Lögberg - 16.04.1953, Side 4

Lögberg - 16.04.1953, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. APRÍL, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utan&skrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg" is printed and published by The Oolumbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ífrekuð traustsyfirlýsing Það vakti að sjálfsögðu almennan fögnuð meðal fólks af norrænum stofni, er Norðmaðurinn, Tryggve Lie, var kjörinn hinn fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna, því fáir efuðust um það, að hann væri að fullu vandanum vaxinn; enda kom það brátt á daginn að hann, sakir ágætra skipu- lagningarhæfileika og skapfestu, væri réttur maður á rétt- um stað; að hann tíðum ætti úr vöndu að ráða verður eigi dregið í efa, og að minsta kosti reyndi það á þolrif, að bregðast jafn skjótt og drengilega við, er Norður-Kórea hóf á sviksamlegan hátt árásarstríð sitt gegn hinu unga lýð- veldi í Suður-Kóreu. Tryggve Lie var ekki lengi að átta sig á því, að með innrásinni hefði Norður-Kórea gerzt brotleg við skýlaus fyrirmæli þjóðbandalagssáttmálans og þar af leiðandi ættu Sameinuðu þjóðirnar eigi annars úrkosta en að grípa til vopna og sýna ofbeldisöflunum í tvo heim- ana; fram að þessu hefir Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir óverjandi afstöðu rússneskra stjórnarvalda, lánast að ein- angra Kóyeustríðið og koma með því í veg fyrir að þriðja heimsstyrjöldin brytist út; að Norðmaðurinn, Tryggve Lie, ætti í þessum skjótu viðbrögðum drjúgan þátt, mun sagan á sínum tíma að fullu sanna; skipun Tryggve Lie í það mikilvæga embætti, sem hann nú lætur af vegna þrálátra ofsókna af hálfu Rússa, var bein traustsyfirlýsing á sið- ferðilegt gildi norrænnar menningar í andlegum og af- komulegum skilningi; og nú hefir hinum norræna kyn- stofni fallið ítrekuð traustsyfirlýsing í skaut, þar sem í hlut á Svíinn, Dag Hammerskjöld, er nú hefir tekið við aðal- ritaraembættinu af Tryggve Lie. Norrænu þjóðirnar, að minsta kosti, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, hafa lært þá miklu lífsins list, að búa í friði að sínu; treglegar hefir tekist til í þessum efnum varðandi Is- land, þar sem „sundurlyndisfjandinn“ hefir að ástæðulitlu, eða jafnvel alveg ástæðulausu, skapað pólitíska Sturlunga- öld; vonandi er, að þar komist þó á áður en langtum líður, innbyrðisfriður. Hver veit nema hinn næsti aðalritari Sameinuðu þjóð- anna verði íslendingur og væri þá vel. Það er gott og gagnlegt að vera af norrænum stofni kominn og holt að leggja drengilega rækt við norrænan menningararf. ☆ ☆ ☆ Verðskulduð viðurkenning Ekki er það nema sanngjarnt, að þeim nýbyggjum, sem með ráðdeild og atorku hafa rutt sér braut í þessu landi sé einhver sómi sýndur og að störf þeirra í þágu lands og þjóðar séu að verðugu metin; margar Evrópuþjóðir hafa lagt þessu landi til góðan efnivið í gilda og þjóðholla borg- ara og eru Hollendingar þar engin undantekning nema síður sé; innflytjendur þaðan úr landi, sem fest hafa hér rætur, hafa reynst búmenn góðir og flutt þá dygð með sér að heiman að farðast rányrkju og krefjast ekki meira af mold- inni, en hún sanngjarnlega getur látið þeim í té. Velferðarmálaráðherra fylkisstjórnarinnar í Ontario, W. A. Goodfellow,. lét fyrir nokkrum dögum þannig um- mælt í sambandi við nýja innflytjendur til landsins: „Á nokkrum undanförnum árum hafa allmargir inn- flytjendur frá hinum ýmsu