Lögberg - 05.02.1953, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. FEBRÚAR, 1953
5
WWW'WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW
AHUeA/HAL
l\INNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
MERKILEGT BRÉFASAFN ÍSLENZKRA KVENNA
Eftir prófessor RICHARD BECK
Á undanförnum árum hafa
komið út á Islandi ýms rit sér-
staklega helguð íslenzkum kon-
um, grundvallandi starfi þeirra
og hlutskipti í þjóðlífinu og
mikilvægum skerf þeirra til ís-
lenzkrar menningar að fornu og
nýju.
Meðal slíkra rita man ég í
svipinn eftir þessum: Til móður
minnar (1945), úrval úr kvæð-
um, sem íslenzk skáld hafa ort
til mæðra sinna og um þær, er
þeir Ragnar Jóhannesson og
Sigurður Skúlason tóku saman;
íslenzkar kvenhetjur (Bókfells-
útgáfan 1948) eftir Guðrúnu
Björnsdóttur frá Kornsá, er lýsir
eftirminnilega mörgum „hetjum
hversdagslífsins“ í hópi ís-
lenzkra kvenna; og síðast en
ekki sízt, hið mikla merkisrit
Móðir mín (Bókfellsútgáfan
1950), sem Pétur Ólafsson sá um
útgáfuna á, en í þessu ritgerða-
safni er að finna fagrar og
skilningsríkar, og oft mjög
snjallar, lýsingar margra kunn-
ustu og ritfærustu manna og
kvenna heimaþjóðarinnar á
móður sinni, meðal þeirra ágæt-
ar lýsingar á móður fyrsta for-
seta og móður núverandi forseta
hins íslenzka lýðveldis.
Síðasta bók útkomin á íslandi,
sem fjallar um íslenzkar konur
og mér hefir í hendur borizt, er:
Sendibréf frá íslenzkum konum
1784—1900 (Helgafell 1952), sem
Finnur Sigmundsson landsbóka-
vörður hefir búið til prentunar,
en hann hefir með fyrri útgáf-
um sínum af merkum bréfa-
söfnum (Húsfreyjan á Bessa-
stöðum, Sonur gullsmiðsins á
Bessastöðum og Úr fórum Jóns
Árnasonar) sannað það, að hon-
um er óvenjulega sýnt um það
að gera slíkar útgáfur bæði
smekklega og að öðru leyti
þannig úr garði, að lesendum
verða þær sem aðgengilegastar
og ánægjulegastar. Gildir hið
sama um þetta nýja bréfasafn,
sem nýstárlegt má teljast um
efni, en hann fylgir því, meðal
annars, úr hlaði með þessum
orðum:
„Að þessu sinni var þess eng-
inn kostur að kanna rækilega
hlut íslenzkra kvenna í bréfa-
söfnum þeim, sem geymzt hafa.
Þau bréf, sem hér eru birt, eru
því að miklu leyti tekin af
handahófi og geta ekki talizt úr-
val, því að vafalaust mætti finna
jafngóð bréf, sem fylltu stóra
bók, og sjálfsagt mörg bréf að
einhverju leyti merkari en sum
þeirra, sem hér hafa flotið með.
Þessu litla sýnishorni sendi-
bréfa frá íslenzkum konum á 19.
öld og tveim síðustu áratugum
18. aldar hefir verið hagað þann-
ig, að tekin hafa verið eitt eða
fleiri bréf frá hverjum áratug
og skipað niður eftir tímaröð.
