Lögberg - 16.04.1953, Qupperneq 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil • Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66 ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN.16. APRÍL, 1953
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil • Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
NÚMER 16
Fiskimál tekin til yfirvegunar
Dr. Áskell Löve og frú Doris Löve
Sherlock Holmes í veröld jurtanna
Skýrt hefir verið frá því áður
í Lögbergi hve fiski-iðnaðurinn
er þýðingarmikill í Manitoba-
fylki. Að frátöldu Ontario, sem
liggur við Stórvötnin, eru í
Manitoba meiri og fleiri vötn en
í nokkru öðru fylki í landinu.
Þess vegna fanst ýmsum þegar
sambandsstjórnin lét fylkinu í
hendur fiskimálin til umráða
fyrir allmörgum árum, hefði
átt að stofna sérstaka deild, er
hefði umsjón með þeim málum,
í stað þess að láta Mines and
Natural Resources deildina fjalla
um þau, því starf þeirrar deild-
ar er afar víðtæktj hún lítur eftir
námum, skógum, veiðidýrum,
heylöndum, vatnsuppsprettum
og ýmsu öðru auk fiskimálanna,
hefir því deildin ef til vill ekki
getað gert þeim, fiskimálunum,
eins góð skil og þau verðskuld-
uðu.
Ennfremur hefir verið skýrt
frá því í blaðinu hve íslendingar
hafa komið mikið við sögu fiski-
málanna frá upphafi vega þeirra
í þessu fylki. Winnipegvatn hélt
beinlínis lífinu í fyrstu íslenzku
landnámsmönnunum, er settust
að við strendur þess, og enginn
þjóðflokkur hefir gerzt athafna-
meiri á vötnum fylkisins, sem
fiskimenn, útgerðarmenn og
stofnendur fiskiútflutningsfélaga
heldur en Islendingar. Fjöldi
þeirra á því efnalega afkomu
sína að sækja til fiskiveiðanna.
Á síðustu árum hefir verið
mikil velmegun í landinu, en
þessi velmegun hefir ekki náð
til fiskimanna í Manitoba eins
og vera ætti, því þeim hefir
brugðist hver vertíðin af annari.
Sérstaklega hefir ástandið verið
tilfinnanlegt meðal fiskimanna,
er stunda veiðar árið um kring
og hafa ekki í annað hús að
venda, eins og á sér stað með
marga fiskimenn við Winnipeg-
vatn. Nokkru öðru máli er að
gegna með fiskimenn við hin
vötnin, sem eru aðeins opin á
vetrin. Fiskimenn, sem stunda
landbúnað ásamt fiskiveiðunum
eru mikið betur settir.
Þeir sem ferðast hafa um Is-
lendingabyggðirnar hér í fylk-
inu þessi síðustu ár geta ekki
annað en veitt því eftirtekt, ef
þeir hafa augu til að sjá og evru
til að heyra, hve efnaleg afkoma
byggða. er reiða sig eingöngu á
fiskiveiðar sér til framfæris, er
langt fyrir neðan landbúnaðar-
byggöirnar, enda hefir margt
manna flutt burt úr þessum fá-
tækari byggðum á þessum árum.
En fæstir vilja flytja burt fyr
en í síðustu lög. Þeir elska vatn-
ið og byggðirnar, þar sem þeir
eru fæddir og uppaldir, og þótt
þeir vildu fara eru flestir bundn-
ir í báða skó, ekki sízt fjölskyldu
menn.
Þegar illa er komið vill það
verða svo, að ýmsum sé um það
kent að lítt rannsökuðu máli.
Sumir segja fiskimenn eyðslu-
sama þegar vertíðir lukkist vel,
og að þeir sæki á að brjóta lögin
varðandi möskvastærð neta og
hafi þannig eyðilagt fiskistofn-
inn í vatninu; aðrir segja, að
fiskifélögin flái fiskimennina
miskunnarlaust, haldi þeim í
sökkvandi skuldum og hafi sam-
tök sín á milli til að borga fiski-
mönnum sem minst verð fyrir
fiskinn, og enn aðrir segja, að
fiskimáladeild stjórnarinnar beri
ekki hag fiskimanna fyrir
brjósti, hafi gefið miklu fleiri
mönnum leyfi til að fiska en
vötnin geti borið, sjái ekki um
að halda við og auka fiskistofn-
inn með fiskiklökum, hafi leyft
möskvastærð, sem taki fiskinn
úr vatninu, áður en hann er bú-
inn að hrygna eða ná fullri stærð
o. s. frv.
