Lögberg - 01.01.1953, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. JANÚAR, 1953
Eru hervarnir það eina, sem þarf?
Eftir HUGH KEENLEYSIDE
Brian MacMahon fyrverandi
meðlimur 1 öldungaráði Banda-
ríkjanna, lét sér farast orð á þá
leið, að ef stríð ætti sér stað,
þá gætu óvinirnir sannarlega
komið sprengjum sínum þangað,
sem þeir ætluðu þeim, og Rúss-
ar hefðu tæki til þess að brenna
til ösku 50 miljónir Ameríku-
manna á fimm mínútum. Sena-
tor MacMahon var varfær
maður, skynsamur og sann-
gjarn; hann var formaður þing-
nefndar þeirrar í Bandaríkjun-
um, sem hafði það með höndum
að rannsaka alt, er snerti
sprengjur og afl þeirra. Ef nokk-
ur maður gat talað eða ritað af
þekkingu um þessi málefni, þá
var það hann.
Sá sannleikur að vér — vestur
þjóðirnar — gætum, ef til vill,
farið ennþá ver með Rússa, væri
býsna lítil bragarbót; líklega
yrðu ekki nema örfáir vorra
manna þá uppi til þess að fagna
sigrinum.
Að sjálfsögðu verðum vér að
forðast það glæpsamlega brjál-
æði að hefja stríð, ef oss er unt.
En þessi hætta, sem sprengj-
urnar geta valdið í stríði, er ekki
eina grundvallaratriðið, sem nú-
verandi þjóðlíf horfist í augu
við.
Eftir því, sem mér sýnist fer
vaxandi viðurkenningin um
það að lýðstjórnarríkin horfist
nú í augu — ekki einungis við
eina stórhættu, heldur tvær.
í fyrsta lagi er það hin mikla
og yfirvofandi hætta af árásum
kommúnistískra einræðismanna
— hætta, sem yfirgnæfir alt það,
sem áður hefir þekst í mann-
kynssögunni — hætta, sem verð-
ur ósambærilegri við nokkuð
annað vegna þess að sprengju-
stríðið verður háð á báðar
hliðar.
En hin hættan er nú orðin ná-
lega eins hættuleg — og verður,
ef til vill, innan skamms orðin
ennþá meiri. í»að er hin rísandi
alda ákveðinnar óánægju, sem
nú veltur yfir tvo þriðju hluta
alls mannkynsins. — Sannleik-
urinn er sá, að öreigaþjóðirnar
hafa risið upp á móti þeim hörm-
unga kjörum, sem þær eiga við
að búa. Enginn friður getur átt
sér stað á meðan þetta fyrir-
komulag heldur áfram.
Vér Canadabúar höfum býsna
glögt yfirlit yfir kringumstæð-
urnar, sem skapast hafa af
hernaðarhættum vorum; en vér
virðumst enn ekki hafa gert oss
grein fyrir hinni stórhættunni,
sem nú vofir yfir.
En það væri reglulegur mis-
skilningur að skoða þessi-tvö at-
riði sem sérstök og hvort út af
íyrir sig. Að halda því fram,
eins og sumir gera, að vér ætt-
um fyrst að fullkomna hervarnir
vorar, og svo seinna að reyna
að bæta lítið eitt kjör öreiga-
þjóðanna, ef vér þá ættum eitt-
hvað eftir af auðsuppsprettum
og tíma.
Að svo miklu leyti sem þetta
er stefna lýðræðisþjóðanna finst
mér hún vera misskilningur í
hernaði bygður á misskilningi í
hugsunarfræði. Þessi tvö atriði
ver^i ekki aðskilin; þau eru
tvær sprungur í sama steininn.
Vér getum ekki sigrað ein-
veldishættuna ef vér töpum
tveimur þriðju alls mannkyns-
ins undir fána einveldisstefn-
unnar; hins vegar getum vér
heldur ekki hjálpað öreigaþjóð-
unum til þess að öðlast frelsi
frá skorti, ótta og ranglæti, ef
vér bregðumst í sambandi við
hernaðarhættuna. Þessi tvö at-
riði eru óaðskiljanleg: ef vér
töpum á öðru sviðinu, þá töpum
vér einnig á hinu.
