Lögberg - 04.12.1952, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. DESEMBER, 1952
Merkir íslenzkir gestir
heimsækja landana í Seattle
Það er sannarlega vert að
minnast lítið eitt á þá merku
íslenzku gesti, sem hafa heim-
sótt okkur landana hér í Seattle
á þessu nýliðna sumri og hausti.
Þá er þar fyrst að telja herra
prófessor Finnboga Guðmunds-
son, sem hingað kom 29. júlí s.l.,
eftir að hafa haldið aðalræðuna
á íslendingadeginum í Blaine.
Þetta sama kvöld, sem pró-
fessorinn kom hingað, var hon-
um haldið veglegt samsæti, sem
íslendingadagsnefndin í Seattle
stóð fyrir.
Samsætið fór fram í hinu stór-
myndarlega og velþekta heimili
frú Jakobínu Johnson, hinnar
velkunnu skáldkonu og rithöf-
undar. Stóru stofurnar í húsi frú-
arinnar urðu fljótt vel skipaðar
með um eða yfir 60 broshýrum
og ánægjulegum löndum, sem
fyltu húsið. Frú Jakobína hafði
því nóg að gera nokkrar fyrstu
mínúturnar við að kynna pró-
fessorinn persónulega öllum
gestunum, enda var frúin hýr
á svip, og auðsjáanlega átti slík
gestakoma vel við hana, og mun
það ekki hafa verið nýtt, að þar
væri gestkvæmt og glatt á hjalla,
því heimilið er orðlagt fyrir
gestrisni og vingjarnlegar mót-
tökur.
Kl. 8 um kvöldið hófst dynj-
andi söngur undir stjórn Tana
Björnssonar, en Mrs. H. M.
Eastvold var við hljóðfærið. —
Margir íslenzkir söngvar voru
sungnir með lífi og fjöri. Að því
búnu tók til máls formaður ís-
lendingadagsnefndarinnar, herra
Jón Magnússon, sem bauð pró-
fessorinn velkominn með nokkr-
um vel völdum orðum. All-
margir fleiri tóku þá til máls og
létu ánægju sína í ljósi yfir
komu herra Finnboga Guð-
mundssonar til Seattle. Líka
þótti það nýbreytni, að herra H.
M. Eastvold, lögfræðingur, flutti
stutta og fallega ræðu á norskri
tungu, og var honum þakkað
fyrir ræðuna á norsku af forseta
Vestra, Guðm. P. Johnson, sem
stjórnaði samsætinu.
Þá söng herra Tani Björnsson
nokkra einsöngva öllum til á-
nægju. Á meðal þeirra, sem til
máls tóku, var frú Louis frá
New York, prófessor í heimilis-
fræðum; hún er tengdasystir K.
Frederick ræðismanns Islands
í Seattle. Svo eftir nokkra fleiri
íslenzka söngva kallaði sam-
komustjóri á heiðursgestinn
Finnboga Guðmundsson. Pró-
fessorinn talaði um ferðalög sín
á íslandi og margt söguríkt og
skemtilegt, sem fyrir hann bar
í því sambandi; var bæði skemti-
legt og fróðlegt að hlusta á pró-
fessorinn og var honum klappað
mikið lof í lófa.
Þar tók líka til máls menta-
maður heiman af Islandi, herra
Ásgeir Pétursson, lögfræðingur,
sem hér var að ferðast á vegum
íslenzku stjórnarinnar, er hann
ungur og skemtilegur maður og
vel máli farinn.
Eftir mikinn söng og ræðu-
höld voru frambornar rausnar-
legar veitingar af félagskonum
Islendingadagsnefndarinnar. Var
kvöldstund þessi hin ánægjuleg-
asta í alla staði og allir fóru
heim glaðir og ánægðir.
