Lögberg - 16.04.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 16.04.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. APRÍL, 1953 5 Pftftf fffffff /UiteAHAL rVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON FLEST BÖRN ERU „VANDRÆÐABÖRN" AÐ EINHVERJU LEYTI Orsökin er oítast einhvers konar hugarvíl Amerísk kona, barnasálfræð- ingur að menntun, hefir komizt að þeirri niðurstöðu, eftir rann- sóknir og samtöl við mörg hundruð barna á aldrinum frá eins til tólf ára, að flest börn eru „vandræðabörn“ að ein- hverju leyti. Hún tók eftir því, að viss vandamál eru einkennandi fyrir hvern aldur. Sennilega vita flest- ir að 2—3 ára börn eru oft þver og þrjósk. Ef þessum skapbrigð- um barnsins er tekið með skyn- semi og þolinmæði og aðal- áherzlan er lögð á það, að barnið komist ekki í verulegan æsing, þá er bezt farið. Börn, sem eru tveggja til fjög- urra ára hafa oft litla matarlyst, að áliti mæðranna. En barn, sem hefir fengið að borða nægju sína frá fæðingu, telcur ekki upp á því af sjálfsdáðum að neita sér um mat, sem það þarfnast. Þeg- ar börnin eru orðin 5—6 ára vaknar spurningin um það, að hve miklu leyti barnið eigi að fá að fara um eitt síns liðs og hvort það eigi að fá að heimsækja kunningjana. Regla og aðhald Það er eðlilegt að þegar barnið er komið á þennan aldur neyðist foreldrarnir til að setja því fleiri reglur og halda fastar við þær, heldur en þegar barnið var yngra. Áhugi barnsins á um- hverfinu vex 1 réttu hlutfalli við getu þess til að skoða sig um. Sálfræðingurinn komst líka að þeirri niðurstöðu, við rannsókn- ir sínar, að börn foreldra, sem álitu sig taugaveiklaða, áttu oftar í vandræ^um með sjálf sig. Það er þess vegna mjög mikils- vert, að foreldrar reyni að leysa sín eigin vandamál og sýna fyllsta jafnaðargeð gagnvart barninu. Börn, sem veikluð eru líkamlega eða vanþroska andlega eiga venjulega við fleiri vanda- mál að stríða en hin, sem hraust eru. Orsök in er hugarvíl Ekki er þó hægt að kalla barn- ið „vandræðabarn“, nema mjög langur tími líði áður en lausn fæst á vandamáli þess. Foreldr- arnir verða að gera sér far um að komast að því, hvað liggi til grundvallar, þegar barnið kemst úr jafnvægi. Alltaf er hægt að kenna um einhverju hugarvíli, ósamræmi í hugarheimi barns- ins, en ekki er hægt að leysa vandamálið án þess að greiða úr um hugarvílinu. Oft á þetta rætur sínar að rekja til þess, að barnið skortir öryggiskennd. Án þess að það geri sér það ljóst, er það hrætt um að foreldrunum þyki ekki vænt um það. Þetta öryggisleysi getur átt upptök sín í því að nýtt systkini fæðist, að barnið hefir fengið mjög strangt uppeldi o. fl. Betel Gifts February 1953 Mr. & Mrs. Guðjón Frikriks- son, Betel, $20.00; Mrs. Hansína Olson, Betel, $5.00; Mrs. Kristj- §ma Bjarnason, Betel, $5.00, í minningu um Mrs. Ásdísi Hin- riksson; Mrs. Steinunn Valgard- son, Betel, $2.00; Mrs. Henrietta Johnson, Betel, $1.00; Vinkona Betel, $5.00; Mr. Gísli Gíslason, Lundar, $10.00; Mrs. Josepa Olafson, Morrisville, Pa., U.S.A., $25.00. Lindbergh flugkappi fær hálfa aðra milljón fyrir endurminningar sínar Þá skal ég stríða þér Sum börn sýna bein merki þessa öryggisleysis, ýmist með því að sjúga fingur fram eftir aldri, þau eru vælugjörn eða fá martröð á næturnar. Önnur börn sýna þetta á annan hátt, og þá er oft erfitt að skilja að orsökin skuli vera þessi. Sex ára dreng- ur gerði t. d. allt sem hann gat til að angra móður sína — eyði- lagði leikföngin sín, grenjaði, hámaði í sig matinn með ljótum tilburðum, stríddi yngri systur sinni og gretti sig, þegar móðir hans leit á hann. Ef honum var neitað um tuttugu og fimm aura til að kaupa sér sælgæti fyrir, átti hann það til að segja: „Þá skal ég stríða þér í allan dag.