Lögberg


Lögberg - 15.01.1953, Qupperneq 3

Lögberg - 15.01.1953, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. JANÚAR, 1953 3 Torfærur trúarbragðanna Erfðir Bramairúarinnar er erfiðasii þröskuldur beiri lífs- kjara í Indlandi. Sex millj. beilarar. „Óhreinir" menn. Heilagar kýr. Krúnurakaðar ekkjur. Eitt þeirra ríkja, sem vestræn- ar þjóðir hugsa mikið um hvaða stefnu muni taka á komandi ár- um, er Indland. Hvar mun það skipa sér í flokk í átökum þjóð- anna? Og hvernig mun ríkis- stjórn landsins takast að sigrast á fátækt og eymd með þjóðinni. Verður auðið að komast hjá verulegum árekstrum við Múha- meðstrúarmenn? Þannig spyrja menn með eftir- væntingu. En skýringu á öllu því, sem liggur bak við þessi mál, fá menn ekki nema þeir kynni sér trúarhugmyndir Indverja og ýmsar hættulegar erfðir, sem fylgt hafa Bramatrúnni öld fram af öld. Sex miljónir betlara Það eru nú sex miljónir betlara í Indlandi, og auk þess 2 miljónir „heilagra manna“, sem yfirleitt eru alls ekki heilagir menn eftir vestrænum skilningi. Þetta eru menn, sem hafa óbeit á vinnu og vilja heldur betla en vinna. Það þykir engin skömm að vera betlari. Guðrækilegar hugleið- ingar og fátækt verðskulda virð- ingu alþjóðar samkvæmt ind- verskum trúarhugmyndum. Hin heilaga stéttaskipting. Skipting þjóðarinnar í stéttir er ef til vill helzta meinið og mesta ógæfa þjóðarinnar. Það er talið að nú séu 2300 stéttarleg af- brigði í Indlandi. Atvinna, hugs- unarháttur og trúarbrögð á- kvarðast mest af stéttinni. Sjálf- stæð hugsun á þar ekkert hlut- verk og væri uppreisn gegn guðs og manna lögum. Hver og einn er barn sinnar stéttar og á að lúta vilja hennar í smáu og stóru. En þar að auki eru 60 miljónir manna stéttlausir, •— utan við allar stéttir. Það eru olnboga- börn Indlands, menn, sem öldum saman hafa ekki átt sér nokkurn rétt. Þeir eru óhreinir, og þeim ber að ganga úr vegi fyrir manni, sem er úr stétt, svo að skuggi hins óhreina falli ekki á hann. Hinir óhreinu lifa við örbirgð og eymd. Og Bramatrúin kennir þeim, að fyrir þá sé engin von um betri kjör í öðru lífi. Bramaprestur veitir óhreinum manni enga þjónustu. Skólar og sjúkrahús hafa verið honum lok- aðir staðir fram undir síðustu ár. í sumum héruðum landsins hafa óhreinir menn ekki átt rétt til þess, að ganga eftir þjóðvegun- um. Konur úr þeirra hópi hafa allt til þessa haft þann sið að bera kúamykju í hárið. Okkur hættir til að líta á slíkt sem merki um hreinlætiskennd þeirra, en gleymum þó ekki, að kýrin er heilagt dýr í landinu og á sér miklu meiri rétt en þetta fólk. Annars er fjölbreytni fegr- unarmeðalanna mikil. Siðabót að hefjast Ýmsar réttarbætur hafa verið lögboðnar varðandi hina stétt- lausu en þær eru margar hverjar htið nema pappírsgagn ennþá víða um land. Trúarbrögðin eru sá veggur, sem stendur í vegi allra betri þjóðlífshátta. Enda Þótt einhver hinna óhreinu kom- ist í álnir og verði jafnvel auð- ^gur maður, er hann eftir sem aður fyrirlitleg persóna í augum trúaðra. Og hver sá sem svíkur stétt sína með því, að upphefja Þann, sem óhreinn er fæddur, á vísa harða refsingu í næsta lífi. ^á skal hann fá að verða njálgur 1 rassi óhreinna í samræmi við stéttarvitund sína hér í lífi. Landbúnaðurinn er mjög á eftir tímanum. Bændur lifa við eymdarkjör. Bændauppreisn fyr- *r nokkru síðan varð til þess, að ríkið tók allt óræktað land undir sig frá furstum og auðugum góss ^igendum. Bændurnir fengu ymsar réttarbætur, en fyrver- andi landeigendur áttu að fá skaðabætur miklar og bændur búa