Fremur var seilzt eftir bréfum
frá konum, mæðrum eða systrum
þjóðkunnra manna, og munu
því lesendur vita nokkur deili á
flestum bréfriturunum, ættingj-
um þeirra eða afkomendum. Að
sjálfsögðu er ekki unnt að láta
svona fá bréf úr ýmsum áttum
frá löngum tíma mynda sam-
felldan söguþráð né lýsa aldar-
fari og atburðum nema í brot-
uui. Mörg bréfanna bregða þó
UPP athyglisverðum myndum úr
íslenzku þjóðlífi, en fyrst og
fremst er þeim ætlað að gefa
hugmynd um bréfastíl og mál-
ffr íslenzkra kvenna á þeim
fúua, sem bréfin eru rituð.“ —
f bókinni, sem er einkar
^nyrtileg að frágangi, eru 32
réf frá umræddu tímabili, og
úoma þar fram á ritvöllinn 24
konur, því að sumar þeirra eiga
hér fleiri en eitt bréf.
Safnið hefst á bréfi (dags. að
Hólum 2. jan. 1784) frá Margréti
Finnsdóttur, ekkju Jóns biskups
Teitssonar á Hólum, til bróður
hennar, Hannesar biskups Finns-
sonar í Skálholti. í bréfi þessu
og næsta bréfi (dags. seinasta
sunnudag í þorra 1784 á Steins-
stöðum í Skagafirði) frá Guð-
rúnu Jónsdóttur til sonar henn-
ar, Sveins Pálssonar, síðar land-
læknis, er brugðið upp átakan-
legum skyndimyndum af Móðu-
harðindunum, sem þá voru „að
skella hrammi sínum yfir þjak-
aða og varnarlausa þjóð.“ Og
fleira amar að en harðindin, að
því er Guðrúnu segist frá: „Ofan
á allt þetta hefur faðir þinn
verið tóbakslaus nú í hálfan
mánuð, sem mér þykir ei betra
en hvað annað, sem nærri get-
ur, og þar fást ei bætur á, hvorki
nær eða fjær, og er það sá eini
hlutur, sem eg bið þig fyrir, ef
einhver ráð hefur, þá fyrstu
ferðir verða, að hugsa eitthvað
til okkar.“ Sveinn Pálsson var
þá við læknisnám hjá land-
lækninum í Nesi (við Seltjörn),
Jóni Sveinssyni.
Ingibjörg Jónsdóttir, móðir
Gríms skálds Thomsens, sem
kunn er orðin mörgum lesend-
um af hressilegum og hispurs-
lausum bréfum sínum sérstak-
lega / í safninu Húsfreyjan á
Bessaslöðum, á hér þrjú bréf, er
sverja sig í ætt hinna fyrr-
nefndu um þróttmikið málfar og
hispursleysi, meðal þeirra langt
bréf til Gríms Jónssonar, bróður
hennar og síðar amtmanns, og
er það fyrsta bréf hennar, sem
geymst hefir. Þá má nefna, að
hér eru tvö bréf frá Þórunni
Hannesdóttur (Finnssonar bisk-
ups), hið síðara til sonar hennar,
Steingríms skálds Thorsteins-
sonar.
Merkilegt er bréf Jakobínu
Jónsdóttur, ekkju Gríms Tom-
sens skálds, til fóstursonar
hennar og frænda, Þorláks
Jónssonar frá Gautlöndum, því
það varpar björtu ljósi á lífsstarf
skáldsins, hugðarefni hans og
vinnubrögð. Svipað má segja um
bréf Ragnhildar Björnsdóttur,
seinni konu Páls skálds Ólafs-
sonar, til Eiríks Magnúslonar
meistara í Cambridge; er hún
þar að bera sáttarorð milli þeirra
frændanna, en nokkurt fálæti
hafði verið milli þeirra um hríð
og bréfaskipti fallið niður. 1
þessu bréfi er einnig kveðskapur
eftir Pál, sem mér er ekki kunn-
ugt um, að komið hafi á prent
áður.
í safninu eru tvö bréf skrifuð
í Winnipeg; hið fyrra (dags. 11.
