Lögberg - 05.02.1953, Page 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. FEBRÚAR, 1953
Úr borg og bygð
Miðsvelrarmól „Fróns"
Þar sem nú eru ekki nema
tvær vikur þar til efnt verður
til hins vinsæla Frónsmóts, sem
haldið verður í G. T.-húsinu
mánudagskvöldið 23. febrúar,
kl. 8 stundvíslega, þykir stjórn-
arnefndinni hlýða, að minna fólk
á nærveru mótsins.
Undanfarnar vikur hefir verið
unnið að undirbúningi skemmti-
skrár fyrir mótið. Því starfi er
nú að mestu lokið. Nefndin hefir
vandað til þessarar skemmti-
skrár sem frekast var unnt og
mega menn því búast við á-
nægjulegri kvöldstund. — Það
þykir því full ástæða til að
minna fólk á, að takmörk eru
fyrir því hversu G. T. húsið
rúmar marga gesti. Fólk ætti
því að tryggja sér aðgöngumiða
sem fyrst. Þeir fást í Bókabúð
Davíðs Björnssonar, 702 Sargent
Avenue, og kosta dollar stykkið.
Dagskrá mótsins verður nán-
ar auglýst í næstu blöðum.
THOR VIKING, ritari Fróns
☆
Úr bréfi frá Mikley, 22. janúar
Fátt er í fréttum héðan; mest
er talað um lítinn fisk og lágt
verð á fiski; samt held ég að
þetta sé nú eitthvað að lagast.
Hér var haldinn safnaðar-
fundur í gær og ætlar söfnuður-
inn að halda upp á 75 ára afmæli
sitt 24. maí næstkomandi. Talað
var um að bjóða fyrrverandi
prestum, sem hafa þjónað söfn-
uðinum, og kannske fleirum.
Eyjarbúar eru að berjast
fyrir því að fá HYDRO
leiðslu lagða út í eyna og hafa
fengið loforð fyrir því með því
móti að eyjarbúar sjálfir byggi
tvö „crib“ í mjósundinu í viðbót
við það, sem þeir byggðu fyrir
tveimur árum síðan; eiga þeir
að leggja til bjálkana, grjótið
og vinnuna ókeypis, en Mani-
toba Power Commission (Hydro)
leggur til staurana og annað
efni sem þarf, ásamt manni til
að hafa umsjón með verkinu.
(„Crib“ er stór ferhyrningur úr
bjálkum eins og kassi í laginu;
staurinn fyrir leiðsluvírana er
reistur í miðjunni og grjóti hlað-
ið í kringum hann þar til
„Cribbið“ er fult. Mikleyingar
byggðu eitt „crib“ í mjósundinu
fyrir tveim árum til að sanna að
það gæti staðið af sér straum-
ana þar).
Skapti Thorvaldson, starfs-
hjá Manitoba Power Commis-
sion fór norður til Mikleyjar
fyrir skömmu til að athuga
möguleikana til að leggja raf-
orkuleiðsluna til eyjarinnar.
☆
Mr. Jón Sigurðsson bygginga-
meistari frá Vancouver, var
staddur í borginni seinnipart
fyrri viku, og var í hópi þeirra,
er sátu mannfagnað Icelandic
Canadian Club * í Marlborough
hótelinu.
☆
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
fund á fimtudagskvöldið þann
12. þ. m., kl. 8, að heimili Mrs.
P. J. Sivertson, 497 Telfer Street.
☆
Frú Kristbjörg RögnvaldS'
dóttir í Gröf í Grundar
firði á íslandi æskir þess að
fá vitneskju um heimilisfang
frænku sinnar Sæunnar Bjarna-
dóttur, sem eitt sinn var til
heimilis hjá A. Kristjánsson,
Elfros, Sask.
☆
Meðal utanbæjarfólks, er sótti
samkomu Icelandic Canadian
Club á föstudagskveldið voru
Ölafur kaupmaður Hallsson frá
Eriksdale, séra Harald S. Sig-
mar og frú, og George Johnson
læknir og frú frá Gimli, og
Walter leikhússtjóri Jóhannsson
frá Pine Falls.
Manitoba Historical og Scienti-
fic Society hlaut hæstu verð-
laun, er American Association
for State and Local History
veitir. Fékk Manitoba sögufé-
lagið verðlaun fyrir að beita sér
fyrir því að skrifaðar væru sög-
ur hmna ýmsu þjóðarbrota hér
í fylkinu. Wilhelm Kristjánsson
er að skrifa sögu Islendinga í
Manitoba með aðstoð Dr.
