Lögberg


Lögberg - 04.12.1952, Qupperneq 6

Lögberg - 04.12.1952, Qupperneq 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. DESEMBER, 1952 C LANGT í burtu frá Heimsku Mannanna Eftir THOMAS HARDY J. J BJLDFELL þýddl Þeir lyftu henni upp og fóru með hana inn í annað herbergi, og læknishjálpin, sem að engu liði hafði komið að því er Tray snerti, kom að góðu gagni að því er Bathshebu áhrærði. Hún fékk hvert yLrliðskastið á fætur öðru, svo að menn óttuðust um hana. Hún var háttuð ofan í rúm. Oak fór, eftir að hafa sannfærzt um, að ekkert verulega hættulegt væri að óttast. Liddy var hjá Bathshebu í herberginu og leit eftir henni og heyrði hana stylija á milli svefns og vöku, eða heims og helju alla nóttina: — „Ó, það var mér að kenna — hvernig get ég lifað! Ó, herra minn, hvernig get ég lifað!“ LV. KAPÍTULI Tíminn líður fljótt og við fylgjumst með honum þar til dag einn í sólarlausu, hvössu en frostlausu veðri í marz. Á Yalbury-hæðinni, sem er um miðja vegu milli Weatherbury og Casterbndge, þar sem tollvegurinn liggur upp á hæðina, var hópur fólks sman kominn, og flest af því horfði til norðurs.. Flest af þessu fólki voru iðjuleysingjar, nokkrir hermenn og tveir trumbuslagarar, og svo voru léttivagnar og í einum þeirra var yfirlögreglumaðurmn. Margir af iðjuleysingjunum höfðu raðað sér á vegarbrúnina; á meðal þeirra voru nokkrir frá Weatherbury, svo sem Poorgrass, Coggan og Cain Ball. Eftir hálfan klukkutíma sást til ferða- manna úr norðurátt og skömmu seinna kom ferðavagn til þeirra og í honum annar dómar- inn í vesturhéraðinu. Dómarinn skipti þar um vagn og hesta, en á meðan börðu bumbumeist- ararnir bumbur sínar, og skrúðganga var mynd- uð með hermennina í broddi fylkingar, og svo héldu allir af stað til Casterbridge nema Weatherbury-menn, sem héldu heim til sín þeg- ar þeir höfðu séð dómarann. „Joseph, ég sá að þú þrengdir þér upp að vagninum," sagði Coggan á leiðinni heim. — „Sástu andlitið á dómaranum?“ „Já, ég sá það,“ svaraði Poorgrass. „Ég horfði hvast á hann, eins og ég vildi lesa hverja hans hugsun, og það var miskunn í augum hans — eða ef maður vill segja það með þeirri sannleiksvissu, sem að kringumstæðurnar krefjast, — í auganu, sem var nær mér.“ „Jæja, ég vonast eftir því bezta, þó að það geti naumast orðið gott,“ sagði Coggan. „En meðal annara orða, ég ætla ekki að vera við yfirheyrsluna, og ég vil ráðleggja ykkur, sem ekki þurfið þess, að vera þar ekki heldur. Það vekur aðeins óróa hjá honum að sjá okkur þar alla einblína á sig.“ „Alveg það sama og ég sagði í morgun,“ sagði Joseph. „Dómari er kominn til að leggja mál hans á metaskálarnar, sagði ég á minn gamla íhyglisverða hátt, og ef að hann verður léttur fundinn, þá verður hann að hafa það, og maður sem stóð við hliðina á mér sagði: Ágætt, ágætt! Maður, sem að þannig getur talað ætti að fá áheyrn. En ég vil ekki vera að halda því á lofti, því að þessi fáu orð mín eru mín eigin orð, og ekki til að hreykja sér af; þó að það sem sumir segja verði víða hljóðbært sökum vísdómsorðanna." „Satt er það, Joseph. Og nú, félagar, eins og ég sagði áðan, þá munið þið allir eftir að hreyfa ykkur ekki að heiman.“ Þessu boði var vel hlýtt, og allir biðu nú með óþreyju fréttanna næsta dag. Þessi að- staða breyttist nokkuð við fréttir, sem bárust út eftir miðjan daginn og vörpuðu meira ljósi á athafnir Boldwoods og líðan en nokkuð það, sem að menn áður vissu. Samkvæmt þessum fréttum var sagt að hann hefði verið í æstu skapi frá því að hann var á Green Hill sýning- unni og þar til þetta kom fyrir á jóladags- kveldið; en enginn virtist hafa getað séð á hon- um geðbilun þá, sem að Bathsheba og Tray ein vitust hafa séð bóla á hjá honum á ýmsum tím- um og við ýms tækifæri. 