Lögberg - 16.04.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.04.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. APRÍL, 1953 7 Meðal hirðingja í íran í sunnanverðu íran er nokkurn veginn sjálfstæð hirðingjaþjóð, sem nefnist Kashgais. Hún dvelst á vetrum suður við Persaflóa, en á sumrin fer hún langt norður til fjalla með allan búpening sinn, tjöld og vistir. Er hún því á sífelldu ferðalagi 3—4 mánuði ársins. Núverandi höfðingi henn- ar heitir Nasser Khan. Hann kom talsvert við sögu í stríðinu, því að hann gerði uppreisn gegn Bretum, er þeir höfðu lagt suð- urhluta landsins undir sig 1942. Brezkt herlið hafði tekið sér stöðu einmitt á þeim slóðum, er Kashgai-menn þurftu að ferðast um. — Nasser Khan fékk þýzk- an hershöfðingja, Dr. Schultze- Holthus sem ráðgjafa í stríðinu, og þótti Bretum hann sá vágest- ur, að þeir lögðu of fjár til höf- uðs honum. Kashgai-menn eru herskáir og gerðu Bretum marg- ar skráveifur, svo að þeir urðu að senda mikið varalið frá Egyptalandi gegn þeim. — Nú lifa hirðingjar þessir í friði, eins og sjá má á eftirfarandi grein, sem birtist nýlega í „Geographi- cal Magazine“ og er eftir hjónin, Jean og Frank Shor. Á SVÆÐINU frá Persaflóa upp til Zagros-fjalla, hefst við hirð- ingj aþj óðf lokkur, sem nefnist Kashgai. Þeir hafast mest við á hestbaki, eru stöðugt á faralds- fæti og búa því í tjöldum. Eru þeir fastheldnir á fornar venjur og þótt þeir hafi haft kynni af vestrænni menningu, vilja þeir ekki hverfa frá hirðingjalífinu. ☆ Við hjónin vorum stödd í veit- ingahúsi í Teheran og and- spænis okkur við borið sat inn- fæddur maður. Hann var í ný- tízku fötum og talaði ensku með Oxford-framburði. Samkvæmis- líf Lundúna og klúbblíf virtist henta honum bezt. En þessi mað- ur var þó af hirðingjaþjóðinni í íran, einn af höfðingjum henn- ar. Hann hét Malck Mansur Kashgai — kenndur við þjóð- flokk sinn — og hann var frægur um allt landið fyrir það hvað hann sat vel á hesti og var slyngur veiðimaður. — Heimsækið okkur þegar þið komið næst til íran, sagði hann. Dveljizt hjá okkur, lifið okkar lífi. Þá getið þið sagt öðrum þjóðum frá því hvernig hirð- ingjar lifa. — Ári seinna áttum við hjónin erindi til Austurlanda. Við skrif- uðum þá Malek Mansur og spurðum hvort hann stæði við boð sitt frá í fyrra. Við fengum skeyti frá honum: — Við erum upp til fjalla. Flýtið ykkur til Teheran, frændi minn mun taka þar á móti ykkur og fylgja ykk- ur til bækistöðva okkar. Við flugum til höfuðborgar írans, en fengum þar vondar fréttir. Olíudeilan var að ná há- marki og stjórnin hafði strang- lega bannað útlendingum að ferðast um landið. í raunum okkar snerum við okkur til keisarans og hann tók okkur vel. Tveimur dögum seinna afhenti forseti herforingja ráðsins okkur vegabréf, sem leyfðu okkur að ferðast um land Kashgai-þjóðflokksins. „Og svo átti ég að skila kveðju frá hans hátign keisaranum“, mælti hann brosandi. Habib Kashgai hét frændi Malek Mansur, sem sendur var til ^ð taka á móti okkur. Honum fylgdu tveir þjónar. Annar þeirra bar riffla og kassa af Coca-Cola, en hinn bar ískassa og vissum við ekki hvað í hon- um var geymt, Við flugum til Isfahan. Þar voru nokkri menn komnir til móts við okkur með jeppa og herflutningabíl. Farangrinum var raðað á stóra bílinn, en við settumst inn í jeppann, og svo var lagt af stað til Shahriza, en þangað eru 50 mílur. Hjá hverju þorpi á leiðinni voru verðir, sem stöðvuðu okkur, en þegar þeir sáu vegabréf okkar, kvöddu þeir að hermannasið og