Lögberg - 04.12.1952, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. DESEMBER, 1952
Úr borg og bygð
Ársfundur Fróns verður hald-
inn í G. T.-húsinu á mánudaginn
8. des. n.k., kl. 8 e. h. Fyrir fund-
inum liggur að kjósa embættis-
menn til næsta árs og önnur mál,
kunna að verða borin upp.
Að fundarstörfum loknum
flytur Páll Hallsson kaupmaður
erindi um ferð sína til íslands í
sumar, sem leið. Hann ferðaðist
víða um héruð sunnan og norðan
lands og mun hafa frá mörgu
skemtilegu að segja, því að hann
er maður athugull og orðhepp-
inn. — Annað til skemtunar
verður erindi um íslenzka hest-
inn, sem Gunnar Bjarnason,
ráðunautur, frá búnaðarskólan-
um á Hvanneyri, hefir talað á
hljómplötu.
Fjölmennið á fundinn sjálfum
ykkur til skemtunar og deildinni
til styrktar. — Inngangur er
ókeypis, en samskot verða tekin.
H. Thorgrímsson
☆
Mr. T. H. Hallgrímsson fisk-
kaupmaður, 805 Garfield Street,
kom heim úr ferðalagi til North
Batleford, Regina og Saskatoon
um miðja fyrri viku; var hann
nálægt vikutíma í förinni og
ferðaðist með flugvél báðar
leiðir.
☆
Kvenfélag Sambandssafnaðar
efnir til sölu á lifrarpylsu og
blóðmör í samkomusal kirkj
unnar á föstudaginn þann 5. des-
ember, kl. 2 e.h.
☆
Mr. Eyjólfur Eiríksson og Miss
Ruth Jensen voru gefin saman
í hjónaband í Dönsku lútersku
kirkjunni í Los Angeles 27.
september síðastliðinn. Brúður-
in er af dönskum ættum.
☆
Mrs. V. Valgardson frá Moose
Jaw, Sask., var nýlega stödd
hér í borginni vegna útfarar
bróður síns, S. W. Sigurgeirs-
sonar, sem fram fór í Riverton.
☆
Mr. Halvdan Thorlakson vara-
ræðismaður Islands í British
Columbia-fylki, dvaldi í borg-
inni undanfarinn vikutíma;
hann er yfirforstjóri við hina
miklu Hudson’s Bay verzlun í
Vancouver og kom hingað vegna
þessa víðkunna verzlunarfyrir-
tækis og eins til að heilsa upp á
bróður sinn, Dr. P. H. T. Thor-
lakson; þessi góði gestur lagði
af stað heim til sín á þriðju
dagsmorguninn.
• ☆
A business meeting of the
Icelandic Canadian Club will be
held on Sunday Eve., at 8.30
o’clock Dec. 7th in the lower
Auditorium of the First Federa-
ted Church.
☆
A meeting of the Women’s
Association of the First Lutheran
Church, Victor St., will be held
in the lower Auditorium of the
Church on Tuesday Dec. 9th at
2.30 o’clock. This is the final
meeting of the year. — All
members are expected to attend.
☆
Skemtisamkoma
Þjóðræknisdeildin Esjan efmr
til skemtisamkomu í lútersku
kirkjunni í Árborg á föstudag-
inn 12. desember, kl. 8.30 e. h.
Fara þangað Finnbogi Guð-
mundsson og Tryggvi J. Oleson
og sýna þeir myndir frá íslandi
og flytja ávörp; ýmislegt fleira
verður til skemtunar; nánar aug
lýst síðar.
Sýnd verður brezk kvikmynd,
Northern Story, tekin á íslandi.
☆
Lenora Elaine, dóttir Mr. og
Mrs. E. C. Einarsson, Bowsman,
Man., og Leo James Giberson
frá Woodstock, N.B., voru gefin
saman í hjónaband í Winnipeg
8. nóvember síðastliðinn.
☆
Paul Goodman, Keewatin,
Ont., lézt af brunasárum 16.
nóvember, er heimili móður
hans og stjúpföður, Mr. og Mrs.
S. Björnson, Eight Street,
Keewatin, brann til kaldra kola.
Fred Ingjaldson, sonur Mr. og
Mrs. Fred Ingjaldson, 950 Mani-
toba Avenue, sem nú stundar
nám við Montana State College,
hefir vakið á sér athygli sem
íþróttamaður, sérstaklega í
basketball.
