaf sé, upphaf vetrarvertíðar var á Kyndilmessu, 2. febr., þá átti hver að vera kominn til skips, eða að sínum keip, eins og það var orðað þá. Milli kyndilmessu og lokadags (11. maí) eru 99 dagar að báðum meðtöldum, en 100 dagar ef hlaupár er. Það var vertíðin. Vil ég nú reyna að segja frá einhverju um vertíðarnar á ár- unum 1885—1905 og aðeins frá Miðnesi, það er mér bezt kunnugt. Þau munu hafa verið 20—25 stórskipin, sem gengu frá Mið- nesi á þessum árum. Áttæringar fáeinir með 10—11 mönnum. Tíæringar margir með 12—14 mönnum og tólfæringar nokkrir með 16—18 mönnum. Tvö skip- in báru af öðrum að stærð, voru það skip þeirra bræðranna, Hákonar á Stafnesi og Tómasar í Gerðakoti, enda höfðu þeir á skipum sínum 19 manna áhöfn, en skiptu í 23 hluti; þeir tóku 4 hluti dauða, sem kallað var, en hin skipin flest eða öll 3 hluti. Dauðir hlutir voru það kallaðir, sem eigandi og útgerðarmaður fékk fyrir skip, veiðarfæri og út- gerð alla. Eigi var sjór mjög fast sóttur í útsynnings hroðum og brimsvaða, en því meir í land- áttum — austanátt og land- nyrðingum — þó allhvasst væri. Skip þessi voru sjóborgir á þeirra tíma vísu, og mátti segja að á skipunum væri valinn mað- ur við hverja ár, því fjöldi að- kominna manna úr sveitum austan og norðan voru harðdug- legir menn. Það var heldur ekki heiglum hent að róa á þessum skipum, þau voru há á vatninu, einkum tóm, og varð því að hafa langar árar, einkum framarlega á skipi til þess að ná ofan í sjó- inn, og að sama skapi gildar og þungar. Þessi skip voru eigi góð til siglinga, með því að lítið var til seglbúnaðar vandað fyrir sunnan Garðskaga í þann tíma, það varð því að treysta á árarn- ar og hrausta háseta. En eftir útróður að morgni, andóf allan daginn, og stundum margra tíma barning heim að kveldi, var margur með lúna handleggi, en lófa sára og siggaða. Það mundi kölluð galeiðuþrælkun nú, og mörgu meira logið. Eigi voru önnur veiðarfæri notuð þá en handfæri í Miðnes- sjó. Aðalveiðisvæðið fyrst fram- an af vertíð var Stafnesdjúp. Keilir frá Stafnesi og suður um brún, en á djúpmiðið Rauðhóll, Vörðufell, Stampar, Sílfell og einstaka skip komst fram Þrúð- ur til reynslu. (Öll þessi örnefni eru á Reykjanesskaga, en mið- uð við Hafnaberg). En oft var í fyrsta róðri ekki komið á skipt- um, það hafðí fengist minna en einn í hlut, þó setið væri allan daginn, jafnvel færri fiskar en menn voru á skipi, en þó gömlu mönnunum þætti sárt að þver- skera þorsk voru þó bútaðir í sundur stærstu þorskarnir, svo allir gætu bragðað nýjan fisk, sem kannske hafði ekki sést um lengri tíma. Fiskui^ var oftast sáratregur þangað til síli var gengið. En hann kom með sílinu og æddi þá upp á grunn, var oft uppi í sjó, handóður, einkum í sílis- hnöppunum. Þá var gott til sóknar frá Stafnesi í norðlægum áttum, er sílið og fuglferðin var utan við Urðina og jafnvel inni á Gjá, voru þá oft tví- og þríhlaðin stórskipin á dag, enda segja annálar oft frá miklum afla á Stafnesi, og þangað átti auðmenska stórbændanna á Suðurnesjum mest rætur að rekja, sem hinar ágætu fisk- veiðar oft voru. Skip af inn-nesi fengu þá fiskinn í Hvalnespollum og alt norður á Skörð (út af eyrinni). — Þá var oft blómlegt í Flanka- staðavörinni, gengu þaðan 4 stór skip eða 5. Auk þorskaflans voru stórar breiður af lúðu með hvítu hliðina upp um allan kampinn, var hún soðin nær eingöngu á flestum heimilum stórum og smáum, en tilbreyting var stundum gjörð með fúlgu af kútmögum. Það, sem ekki var torgað af lúðunni, var hengt á rár í sundin milli húsanna í bæjarröðinni, eignuðust bænd- ur þannig rikling í vættatali og seldu sveitamönnum á 2 krónur fjórðunginn (40 aura kg), þetta var þó mest í vöruskiptum fyrir sveitavörur. Rafabelti voru hengd í eldhús og notuð um páskahelgi og til annara hátíða- brigða, enda