Lögberg - 23.04.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.04.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. APRIL, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GeflS út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARQEN.T AVENUE, WINNIPEQ, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáakrlft rltstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The 'Lögberg” ls printed and published by The Columbla Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada A.uthorlzed as Second Clasa Mail, Post Office Dep>artment, Ottawa Einhuga þjóð á öru þróunarskeiði Þegar framtak einhuga þjóðar beinist í einn og sama farveg verður eitthvað undan að láta og glæsileg afreksverk að koma í ljós; þetta má ábærilega heimfæra upp á norsku þjóðina, sem stigið hefir eitt risaskrefið öðru meira fram á leið eftir að hún endurheimti frelsi sitt 1945. Eins og að líkum lætur voru margar máttarstoðir hins norska þjóðfélags færðar úr skorðum meðan á hernáminu stóð; víðtækt viðreisnarstarf varð þegar að hefja og endur- skipuleggja rekstur landbúnaðar, fiskiveiða og iðnaðar; þjóðin bar gæfu til þess, að eiga ágætum forustumönnum á að skipa og þar af leiðandi sóttist henni viðreisnarstarf- semin undursamlega greitt; henni var það ljóst, að nú væri um að gera að halda ekki að sér höndum, heldur yrðu allir að leggjast á eitt um aukin afköst einstaklingsins og marg- faldaða heildarframleiðslu; að þessu markmiði var stefnt með samræmdri orku vits og vilja og sérhagsmunastreitu vísað á dyr; vinnufriður varð hinn ákjósanlegasti þar sem atvinnurekendur og vinnuþegar lögðust á eina sveif varð- andi framleiðslumálin; afstaða verkalýðsfélaganna varð slík, að til fyrirmyndar mátti teljast. 1 öndverðum yfirstandandi mánuði háðu sjötíu norsk verkalýðsfélög ársþing sitt í Oslo þar sem mættir voru erindrekar úr flestum landshlutum, ásamt gestum, sem komnir voru langan veg að, svo sem fimm erlendir sér- fræðingar á vettvangi framleiðslunnar og var meðal þeirra Bandaríkjamaðurinn, Dr. Larry Cohen. Formaður norska verkalýðssambandsins, Konrad Nordahl, flutti ræðu á þinginu og lýsti þeim margháttuðu breytingum, sem einkent hefðu norskt athafnalíf síðan að styrjöldinni lauk; mannafli í þjónustu framleiðslunnar hefði framan af verið af skornum skamti, kröfur um marg- breyttari vöru hefði þegar aukist að mun, þó kaupmáttur hefði eigi vaxið að sama skapi vegna óhagstæðs peninga- gengis og erfiðleika á öflun hráefna; þó hefði þjóðin á til- tölulega skömmum tíma sigrast á slíkum örðugleikum vegna aðdáunarverðs samræmis í þjóðfélaginu þar sem þjóðarmetnaðurinn varð hið fyrsta og æðsta boðorð. 1 ræðu sinni skýrði Konrad Nordahl frá því, að félög atvinnurekenda hefðu í samráði við verkalýðssamtökin, stofnað til reglubundinna námsskeiða varðandi framleiðsl- una með það fyrir augum, að auka hana og koma á ná- kvæmari vöruvöndun, en áður hefði gengist við; með þessu hefði skapast gagnkvæmt traust öllum aðiljum til gagns og gleði; ræðumaður kvað óneitanlega mikið hafa áunnist, þó sýnt væri, að styrkari átaka yrði þörf; hann lét þess getið, að þó þjóðartekjurnar væri að vísu miklar, þyrfti þó meira fjár við til að standa straum af rekstri nýrra fyrirtækja eða greiða götu þeirra, sem væru svo að segja í uppsigl- ingu; kjör almennings væru heldur ekki komin í það horf, er þau ættu að komast og þyrftu að komast í áður en liði mánuðir og ár. Hinn mikli og virðulegi verkalýðsleiðtogi lauk ræðu sinni með svofeldum orðum: „Hið mesta verkefni samtaka vorra, er fólgið í því, að auka afköst*hvers einstaklings á hvaða starfssviði, sem er þjóðhag vor til eflingar, en næsta skrefið verður svo það, að tryggja á sem allra réttlátastan hátt dreifingu þeirra margvíslegu gæða, sem frá aukinni framleiðslu stafa.