Lögberg - 01.01.1953, Side 1

Lögberg - 01.01.1953, Side 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTBE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66 ÁRGANGUR Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas • Oil • Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 1. JANÚAR, 1953 NÚMER 1 LÖGBERG FLYTURISLENZKA MANNFÉLAGINU HUGHEILAR NÝARSÖSKIR Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Prófessor Halldór Hermannsson hólf-óttræður Nú er loks komið vetrarveður á' Islandi. Snemma í vikunni sem ieið brá til frosta eftir lang- varandi þíður og hægviðri, og kom á norðaustan átt með nokk- urri snjókomu norðanlands og frosti um land allt. í gær var 5 til 16 stiga frost í byggð og jókst er á daginn leið. ☆ Ólafur Thors atvinnumála- ráðherra er nú staddur 1 París og situr fund ráðherranefnd- ar efnahagssamvinnustofnunar Evrópu og síðan ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins. 'Þátt- taka hans í þessum fundum var ákveðin og tilkynnt í byrjun nóvembermánaðar. Aðalerindi ráðherrans er að vinna að mál- stað íslands í landhelgismálinu. I för með ráðherranum er Hans G. Andersen þjóðréttarfræðing- ur utanríkisráðuneytisins. — Á leið sinni til Parísar ræddi at- vinnumálaráðherra við Anthony ■ Eden, utanríkisráðherra Bret- lands, um vandamál þau, sem risið hafa á milli landanna í sambandi við stækkun landhelgi Islands. Brezka stjórnin sendi íslenzku stjórninni nýlega orðsendingu varðandi löndunarbannið og landhelgina og kom þar ekkert nýtt fram. ☆ Verkfall hófst hérlendis 1. desember og eru nú samtals 46 verkalýðsfélög í verkfalli, og mun félagatala þeirra vera um 20.000 manns. Nokkur félög, sem Alþýðusamband íslands hafði mælzt til að gerðu vinnustöðvun í samúðarskyni, hafa ekki orðið við þeirri beiðni, meðal þeirra Sjómannafélag Reykjavíkur og Hið íslenzka prentarafélag. — Verkalýðsfélag Akraness veitti undanþágu til uppskipunar og vinnslu á afla togarans Akur- eyjar, sem bæjarútgerðin þar á. Sáttasemjari ríkisins hélt fundi með samninganefndum deilu- aðilja dag hvern framan af. Sáttanefnd var skipuð á mánu- daginn og eiga sæti í henni Torfi Hjartarson sáttasemjari ríkisins, Emil Jónsson alþingismaður, Gunnlaugur Briem skrifstofu- stjóri í atvinnumálaráðuneytinu og Jónatan Hallvarðsson hæsta- réttardómari. Sáttanefndin hélt fundi með deiluaðilum, og báru þeir engan árangur. Viðræðum var þá slitið í bili á fimmtudags- kvöldið, og voru engir fundir á föstudag og laugardag. — Kaup- skip flest liggja nú í höfn af völdum verkfallsins, póstur er- lendis frá hefir ekki fengist til afgreiðslu, hvorki úr skipum né flugvélum, þar til í gær að eitt- hvað liðkaðist um það. Vöru- skortur er nokkur í matvöru- búðum, sérstaklega er lítið um viðbit og kaffi hvarvetna gengið ti! þurrðar. Mjólkurskammtur handa ungbörnum hefir verið ^jög lítill og minni en læknar töldu að þyrfti nauðsynlega, en ookkuð hefir á því borið að ^jólk væri flutt til Reykjavíkur sölu utan Mjólkursamsöl- Uílnar og hafa verkfallsverðir s öðvað nokkra slíka flutninga. ki hafa orðið neinar róstur. olatré öll, sem flutt hafa verið tU landsins, eru í skipi í Reykja- 13. DESEMBER víkurhöfn og fást ekki í land, fremur en aðrar vörur. Strætis- vagnar ganga ekki í Reykjavík, en leigubílstjórar aka, þar eð fé- lag þeirra gerir ekki verkfall. Áætlunarbílar eru í förum á langleiðum, og er enn fært milli Reykjavíkur og Akureyrar, þótt færð sé orðin þung á