Evrópuþjóðum tekið sér ból- festu í Ontario, einkum í hinum riorðlægu héruðum fylkis- ins; þeir hafa flutt með sér mörg og mikilvæg menningar- sérkenni, sem canadísku þjóðinni er holt að kynnast; margir þessara nýju þjóðfélagsþegna hafa við góðum ár- angri lagt fyrir sig búskap og aukið með því á þjóðarauðinn; ég get fullvissað hvern, sem á mál mitt hlýðir um það, að hinir nýju Canadamenn vilja ekki vera upp á aðra komnir, enda er það sjaldgæft, að slíkir menn leiti aðstoðar af hálfu þess opinbera. Ég get ekki látið undir höfuð leggjast, að minnast hollenzkrar fjölskyldu, sem fluttist til norðurhluta fylkisins og hóf þar búskap; heimilisfaðirinn var hálf- fimtugur að aldri; hann valdi sér sjálfur jarðnæði og kom 'þangað í stórum gömlum bíl með konu og ellefu börn og seytján dollara í vasanum; með dæmafárri atorku braut hann nægilegt svæði til að afla sér þó nokkurrar uppskeru fyrsta árið og naut við það aðstoðar þriggja elztu sona sinna, sem þó voru enn innan við tvítugt; nú á þessi fjölskylda sex blómlegar bújarðir, sem gefa af sér ríkulegan arð. Þessi umræddi innflytjandi frá Hollandi hefir skapað fagurt for- dæmi; hann framleiðir kynstrin öll af matvælum og hann hefir eigi aðeins auðgað hið nýja fylki sitt heldur og jafn- framt canadísku þjóðina í heild.“ Fiskimál Framhald aí bls. 1 frá fiskifélögunum, Guðm. F. Jónasson forseti Prairie Fish- eries Federation ogm forstjóri Keystone Fisheries Ltd ásamt A. S. Barber forstjóra Booth Fisheries Ltd. Einnig voru þar æðstu embættismenn Mines and Natural Resources deildarinnar: Hon. J. S. McDiarmid ráðherra, J. G. Cowan, Deputy minister og svo forstjóri fiskideildarinnar G. W. Malaher og aðstoðarmenn hans S. Sigurdson og B. Steph- anson. í kringum borð í miðjum sal sat nefndin. Forsætisráðherr- ann, Hon. D. L. Campbell, sat fundinn mestallan tímann og fóru þó fram aðrir nefndar- fundir um önnur mál samtímis. Þar var einnig til staðar Eric Willis formaður íhaldsflokksins. Fundurinn hófst kl. 10 árdegis á föstudaginn, var frestað kl. 1 e. h., hófst aftur kl. 9 á laugar- dagsmorgun og var loks slitið kl. 1.00 e. h. Sýnir þetta gjörla hve málið þótti þýðingarmikið. Það sannar , líka hve þing- mennskan er í raun og veru erfið, því vitanlega sitja þessir sömu menn á þingi eftir hádegi og stundum langt fram á kveld til að ræða fylkisins gagn og nauðsynjar. Dr. S. O. Thompson reifaði málið, sem fyrir fundinum lá. Byggði hann ræðu sína á hinni árlegu skýrslu Mines and Natural Resources deildarinnar; las hann tölur úr þeirri skýrslu, og reiknaði út frá þeim hve miklar inntektir fiskimenn Winnipegvatni hefðu að meðal- tali, að kostnaði frádregnum, árlega. Er hæpið að skýrsla deildarinnar sé, með öllu rétt, því samkvæmt þessum útreikn- ingi urðu meðalinntektir fiski mannsins í fyrra um $182 fyrir árið, og getur þetta varla staðist. Ennfremur las hann skýrslur um hið árlega magn fiskifram leiðslunnar og hvað mikið fiski mennirnir bæri úr býtum sam- anborið við markaðsverðið; sam kvæmt því hafði mismunurinn á greiðslu til fiskimannsins og markaðsverðsins breyzt geysi- lega á síðustu árum, þannig að í fyrra var markaðsverðið orðið hér um bil 80 prósent hærra en það verð, sem fiskimaðurinn fékk. Þetta getur heldur ekki staðist vegna þess, að í fyrra var fiskimönnum greitt hærra verð fyrir fiskinn en nokkru sinni áður; það sem að bagaði var, að lítið aflaðist. Skýrslur fiski- deildarinnar geta því ekki verið mjög