Þessi-rnál eru afar flókin, og
ætti því enginn að fara með ofan
greindar staðhæfingar fyrr en
málið hefir verið rannsakað til
hlýtar. En hitt er víst, að áhyggj-
og óánægja fiskimanVa yfir af-
komu sinni hefir farið mjög
vaxandi á síðari árum, og braust
hún út á ábærilegan hátt í
fyrravetur. Aflaðist þá mjög
lítið á Winnipegvatni, svo ekki
hafði verra verið í mörg ár, en
einmitt þetta ár gerðust eftirlits-^
menn fiskiveiðanna allumsvifa-
miklir og tóku mörg þúsund
dollara virði af netum af fiski-
mönnum vegna þess, að þeir
töldu þau ólögleg. Aðeins lítill
hluti fiskimanna varð þó fyrir
þessari ógæfu, en það er á al-
manna vitorði að fjöldinn af
fiskimönnunum notar samskon-
ar net við sauger veiðarnar, eng-
inn var því óhultur. Fiskimenn-
irnir, sem fyrir tapinu urðu,
héldu því fram, að þeim hefði
verið seld þessi net sem lögleg
þriggja þumlunga möskvastærð.
Flest þessara neta voru gerð úr
nylonþræði, sem er miklu
teygjanlegri en cotton og linen,
en engin reglugerð hefir verið
samin enn af hálfu fiskimála-
stjórnarinnar hvernig mæla eigi
nylon-net. Fiskimenn fóru því
fram á að frestað yrði lögsókn
gegn fiskimönnunum þar til ný
og ábyggilegri aðferð væri fund-
in til að mæla net og þessi net
svo mæld á ný, en sú beiðni bar
ekki árangur. Þessum fiski-
mönnum var stefnt fyrir rétt —
sumir þurftu að leggja á sig 2
til 3 ferðir — þeir voru dæmdir
sem lögbrotsmenn og sektaðir.
Sektirnar voru ekki háar, enda
áttu þeir ekkert fé til að borga
háar sektir. Skaðinn fólst ekki
einungis í netatapinu heldur og
í hinu, að þau voru tekin af þeim
um hábjargræðistímann og þeir
stóðu uppi með tvær hendur
tómar og gátu ekki haldið áfram
veiðunum.
Þegar þessum fiskimönnum
var stefnt fyrir rétt, réði Prairie
Fisheries Federation á eigin
kostnað lögmann til að verja
mál þeirra, en málin féllu samt
öll á þá, bezti lögmaður í heimi
hefði ekki getað varnað því
vegna lagaákvæðis, sem ráð-
herra Mines and Natural Re-
soruces, Hon. J. S. McDiarmid,
hafði komið inn í fiskiveiða-
reglugerðina, en það er svona:
Any dispute as to measure-
ment shall be submitted to the
Department of Mines and
Natural Resources, Winnipeg,
and the Director of Game and
Fisheries or such other person
as the Minister may designate
shall be the sole and final judge
of such measurements.
G. W. Malaher eða fiskieftir-
litsmenn hans þurftu því ekki
annað en að benda dómaranum
á þetta lagaákvæði og varð hann
að dæma samkvæmt því. I raun
og veru hafði hann ekkert dóms-
vald; dómurinn hafði þegar ver-
ið kveðinn upp; réttarhöldin
voru því aðeins til málamynda,
þar sem fiskimáladeildin lék við
fiskimennina eins og köttur við
mús. Þau sönnuðu heldur ekki
sekt fiskimannanna, því það
kom fyrir að net voru tekin. sem
fiskieftirlitsmenn höfðu ári eða
tveimur áður talið lögleg.
Á nýafstöðnum fiskimála-
fundi, sem skýrt verður frá hér
á eftir, sagði einn vaskur fiski-
maður frá Selkirk: „Það er
komið svo, að minsta kosti á
suðurenda vatnsins, að við
verðum að brjóta lögin til að
geta aflað okkur lífsviðurværis."
Ef þannig er komið, hvers áttu
þá þessir áminstu fiskimenn að
gjalda, að þeim var hegnt svona
gífurlega fram yfir aðra? —
Netamálið verður tekið fyrir á
þessu þingi; væntanlega verður
þá þetta mál yfirvegað á ný og
gengið frá því með skilningi og
samúð, þannig að réttvísi nái
fram að ganga.
Fiskimálafundurinn
Nýafstaðin vetrarvertíð reynd
ist verri en í fyrra og getur þá
lengi illa versnað, aflinn rýr og
markaður lítill sem enginn fyrir
fiskinn seinni hluta vertíðar-
innar; útlit fyrir skort hjá mörg-
um fiskimönnum. Dr. S. O.