Sunnudaginn á eftir samsæt-
inu, sem var 3. ágúst, var pró-
fessor Finnbogi Guðmundsson
aðalræðumaðurinn á Islendinga-
deginum við Silver Lake, í nánd
við Seattle; prófessorinn talaði
fyrir Minni íslands, og var gerð-
ur hinn bezti rómur að ræðu
hans. — Fylgi honum hamingja
og beztu lukkuóskir Islendinga í
Seattle.
Séra Valdimar J. Eylands
og fleiri
Það þóttu gleðitíðindi, þegar
það fréttist seint í september, að
séra Valdimar J. Eylands frá
Winnipeg, væri væntanlegur
hingað til Seattle sntmma í
október. Það þótti því sjálfsagt
og vel viðeigandi að Þjóðræknis-
deildin „Vestri“ beitti sér fyrir
því að bjóða séra Valdimar vel-
kominn til þessarar stórborgar,
þar sem hann er ekki aðeins
merkur og vellátinn kirkju-
maður, heldur og forseti Þjóð-
ræknisfélags Islendinga í Vestur
heimi.
Þriðjudagurinn 7. október
1952 var einn af þessum dásam-
legu björtu og sólfögru dögum
hér í Seattle, og allir voru glað-
legir á svip, þó sérstaklega land-
arnir, því þetta kvöld hafði ver-
ið ákveðið að halda séra Valdi-
mar J. Eylands heiðurssamsæti
í Islenzku lútersku kirkjunni í
Ballard.
Kl. 8 um kvöldið var kirkjan
orðin sæmilega vel skipuð fólki.
Samsætið hófst með því að allir
risu úr sætum og sungu „Hvað
er svo glatt, sem góðra vina
fundur“. Söngnum stjórnaði séra
Eric H. Sigmar, þar sem okkar
aðalsöngstjóri, Tani Björnsson,
gat ekki komið fyrr en svolítið
seinna; einnig var sungið „Ó,
Guð vors lands“. Þá ávarpaði
forseti „Vestra“, séra Guðm. P.
Johnson, samsætisgesti og bauð
séra Valdimar velkominn, ásamt
öllum öðrum gestum. Að því
loknu söng séra Eric H. Sigmar
tvo einsöngva, „Bæn Árna“ og
„Draumalandið”; — var mikið
klappað fyrir þeim góða söng-
manni.
Þá kynnti séra Eric H. Sigmar
heiðursgestinn og talaði nokkur
vel valin orð í hans garð. Að því
búnu talaði heiðursgesturinn;
umtalsefni hans var „Hin ís-
lenzka sál“. Ræða séra Valdi-
mars var hin ágætasta í alla
staði, með afbrigðum fróðleg og
flutningur hennar hinn ánægju-
legasti; enda þarf ekki að skýra
það hér, að séra Valdimar J. Ey-
lands er löngu orðinn viður-
kendur fyrir merkar og vel flutt-
ar ræður. Mikið var klappað
fyrir ræðumanni, og margir hafa
minst á það síðan að æskilegt
væri, að þessi ræða kæmi út á
prenti, því allir dáðust að henni
og þótti hún sérstaklega vel
samin og fróðleg.
Þessu næst söng Tani Björns-
son einsöng á íslenzku og fékk
hann dynjandi lófaklapp, sem
helzt ekki ætlaði að enda.
Þá þótti það líka mjög ánægju-
legt að sjá þau merku hjón Dr.
Rúnólf Marteinsson og frú hans
frá Winnipeg vera hér komin,
því ekki hafði borizt til eyrna
undirbúningsnefndar þessa sam-
sætis, að þeirra væri von. Kynti
þá forseti Vestra þessi góðu
hjón og bað Dr. Rúnólf að á-
varpa samkomugesti; við þeirri
beiðni brást séra Rúnólfur vel
og talaði nokkrar mínútur falleg
og uppörfandi orð til landanna í
Seattle og bað um blessun Guðs
yfir þá alla. Ræðumanni var vel
fagnað með lófaklappi.