1 lokuðum skáp heima hjá honum fanst núj einkennilegt samsafn; þar voru nokkrir vandaðir kvenklæðnáðir úr hinu bezta efni: silki, atlask, ull og flaueli, í litum, sem eftir klæðaburði Bathshebu að dæma voru líklegir til að vera henni velþókn- anlegir. Þar voru tvær handskýlur, önnur svört en hin hvít, úr dýrindis loðskinnum; þar var einnig kassi með gullstássi í — fjórum gild- um gullarmböndum, nokkrum nistum og hring- um, allt af beztu tegund og gerð. Þetta hafði verið keypt í Bath og hingað og þangað á ýms- um tímum og flutt leynilega heim. Þessu var öllu vandlega raðað og fyrirkomið og skrifað utan á hvern böggul til Bathshebu eftir sex ár. Þessi raunalegi vitnisburður um hugar- ástand, sem var sjúkt af ergelsi og ást, var aðal umtalsefni í veitingahúsinu hjá Warrens, þegar Oak kom þar inn frá Casterbridge með fréttir um það hvernig að dómurinn hefði fallið. Hann kom eftir miðjan daginn og svipurinn á and- liti hans, sem að loginn frá eldstæðinu varpaði birtu á, sagði söguna nægilega skýra. Boldwood, eins og allir bjuggust við, játaði sekt sína og var dtemdur til dauða. Fólk var nú orðið sannfært um, að Bold- wood var ekki siðferðilega ábyrgðarfullur fyrir hinar síðustu gjörðir sínar. Málsgögn, sem fram höfðu verið lögð áður en málið kom fyrir rétt- inn, höfðu bent sterklega í sömu áttina, en þóttu samt ekki nógu sterk til að athuga sér- staklega andlega heilbrigði Boldwoods, áður en mál hans var tekið til rannsóknar. Það var nokkuð einkennilegt, að menn skyldu fitja upp á andlegri bilun mannsins nú og rifja upp hverja endurminninguna eftir aðra um hann, sem að bentu til andlegrar bilunar, þar á meðal skeytingarleysi hans um kornstakka sína í rigningunni og óveðrinu á síðastliðnu hausti. Bænarskrá var send til ríkisritara Breta og á þessi atriði og önnur var bent, sem virtust réttlæta að málið yrði athugað að nýju, eða réttara sagt dómurinn. Það voru ekki margir í Casterbridge sem skrifuðu undir áskorunina, eins og oft á sér stað í slíkum tilfellum, því Boldwood hafði aldrei verið vinmargur þar. Búðarmennirnir þar héldu að það væri ofur eðlilegt að maður, sem opinberlega hafði keypt beint frá framleiðendunum og hafði virt að vettugi fyrstu aðalskyldu, sem tilvera sveit- anna bygðist á, nefnilega þá að Guð skóp sveita bæi til þess að auka þeim viðskiptavini, sem hefðu mismunandi skilning og skoðanir á boð- orðunum. Upphafsmennirnir að áskoruninni voru nokkrir miskunnsamir menn, sem höfðu máske viðkvæmni sinnar vegna haldið að á- stæðunar nýfundnu og nýframbornu gætu orð- ið til þess að fá dómnum breytt frá ásetnings- morði í vitfirringsæði. Eftir úrslitum þessarar áskorunar var beðið í Weatherburi með eftirvæntingu og áhuga. Af- takan átti að fara fram klukkan átta á laugar- dagsmorgun, hér um bil tveimur vikum eftir að dauðadómurinn var felldur, og ekkert svar hafðx borizt eftir miðjan dag á föstudag. En þá kom Gabríel frá fangelsinu í Casterbridge, en þangað hafði hann farið til að kveðja Boldwood: hann fór sniðgötu út úr bænum til þess að þurfa ekki að ganga um fjölförnustu göturnar. Þegar að hann fór fram hjá síðasta húsinu í bænum heyrði hann hamarshögg, svo að hann leit upp og til baka. Hann sá að sólin blikaði á efri parti anddyris fangelsisins og þar sá hann menn á hreyfingu. Það voru smiðir, sem voru að koma bita fyrir í gálgann, sem verið var að reisa. Hann leit undan og hraðaði sér í burtu. Það var orðið dimmt þegar hann kom heim, en helmingurinn af þorpsbúunum var úti og beið eftir honum. „Engar fréttir,“ sagði Gabríel þreytulega. „Og ég er hræddur um, að það sé engin von. Ég var hjá honum í meira en tvo klukkutíma.