ágúst 1885) frá Torfhildi Þor-
steinsdóttur Hólm skáldkonu,
sem þá dveldi um hríð vestan
hafs, til Eiríks Magnússonar
meistara, um útgáfu skáldrita
hennar; hið síðara (dags. 13.
marz 1887) frá Rannveigu Ólafs-
dóttur Briem, konu Sigtryggs
Jónassonar, til bróður hennar,
séra Eggerts á Höskuldsstöðum,
og er þar brugðið upp glöggri
mynd af félagslífi íslendinga í
• Winnipeg á þeirri tíð, og getið
ýmsra þeirra manna, sem þá
komu mjög við sögu íslendinga
í landi hér, svo sem séra Jóns
Bjarnasonar og Einars skálds
Hjörleifssonar, er um þessar
mundir dvaldi í húsum þeirra
Rannveigar og Sigtryggs. Hefir
sú mæta og mikilhæfa kona
sýnilega verið pennafær vel, eigi
síður en bræður hennar og
frændur aðrir.
Er það og skemmst frá að
segja, að allar eru konur þær,
sem bréf eiga í þessu safni, hlut-
gengar vel á þeim vettvangi, og
sumar þeirra með ágætum, en
þeirri hliðinni á bréfaskriftum
þeirra og mikilli hlutdeild
þeirra í varðveizlu íslenzkrar
tungu og menningar, er ágætlega
lýst í þessum ummælum úr for-
mála Finns landsbókavarðar:
,JÞac5 hefir lengi verið al-
menn trú, að íslenzk tunga hafi
verið komin í mikla niðurlæg-
ingu þegar kennarar Bessastaða-
skóla og Fjölnismenn hófu mál-
hreinsunarstarf sitt. Það vakti
því athygli margra, þegar bréf
Ingibjargar Jnósdóttur komu út
fyrir nokkrum árum, hve málið
á þeim var í höfuðdráttum
kjarngóð og ósvikin íslenzka. En
Ingibjörg kom ung að aldri til
Viðeyjar, og þar skrifaði hún
fyrstu bréf sín. Nú koma hér
bréf frá gamalli konu 1 Viðey,
Guðrúnu Skúladóttur, sem ekki
gefa bréfum Ingibjargar eftir,
og virðist svo sem heimafólk
Magnúsar Stephensens hafi
varðveitt betur kjarna íslenzk-
unnar en húsbóndinn sjálfur.
Einkabréf, og ekki sízt bréf
kvenna, munu gefa gleggsta
mynd af tungunni eins og hún
var töluð á héimilunum á hverj-
um tíma. Við athugun bréfa á
tímabilinu 1780—1830 virðist
það koma greinilega' í ljós, að
konur hafi að jafnaði skrifað
Kæra Mrs. Jónsson:
Ég ætla nú enn á ný að senda
ykkur fáeinar línur í öruggri
von um að þeim verði léð rúm.
Fyrst vel ég þá óska ykkur
öllum góðs og farsæls árs og bið
ykkur í sameinaðri bæn til
himnaföðurs, að við mættum
öðlast frið á jörðu í nálægri
framtíð.
Þessar línur eiga að færa
nokkrar fréttir hér úr bygð, því
þótt undarlegt sé, þá er enginn,
sem tekur sig fram með að
skrifa fréttir héðan. Ég byrja
þá að segja frá tíðarfarinu, sem
má heita að hafi verið blíðviðri
í samfleytt þrjá mánuði og má
það heita sjaldgæft í þessu norð-
vesturlandi, sem venjulega
klappar manni kalt um kinn á
þessum tíma árs. Þó kom nú
fyrir rúmri viku sjö þumlunga
þykk snjóbreiða, en snjór var
áður lítill.
Heilsufar fólks yfirleitt hefir
verið með bezta móti; nóg að
bíta og brenna, og er þá alt
Búið að gera 250 m. varnargarð
fyrir sandgeymslu
Hann verður 350 m. á lengd
Undirbúningsframkvæmdum
að hinni fyrirhuguðu sements-
verksmiðju á Akrenesi miðaði
vel áfram þar til verkfallið
skall á.