Nokkrir fleiri tóku þá til máls,
þar á meðal Hallur Magnússon,
fyrrverandi forseti Vestra, sem
talaði nokkur hlý og vel valin
orð til séra Rúnólfs og séra
Valdimars og bauð þá velkomna.
Einnig tók til máls herra Andrew
Danielson frá Blaine, sem komið
hafði með séra Eylands til
Seattle. Sagðist honum vel að
vanda og fékk mikið lófaklapp.
Þá voru sungnir allmargir ís-
lenzkir þjóðsöngvar undir stjórn
Tana Björnssonar. — Því næst
þakkaði forseti fyrir góða hjálp
og innilega samvinnu allra til
þess að gera þennan mannfögnuð
ánægjulegan; að því búnu var
sungið „Eldgamla Isafold" og
„My Country“. Síðan var sest að
rausnarlegum veitingum í neðri
sal kirkjunnar frambornum af
félagskonum „Vestra“.
Eftir mikið og glaðvært sam-
tal, sérstaklega við heiðursgest-
inn og séra Rúnólf, skildu allir
ánægðir og glaðir í anda. —
Samsætið sóttu um 90 manns.
Talar hjá Norðmönnum
Laugardaginn 11. október,
flutti séra Valdimar J. Eylands
aðalræðuna á hinni stóru sam-
komu „Leifs Eiríkssonar“, sem
Norðmenn gangast fyrir á hverju
ári hér í Seattle. Samkomuna
sóttu yfir eitt þúsund manns.
Séra Valdimar talaði um Leif
Eiríksson og fund hans á Ame-
ríku. Ræðan var stórmerkileg
og fræðandi, enda kom ræðu-
maður víða við sögu, var gerður
hinn ágætasti rómur að ræð-
unni og ræðumanni fyrir sköru-
legan flutning og fallegt mál-
færi.
Önnum kafinn
Sjálfsagt hafa fáir Islendingar,
sem komið hafa hingað til
Seattle að heimsækja landana,
haft eins margvíslegt og mikið
erindi og séra Valdimar hafði,
því þó hann væri svona upptek-
inn við að gleðja fólk með fróð-
legum fyrirlestrum og vinsam-
legu samtali, þá var það hans
aðalerindi að sitja hið 18. alls-
herjarkirkjuþing hinnar sam-
einuðu lútersku kirkju í Ame-
ríku, U.L.C.A., og var hann full-
trúi hins íslenzka lúterska
kirkjufélags. Séra Valdimar pré-
dikaði í íslenzku lútersku kirkj-
unni hér, sunnudaginn 12. októ-
ber kl. 11 f. h., og hafði hann þar
meira en 160 tilheyrendur.
Hið áminsta kirkjuþing var
sett 8. október og stóð yfir til 16.
sama mánaðar. Þingið hófst kl.
8 á miðvikudagskvöldið með
sálmasöng og altarisgöngu, þar
sem yfir sex hundruð prestar og
fulltrúar neyttu hinnar Heilögu
máltíðar; var það hrífandi guðs-
þjónusta og dásamlega skipu-
lögð; það hvíldi bæði alvara og
heilög lotning yfir þessari guð-
dómlegu athöfn. Þingið var frá
byrjun til enda stórmerkilegt og
sérstaklega tilkomumikið, enda
margs konar mikilvægum störf-
um ráðstafað og allmörgum hrint
til framkvæmda, og aldrei hef
ég, sem þessar línur rita, verið
eins sannfærður um það að hið
íslenzka lúterska kirkjufélag Is-
lendinga í Vesturheimi steig sitt
mesta hamingjuspor þegar það
sameinaðist þessari sterku heild
lúterskra bræðra og systra. —
Megi Drottinn blessa framtíðar-
starf þessa mikla bræðralags.