Um það má deila með sann-
girni, hversu mikið skuli lagt
fram af aðstoð og hversu mikið
skuli tillag til hvors um sig þess-
ara þýðingarmiklu tveggja at-
riða. Því er haldið fram af sum-
um vorum stjórnmálaleiðtog-
um, að tillag Canada, eins og það
er nú, sé hæfilega mikið; en
það er hér um bil $100 beinlínis
til hervarna á móti $1 til verk-
fræðilegra og fjárhagslegra
framkvæmda í þeim löndum
heims, þar sem uppreisnarhættu
er von. Mörgum öðrum þykir
það hættulega lítið tillag frá
lýðstjórnarríkjunum í sambandi
við auðsuppsprettur þeirra;
þessa skoðun hefir nefnd sú, sem
skipuð var af forseta Bandaríkj-
anna með Niels Rockefeller sem
formann til þess að rannsaka
utanríkis fjármálastefnu þjóðar-
innar. 1 þessari nefnd voru
margir aðrir álíka nafnkunnir
menn og eins íhaldssamir bg
Rockefeller; allir viðurkendir
fj ármálaf ræðingar.
Það má staðhæfa — og það
er staðhæft af sumum, að Can-
ada sé ekki fær um að leggja
fram meira en komið sé til þess
að fullnægja kröfum beggja at-
riðanna að því, er varnir snertir;
sem stendur getur skeð að þetta
sé satt, en það er ekki nauðsyn-
lega lokaúrskurður canadisku
þjóðarinnar um þetta mál.
Stjórn vor hefir unnið með
hugrekki, lægni og staðfestu að
því að sannfæra canadisku þjóð-
ina um það að byssur séu nauð-
synlegar. Ég er viss um að sams
konar hugrekki, lægni og stað-
festa mundi skapa sams konar
árangur á hinni varnarlínunni.
Sú stund er komin að þörf er
á leiðtogum — ekki menn sem
játa öllu, sem aðrir segja. Ef
fólkið vissi sannleikann eins og
hann er, mundu margir skipta
um skoðun. Vinsældir eru ekki
altaf það, sem að síðustu dæmir
stjórnir mikilhæfar.
Hver eru sum þessara atriða,
sem fólkið ætti að vita? Lítum á
veröldina umhverfis oss.
Þeir voru tímarnir að óupp-
lýst fólk, hungrað fólk, veikt
fólk, undirokað fólk víðsvegar í
heiminum, gerði sér gott af öll-
um þessum hörmungum sökum
þess að það vissi ekki betur.
Fólkið hélt að þetta væri vilji
guðs eða náttúrulögin, sem um
væri að kenna. Það var guð eða
náttúrulögin, sem dæmdu fólkið
til þess konar lífs — dæmdu það
til þess að kveljast í „Malaríu",
„Tæringu“, „Taugaveiki“ og svo
framvegis. Það var guð og nátt-
úrulögin, sem dæmdu fólkið til
þess að lifa hungurs lífi alla
sína daga og dæmdu marga til
þess að deyja úr hungri. Það var
guð og náttúrulögin, sem ákváðu
það að einungis örfáir prestar
eða kaupmenn eða aðalsmenn
skyldu hljóta þá töfralist að
kunna að lesa og skrifa, en fólk-
ið skyldi reyrt í þrældómsbönd,
það skyldi vera í þjónustu hinna
fáu, eða einhvers konar lítil-
lækkun eða ranglæti. Fólkið
trúði því að þetta væri þannig
um allan heim og óhjákvæmi-
legt.
En nú á dögum er þetta alt
breytt. Trúboðar vorir hafa kent
fólkinu og frætt það; kent hinum
sveltandi aragrúa, kent hinum
veiku, hinum fáfróðu og óupp-
lýstu að skilja það að allir eiga
heimting á því að njóta gæða
lífsins. Bæði trúarbragðafélögin,
stjórnmálaflokkarnir og fjár-
málaspekingarnir hafa kent
fólkinu þetta með fyrirlestrum,
hreyfimyndum, myndablöðum
og með persónulegri fram-
komu — kent því að hver ein-
asta mannvera, sem sveltur, allir
þeir sem veikir eru, allir óupp-
lýstir eiga heimting á bót við
öllu þessu og skilja hvers þeir
fara á mis.