“ Reidar Danielsen skrifstofustjóri í iðnaðarmálaráðu- neytinu kvaðst enn vera í nokkrum vafa um það, hvort norsku þjóðinni lánaðist í ár, að fullnægja ákvæðum hinnar gagnkvæmu efnahagsstofnunar þó vera kynni, að þannig greiddist úr, að slíkt yrði kleift; hann sagði að menn yrðu að venja sig af þeim ósið, að varpa öllum áhyggjum sínum upp á stjórnina, því engin stjórn væri alls megnug; hún vitaskuld gerði alt, sem í hennar valdi stæði til að afla sem allra víðtækastra markaða fyrir afurðir landsmanna, en einkafyrirtækin þyrftu líka að gera eitt og hið sama; aðeins samstilt átök gætu greitt þjóðinni götu inn í heið- ríkju frjálsmannlegs og óháðs athafnalífs; að þessu yrðu allir að stefna og mundi þá bjart verða um framtíð norsku þjóðarinnar. Norska þjóðin hefir á síðustu árum lagt mikla og fagra alúð við trjárækt og glætt með því ást æskunnar til landsins; árið, sem leið nam gróðursetning trjáa frek- lega 35 miljónum; á trjáræktardaginn (Arbor Day), eru það einkum skólabörn í 6. og 7. bekk, er að gróðursetningu vinna og fyllast hrifningu yfir því að eiga þess kost, að hjálpa til að klæða landið; í þessu er falin fögur þjóðræktar- starfsemi, sem stuðlar mjög að glæddri þjóðeiningu og lífs- hamingju þegnanna. Bókmentir norsku þjóðarinnar standa í blóma og stjórnarfar hennar er á bjargi bygt. MINNINGARORÐ: AUGUST MAGNÚSSON Fæddur 25. október 1863 — Dáinn 24. íebrúar 1953 August Magnússon var fædd- ur 25. október 1863 að Kot- hvammi á Vatnsne'si í Húna- vatnssýslu á íslandi. Foreldrar hans voru þau hjónin Magnús Magnússon og Margrét Jóns- dóttir, sem lengi bjuggu að Bakkabúð við Miðfjörð í sömu sýslu: voru því bæði Húnvetn- ingar. Jón Árnason frændi Augusts og Ögn kona hans að Illuga- stöðum tóku hann í fóstur þegar hann var á fyrsta ári, og var hann alinn upp hjá þeim þang- að til hann var 12 ára gamall; en þá tók Jakob Bjarnason við jörðinni af tengdaforeldrum sín- um: hann var kvæntur Auð- björgu dóttur þeirra. Fór þá August til Jakobs og var hjá honum tvö ár, en að þeim liðn- um fór hann aftur til fóstra síns. August hlaut miklu betri upp- fræðslu en flestir unglingar áttu að fagna í þá daga, og voru aðallega til þess þrjár ástæður: í fyrsta lagi var August óvenju- lega námfús og fróðleiksþyrstur; í "íiðru lagi lét Jón fóstri hans sér mjög ant um að gera hann sem bezt úr garði, andlega ekki síður en líkamlega, og í þriðja lagi var skynsöm og upplýst stúlka lengi vinnukona hjá þeim hjónum, sem Valgerður xhét Bergþórsdóttir; hún lét sér ant um að fræða August og kenna honum alt, sem hún gat, óg hún var fróð um margt. Hann lærði því skrift og reikning, dönsku og fleira. Hann var því býsna vel búinn undir lífsbaráttuna. Meðal annars lét fóstri hans hann læra bókband og keypti honum verkfæri til þess að vinna með að þeirri iðn, gerði hann það á vetrum. Þegar hann var 21 árs gamall fór hann suður á Seltjarnarnes til sjóróðra. Og þegar til Reykja- víkur kom lærði hann að synda og stóðst próf í þeirri þörfu list. Það skeði oftar á æfi hans en einu sinni að hann nálgaðist eitt- hvert mikilsvarðandi takmark, sem brást alt í einu og skapaði honum vonbrigði. En hann lét þó aldrei hugfallast; hugsaði málið og sá nýjar leiðir. Þannig var það þegar hann hafði á- kveðið að hefja nám við búnað- arskóla. Hann var ferðbúinn og vonirnar himinháar. En þá komu yfir landið afskapleg harðindi, hafísar og hungur svo að til vandræða horfði. Varð hann þá að nota það litla fé, sem hann átti foreldrum sínum til bjargar. Námshugmyndin varð ómöguleg og hann sneri tafarlaust við blaðinu og ákvað að flytja til Vesturheims með þeirri hug- mynd að geta bjargað fólki sínu frá því hallæri, sem þá virtist vofa