leyfðu okkur að halda áfram. Hjá Shahriza fórum við út af aðalþjóðveginum og fórum inn á mjóan veg, sem brátt varð mesti tröllavegur. Þar sem þennan veg þraut höfðu nokkrar fjölskyldur Kashgai-manna sleg- ið tjöldum og settumst við að hjá þeim. Tjöld þeirra voru ofin úr svörtu geitarhári. Okkur var boðið inn í tjöldin og þar fengum við hrísgrjón og lambakjöt steikt á steini. Morguninn eftir lögð- um við af stað ríðandi á hestum og ösnum og var nú tekin stefna til bækistöðva Malek Mansur. — Nú erum við í landi Kash- gai-manna, sagði Habib. Allir þeir, sem þið hittið hér, eru af okkar þjóðflokki. Frjálst og skemmiilegt líf Leiðin, sem við fórum í jepp- anum, hafði að mestu legið yfir hrjóstrugt og gróðurlaust land. En nú varð breyting á þessu, er við nálguðumst Zagros-fjöllin. Fram undan risu fjöllin 14.000 feta há og voru hæstu tindar þeirra snæviþaktir. En vegurinn lá yfir blómskrýddar dala- grundir og sums staðar voru akrar. Sauðahirðar í litklæðum gættu þar hjarða og voru kind- urnar allar með langa og feita rófu. Hvarvetna sáust hvítir úlf- aldar á beit. Ríðandi menn á eldfjörugum fákum þeystu fram hjá okkur og veifuðu byssum sínum í kveðjuskyni. Undir kvöld komum við að bækistöð Maleks. Voru það tjald búðir í háum fjalladal. Milli tjaldanna, sem ýmist voru úr segldúk eða geitarhársvoðum, rann fjallalækur og stóðu tré í röðum á bökkum hans. Segldúks tjöldin voru lituð skærum litum, blá, gul, og rauð og stungu mjög í stúf við hin svörtu tjöld. Við fórum af baki fyrir fram- an stærsta tjaldið og þar tók Nasser Khan á móti okkur. Hann er eldri bróðir Maleks og æðsti maður kynflokksins. Hann er hár og herðibreiður og með tindrandi augu. Hann var í jakkafötum að vestrænum sið og fleginni skyrtu. Við hlið hans stóð Malek í veiðimannajakka og kaki-buxum. Okkur var þegar boðið inn í tjaldið. Þarna birtist okkur sjón, sem minnti á lýsingar Marco Polo af austurlenzkri viðhöfn. Þykkar og litskrúðugar ábreiður þöktu gólfið, en allt um kring var tjaldað handofnum dúkum með skærum litum. Með silkitjöldum voru gerð skilrúm í tjaldinu. Á borði stóðu silfurdiskar með á- vöxtum og á silfurskutli voru okkur bornir ávaxtadrykkir og erlend vín. Síðan var okkur vísað í tjald það, er okkur var ætlað. Þangað báru þjónar volgt vatn í silfur- könnum til þess að lauga hend- ur okkar. í hvílurúmunum voru undirsængur með akurhænu- fiðri. — Ef þetta er hirðingjalíf, sagði Jean brosandi, þá skulum við setjast hér að. Aldrei hafði mig órað fyrir að slík viðhöfn og skraut gæti verið annars stað- ar en í höllum, þar sem öll nú- tímaþægindi eru. En þá fyrst urðum við forviða, þegar kvöldverður var fram reiddur. Gríðarmikill hvítur dúkur var breiddur á gólfábreiðu í stóru tjaldi, sem opið var að neðan. Þar snæddum við af silfurdiskum. Þar voru á borðum tvö stór ílát með hrísgrjónum; í öðru voru þau skreytt með safran og í þau blandað pistasíu- hnetum og rúsínum ,en í hinu var akurhænubrjóstum raðað allt umkring. Svo var þar fjöldi silfurdiska. Á þeim ar steikt kjöt af villifé ,steingeitum og lömb- um, ásamt baunum og græn- meti og kryddað með kúmen. Þar voru eldrauðir egg-ávextir, úttroðnir með akurhænukjöti og soðnir í viðsmjöri. Þar var súr- mjólk (yoghurt), steikt akur- hæns og geitostur. Og að lokum voru bornar fram melónur, sem kældar höfðu verið í ánni. — Ég verð að biðja ykkur að afsaka hve fátæklega var á borð borið, mælti Malek, er við risum á 'fætur. Við vissum ekki glöggt hvenær þið munduð koma og gátum því