“ Auðvitað er það erfitt verk að hjálpa barhi, að öðlast jafn- vægi hugans, þegar þannig er komið. Orsökin til þessa fram- ferðis hans var nefnilega sú, að hann vildi vita „hve langt hann gæti gengið, án þess að móðir hans yrði reið“. Aðalatriðið var að komast „sem lengst“, því þá hlaut henni að þykja vænt um hann. Hann verður að sannfæra, bæði í orðum og verki, að móður hans þyki raunverulega vænt um hann. —Kvennasíða Mbl. ☆ ☆ ☆ HIÐ FAGRA KYN ER HIÐ HRAUSTARA March 1953 Sveinn Sveinsson, Betel, $20.00 Mrs. Guðrún Sturlaugson, Betel, $1.00; Mr. & Mrs. Daníel Peter- son, Betel, $5.00; Mr. Daníel Hall dorson, Betel, $1.00; Mrs. Matt- hildur Borgfjord, Betel, $2.00; Mrs. Guðrún Olafsson, Foam Lake, Sask., $10.00. í minningu elsku ömmu — Guðrúnu Hólm, $10.00, frá Signý, Kristínu, Carol og Buddie, Árborg, Man.; Vilborg og Vigfús J. Guttorms son, Lundar Man., $100.00, í hug- ljúfri minningu um foreldra og stjúpmæður; Lutheran Ladies Aid, Baldur Man., $25.00; Mr & Mrs. Tryggvi Johnson $2.00; Mr. & Mrs. Magnús Skardal $2.00; Mr. Ingi Sigurdson $2.00; Mr. & Mrs. Mundi Johnson $1.00; Mr. & Mrs. Magnús Johnson $1.00; Mr. & Mrs. Einar S. Isford $1.00; Mrs. Chris Johnson $1.00; Mr. Tryggvi Johnson, Jr. $1.00; Mr. & Mrs. Alli Sigvaldason $2.00; Mr. & Mrs. Allan Thor- leifson $1.00; Mr. & Mrs. S. A. Anderson $5.00; Mr. & Mrs. Bergur Johnson $2.00; Mr. & Mrs. H. Jónasson $1.00; Mr. & John Davidson $1.00; Mr. & Mrs. Carl Thorsteinson $2.00; Mr. & Mrs. A. W. Johnson $1.00; Mr. & Mrs. E. A. Anderson $5.00; Mr. & Mrs. John A. Sveinsson $3.00; Mrs. Árni Sveinsson $1.00; Miss Anna Sveinsson $1.00; Mrs. L. W. Gordon $0.50 Mr. & Mrs. John Goodman $2.00; Mr. & Mrs. Jó- hann Johnson $2.00; Miss Re- becca Anderson $1.00; Mrs. Kristín Anderáon $1.00; Mrs. Halldóra Peterson $5.00; Mr. & Mrs. Kristján Dalman $2.00; Mr. & Mrs. Kári S. Johnson $1.00; Mr. G. F. Jónasson, Key- stone Fisheries, Winnipeg, 1 Box Dressed Whitefish; Miss Anna Nordal, Betel Staff, Ice Cream for Betel Birthday Dinner. Með innilegu þakklæti frá nefndinni. S. M. Bachman. Treasurer Ste 40 Bessborough, Apts. 380 Assiniboine Ave. Winnipeg, Man. Þær biríast í tíu köflum í viku- ritinu Saturday Evening Post og ná til 25 ára aldurs höfundarins 1927. Charles A. Lindbergh, hinn frægi Bandaríkjaflugmaður, hefir selt vikuritinu Satur- day Evening Post, sem mörgum er kunnugt hér á landi, ævisögu sína fram til júní 1927. Á ævisagan að koma í ritinu tíu vikur í röð og er þá lokið. Borgunin, sem Lindbergh fær, eru 100 þúsund dollarar, eða I. 632.000 íslenzkar krónur, og borgar blaðið þannig 163 þúsund íslenzkar krónur fyrir hvern af þessum tíu' köflum. Verður fyrsti kaflinn í blaðinu II. apríl, en bókin kemur út í Stefna ber að aukinni bókhneigð þjóðarinnar Rætt við ÁRNA BJARNARSON um bókaverðið í fyrradag var opnaður nýr bókamarkaður 1 Listamanna skálanum, en það eru nokkr- ir bókaútgefendur frá Akur- eyri, sem standa að þeim markaði. Aísláttur frá upp- runalegu verði bókanna er