yfir landi og lýð. Ferðin hófst 24. ágúst 1887 á skipinu „Camoence". Voru þar 700 farþegar (300 íslendingar). Var lent í Granlon og farið það- an með járnbrautarlest til Quebec. Á leiðinni yfir hafið kyntist August skozkum manni sem T. C. Rae hét; var hann verzlunarstjóri fyrir H. B. fé- lagið. Þessi maður vildi fá tvo Islendinga til þess að vinna fyrir félagið. August gaf sig fram á- samt öðrum íslendingi, sem hét Sveinn Bergmann Þorbergsson. Þeir réðust hjá félaginu til árs. Hvernig á því stóð að Rae vildi sérstaklega fá íslendinga vissu þeir ekki, en sjálfsagt hefir það verið vegna þess, að þeir (ís- lendingarnir) hafi verið reyndir hjá félaginu sem góðir og trúir starfsmenn. Þegar árið var liðið vildi fé- lagið ráða þá til annars árs. Þor- bergsson gat ekki verið lengur vegna þess að honum leiddist, en August réðist áfram. Bað „Mun syrgja margur: Mest hver þekti bezt.“ Sleingr. Tborsteinsson August Magnússon hann félagið að lána sér $100 og var það auðfengið. Hann sendi foreldrum sínum þessa $100. Seinna hjálpaði hann þeim og systkinum sínum til þess að flytja vestur. Árið 1891 keypti August helm- inginn af þvottahúsi: „Brandon Laundry“ og gekk í félag við Jón Jónsson, sem var klæðskeri og átti þvottahúsið. Féll þeim vel saman og gekk vel. En þá komu svo mikil leiðindi yfir móður Augusts að hann varð að yfirgefa Brandon og flytja út á land með foreldra sína. „Því hvers virði • er góð staða og peningar, ef ánægju brestur,“ sagði hann sjálfur. Hann hafði nú þegar fyrst fórn- að glæsilegu námsskeiði og í öðru lagi arðvænlegu verzlunar fyrirtæki og sýnir það hversu góður og skyldurækinn sonur hann var. Hann flutti frá Brandon til ísa- foldar bygðar 1894, en árið 1896 flæddi yfir þá bygð, svo flestir flýðu þaðan til Grunnavatns- bygðar. Um þetta leyti trúlofaðist August Ragnheiði Jóhannsdóttur Straumfjörð og flutti til Eng- eyjar. 5. febrúar 1898 voru þau gift í Engey af séra O. V. Gísla- syni. „Og var það“, segir August sjálfur, „byrjun á nýjum fram- sóknarhvötum, nýrri ánægju og kærleiksríku lífi, ásamt fullkom- inni lífsalvöru, samfara hinni unaðsríku ástarsælu.“ Árið 1899 varð hann vitavörð- ur í Mikley og gegndi því starfi í 5 ár. Nýgiftu hjónin voru sæl og hamingjusöm, ekki einungis þessi fyrstu ár sambúðarinnar, heldur alla þá hálfu öld, sem hamingjan leyfði þeim samvist- ir. Getur August þess í dagbók sinni hversu oft og stundum lengi, Ragnheiður hafi verið ein við „búskaparbaslio“, þegar hann varð að vera í burtu. Og svo segir hann þetta: „En alt var það borið án möglunar, og altaf var heimkomu minni fagn- að með hinu sama ilríka, ein- læga viðmóti og blíðu: í einingu var notið ánægjunnar og í ein- ingu voru bornar þrautirnar." Þannig lýsir August sambúð þeirra hjóna, og þannig var hún. August var prýðilega hagmælt- ur, þó hann færi dult með það. Hafði hann það fyrir reglu að yrkja kvæði eða vísu til konu sinnar á afmælisdaginn hennar, en það var einnig giftingardagur þeirra hjóna. Þegar Coldvelís sveit var stofnuð var August kjörinn skrifari og féhirðir og hélt hann því starfi í aldarfjórðung með hinni mestu nákvæmni, ráð- vendni og hagsýni. August Magnússon var djúp- vitur maður og mætavel gefinn. Hann fylgdist vel með öllum málum, erlendum jafnt sem inn- lendum, rígbatt sig aldrei nein- um flokki, en var stefnutryggur; enda var trygðin eitt aðalein- kenni hans. Þau hjónin eignuðust alls fimm börn, tvær dætur, sem báðar dóu kornungar, og þrjá syni, sem allir eru á lífi: Agnar Rae kennari við miðskóla í Win- nipeg, Jóhann Magnús bifreiða- smiður í Winnipeg og Kristberg Margeir, vinnur við kornverzl- un í Winnipeg, allir kvæntir. Þau áttu einnig þrjár fóstur- dætur, voru þær allar systur- börn Augusts. Systir hans