ábyggilegar. Dr. Thompson gat þess til, að opnun fjölda smávatna í norður- hluta fylkisins og sá kostnaður, sem fiskifélögin leggðu í, í sam- bandi við þau kæmi e. t. v. niður á fiskimannastéttinni í heild. Ekki var hann fylgjandi því, að fiskimenn stofnuðu samvinnu- félag til að selja fisk sinn, né að stjþrnin tæki söluna í sínar hendur; honum fannst fiskifé- lögin og reynsla og hæfileikar forstjóra þeirra fiskiðnaðinum nauðsynleg. Hins vegar ætti fé- lögin að vera undir miklu strang ara stjórnareftirliti, en þau hafa verið. Að lokum lagði hann til, að skipuð yrði milliþinganefnd í málið, er gæti útvegað sér upp- lýsinga og rannsakað málið gaumgæfilega og lagt síðan til- lögur fyrir næsta þing, er hefðu fylgi hinna þriggja aðila: fiski- mannanna, fiskifélaganna og stjórnarinnar. Þá báru fulltrúar fiskimanna og fiskkaupmanna fram álits- skjöl sín, er verða mætti fiski- framleiðslunni í heild til úrbóta. Margir þessara manna voru af íslenzkum stofni, töldust til þriðju kynslóðar íslendinga í þessu landi. Við, sem fundinn sátum, fundum til metnaðar yfir því, hve þessir menn gerðu mál- stað sínum glögg skil, hve sann-' gjarnir þeir voru í ályktunum sínum og prúðir í framkomu. Fluttu þeir mál sitt í þessari röð: Paul Olson, Gimli; Pete Bilen- duke, Winnipegosis; Helgi G. Tómasson, Hecla; T. R. Thor- valdson, Winnipeg; Kari Grahn, Hnausa; Marus Brynjólfsson, Riverton; Páll O. Einarsson, Oak Point; A. Forsythe, Eriksdale, Kári Byron, Lundar; Steve Stephanson, Selkirk, Einar John son, Oak Point. Mjög var það athyglisvert hve flest-allir þessara manna gættu þess, að ásaka engan aðila, held- beindu orðum sínum með ar vilja ekki lifa lifa á styrk- að keppa við sjávarframleiðsl- ur festu og einbeitni að nauðsyn- legum umbótum að þessum mikilvæga atvinnuvegi. Ekki er rúm í blaðinu til að birta mál þeirra allra sérstak- lega, enda komu sömu bending- arnar fram hjá mörgum: 1. Að skipa fulltrúa fiski- manna með sama hætti og gildir um búnaðarfulltrúa, er starfi í samráði við fulltrúa fylkisstjórn- ar og fulltrúa fiskifélaganna varðandi ákvæðisverð fiskjar. 2. Að skipa nefnd, er starfi í sambandi við Natural Resources deildina og rannsaki allar hliðar fiskiðnaðarins þetta ár. 3. Margir fiskimenn minntust a það, að fleiri fiskimönnum hefðu verið veitt í seinni tíð veiðileyfi en vötnin gætu borið, þeir þyrptust að vötnunum þeg- ar gott væri í ári og færu síðan burtu; þeir lögðu því til, að aðeins fiskimönnum, er stund- uðu fiskiveiðar árið í kring (á Winnipegvatni) og ár eftir ár, yrði veitt fiskileyfi. 4. Farið var fram á að stjórn- in setti lágmarksverð á fisk, og ef fiskifélögin gætu ekki greitt það vegna óstöðugs markaðs, að þá skyldi stjórnin greiða niður mismuninn. 5. Mikið var talað um keiluna í Winnipegvatni, sem virðist hafa fjölgað á síðari árum; og er hún skaðlegur óvinur nytja- fiskjarins. Var lagt til að stjórn- in legði fram fé til höfuðs henni. Var einnig minst á að keilu- lifrin væri fjörefnarík og mætti ef til vill selja hana og nota af- gang fiskjarins í minkafæðu. 6. Minst var á, að nauðsynlegt væri að opna lokuð fiskiklök (eins og Gull Harbor-klakið) og byggja ný fiskiklök til þess að viðhalda og auka nytjafisk eins og hvítfisk og pickeral. 7. Farið var fram á að stjórnin setti stimpil sinn á lögleg net áður en þau væru seld fiski mönnum (höfðu þeir þá í huga netin, sem voru tekin af fiski- mönnum í fyrravetur, og þeir héldu að væru lögleg). 