enn við sárustu fátækt. Heilbrigðismál og skottulæknar Heilbrigðismálin eru í ömur- legu ástandi í Indlandi. Malaría, blóðsótt, bólusótt, berklaveiki, sýfilis, kólera og holdsveiki eru útbreiddustu sjúkdómarnir. — Margir telja að trúarbrögðin séu þröskuldur í vegi heilsusamlegra lífs. Skottulæknar eru mjög á- berandi. Þeir festa upp við dyr sínar auglýsingar um það, að þeir lækni þá, sem inn koma, af berklum á 10 mínútum og mal- aríu á sex mínútum og annað eftir þessu. — Sjúklingarnir streyma til þeirra. Við augnveiki nota þessir skottulæknar oft graut af kúamykju og þvagi, sem þeir bera í augu sjúklingsins. Á slíka læknisdóma trúir almenn- ingur. Fræðslá' um einföldustu heilbrigðismál er alþýðu Ind- lands framandi. Kjör ekkjunnar Ekkjurnar eiga ekki sjö dag- ana sæla í Indlandi. Víst er sá tími liðinn að þær séu brenndar á báli með líki bónda síns, en örlög þeirra eru samt ekki stór- um glæsilegri. Ekkjan tekur eng- an arf eftir mann sinn og er oft lega hrakin frá heimili sínu. Hún á að ganga krúnurökuð og má ekki giftast aftur. Eina úrræðið verður þá löngum að leita til meiriháttar musteris og eyða þar ævinni, sem hjákona andlegrar stéttar manna. í þann félagsskap eru ekkjurnar löngum velkomn- ar. Mannfellir og heilagar kýr Fátæklingar Indlands lifa í sí- felldum ótta við hungur og felli, þó þeir búi í frjósamasta landi heimsins. Jarðrækt er þar á lágu stigi og sáðskipti yfirleitt óþekkt. Svo er kýrin heilagt dýr. Hver sá, sem stytti kú aldur, hefði þar með unnið til hinnar þyngstu refsingar í öðru lífi. Landið er fullt af gömlum og örvasa kúm, sem flækjast um í hópum eða einar sér. Jafnvel á götum stór- borganna er krökkt af þeim. En það má ekki fella þær, hvernig sem á stendur. Þær eru guðlegar verur. Bjarmi af degi Þegar á þetta er litið, má gjörla sjá, að ríkisstjórn Indlands á við mikla örugleika að etja. Það er ekki nema takmarkaður hluti þjóðarinnar, sem veitir við- reisnarstarfinu virkan stuðning. Bændaánauðin hefir verið brot- in. Ríkið hefir staðið í stórkost-1 legum áveituframkvæmdum í þurrkahéruðum landsins. Og kosningarétturinn er almennur. Allir fullorðnir, karlar og konur, hafa kosningarétt, — jafnt þeir, sem fæddir eru óhreinir. En hvað hlýzt af því, ef rótgróin og blind hjátrú verður ekki upprætt með- al miljónanna? Það er meira en augnabliks- verk að hefja þjóð frá eymdar- kjörum til menningarlífs. Það verður ekki gert með löggjöf og stjórnarboðum einum saman. En Indland er þó á réttri leið og það, sem unnizt hefir, tapast aldrei að öllu leyti aftur. —TIMINN Sælir eru þeir sem eiga Jón á Strympu og lesa hans orð Sannarlega var það happa- fengur að fá „Jón á Strympu og fleiri sögur“ eftir Gunnstein Eyjólfsson til að lesa á meðan menn eru að ná jafnvægi á hug- arfari sínu eftir jólaslarkið og Sankti-Kláusar vitleysu, sem hlýtur að vera orðin hverjum hugsandi manni hreinasti við- bjóður. Það er eins og indæll sumar- blær leiki um mann eftir nýst- andi heiðnyrðing, þegar maður les hinar bráðskemtilegu sögur Gunnsteins Eyjólfssonar og sannarlega á Vilborg Eyjólfsson heiður skilið fyrir þá höfðing- legu ræktarsemi við minningu föður síns að gefa út þá ágætu bók. Hinn mikli andans höfðingi, séra Jón Bjarnason, lét svo um- mælt, að ættrækni, þjóðrækni og Guðrækni gæti leitt íslendinga í þessu landi yfir allar torfærur, svo hvergi steyttu þeir fót sinn á steini. Sömuleiðis á Gísli Jónsson þakkir skilið fyrir hinn ágæta frágang á þessum ritsmíðum frænda síns, án hans aðstoðar hefðu þær aldrei náð fram