dó frá þeim ungum, en faðir þeirra var dáinn áður; stúlkurnar voru því munaðarlausar; hann gerði sér hægt um hönd, fór með þær allar heim til sín og ól þær upp. Fóru þau hjón með þær eins og þær ☆ ☆ væru þeirra eigin dætur. Enda hafa þær reynzt fósturforeldrum sínum eins og beztu dætur. August Magnússon var merki- legur maður fyrir margra hluta sakir: Hann var sérstaklega ást- fólginn eiginmaður, óvenjulega umhyggjusamur faðir, trúr og staðfastur vinur og beztu gáfum gæddur. I stuttu máli: Hann var fyrirmyndarmaður. Og hann var líka hamingjusamur maður, sérstaklega að því leyti, að hann eignaðist ágæta konu; enda var hjónaband þeirra æfinlega viður- kent sannarleg fyrirmynd. Sig. Júl. Jóhannesson ☆ August Magnússon i. Þeir fækka: okkar fremstu og beztu menn: í frónska hópinn skarð er höggvið enn. Og kona og börn hins látna, mæta manns í minning horfa’ á auða stólinn hans. II. í hljóði góðvinir gráta, er gæfu til hans hafa sótt. Að loknum dáðríkum degi hann dreymir og sefur rótt. Hann konan og börnin biessa og bjóða’ ’honum „góða nótt“. Því hann var þeim alt í öllu um æfinnar löngu braut. Og því er svo margt að þakka, er þreyttur hann hvíldar naut. — Þau lifa það alt upp aftur: Þar eiga þau líkn í þraut. Sig. Júl. Jóhannesson KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eni vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34. REYKJAVIK Kirkjuþingsferðin 1953 Hið sextugasta og níunda ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, verður haldið í Seattle, Wash- ington, dagana 24.—27. júní n.k. og hefst í kirkju Hallgríms- safnaðar þar í borg, á miðvikudaginn, 24. júní, kl. 2 e. h. Framkvæmdarnefnd félagsins hefir tekist að komast að samningum við Canádian Pacific járnbrautarfélagið um sérstakan vagn fyrir kirkjuþingserindreka, og aðra, sem fara vilja vestur þann dag sem tiltekinn er, og einnig afslátt á fargjaldi, ef nógu margir gefa sig fram í tíma til fararinnar. Þessi samingur er þó skilyrðisbundinn sem hér greinir: 1) Fargjaldið verður að greiða fyrir 24. maí. 2) Að minnsta kosti fimmtán manns verða ag gefa sig fram til fararinnar, með mánaðar fyrirvara. 3) Menn skuldbinda sig til að koma aftur austur innan mánaðar, frá því af stað er farið. Fargjaldið, að meðtöldum svefnvagni, (lægra rúmi), er $86.30, báðar leiðir. Vilji menn nota efra rúmið sparast $4.00. Af- slátturinn á fargjaldi nemur þannig $13.00, að viðbættum $3.00, fargjaldinu frá Vancouver til Seattle. Væntanlegum erindrekum frá Minnesota og Norður Dakota er á það bent, að járnbrautarfélögin í Bandaríkjunum, hafa ekki „tourist“ fargjöld á lestum sínum, og myndu þeir því spara rúmlega $27.00 með því að ferðast norðan línunnar, og auk þess njóta sjóferðarinnar frá Vancouver til Seattle. Til samanburðar má geta þess, að fargjaldið frá Grand Forks, N.D., til Seattle, og til baka, að svefnvagni meðtöldum er $113.39. Lestin leggur af stað frá C.P.R. stöðinni í Winnipeg kl. 10:15, fyrir hádegi, (Standard Time) á sunnudaginn, 21. júní. Þeir sem ferðast vilja sjóleiðis frá Vancouver til Seattle, halda áfram, áleiðis frá Vancouver til Victoria, á þriðjudag, 23. júní, kl. 10 f. h., og koma til Seattle, kl. 8, að kvöldi sama dags. Trauðla mun finnast fegurra landslag en þar sem Kanadiska Kyrrahafslínan liggur. Lestin fer um þessi héruð að degi til, og gufuskipið frá Vancouver til Seattle fer um eyjasundin fögru um hábjartan dag. Hér gefst tækifæri til óvenjulega skemmtilegrar ferðar, einkum fyrir þá, sem ekki hafa farið þessa leið áður. Vagnar þeir, sem notaðir verða, eru nýir, með loftkælingu og öðrum nýmóðins útbúnaði. Sendið umsóknir yðar til: N. O. BARDAL, Treas. Ice. Synod, 841 Sherbrook St., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.