ekki búið okkur undir að fagna ykkur sem skyldi. í sama bili komu þar tveir menn og roguðust með fjóra steingeitarhausa og voru hornin allt að meter á lengd. Þeir lögðu niður hausana og hneigðu sig fyrir Naser Khan, en hann þáði hornin og hrósaði veiði- mönnunum. Þeir urðu glaðir við og fóru með hausana. — Þetta er gamall siður, sagði Habib við okkur. Þegar einhver veiðir klettahafur þá kemur hann með hausinn svo höfðing- inn fái að sjá hann, en helming- urinn af kjötinu fer í vistabúr höfðingjans. Armur laganna — Það er bezt fyrir ykkur að ganga snemma til hvíldar, sagði höfðinginn við okkur, því að við förum á veiðar með birtu, og ef þið viljið vera með, þá er okkur sönn ánægja að því. Um miðnætti vorum við vak- in. Háttsettur foringi í íranska hernum var kominn og vildi finna okkur. Hann hafði fengið skeyti frá herstöðvunum í Shiraz og í því stóð: — Tveir útlendingar hafa farið inn í Kashagi-land. Þetta er lög- brot. Rannsakið málið þegar. Ef þeir hafa ekki vegabréf frá inn- anríkisráðuneytinu og foringja leynilögreglunnar, þá á að taka þá fasta og flytja úr landi. — — Hver gaf út vegabréfin okkar? hvíslaði Jean skelkuð. —\ Ég veit það ekki, sagði ég. Ég get ekki lesið það. Biddu nú fyrir okkur. Syfjaður þjónn kom með ljós- k:er og herforinginn fór að rýna í rauðu vegabréfin okkar. Hann var fyrst þungur á svip, en svo var sem honum létti. — Þetta er allt í lagi, sagði hann. Afsakið ónæðið. I þessu kom Malek Mansur og herforinginn sagði honum sögu sína. Hann hafði fengið skeytið um kvöldið og til þess að hlýða skipun hafði hann fyrst ekið 60 mílur í jeppa og síðan farið ríð- andi 13 mílur í kolsvarta myrkri. Tveimur klukkustundum seinna gátum við lagzt til svefns aftur, en nóttin varð allt of stutt. Við vorum vakin og morgun- verður var þá til — te, egg, gróft brauð og ávextir. Þegar við byrjuðum að snæða kom þjónn með bláa krús og setti fyrir okkur. Og þegar ég opnaði hana sá ég að í henni voru styrju- hrogn. Habib hló dátt þegar hann sá hvað ég varð hissa. — Þér sögðuð Malek frá því í Teheran í fyrra að yður þætti írönsk styrjuhrogn eitthvert mesta sælgæti og þér vilduð helzt borða þau á hverjum morgni,' sagði Habib. Okkur langar til að uppfylla allar óskir gesta okkar, og sérstakur maður var sendur frá Teheran með hrogn. Hann varð okkur sam- ferða. Hrognin voru í ís- kassanum. Og um hálfs mánaðar skeið fengum við styrjuhrogn í morg- unmat. Jean ætlaði ekki að þora að bragða þau í fyrstu, en þegar hún komst á átið þóttu henni þau hið mesta lostæti. Hæfnir Skolmenn Þegar Kashgai-menn fara á veiðar, þá hafa þeir ekki með sér nesti, heldur flytja þeir með sér híbýli sín og alla búslóð. Um leið og morgunverði var lokið voru öll tjöld felld, bundin í baga og látin á asna og úlfalda. Allt annað var sett í klyfjar og löng lest lagði á stað yfir dalinn og fóru þjónar með hana. Bornir voru fram enskir og belgiskir rifflar og var hver þeirra konungsgersemi. Við máttum velja. — Við viljum eiga góð vopn, sagði Nasser Khan. Kashgai- maður skilur byssuna sína sjald- an við sig. Hjá okkur er máls- háttur á þessa leið: Hafðu byss- una þína alltaf handbæra, en láttu konuna geyma peningana. Sá, sem fylgir þessu heilræði kemst sjaldan í vanda. Við stigum nú á bak arabisk- um gæðingum og hleyptum á eftir lestinni. Um tuttugu veiði- menn voru í hópnum og hverj- um manni fylgdi þjónn, sem reiddi byssuna hans. Við Jean fengum líka slíka þjóna. Kashgai-menn eru framúr- skarandi hestamenn og þeim þykir vænt um