Aðrir íslenzkir prestar, sem ég
varð var við á þessu stóra kirkju
þingi, voru þeir séra Octavius
Thorlaksson, frá California, líka
fulltrúi hins íslenzka kirkjufé-
lags, og séra Harald Sigmar frá
Gimli í Canada, einnig séra Kol-
beinn Sæmundsson, prestur í
Seattle, og Dr. H. Sigmar frá
Blaine og séra Eric Sigmar,
prestur okkar hér í Seattle. Enn-
fremur Dr. Rúnólfur Marteins-
son, sem var hér einhvern hluta
þingsins en þurfti að flýta ferð
sinni til baka til Canada.
Það eina sem fólki hér féll
miður viðvíkjandi komu séra
Valdimars J. Eylands var það,
að hann gat alls ekki þegið heim-
boð til ýmsra, sem hefðu verið
mjög glaðir að hafa hann sem
gest á heimilum sínum; en hann
var svo upptekinn við óteljandi
störf allan tímann, jgem hann
dvaldi hér, að hann mátti ekki
um frjálst höfuð strjúka. — En
hann gladdi marga með komu
sinni til Seattle, fylgi honum
lukka og blessun Guðs.
Vilhjálmur Þ. Gíslason
Mánudaginn, 20. október, kom
hingað til borgarinnar hinn
mikilhæfi mentamaður frá Is-
landi, herra Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, skólastjóri Verzlunarskóla
íslands, sonur mentamannsins
Þorsteins sál. Gíslasonar, sem
lengi var ritstjóri Lögréttu og
útgefandi fjölda bóka og tíma-
rita. Ég þarf ekki að lýsa menta-
ferli Vilhjálms Þ. Gíslasonar, því
ég sé að Lögberg hefir þegar
gert það svo ýtarlega, að ekki
gerist þörf að bæta þar við.
Aðalerindi Vilhjálms Þ. Gísla-
sonar hingað til Seattle mun
hafa verið að heimsækja tengda-
bróður sinn, Dr. Jón Árnason,
vel látinn lækni hér í borg; —
einnig hélt Vilhjálmur fræðandi
fyrirlestur hér yfir útvarpið,
sem gerður var að hinn bezti
rómur.
Strax þegar stjórnarnefnd
Þjóðræknisdeildarinnar „Vestri“
frétti um komu þessa merka
manns, kallaði hún saman fund,
þar sem ákveðið var að heiðra
Vilhjálm Þ. Gíslason með sam-
sæti, svo hann gæti kynst nokkr-
um löndurmhér persónulega, og
svo líka að fá tækifæri til þess
að hlusta á hann og fræðast af
honum um nútíma ísland og á-
standið heima eins og það er nú.
Samsætið hófst föstudaginn
24. október kl. 8 að kvöldi. Eftir
nokkra fallega íslenzka söngva
undir stjórn Tana Björnssonar,
ávarpaði forseti „Vestra“ sam-
komuna og bauð heiðursgestinn
velkominn. Þá söng séra Eric H.
Sigmar einsöng, og var honum
þakkað fyrir sönginn með miklu
lófaklappi. Því næst kynnti frú
Jakobína Johnson heiðursgest-
inn með fallegri og velorðaðri
ræðu. Þá sungu þau herra Tani
Björnsson og frú Árnason tví-
söng, sem vakti mikla hrifningu
áheyrenda. Að því búnu kallaði
forseti „Vestra“, séra Guðm. P.
Johnson, sem líka stjórnaði sam-
sætinu, á heiðurshestinn, sem
þá gekk upp á ræðupallinn undir
dynjandi lófaklappi.
