Lögberg - 05.02.1953, Page 7

Lögberg - 05.02.1953, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. FEBRÚAR, 1953 7 WFTU, hinn óboðni gestur í Vín ÆVIMINNING WFTU, þ. e. alþjóðaverka lýðssamband kommúnista í Vín, hefur verið nokkuð um talað hér undanfarna daga út af beiðni þeirri um fjár- styrk til verkfallsins, sem kommúnistar sendu á bak við verkfallstjórnina og reyndu að þröngva upp á ís- lenzk verkalýðssamtök til þess að draga þau í dilk með kommúnistum og einangra þau frá verkalýðssamtökum lýðræðislandanna. Hér fer á eftir fróðleg lýsing á því, hvernig þetta alþjóðaverka- lýðssamband kommúnista er komið til Vín, þar sem það heldur til í húsi rússneska setuliðsins. Greinin er eftir hinn þekkta rithöfund og blaðamann G. E. R. Gedye, serp hefst við í Vín og er þar meðal annars fréttarit- ari hins ágæta vikurits jafn aðarmanna í New York, „The New Leader." Vínarborg, höfuðborg Austur- ríkis, hefur sérstöðu um margt Þar til má meðal annars telja, að hún er eina borgin í heiminum', sem stjórnað er að öllu leyti af hreinum andkommúnistum, en verður þó að sitja uppi með rúss- neskt s e t u 1 i ð. Kommúnistar hafa heldur ekki minnstu áhrif á stjórn Austurríkis. Þar með er þó ekki sagt, að Rússar geri ekki sitt bezta til þess að reyna með brögðum að láta þar til sín taka\ Eftirfarandi grein segir frá einu af mörgum dæmum þar um. Gaukseggið Alþýðusamband Austurríkis er meðlimur í IFCTU, þ.e. al- þjóðasambandi frjálsra verka- lýðsfélaga. Rússum hefur samt tekizt að lauma því gaukseggi í hreiður austurríska alþýðusam- bandsins, sem því af eigin ramm leik er ölrungis ókleift að varpa þaðan burt á ný. Það skeði hinn 18. apríl s.l. að blöð í Austurríki fengu tilkynningu frá WFTU, hinu Moskvu-stýrða a 1 þ j ó ð a- verkalýðssambandi kommúnista að það hefði flutt bækistöðvar sínar til Vínborgar og setzt að í Seilerstatte númer 3, Coburg- höllinni svonefndu. Þessi bygg- ing er undir hernaðareftirliti rússneska setuliðsins. Með þess- ari ráðstöfun gerðu Rússar sig bera að því að brjóta samninga sína við Austurríkismenn, þar sem þeir höfðu heitið að hafast ekki annað að en það, sem þeir teldu nauðsynlegt vegna setu- liðsins sjálfs. Austurríska alþýðusambandið sagði sig úr WFTU á árinu 1949, og samtímis gekk það í ICFTU sem telur yfir 51 milljón félags- bundinna manna í verkalýðs- félögum lýðræðisríkjanna. Allir vita, að í raun og veru er WFTU aðeins eitt af mörgum tækjum Moskvustjórnarinnar, sem hún beitir til þess að valda glundr- oða og erfiðleikum í efnahags- lífi vestrænna þjóða. En vitan- lega hæfir það ekki baráttuað- ferðum Rússa að láta slíka starf- semi fara fram fyrir opnum tjöldum. Þess í stað er látið í veðri vaka, að stofnunin sé ,,al- heims samtök“ verkamanna og leitazt við að fá henni samastað þar sem andkommúnistísk ríki hafa minnsta möguleika til þess að koma við gagnnjósnum. Ferill WFTU WFTU var stofnað árið 1945. Hvarvetna í heiminum ríkti mikill ótti við að upp kynnu að rísa á ný þau fasistísku öfl, sem á fyrirstríðsárunum reyndust verkalýðshreyfingunni víða í heiminum svo þung í skauti. Þáttakendur í WFTU gerðust f 1 e s t verkalýðssamtök Sóvét- ríkjanna. í vonglaðri trú á fram- tíðma voru samtökin kölluð þegar í upphafi