hátíðamatur. Þegar sílið var hlaupið af, varð aftur aflatregða, var þá hætt að róa stórskipunum, um og út úr góulokum, en skips- höfnum þeirra skipt á smærri skip, sexmannaför, fjögramanna- för og jafnvel tveggjamannaför, ef svo stóð á um mannfjölda. Var þá einn eða tveir af beztu hásetunum dubbaðir upp til for- mensku á smærri skipin. Hvert af þessum smáskipum lagði þá eina eða tvær trossur grásleppu- netja, til þess fyrst og fremst að fá beitu, því nú skyldi liggja við stjóra á grunnmiðunum og beita ræksnum, — en svo voru nefnd innýfli grásleppunnar — vitjað var um netin um leið og farið var í róður, því ræksni urðu að vera alveg ný. Ef vitjað var um netin kvöldinu fyrir, var beitan talin gömul og ónýt — og var raunar reynsla fyrir þessu. — Það hefir ætíð verið mikið á- hugamál góðra fiskimanna með handfæri að hafa fallega og vel lagaða öngla, voru þeir heima smíðaðir, oftast frá járnsmiðum í Reykjavík. Voru stærri önglar notaðir fyrri part vertíðar og á sílfiskinn. Ræskna-önglar voru með sama lagi en talsvert minni, var það víst gjört til beitu- sparnaðar. Bezta ræskna-öngla þóttist ég fá frá Daða í Baia, ég held að þeim hafi fylgt gæfa eins og hringunum frá Sigur- þór, enda veit ég að mínir öngl- ar voru af hendi látnir með góð- um huga. Þegar byrjað var með ræskni varð hver maður að snúa sér beituþráð, og annan í vestisvasann til vara, því nú þurfti að binda grásleppuhrogn- ið á öngulinn. Var beituþráður- inn 3 kvartil eða ca. 50 centi- metrar tvöfaldur hörtvinni saman snúinn. Oft vildi þessi ör- mjói þráður flókna, ekki sízt ef steinbítur hafði tuggið og snúið, var oft kaldsamt á útmánuðum í frosti og morgun-næðing að greiða þráðinn og grufla innan í grásleppuna berhentur. Róið var á næturnar kl. 2—3 , vitjað um netin og svo haldið áfram út á Skörð eða Hvalsnespolla og set- ið þar um hentugleika, yfir annað hvort flóð eða fjöru, tregt var oftast meðan straum- ur var, en hrota meiri eða minni um straumaskipti, stund- um var legið yfir tvo hentug- leika og aflaðist þá auðvitað meira, en þeir, sem það gerðu, voru kallaðir „setuhundar." Fram yfir 1890 þektist ekki annað á Miðnesi en stjórar að liggja við, það voru valdar hell- ur ílangar, oftast þynnri í annan endann, þar klappað ferhyrnt gat og tvöfaldur kaðalhanki dreginn í gegn, en spýtukubbur rekinn með, sem hélt hankan- um föstum. Svo stórir voru þeir stjórar og þungir, sem fylgdu stærstu skipunum, að þeir voru ekki bærir nema hraustustu mönnum, og urðu þá að minsta kosti tveir að lyfta, oft voru þeir líka bornir á bör- um að og frá skipi. — Margar ófagrar bænir voru þuldar yfir drjólum þessum hvenær, sem við þá þurfti að fást. Höfðu menn stundum við orð, er stjórarnir komu að kinnung eftir erfiðan drátt, að setja „sýslúmanninn" á hankann — en svo var skips- hnífurinn nefndur — hann hefir oft verið látinn „úrskurða“ það er „skera úr“ veiðarfæraflækj- um milli manna og skipa, en það er önnur saga, sem alltaf er að gerast. Svo voru teknir upp drekar (smáakkeri) með 3—4 föðmum af keðju, voru þeir miklu auðveldari í meðförum. En dýrt þótti á þeirri tíð, og var raunar, að missa drekann, en það kom oft fyrir því þeir voru gjarnir á að festast á hraun- botni, sem alls staðar er í Mið- nessjó. Aldrei var matarbiti hafður með á sjóinn, á þessum árum, þó sitja ætti allan daginn. Nokkr- ir höfðu þó drykkjarkút, aðrir ekki. Ég hefi nú í stórum dráttum lýst vertíð á Miðnesi frá því að ég man til og fram undir alda- mót. Þessu lík mun hún hafa verið um langa tíð, en nú fóru stórar breytingar í hönd. Það var árið 1897 eða 8 (man ekki hvort, og get ekki séð það í blöðum þeirra tíma) að við vorum á stórskipunum snemma vertíðar með færi, sem venja var. Góð var tíð og daglega róið, en afli sáratregur. Sáum við þá dag