Af varnargarðinum framan
við sandgeymslusvæði hinnar
fyrirhuguðu verksmiðju er þeg-
ar búið að gera 250 metra, en um
100 metrar eru enn ógerðir.
Garðurinn er 5 metra hár, þar
sem hann er hæstur og eru kom-
in í hann 19000 smálestir af
sprengdu grjóti frá því er vinna
hófst við byggingu garðsins í
byrjun ágústmánaðar.
Innan við þennan varnargarð
á að geyma skeljasand þann sem
notaður v e r ð u r til sements-
vinnslunnar. Verður hægt að
geyma þarna 150 þúsund rúm-
lesta ‘ magn til tveggja ára
vinnslu verksmiðjunnar.
Um sama leyti og vinna hófst
við garðinn var einnig byrjað á
undirbúningi að setja niður ker,
sem á að verða fremst í væntan-
legri bryggju framan við verk-
smiðjuna. Lokið var við að fylla
betra mál en karlar. Bréf kvenn-
anna frá Viðey bera ekki vott um
mikla niðurlægingu móðurmáls-
ins, og á bréfastíl Sigríðar Örum,
sem þó hafði verið gift dönsk-
um manni, eru engin klaufatök.
Valgerður biskupsfrú skrifar um
1830 lipra íslenzku, og líkt má
segja um dætur hennar. Bréf-
ritarar þeir, sem hér eru leiddir
til vitnis um málfar og bréfastíl
íslenzkra kvenna, eru flestir úr
stétt embættismanna, og mundi
að óreyndu mega við því búast,
að erlendra áhrifa gætti meira
í stíl þeirra en raun er á.
Islenzkar konur hafa jafnan
unnað bókmenntum og þjóðleg-
um fræðum, þó að sú væri tíðin,
að önnur iðja þætti hæfa þeim
betur en ritstörf og bóknám.
Þrá kvenna eftir tilbreytingu og
skemmtun í fásinni sveitalífsins
hefir vafalau^t ýtt undir sögu-
lestur og iðkun þjóðlegra fræða
á heimilunum og átt þ^nnig
sinn þátt í því, að þessi lífslind
móðurmálsins streymdi sí og æ
um heimili fátækra og ríkra.
Málkennd og stílgáfa þorra
þjóðarinnar spilltist því ekki að
mun, þó að erlend áhrif næðu
stundum föstum tökum á penn-
um lærðra manna.“ —
Þetta er drengilega mælt og
maklega um okkar íslenzku for-
mæður, og ekki er það þá að
ófyrirsynju, að við köllum ís-
lenzkuna móðurmálið.
fengið af gæðum lífsins.
Eitt langar mig til að minnast
á, sem okkur þykir heldur
nýstárlegt, en það eru olíubrunn-
arnir, sem spretta upp hver af
öðrum; það er heldur ekki frítt
við að sérhvern bónda sé farið
að klæja í lófana. Það er gott
útlit fyrir að þetta verði ríkinu
mikill hagnaður þegar fram 1
sækir.
Ég læt nú staðar numið, nema
hvað mig langar til að segja
ykkur frá fyrsta jólatrénu, sem
ég man eftir.
Við börnin vorum send út í
skóg til að finna þéttlimað tré.
Ég gleymi aldrei hvað við höfð-
um gaman af að setja kerti á
tréð og skreyta það. Lítið var
til af skrauti og öðru í þá daga,
en alt var svo innilega vel
þegið, og maður var líka svo
ánægður með lítið.
Þakka ykkur svo innilega fyr-
ir að ljá þessu rúm í ykkar
góða blaði.
undir kerið í lok septembermán-
aðar. Síðan gekk stirðlega vegna
óhagstræðrar veðráttu að jafna
botninn undir kerinu, en tókst
þó um síðir og var því verki
lokið seinni hluta s.l. mánaðar.