Tryggva J. Oleson.
■ú
Mr. Alec Thorarinsson lög-
fræðingur frá Los Angeles, Cal.,
hefir dvalið í borginni undan-
farinn vikutíma.
☆
Frú Elín, ekkja Eggerts Jó-
hannssonar fyrverandi ritstjóra
Heimskringlu, lézt í Vancouver
þann 20. janúar síðastliðinn 89
ára að aldri.
☆
— Skemmlisamkoma —
Eldri söngflokkur Fyrsta lút-
erska safnaðar efnir til skemti-
samkomu á miðvikudagskvöldið
11. febrúar, kl. 8 e. h. í neðri
sal kirkjunnar. Verður þar til
skemtunar: kórsöngur, solos,
duets, quartetts, ásamt stuttri
ræðu, upplestri og tableau. Er
hugmyndin, að þessi samkoma
líkist sem mest þeim skemti-
samkomum, sem haldnar voru
um og eftir síðustu aldamót.
Verða þar sungin þau uppáhalds
lög, sem flestir munu kannast
við og hafa unun af að hlusta á
og syngja. Kaffi og veitingar
verða frambornar á eftir skemti-
skrá. — Samskot tekin.
☆
Þjóðræknisdeildin „FRÓN"
þakkar hér með Mrs. N. Otte-
son, Winnipeg, fyrir bækur
gefnar í bókasafn deildarinnar,
allar í góðu ástandi. Innilegt
þakklæti.
J. Johnson bókavörður
☆
Mrs. Jóhanna Lára Eyjólfsson
andaðist að heimili sínu í
Riverton, Man., þann 18. janúar
árdegis; hafði hún verið rúm-
liggjandi í nærri tvo mánuði, en
átt við veila heilsu að stríða
lengi, sér í lagi hift síðari ár.
Hún var fædd á Borðeyri á
Mikley 14. nóv. 1886. Foreldrar
hennar voru hjónin Jóhannes
skipstjóri Helgason prests Sig-
urðssonar, síðast á Melum í
í marzmánuði verður lagður kjölur að öðru
tveggja nýrra vöruflutningaskipa Eimskips
MÆÐI
SKJÓTUR
BATI
Berjist ekki vi8 suSandi andardrátt,
hósta e8a andarteppu. Taki8 RAZ-
MAH töflur, sem eru sérstaklega ger8-
ar vegna mæBi, andþrengsla og likra
<-öþægin4a<»v það verkar, skjótt og þér
njöti8 fullrar svefnvær8ar. 65 c., $1.35.
R-53.
Melasveit, og Jakobína Sigurðar
dóttir landnámsmanns Erlends-
sonar.
Lára ólst upp í Selkirkbæ,
gekk þar á skóla og vann um
hríð á skrifstofu Mr. Frank Gem-
mill. Þann 17. marz 1914 giftist
hún Victor (Eyjólfssyni) Gunn'-
steinssyni Eyjólfssonar skálds.
Victor og Lára kona hans bjuggu
ávalt í Riverton. Þeim varð
tveggja barna auðið: Gunn-
stemn, kvæntur Sigurbjörgu
Olson, búsett á Gimli, og Alice
Lára, heima; 5 barnabörn eru á
lífi. Tveir albræður hinnar látnu
eru á lífi: Joseph, Black Bear
Island, Lake Winnipeg, og Helgi,
er átti heimili hjá systur sinni
og manni hennar-hin síðari ár.
Hálfsystkini hennar, samfeðra,
eru: Lincoln, Riverton, og Mrs.
Th. Magnússon, Vancouver, B.C.
Mrs. Eyjólfsson var kona eink-
ar vel gefin, listræn og list-
hneigð, er unni öllu fögru. Hún
fékk snemma ást á varanlegum
verðmætum og átti innilega þrá
í sál sinni eftir því fagra og full-
komna. Útför hennar fór fram
frá kirkju Bræðrasafnaðar
AKUREYRI, 29. desember. — 1
marzmánuði verður lagður kjöl-
ur að öðru hinna tveggja farm-
skipa sem Eimskipafélag Islands
hefur samið um smíði á hjá Bur-
meister og Wain. Kjölurinn
verður svo lagður að hinu í júní
mánuði. Skip þessi' eiga aðeins
að flytja vörur. Annað á að geta
borið allt að 1700 tonn, en hitt
2500.