Öxnadals- heiði. Flugferðir innanlands hafa lagst niður með öllu að heita má. Samninganefnd verkalýðsfélag- anna í vinnudeilunni hefir á- kveðið að leita til verkalýðssam- bandanna á Norðurlöndum, Bret landi og í Bandaríkjunum, um fjárhagslegan stuðning við verk- fallsmenn, þar eð verkfall hefir nú staðið hálfan mánuð. Áður hafði verið leitað til Sambands frjálsra verkalýðsfélaga. ☆ Á þessu ári fóru íslenzkir togarar samtals 136 söluferðir til Bretlands og Þýzkalands með ís- fisk, fluttu þangað 29.000 lestir og seldu það magn fyrir rúm- lega 54 miljónir króna. Fyrstu Framhald á bls. 4 HINN 6. þessa mánaðar verður hálf-áttræður einn af gagnmerkustu og kunnustu ís- lendingum, sem nú eru uppi, og jafnframt einhver allra ágætasti og afkastamesti fræðimaður ís- lenzkur að fornu og nýju, en það er dr. phil. Halldór Hermanns- son prófessor í Ithaca, New York. Var hann, eins og al- kunnugt er, áratugum saman bókavörður við hið fræga Fiske- sáfn íslenzkra rita í Cornell-há- skóla í Ithaca og samtímis há- skólakennari í norrænum fræð- um, en lét af því tvíþætta starfi fyrir aldurs sakir fyrir nokkrum árum. Ég þekki minn gamla kennara og tryggðavin nógu vel til þess að vita það, að honum er það mjög fjarri skapi, að bumbur séu barðar fyrir honum, enda má um hann í ríkum' mæli með sanni segja, að umfangsmikil bókavarðar- og fræðistörf hans tala sínu máli betur og varan- legar en nokkur lofgjörð frá minni hálfu eða annarra. Eigi að síður verður hann að sætta sig við það, að mér virðist það með engu móti viðurkvæmilegt, að 75 ára afmælis hans sé eigi að einhverju lgyti getið í blöðum vorum vestur hér, enda væri annað hið rammasta vanþakk- læti; veit ég einnig, að landar dr. Halldórs almennt hér í álfu taka í sama streng, að ég nú ekki tali um fræðimenn víða um lönd, hvað þá gamla nemendur hans, sem æði margir eru, og munu, að verðleikum, allir bera honum hið bezta söguna sem kennara. Þar sem ég hefi áður rakið að nokkru ævi- og starfsferil Hall- dórs prófessors Hermannssonar bæði í ritgerð í Tímariti Þjóð- ræknisfélagsins og, í styttra máli, í afmælisgrein um hann sjötugan hér í blaðinu, verður það eigi gert að þessu sinni á ný; enda er greinarkorni þessu aðeins ætlað að vera stutt af- mæliskveðja til hans og þakkar- orð á þeim merku tímamótum í ævi hans, sem hér er um að ræða. Fyrir margt og mikið megum vér, landar hans, beggja megin hafsins, þá einnig þakka honum, er hann nú hálfnar áttunda tuginn. Verður þar fyrst á blaði há- skólakennsla hans í norrænum fræðum í Cornell, sem náð hefir, eins og þegar er gefið 1 skyn, til fjölmargra innan veggja kennslu stofu hans, og áhrif þeirrar kennslu síðan með nemendum hans miklu víðar, eins og komið hefir fram með ýmsum hætti í bókmennta- og fræðistarfi þeirra, þó það verði eigi nánar rakið að sinni. Sjálfur get ég bætt því Állatíu og sex manna týna lífi Á laugardaginn hinn 20. des- ember vildi til hið geigvænleg- asta flugslys, sem sögur fara af við Moses Lake í Washington- ríkinu; brann þá til kaldra kola amerísk risaflugvél af hinni svo- nefndu C-124 Globemastergerð; alls hafði flugvélin innanborðs ásamt áhöfn, hundrað þrjátíu og fjóra menn, flest hermenn, sem voru á leið til heimila sinna fyr- ir jólin; vélin hafði svo að segja nýhafið sig til flugs, er hún Prófessor Halldór Hermannsson við af eigin reynd, hversu stað- góð fræðsla hans var og hefir orðið mér, enda svipmérktist hún af sömu nærfærni og sann- leiksást