Enn þann dag í dag er helm-
ingur allra manna í öllum heimi
ólæs og óskrifandi; en nú veit
fólkið að þetta þarf ekki og á
ekki svo að vera.
Helmingur allra í öllum heimi
er sjúkur og býst við því að
deyja milli þrítugs og fertugs.
En nú veit fólkið að það gæti
verið læknað — og ætti að vera
læknað; það veit það líka að ef
það væri í Canada eða í Nýja-
Sjálandi eða í Svíþjóð, gæti það
að líkindum orðið sjötugt.
Helmingur af öllu fólki í öll-
um heimi hefir lægri tekjur en
$100 á ári. Eða með öðrum orð-
um: meiri partur alls fólksins í
öllum heimi sveltur meiri part
ævi sinnar; en það veit að nóg
gæti verið til af fæðu fyrir alla,
nóg af klæðnaði til þess að skýla
öllum og nóg húsaskjól handa
öllum.
Þrældómur, óréttlæti í alls
konar myndum á sér ennþá stað
og þjáir miljónir manna; en þeir
vita það nú að þeir ættu að vera
frjálsir — og geta orðið frjálsir.
Þetta fólk vill fá frelsi í stjórn-
málum eins og 600 miljónir
þeirra hafa öðlast síðan annað
heimsstríðið hætti. Þetta fólk vill
fá land, það vill fá fæðu, það
vill fá heilsu; það vill læra að
lesa og skrifa; það vill fá að
minsta kosti einhverja líkingu
af frelsi; það vill fá persónu-
frelsi; það vill fá viðurkenilingu
fyrir því að það sé mannlegar
verur með mannlegum réttind-
um og mannlegri virðingu.
En svo koma fram ótal spá-
menn og prédikarar, sem segja
þeim hvernig það geti öðlast alt
þetta. Ef vér, sem eigum við
þolanleg kjör að búa með lýð-
stjórnarstefnunni, og játum að
nafninu til kristnar kenningar —
já, ef vér samþykkjum ekki þær
úrlausnir þessara mála, sem
aðrar stefnur hafa að bjóða, þá
er sannarlega tími til þess kom-
inn að vér látum eitthvað til
vor taka og látum það sjást í
verki, að lífsreglur vorar hafi
eitthvað verulegt og áþreifan-
legt að bjóða, sem svari í verki
þeim spurningum, sem hér er
um að ræða. Loforð kommún-
ista eru takmarkalaus.
Sjálfsánægju prédikanir eru
ekki fullnægjandi. Ekki nægja
heldur hernaðar yfirburðir. Þeir
geta að vísu nægt oss í svipinn,
en það að treysta herafla ein-
göngu, það gæti leitt til þess að
öll veröldin sætti sömu kjörum
og Hiroshima.
Það er árangurslaust að segja
hungruðum, óupplýstum, veik-
um þræli að hann ætti að þvo
sér og halda sér hreinum; rísa
upp til einhverra framkvæmda,
stofna samvinnufélag, greiða at-
kvæði með réttum flokki og
sækja kirkju kristinna manna,
Gyðinga, Múhameðsmanna eða
einhverra annara á réttum degi
vikunnar.
Það sem hann þarfnast er alt
annað: Hann þarfnast verulegrar
hjálpar til þess að framleiða
meiri fæðu; hann þarf persónu-
legt frelsi ásamt viðeigandi þekk
ingu og æfingu í því að lifa eðli-
legu lífi (það er það, sem vér
köllum grundvallar mentun).
Hann þarfnast læknishjálpar;
honum er það nauðsyn að Mal-
aríu keldurnar séu þurkaðar;
hann þarf að eignast land og að-
stoð til þess að ná í markað fyr-
ir vöru sína; hann þarf, að þessu
fengnu, aðstoð til aukinnar
framleiðslu — hann þarf að öðl-
ast pólitíska sanngirni; ekki ein-
ungis í orði heldur einnig á
borði.
Það er þetta, sem verið er að
reyna með hinum ýmsu stofn-
unum til verklegrar aðstoðar,
hvort sem það er gert beinlínis
af þjóðbandalaginu eða af ýms-
um greinum þess; þær hafa allar
sama takmark.