reiðskjótana sína. Þeir struku þeim blíðlega um háls og mdkka og snoppu áður en þeir stigu á bak og héldu léttilega í taumana. Þetta er einkennilegt, þar sem Austur- landabúar eru ekki neinir dýra- vinir og fara ekki vel með skepnur. Um miðjan morgun vorum við komin í nær 10.000 feta hæð. Þar var grýtt og aðeins á stöku stað sáust grastoddar og smá- runnar. Nú fórum við að heyra í akurhænunum. Við staðnæmd- umst og ég bjóst til að stíga af baki, en Malek Mansur stöðvaði mig. — Við ætlum að sýna ykkur hvernig Kashgai-menn fara að því að veiða, sagði hann. Það er bezt að þið hjónin haldið hér kyrru fyrir á hestbaki. Vopnaðir menn riðu nú á skokki inn dalinn og rétt á eftir heyrðist mikill vængjaþytur og stór hópur akurhænsna hóf sig á loft og hugðist flýja. Nú var sprett úr spori og hest- arnir fóru á harða stökki á eftir fuglunum. — Veiðimennirnir slepptu taumunum, þrifu byssur sínar og iniðuðu þeim. Svo gall við hvert skotið á eftir öðru og það var eins og akurhænsnum rigndi til jarðar. Ég horfði á Malek Mansur. Það var eins og hestur og maður væru samgrón- ir. Þrisvar sinnum hleypti hann af belgisku hríðskotabyssunni sinni, og þrjár akurhænur steyptust til jarðar. Eftir þessa fyrstu skothríð stöðvuðu veiðimenn hesta sína* en þjónar söfnuðu saman veið- inni. Fjörutíu og fjórar akur- hænur voru bundnar við söðul- boga. — Þetta verður að nægja í bili, sagði höfðinginn. Við kærum okkur ekki um að útrýma veið- inni, en næsta ár verður þessi hópur jafn stór og hann var nú. Síðan riðum við umhverfis hæð nokkra og komum þá að hinum nýju bækistöðvum. Þar höfðu öll tjöldin verið reist að nýju, og í okkar tjaldi var allt eins og áður hafði verið. Mið- degisverður var framreiddur og eftir konunglega máltíð fengum við okkur miðdegishvíld. Um nón voru allir komnir á kreik aftur. Og þá gengu menn í skot- bakka. En höfðinginn og helztu menn hans sýndu skotfimi sína og hún var nær ótrúleg. Meðal annars lék Nassar Khan sér að því að skjóta fríhendis fimm krákur, sem flugu fram hjá. 'Seinna var það í veiðiferð að ég sá Malek ríðandi á harða spretti leggja fimm antilópur að velli með fimm skotum. Góðhestar Þótt ég væri hrifinn af veiði- mennsku þeirra, var ég þó enn hrifnari af hestunum þeirra, þessum glæsilegu arabisku reið- skjótum. Það var engu líkara en að þeir hefðu mannvit. Þegar veiðimaðurinn sleppir taumum á fullri ferð, stendur í stigreip- unum og miðar byssu sinni, þá á hánn allt undir viti hestsins. Líf mannsins er í veði, ef hesturinn tekur viðbragð út á hlið eða staðnæmist skyndilega. Það var eins og hestarnir vissu þetta. Þeir gættu þess að fara ekki út á neina ófæru og ef þeir þurftu að beygja, þá tóku þeir krókinn svo langan að manninum væri engin hætta búin. Seinna dvaldist ég um viku- skeið 1 tjaldbúðum Ziat Khan, eins af helztu foringjum kyn- flokksins og þess mannsins, sem aðallega sér um tamningu hest- anna. Hann er oft kallaður „Hestakóngur” og hann er fræg- ur um allt land fyrir hesta- mennsku sína. Hann hafði tamið hesta þeirra Nasser Khan og Malek Mansur og hann átti bezta hestakynið í landinu. Það eru nú rúmlega 300 ár síðan að Kashgai-þjóðflokkurinn keypti fyrstu hestana frá Arabíu og kyninu hefur verið haldið hreinu síðan. Þeir eiga einhverja elztu ættarskrá hesta, sem til er í veröldinni. Þegar við komum til Ziat Khan urðum við forviða á því, að sjá fagurlimaða hryssu standa á dýrindis dúk inni í tjaldi hans og folald hennar þar hjá henni. — Þessi foli er undan bezta hestinum