Herra Vilhjálmur Þ. Gíslason
hélt hrífandi og mjög lærdóms-
ríka ræðu um Island, þó sér-
staklega um mentamálin og þar
á meðal Þjóðleikhúsið og hina
vaxandi aðsókn og áhuga fyrir
þeirri stofnun. Einnig fór ræðu-
maður mörgum fögrum orðum
um þær geisimiklu farmfarir á
flestum sviðum, sem orðið hafa
þar heima á síðastliðnum ára-
tugum. Talaði hann vel og
fallega um þjóðfélagsmálin yfir-
leitt; minntist á jafnrétti og al-
menna vellíðan hjá æðri og
lægri. Dró ræðumaður upp fagra
mynd af okkar gamla Fróni í
þeim nýja menningarskrúða, er
það sýnist nú vera íklætt, og var
það bæði yndislegt og upplyft-
andi að hlusta á slíka ræðu, sem
bæði var flutt af persónulegri
þekkingu og sannri mentun. —
Ræðumaður naut aðdáunar allra
viðstaddra.
Þá söng Bergljót Árnason ein-
söng „Svanasöng á heið“. Frú
Bergljót er kona Dr. Jóns Árna-
sonar; hún er af norskum ætt-
um og talar og syngur á íslenzku,
norsku og ensku. Frú Bergljót
er söngelsk og hefir með af-
brigðum fallega söngrödd; hún
er nýbyrjuð að syngja opinber-
lega fyrir landana í Seattle og
nýtur aðdáunar allra; hún er há-
menntuð og mjög prúð í allri
framkomu. Þau hjónin hafa eitt
af fallegustu heimilum í Seattle.
Þau eru bæði ágætlega starfandi
í Þjóðræknisdeildinni „Vestra“
og fús að styrkja starf á meðal
landanna hér í Seattle.
Tani Björnsson stjórnaði þá
nokkrum íslenzkum þjóðsöngv-
um; því næst var sýnd hreyfi-
mynd frá íslandi; var hún af
ferðalögum Vilhjálms Þ. Gísla-
sonar um mikinn hluta af land-
inu, til þess að skemta sér og
sínu fólki ásamt föðurbróður
sínum Hjálmari Gíslasyni skáldi
í Winnipeg, þegar hann heim-
sótti Island fyrir nokkrum árum
síðan. Myndin er ljómandi góð
og allir gátu séð að Hjálmar
hafði skemt sér ljómandi vel í
öllu því ferðalagi, því hann var
broshýr og góðmannlegur eins
og að vanda.
Eigandi eins stærsta teppa-
útflutningsfirma í Indlandi,
E. R. Meherally, er um þess-
ar mundir á ferð hér á landi
í viðskiptaerindum. — Er
hann hingað kominn á veg-
um verzlunarfirma Gísla
Jónssonar & Co., en það
firma hefir haft viðskipti
við E. R. Meherally frá 1946.
Firma E. R. Meherally stend-
ur á gömlum merg. Faðir hans
hóf verzlunarrekstur um alda-
mótin, fyrst í smáum stíl en á-
vann sér fljótlega trausts og
firma hans óx hröðum skrefum.
Er Meherally eldri lézt árið 1940
tók Meherally yngri við verzl-
unarrekstrinum sem nú er orð-
inn mjög víðtækur. — Má víða
í heiminum sjá vörur frá Meher-
ally-firmanu, m. a. á Norður-
löndum.
Vill kaupa þorskalýsi
Tíðindamaður blaðsins hitti
E. R. Meherally sem snöggvast
að máli í gær á heimili Gísla
Jónssonar alþ.m., og fórust hon-
um orð á þessa leið:
— Koma mín hingað til lands
að þessu sinni er í sambandi við
verzlunarmál, þó það hafi ýtt
undir að mig Iangaði til að litast
um á landi ykkar.
Ég hefi átt nokkur viðskipti
við firma Gísla Jónssonar frá
1946 og tel að slík viðskipti
mættu vera meiri og báðum að-
iljum til hagsbóta.. Ef samning-
ar takast nú, mun firma mitt
kaupa nokkurt magn af þorska-
lýsi, sem í Indlandi verður notað
til framleiðslu læknislyfja. Á
hinn bóginn hafa Indverjar á
boðstólum margs konar vörur er
íslendingar verða að flytja inn
og vöruverð í Indlandi er miög
lágt, sérstaklega verð bómullar-
afurða, og munu þær vart fást
annars staðar fyrir lægra verð.