Stjórnir margra landa hafa
látið það í ljós, að þær óskuðu
aðstoðar þjóðbandalagsins til
þess að mæta þessum kröfum
þjóða sinna. Sextíu og fjórar
þjóðir hafa enn þá á þessu ári
lagt fram tuttugu miljónir dala
til þessa starfs. Samtímis ritun
þessarar greinar, hefir þjóð-
bandalagið sent nefnd til þess
að aðstoða við olíuleit í Afghan-
istan, byrja kolanámu í Eqva-
dor, leita að vatni í Iran, full-
komna raflýsingu í Yúgóslavíu,
stofna pappírsverksmiðju í
Philips-eyjunum, æfa stjórnar-
þjóna í Brazilíu, bæta hag hinna
blindu í Egyptalandi, bæta járn-
brautarmálin í Columbia, vinna
málma úr sandinum í Ceylon,
stofna leirkerasmiðju í Indó-
nesíu o. s. frv. Þetta eru aðeins
dæmi. Um þrjú hundruð sér-
fræðingar verða í ár starfandi
fyrir þjóðbandalagið frá fjöru-
tíu löndum. Verkfræðileg aðstoð
er kostuð hlutfallslega af þeim,
sem heyra til þjóðbandalaginu;
en meiri parturinn hvílir á herð-
um þeirra, sem bezt eru staddir,
enda ætti það svo að vera.
Þetta er ekki stofnun, sem
hafi það markmið að gefa hverj-
um Indverja tvær skyrtur, eða
hverjum Hottentotta eina
mjólkurflösku. Það væri að vísu
æskilegt út af fyrir sig, en þetta
er annað. (Að búa til tvær skyrt-
ur handa hverjum Indverja
mundi skapa atvinnu öllum,
klæðaverksmiðjunum í Norður-
Ameríku í marga mánuði. Fá-
tækra aðstoð er að vísu nauð-
synleg, en hún er ekki einhlít;
vér verðum einnig að hafa með
höndum sjóð til þess að hjálpa
þurfandi þjóðum í baráttu þeirra
við umbætur og aukin störf í
framleiðslu og framförum —
hjálpa þeim til þess að verða
sjálfbjarga og sjálfstæðar, á sem
stytztum tíma. Þetta er ekki
gjafastofnun; það er tilraun í
skynsamlegum framkvæmdum
til eigin hagnaðar.
Næst liggur það auðvitað fyrir
að mynda og auka fjársjóð til
þess að hjálpa þessum þjóðum.
Vísindaleg aðstoð út af fyrir sig
ber að vísu nokkurn árangur.
Eftir langan tíma gæti sú að-
stoð veitt það alt, sem kept er
að — hún gæti smám saman
valdið öllum þeim breytingum,
sem öreigaþjóðunum væru nauð
synlegar. En tíminn, sem til
þess þarf, er orðinn ískyggilega
stuttur.
Sannleikurinn miskunnarlaus
er sem hér segir:
Vér höfum næga þekkingu,
sem þörf er á til þess að nema
burt alt það allra hörmulegasta,
sem mikill partur af mannver-
unum þjáist af. Og vér höfum
féð sem til þess þarf að beita
þessari þekkingu.
Því er ómögulegt að neita að
vér höfum þetta hvort tveggja.
Ef vér látum ekki hendur standa
fram úr ermum og störfum ekki
með árangri, þá er það oss sjálf-
um að kenna, en hvorki skorti
á þekkingu né fjármagni.
Ef meiri hluti fólksins, sem
hungrar og líður, eltir falsspá-
mennina, sem leggja sig fram
með það að ná því til þess að
fylgja sér, þá er það sökum þess,
að vér höfum brugðist og höfum
ekki unnið eins einlæglega og
skyldi í þarfir þeirrar stefnu,
sem vér segjumst fylgja.
Vér höfum um tvent að velja:
Vér getum haldið áfram að
heimskast við þetta með hang-
andi hendi, sýnt hálfvelgju
fylgi í einu tilfelli, og bjóða ör-
stuttan tíma og alvörulaust starf
í öðryi tilfelli, eða vér getum
tekið til starfa með atorku og
alvöru; gert oss grein fyrir því,
að sigurvænleg úrslit þessa máls
eru ómöguleg nema með öllu
afli heila og hjarta, og einbeitt-
um vilja.
Fyrnefnda stefnan er undir-
búningur undir áreiðanlega og
bráða óhamingju.