Thompson frá Riverton, fylkis-
þingmaður Gimli kjördæmis,
þekkir kjör fiskimannanna flest-
um betur, því hann ferðast
meðal þeirra sem læknir og
vinur og ber hag þeirra fyrir
brjósti. Fyrir nokkrum vikum
flutti hann allharðorða ræðu á
þingi, sem var hvorutveggja i
senn, óbeinlínis ádeila á stjórn-
ina — hans eigin flokk, sem nú
situr við völd — fyrir van-
rækslu og tómlæti í fiskimálun-
um, og ennfremur bein ádeila
á fiskifélögin fyrir syndir þeirra
gagnvart fiskimönnum, sem hér
verða ekki upptaldar, því flestir
munu hafa lesið útdrátt úr ræð-
unni í dagblöðunum. Hvort
þessar ásakanir eru réttmætar
verður ekki dæmt um hér; sann-
leikurinn í því efni mun koma
í ljós þegar málið verður rann-
sakað til hlýtar. Hins vegar bar
ræðan ágætan árangur að því
leyti; að nú í fyrsta skipti var,
samkvæmt tillögu Chris. Hall-
dorsons þingmanns St. George
kjördæmisins skipuð stór þing-
nefnd til að taka fiskiðnaðinn í
Manitoba til rækilegrar íhug-
unar.
Nefndin boðaði opinn fund í
þinghússbyggingunni föstudag-
inn 10. apríl. Voru þar mættir
fulltrúar fiskimanna víðs vegar
frá, ennfremur tveir fulltrúar
Framhald á bls. <;
Blaðið Winnipeg Tribune flutti
mynd þá, sem hér'getur að líta
af Dr. Áskeli Löve prófessor í
grasafræði við Manitobaháskól-
ann og frú Doris Löve, á laugar-
Krónprins í
heimsókn
Nýkominn er í heimsókn hing-
að til lands krónprins Japana,
Akihito, tvítugur að aldri; mun
hann ferðast nokkuð um hér, en
halda svo til Bretlands til að
vera viðstaddur krýningu Henn-
ar Hátignar Elizabethar drottn-
ingar. Prinsinn er sagður að vera
maður yfirlætíslaus og hlyntur
þingbundnu lýðræði í stjórnar-
háttum.
Samkomulag
hefir nóðst-
Nú hafa verið undirskrifaðir í
Norður-Kóreu samningar milli
umboðsmanna sameinuðu þjóð-
anna og kommúnista um skipti
særðra og sjúkra striðsíanga og
munu skiptin byrja um næstu
helgi; margir sýnast nú þeirrar
skoðunar að með þessu sé stigið
fyrsta sporið í áttina til vopna-
hlés.
daginn var, ásamt hlýjum um-
mælum um vísindalega ná-
kvæmni prófessorsins og frúar
hans, því hún er einnig doktor
í grasafræði. Greinarhöfundur
kallar Dr. Áskel Sherlock
Holmes í veröld jurtanna og má
hann vissulega vel við slíkt una;
er þessi merku hjón komu
hingað, gerði Lögberg ýtarlega
grein fyrir mentaferli þeirra,
uppruna og ætt.
Hið enska ljóðasafn Dr.
Richards Beck, er út kom á veg-
um University of North Dakota
Press í Grand Forks, N. Dak.,
stuttu fyrir jólin, hefir verið víða
getið og hlotið lofsamlega dóma.
í janúarhefti mánaðarritsins
Sons of Norway, er út kemur í
Mmneapolis, fer ritstjórinn Carl
G. O. Hansen, kunnur norsk-
amerískur menningarfrömuður,
meðal annars þessum orðum um
ofangreind ljóð:
“They are all short, but the
writer possesses the rare faculty
of bringing out beautiful
thoughts in musical language,
fittirig rhymes and soothing
íslenzk dagskró í
„Radio Rio##
íslendingar eiga hauk í horni
í Brazilíu, þar sem Kai Svan-
holm iðnrekandi er.
Svanholm, sem rekur þar um-
svifamikið fyrirtæki í bygging-
ariðnaðinum, hefir tekið miklu
ástfóstri við Island og íslend-
inga, en hingað kom hann árið
1950. Hefir hann jafnan leitast
við að kynna land og þjóð þar
eftir föngum.