að ganga. Vel er það sagt í hinu ágæta Forspjalli Gísla, að Gunn- steinn verði þeim ógleymanleg- ur, sem þekktu hann bezt; jafn- vel þeir, sem ekki áttu því láni að fagna að vera honum nákunn- ugir, minnast hans og dáðst að honum, því hvar sem Gunnsteinn fór mátti það á honum sjá að þar fór meira en meðalmaður. Því eins og hann að vallarsýn var hærri en meðalmenn, eins bar hann af öðrum mönnum að öllu atgervi: sem heimilisfaðir, sem bóndi, sem rithöfundur, sem söguskáld og söngfræðingur og sem fjármálamaður; og svo var bann sjálfkjörinn forystumaður í öllum menningarmálum, sem þá voru á dagskrá; strax ungl- ingur innan við tvítugt tók hann þátt jafnvel í sveitamálum, sem þá var ekki títt að drengir væru að taka þátt í slíkum málum, en hinn bráðþroska og stórvitri piltur varð brátt sjálfkjörinn leiðtogi og höfðingi bygðarinnar og hélt hann sínum höfðings- hætti til dauðadags; átti hann þó á síðari árum harðsnúna og skarpvitra andstæðinga; þó hélt hann ætíð sínum hlut, skaut hann örvum kaldhæðni og skops óspart að andstæðingum sínum og hittu þær örvar andstæðing- ana þar sem þeir voru veikastir fyrir. Gísli Jónsson segir að mjög erfitt sé að selja vestur-íslenzk- ar bækur á íslandi; hvar er þá þessi elskulega bróðurhönd, sem þjóðræknisforsprakkar o k k a r eru að guma af. Þetta finnst mér í alla staði vanþakklæti af bræðr- unum austur þar, því svo réttum við þeim hendur vorar óhikað og bróðurlega, þegar við erum að kaupa klámsögur þeirra, en auð- vitað vantar það góðgæti í þessa bók, því klámskur er ekki Jón á Strympu, hans andi var hafinn yfir svo hégómlega hluti og höf- undur hans of vandur að virð- ingu sinni til að láta slíka vit- leysu sjást í bókum sínum; og mikið má það vera, ef Norðmýl- ingar og Þingeyingar hefðu ekki gaman að fá þessa bók, því mjög líkist hún mörgu því, sem úr þeim sýslum hefir komið á prenti fyrr og síðar. Og í Norður-Múla- sýslu eru mörg ættmenni Gunn- steins, því ekki munu allir ætt- menn Jóns Bjarnasonar í Brúna- vík vera útdauðir sem svo var skygn að talið var, að hann sæi í gegnum holt og hæðir; og ég er helzt á því, að Gunnsteinn hafi erft þá gáfu af þessum móðurafa sínum. Vonandi er að Vestur-íslend- ingar taki bókinni vel og að sem flestir kaupi hana til að eiga hana sjálfum sér til gamans, höf- undinum til heiðurs og útgefand- anum til fjárhagslegrar aðstoðar. Ef einhver er sá, sem einhverra hluta vegna ekki getur fengið þessa bók á þeim stöðum, sem þegar hafa verið auglýstir, þá skal ég senda þeim bókina póst- frítt, ef þeir senda mér póstávís- un fyrir þremur dollurum og 50 centum. Gleðilegt nýár! Vinsamlegast, GÍSLI EINARSSON Box 121, Riverton, P.O., Man. Jólagjafir tií EUiheimilisins „HÖFN“ Mr. og Mrs. S. Grimson, Van- couver, $10.00; Mr. og Mrs. S. Egilson, Vancouver, $20.00; Ice- landiv Ladie’s Aid, Leslie, Sask., $15.00; Icelandic Ladie’s Aid, Churchbridge, Sask., $10.00; Scandinavian Business Men’s Club, Vancouver, $30.00; Dr. P. Guttormsson, Watros, Sask., $100.00; Mr. og Mrs. Ögmundur Ólafsson, Vancouver, $10.00. Safnað af Mr. Ófeigi Sigurdson Mr. S. K. Maxson, Marker- ville, Alta, $25.00; Mr. M. J. Maxson, Markerville, Alta, Markerville, Alta, $10.00; Mr. S. $10.00; Mr. J. K. Jóhannson, S. Maxson, Markerville, Alta, $10.00; Mr. Jóhann Bjarnason, Innisfail, Alta, $10.00; Mr. L. Sveinson, Markerville, Alta, $10.00; Mr. G. J. Björnsson, Markerville. Alta, $10.00; Mr. J. L. Jóhannsson, Markerville, Alta, $10.00; Mr. W. Ma^son, Marker- ville, Alta, $10.00; Mr. Swain