“ „Heldurðu virkilega að hann hafi verið viti sínu fjær þegar hann gerði þetta?“ spurði Smallbury. „í sannleika þá get ég ekki sagt að ég gjöri það,“ svaraði Oak. „En við getum talað um það seinna. Hefir nokkur breyting orðið á hús- móðurinni eftir miðjan daginn?“ „Nei, engin.“ „Er hún niðri?“ „Nei, eins vel og að hún var þó farin að ná sér, hún er ekkert betri nú en hún var um jólin. Hún er alltaf að spyrja hvort þú sért kominn, eða hvort nokkuð hafi frétzt, þangað til maður er orðinn dauðþreyttur á að svara henni. Á ég að fara og láta hana vita að þú sért kominn?“ „Nei,“ sagði Oak; „það er enn tækifæri. En ég gat ekki verið lengur í bænum — eftir lika að sjá hann. Svo að Laban. — Er ekki Laban hér?“ „Jú,“ sagði Laban. „Ég hefi ákveðið að þú ríðir til bæjarins í kveld — farir héðan um klukkan níu og bíðir þar um tíma, en komnir svo aftur um klukkan tólf. Ef ekkert hefir heyrzt klukkan ellefu í kveld, þá segja þeir að öll von sé úti.“ „Ég vona að honum verði gefið líf,“ sagði Liddy. „Ef að það verður ekki þá gengur hún af vitinu. Vesalingurinn, kvalirnar, sem að hún hefir tekið út hafa verið óttalegar; hún á sann- arlega skilið meðaumkvun allra.“ „Er hún mjög breytt?“ spurði Coggan. „Þú hefir ekki séð vesalings húsmóðurina síðan á jólunum. Þú mundir ekki þekkja hana nú,“ sagði Liddy. „Hún er svo hræðilega tekin til augnanna og svo líður henni svo illa, að hún er orðin allt önnur manneskja. Það eru aðeins tvö ár síðan hún var léttfættur unglingur, en nú er hún orðin aumingi!“ Laban fór, eins og fyrir hann hafði verið lagt, og þegar klukkan var langt gengin ellefu um kveldið gengu nokkrir af þorpsbúunum eftir veginum í áttina til Casterbridge og biðu Labans þar; á meðal þeirra var Oak og flestir af vinnumönnum Bathshebu. Gabríel var mjög annt um að Boldw^od yrði gefið líf, þó að hon- um fyndist hinsvegar frá réttlætismeðvitund samvizku sinnar að hann ætti að deyja, því að Boldwood hafði, ýmislegt það til að bera, sem að Oak þótti mikið til koma. Að síðustu þegar þeir voru allir orðnir þreyttxr á að bíða heyrðist hóíatak í fjarska. Fyrst dauft, eins og mjúkt væri undir fæti, svo hærra, eins og hörð væri braut eða stræti. Og eftir stundarbið var Laban kominn. „Vxð fáum nú bráðlega að vita af eða á,“ sagði Coggan. Svo stigu þeir allir niður af bakkanum, þar sem þeir höfðu staðið, og ofan á veginn, og reiðmaðurinn var á meðal þeirra áður en þeir vissu af. „Ert það þú, Laban?“ spurði Gabríel. „Já — fréttirnar eru komnar, það á ekki að lííláta hann, heldur er dómnum breytt í íangelsisvist, eins langa og Hans hátign kon- ungurinn ákveður.“ „Húrra!“ hrópaði Coggan glaður í bragði. „Guð ræður yfir djöflinum ennþá.