Skipaverkfræðingur Eimskipa
félagsins, Viggó Maack, skýrði
Morgunblaðinu frá þessu í sam-
tali um borð í Gullfossi hér á
Akureyrarhöfn, í gærkvöldi.
Skipaverkfræðingurinn sagði
að samningar hefðu verið undir
ritaðir í aprílmánuði síðastl.
1700 og 2500 DWT
Stærð skipanna verður ekki
hin sama á báðum og munu þau
bæði einungis ætluð til vöru-
flutninga. — Yfirbygging þeirra
verður aftur á, eða þau verða
afturbyggð, sem kallað er. Er
annað þeirra 1700 dwt tonn og
240 fet á lengd, en hitt verður
nokkru stærra, eða 2500 dwt og
280 fet á lengd.
Áætlað er að kaupverð stærra
skipsins nemi um það bil 6 mill-
jónum danskra króna. Þó er
þetta breytingum undirorpið,
þar sem byggingarkostnaður
breytist með verði efnis og
kaupgjalds miðað við afhend-
ingardag.
Henta vel smærri höfnum
Þessi skip, sem Eimskipafélag
ið lætur nú byggja, munu vera
vel til þess fallin að koma á
smærri hafnir kringum landið.
Eimskip mun því í ríkara mæli
en hingað til gets sinnt óskum
manna úti á landsbyggðinni um
siglingar til hinna smærri hafna.
Minna skipið mun aðeins rista
15 fet fulllestað, en hið stærra
17 fet. Útvegun á stáli til skipa-
bygginga hefur verið all erfið
undanfarið og hefur meira að
segja komið fyrir að í Dan-
mörku hefur þurft að leita eftir
stáli alla leið til Japan.
Brezkt stál
Eimskipafélaginu hefur tekizt
að tryggja sér stál í þessi nýju
skip frá Bretlandi, svo að ekki
mun standa á því. Verð á stáli
hefur farið lækkandi.
1 marz og júní
Að lokum sagði Maack verk-
fræðingur, að í marz mundi kjöl
urinn verða lagður að öðru
hinna nýju skipa, en í júní 1953
að hinu síðara.
Fyrra skipið á að afhendast í
desember næsta ár, en hið síðara
í aprílmánuði 1954.
Ekki er nokkur vafi á því að
þjóðin fagnar þessum nýju skip-
um sínum, og munu þau enn að
nokkru bæta úr hinni brýnu
þörf á aukningu kaupskipaflota
þjóðarinnar. Þó mun vanta mik-
ið á að þörfinni sé fullnægt. Enn
eigum við ekki olíuskip til milli
landasiglinga, eða hentug kola-
og saltflutningaskip. En vinna
verður að kappi að hinu setta
marki, að slendingar eigi sjálf-
ir allan þann skipakost, er þeir
þarfnast.
—Mbl., 30. des.
VÖKUDRAUMAR
Eftir JÓNBJÖRN GÍSLASON
Riverton, þann 22. janúar, að
viðstöddu miklu fjölmenni. —
Einnig var stutt kveðjuathöfn
haldin 1 Mr. Langrill’s útfarar-
stofu í Selkirk, að viðstöddu
margmenni, skyldfólki og forn-
vina, og allmargra vina frá
Winnipeg. Hin látna var lögð til
hinztu hvíldar í Selkirk-grafreit
við hlið móður sinnar. Séra
Sigurður Ólafsson þjónaði við
útförina. —S. ó.
☆
The Women’s Associtation
First Lutheran Church will
hold their next meeting at the
usual time and place Tuesday
February lOth.
Það er alkunn sögn að heim-
urinn fari sífelt versnandi, en
það er rangt, heimurinn er ætíð
að batna og fullkomnast. Ef við
lítum yfir slóð mannkynsins frá
því fyrst að sögur hófust, er
munurinn auðsær; vísindi, listir
og iðnaður hafa tekið slík risa-
skref að meir líkist ótrúlegum
skáldsögum en sönnum viðburð-
um. Það er ekki sanngjarnt að
dæma um framþróun eða aftur-
för mannkynsins og heimsins í
heild, yfir aðeins stundar tíma-
bil. Jafnvel nokkrar aldir eru
ekki langur tími í slíkri sögu.