☆
Félagsblað Icelandic-American
klúbbsins í Los Angeles skýrir
frá því, að Guðmundur Thor-
grímson hafi látist 4. okóber í
Inglewood, California, 64 ára að
aldri. Hann vár fæddur á Is-
landi 28. ágúst, 1887; bjó í
Grafton 1927 til 1937, fluttist þá
til Drayton og síðan til Ingle-
wood. Auk ekkju sinnar, Emmu
Ólafson Thorgrímson, lætur
hann eftir sig tvær dætur, Mrs.
Lyle Ormiston, Los Angeles, og
Mrs. George Andreason,. Bell-
flower, California; ennfremur
systir, Mrs. ' William Cory,
Crossby, Minn. Hann var jarð-
aður að Grafton.
☆ -
Miss Jóhanna Thorarins lézt
í Los Angeles 9. október s.l., 89
ára að aldri. Hún fluttist til
þessarar álfu á unga aldri og
fór snemma vestur að hafi; hún
átti fyrst heima í Blaine, síðan
í San Diego og Los Angeles. —
Hún var mjög vinsæl kona og
hennar sakna margir vinir.
☆ .
Mrs. A. Ólafsson frá Seattle,
Wash., dvelur í borginni þessa
dagana í heimsókn til tengda-
sonar síns og dóttur, Mr. og
Mrs. Axel Vopnfjord.
.☆
Dr. Richard Beck prófessor í
Norðurlandamálum við ríkis-
háskólann í North Dakota kom
hingað á fimtudaginn í fyrri
viku og var aðalræðumaður í 10
ára afmælishófi félagsins Viking
Club kvöldið eftir; þótti öllum,
er á hlýddu, mikið til ræðunnar
koma. Dr. Beck hélt heimleiðis
á laugardagskvöldið.
. ☆
Jónas Kristjánsson mjólkur-
iðnaðarfræðingur af Akureyri,
sem dvalið hefir u mall-langan
tíma hér vestra, lengst í Glen-
boro hjá systur sinni og tengda-
bróður, Mr. og Mrs. Paul Ander-
son, lagði af stað suður 1 Banda-
ríki í lok fyrri viku.
Sótt um hólfa milljón til ranrn-
sókna ó kolamagni ó Skarðsströnd
Mætti kynda toppstöðina við
Elliðaárnar með íslenzkum
mókolum í stað olíu?
Kynlegar loftsjónir víða yfir
Austfjörðum
Eldhnöttur með langa ljósrák á
eítir; ef til vill „bolide" eða urðar
máni, segir Jón Eyþórsson
Kynlegar loftsjónir sáust
yfir Austfjörðum á sunnu-
daginn. Samkvæmt upplýs-
ingum> sem blaðið hefir
fengið hjá greinagóðum
manni á Seyðisfirði, var
þetta líkast eldkúlu, sem
þaut í vesturátt með miklum
hraða í mikilli hæð. Lágði
langa ljósrák aftur úr henni.
Fyrirbrigði þessi sáust kl. 5.10
síðdegis og var þá ekki mjög
skýjað loft. Sáust þau samtímis
eða um svipað leyti á Loðmund-
arfirði, Seyðisfirði, Stöðvarfirði
og þaðan allt suður til Horna-
fjarðar, en fólki ber ekki ná-
kvæmlega saman um sýnina.
Var þetta urðarmáni?
Alþýðublaðið sneri sér í gær
til Jóns Eyþórssonar veðurfræð-
ings og kvað hann, eftir þeirri
lýsingu, sem hér getur í fyrstu,
einna helzt vera um svonefndan
„bolide“ eða „kulelyn“ (á Norð
urlandamálum) að ræða, ef þetta
hefði ekki verið einhvers konar
loftfar. En það fyrirbrigði er með
öllu óskýrt enn, aðeins talið
standa í sambandi við rafmagn
í loftinu. Ástæða er til að kalla
þetta urðarmána á íslenzku.
dögunum. Hefði það þá hagað
sér þar öfugt við það, sem það
gerði eystra; en í Eyjafirði var
sagt, að ljóshvel þessi hefði farið
hægt yfir.
Jón Eyþórsson tók það fram,
að hann vissi raunar ekki, hvort
veður hefði verið þannig eystra
á sunnudaginn, að trúlegra væri
að um „bolide“ eða urðarmána
væri að ræða, og væri tilgáta
hans um þetta miðuð við þá lýs-
ingu, er blaðið fékk að austan.