alþjóðasamband verkalýðsfélaganna. En svo sem vænta mátti frá upphafi hóf sóvétstjórnin þegar í stað til- raunir til þess að beita samband- inu fyrir áróðursvagn alheiml- kommúnismans, og því var það, að alþýðusambönd Bretlands, Hollands, Belgíu og bandaríska verkalýðssambandið CIO gengu öll úr því og mynduðu ICFTU. í Janúar árið 1950 voru Frakk- ar orðnir svo langþreyttir á dvöl WFTU í landi sínu, að innan- ríkisráðherra landsins sá sig til- neyddan til þess að svipta það landvistarleyfi. WFTU flutti sig til bráðabirgða til Varsjá, en Moskvu hefur víst ekki fundist það eins vel í sveit sett þar og í Vínarborg. í leyfisleysi í Vín Austurríska alþýðusambandið lét ekki á sér standa að lýsa yfir, að WFTU væri þangað komið í algerri óþökk þess. Forseti þess, Jóhann Böhm, lýsti því yfir þeg- ar daginn eftir komu WFTU til Vínarborgar, að samband hans hefði ekki átt neinn minnsta þátt í komunni og ekki væri WFTU boðið þangað af austur- rískum verkamönnum. Hins veg ar myndu kommúnistar innan hinnar austurrísku verkalýðs- hreyfingar ekki syrgja komu þess, enda hafði WFTU hælzt um að félagsskapur austurrískra bryta, eitt af örfáum félögum verkamanna þar í landir undir stjórn kommúnista, hefði boðið sambandið velkomið. Og víst hafði WFTU ekki alllitla ástæðu til þess að fagna slíkum kveðj- um, þar sem aðeins sex af hverj- um hundrað verkamönnum í Austurríki teljast til kommún- ista! Meðan þessu fór fram hreiðr- aði framkvæmdanefnd WFTU um sig undir verndarvæng rúss- neska setuliðsins. Starfsliðið taldi 46 menn. WFTU hefur frá fyrstu tíð boðið austurrísku lög- reglunni byrgin og ekki talið sig þurfa að lúta lögum landsins, og er þetta gert í skjóli þess, að rússneska setuliðið hefur komið upp eigin lögreglustöðvum á hernámssvæði sínu, öllum skip- uðum kommúnistum e i n u m, sem ekki skeyta um fyrirskipan- ir landsstjórnarinnar, h e 1 d u r lúta Rússum í einu og öllu. Nokkur hluti starfsliðsins hafði í fórum sínum venjuleg vega- bréf, en lét hjá líða að sækja um nauðsynleg dvalarleyfi. Aðrir komu tiklandsins eftir alls kon- ar krókaleiðum, sérstaklega frá Tékkóslóvakíu með aðstoð rúss- neskra yfirvalda. Aðalritari WFTU, Louis Sail- lant, tók sér bólfestu á Hótel Carlton ,einu af dýrustu gisti- húsum Vínarborgar. Næstum allt starfsliðið hefur aðsetur á rússneska hernámssvæðinu. Eitt af fyrstu verkum WFTU eftir komuna til Austurríkis var að krefjast þess af hernámsyfir- völdum landsins, að stofnunin yrði undanþegin ritskoðun allri. Um sama leyti fengu hernáms- yfirvöldin orðsendingu frá kanzl ara Austurríkis, dr. Leopold Figl, þar sem bent var á heim- ildarleysi WFTU til þess að taka sér bólfestu í landinu og spurzt fyrir um, hvort „innrás“ þess, eins og það var orðað, hefði farið fram með þeirra samþykki. Dr. Figl meðtók skömmu seinna svar við orðsendingunni. Því var harðlega neitað að hernáms yíir- völdin hefðu lagt blessun sína yfir komu WFTU og því lýst yfir, að hún væri ólögleg og brot á hernámssáttmálanum við aust urrísku landsstjórnina. WFTU var harðlega neitað um undan- þágu á ritskoðun og verður því stofnunin að láta meginhluta bréfa sinna berast til viðtakenda eftir neðanjarðarleiðum. Slarfslið WFTU WFTU heimilar starfsliði sínu ekki minnsta samgang