“ LVI. KAPÍTULI Um vorið fór Bathshebu að batna. Hita- veikin, sem háði henni svo mjög, fór rénandi eftir að vissa var fengin á vafamálunum, sem að yíir henni vofðu. Hún hélt sig mjög frá öðru fólki um tíma, var inni í húsinu eða fór út í garðinn þegar bezt lét. Hún forðaðist alla, jafnvel Liddy; hún var ófáanleg til að tala við aðra um vandamál sín og sóttist ekki eftir neinni meðaumkvun frá þeim. Eftir því sem lengra leið á sumarið fór hún að vera meira úti og líta eftir búverkum sökum meðfæddrar skyldutilfinningar, þó að hún tæki ekki þátt í yfirreiðum eða persónulegum ráðstöfunum. Eitt föstudagskvöld í ágústmán- uði gekk hún spölkorn eftir aðalbrautinni. Hún var enn föl í kinnum og bar meira á andlits- fölva hennar sökum dökku klæðanna, sem að hún var í, svo að hann sýndist næstum óeðli- legur. Þegar hún kom á móts við litla sölubúð, sem stóð rétt á móti kirkjugarðinum, heyrði hún að verið var að syngja inni í kirkjunni. Hún gekk yfir veginn, opnaði kirkjugarðshliðið og gekk inn í garðinn. Gluggarnir á kirkjunni voru nógu háir til þess að þeir, sem inni í kirkj- unni voru, sæju hana ekki. Hxin gekk hljóðlega að blettinum, þar sem að Tray hafði plantað blómunum á gröf Fanny Robins og kom að leg- steini hennar. Það var eins og það glaðnaði yfir henni, þegar að hún sá áletrunina. Fyrst komu orð Trays sjálfs: — Reistur af Frances Tray iil sællar minning- ar um FANNY ROBIN, sem dó 18. okióber 18 20 ára gömul. Neðan undir þessari yfirskrift stóðu nú þessi orð: — í sömu gröfinni hvíla leyfar íyrnefnds FRANCES TRAY, sem dó 27. desember 18 26 ára gamall. Á meðan að hún stóð hugsandi við stein- inn, bárust orgeltónarnir í kirkjunni aftur til eyrna hennar, og hún gekk hljóðlega að kirkju- dyrunum og hlustaði. Dyrnar voru lokaðar og söngflokkurinn var að æfa nýtt lag og nýjan sálm. Bathsheba varð gagntekin af hrifningu, sem að hún sjálf hélt að væri þögnuð og dauð hjá sér. Lækkandi raddir barnanna bárust til eyrna henni skýrar og orðin sem að þau sungu án þess þó að þau skildu þau til hlýtar: — Skín ljósið náðar, myrkrin grúfa grimm, Ó, lýs mér leið. Tilfinningar Bathshebu voru oft mjög bundnar við dutlunga hennar, eins og á sér oft stað með kvenfólk. Það kom kökkur í hálsinn á henni og tár blikuðu í augum hennar og hún ásetti sér að gefa þexm lausan taum svo að þau gætu streymt viðstöðulaust, þau féllu af augum hennar og ofan á steintröppurnar við dyrnar. Eftir að hún var farin að gráta tókst henni ekki að stöðva tárin og vissi þó naumast hvers vegna að hún var að gráta, en hugsanir sem hún kannaðist svo vel við létu hana ekki í friði. Hún hefði viljað allt til vinna til að vera orðin eins og börnin — eins áhyggjulaus út af meimngu orðanna, og svo saklaus að finna ekki til ákvæðiskröfu þeirra. Allar áhrifamestu endurminningarnar frá liðnu lífi hennar virtust þrengja sér inn í huga hennar, og hinar til- komuminni virtust einnig taka á sig nýja og yfirgripsmikla þýðingu, en hrygðin létti fremur huga hennar en þyngdi. Bathsheba hafði falið andlitið í höndum sér og sá því ekki persónu, sem kom hljóðlega inn í anddyrið, og sem að þegar Bathsheba sá hana lét sem að hún ætlaði að fara, en stansaði svo og horfði á hana. Bathsheba reisti ekki upp höfuðið strax, en þegar hxín leit upp var andlit hennar tárvott og augun fljótandi í tárum: „Herra Oak,“ sagði hún órólega; „hve lengi hefir þú verið hér?“ „í fáeinar mínútur, frú,“ sagði Oak kur- teislega. „Ætlarðu inn?“ spurði Bathsheba. lnnan úr kirkjunni heyrðist: — Ó, gleym því hversu gálaus mjög ég var, hve glys og dramb mig ofurliði bar. „Ég ætlaði að fara inn; ég hefi sungið bassa í nokkra mánuði, eins og þú veist.“ „Ég vidsi það ekki. Ég fer nú.“ Sem elskað hef ég lengi, en mist um hríð, sungu börnin. „Láttu mig ekki reka þig í burtu, hús- móðxr. Ég held að ég fari ekki inn í kveld.“ „Ó, nei — þú rekur mig ekki í burtu.