Hann kvað loftsjónir, sem kall-
aðar hafa verið vígahnettir eða
vígabrandar, hafa yfirleitt verið
settar í samband við stjörnu-
hröp, en ótrúlegt væri, að þetta
hefði verið stjörnuhrap, úr því
að fólk kannaðist ekki við það.
—AB, 10. nóv.
Hlutafélagið KOL, sem und-
anfarin ár hefir rannsakað
mókolalög á Skarðsströnd,
hefir sent fjárveitinganefnd
Alþingis beiðni um 500 þús-
und króna fjárveitingu til
fullnaðarrannsókna á kola-
lögunum vestra.
Síðasta þing veitti talsvert fé
í þessu skyni og var unnið í
sumar að borunum í mynni
Búðardals, skammt frá bænum
Tindum. — Framkvæmdastjóri
þessa félags er Haraldur Guð-
mundsson bankamaður, en Helgi
Sigurðsson hitaveitustjóri hefir
stjórnað borununum. Rannsókn'
arráð ríkisins hafði eftirlit með
verkinu í sumar.
Kolalag á stóru svæði
Kolalagið á Skarðsströndinni
er ekki mjög þykkt, en það virð-
ist ná um allstórt svæði og hefir
’alls staðar verið komið niður á
það, þar sem borun hefir verið
framkvæmd. En hve vítt það
nær, er ekki vitað.
Myndi vinnsla borga sig?
Lagið virðist, og nægjanlega
þykkt til þess, að hugsanlegt
væri, að vinnsla borgaði sig, en
jafnvel þótt vinnsla væri ekki
hagkvæm nú, gæti hún orðið
það seinna, og þess vegna mikil-
vægt að afla fullkominnar vit-
neskju um þessi kolalög.
Afstaða er á hinn bóginn að
ýmsu leyti óhagstæð, og bergið
bæði hart og sprungið, svo að
slit verður mikið á borum við
rannsóknirnar.
Árði varasíöðin kynt með
íslenzkum kolum?
Þótt fullsnemmt sé að hafa
uppi miklar ráðagerðir um notk-
un kola af Skarðsströndinni,
áður en kolalögin hafa einu sinni
verið rannsökuð til hlýtar, hafa
SÆLUEY i SUÐURHAFI
auðvitað verið gerðar rannsókn-
ir á notagildi kolanna. Eru þau
sæmileg mókol, og það mun álit
sérfróðra manna, að salla slíkra
kola mætti nota til þess að
kynda varastöðina við Elliða-
árnar og létta þannig mjög er-
lendan kostnað við rekstur
hennar.
—TIMINN, 7. nóv.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Fer hratt eða hægt,
hátt eða lágl
Fyrirbrigði þetta fer stundum
með miklum hraða, en stundum
svífur það ofurhægt, stundum
sést það hátt á lofti, en stund-
um alveg niður við jörð. Það er
líkast eldhnetti, mismunandi
stórt. Hefir því stundum verið
líkt við tungl í fyllingu.
Fer stundum inn um glugga
Fyrir hefir komið, að slík eld-
kúla svífi fyrirfaralaust inn um
glugga eða dyr, renni með fram
veggjum niður við gólf og sundr-
ist svo í blossa og hverfi.
Draugagangur
Þetta kynlega fyrirbæri, sem
ekki hefir enn verið skýrt, er
til þess fallið að vekja ótta
fólks, og fyrr á öldum mun það
ótvírætt hafa verið talinn drauga
gangur. Þykir margt benda til
þess, að þetta náttúrufyrirbrigði
hafi verið það, sem hér á landi
var kallaður Urðarmáni, og þótti
hinn versti vágestur.
Sama fyrirbrigði í
Eyjafirði
Jón Eyþórsson kvað vel geta
verið, að þetta fyrirbrigði hefði
svifið yfir byggðir í Eyjafirði á
í Suðurhafi (sem er suðurhluti
Kyrrahafs) er eyja, kölluð nafni,
sem ýmist er ritað Raihróa,
Faróia eða Rairóa, og er borið
fram eins og gamla íslenzka
skammaryrðið rægirófa.
Eyja þessi er lág, og er hitinn
þarna geysimikill, og lítt bæri-
legur, þegar logn er. En kæl-
andi staðvindar eru 300 daga
ársins, svo meðalhitinn er ekki
nema frá 24 til 29 stig á Celsius.