Heilar kynslóðir geta fæðst, lifað
og dáið, án þess nokkuð hafi
áunnist, afurför jafnvel sjáan-
leg. Næsta tímabil vinnur ef til
vill upp alt sem tapast hefir og
meira til. Slíkir hlutir velta
mjög á vali þeirra leiðtoga, er
þjóðirnar velja sér sem verald-
lega forsjón, á hæfileikum
þeirra og viðleitni að vinna
gagn landi sínu og þjóð.
Sannarlega er okkar dásam-
legi heimur og í eðli sínu göfuga
mannkyn þess umkomið og
megnugt, að skapa í þessu líi'i á
þessari jörð það himnaríki, sem
hin kristna kirkja lofar okkur
að lokinni grandvarri og dygð-
ugri æfi, ef ekki væru á flestum
gatna- og vegamótum falsspá-
menn reiðubúnir að sýna og
sanna með óhrekjandi rökum, að
slíkur guðsríkisdraumur geti al-
drei orðið annað en draumur —
heimskulegur og hættulegur
draumur.
Þrátt fyrir alt og alt er maður-
inn í innsta eðli sínu góð og
göfug vera, þótt ýmsar mótsagn-
ir virðist stundum bera það til
baka, en hann er ekki yfirleitt
eða ætíð að sama skapi gáfaður
og framsýnn. Einmitt þess vegna
er misindis hjarðsveinum mögu-
legt að misbeita valdi sínu á
ýmsa lund; þeir hundbeita
stundum hjörðina, reka hana út
í hverja ófæruna eftir aðra,*láta
hana standa úti í hörkum og
hríðarbyljum til þess að fram-
færið kosti sem minnst.
Ríkjandi þjóðskipulag, klerk-
ar kirkjur og skólar skapa aldar-
háttinn og hafa ætíð verið og
eru enn í dag lærimeistarar ein-
staklingsins. Sál mannsins er
sem mjúkur leir í höndum leir-
kerasmiðsins, £g stundum virð-
ist þess nokkur vottur sýnilegúf
að guðsmyndin hafi dálítið af-
lagast í höndum og meðferð
meistaranna, en það sannar ekki
að maðurinn sé í eðli sínu vond-
ur, heldur hitt; að hann er sinn-
ar tíðar barn og auðgjarn fyrir
áhrifum, en innst í hjarta hans
er falinn hinn heilagi eldur
vizku og dygða, er bíður þess að
verða endurvakinn af nýjum
meisturum og spámönnum til
þess að varpa birtu og yl á okk-
ar nú í dag kalda og kærleiks-
lausa heim.
Aldarhátturinn, þetta volduga
afl, getur gefið anda manns og
athöfn það form, er það kýs;
það getur smám saman deyft og
dreift hinum lakari hvÖtum, sem
þó eru í upplagi hans, og glætt
hinar betri svo þær nái erfða-
festu í skapgerð einstaklingsins;
það getur með þrotlausri ár-
vekni og góðu fordæmi, vakið
og haldið vakandi því bezta, er
í sál mannsins býr og kennt
honum að lifa í bróðurhug við
alla menn og elska náungann
eins og sjálfan sig.
Á hinn bóginn er einnig auð-
velt og í lófa lagið að snúa
myndinni gjörsamlega við. Þa§
er mögulegt með alda áróðri að
grafa hinar beztu og háleitustu
hvatir hans svo djúpt í hans
eigin undirvitund, að hann viti
ekki sjálfur um tilveru þeirra
og nálægð. Slíkt getur svift
manninn svo gjörsamlega ráði,
rænu og dómgreind, að hann
fremji óhappa- og hefndarverk,
í þeirri trú og skoðun að slíkt
tryggi honum líkamlega velferð
og eilífa sáluhjálp.
En þrátt fyrir slíka ógæfu og
harma, eru þau tímabil stuttur
þáttur í sögu mannkynsins. Gæfa
mannsins er svo rík og fram-
vinda tímans svo voldug, að
gjörningaveðrunum slotar og
maðurinn fær aftur fullt vit og
bætir eftir beztu getu fyrir brot
sín og misgjörðir gegn sjálfum
sér og öðrum; hann bætir og
byggir heiminn á nýjan leik.
Heimurinn batnar við hverja
eldvígslu, er hann hlýtur.
FRAMHALD
Aths. í greininni frá 15. jan.
varð óþægileg prentvillæ Þar
stóð í síðasta dálki: „Þráðlaus
glíma og fangbrögð“. Á að vera:
„Þrotlaus glíma“ o. s. frv.
—J. G.
Fréttir . . .