mínum, sagði Ziat Khan og klappaði á hálsinn á hinu háfætta folaldi. Hann verð- ur listaskepna með tímanum, sá bezti, sem ég hef alið upp. Hann fær að búa í tjaldinu hjá mér og hann á að fara hvert sem ég fer. Góður reiðhestur er alltaf einn af fjölskyldunni. Uppruni Kashgai- þjóðflokksins Þegar við höfðum verið nokkra hríð hjá Nassar Khan, sagði Malek okkur, að ráðstaf- anir hefðu verið gerðar til þess að við skyldum dveljast nokkr- ar vikur í tjaldbúð bónda skammt þaðan. — Ykkur þykir eflaust fróð- legt að kynnast lífi alþýðunnar, sagði hann og ég býzt við að ykkur komi það mjög á óvart, hvernig þar er umhorfs. Flestir menn eru hér vel bjargálna. Þeir eiga góð föt, hafa nóg að bita og brenna og una hag sínum vel. Við erum frjálsir menn og óháð- ir og alls ekki ólíkir Ameríku- mönnum. — Velmegunin er eng- inn mælikvarði á líf þjóðanna, þar þarf dýpra að grafa og þá mun koma í ljós að margt er líkt um okkur. Þetta sama kvöld sátum við í stóra tjaldinu og þeir Malek og Nasser Khan sögðu okkur sögu þjóðar sinnar. Hún hefur aldrei verið skráð, heldur hefur hún gengið frá föður til sonar um margar aldir og hún hefur verið sögð við þúsundir varðelda. Eng- ir þekkja hana þó betur en þeir bræður, því að þeir eru afkom- endur fyrsta foringja þjóðflokks ins, og ætt þeirra hefur ríkt þarna í rúm 400 ár. —FRAMHALD VASABÓK CANADISK Þetta er ein þeirra greina, sem sértaklega eru a-tlaðar nýjum Canadamönnum. BANKAMAL 1 Canada eru tiu löggiltir bankar, er hafa til samans yfir þrjú þúsund útibú í borg- um, bæjum og þorpum frá strönd til strandar. Cana- dískir bankar inna af hendi margvíslega þjónustu I þágu viöskiptavina sinna. Hver, sem vill, getur opnaö spari- sjóösreikning og hann getur tekið út peninga eftir því, sem þörf gerist. InnstæSu- peningar gefa af sér vexti, tem lagSir eru viS höfuSstól neS reglubundnu millibili. Hlaupareikningar bera ekki vexti, en eru til þess gerSir iS greiSa fyrir daglegum viS- skiptum og kvitta fyrir seld- ir vörur. Sameiginleg inn- stæSa kemur sér vel fyrir tleiri en eina persónu, svo sem hjén, er geta bæSi tekiS út peninga úr sama reikningi. Bankar geta yfirfært pen- inga úr einum staS 1 Canada til annars og einnig landa á milli meS litlum tilkostnaSi. Þeir gefa einnig út ferSa- mannaávfsanir, sem skipta má í peninga í hótelum, járn- brautaskrifstofum, bönkum og stérum búSum svo menn þurfa ekki aS hafa á sér mikiS af lausum peningum. Einnig leigja bankar ör- yggishélf fyrir lágt verS til feymslu skrautmuna og verS- bréfa. Forstjórar banka og starfsfólk þeirra leggur sig ■ líma um aS greiSa fyrir tjármálaviSskiptum ySar og t hinum meiriháttar bygSar- Jögum eru bankaþjónar, sem tnæla á flest Evrópumál. Cppástungur og athuganir I sanibandi við framliaUls- greinar verða kærkomnar lijá Calvert House og mun rit- Mjóri þessa blaðs koma þeim á framfæri. I næsta mánuði — Mentainái Calvert DISTILLERS LTQ aMherstburg. ontario ■^lllUIIIIIIIIIUIIIIIlUUIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUllllllllllllllllllliiJ Sendið engin meðöl til Evrópu þangað til þér hafið íenglð vora nýju verðskrá. Skrlflð eftlr hinni nýju 1953 verðskrá, sem nú or á taktelnmn. Verð hjá oss er mlklu iægrn en nnnars staðnr í Canndn. RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur STREPTOMYCIN — 50c grammið Sent frá Evrópu um víða veröld. jnfnvel austnn járiitjaldstns. — 1‘óstgjnld lnnlfalið. STARKMAN CHEMISTS 403 BIiOOR ST. WEST TOKONTO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.