8. Mikill áhugi kom fram bæði hjá fiskimönnum og fiski- kaupmönnum um það að enginn seldi skemdan eða óætan fisk, því það spilti markaðinum fyrir góðum fiski. Var stjórnin beðin að hafa strangt eftirlit með þessu. 9. Þá héldu ýmsir fiskimenn því fram, að strangara eftirlit yrði að hafa með því, að leyfa ekki að veiða fisk meðan hann væri að hrygna, og ekki heldur fisk, sem ekki hefði náð fullri stærð. 10. Bent var á, að æskilegt væri að auglýsa betur Manitoba fisk, svo meira seldist af honum í fylkinu. 11. Manitobavatnsfiskimönn- um var mjög umhugað um að fá til afnota um vetrarvertíðina svæðið á vatninu, sem flugher- inn hefir nú til umráða fyrir skotæfingar. 12. Farið var fram á, að komið væri í veg fyrir, að vatnafiski svo sem keilu og sugfiski, væri kastað úr netunum í vatnið, því þannig fjölgaði þeirri tegund en markaðsfiskurinn, sem yrði hon um að bráð minkaði. Ýmsar aðrar bendingar báru fiskimenn fram, er ekki gefst rúm til að skýra frá hér, en koma munu að góðu gagni fyrir þær nefndir, sem að þessum málum munu starfa. Þrátt fyrir alla örðugleika báru fiskimenn höfuðin hátt; einn þeirra mælti eitthvað á þessa leið: „Islending- veitingum, en við viljum að fiskimálunum sé ráðstafað þannig, að við getum aflað okk- ur sæmilegs lífsviðurværis á lög- legan hátt.“ Þegar fulltrúai fiskimanna höfðu lokið máli sínu, kom fram fulltrúi fiskifélaganna, G. F. Jónasson. Félögin eru 9 að tölu, sem flytja út fisk, en aðeins hann og forstjóri Booth félags- ins voru þarna staddir. „Ég hefi ekkert að hylja,“ sagði G. F. Jónasson. „Ég fagna því, ef stjórnin tekur fiskimálin fastari tökum og reynir að greiða úr þeim, meira að segja benti ég á það sjálfur fyrir 5 árum, að æskilegt væri að stofna sams- konar nefnd og Dr. Thompson hefir í huga, er fulltrúar fiski- manna, fiskifélaga og stjórnar- valda ættu sæti í. Ég býð Dr. Thompson og öðrum þingmönn- um að skoða allar bækur okkar félags og munu þeir komast að raun um, að við höfum ekki ver- ið að féfletta fiskimenn; hefði ég óskað, að hann hefði komið fund fiskifélaganna og aflað sér upplýsinga hjá þeim, áður en hann flutti árásarræðu sína á iinginu.“ G. F. Jónasson skýrði frá því, að Prairie Fisheries Federation hefði ekki verið stofnað sem samtök til að borga fiskimönnum sem minst verð fyrir fiskinn heldur til hins að reyna að bæta hag fiskimanna og vinna að vel- ferð fiskiðnaðarins í heild. Væri ietta félag deild af Fisheries Council of Canada, en því til heyrðu 90 prósent allra fiskifé- laga í landinu. Sagði hann að fyrir atbeina þessa félagsskapar hefði Fisheries Prices Support Board verið stofnað, hefði hann sjálfur verið í þeirri nefnd, er fór á fund forsætisráðherra Canada í þeim tilgangi að fá það framkvæmt; fyrir tilhlutan Prairie Fisheries hefði nú Sam bandsstjórnin tvisvar keypt fisk af fiskimönnum í Manitoba, sem ekki var markaður fyrir, bæði 1949 og í ár, og færi sú greiðsla beint til fiskimanna en ekki til félaganna. Ennfremur sagði hann, að Prairie Fisheries Federation hefði komið því í gegn að Bandaríkin lækkuðu toll á sumum tegundum fiskjar og einnig á innfluttum gas- og diesel-vélum. Skýrði hann frá því, að erfitt væri að tilkynna fiskimönnum fyrirfram um verð á fiski vegna þess, að söluverðið í Bandaríkjunum breyttist dag frá degi, en vegna þess, að Prairie Fisheries hefði getað ráðstafað sölu Manitobafisks í einu lagi í fyrravetur hefðu fiski menn þá fengið hærra verð