við borg- ara landsins. Eftirfarandi atvik kom fyrir ekki alls fyrir löngu: Austurrískur lögreglumaður fann að nóttu til konu nokkra sitjandi á bekk á rússneska her- námssvæðinu. Hún þjáðist mik- ið og hafði annað hvort verið byrlað eitur eða gert tilraun til sjálfsmorðs. Lögreglumaðurinn gerði ráðstafanir til þess að koma konunni á sjúkrahús, en áður en sjúkrabíllinn kom, bar þar að tvo menn og var annar læknir. Læknirinn bar á móti því, að um eitrun væri að ræða, kvað k o n u n a flogaveika og krafðist þess, að hún yrði flutt til dvalarstaðar síns, sem reynd- ist vera Hótel Charlton. Þegar austurríska lögreglan daginn eft ir óskaði eftir skýrslu um málið til þess að geta gengið úr skugga um, hvort um morðtildaun eða sjálfsmorðstilraun hefði þarna verið að ræða, var henni alger- lega neitað um allar upplýsing- ar. Konan var A n n i e nokkur McWhinnie, brezkur þegn í þjón ustu WFTU. Læknirinn, sem skarst í leikinn, var austurrísk- ur kommúnisti í þjónustu Rússa dr. Edel að nafni. Brezka sendi- ráðið skarst í leikinn, en fékk ekkert að vita. Moldvörpusiarf Austurríska alþýðusambandið sniðgengur vitanlega sem mest það má þénara Rússa í WFTU. Þeir hafa heldur ekki til þessa gert sig bera að augljósri íhlut- un um innanlandsmál, enda þótt WFTU hafi á stundum reynt að koma austurrískum kommúnist- um til aðstoðar í minni háttar götuóeirðum á viðkvæmum augnablikum. Austurríska lög- reglan hefur þó í höndum nægar sannanir fyrir bellibrögðum \VFTU, enda hefur innanríkis- ráðherrann borið á það sakir fyr ir „landráðastarfsemi og við- leitni í þá átt að stofna til ó- eirða“ og krafizt þess gagnvart hernámsfirvöldunum að WFTU yrði vísað úr landi. Rússar hafa vitanlega komið í veg fyrir slíkt enn sem komið er. , Af löndum Evrópu hefur WFTU langmest áhrif í Frakk- landi og á Italíu. WFTU leitast af fremsta megni við að koma skemmdarverkum við í þeim löndum, þar sem kommúnistar og andkommúnistar sitja hlið við hlið í stjórnum verkalýðs- sambandanna. Annars staðar þar sem kommúnistar eru á- hrifalausir í heildarsamtökum verkalýðsins, eins og í hinum risastóru bandarísku verkalýðs- samböndum CIO og AFL, skipu- leggur WFTU viðtæka sellu- starfsemi með aðstoð oftast fá- mennra verkalýðsfélaga, sem kommúnistar stjórna, en annars eru áhrifalaus í heildar sam- tökunum. E i 11 af höfuðhlutverkum WFTU í Evrópu er að eyðileggja varnir hinna vestrænu ríkja. Þess má geta í því sambandi, að aðalritari WFTU, Louis Saillant, er einn af leiðandi mönnunum í stjórn hinnar svokölluðu „al- heimsfriðarhreyfingar." 1 öðru lagi leitast WFTU af fremsta megni við að gera efnahagsað- stoð Bandaríkjanna tortryggi- lega í augum verkamanna í Vestur Evrópu. í annan stað telja Rússar í svipinn heppileg- ast að hafa Kominform minna á oddinum nú en áður, en beita WFTU þeim mun meira fyrir sig, enda er svo komið að WFTU stendur engri áróðursstofnun kommúnista lengur að baki að völdum nema sjálfu „alheims- friðarráðinu.