Hin stefnan getur leitt til
breytingar — verulegrar breyt-
ingar, þó tækifæri til þess fari
óðum þverrandi — en breyting-
ar, sem geri oss það mögulegt að
umskapa þessa jörð, svo að hún
geti orðið sá dýrðarbústaður
allra manna, sem bæði þekking
vor og auðsuppsprettur gera
mögulegt.
NB. Dr. Keenleyside er yfirfor-
ingi yfir þeirri deild þjóð-
bandalagsins, sem með höndum
hefir viðreisnarstarfsemi meðal
öreigaþjóðanna.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi
úr “SATURDAY NIGHT”
Gjafir til „Stafholt,"
Blaine, Washington
20. desember, 1951 —
Vistmenn á heimilinu, 55.00;
Vigfús Vopni, 50.00; Oddur Sig-
urdson, 10.00; Magnús Baker,
50.00; Larry Nyman, 5.00; Dr. H.
F. Thorlakson, 200.00; Þjóð-
ræknisdeildin „Aldan“, 100.00;
vistmenn, 4.00; General Insur-
ance Co., 78.06; Kvenfélag Ein-
íng, 100.00; N. W. Grange, 37.25;
Kristin Th. Johnson, 10.00; Geo.
Goodman, 100.00; Thorbjorg
Sveinson, 20.00; Kvenfélag Líkn
50.00; Jakobina Alexander, 5.00;
Bjorg Gislason, 5.00; Thora Blon
dal, 5.00; Thorun Hafliðason, 12.
A. E. Kristjansson, 50.00; Mag-
nús and Pete Baker,, 200.00;
Þjóðræknisdeildin „Aldan“ 100.
Anna Goodman and Thora S., 5.
íslendingadagsnefndin, 10.00;
Robert Thorsteinson, 10.00; Guð-
mundur Peterson, 7.00; Lestra-
félag Jón Trausti, 25.00; E. M.
Thorsteinson, 100.00.
Samskot við messur að Siafholl,
1952, 214.91.
Minningar:
Minning um Bertha Oddson,
Kvenfélag Líkn, 5.00; minning
Hinrik Eirikson, Mr. og Mrs. H.
L. Julius, 5.00; Lestrafélag Haf-
stjarnan, 5.00. Minning Eirik
Anderson: Lestrafélag Haf-
stjarnan, 5.00; Birchwood Club,
5.00; J.J. Middal og fjölskylda,
9.00; Anna Goodman, 5.00.
Minning Elín Hjaltalín: Lestra-
félag Kári og vinir, 26.00; starfs-
fólk Stafholt, 9.00.
1 minningu um Jacob West-
ford: Anna Garrison, 10.00; vinir
í Bellingham, 61.00; Lestrafélag
Kári, 5.00.
Mr. og Mrs. P. Chamberlain, í
minning J. J. Luikart, 10.00.
Minning Hjörtur L. Júlíus:
N.W. Grange, Point Roberts,
2.50; Mr. og Mrs. Mike Goodman
5.00.
Minning J.F. Johnson (Munka)
Rúna Johnson, 3.00; Mrs. A.
Sandstad, 5.00.
Minning María Þórðarson:
Bertha Stoneson, Helga og Dora,
15.00; Mikkaline G. Smith, 5.00;
Rosie Casper, 5.00; Jóhanna
Keherer, 5.00; Mr. og Mrs. John
Stevens, 3.00; Thora Hedberg,
1.00; Emma Friberg, 1.00; Blaine
Choral Society, 5.00; Emily
Pálsson, 3.00; Guðmundur Guð-
mundsson, 10.00; Mr. og Mrs.
Charles Kley, 2.00; Women’s Al-
liance F. C. U., 3.00; Mr. og Mrs.
Bill Bice, 1.00; Dagbjört Vopn-
fjörð, 2.00; Mr. og Mrs. Jónas
Thorsteinson, 3.00; Mr. og Mrs.
Ben Salter, 2.00; T. H. Guðmund-
son, 5.00; Jakobína Johnson, 1.00
Rúna Johnson, H.C. og G. Kára-
son, 5.00; Mr. og Mrs. Ingvar
Goodman, 3.00; Thuríður Stur-
laugson, 1.00; Harry Brynjólfson
1.00; Sigríður Johnson, 1.00;
Asta Johnson, 1.00; Sarah Dick-
enson, 5.00; Magnús Thordarson,
10. desember, 1952
50.00; Mr. og Mrs. Walter Vopn-
fjord, 3.00; Mr. og Mrs. Don
Bourne, 1.00.