Swainson, Red Deer, Alta, $5.00; Mr. John Hillman, Red Deer, Alta, $10.00; Mr. A. W. Swainson, Red Deer, Alta, $10.00; Mr. F. F. Johnson, Red Deer, Alta, $5.00; Icelandic Ladie’s Aid, Marker- ville, Alta, $25.00; Mr. G. S. Grímsson, Red Deer, Alta, $5.00; Mr. J. S. Sveinsson Red Deer, Alta, $1.00; Mr. E. E. Stephenson, Red Deer, Alta, $25.00; Mr. Ófeigur Sigurdson, Vancouver, $25.00. Mrs. E. Hördal, Wyayard, Sask. $10.00; og Mrs. F. W. Finnson, Markerville, Alta $10.00 í minn- ingu um Egil Hördal sáluga. Mr. Valdimar Johnson, Wyn- yard, Sask., $100.00 í minningu um ástríka eiginkonu og frábæra móður — Margréti Bergsveins- dóttur Johnson. Mrs. Lilja Lesosky and hus- band Tony — $10.00 í minningu um Sigtrygg Goodman. Grund Ladie’s Aid — $19.00 í minningu um Mrs. Björgu Christopherson.' Turkeys frá: Mr. George Ólafsson, Mr. Vatnsdal, Mr. John Sigurdson og Miss Laura Ras- mussen. Oranges frá Mrs. D. Potter. Oranges and Chocolates frá Mrs. G. Sigurdson. Vínarterta frá Mrs. Poulson. Records frá Mr. og Mrs. Gunn- laugsson, White Rock. Hjartans þakklæti frá stjórnar nefndiruji. Emily Thorson, féhirðir Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnlpeg PHONE 92-6441 ----------------------------f \ S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 92-4624 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. út- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreitSaábyrgS o. s. frv. Phone »2-7538 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Ashphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 Sérfrœðingar i öllu, sem að útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. Phones: Office 26 — Res. 230 Offlce Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Thorvaldson Eggerlson Bastin & Stringer Barristers and Solicitori 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasimi 40-3794 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlreotor Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 ^ jfohnny JZyan 1074 DOWNING ST. PHONE 72 Itll WINNIPEG'S riRST "MAILORPHONE" ORDER HOUSE You Name it — We Have it Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. -Gundry Pymore Ltd. Britlsh Quality Fish Nettlng 58 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wlll be appreciated A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaS 1894 Slmi 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospltal Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Accountant 505 Coníederatlon Llfe Bullding WINNIPEG MANITOBA Office 93-3587 Res. 40-5904 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Buildlng 364 Main St. WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viB, heldur hita frá a6 rjúka út met5 reykum.—SkrifiB, sfmiB til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 J. WILFRID SWANSON tc CO. Insurance in aU lts branches. Real Kstate • Mortgagei - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Pon P Pnrkpr G p B. Stuart Parker, A. F.’ Kristjansson 500 Canadlan Bank of Coramerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3561 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Maniioba Eigandi ARNI EGOERTSON, Jr. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-5227 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave., Winnipeg PHONE 74-3411 VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Aulhorized Home Applianoe Dealers General Electric McClary Electric Moffat Admiral Phone 3-4890

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.