“ Vitanlega eru öll samtök verkamanna í hinum undirok- uðu leppríkjum Rússa austan járntjaldsins látin vera í WFTU. Það hefur útibú í Kína, sem stjórnað er aðallega af fjórum mönnum kínverskum rússnesk- um, indverskum og einum Ást- ralíumanni. Þar eru menn þjálf- aðir til neðanjarðarstarfsemi og á vegum þess fluttar æsinga- ræður í kínverska útvarpið. Bú- in eru til margs konar hljóm- falleg slagorð, sem óánægðir kínverskir bændur læra auðveld lega og hafa gjarnan á vörum, án þess að skilja til fulls mein- ingu þeirra. WFTU og Austurríki WFTU hefur látið talsvert að sér kveða síðan til Austurríkis kom. Meðal annars hefur það barizt hatramlega gegn „endur- hervæðingu Þýzkalands og Jap- ans“ og þótzt vinna af alhug að „sameiningu alls verkalýðs heim sins í órjúfanlega fylkirtgu.“ Það hefur gert ICFTU ýms samein- ingartilboð. Fyrir réttu ári síðan skrifaði það bréf til ICFTU þar sem stungið var upp á því, að í sameiningu g e r ð u þessi tvö verkalýðssamtök átak til þess að »t r y g g j a friðarsamninga við Austurríki.“ 1 öðru bréfi til ICFTU var talað um að „binda enda á Kóreustríðið,“ og í því þriðja var farið fögrum orðum um nauðsyn þess að koma verka lýðnum í „auðvaldsríkjunum, nýlendunum og pólitískt ósjálf- stæðu ríkjunum til aðstoðar.“ ICFTU hefur nýlega stungið því að WFTU, hvers vegna það horfi aðgerðarlaust á að Sóvét- ríkin mergsjúgi Austurríki í stað þess að beita áhrifum sín- um í þá átt að hernámsveldin geri friðarsamninga við landið. Samtímis vísaði ICFTU samein- ingartilboði WFTU á bug, og fór ekki leynt með þá skoðun, að slík tilboð væru af engu frek- ar sprottin en að WFTU viður- kenndi með þeim, að því hefði ekki t e k i z t að koma fram skemmdarstarfsemi s i n n i á h e n d u r verkalýðssambandi hinna frjálsu þjóða. Með bréfi til verkamanna í Austurríki nýlega hefur ICFTU skýrt fyrir þeim viðleitni sína til þess að koma því til leiðar, að friðarsamningar yrðu gerðir við landið, og lýst nákvæmlega fyrir þeim því skemmdarstarfi, sem haldið hefur verið uppi ■gegn slíku af hálfu Rússa, þrátt fyrir g e f n a r skuldbindingar þeirra þar um fyrir árum síðan. Bent er á að haldnir hafi verið að frumkvæði Vesturveldanna 258 fundir um mál þetta, sem allir hafi orðið árangurlausir fyrir þrákelkni Rússa, sem ekk- ert markmið hafi fyrir augum með að draga friðarsamningana á langinn annað en það að auðg- ast á auðlindum landsins, sem Sóvétríkin hafa á valdi sínu. í trássi við lög í síðasta mánuði sendi útlend- ingadeild austurrísku lögregl- unnar orðsendingu til WFTU, þar sem þeim 42 starfsmönnum WFTU, sem ekki eru austurrísk ir þegnar, er bönnuð landvist lengur. Sem rök fyrir brottvikn- ingunni er tekið fram, að allir hafi þessir menn komið á ólög- legan hátt inn í landið, virt að vettugi lög landsins varðandi út- Það hefir dregist um skör fram, að minnast eins okkar aldurhnigna landnámsmanns, Hannesar Ó. Jónassonar, sem lézt mánudaginn þann 11. ágúst 1952. Hannes Ó. Jónasson var fædd- ur á íslandi að Hrísum í Helga- felssveit í Snæfellsnessýslu, 5. janúar 1873; hann var sonur landnámshjónanna Jóns Jónas- sonar og Kristjönu ólafsdóttur. Hann fluttist með foreldrum sínum til Canada árið 1883; sett- ust þau að við íslendingafljót, nú Riverton. Hannes var á tíunda ári, er hann kom til Riverton. Foreldrar hans bjuggu eitt ár við Riverton, en flestum lék mikill hugur á að nema land og reisa sér heimili eins fljótt og mögulegt væri. Jón og Kristjana námu heimilisréttarland tvær og hálfa mílu fyrir norðan