mikill, eða allt að því áttatíu af hundraði. Karlmanni þykir lítill heiður, ef sagt er, að hann sé ekki kven- sterkur, eða hafi ekki kven- mannsafl. Enda býr venjulega meira átaka-afl í vöðvum karla en kvenna. Samt sem áður virðast konur vera sterkari á ýmsum sviðum. Þær eru hraustari. þ. e. gæddar meiri lífsþrótti og meiri mótstöðu gegn sjúkdómum og öðrum deyðandi öflíim, eins og eftirfarandi stað- reyndir sýna. 1. Konur verða 2—5 árum langlífari en karlar. Að nokkru getur þetta stafað af því, að þeim er síður hætt við slysum, en á móti koma að vísu ýmsar afleiðingar í sambandi við með- göngu og barnsfæðingar, jafn- vel dauðsföll. Ennfremur eru langlífishorfur kvenna nokkru meiri en karla, eftir að komið er yfir sextugsaldurinn, og mun- ar það hálfu til heilu ári. 2. Á 1. aldursári eru sveinbörn viðkvæmari en meybörn, og sama máli gegnir um börn og unglinga yfirleitt, að stúlkum verður síður en piltum meint af ýmis konar hrakningum og áföllum. 3. Konum, sem ganga með sveinbörn, er hættara við óhöpp- um, svo sem fósturlátum, fæð- ingum fyrir tímann, dauða fóst- ursins og andvana fæðingum, heldur en ef um meybörn er að ræða. Og meybörn fædd fyrir tímann hafa meiri lífsmörgu- leika en sveinbörn. 4. Dánartala úr smitandi sjúk- dómum, þar á meðal berklum og lungnabólgu, er 40—50% hærri hjá körlum en konum. 5. Þótt of hár blóðþrýstingur sé tíðari meðal kvenna en karla, virðast þær þola hann betur, því að miklum mun fleiri karlar en konur deyja úr sjúkdómum í hjarta og æðum. 6. Konum er að vísu hættara en körlum við sjúkdómum í lifur og gallblöðru. En hins vegar eru ýmsir sjúkdþmar í meltingar- veginum tíðari meðal karla, svo sem botlangabólga (helmingi tíðari) og sár í maga og skeifu- görn (þrisvar sinnum tíðari). 7. Kvendýr virðast einnig hraustbyggðari en karldýr, eins og þessi tilraun sýnir: Sterkt miðflótta-afl var látið verka á ýmsar dýrategundir (mýs, ketti, kanínur, apa). Karldýrin dráp- ust næstum með tölu, en 90% kvendýranna lifðu tilraunina af. 8. Alls konar vanskapnaður er miklum mun tíðari hjá körlum en konum. —TIMINN Hjónvígsla í Winnipegosis Á páskadaginn, 5. apríl., voru þau Malvin Sigurjón Einarsson, Winnipegosis, Man., og Ólafvía Helen Clarice Thorsteinsson gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, D.D., frá Winnipeg, í „United“ kirkjunni í Winnipegosis, að viðstöddu fjölmenni. Svaramenn voru: — Mrs. O. Einarsson, systir brúðar innar, frá Flin Flon, Man., og bróðir brúðgumans, Lloyd Sig- valdi Einarsson, Winnipegosis. Brúðkaupsveizla var haldin samkomusal bæjarins, og var þar stór hópur skyldmenna og ann ara vina. Svaramaður brúðgum- ans mælti fyrir minni brúðhjón- anna. Systir brúðgumans, Miss Sylvia Einarsson söng einsöng. Alt fór samsætið fram með á gætum og var stundin öllum viðstöddum til mikillar ánægju Sterk vinsemd fylgir brúðhjón- unum og biður þeim allrar blesS' unar á öllum ókomnum stund- um. Daginn eftir brúðkaupið lögðu brúðhjónin af stað í bíl sínum í ferðalag til Winnipeg, Nýja- íslands og ef til vill til Banda^ ríkjanna. Heimili þeirra verður í Flin Flon, Man. 1 gær ræddi tíðindamaður blaðsins við Árna Bjarnarson bókaútgefanda frá Akureyri, en hann veitir bókamarkaðinum forstöðu. „Eins og sjá má á bóka- skránni, þá er margt ágætra bóka fáanlegar með lágu verði hér á markaðinum,“ sagði Árni og benti yfir hinn rúmgóða sal Listamannaskálans, þar sem borðin svignuðu undir bóka- stöflunum. „Við munum birta bókalista okkar í Tímanum á fimmtudaginn, svo fólki úti um land gefist kostur á að kynna sér hvaða bækur eru á boð- stólum.