eins og víðtæk ritstörf hans. Þá hefir Halldór Hermanns- son eigi síður unnið íslenzkum fræðum og Islandi ómetanlegt gagn með frábæru bókavarðar- starfi sínu við Fiske-safnið, er hann rækti með þeirri hagsýni og alúð, að safnið meir en tvö- faldaðist að stærð í vörzlu hans; en eigi myndi bókavarðarstarf hans hafa verið með jafn mikl- um fyrirmyndarbrag og raun ber vitni, ef hann hefði eigi ver- ið eins fágætur bókfræðingur og rit hans í þeirri grein bera ó- rækastan vottinn. Er þá einnig komið að þeirri hliðinni á nytjastarfsemi hans í þágu íslenzkra fræða og menn- ingar, sem víðast hefir borið nafn hans og lengst mun því á lofti halda, en það eru umfangs- mikil ritstörf hans. Ber þar fyrst að nefna hinar miklu bókaskrár hans yfir Fiske-safnið, sem út komu í þrem bindum, og eru í senn brautryðjendarit á sínu sviði og með öllu ómissandi þeim, sem fæst við íslenzk og norræn fræði. Þó ekki væri öðru til að dreifa, standa fræðimenn í þeim greinum þess vegna í ævarandi þakkarskuld við Hall- dór Hermannsson. Með ritsafninu Islandica (31 bindi samin eða gefin út af hon- um) hefir hann einnig lagt mikilvægan skerf og varanleg- an til íslenzkra fræða, en í þess- um ritum hans kennir bæði margra grasa og góðra, og öll auðkennast þau af víðtækum lærdómi höfundarins, vand- virkni hans og gjörhyggli. Margs er því að minnast og mikið að þakka á 75 ára afmæli dr. Halldórs Hermannssonar prófessors, og þó að framan að- eins stiklað á allra stærstu stein- hrapaði og kviknaði þá sam- stundis í benzíngeymum henn- ar; áttatíu og sex manns týndu lífi, en flestir þeirra, sem af komust liggja í sjúkrahúsum. Hernaðaryfirvöld Bandaríkj- anna tóku málið þegar til rann- sóknar, en um niðurstöður er enn eigi vitað. Annað stærsta flugslysið, sem um getur, gerðist í Cardiff í Wales fyrir tveimur árum, en þar létu lífið áttatíu manns. um. Hann hefir eigi aðeins ver- ið brautryðjandi á sviði íslenzkr- ar bókfræði og óvenjulega mikil- virkur rithöfundur í íslenzkum fræðum á breiðum grundvelli, heldur einnig verið þjóð vorri Innn ágætasti landkynnir á er- lendum vettvangi, í hinum víð- lenda enskumælandi heimi. Það allt skal honum nú hjart- anlega þakkað á 75 ára afmæli hans, að ógleymdum manndóm- inum og heillyndinu, því hann er í einu orði sagt: heilsleyptur drengskaparmaður. Um hann má með sanni segja, að þar er „merkur, mætur, heill maður“ að baki fjölþættra fræðistarf- anna. I þeim þakkarhug og virðing- ar hylli ég Halldór Hermanns- son hálf-áttræðan, og bið honum blessunar, nú er kvelda tekur, eftir hinn langa og frjósama starfsdag hans. RICHARD BECK Á leið til Bandaríkjanna Winston Churchill forsætis- ráðherra Breta, lét úr höfn í gær áleiðis til Bandaríkjanna til fundar við Truman forseta og Dwight Eisenhower, sem við forsetaembætti tekur þann 20. yfirstandandi mánaðar. Mr. Churchill hélt fund með ráð- herrum sínum skömmu áður en hann steig á skipsfjöl; um niður- stöður fundarins er flest á huldu að öðru leyti en því, sem Lundúnablöð telja víst, að við- ræður forsætisráðherra við Eisenhower muni snúast að miklu um Kóreustríðið og viðhorf Asíumálanna í heild; að fleira beri á gófna verður eigí efað, svo sem afstaða Bretlands til Norður-Atlantshafsbandalags ins og væntanlegir friðarsamn- ingar við Austurríki. Ekki þykir líklegt að Mr. Churchill heimsæki Ottawa að þessu sinni, þó ekki sé vitað um það með vissu. Þakkarorð Þegar ég er nú að leggja af stað heimleiðis til