River- ton og var landnámið nefnt Reykhólar. Hannes var með foreldrum sínum til fullorðinsára; faðir hans misti heilsuna skömmu eftir landnámið og gat ekki framar veitt heimilinu forstöðu, hvað líkamlega áreynslu snerti, og varð þá Hannes á unga aldri að veita forstöðu heimilinu með ungum systkinum sínum; það var honum erfitt, því að hann var alla ævi fremur veill til heilsu, en hann lét aldrei bugast, þó erfiðleikarnir væru miklir og sýndust stundum óyfirstígan- legir. Landnámsárin í þá daga voru erfið fyrir þá, sem máttu sín imeira, svo við getum gjört okkur í hugarlund hvað óharn- aður unglingur hefir haft við mikla erfiðleika að stríða, þar sem mest af heyskapnum varð að gjöra með orfi og ljá, fork og handhrífu á íslenzkan máta. Votlendið og vegleysurnar voru svo miklar að öðrum vélum varð ekki við komið, þó þær hefðu verið fáanlegar. Öruðleik- arnir fóru versnandi, þar sem Winnipegvatn tók til að flæða svo óskaplega, að alt nýtilegt land lenti undir vatni og þar af leiðandi allar bjargir bannaðar af völdum flóðanna. Þá ákvað öll fjölskyldan að flytja í burtu sangað sem betri jarðkostir væru fáanlegir. Um vorið 1904 flutti öll fjöl- skyldan til Grunnavatnsbygðar tvær mílur austur af Stony Hill, P.O. Hannes náði þar í heimilisrétt á landi ásamt föður sínum og bræðrum, og alt breyttist til batnaðar. Eftir að komið var í þessa nýju bygð árið 1907 kvæntist Hannes Ólöfu Jóhannsdóttur, ágætis konu, vel gefinni með framúrskarandi dómgreind á öllum sviðum; hún var manni sínum stoð og stytta á öllum sviðum í lífsbaráttunni. Þau hjónin bjuggu í Grunna- vatnsbygð í átta ár og farnaðist vel. Árið 1913 brugðu þau búi, seldu jörðina og allar skepnur og búslóð og fluttu vestur til Vancouver, B.C. Þau vildu reyna lukkuna á öðrum sviðum ,með víðtækari tækifærum. Þeg- ar vestur kom leist þeim betur á að setjast að í Norður-Van- couver, þar var alt greiðfærara og talsvert haglendi fyrir skepnur. Hannes fór á mis við alla skólamentun, nema það, sem honum var kent í heimahúsum af foreldrum sínum. En það fór með hann eins og marga aðra lendinga og gert sig seka um endurteknar yfirtroðslur á gild- andi lögum og reglum um hegð- un almennra borgara. Austur- rískur kommúnistalögfræðingur nokkur hefur vísað á bug þess- ari orðsendingu lögreglunnar fyrir hönd WFTU. Og allir, sem til þekkja, vita að Rússar muni aldrei láta það viðgangast að landslögum verði komið yfir komið yfir skjólstæðinga þeirra í WFTU. — AB, 30. des. ómentaða menn — það braust út sem í honum bjó. Hann var vel hagur bæði á tré og járn og leitaði sér talsverðrar þekkmg- ar á þeim sviðum, svo það varð enginn þröskuldur í vegi hans, að byggja yfir sig í Vancouver. Hann reisti sér strax hús og fjós og keypti sér nokkrar kýr af góðu kyni og setti upp mjólk- ursölu þar í bænum og farnaðist vel. Eftir átta ára mjólkursölu búskap í Norður-Vancouver kendi hann svo mikillar gigt- veiki sökum hins raka loftslags, að hann fann sig knúðan til að hætta mjólkursölunni. — Hann, varð að komast í þurrara lofts- lag, en hvert skyldi nú halda. Æskustöðvarnar voru honum svo kærar að þær drógu huga hans í áttina heim aftur, og hann var ekki í rónni fyrr en þau kæmust til baka til Nýja-lslands. Árið 1921 komu þau hjónin