Rigningin nemur þarna um 101
cm. á ári að meðaltali, og er það
heldur meira en í Reykjavík. En
það rignir ekki eins oft þar, en
miklu ákafar.
Fólkið þarna er svipað öðru
fólki á Suðurhafseyjum. Það er
kristinnar trúar, en dýrkar jafn-
framt nokkuð Frey, og meira en
trúboðunum líkar. En þeir álíta,
að þetta hafi góð áhrif á kókus-
pálmana, sem er aðal nytjajurt
þeirra, og er eyjan frá fornu
fari alsett pálmategund þessari.
Columbiaháskólinn í Banda-
ríkjunum sendi rannsóknarflokk
til eyjunnar, og er hann nýlega
kominn heim aftur. Hefir farar-
stjórinn, dr. Narman Newell,
ritað skýrslu, sem sögð er bæði
löng og fróðleg, og er í henni
meðal annars þetta:
Á eynni eru nú alls 127
manns, ungir og gamlir. Húsdýr
eru þar engin nema svín, og eru
þau 25. Eina atvinna eyjar-
skeggja er að tína saman kókos-
hnetur, þegar þær eru þroskað-
ar, og þó ekki fyrr en þær detta
sjálfar niður, og selja þær út í
skip, sem fara milli eyjanna í
verzlunarerindum. Koma skip
þessi 8 til 10 sinnum á ári, og
borga með vörum og peningum,
ef eyjarskeggjar eiga eitthvað
inni, þegar skipið fer aftur.
Það, sem eyjabúar kauþa fyrst
er útvarpstæki, kæliskápur, föt
eins og hvítir menn nota og utan-
borðsmótor.
Mikill fiskur er við eyna, og
að sögn ekki minna en af 400
tegundum, en eyjarbúum þykir
lítið til flestra þessara tegunda
koma, og vilja heldur niðursoð-
inn lax frá Alaska og British
Columbia, niðursoðnar sardínur
frá California og aðrar niður-
suðuvörur.
Tveir gallar eru á eyju þessari
að dómi íbúanna. Annar er hvað
samgöngur eru strjálar og ó-
reglubundnar. Og eru þeir oft
orðnir allslausir af te, kaffi, tó-
baki, hveiti og niðursuðuvörum,
mánuðum áður en skip kemur,
þó þeir eigi nóg af kókóshnetum
og peningum. Verst af öllu er,
að svo virðist, sem utanborðs-
mótorar, útvarpstæki og kæli-
skápar bili lang oftast, þegar
langt er milli skipaferða. Hinn
gallinn á eynni er þó verri, en
það eru fellibyljir, er oft sjást
og alltof oft koma við í eynnni.
Valda þeir jafnan miklu eigna-
tjóni, en mjög oft líka bæði
meiðslum og manntjóni. Verst
lék þó fellibylur sá eyna, er kom
þar árið 1903. Drap hann 4 af
hverjum 5, eða 4/5 af öllum
íbúum hennar.
Ekki segir dr. Newell, að eyj
arskeggjar vinni alls nema 15 til
20 daga á ári, því vinna geti
varla talizt annað en að safna
saman kókoshnetum og flytja
þær á skipsfjöl. Þó þeir hafi báta
með utanborðsmótorum stundi
þeir varla neinar fiskveiðar, en
hafi bátana sér til skemmtunar.
Eyjarskeggjar eru yfirleitt
greindir og skemmtilegir, jafnt
karlar sem konur, og virðist
gamla fólkið líka vera kátt.
—AB, 9 nóv.
Fréttir . . .
Framhald af bls. 4
og Skipum heiðríkjunnar. Um
þessar mundir er útgáfufélagið
Landnáma að gefa út nýja skáld
sögu eftir Gunnar Gunnarsson,
sem heitir Sálumessa og er önn-
ur bókin í sagnaflokki þeim, er
hófst með skáldsögunni Heiða-
harmi. Nokkrar persónur eru
hinar sömu og þar og sviðið hið
sama. Von er fleiri skáldsagna í
■sagnabálki þessum, sem höfund-
ur nefnir Urðarfjötur.