hins nýja heimilis okkar hjónanna í Walters, Minnesota, eftir að hafa dvalið á þessum slóðum síðan í byrjun nóvembermánað- ar til lækninga, finn ég hjá mér sterka hvöt til að þakka af grunni hjarta míns þeim öllum fjær og nær, er auðsýndu mér kærleiksríka samúð í velkind- um mínum og glöddu mig á einn eða annan hátt. Orð mín fá á engan hátt lýst þeirri þakkarskuld, er ég stend í við Dr. P. H. T. Thorlakson, er skar mig upp á sjúkrahúsinu og veitti mér, ef svo mætti segja, föðurlega umhyggju frá þeim tíma, unz ég nú hefi náð heilsu. Við hjónin, sonur okkar og allir vinir endurtökum þakkir okkar til þeirra allra, er tóku innilegan þátt í kjörum okkar meðan á veikindum mínum stóð. Winnipeg, 29. des. 1952 Sigríður Sigurgeirson UMFERÐARSLYS Um jólin týndu 714 manns lífi af völdum umferðarslysa í Bandaríkjunum, en í Canada 92. Dánartalan í Canada varð helm- ingi hærri en í fyrra. Eins og vér fyrirgefum Eftir ALFRED NOYES A meðan börn þín voru vexti háð, þú veizt það, drottinn; þeirra eina ráð, var það að biðja bljúg um vœgð og náð. Þau féllu auðmjúk fram, við hástól þinn, sem fyrirlitnir þrælar, drottinn minn,. og hétu á þig að hvítþvo klœðnað sinn. Þau lágu á bæn um niða dimma nótt. — En nú er birting — Ijósið veitir þrótt og fjöldinn rís, þótt fari undur hljótt. Já, rís á fætur, reisir höfuð hátt og hrœðist ekki vald úr neinni átt — en hæðir ekki himins dýrð né mátt. Hinn þögli fjöldi — öll þín eigin börn, sem enga hljóta í nauðum sínum vörn, en aumka þig og eru líknargjörn. Þau allar sömu gjafir gefa þér, í gamla daga er þau kúsu sér, en það var margt, og það skal talið hér. Já: meðaumkun — það mesta gjöfin er, hin mesta og bezta, sem þau færa þér, — því œgileg er byrðin, sem þú ber. Og þó þau furði — skilji ekki að hins illa þurfi — nokkrum gagni það; í hljóði spyrja hví það á sér stað. Þau fyrirgefa samt í fullri sátt öll syndagjöld, er í þau tóku þátt; það er ein góða gjöfin, sem þú átt. Þau hreyfa ekki eins manns hörmungum, sem ofboð reynist þér og himninum — já, þér með sigurdraum í dauðanum. Þau kenna þér ei þennan hrykaleik, sem þúsund þúsund gerir dauða bleik, né alla von, sem oss með kossi sveik. Nei, kenna þér ei — þyngsta kvöl að sjá er þegar œskan fellur eins og strá og ástvin dauðum ástvin slitinn frá. Vér kennum þér ei þó að flest, — nei alt, sem þú oss hefir gefið, reynist valt, og fyr en vér það virðum: dautt og kalt. Já, dautt og kalt. Ó, drottinn, reynd er sú, að dauf og veik og köld sé okkar trú: Við gátum aldrei elskað líkt og þú. Og loks í veikleik vorum hugsast oss, er vœgðarleysið steypist eins og foss á börn þín, undir þrauta og þyrna kross. Vér, leirmyndirnar þínar, rétta þá til þín um síðir hönd, sem kreppur þjá og störum lemstruð, blind í loftin blá. Og kom þá til vor: kveddu himininn! — í kvaladauða allur mannfjöldinn um síðlr birtir sýknu dóminn þinn. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi ATHUGASEMD: Höfundur kvæðisins hefir komið tvisvar til Winnipeg og lesið þar ljóð sín í stórum kirkjum fyrir fullu húsi; þar á meðal þetta kvæði. Hann er talinn meðal allra mestu skálda á Englandi. Alfred Noyes er kaþólskur ipaður og kvæðið ber það með sér. En þrátt fyrir það fanst mér það svo stórkostlegt, frumlegt, og fagurt að viðeigandi væri að reyna að snúa því á íslenzku. —S. J. J. --------------------———■—-----< Geigvænlegasta flugslys, sem sögur fara af

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.