eftir dag sexmannaför koma siglandi upp úr norðurdjúpinu hlaðin af fiski. Brátt fréttist að nokkrir innan menn (en svo voru þeir nefndir, sem voru innan fyrir Garðskaga) hefðu róið suður í djúp með lóð og fengið hlaðafla. Varð nú uppi fótur og-fit. Voru flestir áfjáðir að taka upp lóð. En andúð mikil kom frá nokkrum stórbændanna (varð um það meira hark en hér var nefnt) þeir töldu það mikið ógæfuspor að innleiða lóðanotkun í Miðnessjó. Veiðar- færi þessi væru mjög dýr, en í straumi, öldusjó og á hraun- botni, sem alls staðar væri á okkar veiðisvæði mundi tapast miklu meira í veiðarfærum ei} aflinn gæfi. Auk þess mundu menn hanga í lóðinni í brima- samri veiðistöð þangað til allt væri ófært, og mundu slys mjög aukast af þessum sökum. — Meðan í þessu stappi stóð voru þó margir að sétja upp lóðir. Og skriðan hljóp af stað og varð ekki stöðvuð. Fylgdust þá allir með orðalaust og einnig þeir, sem áður fordæmdu. — Breyt- ingin var mikil og góð. Miklu meiri afli og birta í hugann. Hefir lóð verið aðalveiðarfæri Miðnesinga síðan, sem kunnugt er. En lóðin hafði aðra stórbreyt- ingu í för með sér. Menn sáu fljótt að stórskipin voru svo mannmörg að áhöfn þeirra nægði á tvö sexmannaför. Stór- skipin þurftu þess vegna helm- ingi lengri lóð til þess að svara sömu hlutar upphæð. Eftir 2 ár voru allir búnir að breyta til. Nokkrir, sem áður gerðu út eitt stórskip, gerðu nú út tvö sex- mannaför. — Þannig útrýmdi lóðin gömlu sjórskipunum fyrir fullt og allt um aldamótin síð- ustu. Voru þau sett í hróf og grotnuðu niður sum, en nokkur voru seld til kauptúnanna sem uppskipunar-skip. Þá má geta þess hér að árið 1900 voru þorskanet fyrst lögð í Miðnessjó. Gjörði það Arni Geir Þóroddsson, sem nú er ný- látinn, fjörgamall heiðurs- maður, sem allir Suðurnesja- menn kannast við. Árni gerði út skip sitt þessa vertíð fyrir sunnan, og hafði viðlegu á Staf- nesi. Dag einn í útsynnings hroða, en þó færum sjó og lygn- andi, var fuglferð mikil við Stafnestanga. Loðnan var kom- in. Ef netin mín væru nú komin út á sílferðina, segir Árni, fengi ég þau full af fiski í fyrramálið. Honum var svarað: Ef þú legg- ur netin þín hér, sérðu þau al- drei framar! Var mér sagt að veðmál hefði orðið um þetta, sem ég veit ekki meira um, en Árni gekk til Keflavíkur með alla sína menn, sótti netin og lagði um kvöldið, að morgni var þessi eina trossa, (sem allt bendir til að hafi verið stutt) svo full af fiski að skipið tók ekki allan aflann. Síðan hefir þorskanetum aldrei verið mót- mælt í Miðnessjó, en sjaldan er Framhald á bls. 8 aiíllll!lll[|[|lillllill|[||||||||||llllllllllllllllll||[ll||||IIIH|[»||||||||lllll||[||||||||!l||| ...........................................Illllllll...............................................................................................................................................................I................................................................................................ BIFREIÐ ER NAUÐSYNLEG í CANADA Vegna yiðskípta Vegna ánægjunnar Vegna ferðalaga Nú er hinn hentugi tími til að færa sér í nyt verðið fyrir áramólin. The Hillman Minx Veita yður: Nýtízku gerð og þægindi Lágt innkaupsverð Lágan starfrækslukostnað Smíðaðar af BREZKUM SNILLIHÖNDUM Veitið athygli þessum sérkostum; Hin aflmikla “Econimaster” vél Fögur nýtízku gerð Altrygg samfeld bygging Ákjósanleg ferðaþægindi Gagnsætt skygni 11 kúbikfeta geymsluhólf Fullkomnar 2 óbliandi vetnishemlur Vísindalega viðurkend geislaljós Rými eins og í stórum bílum — léttir bílar í meðförum 7 lita snyrtileg samstæða Finnið næsta Hillman Minx bílasala nú þegar HILLMAN A PRODUCT OF THE ROOTES GROUP ROOTES MOTORS (CANADA) LIMITED • MONTREAL • TORONTO • VANCOUVER

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.