fyrir Manitobafisk en nokkru sinni áður í sögunni. Mr. Jónasson sagði, að norður- vötnin í Manitoba hefðu verið opnuð á stríðsárunum vegna beiðni sambandsstjórnarinnar, en henni var þá umhugað um að auka framleiðsluna sem mest, væri nú hans félag að hætta framleiðslu á mörgum þessara vatna vegna hins háa flutnings- kostnaðar. Þá skýrði hann frá hinni ströngu samkeppni í fiski- framleiðslunni, hve erfitt væri una, því þann fisk mætti fram- leiða á ódýrari hátt; sagði hann, að Manitobafiskur væri í raun og veru „luxus“ vara; hann yrði að keppa við fisk frá austur- vötnunum og nú væri byrjað að flytja inn fisk í stórum stíl frá Evrópu, jafnvel Pickeral fillets frá Hollandi. Að lokum bauð Mr. Jónasson fylkisstjórninni alla þá sam- vinnu, er hann, félag hans og Prairie Fisheries Federation gætu látið henni í té til að koma fiskimálunum í viðunanlegt horf. Mr. Bar.ber tók einnig til máls og talaði mjög í sama anda. Að síðustu skýrði J. G. Cowan, Deputy Minister, og G. W. Malaher stuttlega nokkur atriði, er fiskimenn höfðu minst á. Hon. D. L. Campbell lagði nú til að farið yrði eftir ráði Dr. Thompsons, að skipa milliþinga- nefnd til þess að rannsaka þessi mál, og var ákveðið að í henni ættu sæti 7 þingmenn. Eric Willis lagði til, að ennfremur yrði mynduð nefnd, sem full- trúar fiskimanna, fiskifélaga og stjórnarvalda ættu sæti í, og starfaði hún í samráði við þing- nefndina. Mr. Mc Dowell, þing- maður frá Ibberville, fór fram á, að fulltrúar frá neytendum ættu einnig sæti í þeirri nefnd og var það samþykkt; var J. G. Cowan falið að sjá um að þessi nefnd verði mynduð. Var síðan fundi slitið og virtust allir fara af fundi ánægðir. Eins og áður var vikið að, er afkoma fjölda Islendinga bundin fiskiveiðunum hér í fylkinu; þeir eru lánsamir að eiga nú mjög hæfa menn á réttum stöð- um, á þingi, í framkvæmda- stjórn fiskifélaganna, og enn- fremur meðal fiskimannanna sjálfra; má vafalaust treysta því, að þessir menn taki saman hönd- um og vinni drengilega að því að greiða úr þessum vandamál- um undir foríistu hins ágæta forsætisráðherra fylkisins, D. L. Campbell, sem virðist hafa mik- inn áhuga fyrir því, að þessum málum verði komið í betra horf. Væntanlega munu þessir menn ekki einungis bera fyrir brjósti velferð fólksins, sem þennan at- vinnuveg stundar, heldur og vatnanna sjálfra, sem hafa verið íslendingum svo gjöful, — að þessi kynslóð láti þau óspilt í hendur næstu kynslóðar. To Meet Your Particular Needs:— 9\0 Bred for Production CHICKS BRETGOLDS This cross of specially selected Rhode Island Reds and Barred Rocks is a Pioneer product combining heavy egg production with heavy meat produc- tion, vigor, and disease resistance. Introduced last year — proved popular with all buyers as the ideal for prairie conditions. A COMPLETE LINE of all wanted breeds:— Light Sussex - Barred Rocks - White Leghorns - White Rocks - New Hamp- shires - Jersey Giants - Rhode Island Reds - Austra-Whites - Black Austra- lorps. Also “bred for próduction” by Pio- neer, and Pioneer's prices are lower in '53. Write for catalogues and price list. BRETT-YOUNG’S Pioneer Hatchery 416 Corydon Ave. Winnipeg, Man. Producers of High Quality Chicks Since 1910. STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. í Commence Your Busincss Training immediately! For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LmiTED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.