Var þá beðið eftir hagstæðu
veðri til þess að setja kerið nið-
ur. Þetta hagstæða veður kom í
byrjun yfirstandi mánaðar, en
þá v^r verkfallið skollið á og
þar með allar frekari fram-
kvæmdir stöðvaðar.
I lok nóvembermánaðar komu
hingað tveir danskir sérfræð-
ingar og var annar þeirra sá sem
verður skipstjóri á sanddælu-
skipinu er hingað kemur að vori.
Þessir menn dvöldu hér um
viku skeið og kynntu sér stað-
hætti alla, undirbúningsfram-
kvæmdir og aðrar aðstæður til
framkvæmda og vinnslu. Koma
þeir báðir hingað aftur að vori.
— VISIR, 15. des.
Hlutafélagið Shell á Islandi
átti nýlega 25 ára afmæli.
Fyrsta árið var olíusala þess um
5000 lestir, en nú um 60.000 lest-
ir. I tilefni afmælisins gaf félag-
ið 25.000 krónur i dvalarheim-
ilissjóð aldraðra sjómanna.
☆ ☆ ☆
FRÉTTABRÉF ÚR DAKÓTADALNUM
22. JANÚAR, 1953 ----------
M. írá Dakotadalnum
Undirbúningur sementsverk-
smiðjunnar hefir gengið vel
Mrs. Helen Ólöf Howell
KVEÐJA
Mrs. Hellen Ólöf Howell
Árborg, Man.
Dáin 20. janúar, 1952
Undir nafni foreldranna
Hverful heims er dvölin,
hér það litið fáum,
beztum lífs í blóma
burtkölluð það sjáum.
Dauðans atlög eru
ýmsum mönnum nœrri,
œvielli dögum,
oft þó séu fjærri. —
Horfin ert þú héðan,
hugur foreldranna
svífur liðnar leiðir,
í Ijósi minninganna.
Aldurs þeim mun árin,
óðum fara að styttast,
ellin að því vinnur
innan skamms að finnast. —
Konu sína kveður
kærum þökkum meður.
Endurminningarnar,
er sú stund sem gleður.
Eiginmanns nú ævin,
einmana í heimi,
dimmt er öllu yfir
ætíð samleið geymir. —
Bömin sárt nú syrgja,
sína móðir kæra.
Alfaðirinn alda,"
alt mun gott þeim færa,
himnesk föður höndin,
hún, — þau ætíð leiði
heims á hálum vegi,
úr hœttum öllum greiði. —
Far þú vel! Þér fylgja,
fagrar kveðjur þinna
systkina, — sem syrgja,
samhryggð vinir finna.
Lífs á fögru landi
laus við tímans slóðir,
sigur sœll er fenginn,
sælutímar góðir! —
B. J. HORNFJÖRÐ
Þann 20. janúar s.l. andaðist á
Red Cross sjúkrahúsinu í Ár-
borg, Man., eftir stutta legu,
Mrs. Helen Ólöf Howell. Hún
var fædd 7. júní 1918 í Winnipeg.
Foreldar hennar eru: Hallur
Johnson frá Bygðarholti í Kálfa-
fellsstaðarsókn í Austur-Skafta-
fellssýslu og Vilhelmína Ólafía
Þórarinsdóttir Kristjánssonar
kona hans. Þau búa í Víðir, Man.
Systkini hinnar látnu eru: Guð-
rún Florence, Mrs. F. Einarsson,
Árnes, Man., Lily Lovísa Ragn-
heiður, Mrs. L. Thordarson,
Gimli, Bertha, Mrs. Jón Jónsson,
Árnes, Man., Edward Vilhelm,
heima með foreldrum sínum í
Víðir, Man., Einar Rafnkell Sig-
urður, látinn 1947.
Þann 3. maí 1945 giftist Helen
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Mr. Leonard Howell. Þeim varð
5 barna augið, er heita: George
Frederick, Wilma Ólöf, Sarah
Jane, Florence Winnifred og
Einar Hallur James.