Eftir myndasýninguna var
sungið „Eldgamla ísafold11 og
„My Country“. — Því næst var
sest að ljúffengum veitingum,
sem félagskonur „Vestra“ fram-
reiddu af mikilli rausn. Fólkið
hópaðist kringum heiðursgest-
inn og spurði hann spjörunum
úr um ættingja á gamla Fróni.
Eftir ánægjulega samveru-
stund, sem entist langt fram á
kvöld, fóru allir heim þakklátir
fyrir kvöldstundina.
Þjóðræknisdeildin „Vestri“
gleðst yfir komu allra góðra
landa. — Heimsækið okkur í
Seattle og verið velkomin!
Myndarlegt gestaboð
Miðvikudaginn 22. október s.l.
höfðu Dr. og Mrs. Jón Árnason
veglegt gestaboð á heimili sínu
hér í Seattle. Tilefni boðsins var
að gefa fólki tækifæri til að
heilsa upp á hinn merka og ný-
komna gest, herra Vilhjálm Þ.
Gíslason, tengdabróður Dr. Árna
sonar. Fólk skemti sér með söng,
hljóðfæraslætti og fjörugu sam-
tali, svo var sest að ríkmann-
legum veitingum þar sem ekkert
var sparað. Frú Árnason gekk
um beina, aðstoðuð af frú Finnu
Thorfinnsson, var þetta ánægju-
leg kvöldstund og allir skemtu
sér vel.
G. P. J.
Aðal-framleiðsluvara f i r m a
míns eru teppi, en auk þess
húðir, skinn, vefnaðarvara alls
konar, auk striga t. d. í fiskum-
búðir og poka. Útflutningsverzl-
un okkar er mjög umfangsmikil
m. a. höfum við selt mikið af
vefnaðarvöru og striga til Norð-
urlanda.
Leiðtogi fjölmenns
trúarflokks
Er R. Meherally er mikils met-
inn maður í heimalandi sínu. —
Hann er m. a. einn helzti leið-
togi Khoja félagsskaaprins, sem
er einn af mörgum trúarflokk-
um innan Muslamtrúarhreyf-
ingarinnar. Innan þess trúar-
flokks hefir Meherally verið
falin mörg trúnaðarstörf m. a.
það, að vega hinn nafnkunna
Aga Khan er fjölmargir trúar-
flokkar gáfu honum þyngd
hans af demöntum á sextugsaf-
mæli hans árið 1946. Viðstaddir
þá athöfn voru á aðra miljón
manna. Sem kunnugt er endur-
galt Aga Khan þessa veglegu
gjöf með því að gefa andvirði
demantanna aftur til mannúðar-
starfsemi, en Aga Khan er einn
dáðastí trúarhöfðingi Indlands,
og tekur virkan þátt í trúarstarf-
semi.
Er á förum
E. R. Meherally er senn á
förum héðan eftir mjög stutta
heimsókn. Hann kvaðst hverfa
héðan með endurminningar um
fagurt land, vingjarnlega og kur
teisa þjóð, sem á ótrúlega mögu-
leika framundan ónýtta, sérstak-
lega á sviði iðnaðar. —
—Mbl., 26. okt.
Mæði
Fái8 bata viS mæSi, rensli úr nefi,
andarteppu og brjóstþyngslum meS þvi
a8 nota RAZ-MAH töflur, sem til þess
eru sérstaklega gerBar. Þá geti8 þér
sofi8 rótt og unniS reglubundiS. Liggi8
eigi andvaka fleiri nætur. NotiS
Templeton’s RAZ-MAH strax. 65 c.,
$1.35 i lyfjabúðum. R-58.
STRIVE FOR KNOWLED6E
In these modem times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Busines9
Training Immediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34. REYKJAVÍK
Indverjar og íslendingar geta
ótt mikil viðskipti saman