☆
Flugbjörgunarsveitin í Reykja
vík hefir nú starfað í tvö ár og
á þeim tíma hefir hún verið sex
sinnum kvödd til leitar að týnd-
um flugvélum eða til björgun-
ar. 1 sveitinni eru nú um 100
áhugamenn, sem þjálfaðir eru í
nokkrum sérflokkum, svo sem
flugsveit, göngu- og skíðasveit,
bílasveit o. s. frv. Aflað hefir
verið ýmissa nauðsynlegra
tækja og nú er verið að útbúa
hjálparstöð eða sjúkraskýli, sem
koma má fyrir á örskömmum
'tíma nálægt slysstað. 1 dag verð-
ur stofnuð flugbjörgunarsveit á
Akureyri og í gærkveldi fór
stjórn sveitarinnar í Reykjavík
austur í Rangárvallasýslu þeirra
erinda að stofna til samtaka með
mönnum á efstu bæjum í sýsl-
unni í því skyni að þeir verði
viðbúnari en ella, ef leita þyrfti
flugvéla í óbyggðum þar í nánd.
☆
Kantötukór Akureyrar er 20
ára um þessa helgi. Hann hefir
laldið 60 hljómleika og farið
söngferðir til Reykjavíkur og til
Norðurlanda. Stofnandi kórsins
og stjórnandi frá upphafi er
Björgvin Guðmundsson tón-
skáld.
Séra Valdimar J. Eylanda
Heimili 686 Banmng Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúierska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 7. des.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið
S. Ólafsson
Þrettán barna móðir kvartaði
undan því við mann sinn, að
barnavaginn þeirra væri orðinn
svo hræðilega slitinn og úr sér
genginn. —
— Við verðum þá víst að
neyðast til þess að fá okkur
nýjan, sagði maðurinn, en góða,
gættu þess nú vel að kaupa ein-
hvern góðan vagn, sem eitthvað
getur enzt.
s ☆
Lögregluþjónn (við drukkinn
mann, sem slangrar eftir göt-
unni um hánótt): — Hvert eruð
þér að fara?
Vegfarandi: — Heim til þess að
hlusta á fyrirlestur.
☆
— Hvað er listdómari, pabbi?
— Það er maður, sem er stað-
ráðinn í því að lifa á listinni,
hverju sem taufar.
MYNDAVÉLAR
Rolleiflex, ICene-Exakita, Leica,
Balda, Retina og fjöldi annara
evrópiskra tegunda. Skrifið eftir
verðskrá.
Lockharts Camera Exchange
Toronto (Stofnaö 1916) Canada
Fjárhagsskýrsla íslendingadagsins
1952
TEKJUR:
Peningar í sjóði, 7. nóv. 1951 $ 130.29
Vextir af Dominion Bonds..................... 36.00
2210 borðar fyrir fullorðna seldir .......... 1105.00
964 dansmiðar seldir ....................... 723.00
Fyrir auglýsingar í Programme 1951 .......... 238.00
Fyrir auglýsingar í Programme 1952 ......... 1487.25
Alls $3719.54
ÚTGJÖLD:
Prentun, ritföng og frímerki ................$ 103.21
Borðar og dansmiðar .......................... 84.20
íþróttarverðlaun og kostnaður ............... 125.40
Auglýsingar ................................. 77.80
Vinna við sölu borða og dansmiða ............ 72.00
Skreyting garðsins ......................... 255.71
Leiga fyrir Gimli Park ..................... 50.00
Blómakrans á minnisvarðann ................... 15.00
Prentun á Programme ......................... 812.53
Söngur og dansorkestra .................... 275.00
Kostnaður við Fjallkonu og hirðmeyjar 91.95
Kostnaður við ræðumenn og skáld .............. 42.20
Fundarsals leiga ............................. 6.00
Ferðakostnaður á fundi ....................... 15.00
Hljómaukar .................................. 75.00
Þóknun til ritara og gjaldkera .............. 150.00
Borgað fyrir auglýsingasöfnun .............. 414.55
Bonting keypt ................................ 92.60
Kostnaður til C.P.R.......................... 129.75
Útgjöld alls $2887.90
15. nóv. 1952, Peningar í sjóði ................ 831.64
/ Samtals $3719.54
EIGNIR ÍSLENDINGADASINS:
Peningar í sjóði ...............................$ 831.64
Dominion of Canada Bonds ...................... 1200.00
Útistandandi fyrir auglýsingar net........ 62.37
Eignir á Gimli ................................. 515.88
Eignir í Winnipeg ............................... 56.83
Bonting keypt ................................... 92.60
Eignir alls $2759.32
JOCHUM ÁSGEIRSSON, féhirCir
Yfirskoöað og rétt fundið, 26. nóvember 1952
GRETTIR LEO JÓHANNSON og GUÐMANN LEVY, endurskoðendur