“ Bókamarkaðir afia nýrra bókavina „Ég hef margsinnis orðið var við það,“ sagði Árni, „að bóka- markaður aflar nýrra bókavina. Þegar menn geta fengið bækur svo lágu verði, kaupa þeir margar bækur í einu, sem verð- ur þess svo valdandi, að menn verða stöðugir bóklesendur og halda áfram að safna bókum. Annars má selja allar bækur upp með skynsamlegri útgáfu.“ Bændahöfðingjar og bækur Remarque „Hér á markaðinum eru allar bækur sameignarfélagsins á Akureyri, en það eru bækur hinnar fyrri útgáfu Pálma H. Jónssonar. Hér er hin merka bók Bændahöfðingjar og ennfremur fáein eintök af Sigurboganum og Vinunum eftir hið ágæta skáld, Erich Maria Remarque. Enn- fremur eru hér bækur frá bóka- útgáfunni Eddu og bókaútgáfu Þorsteins M. Jónssonar.“ —TÍMINN, 11. marz heilu lagi í haust hjá Scribner’s forlagi. Öll er frásögnin um 180 þús- und orð, og byrjaði Lindbergh að rita hana fyrir fjórum árum. Er nokkuð sagt frá æskuárum hans í Minnesota, og frá fyrstu flugárum hans, en hann flaug áætlunarferðir. En aðalefnið er það, þegar hann flaug einn síns liðs yfir Atlantshaf á undan öll- um öðrum, 21. maí 1927. Hóf hann sig þá á loft á Roosevelt- ílugvellinum á Langeyju við New York, og lenti 33 stundum og 29 mínútum síðar á Le Bour- get-vellinum við París. Er vega- lengdin 5776 km. (eða viðlíka og frá Islandi til Abbessíníu). Lind- bergh ætlaði að hafa kött með sér í flugvélinni, til heilla, og var búið að rétta honum köttinn upp í véhna; en hann rétti hann út aftur, eftir örstutta stund, og sagði: að það væri réttara að lofa kattar-greyinu að liía hvernig sem færi. Eins og getið var um, nær frá- sögnin ekki nema fram í júní 1927, og því ekki getið þar um, þegar syni Lindberghshjónanna, 19 mánaða gömlum, var rænt, en hann fannst síðar myrtur. Hafði ætlunin verið að -þvinga fé út úr foreldrunum, en þetta skeði fyrir 21 ári. Böndin bárust þá að bifreiðastjóra að nafni Bruno Richard Hauptmann, og var hann dæmdur til dauða og tekinn af lífi í apríl 1936, en hann hélt sífellt fram sakleysi sínu. Lindbergh er fæddur 4. febrú- ar 1902 og var því ekki nema 25 ára, er hann flaug yfir Atlants- haf. Hann giftist 27 ára gamall, í maí 1929, Önnu Spencer Austfjarðabátur mjög hætt kominn stórsjó i Brotnaði og hálffyllti vélarhús út af Hornafirði, en náði þó höfn á Djúpavogi Frá fréttaritara Tímans á Seyðisfirði Fyrir nokkrum dögum mun- aði litlu, að illa færi, er vél- báturinn Njörður frá Seyð- isfirði fékk á ság brotsjó skammt utan við Horna- fjörð. Báturinn fór fyrst til Djúpavogs eftir áfallið, en er nú kominn heim til Seyðisfjarðar aftur og átti fréttaritari Tímans á Seyðis- firði tal við skipverja í gær. Morrow, er var dóttir þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Mexico, er var velkunnur stjórn- málamaður og miljónaeigandi. Þau Lindberghshjónin komu hingað til Reykjavíkur árið 1931, er þau flugu kringum Atlants- hafið. Þau eiga nú heima í Scott’s Cove, Darieu, Connecti- cut í Bandaríkjunum. Var á leið frá Hornafirði Báturinn var að fara frá Hornafirði og ætlaði til Djúpa- vogs. Veður var hið versta og stóð vindur og sjór á land af hafi. Bátnum gekk vel út úr Hornafirðinum, en