í minning um Ellis L. Stoneson,
sem dó í San Francisco. Cali-
fornia, 23. ágúsf, 1952.
Coldwell, Banker and Co., 100.
Dr. og Stephanie M. Oddstad,
100.00; Henry Stoneson, 250.00;
Elma Oddstad, 50.00; Donald M.
Cameron, 25.00; A.F. Oddstad Jr.
250.00; Finson and Oddstad, Inc
100.00; Edwin H. Smith, 25.00;
O.L. Johnson, 50.00; Mrs. Flet-
cher S. Snipes, Fletcher, Cal. ,5.
Ben F. Detweiler, Ventura, Cal.
5.00; S. Mariani and Son, 20.00;
Employees Stoneson Bros., San
Francisco, 300.00; Mrs. Chas. E.
Warmer, V e n t u r a, Cal., 5.00;
Philip Barnett, San Francisco,
10.00; American Trust Co., San
Francisco, 50.00; Theo De Fries,
10.00; T.H. Green, 10.00; Ken
Royce Foundation, 20.00; Oamer
ton and Green Lbr. Co. 25.00;
Theodora Thorsteinson a n d
Family 30.00; Mos. H. Hanson,
10.00; Charles A. Walter, 7.50;
Mrs. Robert M. Bird, 5.00; Mrs.
G. Finson, 15.00; Brynjolfur
Bjornson, Blaine, Wash., 5.00;
Dr. K. S. Eymundson and Marg-
aret Doionie, 25.00; Andrew Dan
ielson, Blaine, Wash.’ 25.00; Ein-
ar Simonarson, Lynden, Wash.,
25.00; S. H. Christianson, Seattle
25.00; Sid and Sarah Rose Ed-
wards, San Francisco, 10.00;
Staff at Home, Blaine, Wash. 10.
Mikkalina G. Smith, 10.00; T. B.
Asmundson, Bellingham 25.00;
Skapti Olason, Blaine, Wash.,
Thor Blondal, San Francisco, 5.
A. E. Kristjansson, Blaine, 25.00
J.J. Straumford, Blaine, Wash.,
25.00; Mary M. Conn, Atherton,
California, 7.50.
Fyrir hönd Elliheimilis nefnd-
arinnar, með kærum þökkum til
allra þeirra mörgu vina sem
lagt hafa „liknarhönd á plóginn
þetta ár.
ANDREW DANIELSON
Skrifari
Frú Oddný Vigfúsdóttir
Hinn 26. nóvember síðastlið-
inn var borin til moldar í Reykja
vík hin glæsilega ágætiskona frú
Oddný Vígfúsdóttir, ekkja Ing-
ólfs Gíslasonar læknis, sem lézt
14. maí í fyrra. Frú Oddný var
fædd á Vopnafirði hinn 6. des-
ember 1877. Foreldrar hennar
voru þau Vigfús Sigfússon um
eitt skeið kaupmaður á Vopna-
firði, en síðar hótelstjóri á
Akureyri, og María Þorvalds-
dóttir. Börn þeirra eru Ágústa,
sendiherrafrú í Washington,
D.C., Þorbjörg, gift Angelo
Holm Anderson, búsett í New
Kork og Karl verzlunarmaður í
Reykjavík.
MYNDAVÉLAR
Rolleiflex, Kene-Exakta, Leica,
Balda, Retina og fjöldi ánnara
evrópiskra tegvnda. Skrifið eftir
verðskrá.
Lockharta Camera Exchange
Toronto (Stofnað 1916) Canada
Mæði
Fáið bata við mæði, rensli úr nefi,
andarteppu og brjóstþyngslum með þvl
að nota RAZ-MAH töflur, sem til þess
eru sérstaklega gerðar. Þá getið þér
sofið rótt og unnið regiubundið. Liggið
eigi andvalta fleiri nætur. Notið
Templeton’s RAZ-MAH strax. 65 c.,
$1.35 1 lyfjabúðum. R-58.
STRIVE FOR KIVOWLEDGE
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your ttusiness
Training Immediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LMITED
PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WTNNIPEG