til Riverton og settust þar að og hafa átt heima þar í tuttugu og níu ár samfleytt, eða til hausts- ins 1950, en þá misti Hannes Ólöfu konu sína og fann hann sig ekki færan að búa þar ein- samall sökum lasleika, enda var lífsþrekið að fjara út, svo að hann sá sinn kost vænstan að fara til systur sinnar, Sigríðar J. Johnson, og manns hennar í grend við Árborg, og var þar txl húsa í nærfelt tvö ár. Hjartasjúkdómur, er hann hafði átti við að stríða undan- farin ár yfirbugaði hann mánu- daginn 11. ágúst 1952. Hann var jarðsunginn frá lútersku kirkj- unni við Riverton og grafxnn í grafreitnum þar; séra Sigurður Ólafsson jarðsöng. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Kristjönu Þóru, gift Jón- asi Nelson, búsett í Backoo, North Dakota, U.S.A., og sjö barnabörn. Systkini Hannesar á lífi eru þessi: Sigríður Júlíana, Árborg, Man., Guðbjörg Stefánsson, Winnipeg, Katrín Theodóra, Floent Berg- man og Daði Kristens, öll bú- sett að Stony Hill, á gamla land- náminu þar. Eins og ég gat um hér að framan hafði Hannes farið á mis við skólagöngu og alla mentun hérlenda, sem er ævinlega mik- ill skaði fyrir hvern sem er. Hann átti mikið bókasafn og aflaði sér þekkingar á ýmsum sviðum, og þegar hann gat ekki lesið lengur fyrir sjóndepru, þá tók hans góða kona við og las alt sem hönd á festi fyrir mann sinn. Hún var framúrskarandi bókhneigð og þar af leiðandi studdi hún mann sinn á þeim sviðum til þess síðasta. Hannes var prúðmenni í fram- göngu og lét sig litlu skipta framferði annara, en hjálpsam- ur var hann á sama máta og kona hans, ef mögulegt var að hjálpa, þá var það gert með góð- vild og drengskap. Hannes var listfengur maður og hafði góðan smekk fyrir prýði og fallegu útliti á öllu, sem hann gjörði. Heimili hans við Riverton bar vott um smekk- vísi á háu stigi, ekki sízt garð- urinn umhverfis húsið, sem er hreinasta snild, og hin mörgu tré, sem ævinlega voru svo vel „trimmuð“ af góðri þekkingu á þeim sviðum. Við, samferðafélagar hans í þessum efnisheimi, þökkum honum góða samfylgd, og hafi hann heiður fyrir alt sitt starf í þágu mannfélagsins, sem hann lifði í. Við virðum hans endur- minningar sem ljóðelskandi manns, fegurðarsmekk hans á blómum og öllum gróðri, trjám og landslagi náttúrunnar. Blessuð sé minning hans! I nafni Krists vér kveðjum þig með kærleik, von og trú. Frá góðs manns starfi grátum ei, í Guði sefur þú. (Matt. Jochumsson) —S. S. J. Pantið ókeypis eintak í dag • Gefln út af stærsta fræ og gróðurhúsafélagi í Canada. Pú munt hafa ánægju af hverri blaðsíðu I þessari vingjarnlegu og fróðlegu bók. Hún _ , . lýsir 2000 jurtum þar á meðal stóra 105S FRÆ og GRÓÐUR- HÚSABÓKIN, sú be*ta! 148 mynda síður 20 slður l litum nýjum og sjaldgæfum tegundum svo sem Hybrid Tomatoes, Hybrid Cucumbers, Hybrid Onions, Blue Leaf Arctic Hedge, Rosa Multi- flora fræ og plöntur, Muiti- flowered Sweet Peas, Astolat Pink Series Delphiniums, Dwarf Fruits, 6-1-1 Multiple Epli, ný moldar frjófgunarefni, Dverga- matjurtir fyrir litla garða og valið matjurta-, blóma- og hús- jurtafræ, plöntur, blómlaukar og annað svo að garður þinn 1953 verði sem beztur. Pantið 1 dag. GEORGETOWN . . . ONTARIO \ I

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.