“ Svo stóðu þau um stund hálf vandræðaleg. Bathsheba var að reyna áð þurka sér um and- litið án þess að Oak sæi. Að síðustu sagði Oak: „Ég hefi ekki séð þig — ég meina talað við þig — síðan að ég man ekki hvenær, hefi ég?“ En hann óttaðist að hann mundi vekja óþægi- legar endurminningar hjá henni, áttaði sig og sagði: „Ætlaðir þú inn í kirkjuna?“ „Nei,“ sagði Bathsheba. „Ég kom til að líta á legsteininn — til að sjá hvort að þeir hefðu grafið á hann eins og að ég lagði fyrir þá. Þú þarft ekki að veigra þér við að tala við mig, hr. Oak, eins og að þér sýnist um það, sem við bæði erum að hugsa um nú sem stendur.“ „Og hafa þeir grafið á steininn, eins og þér líkar?“ spurði Oak. „Já, komdu og sjáðu, ef að þú hefir ekki séð það.“ Svo fóru þau bæði og lásu það, sem á stein- inum stóð. „Fyrir átta mánuðum!“ sagði Gabríel lágt, þegar að hann sá dagsetninguna á steininum. „Mér finnst eins og að það hafi verið í gær.“ „En mér finnst að það hafi skeð fyrir mörg- um árum og að ég hafi dáið í millitíðinni. Nú ætla ég að fara heim, hr. Oak.“ Oak gekk á eftir henni. „Ég ætlaði að minn- ast á smávegis við þig eins fljótt og það er þægilegt,“ sagði hann hálf hikandi. „Það er í sambandi við útréttingar, og ég held að ég megi gjöra það núna, ef að þér er það ekki á móti skpi.“ „Ó, já, sjálfsagt.“ „Það er, að skeð getur, að ég verði að hætta að vera ráðsmaður hjá þér, frú Tray. Sann- leikurinn er sá, að ég er að hugsa um að fara í burtu frá Englandi — ekki alveg strax samt — heldur á næsta vori.“ „Fara í burtu frá Englandi!“ endurtók hún hissa og var greinilega vonsvikin. „Heyrðu, Gabríel, hvers vegna ætlar þú að gjöra það?“ „Mér hefir fundizt það vera réttast af mér,“ sagði Oak nokkuð dræmt. „Ég hefi hugsað mér að reyna lukkuna í Californíu.“ „En það er altalað að þú ætlir að taka við landareign vesalings Boldwoods og sjá um búið og landið fyrir sjálfan þig.“ „Mér hefir verið boðið það — það er satt; en engir samningar hafa enn verið gerðir, og ég hefi ástæðu til þess að gefa það allt upp. Ég verð þar fram að áramótum fyrir ábyrgðar- menn búsins, eins og um var samið, en hreint ekki lengur.“ „Og hvað á ég að gera án þín? Ó, Gabríel, ég held að þú ættir ekki að fara í burtu. Þú ert búinn að vera svo lengi hjá mér og hefir liðið súrt og sætt með mér — við erum gamlir vinir — að það sýnist nærri því vanþakklæti af þér. Mér hafði dottið í hug að ef þú tækir hina jörð- ina á leigu sem lénsherra, að þá gætir þú líka litið eftir með mér. Og nú ertu að fara!“ „Eg hefði gjarnan viljað gjöra það.“ „En samt ætlar þú nú, þegar að ég er í meiri vandræðum en nokkru sinni áður, að fara í burtu.“ „Já, það er nú það versta af því öllu,“ sagði Gabríel hryggur í huga. „Og það er ein- mitt vegna þeirra vandræða, sem að mér finnst það vera skylda mín að fara. Góðan daginn, frú,“ sagði hann og var auðsjáanlega annt um að komast í burtu, enda sneri hann við og fór út úr kirkjugarðinum eftir stíg, sem hún gat með engu móti farið á eftir honum. Bathsheba fór heim og var sokkin niður í þessa nýju erfiðleika sína, sem voru óþægilegri heldur en hvað þeir voru hættulegir, og óefað meintir henni til góðs — til að dreifa þung- lyndi hennar og svartsýni. Hún fór að hugsa um Oak allmikið, og um þann auðsæja ásetn- ing hans að forðast hana, og hxín rifjaði upp fyrir sér samband sitt við hann upp á síðkastið, ýms smáatriði, sem meintu ekki mikið út af fyrir sig, en til samans sýndu, að hann vildi sem minnst hafa saman við hana að sælda.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.