Framhald af bls. 4
konar tómstundastörf verði
iðkuð í félagsheimilinu.
I þessari viku hefjast í Þjóð-
leikhúsinu sýningar á sjónleikn-
um Stefnumót í Senlis eftir
franska höfundinn Anouihl. —
Sjónleikurinn Rekkjan, sem
sýndur var í Þjóðleikhúsinu
framan af í vetur við mikla að-
sókn, verður nú sýndur á nokkr-
um stöðum utan Reykjavíkur,
og hefir þjóðleikhússtjóri látið
gera sérstök leiktjöld, sem hæfa
minni leiksviðum en í Þjóðleik-
húsinu. Leikendur eru aðeins
tveir. Fyrsta sýningin var í Hlé-
garði í Mosfellssveit í gærkveldi,
og tvær sýningar verða í Kefla-
vík 1 dag. Unnið er í Þjóðleik-
húsinu að undirbúningi að sýn-
ingu á nýja leikritinu eftir Davíð
Stefánsson um Hans Egede, en
þar á Jón Sigurbjörnsson að
leika aðalhlutverkið.
☆
Hingað er væntanleg 75 manna
hljómsveit flughers Bandaríkj-
anna hinn 6. þ. m., og er ráðið
að hún leiki fjórum sinnum í
Þjóðleikhúsinu á vegum Tón-
listarfélags Reykjavíkur og skal
ágóði allur renna til Barna-
spítalasjóðs Hringsins. Stjórn-
andi hljómsveitarinnar er
George S. Howard ofursti. Með
í förinni er 25 manna kór, er
syngja mun í Hafnarfirði.
☆
í gær var opnuð í Reykjavík
sýning á kínverskum listmun-
um og myndum er þetta hluti
af farandsýningu, sem verið
hefir á Norðurlöndum að undan-
förnu og er hingað fengin fyrir
tilstilli kínverska sendiráðsins í
Kaupmannahöf n.
☆
Menntamálaráðuneytið hefir
gefið út safn nýyrða, er dr.
Sveinn Bergsveinsson hefir tek-
ið saman. Eru í safni þessu um
6000 orð, og nær það samt ekki
nema yfir fáar greinar. Nýyrði
í safninu eru yfirleitt miðuð við
IVI ESSU BOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylanda...
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 8. febrúar:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
það, að þau eru síðar fram komin
en þau orð, sem prentuð eru í
orðabók Sigfúsar Blöndals. Bók-
in er 110 bls.
☆
Samkvæmt skýrslu frá Á-
fengisverzlun ríkisins hefur á-
fengisneyzla farið minnkandi
hérlendis frá 1946. Það ár nam
hún tveimur spírituslítrum á
mann, en á sl. ári 1,34 spíritus-
lítrum á mann. í fyrra var á-
fengissala hérlendis röskar 64
miljónir króna, eða 2Vz miljón
minni en árið áður.
Nú um áramótin var tekið af
leyfi það, sem Hótel Borg hafði
til vínveitinga og telur eigand-
inn, að tap verði mikið á rekstr-
inum, þegar hann hefur verið
sviptur leyfi þessu, og lét hann
því loka veitingasölum hótel-
sins í fyrradag. -— Bæjarstjórn
Reykjavíkur hefur ákveðið að
skera úr því með atkvæða-
greiðslu í bænum, hvort hafa
skuli það framvegis opnar á-
fengisútsölur.
☆
Stofnaður hefur verið áheita-
og minningarsjóður Hóladóm-
kirkju og er tilgangur hans að
prýða Hóladómkirkju og um-
hverfi hennar og fegra staði, er
minna á þá höfuðbiskupa, er þar
hafa setið. Sjóðurinn er stofnað-
ur með 1100 króna peningagjöf
frá prestum í Hólastifti hinu
forna.
Sendið engin meðöl til Evrópu
þangað til þér hafið fenglð vora nýju verðskrá.
Skrifi8 eftlr liinni nyju 1953 vcrðskrií. sem nii er á tnkteinuin.
VerS hjá oss er mlkln lie(trn en nnnnrs stnðnr í t’nnndn.
RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur
STREPTOMYCIN — 50c grammið
Scnt frá Kvrópu mn víða vcrold, jafnvcl austan járntjaldsins. —
Póst^jald innifallð.
STARKMAN CHEMISTS
403 BTXK»R ST. WKST
TOItONTO
STRIVE FOR KNOWLEDOE
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business
Training immediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG
/