Hin látna var kona lífsglöð og
þróttmikil, og lagði fram ýtrustu
krafta sína í örðugri lífsbaráttu
þeirra hjóna: baráttu við fátækt,
heilsubrest og stopula atvinnu;
en allar þessar hindranir urðu
þau hjónin að þola, er gerir byrði
lífsins tíðum að ofurefli.
Útför Mrs. Howell fór fram frá
kirkju Árdalssafnaðar í Árborg,
laugardaginn 24. jan. að fjöl-
menni viðstöddu. Sá er línur
þessar ritar þjónaði við útförina,
og las einnig upp frumort kvæði
Mrs. Helen Johnson Howell
eftir Berg J. Hornfjörð, er fylgir
þessum línum.
Við lát Mrs. Howell er sár
harmur kveðinn að þreyttum
foreldrum og systkinum hinnar
látnu, — og eiginmanni hennar,
sem nú er eftirskilinn með 5
móðurlaus börn í fyrstu bernsku.
„Guð huggi þá, sem hrygðin
slær.“ .
S. Ólafsson
Hervamir . . .
Frambald af bls. 3
lítið um varnir landsins á styrj-
aldarárunum, en ekki hefur ver-
ið unnt að fá upplýsingar um
það efni fyrr en mjög nýlega.
Áður hefur verið getið í stórum
dráttum um skipulag varnanna,
og leynir sér ekki, að banda-
menn töldu rétt að vera hér við
öllu búnir, enda hefur komið í
ljós, að Þjóðverjar athuguðu
alvarlega möguleika á innrás í
Island, þótt ekki yrði af þeim á-
formum.
Alla styrjöldina notaði varn-
arliðið hér á íslandi sömu eink-
unnarorðin til að tákna innrás
í landið. Ef send voru boð til
allra hersveita að „vera viðbún-
ir Júlíusi," þýddi það, að líkur
voru t a 1 d a r á árás i n n a n
skamms. Ef sent var aðeins orð-
ið „Júlíus“ þýddi sú skipun að
innrás í ísland virtist vera yfir-
vofandi, en væri sent út orðið
„Caesar“ þýddi það, að innrás
hefði verið gerð. Hver einasti
deildarforingi í hernum hafði í
fórum sínum lokað umslag, sem
hann mátti ekki opna, nema inn-
rás væri gerð, og voru í því skip-
anir um það, sem hann átti þá að
géra. Þá voru allir hermenn í
landinu búnir hvítum borðum,
sem þeir áttu að binda um hand-
legg sér, til auðkenningar, ef
innrásarsveitir væru klæddar
amerískum herbúningum eða
brezkum. Áætlanir voru gerðar
um eyðileggingu á birgðum,
sprengingu á brúm og handtöku
manna, sem taldir voru vin-
v-eittir nazistum. Loks má geta
þess að í apríl 1942 gaf Bonesteel
hershöfðingi út dagskipan til
hersins á íslandi, þar sem hann
sagði meðal annarsá „Allar her-
sveitir eru hér með aðvarðar um
það, að hér verður ekki hörfað
úr neinu virki. Hver varðstöð
skal verða varin til síðasta
manns og síðasta skots.“
Núverandi foringi varnarliðs-
ins, Brownfield, sagði nýlega, að
varnarliðið væri hér til að verja
ísland og einskis mundi verða
látið ófreiðstað til að fullnægja
því hlutverki. — AB 19. des.
Kaupið hina nýju og ágætu bók
Jón á Strympu
eftir
GUNNSTEIN EYJÓLFSSON
Bókin kostar í bandi $5.00, en óbundin $3.50
Fæst í Riverion Drug Store, Riverton
og í Björnsson's Book Store, 702 Sargent Ave.,
Einnig í Arborg Cafe, Arborg, og
Arnason Self-Serve Store, Gimli.