hann hafði ekki farið langt norðaustur með ströndinni, þegar versna tók í sjóinn. Eftir nokkra siglingu fékk bát- urinn svo á sig brotsjó, sem ekki var hægt að komast undan. Braut hann nokkuð ofan þilja og færði flest lauslegt úr lagi í skip- inu. Kom mikill sjór í skipið við ólagið og gekk sjórinn hátt upp á vélina í vélarhúsinu. Vélin hélt áfram að ganga Telja skipverjar það gæfu sína í þessum hrakningum, að vélin stöðvaðist aldrei, þrátt fyrir að sjór kæmist í vélahúsið við ó- lagið. Var hægt að nota véldæl- ur skipsins til að ausa það og rétta aftur. Komust skipverjar heilu og höldnu til Djúpavogs. Meðal þess, sem skolaði fyrir borð af bátnum, var loðnunót. Hún fannst síðar á reki í sjón- um, en mikið skemmd og rifin. —TÍMINN, 13. marz Lesið Lögberg Háar fylkistekjur Fylkishirðirinn, Ronald D. Turner, lagði fram í Manitoba- þinginu í fyrri viku fjárlaga- frumvarp sitt fyrir fjárhagsárið 1. apríl 1953 til 31. marz 1954 og nema áætlaðar tekjur 55 miljón- um dollara, og þrátt fyrir stór- aukin útgjöld til margháttaðra framkvæmda, er þó ráðgert að tekjuafgangurinn nemi því sem næst sjö hundruð þúsundum dollara. Kirkjuþingsferðin 1953 Hið sextugasta og níunda ársþing Hins ev. lút. kirkjufelags Islendinga í Vesturheimi, verður haldið í Seattle, Wash- ington, dagana 24.—27. júní n.k. og hefst í kirkju Hallgríms- safnaðar þar í borg, á miðvikudaginn, 24. júní, kl. 2 e. h. Framkvæmdarnefnd félagsins hefir tekist að komast að samningum við Canadian Pacific járnbrautarfélagið um sérstakan vagn fyrir kirkjuþingserindreka, og aðra, sem fara vilja vestur þann dag sem tiltekinn er, og einnig afslátt á fargjaldi, ef nógu margir gefa sig fram i tíma til fararínnar. Þessi samingur er þó skilyrðisbundinn sem hér greinir: 1) Fargjaldið verður að greiða fyrir 24. mai. 2) Að minnsta kosti fimmtán manns verða ag gefa sig fram til fararinnar, með mánaðar fyrirvara. 3) Menn skuldbinda sig til að koma aftur austur innan mánaðar, frá því af stað er farið. Fargjaldið, að meðtöldum svefnvagni, (lægra rúmi), er $86.30, báðar leiðir. Vilji menn nota efra rúmið sparast $4.00. Af- slátturinn á fargjaldi nemur þannig $13.00, að viðbættum $3.00, fargjaldinu frá Vancouver til Seattle. Væntanlegum erindrekum frá Minnesota og Norður Dakota er á það bent, að járnbrautarfélögin í Bandaríkjunum, hafa ekki „tourist“ fargjöld á lestum sínum, og myndu þeir því spara rúmlega $26.00 með því að ferðast norðan línunnar, og auk þess njóta sjóferðarinnar frá Vancouver til Seattle. Lestin leggur af stað frá C.P.R. stöðinni x Winnipeg kl. 10:15, fyrxr hádegi, (Standard Time) á sunnudaginn, 21. júní. Þeir sem ferðast vilja sjóleiðis frá Vancouver til Seattle, halda áfram, áleiðis frá Vancouver til Victoria, á þriðjudag, 23. júní, kl. 10 f. h., og koma til Seattle, kl. 8, að kvöldi sama dags. Trauðla mun fmnast fegurra landslag en þar sem Kanadiska Kyrrahafslínan liggur. Lestin fer um þessi héruð að degi til, og gufuskipið frá Vancouver til Seattle fer um eyjasundin fögru um hábjartan dag. Hér gefst tækifæri til óvenjulega skemmtilegrar ferðar, einkum fyrir þá, sem ekki hafa farið þessa leið áður. Vagnar þeir, sem notaðir verða, eru nýir, með loftkælingu og öðrum nýmóðins útbúnaði. Sendið umsóknir yðar til: \ N. O. BARDAL, Treas. Ice. Synod, 841 Sherbrook St., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.