Nýlega gekkst hann fyrir því,
að útvarpað var sérstakri dag-
skrá um ísland í útvarpi í Rio de
Janeiro. Voru leiknar íslenzkar
hljómplötur, meðal annars með
lögum, sem þau höfðu sungið
Stefán íslandi, Einar Kristjáns-
son og María Markan, en auk
þess var flutt erindi um ísland.
Nokkrir íslendingar hafa not-
ið gestrisni Svanholms, er þeir
hafa verið á ferð í Rio de
Janeiro, m. a. Kristján Einajrs-
son forstjóri SÍF og Sigurður
Jónasson forstjóri.
—VÍSIR, 7. marz
Alþjóðahveiti-
samningur
Eftir þjark og þóf, sem stóð
yfir á þriðja mánuð, lánaðist
loks að ganga frá alþjóðasamn-
ingum um verðlag og sölu hveit-
is; voru samningarnir undir-
skrifaðir í Washington í vikunni.
sem leið og gilda til þriggja ára.
Lágmarksverð á mæli var á-
kveðið $1.55, en hámarksverð
$2.05.
Bretar hafa enn eigi undir-
ritað samningana og kváðust
eigi geta greitt svona hátt verð;
þó þykir líklegt að þeir slaki til
áður en langt um líður.
rhythm. He teaches us, to quote
one of his own lines, to see
“Beauty’s hidden face in the
common tasks each day.”
I marzhefti ársfjórðungsrits-
ins Nord-Norge, málgagni fé-
lagsins “Nordlandslaget of
America and Canada”, sem
prentað er í Grand Forks, segir
ritstjórinn, C. A. Sandhei, Fort
Ranson, N. Dak., sem sjálfur er
skáld gott: „Kvæðin í þessari
litlu bók eru nægileg sönnun
þess, að Dr. Beck er, jafnframt
því að vera lærður maður, einn
af- þeim fáru, sem hlotið hefir
skáldgáfuna. Hvert eirlasta af
þessum kvæðum er þrungið
skáldskap.“ Einnig er endur-
prentað í ritinu kvæðið “Salute
to Norway” úr ljóðasafninu.
Ljóðasafnsins var einnig
minnst hlýlega í ritstjórnar-
grein í vikublaðinu Nordisk
Tidende, Brooklyn, N.Y., einu
af höfuðblöðum Norðmanna
vestan hafs, er endurprentaði
upphafskvæði safnsins: — “A
Prayer for the New Year”. En
vikublaðið Decorah-Posten. De-
corah,/Iowa, útbreiddasta blað
Norðmanna í Vesturheimi, end-
urprentaði kvæðið “The Bells of
Peace”.
Höfundi hafa einnig borizt
fjöldi vinsamlegra bréfa um
ljóðasafnið, meðal annars frá dr.
Alexander Jóhannessyni, rektor
Háskóla íslands; Guttormi J.
Guttormssyni skáldi; Dr. O. G.
Malmin, ritstjóra Lutheran
Herald, Minneapolis, og Wil-
helm Morgenstierne, sendiherra
Noregs í Washington, D.C.
Kvæðasafnið fæst í bókabóð
Davíðs Björnsson í Winnipeg,
og kostar, í mjög snotri kápu,
50 cents, burðargjaldsfrítt.
Lúðvík Kristjánsson:
í ferðaskjóðu Rósm.
Ég óska þér til heilla, á heimre.ðinni —
Og hópnum, sem fer upp í loít — með þér
Það drjúpa á ykkur dísæt veizluminni
sem döðlumauk og niðursoðin ber.
Þá hýrnar yfir „Eyjafjarðarsólum“ —
Og æskusystrum þínum, vinur minn,
Er sjá þær Boga og sjálían þig á kjólum
Og sextán marka pípuhattinn þinn.
Ég vona líka, á öllum mannamótum,
Þið minnist okkar hérna vestur frá
Og getið lært að „ganga“ eftir nótum
Og grobba í hópi — þegar liggur á!
Þeim snáðum sýnist engin vorkun vera,
Sem virtu dásemd kross og hatts og stafs
Og gátu jafnvel æft sig á að þéra —
Vorn „orðuprýdda“ skara, vestan hafs.
1 spariföt sig flestir munu búa
Á ferðareisum, svona yfirleitt.
En ég hygg sjálfur fyrir þá sem fljúga,
Sé fyrirtak að klæðast ekki í neitt. —
-----☆------
Ég veit að ekkert heimför mína heftir —
Og hitti punktinn — kannske á undan þér
Því hérna vestra skil ég skrokkinn eftir
Og skýzt til gamla Fróns — með englaher. —
Nýja út-gófan af ##Sheaf of Verses##